Lögberg - 31.12.1936, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. DESEMBER 1936
3
höföingi, bæði í sjón og raun.
Sýndist hann enn sem í blóma lífs-
ins, þótt hann ætti sextíu ár að baki,
og helming þeirra hafði hann eytt í
dáðríkt kenslu- og umbótastarf á
Hvanneyri, sem nú var orðin, við
fráfall hans glæsilegasta jörð þessa
lands. Þar er nú skólinn fullskip-
aður að kennurum og nemendum.
Skólastjóri er þar nú skipaður Run-
ólfur Sveinsson, Skaftfellingur að
ætt og uppruna. Talinn er hann vel
mentur og starfi sínu vaxinn, enda
er nú enginn hörgull á mentaimönn-
um að gegna erhbættum, því miklu
fleiri landsmenn ganga nú lærdóms-
braut en svo, að öllum verði fullnægt
með boðlegum stöðum.
Reykholtsskólinn er nú vegleg-
asta húsið í þessu héraði og með
flestum hugsanlegum þægindum.
Þangað sækja líka nemendur, miklu
fleiri en á móti verður tekið. Þar
eru nú 90 nemendur, en fjölda um-
sækjenda varð að vísa frá. Auk á-
gætrar kenslu þykir það góð uppbót
á skólanum sá mikli og sjálfvirki
hiti, sem hverinn Skrifla leggur þar
til, heit sundlaug, gufubað og nógui
biti um alt húsið, hátt og lágt.
hvernig sem viðrar. í skólanum búa
skólastjóri og einn kennari, en svo
hafa á síðustu árum risið þar upp
þrjú íbúðarhús, í þeim búa prestur,
kennari og kornræktarmaður. Á
sama tíma hafa risið þar upp hlöður,
fénaðar- og gripahús, að viðbættum
kornakri, sem er 30 dagsláttur að
stærð. Þar hefir verið ræktað bygg
að mestu, nær það fullum þroska,
en köld úrkoma i vor, olli þar nokkr-
um skemdum. Akurinn gefur nú af
sér alt að 200 tunnum, mest bygg, en
auk þess voru kartölfur i tveiin dag-
sláttuim. Hér er eitt dæmi af mörg-
um er sannar það, hvað óræktar-
móar gefa af sér þar sem þeim verð-
ur breytt í sáðlönd. En meðan upp-
skeran borgar ekki tilkostnað, vegna
hárra verkalauna, miðar ræktunin
seint, að vonum.
Héraðsskólinn á Laugarvatni hef-
ir ráð á miklu meira húsrúmi en
Reykholtsskólinn, en þar er þó sama
sagan, að árlega verður að vísa
mörgum frá, er um skólavist sækja.
Þar eru nú 150 nemendur. Ekki
eru það nærri allir, sem sækja um
skólavist í sínu héraði. Ýmsir vilja
komast á þá skólana, sem fjærstir
eru átthögunum, bæði til þess að sjá
sig um í ókunnu héraði og svo finst
það bezt sem fjærst er. Borgfirð-
ingar fara á Laugaskóla í Þing-
eyjarsýslu og að Laugarvatni í Ár-
nessýslu, en að Reykholti koma aft-
ur netnendur úr öllum, eða flestum,
sýslum landsins. Það eru hin fljót-
virku flutningiatæki, bílarnir, sem
eiga sinn þátt í því að svona er það.
í suimar var mikil laxganga í öll-
um veiðiám héraðsins, og svo mun
það hafa verið í flestum veiðiám
þessa lands. Flestar ár eru nú
leigðar fyrir stangaveiði, sem fjöldi
kaupstaðarbúa, auk ýmsra útlend-
inga, leggja hina mestu stund á.
