Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JANúAR 1937 Matthías Jochumsson Eftir JóNAS JÓNSSON pessi snildar ritgerS eftir Jðnas Jðns- son fyrrum dðmsmálaráðherra, birtist I fylgiriti Nýja Dagblaðsins, um síðast- liðin jðl; er hún alveg vafalaust með því allra bezta sem um Matthías hefir verið skrifað látinn. Islendingum vestan hafs til gagns og gleði, verður ritgerðin 1 heilu lagi endurprentuð hér I blaðinu Ritstj. I. Tveir af sonum séra Matthías- ar Jochumssonar, hinn elzti og hinn yngsti, Steingrímur læknir á Akureyri og Magnús kaupmað- ur í Reykjavík hafa nú fyrir jólin gefið út Ijóðmæli föður þeirra í prýðilegri útgáfu, sem nú mun komin á bókamarkaðinn í stærstu kaupstöðum landsins. Þessi útgáfa er hin þriðja og mesta af ljóðmælum séra Matt- híasar. Hún er miklu meiri og vandaðri en östlundsútgáfan, sem var í 5 bindum, og á ýmsan hátt áfátt um vtri búning. Hér eru ljóðmælin öll í einu bindi, í fallegu formi, á þunnum pappír, svo að bókin er fyrirferðarlítil þó að hún sé nálega 1000 blaðsíðnr. Kvæðunum er raðað í bálka eftir skyldleika. Fremst í bókinni er gott yfirlit, en síðast fullkomin skrá yfir kvæðin, eftir upphafs- orðum ljóðanna. Steingrímur læknir hefir sjálf- ur, með stuðningi annara, safnað miklum drögum til þessarar bók- ar í handritum skáldsins norður á Akureyri. Síðan hefir Magnús Matthíasson haldið áfram því starfi í Reykjavík. Að lokum hef- ir Þorsteinn skáld Gíslason lagt síðustu hönd á allan undirbún- ing útgáfunnar og að því er virð- ist leyst það af hendi með smekk- vísi og miklum kunnugleika. Eg hefi rekið mig á smávillur í sam- bandi við efnisskrána, en í svo stóru verki eru þær, að eg hygg, fáar, og ekki þýðingarmiklar. II. Bréf séra Matthíasar komu út fyrir skömmu og urðu aðdáend- um hans ekki óblandinn gleði- fengur. Þó eru þau afar mikils virði fyrir þá, sem í sambandi við skáldskap hans, vilja skilja þessa mikilfenglegu listamannssál. En með t*issari bók eru Matthíasi gerð bezt skil. Hér liggur fyrir augum lesendanna ljóðagerð hans nálega öll, að fráteknum hinum stærri leikritaþýðingum. En hér eru öll hans frumsömdu Ijóð, þau sem þekt eru og nokkra þýðingu hafa. Jafvel hið um- deilda kvæði: “Volaða Iand” er ekki undanfelt. Þá koma allar hinar miklu Ijóðaþýðingar að frá- töldum Ieikritunum, eins og áður er sagt. I þessari einu bók gætir geysi- mikillar f jölbreytni, bæði um efn- isval, form og alla meðferð. Þar eru hátíðaljóð, kvæði um landið og þjóðina og önnur lönd og aðr- ar þjóðir. Þá koma fjölmargir sálmar, b æ ð i frumsamdir og þýddir. Síðan ótölulegur grúi erfiljóða, um söguhetjur, móður og föður skáldsins, konur hans, börn þeirra og venslamenn. Þá gleymir Matthías ekki listamönn- um og skáldum, fræðimönnum, prestum og biskupum, læknum, lögfræðingum, fjölda kvenna, unglinga og barna. Þá koma huggunarljóð til vina hans, sem eru í raunum staddir, veizlu- kvæði, brúðkaupskvæði, gaman kvæði, barnakvæði, ljóðabréf, vís ur úr leikritum hans. Að lokum koma Grettisljóð og þýðingar úr helztu tungumálum álfunnar. Það lætur að líkum, að hér er um ótrúlega mikla auðlegð að ræða. Hér er skáld, sem byrjar ungur að yrkja og heldur áfram fram