Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 17. DESEMBER, 1936 “Hið hreina kyn” I eftirfarandi grein er J?ví stutt- lega lýst, hvað liggur til grund- vallar fyrir skiftingu fræðimanna á mannkyninu í mismunandi kyn- flokka, og verður ljóst af því, hversu heimskulegur er rembing- ur sumra þjóða yfir sínu “hreina kyni,” sem naOmast þekkist, og alls ekki í Norðurálfunni, þar sem allar þjóðir eru margblandað- ar mismunandi kynflokkum, svo að lítt eða ekki verður sundur greint. Það er nú ýmsum vitan- legt, að kenning Þjóðverja um svonefnda “aría” á sér engan stað í veruleikanum, og er afneitað af öllum vísindamönnum. Hitt mun , alþýðu miður kunnugf, að Þjóð- verjar og þar á meðal Hitler sjálf- ur, eru yfirleitt af sama kynflokki og mestur hluti Gyðinga Norður- álfunnar og þeim miklu skyldari en hinu marglofsungna norræna kyni, og má þar um segja, að frændur séu frændum verstir.— Greinin er bygð á ritgerð eftir kunnan mannfræðing brezkan, Raglan lávarð, sem hefir varið æfi sinni til að kynna sér þessi fræði. Orðið “kyn” í merkingunni kyn- flokkur er yfirlætisfult orð í munni þjóðernissinna og annara, sem hafa sérstaka nautn af að hata og fyrir- líta meðbræður sina, svo og þeirra, sem vilja hafa sitt sérkennilega útlit, trúarbrögð og tungu til afsökunar og réttlætingar ofsókn og kúgun. Þannig hefir Hitler notað sér grillurnar um hið “hreina kyn” til réttlætingar hinum svívirðilegu Gyð- inga ofsóknum, sem eru jafn heimskulegar og þær eru miskunn- arlausar. En áður en vér getum rætt um kyn og kynflokka, verðum vér að vita, hvað vér eigum við með orð- unum. Hvað er kyn i þessari merk- mgu r Vér byrjum á því að átta oss á, að kynflokkur er ekki sama sem þjóð. Þjóð er pólitísk skipulags- heild. Negri, sem er fæddur í Bret- landi, heyrir til hinni brezku þjóð, en þar fyrir verður ekki sagt, að hann sé af brezku kyni. Kyn er hugtak, sem nær aðeins til líkamlegra sérkenna. Fólki er skipað í kynf lokka með tilliti til and- litsfalls, litarháttar, háralags, augna- litar, líkamshæðar, vaxtarlags og þó einkum með tilliti til höfuðlags. • * # Mannfræðingar líta mjög svipað á hina ýmsu kyhflokka manna og þeir lita á mismunandi kyn hunda og dúfna. Nú hafa hin ýmsu hunda og dúfna-kyn margvísleg áberandi sérkenni, er greina þau hvert frá öðru, en þessu er því miður ekki svo varið, þegar menn eiga í hlut. Það væri mjög þægilegt og létti undir sundurgreiningu manna í kyn- flokka, ef allir svartir menn væru lágvaxnir, ef allir gulir menn væru stuttskallar og ef allir hvitir menn væru ljóshærðir. En því er ekki að heilsa. Til negra teljast þannig Nílótar og Pygmear, hinir mestu risar og smæstu dvergar sem þekkj- ast. Flestir gulir menn eru stutt- skallar, en álitlegur hluti þeirra eru langskallar. í Norðprálfunni fer það og mjög oft saman, að fólk me& hinn skjannahvítasta hörundslit hafi tinnusvartast hár. * # # Þá hefir það komið í ljós, að það er næsta sjaldgæft í veröldinni að rekast á fólk, sem hægt er að segja um, að sé af hreinu kyni. Og það er augsjáanlega hlægileg fjarstæða, að hampa lögmálum um sérkenni- lega andlega eiginleika *sérstakra flokka manna þegar jafnvel líkam- PHYSICflL FITNESS /ati </ ficiti// Good health can yield dividends in en- joyment of life, not only for yourself but for your dependents. The Great-West Life now offörs you a new Preferred Whole Life Participat- ing policy at exceptionally low rates. If you are in good physical trim, you can now provide without additional strain on your purse, increased protec- tion for your dependents. Under this plan you also share in the profit earn- ings of the Company. The policy con- tains every modern provision and its profits can be used to your advantage in many v^ays. Annual Premium Required for %5,000 Whole Life Plan—With Profits— For Select Risks Age 30 ....................