Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines fot d d TiP sVV-'A ,**>*$** Cot' .*» *í»p J*£L For Better Dry Cleaning and Laundry 50. AEGANGUR j WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. JANÚAR 1937 NÚMER 4 MANITÍ )BAI >IN( ;iÐ KEMUR SAMAN ATJANDA FE :brúar • Frá Islandi • '1 ogaraflotinn býst tH veiða rof;araflotinn er nú sem óðast a<5 búast á veiðar. Eru nokkur skip þegar farin og verið er að útbúa mörg sem fara einhvern næstu daga. Togararnir munu allir veiða í is til sölu á brezkum markaði. bessi skip fóru út á jólunum: fieir, Þórólfur, Reykjaborg, Hafsteinn og línuveiðarinn ólaf- ur Rjarnason. f gærkveldi fóru Andri og Bragi. f dag fer Tryggvi gamli á veiðar og ef til vill tleiri. lJau skip sem verið er að út- búa á veiðar, og sem fara um og llPP úr nýári, eru : Snorri goði, GuUtoppur, Skalla- grímur, Hannes ráðherra, Kári og Karlsefni. Ennfremur mun í ráði að fleiri skip farj bráðlega út.—Mbl. 29. des. Mesta prýði sveitarinnar horfin! Fróðárvatn á Snæfellsnesi þornaði upp seint í mánuðinum sem leið. I'réttaritari F.Ú. í Ólafsvík, sera Magnús Guðmundsson, lýsir þeim atburði í bréfi því, sem hér fer á eftir: Það þóttu mikil tíðindi hér um slóðir að óveðursnóttina miklu 18.—19- f- m. braut sjórinn stórt skarð í Fróðárrif, rétt vestanvert v<ð Haukabrekkuþöfða, svo nú er þar stór ós til sjávar úr Fróð- árvatni. Mesta prýði sveitarinnar, Innri f róðárvaðall, en svo er vatnið yenjulega nefnt, er nú alveg horf- nema um stórstrauinsflóð, en s.)<ír fyllir gamla vatnsstæðið. Hm fjörur er vatnið þurt. Nú fellur Fróðá til sjávar gegnum þenna nýja ós, en ekki gegnum ugsós, eins og áður. 3essi nýi ós er ófær, nema um s ærstu stórstraumsfjörur, svo leiðin eftir Fróðárrifi, sem var l)ezta og styzta leið milli Fróðár- hrepps og ólafsvíkur er nú ófær að heita má. í fornsögum er þess getið, að Hróðá hafi runnið til sjávar þar sem þessi nýi ós er. Eftir þvi, sem eg hefi komist næst, mun gmnli Fróðárós hafa stíflast árið 1938 eða 1839. Hefir áin þá tek- !. sár framrás í Bugsós og hið agra vatn mvndast. En nú eftir fæp ^Undrað ár fellur hún í sinn <)rua farveg,—Mbl. 29. des. Deildartunguveikin '*ns og kunnugt er fór próf- essor Niels Dungal fyrir skömmu ’ ^uglands til þess að fást við 1 umhaldsrannsóknir á Deildar- l'ngupestinni, sem nú er orðin að skæðustu landplágu. Prófessor Dungal hefir nýlega s k r j f a ð landbúnaðarráðherra )réf, þar sem hann skýrir frá því að veiki þessi sé þekt bæði í "nglandi og þó einkum í Suður- •íku, að veikin sé smitandi og a vísindin standi ráðalaus gegn þestinni. I’yrsti maðurinn, sem prófessor ungal hitti að máli, sem kann- \t’r* veikina, var Sir John Fadyean, fyverandi forstöðu- 'Uaður dýralæknaskólans i Lon- don. Hann rakst fyrst á þenna sjúk- ( °rn uin 1890 og ritaði um hann, °g telur pröfessor Dungal ekki Vafa á, að ritgerðir hans bæði þá °g siðar sanni að hér sé um sömu veiki að ræða. Bá kveðst prófessor Dungal hafa við athugun á bókasöfnum komist að raun um, að samskon- ar veiki sé vel þekt í Suður- Afríku, og gengur þar undir nafn- inu “jaag-ziekte.” Hefir fræg rannsóknarstofnun þar syðra sent tvær merkar ritgerðir um veikina, sem báðar eru birtar 1929, og er höfundurinn þektur vísindainaður, de Kock að nafni. Af lýsingum hans, myndum o. fl. telur próf. Dungal ekki