í háa elli. Hér er maður, sem er alla æfi leitandi að ljósi og sann- leik, fullur af skapandi þrá og síðfaðma samúð. Sé því bætt við, að Matthías hafði ótrúlegt vald yfir málinu, svo að mælska hans og orðgnótt var eins og hamra- mur fossflaumur, þá má nokkra hugmynd um hvílíkur fengur það er Ijóðrænni menningu í land- inu að hafa fengið til almennrar- eigna þetta merkilega — eða öllu heldur volduga Ijóðasafn. er hann byrjaði að yrkja hina glæsilegu drápu um Skagafjörð. Menn vita ekki hvar á að byrja og hvar skal enda. Hinn mikli breytileiki í efni og meðferð trufl- ar og villir lesendann. Hér er af svo miklu að taka, svo mikið að verða hrifinn af og svo margt, sem hægt er að ganga fram "hjá með lokuð augu, að leitin að þeim háa sjónarhól, þar sem sést yfir allan skáldaheim Matthíasar, verður flestum erfið. III. Hver sá maður, sem ætlar sér í stuttu máli að gefa yfirlit um verk þessa mikla skálds, lendir í sama vanda og Matthias sjálfur, Ef til vill er æfi Matthíasar engu siður merkileg en ljóð hans. Hann er fæddur og uppalinn í afskekktri, fátækri sveit, með út- sýn suður yfir Breiðafjðrð og í skjóli við hin háu Vestfjarðafjöll F'oreldrar hans eru fátæk. Hann vinnur erfiðisvinnu á sjó og landi eins og fleslir islenzkir drengir sem nokkuð er spunnið í. Hann fær stórar vinnuhendur af ár og orfi eins og vinur hans og sam- tiðarmaður Tryggvi Gunnarsson, eða Jóhannes Kjarval, sem minn- ir manna mest á Matthías af öll- um íslenzkum listamönnum, hinuin undursamlega innhlæstri og furðulegu gönuskeiðum. Fram eftir öllum unglingsárum sýnist örvænt uin að Matthías geti not- ið nokkurrar eiginlegrar skóla- göngu. Þó verður það um síðir. Menn sem skynja hinar einkenni legu gáfur hans, koma honum í Latínuskólann. Þaðan fer hann í prestaskólann, útskrifast þar, verður prestur í tveim sveita prestaköllum sunnanlands og um stund ópólitizkur ritstjóri að póli- tízku blaði í Reykjavik. Um síð- ir verður hann prestur á Akur- eyri, á þar mikinn harnahóp og hýr við mikla fátækt, en finnur þó altaf leiðir út úr baráttunni fyrir sig og sína. Að lokum kem- ur viðurkenning þjóðarinnar. Al- þingi veitir honum skáldalaun. Hann segir af sér prestskap. Hann byggir sér fallegt hús í fall- egum hvammi, þar sem sér yfir alla Akuryeri og mikið af Eyja- firði. Á þessum stað lifir Matt- hías í sæmd og friði síðari hluta æfi sinnar. Barátta hans hafði verið hörð og löng. Sum af sam- tíðarskáldum hans þóttu í fyrstu honum fremri og meðan hann var ungur trúði hann þvi sjálfur. Einn af mestu listfræðingum landsins, Gestur Pálsson, fór um hann hörðum og ósanngjörnum orðum. Kirkjunnar mönnum þótti hann of frjálslyndur. Marg- ir af fegurstu sálmum hans fengu ekki rúm í sálmabók þjóðkirkj- unnar og hafa ekki fengið þar sinn sess enn, þó að fullskipaðir sé þar allir bekkir af andlausu rímhnoði. Það kom jafnvel til orða um eitt skeið að reka hann frá prestskap fyrir víðsýni sitt i trúmálum. Það varð þó ekki. Og með aldrinum óx vegur hans með ári hverju. Hann varð lárviðar- skáld þjóðar sinnar og heldur þeim heiðri enn löngu eftir and- lát sitt. IV. siglingahungri, alt frá fornöld til lega skáldadraumi, að hann þessa