Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JANÚAR 1937
t
Armageddon
Lauslega þýtt hefir
HELGI ELIASON
Ræða flutt af Judge J. F, Rutherford
og útvarpað yflr WBBR á sunnudaglnn
hlnn 18. okt. 1936. Ræðan var flutt fyr-
ir þúsundum fólks I stærsta áheyrenda-
salnum í borginni Newark í New Jersey
rlki I Bandarikjunum.
Það munu allir vera sammála
um að fólk þjóðanna á jörðunni
hefir liðið mikið þessi síðastlið-
in tuttugu ár. Fólkið hefir verið
í ráðaleysi og stjórnendurnir
einnig hafa verið í ráðaleysi og
kröggum. Hættan sem er aðeins
framundan mun samt sem áður
leiða yfir fólk jarðarinnar miklu
meiri hörmungar. Fólk vill frek-
ar heyra góðar fréttir en slæmar.
Nú munu sumir spyrja: Hvers
vegna þá að velja slíkt umtals-
efni sem þetta í dag, að tilkynna
fólki nm hin stórkostlegustu
vandræði sem nokkru sinni hafa
komið yfir jörðina? Eg svara
með dæmi, að þegar eitthvert
land er í hættu fyrir ofviðri eða
flóðbylgju, þá lætur stjórnin að-
vara fólkið, ef mögulegt er í tíma,
jafnvel þótt slikt séu mjög slæm-
ar fréttir. Miklu fremur ætti
fólkið að vera aðvarað við hinni
yfirvofandi ógæfu veraldar. Það
er hoð Jehóva Guðs að l'ólkið
skuli aðvarað svo ])að á skynsam-
legan hátt geti leitað hins eina
örugga hælis, ef því svo líkar.
Það er hverjum og einum í sjálfs-
vald gefið. Það sem hér er sagt
viðvíkjandi hinni yfirvofandi ó-
gæfu er eigi staðhæfing imynd-
unarlegs eðlis, heldur algerlega
bygt í Guðs orði. Kristur, er
hann talar um hina komandi
neyð, notar þessi orð: “Því að
þá mun verða svo mikil þrenging
að engin hefir þvílik verið alt frá
upphafi veraldar alt til þessa, né
heldur mun verða.” Sjá Matt.
24:21. Þctta ætti að vera nægileg
ástæða hverri hugsandi mann-
eskju, og sérstaklega þcim
kristnu, að gefa nákvæma yfir-
vegun sönnununum viðvíkjandi
hinni miklu “þrenging” sem er
yfirvofandi og um það bil að
dynja yfir.
Hin mikla eymd sem nú er að
koma yfir heiminn er tilgreind
í Biblíunni: “Armageddon, hið
mesta stríð allra tíma.” Stríðið
mun^eigi verða háð flokka á
milli, heldur mun innifela alla
veröldina. Á aðra hlið í þvi
stríði verða allir hinir óguðlegu
englar, sem eru ósýnilegir mönn-
unum', og allir hinir vondu jarð-
arbúar um allan heim undir af-
vegaleiðandi áhrifum og skipun
Satans, sem er Djöfullinn. Áform
Iians er að eyðileggja alt mann-
kynið. Þetta er ein bezta sönn-
unin fyrir því að Djöfullinn er
hinn versti óvinur mannanna. Á
hina hlið þessa stríðs verður
Drottinn Jesús Kristur, sá sem
niiklar og réttlætir nafn Jehóva
Guðs, sem svo lengi hefir svivirt
verið nieðal þjóðanna, og allar
hinar heilögu himnesku fylking-
ar undir skipun Jehóva hins Al-
máttuga Guðs. Áform þessarar
réttlátu hliðar stríðsins er að
réttlæta nafn Jehóva og sýna öll-
um lifandi verúm að Hann er
það sem nafn Hans þýðir, hinn
æðsti Eini, hinn Almáttugi, hinn
Eini frá hverjum öll sönn gæði
eru komin.