Þrátt fyrir þá miklu skemtun, sem
þessi veiðiaðferð hefir í för með
sér, hafa fáir héraðsbúar ráð á því
að snúa sér að þeim atvinnuvegi,
heyskapurinn situr þar i fyrirrúmi,
og hefir líka reynst notadrýgri til
frambúðar. I Hvítá er laxveiði enn
þá stunduð í net upp að Hvitár-
bakka og Hamraendum, og á öllum
þeim jörðum, sem veiðirétt eiga þar
fyrir neðan, eins og gjört hefir Ver-
ið um langan aldur. Selur er horf-
inn að mestu úr Hvítá, sem þar var
lengi vargur í véum. Hefir Björn
Blöndal unnið mest og bezt að þvi
að skjóta hvern þann sel, sem ger-
ist svo djarfur að voga sér í mynni
Hvitár. Björn er talinn mesta veiði-
kló þessa héraðs, hvort sem er með
byssu eða öngul og net. Hann er
sonur Jóns Blöndals læknis.
Fyrsta búfjársýning, sem haldin
hefir verið í Borgarfirði, var í
Deildartungu 1903. Var þá sýnt þar
úrval hrossa og nautgripa. Þótti það
nýjung mikil og var vel sótt. Síðan
hafa sýningar verið haldnar hér
öðru hvoru, einkum á hrossum og
hrútum, en yifir nautgripasýningum
i INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota... .. B. S. Thorvardson
Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota . .
Bellingham, Wash. ..
Blaine, Wash.
Bredenbury, Sask. ..
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota . B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...
Cypress River, Man.
Dafoe, Sask
Edinburg, N. Dakota.
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask
Garðar, N. Dakota. ..
Gerald, Sask
Geysir, Man .. .Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota . ... .S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man.. . .Magnús Jóhannesson
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota ...
Husavick, Man F. O. Lyngdal
Hnausa, Man
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta. ...
Minneota, Mjnn
Mountain, N. Dak. .. S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask.
Oak Point, Man
Oakview, Man
Otto, Man.
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash.
Siglunes P.O., Man. . . .Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man
Svold, N. Dak. ....B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota .. .. .Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man .. .Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man .. Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man. ...
Winnipegosis, Man.. .. .Finnbogi Hjálmarsson
Wynyard, Sask J. G. Stephanson
Winnipeg Beadh +— F. 0. Lyngdal -
NUGA-TONE STYRKIR
LÍFFÆRIN
Sív líffæri yðar 'ömuð, eSa þér kenn-
ið tii elli, ættuð þér að fá yður NUGA-
TONE. pað hefir hjálpað mljónum
manna og kvenna I slðastliðin 45 4r.
NUGA-TONE er verulegur heilsu-
gjafi, er styrkir öll llffærin.
Alt lasburða fðlk ætti að nota NUGA-
TONE. Fæst I lyfjabúðum; varist stæl-
ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE.
Við hægðaleysi notlð UGA-SOL —
bezta lyfið, 50c.
hefir jafnan verið hér meiri deyfð.
Út frá þessum sýningum hafa
nokkrar kynbætur átt sér stað, en
þó hægfara. Nú er kominn nýr
þáttur inn í þessa sýningarstarfsemi;
það eru refasýningar. Refabúum
fjölgar nú óðum og eru menn að
færast nær og nær því marki, að
framleiða fyrsta flokks dýr. Til
skamms tíma þektust refir hér að-
eins sem villidýr, sem fé var.ár-
lega lagt til höfuðs. Nú eru þeir að
verða nytjamestu húsdýrin okkar,
þar sem næg kunnátta er ineð val
þeirra og eldi. Eru það hinir svo-
kölluðu silfurrefir, sem gefa verð-
mesta belgi. Fyrsta refasýning í
Borgarfirði var haldin í Borgarnesi
nú fyrir dáum dögum. Voru sýnd-
ir var nnilli 30 og 40 refir frá f jórum
refabúum. Hlutu nokkrir þeirra
fyrstu verðlaun, en margir önnur og
þriðju verðlaun. Bendir það í þá
átt að þessi atvinnugrein sé rekin
með forsjá og þekkingu, enda undir
eftirliti sérfræðings, sem nefnist
ráðunautur refaræktunarinnar hér á
landi.