dags. En fáir íslendingar gleymdi sigrum sínum og kunni hafa haft réttmætari þörf til þess j ekki að meta þá. Samtíðarmenn fjölbreytileika, sem leiðir af tíð- j hans sögðu, að hann hefði ekki um ferðum til annara landa, held- j áttað sig á hvílíkt stórvirki Lof- söngurinn er, fyr en hann varð var við aðdáun annara. ur en Matthías Jochumsson. Með sterkum vilja tókst honum að láta eftir þessari löngun sinni, og að varðveita fjör og glóð æskunn- ar fram á elliár. V. Þegar Matthías kemur í skóla er hann fulltíða maður, og með En þrátt fyrir öll þeási afrek gátu samtíðarmenn Matthíasar hvergi nærri viðurkent yfirburði hans, svo sem hefði mátt vænta á árunum eftir þjóðhátíðina. Hann verður í annað sinn prestur í sveit með miklum embættis- og margháttaðan þroska fram yfir-j búsáhyggjum. Um sama levti Útþrá Matthíasar var sterk og sívakandi, og frá því að hann kemst á legg og fram á elliár er hann svo að segja alltaf með ann- an fótinn erlendis. Hann er rammíslenzkur í máli og menn- ingu. Hann hefir drukkið í sig þrótt og snild úr öllum bókment- um þjóðar sinnar, fornum og nýj- um. Landið sjálft og sága þess blasir við sjónum hans og stund- um tekst honum að bræða alla þessa þætti í eina heild eins og I óði sínum um Skagafjörð. En jaffihliða þessu þráir hann önnur lönd, stórar borgir og hið fjöl- breytta Iíf þeirra. Hann þrosk- ast eins og Halldór Kiljan Lax- ness segir svo vel og viturlega um stórskáldin. Þau fæðast og lifa sín bernsku og æsku ár í friði dalsins, en taka á manndómsár- unum þátt í stormasömu lífi borganna. Erlendis komst hann í kynni við sum hin merku skáld sinnar samtíðar. En þar stóð fá- tækt hans sjálfs og fátækt lands- ins honum fyrir þrifum. Það er ótrúlegt þrekvirki að fátækur prestur í afskektu brauði skyldi geta keypt mikinn fjölda erlendra blaða og tímarita og stöðugt verið í siglingum. En íslendingar hafa til ills og góðs verið haldnir af unglinga þá, er sátu með honum á skólabekk úr heimiluin efnaðri manna. í skóla drekkur hann í sig tungur annara þjóða og bók- mentir þeirra um leið. Hann las á þeim árum mikið af bezta skáldskap germanskra og engil- saxneskra þjóða, eins og sjá má af bréfum hans. En hann lætur ekki þar við sitja. Meðan hann er á skólabekk kemur hann fram sem skáld. þÁeim árum gerir hann leikritið Skuggasvein. Það er Ieikið í höfuðstaðnum og hríf- ur hugi manna. Skáldið er “kall- að fram” og veitt sérstök virðing. En í einu af bréfum sínum talar hann /lítið virðulega um þessa viðurkenningu. Skuggasveinn er að vísu enn þann dag í dag vinsælast af öllum islenzkum leikritum, þeirra sem ekki eru listaverk. En þó að leik- ritið sé í heild sinni ekki þung- vægt, þá eru i því nokkur ljóð, sem bera með sér öll beztu ein- kenni séra Matthíasar. Þau munu lifa sem perlur í íslenzkum bók- mentum jafnlengi og málið sjálft. Á fyrstu prestskaparárum séra Matthíasar, þegar hann býr undir Esjunni, á hann að búa við sömu fátækt og margháttaða erfiðleika. En hin skapandi þrá ólgar í sál hans. Mitt í einveru og van- rækslu byrjar hann að yrkja mörg af sinum góðu kvæðum og andríka sálma. En þetta er hon- um ekki nóg. Hann byrjar að fást við ofurmenni