$ 92.25 Age 40 ....................$130.05 Age 50 ..................„.$197.75 Let me give you details. No obligation, of course. B. DALMAN Selkírk, Man. TM£ GREAT-WEST LIFE ASSURANCECOMPANY HIAO orrici’,... WINNIPCC legustu eiginleikar þeirra eru illa skildir og lítt eða ekki skilgreindir Hér vaða stjórnmálamenn og “föð- urlandsdýrkendur” inn á svið, sem vísindamennirnir dirfast ekki að tylla tánum á. Svo að ekki sé nákvæmlega í sakir farið, skifta mannfræðingar öllu mannkyni í 6 kynflokka: Af þeim eru tveir svartir á hörund, Afríku- negrar og Ástralíunegrar; hafa Af- ríkunegrarnir ullarhár, en Ástralíu- negrarnir liðað hár. Þá er guli kynflokkurinn, hinir svonefndu Mongólar, en til hans teljast þjóðir Austur-Asíu og Indí- ánar Ameriku. Þessi kynflokkur er gulur eða gulmórauðuf á hörund hefir há kinnbein og svart strítt hár Nú nálgumst vér heimahagana og hittum fyrir oss 3 kynflokka. Fjöl- mennastur er Miðjarðarhafskyn- flokkurinn með gulgráan eða ljós- brúnan hörundslit, lágt fólk og grannvaxið með dökt liðað hár langskallar með lágt enni, þunnleitt fólk og skarpleitt. Að þessum kyn- flokki kveður mest í Norður-Ind- landi, Persíu, Norður-Afríku og Suður-Evrópu, en er engan veginn sjaldgæfur í Norður- og Vestur Evrópu, og þar á meðal á Bretlands- eyjum. Alpa-kynflokkurinn er útbreiddur um Mið-Evrópu og alla leið austur í Litlu-Asíu. Hann er hinn ríkjandi kynflokkur í mörgum löndum Norð- urálfunnar og þar á meðal í Frakk- landi og Þýzkalandi. I Bretlandi er hann sjaldgæfari, en þó engan veg- inn fágætur. Fólk, sem til þessa flokks telst er venjulega lágvaxið, hokið i vexti, stutthöfðar með flatt nef og strítt, dökt hár. Síðasti kynflokkurinn, norræni kynflokkurinn, er lang fámennastur og hittist naumast annarsstaðar en á ströndum Eystrasaltsins og Norður- sjávarins. 1 þeim flokki eru hávaxnir menn, langskallar, Ijóshærðir og blá- eygir. Hin síðasttöldu tvö einkenni mega heita afar sjaldgæf miðað við mannkynið sem heild. Um það er deilt, hvort þessir kynflokkar eiga rót sína að rekja til ólíks upphafs, til kynblöndunar fyrri kynflokka, til mismunandi loftslags, eða eigi þeir rót sína að rekja til orsaka, sem enn eru verk- andi, virðist alt benda á, að þær orsakir séu svo seinverkandi að á- hrif þeirra verði naumast greind. Það er þannig hugsanlegt, að svartur hörundslitur hafi orðið til fyrir áhrif heitrar veðráttu, en það er öldungis áreiðanlegt, að fólk, sem flytur til heitra landa fær ekki dökk- an hörundslit á þúsundum ára. # # # Víða í Suður-Ameríku er eins heitt loftslag og víða i Afríku. En þar fyrir eru Indíánarnir, sem lifað hafa í Suður-Ameríku í aldaraðir, alls ekki svartir heldur gulbrúnir. Hinsvegar hafa Tasmaníubúar lifar sennilega í þúsundir ára í loftslagi svipuðu og í Englandi, en engu að síður eru þeir nærri tinnusvartir. í Norðurálfunni á sér ekki stað verúleg sundurgreining eftir kyn- flokkum. Þjóðverjar og Frakkar eru