vafa á, að hér sé um að ræða sama sjúk- dóminn og í Deildartungu. Veikin i Suður-Afríku Þá segir próf. Dungal að einn þektasti vefjafræðingur Ameríku- mamyi, E. V. Cowdry, hafi árið 1925 rannsakað veiki þessa í Suð- ur-Afríku og birt tvær ritgerðir um veikina. Um niðurstöður þessara rannsókna segir prófes- sor Dungal: “f Suður-Afríku veldur sjúk- dómurinn yfirleitt ekki miklu tjóni. Að meðaltali drepast 1.6% af fénu úr honum. Lömb aldrei. Einstöku ár hefir veikin þó gert töluverðan usla. Allar rannsóknir til að finna orsök hans hafa verið árangurs- lausar. Bæði de Kock og Cowdry teljast fullvissir um, að ormar sé ekki valdir að honum. Þeir telja báðir mögulegt að um ó- sýnilegan sýkil sé að ræða, en það er bæði óvist og ósannað. f Suður-Afríku telja allir að sjúkdómurinn sé smitandi. Og bændurnir halda að hús, sem veikt fé hefir verið hýst í, geti smitað frá sér alt að 10 dögum eftir að féð fór úr því. Þetta álit bændanna kemur ekki heim við tilraunir sem gerðar hafa verið. Sjúku og heilbrigðu fé hefir verið haldið saman í alt að 17 mánuði án þess að tækist að sýkja féð sem áður var heilbrigt. Ekki hefir heldur tekist að sýkja heil- brigt fé með því að dæla sýktum lungnavef í barka þess, né held- ur blóði úr sýktum dýrum. Þótt ýmsar bakteríur hafi fundist sem líklegt sé að valdi sjúkdómnum. Víst er um það að veikin er mjög erfið viðureignar. De Kock heldur i seinni ritgerð sinni, að sjúkdómurinn sé æxli og hann segir engin dæmi til þess að nokkurri skepnu batni. Söm er okkar reynsla heima. — í Suður- Afríku skera þeir hverja kind jafnóðum og á henni sér og sama gera menn heima. í einu héraði í Suður-Afríku segir De Kock, að mönnum hafi tekist að draga mjög úr út- breiðslu veikinnar með því að einangra eða drepa hverja kind jafnskjótt og á henni sér. Með þessu móti segir hann að hérað- ið hafi ekki mist nema tæplega 0.2%, sem er sama og ekki neitt. Auðvitað er sjálfsagt að beita sömu reglu heima, enda höfum við ráðlagt mönnum það. Verst er hve erfitt er að þekkja fyrstu stig veikjnnar. Okkar reynsla kemur alveg heim við reynslu Suður-Afríkumanna um það að ómögulegt sé að þekkja allra fyrstu stig sjúkdómsins, áður en mæðin gerir vart við sig. Engin meðul og engin sérstök ráð til að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins virðast þeir hafa fundið, svo að því leyti er ekkert fyrir okkur á þeirra rannsóknum að græða, sem yfirleitt á ekkert lengra en okkar. Reynsla Suður-Afrikumanna er sú, að fé, sem aldrei komi i hús, drepist síst, en miklu frekar að fé, sem er hýst, veikist. Það gæti vel komið heim við sýkingu hvað af öðru, sem magnast þegar féð Hörmungar og stórtjón af völdum vatnavaxta í Bandaríkjunum Tala húsviltra nemur um 500,000. Á annað hundrað manns hafa týnt lífi. Skipaður í ábyrgðarstöðu MR. A. S. NORDAL Maður sá, sein hér verður stuttlega minst, og mynd þessi er af, er sonur þeirra Sigvalda Guð- mundssonar Nordal og fyrri konu hans Sigurbjargar Björnsdóttur, sem ættuð er frá Kringlu á Ásum í Húnaþingi; fæddur 28. febrúar árið 1889. Ekki naut þessi mikilsmetni maður víðtækrar mentunar í æsku, því um þær mundir áttu foreldrar hans við fremur þröng- an hag að búa; hann lauk barna- skólaprófi í Selkirk, en stundaði nokkru seinna nám við verzlun- arskóla í Winnipeg; hefir hann búið lengi og vel að