heimsbók- mentanna. Hann byrjar að glíma við “Byron Bretatröll” og “hasla sjálfum Shakespeare völl” eins og hann kemst að orði í kvæði til Hannesar Hafsteins. Það er erfitt að hugsa sér meira irekvirki en hinar glæsilegu þýð ngar hans, “Manfreð” og “Mac beth”, gerðar i köldu og óvistlegu húsi, mitt í erfiðri lífsbaráttu og með margháttuðum og annarleg um skyldustörfum. Matthías hafði ungur kynst ieim tveim skáldum, sem um langa stund voru vinir hans keppinautar og andstæðingar. En lað voru þeir Benedikt Gröndal og Steingrímur Thorsteinsson Þeir voru svo að segja fæddir með silfurskeið í munninum Þeir voru synir lærðra manna, höfðu snemma gengið í skóla og oru að öllum þeim þroska, sem leiðir af skólagöngu, langt á und- an Matthíasi. Framan af æfi sézt í bréfum hans mikil og oft óvið- kunnanleg aðdáun fyrir þessum veraldarvönu skáldum, sem fram- ast höfðu á unga aldri með lang dvölum í erlendum stórborgum. Þjóðin leit sömu augum á þessa þrjá menn lengi frameftir eins og Matthías sjálfur. En þegar Ieið á kapphlaupið, greiddi hinn breiðfirski sjómaður og bónda sonur sporið og komst fram úr keppinautunum. Og því meir sem tímar líða, því meiri er að- dáun íslendinga fyrir sínu mikla þjóðskáldi, Matthíasi Jochums syni. VI. Þjóðhátíðin 1874 varð áhrifa- mesta tímabil í sögu séra Matt- híasar. Hátíðin var haldin undir hinum fátæklegustu skilyrðum, en þjóðin var þrátt fyrir alla fá- tækt, full af sigurgleði yfir fengnu frelsi og sjálfforræði eftir æfilanga baráttu Jóns Sigurðs- sonar og hinna þrautseigu sam- herja hans. Hin sama varð raunin á í Grikklandi eftir að vígamenn þjóðarinnar h ö f ð u hrundið árás Persa, að þá túlk- uðu skáldin sigurgleði þjóðarinn- ar í ódauðlegum skáldverkum. Vorið fyrir þjóðhátíðina virðist Matthías hafa lifað í sífeldri hrifningu. Hann yrkir hvert meistaraverkið af öðru á fáeinum dögum, öll hin glæsilegu minni, sem enn eru á hvers manns vör- um. Lofsöngurinn er aðeins eitt byrjar hið ægilega harðindatíma- bil, þegar fjórði hluti þjóðarinn- ar bjargaði lífinu frá hungur- dauða með einskonar flótta til fjarlægs lands. En Matthias bognaði ekki. Skáldið í honum var það sterkt, að engir ytri erfiðleikar gátu beygt þrótt hans. En um þetta leyti koma fyrir tveir atburðir, sem bregða ljósi yfir þáð, hve langt var frá að samtíðarmenn hans kynnu að meta skáldskap hans að verðleikum. Annað er sálmabókarmálið, en hitt er á- deila Gests Pálssonar á skáldskap hans. VII. öndvegishöldar hinnar íslenzku þjóðkirkju störfuðu þá að því að undirbúa sálmabók þá, sem enn er í gildi fyrir þjóðkirkjuna. Enginn af þeim, sem stóðu að því verki höfðu til þess sérstaka köllun. Suinir þeirra voru hvers- dagslegir viðvaningar við að gera stuðlað mál. Þeir söfnuðu í eina bók afarmiklu léttmeti og nokkru af því litla, sem til var af sálin- um, sem höfðu bæði skáldlegt og trúarlegt gildi. En enginn þeirra kunni að meta séra Matt- hías sem trúarskáld. Engum þeirra virðist hafa komið til hug ar, að lofsöngurinn ætti erindi í sálmabók þjóðkirkjunnar. Yfirleitt var það stefna sálmabók- arnefndarinnar að taka eins lítið og hægt var í bókina af sálmum séra Matthíasar og þeir gátu raunar sökstutt