tvær pólitískar skipulagsheildir, en báðir af næsta blönduðu kyni. Þjóðverjar teljast sem næst að 3/4 hlutum til Alpakynflokksins, en að- eins að 1/4 til norræna kynflokks- ins. Sem næst helmingur Frakka er af Alpakyni, 1/6 hluti Miðjarðar- hafskyn og 1/6 af norrænu kyni. Hinir upphaflegu Keltar, sem lögðu undir sig hálfa Norðurálfuna, voru að mestu leyti af norrænu kyni, en þó eru “Keltar” Bretlands nú á tímum aðallega af Miðjarðarhafs- kyni, en Bretaníubúar flestir Alpa- kyns. Þessu líkt er það, að Gyð- ingar Norðurálfunnar, sem flestir eru afkomendur þeirra, sem Gyð- ingatrúboðar snéru til kristni í upp- hafi kristninnar, eru flestir af Alpa- kyni. # # # Sú hugmynd, að fólk sé ólíkt að andlegum eiginleikum eftir því, af hvaða kynflokki það sé, á fremur rót sína að rekja til hleypidóma en staðreynda. Og þetta nær ekki ein- göngu til kynflokka Norðurálfunn- ar, heldur verður þetta að segjast um alla kynflokka, hvíta, svarta og gula. Gáfnapróf, sem framkv^pmd hafa verið í Ástralíu og Suður-Afríku, hafa leitt í ljós, að svört börn eru ekki síðri hvítum börnum að gáf- um. Þessar niðurstöður hafa vakið nokkra undrun, en raunar að á- stæðulausu. Gáfur barna eru fyrst og fremst fólgnar í skjótri sjón og heyrn. Öll rök hniga að því, að svokall- aður munur kynflokka eigi rót sína að rekja til mismunandi aðstæðna og uppeldis. Hinn þjóðernislegi rembingur lifir og nærist á þeirri hjátrú, að þessi munur, að svo miklu leyti sem um nokkurn mun er að ræða, sé meðfæddur og óumbreyt- anlegur. Hvernig má það þá vera, að vér getum oft, eða höldum að vér get- um þekt Gyðinga frá kri'stnum mönnum og Frakka frá Þjóðverj- um ? Ástæðan er sú, að hver flokk- ur manna, hvort sem flokkaður er eftir trúarbrögðum, tungumálum eða jafnvel stéttum, fær á sig sér- stakan blæ. * * * Margir Gyðingar hafa þann kæk að teygja úr nösunum upp á við. Margir Frakkar hafa aftur þann kæk að kipra varirnar og sperra brýrnar jafnframt. Og Bretar hafa sína sérstöku kæki, sem þeir þekkj- ast á frá öðrum þjóðum. Á sama hátt setja Múhameðstrúarmenn á sig þann svip, að þeir virðast skuggalegir og leyndardómsfullir. Allir getum vér staðið fyrir fram- an spegil og sett á oss svip Frakka, Gyðings eða herforingja, en öllu eru takmörk sett, og ekki getur maður af Alpakyni gert sig líkan manni af norrænum kynstofni — jafnvel ekki þó að hann væri Hitler sjálfur. —Alþýðubl. 13. nóv. A SUNDI YFIR ATLANTSHAF Herra Baird Hicks, frá ríkinu Ohio hefir tilkynt, að hann hafi í hyggju að synda yfir Atlantshafið. Með leyfi Cunard White Star lín- unnar ætlar hann að steypa sér í sundlaugina í Queen Mary, þegar hún fer næst frá New York, og svo ætlar hann að busla þar þangað til skipið kemur til Southampton. Skozkur ritstjóri fékk svohljóð- andi hótunarbréf frá einum lesanda blaðsins: —Ef þér ekki hættið, að birta svona margar Skotasögur, þá hætti eg að fá blað yðar lánað hjá nábúa mínum. ------------------- Nýjar barnabækur Kristilegt bókmentafélag hefir gefið út tvær bækur, sem nýlega yru komnar á markaðinn, báðar á- gætlega við hæfi barna og unglinga. Önnur nefnist “Börnin og dýrin” og er ætluð litlu börnunum. Er sú bók í stóru broti, prýdd mörgum og skemtilegum myndum. Er þetta ljóðabók og eins og nafn bókarinnar bendir til, fjalla þau öll um börnin og dýrin. Kvæðin nefnast: Kisa og bömin. Úlfurinn við dyragrind- ina, Apinn og hann Jói, Hvolpur