Orðið “Armageddon” þýðir or-
ustustaður, ag þess vegna þýðir
nafnið sjálft samsöfnun liðs til
orustustaðarins. Ritningin til-
greinir þetta sem “Stríð hins
mikla dags Guðs Almáttugs, af
því að hinn almáttugi Guð mun
verða algerlega sigursæll i þessu
stríði sem Hann mun hefja fyrir
sín eigin áform. Það mun full-
komlega og réttlátlega skera úr
um það, hver stjórna skuli heim-
inum. Það mun útrýma hinu illa
og setja réttlætið i hásæti; og
þetta eru góðar fréttir til allra
ráðvandra manna á jörðunni án
tillits til trúarbragða þeirra.
* * *
Hvers vegnn háð?
Hvers vegna verður þetta mikla
stríð háð? Fyrir mörgum öldum
lét Jehóva Guð sína heilögu spá-
menn segja fyrir um þetta kom-
andi stríð og tilfærði ástæðuna
og lét skrásetja þetta í spádóm-
um Bibliunnar, þeim til gagns
sem þrá og vita.
Ef fólki þjóðanna á jörðunni
hefði verið kend Biblían í stað-
inn fyrir margvísleg trúarbrögð,
ef foreldrar hefðu kent börnun-
um hana á heimilunum og hún
verið kend í skólunum, ef fólkið
hel'ði gefið gaum Guðs orði, Bib-
líunni, þá væri nú engin truflun
á jörðunni. En nú er tíminn
kominn að kunngera fólkinu boð-
skap viðvörunar, og það er nú ó-
rjúfanleg skylda hvers þess sem
kristinn er, að þekkja og kunn-
gera öðrum ástæðuna fyrir Arma-
geddon. Það er þess vegna áríð-
andi að atriðin lútandi að þessu
stríði skuli útskýrð við þetta
tækifæri, því að ekkert gæti nú
verið jafn nauðsynlegt. Þess
vegna tek eg nú nokkurn tíma
til þess að útskýra þessi atriði.
Hinn mikli skapari himins og
jarðar, skapari allra hluta, er
Jehóva Guð. Hann opinberar sig
mönnunum með fleiri nöfnum.
iNafn Hans, Guð, þýðir sá Eini,
sem er skapari allra hluta á
himni og jörðu. Hans nafn, Guð
Almáttugur, þýðir, að Hans mátt-
ur og vald er án takmarka. Hans
nafn, Hinn Hæsti, þýðir, að Hann
er öllu ofar. Nafn Hans, Jehóva,
þýðir Hans áform gagnvart sín-
um skepnum. Hann er upp-
spretta alls lífs og allar skepnur
sem lifa verða að þjóna honum.
Allir verða að vera annaðhvort
með eða móti Jehóva, og allir
sem eru á hlið Guðs hljóta að
gerast hans vottar.
★ * *
Röð sköpunarverksins.
í upphafi sköpunar, samkvæmt
Biblíunni, var Logos skapaður.
Logos er iitlagt “Orðið”, sjá upp-
haf Jóh. Guðspjalls. Nafn hans
birtist einnig í ritningunni sem
Jesús og Drottinn Jesús Kristur.
Svo skapaði Guð Lúsifer, sem
Hann setti til umsjónar yfir
heiminn. Svo skapaði Guð engl-
ana á himnum, sem eru Jijónar
sem þjóna í skipulagi Guðs. Eftir
langt timabil kom að þvi að
grundvöllur jarðarinnar var lagð-
ur og maðurinn skapaður; og
það er sagt í 45. kap. Jesajabók-
ar að jörðin var sköpuð fyrir
manninn og maðurinn fyrir jörð-
ina. Ef maðurinn hefði haldist
í samræmi við Guð, þá hefði eigi
verið til sjúkdómur og sorg með-
al mannkynsins. Það er auð-
skilið af spádómi Jobs 38: 4, 7 að
Jehóva tilkynti sínuin himnesku
verum sitt áforin að skapa jörð-
ina og slcapa manninn fyrir jörð-
ina, og að “þá sungu morgun-
stjörnurnar saman og allir synir
Guðs fögnuðu.” Lúsifer sá lof-
gjörð hinna miklu vera til Jehóva
og hann ágirntist sjálfur það sem
ekki tilheyrði honum.