mál sitt með þvi að kirkjustjórnin væri að hugsa um að reka hann úr prestastöðu fyrir vöntun á kirkjulegu lundar- lagi. Skáldið beygði sig fyrir ofureflinu. Miklu af hans beztu sálmum var og er útskúfað úr þessari sálmabók. Matthías lét sér nægja að fullnægja sinni innri þrá, að yrkja og þýða ný lofkvæði í þjónustu þeirrar stofnunar, sem ekki þóttist þurfa hans með, og hann lét ekki staðar numið á þeirri braut fyr en hann var orð inn mesta sáhnaskáld, sem þjóð- in hefir nokkurntíma átt. En hin íslenzka þjóðkirkja hefir verið trygg við stefnu hinn ar fyrstu sálmabókarnefndar. Bókin hefir verið gefin út óbreytt hvað eftir annað, eins og væri hún helgur dómur, en sum af snilldarljóðum séra Matthíasar, sem ekki fá að vera þar, eru sungin við aðrahverja jarðarför í landinu. — Fyrir nokkrum ár- um, þegar eg hafði um stund yfir- umsjón kirkjumálanna, f ó r u nokkur bréf milli mín og biskups um sálmabókina. Eg benti hon- um á, að tilgangslaust væri að halda mesta sálmaskáldi lands- ins frá sálmabókinni og lagði til að bókin yrði stytt og endurskoð- uð, að meginið af leirburðinum yrði felít niður, en í þess stað látnir koma sálmar séra Matt- híasar Jochumssonar. Biskup gekk ekki inn á þetta eða ráða- menn prestastéttarinnar, heldur gáfu lít lítið hefti til viðbótar hinni gömlu sálmabók. En svo sem kunnugt er, mishepnaðist lessi tilraun svo gersamlega, að nýja kverið var gert upptækt og brent. Þannig endaði síðasti láttur í viðskiftum hinnar ís- lenzku þjóðkirkju við séra Matt- hías Jochumsson og sálma hans. Um líkt leyti og þjóðskáldið átti í þessari baráttu um hina trúarlegu ljóðagerð við forráða- menn kirkjunnar, var honum haslaður bardagavöllur af for- kólfum hinnar nýju skáldastefnu, sem Georg Brandes hafði flutt frá París til Norðurlanda. Gestur Pálsson hafði hér orð fyrir hinu nýja árásarliði. Gestur var list- fengt smásöguskáld, en veigalitið jóðskáld, maður vel ritfær, en haldinn af unggæðislegum þekk- ingargorgeir. Gestur leit á séra brauði út í dreifbýli á afskektri eyju og hefði að vonum orðið út- undan, þegar straumar hinnar sönnu mentunar dreifðust frá þriðja keisaradæminu út um heiminn. í ritdómi Gests Páls- sonar kom fram gagngert skiln- ingsleysi á hinum miklu yfirburð- um séra Matthíasar, gáfum hans, andagift hans, skapandi afli, mælsku og geysilega hugmynda- auði. Ritgerð Gests var tilraun bókmentalegs farisea til að leggja alinmál hversdagsmennskunnar á þau verðmæti, sem ekki verða mæld eða vegin af skjólstæðing- um Brandesar. Aðstaða Matthíasar skálds, þeg- ar hann flutti norður til Akur- eyrar, mitt í hinum miklu harð- indum eftir 1880, var þá sú, að þrátt fyrir vaxandi viðurkenn- ingu almennra borgara, voru hin- ir skriftlærðu bæði í kirkjustjórn og svokölluðum bókmentafræð- um, mjög fjarri því að unna hon- um sannmælis fyrir skáldskap hans. VIII. Akureyri varð Matthíasi hin sanna höfuðborg. Ekki af því að hún væri andlega sinnuð, því að hún var þá smáþorp, undir áhrifum hálfdanskrar k a u p - mannastéttar. En á Akureyri fékk skáldið l'rið til að starfa og njóta hæfileika sinna. Hann var laus við Jerúsalem síns eigin lands, sem var full af mönnum, sem vildu