þeim hag- kvæmu fræðum, sem hann nam þar. Mr. A. S. Nordal fékk atvinnu við Mental Hospital í Selkirk ár- ið 1915, sem aðstoðar vélfræðing- ur; var kaup hans framan af fremur lágt; lá stundum nærri að hann afréði að leita sér ann- arar atvinnu; af því varð þó ekki; áttu hollráð konu hans þar drjúgan þátt í; hún efaði það aldrei að maður sinn yrði hækk- aður í tigninni, og hefir nú sú orðið raunin á, þvi þann 1. nóv- ember 1936 skipaði fylkisstjórn- in Mr. Nordal að yfirvélameist- ara við þá umfangsmiklu stofn- un, sem áður var nefnd. Nýtur hann nú hálaunaðrar stöðu, auks glæsilegs bústaðar, sem stjórnin fékk honum í hendur til heimilis- afnota. Mr. Nordal er kvæntur Sús- önnu, dóttur Stefáns Oliver, sem lengi bjó í Selkirk og rak fóður- verzlun í félagi við Björn Byron. Er hún mikilhæf kona og sam- hent manni sínum. Það er ávalt fagnaðarefni, er menn af islenzkum stofni mann- ast vel og njóta trausts eins og Mr. A. S. Nordal gerir. er í þrengslum. Hinsvegar benda tilraunir Suður - Afríkumanna ekki til að slík smitun eigi sér stað, en maður hlýtur að álykta, að einhvernveginn hljóti féð þó að smitast. Við erum ,nú með tilraunir í gangi heima, sem ganga í sömu átt, og verður fróð- legt að sjá hvort þær verða einn- i galgerlega neikvæðar. Ekki er ósennilegt að veikin sé svo skæð heima vegna þess hve fé er miklu meira hýst þar en annarsstaðar.” Hefir Karakúlféð flutt pestina inn í landið? Bændur í Borgarfirði hafa ver- ið þeirrar skoðunar, að Deildar- tunguveikin væri komin inn i landið með karakúlfénu, sem flutt var til landsins frá Þýzka- landi sumarið 1934. Einn kara- kúlhrúturinn fór sem kunnugt er til Deildartungu. Ásgeir Einarsson dýralæknir hefir kynt sér þessa hlið málsins all-rækilega, og telur hann miklar líkur til þess að skoðun borg- firskra bænda sé rétt. Ásgeir hefir i samtali við Morg- unblaðið staðfest þessa skoðun sina. Hann segir að umræddur hrútur hafi komið til Deildar- tungu um jólaleytið 1934 og hafð- ur með mislitu ánum það sem eftir var vetrar. Vorið 1935 var hrútur þessi rekinn á fjall með öðru fé, en þá var hann orðinn lafmóður, og það eru glöggustu einkenni veik- innar. Þetta sumar (1935) drapst hrúturinn á fjalli, og eng- inn gat því rannsakað dauðaor- sökina. —Eg tel, segir Ásgeir, að þarna sé að finna fyrstu sjúku kindina. Þessi skoðun styðst og við það, að einmitt næsta haust fer veikin að magnast, og fyrstu ærnar sem drápust úr pestinni voru ærnar sem hrúturinn var með um vet- urinn. Upp úr þessu breiðist pestin ört út, einkum eftir réttir haust- ið 1935, en í réttunum var vitan- lega smithættan mest. Þetta er álit Ásgeirs Einarsson- ar dýralæknis, og styðst það við almenna skoðun bænda í Borgar- firði. Víxlsporið Ef það skyldi eiga eftir að sannast, að karakúlféð hafi flutt inn hina illræmdu Deildartungu- pest, ætti þetta tilefni að verða alvarleg áminning til okkar að gæta meiri varúðar um innflutn- ing erlends fjár en gert hefir ver- ið upp á síðkastið. Meðan Magnús heitinn Einars- son dýralæknir var ráðunautur ríkisstjórnarinnar um þessi mál, stóð hann altaf fast á móti slík- um innflutningi. f meir en 20 ár stóð um þetta mál látlaus bar- átta milli Magnúsar dýralæknis og Búnaðarþings, en Magnús lét sig aldrei. Svo strangur var kfagnús, að hann lýsti yfir þvi, að ef stjórn og þing gengi