Það er sagt um hann í spádómi
Jeremia 51; 13, að Lúsifer er
hinn metnaðargjarni. Hann beitti
undirferli, lygum og svikum til
þess að koma fram sínum illu
áformum. Hann tældi Evu og
kom henni til að ganga inn á veg
óréttlætis og svo vegna eigingirni
sihnar gerðist Adam henni sam-
sekur og þau bæði voru dæmd
til dauða. Guð kvað einnig upp
dóm yfir Lúsifer, sem fullnægt
verður á sínum tíma en hefir
enn eigi verið fullnægt og mun
eg síðar tilfæra ástæðuna. Guð
breytti nafni Lúsifers af því
hann hafði gjörst hinn illi og sið-
an hefir hann þekkst og verið
tilgreindur í Ritningunni með
fjórum nöfnum. Djöfull þýðir
slúðurberi. Höggormur þýðir
svikari. Dreki þýðir sá sem ríf-
ur í sig eða gleypir, og Satan þýð-
ir andstæðingur. Djöfullinn
skoraði á Guð að setja fólk á
jörðina sem, þrátt fyrir andstæð-
ar kringumstæður, myndi reyn-
ast trúverðugt gagnvart Guði.
Hann bauð Guði þannig byrginn
°g skoraði á Hann að reyna þetta
og fullyrti að hann gæti látið all-
ar manneskjur formæla Guði og
snuið öllum frá honum. Hver
var nú æðstur, Jehóva eða Lúsi-
fer? Myndi nokkur vera reynast
Guði algerlega trúverðug? . Allar
verur á himni myndu að sjálf-
sögðu spyrja: Hver mun sigra?
Margir af englunum fylgdu Sat-
an á hans illu leið og hafa síðan
verið í illsku sinni. Guð hefði ,
að vfsu getað deytt Satan um-
svifalaust, en hefði Hann gert
svo, þá hefði málið aldrei verið
útkljáð í hugum skynsamra
vera. Hinn alvitri Jehóva tók
áskoruninni og gaf Djöflinum alt
tækifæri sem hann æskti til þess
að koma fram hótun sinni. Je-
hóva gaf Satan langt tímabil til
þess að gera þetta og þess vegna
sagði Guð við hann (sjá 2. Mós.
9; 16): Fyrir þvi hef eg leyft þér
að vera að eg sýni þér mátt minn
og að nafn mitt verði auglýst um
alla jörðina.
Jehóva getur eigi verið hindr-
aður í áformum sínum, jafnvel
þótt margir hrokafullir menn
stjórni nú á jörðunni (og sumir
þeirra eru í New Jersey) sem
hugsa að þeir geti troðið yfir
Jehóva. Guð hefir sagt eins og
ritað er í Hans spádómum: “Eg
hefi ákveðið það og mun það
einnig framkvæma.” Hann gaf
sitt loforð og ákvað að Hann
myndi stofna, á sínum tíma, á
jörðunni, réttláta stjórn, gera að
engu hið illa, og eigi framar
íeyfa illum mönnum eða illum
englum að stjórna og að þá
myndi hann blessa alla hina
hlýðnu á jörðunni með eilífu lífi
og nálægð blessunar sinnar.
Hann leyfði því Satan, gegn um
langt tímabil, alt frá sköpun
mannsins til Armageddon, að
reyna sitt ítrasta til að koma
fram sínum illu áformum. En
allan þann tíma hefir Guð haft
sína votta á jörðunni.
Eg vil leggja áherzlu á þetta,
að það er tvent sem Jehóva lýsti
yfir að hlyti að gerast. Fyrst, að
nafni Jehóva skyldi borið vitni
um alla jörðina, og svo, að þá
myndi Hann sýna að Hans mátt-
ur er öllu æðri. Hann sendi spá-
menn sína, sem gegn um margar
aldir vitnuðu um Hans nafn.
