Lögberg - 31.12.1936, Page 8

Lögberg - 31.12.1936, Page 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. DESEMBER 1936 l Fyrála lúterska kirkja NÝÁRS-MESSUR: 1 í f Sunnudaginn 3. jan., kl. 11 f. h.—ensk nýárs- messa. SunUudaginn 3. jan. kl. 7 e. lu—íslenzk nýárs- messa. Séra Rúnólfur Marteinsson pré- dikar. Úr borg og bygð Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg fimtudaginn 7. janúar. TILMÆU ÞaS eru vinsamleg tilmæli mín, að þeir sem kynnu að hafa með hönd- um kvæði eða vísur eftir Kristján Níels Júlíus (K.N.) sendi frumrit eða afrit af þeim til undirritaðrar. Einnig væri mér þökk á að fá kvæði um skáldið eða til hans. Fyrir hönd aðstandenda skáldsins, Flora, Benson. Address: Mrs. B. S. Renson, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man. Mr. Óli Josephson frá Gimli kom til borgarinnar síðastliðinn mánudag og hélt af stað samdægurs norður til Sigluness, þar sem hann stundar fiskiveiðar í vetur. Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.E., heldur sinn fyrsta fund á nýárinu á þriðjudagskveldið 5. janúar, að heimili Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St. Miss Elín Anderson, forstöðukona The Family Bureau, hér í bænum, flytur erindi. Dr. J. A. Bíldfell fór vestur til Wynyard um síðustu helgi, þar sem hann tekur við læknisembætti til frambúðar. Mr. Sigurður Thordarson frá Gimli, dvaldi í borginni um jóla- leytið í heimsókn til dætra sinna. Ágætt húsnæði og .fæði fyrir tvo pilta eða tvær stúlkur, fæst nú þeg- ar að 716 Victor Street. Góð aðbúð og góðir skilmálar. Skamt frá strætisvögnum.—Sími 24 624. Dr. Richard Beck, prófessor við ríkisháskólann í North Dakota, kom til borgarinnar á annan í jólum, i heimsókn til móður sinnar og bróður og dvaldi hér fram á miðvikudaginn i yfirstandandi viku. Mr. J. B. Johnson frá Gimli, kom til borgarinnar á mánudaginn á leið til Dauphin River, þar sem hann kaupir fisk í vetur fyrir Artnstrong- Gimli útgerðarfélagið. Mr. Th. Thordarson, kaupmað- ur á Gimli, var staddur í borginni í byrjun yfirstandandi viku. Þau Mr. og Mrs. Sveinn Indriða- son, komu vestan frá Osbow í Sas- katchewan, ásamf börnum sínum, til þess að sitja jólin-með þeim Mr. og Mrs. W. S. Melsted. Mrs. Indriða- son (Ólafía) er dóttir þeirra Mel- steds-hjóna. Ágætt herbergi með góðum hús- gögnum fæst til leigu nú þegar að 704 Victor Street. Simi 89 167. Mr. Bessi Byron frá Oak Point var staddur í borginni um jólaleytið. Mr. og Mrs. Björn Byron frá Ok Point, dvöldu í borginni um jól- in, ásmt tveim börnum sínum. Mr. og Mrs. Hjálmar A. Berg- man fóru suður til Garðar, N. Dak., á laugardaginn var, til þess að vera við útför föður Mrs. Bergman, Jóns Jónssonar, sem fram fór þar þann dag. Þær systur, Lorraine og Violet Wright frá Regina, Sask., dvöldu í borginni um jólin hjá foreldrum sín- um, þeim Mr. og Mrs. F. D. Wright, Carman Apts., Burrows Ave. Móð- ir þessara stúlkna er dóttir Krist- jáns heitins Vopnfjörðs málara. Mr. Kári Byron sveitaroddviti í Coldwell, var staddur í borginni í jólavikunni. Dr. Sigurgeir Bardal frá Shoal Lake, dvaldi í borginni um jólin á- samt frá sinni; kom hann til þess að heimsækja móður