og kiðlingur, Ljón í búri, Góður leikfé- lagi, Svanir og börn, Lævirkinn, Hvuttamál, Svanir verjast, Brodd- göltur, Sveinn og sófl, Kispmál, heimaalningur, Hanaslagur, Fuglar og, ugla, Brjóstbömin og Tveir hundar. Myndir eru á hverri síðu og ekki ?arf að efa, að börnunum þyki ljóð- in skemtileg eigi síður en myndirn- ar. Eitt kvæði er í bókinni eftir Sig. Júl. Jóhannesson, sem kunnur er meðal íslendinga austan hafs og vestan fyrir dýraljóð sin. í kvæð- inu um gyltuna segir hann: “Þó hún ekki þyki falleg, þó hún heiti svín, elskar hún af öllu hjarta ungu börnin sin.” Bókin mun glæða samúð barn- anna með dýrunum og verða með allra vinsælustu barnabókunum, sem fáanlegar eru nú. Hin bókin er fyrir þroskaðri börn og unglinga. Er það saga, sem nefnist “Pétur litli,” eftir Thorleif Markman, en þýðinguna hefir gert Theodor Árnason. í formála segir svo: “Saga þessi, sem hér birtist, er um lítinn dreng, sem eg á von á að lesendum þyki því vænna um, sem þeir kynnast honum betur. Pétur er að vísu söguhetjan, en annars Business and Professional Cards PIIYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVBRLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. Herbert J. Scott 306-7 BOYD BDDG. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-sjúkdðma Viðtalstlmi 2-5, by appointment Sími 80 745 Gleraugu útveguG Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELD BLVD. Phone 62 200 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef og húlssjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstofusími — 22 251 Heimili — 401 991 DR. JON A. BILDFELL 216 Medical Arts Bldg. Viðtalstfmi frá 4-6 e. h„ nema öðruvfsi sé ráðstafað. Sfmi 21 834 Heimili 238 Arlington Street. Sími 72 740 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstfmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Sfmi 30 877 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAD TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfræðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 IpHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaður Fyrir Islendingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sími 94 742 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Sfmið og semjið um samtalstfma A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Guests lýsir sagan fullorðnu fólki, einkum sjómönnum, með ýmiskonar skap- gerð og er það því sennilegt, að full- orðna fólkið hafi ánægju af að lesa söguna, engu síður en börn og ungl- ingar,' því að frásögnin er snildar- leg samsteypa af gamni og alvarleg- um umhugsunarefnum.” Er þetta sízt of mælt og má hik- laust fullyrða, að þessa sögu lesi bæði ungir og gamlir sér til mikillar anægju. Málið á bókinni er gott.—Theo- dor Árnason hefir sýnt það marg- sinnis áður, að honum er einkar lag- ið að þýða sögur við hæfi barna og unglinga, enda hafa bækur, sem hann hefir þýtt, orðið einkar vin- sælar.---Hann hefir og valið góðar bækur til þess að þýða handa ungu lesendunum. Hafi hann þökk fyrir starf sitt á því sviði.—Vísir 14. nóv. 25 oz. $2.15 40 oz. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta áfengrisgerC í Canada This advertisement is not ineerted by the Government Liquor Control Commlasion. The Commission is not responsible for statements made as to the quallty of products advertised. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.