Eins og mörgum ykkar er nú orð-
ið kunnugt hreifðu því nokkrir
þjóðfræðavinir nú fyrir tveim ár-
um, að gagn og gaman væri að því
að skrifuð væri og gefin út, saga
Borgarf jarðarhéraðs. Hétu margir
góðir og greindir menn þessu máli
fylgi sínu. Útgáfunefnd, sem kos-
in var á fjölmennum fundi í Borg-
arnesi, leitaði til margra ritfærra
manna og bað þá um ritgjörðir um
ýms ákveðin efni. En þótt undir-
tektir væru góðar urðu ritgjörðirn-
ar bæði f?erri ©g síðbúnari en búist
var við í fyrstu. Eg sem þessar
linur rita átti þá í handritum tnarga
sundurlausa þætti, sem flestir höfðu
að geyma sögulegar minningar úr
héraðinu. Varð það því samhuga
ráð útgáfunefndar að fá Pálma
Hannesson, rektor, til þess að skrifa
lýsingu héraðsins, bæði landfræðis-
og jarðfræðilega. Við þessari ósk
varð Pálmi og leysti verkið, að
flestra dómi, bæði fljótt og vel af
hendi. Guðbrand Jónsson rthöfund
fengu þeir til þess að skrifa stutt
ágrip af sögu héraðsins frá eldri
tímum. Allir vita að báðir þessir
menn eru viðurkendir. Guðbr. hafði
þá ifleiri störfum að sinna og varð
síðbnúari með ritgjörð sína heldur
en æskt var, eftir því sem á stóð,
því útgáfunéfndin taldi nauðsynlegt
að koima kóbinni á sölustaði fyrir
haustkauptíð 1935, en bókin kom
ekki fyr en komið var nær jól.um og
þá ekki nema helmingur upplagsins,
sem átti að vera 15 hundruð eintök,
drógst það svo til vors að síðari
helmingurinn kæmi út. Þetta hefir
tafið útgáfunefndina í því að geta
greitt að fullu hinn mikla kostnað
við band bókarinnar og enn er óséð
hvort þeir sleppa við það, að leggja
skuldabyrði á sínar herðar í sam-
bandi við þetta fyrirtæki. Meining
þeirra var, að koma næsta bindi
bókarinnar út, svo fljótt sem auð-
ið væri. Heifir nú verið unnið að því
að semja og safna ritgjörðum i það
bindi og eru þær suimar fullgerðar
og enn aðrar í smíðum. Vil eg nú
minnast hér á nokkrar ritgjörðir,
sem ætlaðar eru til framhalds þess-
arar héraðssögu. Guðbrandur Jóns-
son rithöfundur þefir tekið að sér
að rita sögu Akraness, sem hlýtur
að verða langur þáttur og fróðlegur.
Bijörn Jakobsson á Stóra-Kroppi
ritar um skáld og hagyrðinga frá
eldri og yngri tímum. Sigurður
Feldsted í Ferjukoti ritar um lax-
veiði í Hvítá. Jósep Björnsson á
Svarfhóli ritar um skipaferðir um
Hvítá. Þórunn R. Sívertsen i Höfn
ritar Hafnarþátt og fleira. Auk
þessa er víst.fjöldi ritgjörða í undir-
búningi um ýms itnál er snerta sögu
þessa héraðs. Ennfremur gengu
nokkrir þættir frá mér af fyrsta
bindi sögunnar, sem búið var að
setja í prentsmiðjunni, en komust
ekki að rúmsins vegna. í þessu sam- j
bandi tel eg ástæðu að geta þess, að
einn vel þektur fræðimaður vestan-
hafs, Magnús Sigurðsson á Storð,
hefir nú sent mér ættarskrár yfir
fjórar ættir, sem eru nú einhverjar
þær fjölmennustu í Borgarfjarðar-
héraði, beggja megin Hvitár, það
eru Háfells-, Deildartungú-, Húsa-
fells-, og Leirár-ættir. Þótt slíkir
fræðabálkar séekki við srnekk fjöld-
ans, til lesturs, þá er hér þó stór-
mikill fróðleikur saman kominn, sem
snertir að miklu leyti þetta hérað og
saminn af öldruðum Borgfirðingi.