inn á þá braut að leyfa innflutning érlends fjár vildi hann ekki koma þar nálægt að neinu leyti. Svo féll Magnús Einarssop frá og nýir ráðunautur komu til sög- unnar. Þá var þetta inál auð- sótt, og voru lög um þetta sam- þykt á Alþingi 1931. Upphaflega var aðeins farið fram á heimild til innflutnings á brezku holdafé, en svo bættist við karakúlféð frá Þýzkalandi. Var það Páll Zophóníasson sauð- fjárræktarráðunautur Búnaðar- félags fslands, sem sótti það mál fastast, og fékk landbúnaðar- nefnd Ed. til þess að flytja breyt- jngartillögu um það. Karakúlféð Þetta karakúlfé var svo flutt til landsins sumarið 1934. Það var 18 talsins, 3 ær og 15 hrútar, keypt rándýru verði í Þýzkalandi. Þegar hingað kom var fé þetta einangrað í Þerney, en engin ís- lenzk kind höfð með því. Að einangrunartímanum lokn- um var fé þessu dreift þannig um landið: 3 ær og 2 hrútar fóru að Hólum, 2 hrútar fóru í Borgar- fjörðinn, 1 hrútur í Gnúpverja- hrepp (drapst), 1 í ölfus i Árnes- sýslu, 1 í Þverárhlíðarhrepp í V,- Hún., 1 í Kaldraneshrepp i Strandas., 2 í Þingeyjarsýslu, 1 í Vopnafjörð, 1 á Fljótsdalshérað (drapst), 1 í Breiðdal, 1 í Horna- fjörð og 1 að Fagurhólsmýri í öræfum. Ekki hafa bændur borið mikið úr býtum af fé þessu; skinnin, sem verðmætust voru talin, hafa yfirleitt selst fyrir mjög lágt verð. Dungal farinn til Þýzkalands Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá forsætis- ráðherra er prófessor Dungal nú farinn til Þýzkalands til þess að reyna að komast þar á snoðir um pestina. Ef veikin skyldi hafa borist hingað með karakúlfénu hlýtur hún að vera í Þýzkalandi. Það stóð til að flytja sýkt fé héðan til Englands og fá það rannsakað þar. Bjóst prófessor Dungal við að innflutningsleyfi myndi þar fást fyrir féð. En á siðustu stundu neituðu Englend- ingar um innflutningsleyfi, og þá Hin ægilegustu spjöll, sem sögur fara af, hafa átt sér stað undanfarna daga víðsvegar um Bandaríkin, þó harðast séu þau bygðarlög leikin, er næst liggja Mississippi-fljóti og öðrum ná- lægum vatnsföllum; hafa fljót þessi flætt yfir víðlendur og or- var afráðið að prófessor Dungal færi til Þýzkalands. * * * Eins og sést af bréfi prófessors Dungals til landbúnaðarráðherra er annað en glæsilegt framundan fyrir þau héruð, sem Deildar- tungupestin hefir fest rætur. Menn vita ekkert um hvernig veikin smitast, en smitandi er hún. Menn standa ráðalausir gegn pestinni, og verður að drepa hverja þá kind sem fær veikina. Hér virðist því vera á ferðinni landplága, sem enginn getur enn séð fyrir hvaða tjón getur af hlot- ist.—Mbl. 30. des. Reimt er enn Eftir Örn Arnarson. Reimt er ennþá eins og forðum, afturgöngur lœðast hljótt, slys og glöp í eeði og orðuni að mér sækja dag og nótt. Litla hvild má þreyttur þiggja. það er illra drauma sök eins og mara á mér liggja undanbrögð og login rök. Inst i fylgsnum hugar heima, hrœðilegan grun eg el.