sína,-Mrs. P. S. Bardal. Með læknishjónunum brá sér snöggva ferð til Shoal Lake, Mr. Paul bæjarfulltrúi Bardal. Mr. Jón Pálmason frá Keewatin, Ont., kom til borgarinnar á þriðju- daginn í verzlunarerindum og hélt heimleiðis daginn eftir. Miss Florenre Johannsson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. G. Johann- son, 586 Arlington Street, er ný- farin til Oak River, Man., þar sem hún dvelur í hálfsmánaðartíma við kensluæfingar. Messuboð Messað verður, að öllu forfalla- lausu, í kirkju Miklevjar safnaðar, sunnudaginn þ. 10. janúar n. k. Fólk þar er beðið að láta þessa fregn ber- ast um eyna, og mælast til þess, að messan verði sem bezt sótt. B. A. Bjarnason. Messur i Gimli prestakalli: 1. janúar—Betel, á venjulegum tíma Gimli, kl. 3 e. h., íslenzk messa. 3. janúar—Gimli, kl. 7 e. h., ensk messa. Sunnudagsskóli GitnJi safr.aðar klukkan hálf-tvö e. h. þ. 3 jan. B. A. Bjarnason. Séra Jakob Jónsson messar í NVynyard sunnudaginn þann 3. jan- úar næstkomandi, kl. síðdegis. Umræðuefni: “The Younger Gen- eration and the Future.” Nýárið í Selkirk söfnuði Föstudaginn 1. jan., kl. 3 siðdegis: íslenzk nýárs-guðsþjónusta. Sunnudaginn 3. janúar: Kl. 9.50 árd., sunnudagaskóli (Byrjar á “Loyalty Month”) Kl. 11 árd., íslenzk messa (líka í sambandi við nýárið) Kl. 7 síd., ensk nýárs-guðsþjón. Þriðjudaginn 12. jan., kl. 8 síðd. Byrjum blessaða nýárið með Guði. Sækið allar þessar guðsþjónustur og helgið yður Drotni á ný í lifandi trú. Allir eru boðnir og velkomnir! Vinsamlegast, Carl J. Olson. Dagbókarblöð Reyk- víkings Það er orðið alltítt, að búnar séu til gasgrímur, sem ætlaðar eru hús- dýrum, eins og hundum og köttum. Öllu óalgengari eru gasgrímur fyrir nautgripi, en nú er líka farið að framleiða þær. Maður einn í Yarmouth var um daginn dæmdur í stóra sekt fyrir það að halda sýningu á syni sínum —sem var f jögra ára gamall, en vóg 85 kg. — á strætumi úti. Orsökin var aðallega sú, að þetta var talin ólögmæt samkepni við venjuleg hringleikahús. 1 miklum kappreiðum, sem fóru fram í Englandi um daginn, unnu tveir hestar, sem enginn hafði haft neina trú á, nema einn einasti áhorf- andi, sem hafði hætt 10 shillings á þá. Fyrir þá fékk hann 2,016 pund útborguð, eða sem svarar rúml. 40 þús. ísl. krónum. Manntal fór fram í Chicago ný- lega. Kom þá í ljós, að þar í borg búa 200,000 Svíar. Eftir því að dæma er þá Chicago 3. stærsta borg Svía, næst Stokkhólmi og Gauta- borg. í veitingahúsi í Aberdeen: Þjónn kemur með reikning til gests og vantar aðeins sex pence á að reikn- ingurinn sé 5 sterlingspund. Gest- urinn réttir þjóninum fimm punda seðil og segir. “Gerið þér svo vel, þér megið eiga afganginn.” Nú haldið þér máske að gesturinn hafi verið Aberdeenari? Ó-nei, þeir gefa aldrei drykkjupeninga. Hann: Hvað, ertu nú búin að fá þér nýja kápu? Ilún: Stöktu ekki upp á nef þitt út af því. Eg keypti hana fyrir mina peninga. Hann: Þína peninga? Hún: Já, eg seldi loðkápuna þína. —Morgunblaðið. Frá Edmonton (Framh. frá bls. 1) samt væri hann hér kominn til að taka að sér alla stjórn á þessu heimili fyrir þeirra hönd, um óá- kveðinn tíma. Sáu húsbændur sér ekkert annað vænna en að ganga að