Slíkir voru alt frá Abel til Jó-
hannesar Skírara. Þeir spáðu
um áform Guðs og um ríki Hans.
Hver og einn þeirra var ofsóttur
og margir þeirra líflátnir og var
Satan áeggjari slíkra ofsókna.
Svo eftir fjögur þúsund ár kom
Jesús, sonur Jehóva Guðs, til
jarðarinnar. Hann er nefndur
hið trúa og sanna vitni. Hann
kom sérstaklega til að lýsa yfir
áformum Guðs gagnvart fólki
jarðarinnar, og fyrir það var
Hann ofsóttur alt út í dauðann,
af því Hann talaði sannleikann.
Lærisveinar hans, sem honuin
fylgdu, kunngjörðu einnig sann-
leikann og voru þeir líka ofsóttir
alt til dauða. Allir sannir fylgj-
endur Jesú Krists á jörðunni í
dag hljóta að gerast vottar Drott-
ins af því nú er tíminn sem vitn-
isburðurinn skal framborinn
verða. Nú er tíminn sem við
mættum vænta að Djöfullinn,
gegn um sína erindreka, myndi
gera sína ítrustu tilraun til þess
að stansa verk vitnisburðarins og
eyðileggja vitni Jehóva.
(Framhald)
Árnaðaróskir
í tilefni af átttugasta afmæli
séra N. S. Thorlákssonar samdi
séra Carl J. Olson þetta eftir-
fylgjandi bréf og las það upp við
kveldguðsþjónustu Selkirksafn-
aðar. Það var gert að skeyti frá
söfnuðinum sem heild með því
að allir stóðu á fætur. Með því
móti var innihald þess fyllilega og
hjartanlega samþykt. Það var
sent næsta dag loftleiðis (air
mail) til Canton, S. Dak., U.S.A.
til séra N. S. Thorlákssonar i til-
efni af áttræðisafmæli hans.
Selkirk, Man.,
17. jan., 1937.
Séra N. S. Thorláksson,
Canton, S. Dak.
Kæri góði vin!
Þetta er til að láti i ljós hinar
hjartanlegustu heilla- og ham-
ingjuóskir vorar á átttugasta af-
mæli þínu þann 20. þ. m. Vér
vottum þér, þinni ágætu konu og
valinkunnu fjölskyldu innileg-
asta þakklæti vort, ekki aðeins
fyrir góða viðkynningu, heldur
umfram alt fyrir framúrskarandi
starf í þarfir safnaðarins í mörg
ár og jafnvel áratugi. Og nú biðj-
um vér af öllu hjarta þann Guð
—hinn éina sanna Guð—sem þú
kendir oss að elska og vegsama,
að blessa æfikveldið þitt, og vér
hiðjum að sólsetrið (hvenær sem
það kemur) verði bjart og fag-
urt. Lávarður lífsins mæti þér
þá með þessum eftirminnilegu
orðum: ,“Þú góði og trúlyndi
þjónn: gakk inn í fögnuð herra
þíns.” Þetta verður dýrðleg sól-
aruppkoma fyrir þig og byrjun á
nýjum og eilifum sólskinsdegi.
Vér biðjum Drottinn heitt og
innilega að blessa hvert óstígið
æfispor, bæði þitt og þinna, í Jesú
nafni!
Með djúpri virðingu, innilegu
þakklæti og miklum kærleika, er-
um vér,
Þín ávalt í Drottni,
Selkirk söfnnður.
“ Los Moros
yy
Þó að tiltölulega lítið sé á það
minst, verður það sifelt ljósara,
að liðið frá Marokkó er kjarninn
í her þeim, sem Franco hershöfð-
ingi reynir að vinna Spán með.
Þetta sýnir það betur, að ófrið-
urinn á Spáni er ekki venjuleg
borgarastyrjöíd heldur landvinn-
ingastríð. Annarsvegar eru upp-
reisnarmennirnir, sem fá fé hjá
ættjarðarlausum stóreignamönn-
mn, jarðeigendum og kaþólsku
kirkjunni (sem á fimtahlutann
af Spáni), en eru undir stjórn
hins spánska herstjórnarflokks.