Eg hefi sýnt sumum þeim, sem eru
í ritnefnd Héraðssögunnar, alla
þessa ættarþætti, sem eru eigin-
handarrit Magnúsar, og hafa þeir
undrast á elju og afköstum þessa
aldraða irnanns, og ekki síður því,
hvað vel og skipulega er frá þessu
gengið. Enginn getur neitað þvi,
að hér er mikil ættfræði samankom-
in, en um hitt verða skiftar skoðan-
ir, eins og margt annað, hvort það
eigi beinlínis heima í sögu héraðs-
ins, meðan fleiri f jölmennum ættum
verða ekki auðsýnd sömu skil. En
það vil eg láta rrtinn gamla og góða
færnda vita, að þessi hans merkilegu
handrit eiga það sizt skilið að þeim
verði kastað í glatkistu.
Þrátt fyrir það þótt útgáfunefnd-
in legði sig fram til þess, að gera
þessa Héraðssögu sem bezt úr garði
bæði að efni og ytra útliti, þá kom
henni víst ekki til hugar, að þar
mætti ekki að einhverju með rökum
finna. Nú hefir þessarar bókar víða
verið minst, bæði í blöðum, austan
hafs og vestan, og timaritum hér.
Mega allir, sem hlut eiga að máli
vel við þá dórna una, þar sem þeir
eru, að tveim nudanskyldum, vin-
samlegir í mesta máta og bpkinni og
útgefendum hennar hliðhollir á alla
lund. En mestu skiftir, að allir, sem
hafa tekið í þann streng, sem betur
má, eru viðurkendir gáfna og lær-
dómsmenn. Auk þess hefir okkur
borist fjöld biréfa frá mikilsverðum
mönnum, bæði lærðum og leikum,
sem þakka það, sem út er komið af
sögu þessari, sem þó er enn ekki
nema lítill hluti þess, sem segja
mætti. En um það imá lengi deila
hvað sagt skal eða ósagt látið, því
slíkt efni verður aldrei tæmt að
fullu.
Flestir bændur verða nú að gæta
mjög hófs í bókakaupum, því margt
kallar að, sem ekki verður hjá kom-
ist að greiða. Svo bætir útvarpið
mikið upp það sem á vantar í þeim
efnum, því auk fræðandi fyrirlestra
sem þar eru fluttir daglega, allan
veturinn, eru oft lesnir upp kaflar
úr bókum, sem bæði eru til skemt-
unar og fróðleiks, og þess utan lesn-
ir oftast af þeim mönnum sem gera
það af hreinustu list. Þá er hinn
daglegi fréttaflutningur útvarpsins
vel þeginn. Skiftir nú litlu, í því
sambandi, hvort menn búa inst í
fjalladölum, eða fjölmennum kaup-
túnum. Allir fræðast jafnsnemma
um það hvað gerst hefir bæði utan
lands og innan. Aldrað fólk, sem
býr við sjónleysi eða fámenni, getur
aldrei nógsamlega lofað þá andlegu
nautn sem útvarpið veitir. 1 þessum
flokki er listamaður mikill, Þórður
blindi á Mófellsstöðum, sem ekki
hefir litið dagsljós síðan hann var
á barnsaldri, en nú hefir honum
opnast nýr heimur í gegnum þetta
dásamlega tæki. Um hin furðuleg-
ustu afrek Þórðar við smíðar, hefir
verið flutt erindi í útvarp og er
hann nú kunnur um alt land, fyrir
ýms hin ótrúlegustu verk, sem hann
hefir leyst af hendi. Þórður er á
sjötugsaldri, en móðir hans, Mar-
grét Einarsdóttir, kornin yfir ní-
rætt, og mun hún vera elzt af fólki,
sem nú lifir í Borgarfirði.