— Eins og vofu sé eg sveima sannleik er eg þagði í hel. Óróleikinn æsir taugar eitri meingar vöku og blund— vanefnd loforð verða draugar villa um mig hverja■ stund. * * * Reynslan breytir sýn og sinni —sá eg færra þá en nú, er eg hló í heimsku minni að hindurvitna- og drauga-trú. —Alþýðubl. ADAM BECIí KOSINN I SKÓLARÁÐIÐ Við aukakosningu þá sem fram fór í 2. kjördeild til skólaráðsins í Winnipeg á föstudaginn var, gekk Adam Beck sigrandi af hólmi með miklu afli atkvæða umfram næsta keppinaut sinn, Van Kleek, er bauð sig fram af hálfu hins óháða verkamanna- flokks. LÆTUR AF SÖNGSTJÓRN við Fyrstu lútersku kirkju Mr. Paul Bardal, bæjarfulltrúi, hefir sökum anna látið af söng- stjórastarfi við Fyrstu lútersku kirkju, eftir að hafa gegnt því með prýði og samvizusemi í 20 ár. Báðir söngflokkarnir vott- uðu Mr. Bardal virðingu i tilefni af atburði þessum. Eldri flokk- urinn kom saman á föstudags- kveldið á heimili þeirra Dr. og Mrs. B. H. Olson, þar sem Mr. Bardal var sæmdur vandaðri “Gladstone” ferðatösku, en yngri flokkurinn mætti á heimili Mrs. H. S. Bardal, þar sem heiðursgest- inum var gefin skrautleg skjala- taska. Á báðum stöðunum voru framreiddar rausnarlegar veit- ingar og skemtu allir sér hið bezta. sakað ólýsanlegar hörmungar. Washington stjórn hefir þegar brugðist við og heitið stórri fjár- hæð til líknar, auk þess sem Rauðakross félagið hefir lagt fram miljón dala og tekið sér fyr- ir hendur að safna fjórum milj- ónum í viðbót. Úr borg og bygð Frú Laufey Taylor frá Oak Point, Man., kom til borgarinnar á laugardaginn var. Almennur fundur verður hald- inn til þess að ræða Social Credit mál að 662 Pacific Ave.—rétt við Sherbrook St.—föstudagskveldið 29. janúar kl. 8. Miss Salome Halldórsson flytur erindi. Allir boðnir og velkomnir. Jón Bjarnason Academy Lad- ies’ Guild heldur “Shoppers Tea” í T. Eaton Co. assembly hall á 7. gólfi á miðvikudaginn 3. febrúar frá kl. 2.30 til 5.30 e. h. Verður þar einnig á boðstólum heima- tilbúin matur. Mr. Peter Anderson, forstjóri North West Commission hveifi- verzlunarinnar, lagði af stað suð- ur til Florida á föstudaginn var, og gerði ráð fyrir að verða að heiman fram í byrjun aprílmán- aðar. ------ fslenzkuskóli Þjóðræknisfélags- ins hóf að nýju starf sitt eftir jólafríið, laugardaginn 9. þ. m. Gott væri fyrir alla að minnast þess að tíminn líður fljótt. Ef til vill fara sumir að vakna þegar veturinn er á enda og tækifærið liðið hjá. Munið, að allir eru velkomnir, að skólinn hefst á hverjum laugardagsmorgni kl. hálf tiu. Þar eru ágætir kenn- arar sem koma stöðugt. Sækið laugardagaskólann. Mr. B. J. Lífman, oddviti í Bif- röstsveit, var staddur i borginni í vikunni sem leið, og sat fund í framkvæmdarnefnd Sveitarfél- aga sambandsins í Manitoba. Var Mr. Lífman, sem kunnugt er, kos- inn i framkvæmdarráð þess fél- agsskapar á ársfund hans í haust er leið. Jón Sigurdson Chapter I.O.D.E. heldur ársfund sinn að heimili Mrs. H. G. Nicholson, 557 Agnes St„ á þriðjudaginn 2. febrúar n.k. kl. 8 e. h. Verða þar lagðar fram skýrsl- ur nefndarmanna og fastra nefnda; embættismenn kosnir fyrir næsta ár. Alderman Margaret McWil- liams flvtur erindi um áhugamál kvenna. Mr. G. J. Oleson lögregludóm- ari frá Glenboro, kom til borgar- innar í fyrri viku og dvaldi hér nokkra daga. Með honum kom Kristján bróðir hans til þess að ganga undir læknisskoðun. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur næsta fund sinn i samkomusal kirkjunnar á fimtu- daginn þann 28. þ. m„ kl. 3 e. h. Þess er vænst að félagskonur mæti stundvíslega. Þeir bræður Ingólfur og Kristj- án, Helgasynir, frá Baldur, Man„ voru staddir í borginni um helg- ina og dvöldu fram á mánudag.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.