vera jafningjar hans, en áttu enga samleið með honum. í hinuin litla norðlenzka höfuð- stað hafði Matthías bækur sínar og tímarit frá útlöndum. ' Þar átti hann aðgang að félagsskap skálda og spekinga, sem voru honum hugstæðir og raunveru- legir samvistarmenn. ’ Akureyri var honum eins og vígi, þar sem hann varð ekki auðveldlega sótt- ur heim, fremur en Grettir i Drangey. Á Akureyri varð hann hið viðurkenda og dáða þjóð- skáld. Þangað sendi Alþingi hon- um hin fyrstu skáldalaun á fs- af Þei'm- Og svo gagntekinn var | Matthías eins og hálfgerðan við Matthías af þessum óviðjafnan- vaning, sem sæti á afskektu inikinn þátt í að tefja fyrir því, að hann fengi að njóta sannmælis um listargáfu sína. X. Tvö af skálduin 19. aldarinnar hafa haft mest áhrif á íslendinga og njóta mestrar frægðar í land- son. En þó eru þeir geysiólíkir. grímsson og Matthías Jochums- son. En þó eru þeir geisiólíkir. Jónas er suðrænn í listaformi sínu. Hann treystir ekki nema að nokkru leyti á hinn guðlega innblástur, en vinnur lengi að hverju kvæði, gegnhugsar gerð þess eins og byggingameistari, sem leggur aðallínur í útliti hall- ar, sem hann vill reisa, með langri vinnu 'og miklu erfiði. f kvæði eins og Gunnarshólma fer saman fullkomlega listrænt form kvæðisins og að hver setning og hvert orð er fágað eins og gim- steinn, sem greyptur er í dýran hring. Sumar suðrænar þjóðir, sérstaklega Frakkar, hafa tamið sig á þá lund, að svo að segja allir menn skrifa vel, frá stór- skáldum og niður að skóladrengj- um, að því leyti sem snertir fág- að form og fullkomin stíl. Af öllum íslenzkum skáldum á seinni tímum hefir Jónas Hall- grímsson að þessu leyti komist næst sígildri suðrænni list, og enginn staðið formi suðurlanda fjær en séra Matthías. Hann er mótsetning hins sigilda, suð- ræna forms. Hann er norrænn inn í merg, með bylgjukenda skapgerð. Þegar Matthías er hrif- inn, og hann yrkir öll sín góðu kvæði þegar hann er fullur yfir- náltúrlegrar andagiftar, þá fer hann hamförum. Mælska hans er þá óstöðvandi. Þegar öðrum kemur í hug eitt orð, hefir hann tíu á hraðbergi. Myndauðgi hans og líkingar minna á þeim augna- blikum á sjálfan Shakespeare. En fyr en varði er hrifningin og hinn heilagi innblástur horfinn, og þá er Matthias orðinn eins og hver 'annar greindur og fjöllesinn mað- landi og háskólinn doktorstign i ur með lipra og létta rímgáfu. skömmu áður en hann andaðist. ■ Gildi ljóðanna er komið undir Á þessum árum hlaut Matthías því, hvort hrifningin hefir enst þann sess í ineðvitund þjóðar i honum til að fullgera heilt kvæði sinnar, sem hann hefir nú og er! cða kvæðaflokk. Þegar Matthías liklegur til að halda á ókomnum kom ofan af Sinaifjalli andagiftar árum. | sinnar, áður en kvæðinu var lok- ið, gátu komið tilfinnanlegir og óbætanlegir smíðagallar á fögur ljóð. Þetta kemur vel fram i kvæðinu “Skagafjörður,” sem við hlið Gunnarshólma, er glæsileg- asti og andríkasti héraðsóður, sem til er i málinu. Nálega hvergi koma allir kostir Matthiasar jafn- vel fram og i þessu kvæði. Hann sér þá frá hæstu stöðum yfir bygðina, og um leið alla sögu hennar, sigra og ósigra, gleði- fundi og morðbrennur. Hann sér höfuðbólin