þessum kostum, og þegar þau litu yfir hópinn, sem ruddist inn, og þektu þar alla sem vini sína og ná- granna, yfir tuttugu ára skeið og lengra, þá stóðu allar dyr opnar upp á gátt, fyrir aðkomumönnum. Þar næst bað Mr. O. T. Johnson sér hljóðs og beiddi fólk að taka sér sæti, og afmælisbarnið og kona hans þar sem hann tók til. Þegar þetta var alt komið i röð og reglu, beiddi forseti alla að standa á fætur og syngja “llvað er svo glatt.” Þar næst skýrði forsetinn frá erindi sinu og þeirra, sem hér væru til stað- ar, þeir væru hér komnir til að minnast þess, að húsbóndinn hér væri nú 86 ára gamall og óskaði hann honum allrar lukku og bless- unar um allan þann tjma, sem fram- undan væri, fyrir hönd gestanna, með mörgum velvöldum orðum. Var hann bæði f jörugur og fyndinn, og kom öllum í sama skap. Skýrði .for- seti þá frá því, að hann væri bæði forseti og minjastjóri (toastmaster) hér í kvöldí og ætlaði hann að kalla á ræðumenn eftir aldri, þann elzta af gestunum fyrst. Varð Mr. John Johnson fyrstur fyrir því, var hann aðalræðumaðurinn við þetta tæki- færi. Uafði hann fyrst kynst Mr. Baldwin á frumbýlingsárum Islend- inga í Norpur Dakota, þar sem þeir báðir áttu þá heima ; báðir þá á unga aldri, fjörugir og framgjarnir. Þá Mr. Johnson hafði árnað afmælis- barninu aldraða tíl lukku og bless- unar, rifjaði hann upp ýmisleg at- vik frá frumbýlingsárunum í ís- Ienzku bygðinni í Norður Dakota, helzt eitthvað af því, þar sem Mr. Baldwin kom við sögu, og var að því gjörður góður rómur. Endaði svo Mr. Johnson mál sitt með nokkrum hlýlegum orðum til þeirra hjóna, og árnaði þeim báðum til lukku og blessunar í framtíðinni. S. Guðmuiidson, J. T. Johnson, J. Hinriksson og Sveinn Johnson tóku einnig til máls. Þegar allir höfðu tekið til máls sem vildu, þá var borin inn “Bridge Larnp” sem forsetinn, með nokkrum veldvöldum orðum, afhenti þeim hjónum sem gjöf frá þessu vina- fólki þeirra, í minningu um þessa heimsókn. Sagði ræðumaður, að þá þessi gjöf væri ekki neinn kjörgrip- ur, þá samt fylgdi honum einlægar lukkuóskir og vinarþel til þeirra hjóna, frá öllum þeim, sem hér ættu hlut að máli, og beiddi þau að taka við þessari gjöf með þetta í huga. Þá stóð Mr. Baldwin upp, sagðist fyrst og fremst þakka öllum fyrir komuna, og svo gjöfina, fyrir bæði sig og konu sína. Margt fleira sagði ræðumaðurinn vel til gestanna sjálfboðnu, að þakklátur væri hann sérstaklega fyrir það vinarþel til þeirra hjóna, sem þessi heimsókn bæri vott um. Mr. Baldwin er vel hagmæltur, þó hann fari svo var- Iega með þá gáfu, að það er aðeins fáum kunnugt um það. Hefir hann haft það fyrir reglu um nokkur undanfarin ár, að yrkja eina eða tvær bögur á afmælisdaginn sinn. Endaði hann ræðu sína með því að mæla fram þessa vísu, sem sér hefði dottið í hug, þann síðastliðna af- mælisdag: Attatíu ár og sex eg hefi kynst við Drottins ráð. Honum þakka, þörfin vex þiggjanda að prýði og náð. Þá var borið inn kaffi og veit- ingar, eins og hvern lysti, sem kon- urnar höfðu búið sig út með. Á miðju borði stóð stór girnileg af- mæliskaka, sem allir nutu góðs af, er afmælisbarnið hafði skorið fyrsta stykkið. Þetta var alislenzk samkoma