Kjarni liðsmannanna eru Mar-
okkómenn og hermenn úr útlend-
ingahersveitunum, sem hafa vopn
frá vopnasmiðjum hinna “hlut- ;
lausu” landa og flugvélar frá
Þýzkalandi og ftalíu. Hinsvegar
eru verjendurnir mikill meiri-
hluti þjóðarinnar, sem vill hafa
frjálslynda stjórnarskipun, á-1
samt fjölmennum flokki kom-
múnista, sem hlýðir skipunum
frá Moskva, ög anarkistum, sem
aldrei vilja sætta sig við landslög
og rétt. Það hefir því með réttu
verið talið, að hinar andstæðir,
róttækustu stefnur nútímans, fas-
ismi og kommúnismi bærust á
banaspjótum á Spáni. En hér
kemur fleira til greina og þá fyrst
og fremst Los moros — Márarn-
ir, hin forna menningarþjóð, sem
ruddist inn í Spán forðum en
hefir aldrei getað samrýmst
landsbúum, þó hún hafi markað
djúp og óafmáanleg spor í menn-
ingu Spánar, ekki sízt byggingar-
listinni.
Til þess að gera sér Ijósa af-
stöðu Mára til hinna eiginlegu
Spánverja verður að rifja upp
nokkur atriði úr sögu þeirra.
Sagan sú segir, að Márarnir hafi
verið erkiféndur Spánverja — og
gagnkvæmt — í meira en 1200 ár.
Árið 711 féll Roderik — Hróðrek-
ur — síðasti konungur Vestgota
á Spáni, í orustunni við Vadi
Bekka og skömrnu síðar var land-
ið orðið lýðfylki undir omajada-
kalífadæminu í Damaskus. Hvít
Evrópuþjóð hafði verið undirok-
uð af blökkum Aröbum, kristin
þjóð af Múhameðsmönnum.
Það er óneitanlega hvítum
mönnum og kristnum til vansa,
að arabisk-múhameðska stjórnin
í Spáni var svo umburðarlynd og
dugandi, að líklega hefir hvítra
manna stjórn yfir “lituðum”
þjóðum aldrei verið eins góð og
þessi Márastjórn var á Spáni. En
þrátt fyrir það tókst Aröbum
aldrei að ná sáttum við landslýð-
inn, og smám saman tókst Spán-
verjum að reka þá af höndum sér.
Frelsisstríð Spánverja s t ó ð u
margar aldir og um þau er til
fjöldi af hetjusögum og æfintýr-
um, sem enn lifa á vörum Spán-
verja. Rodrigo Diaz de Vivar,
eða Mio Cid, el Capeador, sem
hann heitir í hetjusögum Spán-
verja, er 'enn talinn þjóðhetja
Spánverja af því hann barðist
gegn Márunum á dögum ólafs
Kyrra og Magnúsar berbeins.
Gegn gagnbyltingum kristinna
manna kölluðu Márar trúbræður
sína, Berbana, frá Marokkó til
Spánar. Þeir voru vanir hernaði,
harðfengari og grimmari en Már-
arnir sjálfir, þvi að Márar voru
stórmikil menningarþjóð og
miklu betur siðaðir en Berbarnir.
En siðan þetta gerðist hafa Spán-
verjar jafnan notað orðin “Los
moros” um Márana, jafnframt og
þeir minnast Berbanna. Los Mor-
os — það er erfðafjandinn. Hin-
ir upprunalegu Márar, stuðnings-
menn þeirra Berberarnir og sá
fólksblendingur, sem af þeim er
kominn — alt heitir þetta einu
nafni los moros, á máli þess, sem
heita vill sannur Spánverji. Og
íbúana í Morokkó kalla Spán-
verjar líka los moros, jafnt hvort
þeir eru friðsamir og siðaðir bæj-
arbúar eða hálfviltir fjallabúar
— kabylar, sem Spánverjar hafa
barist við árum saman.