og líf hinna miklu manna. En hann sér líka litlu kotin og veit að þau eiga líka sina sögu, sína sigra og ósigra, sina drauma og vonbrigði. óvíða er steypiflóð mælskunnar þrótt- meira en í fyrstu vísunni, þar sem hann lýsir ofsa hinna innri sýna, sem brjótast fram eins og voldug elfa í þröngu gljúfri. En mitt í hinum stórfeldu lýsingum koma honum í hug lítilfjörlegir og hversdagslegir menn eins og Pétur biskup og Konráð Gísla- son, og nöfn þeirra verða spjöll á fögru listaverki. Aldrei hefði Jónasi Hallgrímsson komið til hugar að vefja nafn samtíðar smákónga inn í kvæði eins og Gunnarshólma eða F j a 11 i ð Skjaldbreiður. Annars sjást merkin um slíka bresti í fjöl- mörgum kvæðum séra Matthías- ar miklu glögglegar en í “Skaga- fjörður,” einmitt af því hve hrifn- ing hans er þar sterk. Gott dæmi af þessu tægi er erfiljóð um Þor- björgu Sveinsdóttur, annarsvegar þrungið af hrífandi andagift og snild, en innan um sjálfslýsingar og heimspekilegar athuganir, mjög lítið viðkomandi hinum látna kvenskörungi. En þannig var séra Matthías. Hann og Jó- hannes Kjarval eru glæsilegustu dæmin meðal islenzkra lista- manna, um menn, sem dvelja til skiftis í ^samneyti guðanna og flytja þaðan af og til sín ódauð- legu verk niður á jörðina og eru þá, oft til lengdar, jarðarbúar eins og aðrir menn. IX. Þegar bréf séra Matthíasar komu út voru þau ekki vel fallin til að auka hróður hans, nema hjá bókmentafræðingum, sem nota þau til að skilja skáldgáfu hans. f bréfunum kemur Matt- hias fram í veikleika sínum og styrk. Þar kemur fram hin mikla mælska hans og orðgnótt, hin ein- læga leit eftir ljósi og yl í mann lífinu, og hinar víðfaðma hug- sjónir, og samúð með öllum, sem áttu heima í forsælu mannlífsins. En bréfin sýna ennfremur hve mjög hann skorti á skipulega formgáfu. Oft eru bréfin sund- urtættar og samhengislitlar at- hugasemdir. f mannfélagsmál- um var hann hvikull og reikull. Tillögur hans um þjóðmál voru venjulega að litlu hafðar, og með aldrinum gætti í athugunum hans kyrrstöðuhneigðar, sem var í ó- samræmi við hið bjartsýna skáld- eðli. Matthias dáði Jón Sigurðs- son, sem stórmenni og höfuðleið- toga þjóðar sinnar. Hann langaði til að fylgja Jóni, en brast til þess þrek og skapfestu, þegar langar voru dagleiðir yfir eyðimörkina. Hann gat ort um Jón Sigurðsson mörg meira og minna fögur kvæði en ekki verið liðsmaður í her hans. En þó að Matthías gæti ekki verið algengur hermaður í frelsis- stríði þjóðar sinnar, sökum hinn- ar sívakandi nýsköpunarhneigð- ar, þá beindi listamannsgáfan honum á rétta leið í höfuðlínum. Mitt í þrálátri baráttu við Dani um peninga og sjálfstæði horfir séra Matthías svo langt fram i, tímann, að í hátíðaljóðum um Danmörku sér hann að endir samstarfsins við Dani er “bróð- urlegt orð,” einmitt sú þróun, sem fyrst hefir orðið að veru- leika eftir andlát hans. Matthías var nokkrum sinnum ritstjóri og riðinn við blöð og tímarit, einkum á Akureyri. En blaðamenskan var ekki hent hon- um, sem varla var von. Greinar hans og ræður skorti samhengi og fast lokatakmark. Þær urðu þess vegna áhrifalausar og áttu (Framh.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.