og ekkert talað nema á íslenzku. Skemti fólk sér svo við að syngja íslenzk lög, sem allir tóku þátt i. Þá stóð forsetinn upp og lýsti því yfir, að hann segði nú af sér allri stjórn í þessu ríki og afhenti hana í hendur þeirra, sem hefðu svo vel og lengi stjórnað hér frá því fyrsta. Svo óska eg öllum lesendum Lög- bergs farsæls nýárs! S. Guðmundson. Gifts for Everyone AT GOODMAN DRUGS COR. ELLICE & SHERBROOK Prescriptions called for and delivered PHONE 34 403 KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá h h ji i THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE and ARGYLESTREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 GOLD’S PHARMACY 553 NOTRE DAME AT KATE ST. WISH THEIR MANY PATRONS A HAPPY NEW YEAR We Deliver Anything Promptly, Including Cigarettes and Ginger Ale Phone 22 670 Business Cards Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stðrum. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909 For Free Estimates and Tut>e Testing Call DORFMAN’S Radio Service Weekdays Phone 23 151 Night and Holiday 55 194 Gramophones Repaired 614 WINNIPEG PIANO BLDG. Winnipeg, Man. Yður er vinsamlegast bofiið að heimsækja THE GIFT SHOP JAS. B. McBRYDE & SON Jewellers 415 % PORTAGE AVE. (Gegnt Power Bldg.) þar sem þér munuð finna viðeig- andi brúðkaupsgjafir, verðlauna- gjafir fyrir spilasamkepni, og gjafir, sem eiga við öll tækifæri í félagsllfinu. Opið frá kl. 9 f. h. til 6 e. h. og á laugardagskvöldum The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Je.wellers 699 SARGENT AVE., WPG. J. Walter Johannson Umboðsmaður NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY .219 Curry Bldg. Winnipeg Phone 93101 Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Manager H. W. MUIR Druggist HOME & ELLICE Phone 39 934 A wide range of Xmas gifts to snit all purses Yardleys, Hudnuts, Princess Pat, Moirs^ Nýkomnar íslenzkar vörur sem fást hjá G. FINNBOGASYNI 700 SARGEINT AVE.—SIMI 31 531 Islenzkur harðfiskur .....................30c pundið íslenzkur merkurostur ....................40c pundið Islenzk kryddsíld ........................30c askjan íslenzkur saltfiskur .....................18c pundið Viðtökutœki sett upp Túbur prðfaðar ðkeypis Öll vinna ábyrgst GENERAL RADIO SERVICE 625 SARGENT AVE. Winnipeg, Man. Sími 80 661 DR. W| A. MILLER Dentist Office Phone 39 929 Res. Phone 39 752 22 CASA LOMA BLOCK Winnipeg, Man. 4 STAR MEAT MARKET 646 SARGENT AVE. Phone 72 300 Quality Meats Lowest Prices in City We Deliv'er Minniét BETEL * í erfðaskrám yðar ! Beverley Tea Room Lunches, Cigarettes, Confection- ery, Picardy Cakes, Pastries, Ice Cream and Soft Drinks Við sendum vörur heim til yðar Phone 25 200 820 NOTRE DAME AVE. GIFTS—Outstanding ValuesX Quality and Prestige 447 PORTAGE—Winnipeg (“Opp. “Bay”) Sérstök athygli veitt jðlagjöf- um vorra íslenzku viðskiftá- vina. WILDFIRE COAL ‘ ‘ DRUMIIELLER ’ ’ Trademarked for Your Proteotion Look for the Eed Dots. LUMP .................$11.50 per ton EGG ..................$11.00 per ton PHONE 23 811 McCurdy Supply Co. Ltd. ROSS # ARLINGTON Fuel License No. 33

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.