Nú er kominn 20. nóv. Eg ritaði
fyrri hluta þessa bréfs nú fyrir niu
dögum. Þá lýsti eg einum af þeim
fágætu blíðviðrisdögum, sem því
miður átti ekki, í þetta sinn, marga
bræður. Haustrosinn náði fljótt
yfirtökunum og aðfaranótt 19. þ. m.
skall hér yfir eitt hið mesta sunnan
fárviðri, sem olli skemdum á mörg-
um stöðum, bæði á skipum við sjó.
en húsum og heyjum á landi. Af
húsum rauf þöf en skip slitnuðu
upp, sem lágu við festar. Berast nú
Business and Professional Cards
PHYSICIANS and StJRGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones; 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
Dr. Herbert J. Scott 306-7 BOYD BUDG. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-sjúkdóma ViStalstlmi 2-5, by appointment Slmi 80 745 Gleraugu útveguS Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
DR. RQBERT BLACK St‘rfrœ5ingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdúmum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 DR. JON A. BILDFELL 216 Medical Arts Bldg. Viðtalstlmi frá 4-6 e. h., nema öðruvlsi sé ráðstafað. Simi 21 834 Heimili 238 Arlington Street. Slmi 72 740
Dr. S. J. Johannesson Viðtalstími 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 56 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœSingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668
BUSINESS CARDS
Ákjósanlegur gististaSur Fyrir tslendingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Slmi 94 742 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Slmið og semjið um samtalstlma
A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaSur i miðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests
með útvarpinu fleiri og fleiri fréttir
úr ýmsum áttum um stórskemdir af
völdum þessa fárviðris. Hér í
Borgarfirði hafa víða fokið þök af
hlöðum og húsum, einkum vestan
Hvitár og á Akranesi hafa skip
brotnað og farið í strand. Þetta er
annað fárviðrið, sem dunið hefir
yfir Vestur- og Norðurland á þessu
hausti. Frá hinu fyrra veðri, 16.
sept. hafa nú verið birtar margar
slysafréttir og skeði stærsta slysið
hér ekki langt frá, þegar hafrann-
sóknaskipið franska fórst hér við
Straumfjörð með 40 manns, en af
þeim komst aðeins einn lífs af. Báða
þessa daga hefir vindhraði mælst
það sem veðurfræðingar kalla fár-
viðri, sem hér koma þó ekki oft
fyrir.
Þá skal getið hér nokkurra
inanna, sem látist hafa hér í Borg-
arfirði frá því eg skrifaði mitt síð-
asta bréf.
Jón Pálsson í Brennu í Lunda-
reykjadal lézt í vor. Hann var lengi
i tölu nýtustu bænda héraðsins, hag-
sýnn og hagvirkur. Fjögur af börn-
um hans eru búsett í Borgarf jarðar-
sýslu, Böðvar bóndi í Brennu, Sig-
ríður kona Bjarna í Vatnshbrni,
Sólveig kona Sigurðar í Lambhaga
og Kristín kona Þorkels i Litla-
Botni. Jón Pálsson var kmoinn um
nírætt, en hélt sér óvenju vel fram
á síðustu ár.
Anna Jónsdóttir, ekkja Péturs
Þorsteinssonar í Geirhlíð, lézt í
sumar um sjöutgt. Sjö af börnum
þeirra eru á li.fi, þar á meðal tveir
bændur í Borgarfirði, Jón í Geirs-
hlíð og Geir á Vilmundarstöðuim
Ingibjörg Guðlaugsdóttir á Her-
mundarstöðum í Þverárhlíð, lézt
fyrir skömmu, komin um áttrætt.
Hún var dóttir Guðlaugs Guð-
mundssonar, er síðast bjó á Sleggju-
læk í Þverárhlíð og konu hans
Hallfríðar Bjarnadóttur.
Sigurður Ólafsson frá Sámsstöð-
um i Hvítársíðu, er nýlátinn. Hann
var búsettur í Borgarnesi, tengda-
sonur Gísla Magnússonar skósmiðs
þar. Gísli er sonur Magnúsar fyrr-
um útvegsbónda í Miðhúsum í
Garði. Sigurður var um þrítugt,
vinsæll og gjörfulegur maður.
Þótt eg finni að flest sé enn þá
ósagt af því, sem einn og annan fýs-
ir helzt að vita, verð eg að láta hér
staðar numið.
Lýk eg svo þessu bréfi með ein-
lægum vinarhug til allra þeirra
landa, sem vestan hafsins búa og
þakka allar vinsamlegar kveðjur,
sem mér hafa borist frá ykkur.
Ykkar einlægur,
Kr. Þ.