Árið 1492 tókst konungshjón-
unum fsabellu og Ferdinand að
leggja undir sig Granada og kiiga
“moriskana” en svo var blend-
ingsþjóð Mára og Berba kölluð í
þá daga. Þá höfðu drotningarnar
á Spáni áhrifamikla leynilög-
reglu, sein ekki stóð að haki blóð-
hundalögreglu einræðisstjórn-
anna nú á dögum. Það var “in-
kvisitionin,” hinir alræmdu dóm-
stólar kirkjunnar, sem jafnan
gátu fundið sakir hjá “villutrúar-
mönnum” og ekkert átti kirkjan
hægra með en að stimpla menn
villutrúarmenn í þá daga. “In-
kvisitionin” hélt hinum kúguðu
niðri og þá sem efnaðir voru,
notaði hún sem féþúfu. Það voru
einkum Gyðingar og Márar, sem
urðu fyrir barðinu á þessari “lög-
reglu” þeirra tíma. “Moriskarnir”
gerðu uppreisn 1568 og 1609 og
voru bældir niður og fengu
grimmilega refsingu, engu væg-
ari en þó að berbisku villimenn-
irnir hefðu verið sjálfir að verki.
Stjórnin hafði verið fljót að læra
ýmsar verstu pyntingaraðferðir
Berbanna. Eftir síðari uppreisn-
ina flýði um hálf miljón Mára til
Marokkó. Þeir höfðu flestir átt
heima í Andalúsíu og komið þar
upp blómlegri rækt og vatnsveit-
ingum. En síðan hefir Andalús-
ía farði sihrörnandi, og nú eru
þar miklir flákar eyðimörk ein,
þar sem áður var blómlegt land.
Þegar til Marokkó kom tóku
þessir Márar einkum að leggja
fvrir sig sjórán og menningu
þeirra hnignaði, eins og landinu,
sem þeir höfðu skilið við.
f rauninni hefir aldrei verið
fullur friður milli Spánverja og
Máranna í Marokkó, en eftir að
Spánverjar höfðu fengið geira af
Marokkó til umráða, 1912, bloss-
aði ófriðurinn upp á ný. Spánska
setuliðið, sem sent hafði verið til
Marokkó til þess að “friða” land-
ið, var að kalla i sifeldu striði við
Rif-kabylana, og Spánverjar urðu
þrotlaust að senda meira og
meira lið suður yfir sund og ó-
friðurinn kostaði þá svo mikið fé,
að ríkisfjárhirzlan komst í þrot.
Árið 1921 biðu Spánverjar stór-
kostlegan ósigur fyrir Kabyluin
við Anual. Vildu þá sumir hætta
ófriðnum, en þá kom Pribo de
Rivera til sögunnar og lofaði að
ganga milli bols og höfuðs á
Kabylum. Það loforð var tekið
gilt og greiddi honum götu til
einræðisins betur en nokkuð ann-
að. Rivera náði völdum 1923.
En illa gekk honum að ráða nið-
urlögum Kaliyla fyrst í stað, jafn-
vel þó hann færi sjálfur til víg-
stöðvanna til þess að tala kjark
í herinn. En þá vildi honum það
til happs að Abd-el-Krim, and-
stæðingur hans þar syðra gerði
þá reginflónsku að ráðast á
franskt herlið í Marokkó, og
þetta gaf Frökkum átillu til að
skerast í leikinn. Og 1926 beið
Abd-el-Krim úrslitaósigur fyrir
her Frakka og Spánverja og varð
að flýja land.
Nú er straumurinn í öfuga átt.
Hið spánska herlið í Marokkó
hefir verið að flytja til Spánar í
alt sumar og haust og hefir fylkt
sér undir merki Francos ásamt
fjölda “dekkri hermanna” — los
moros. Af því sein að framan er
ritað verður ef til vill skiljanlegt,
að baráttan er svo grimmilega
hörð á Spáni, sem raun ber vitni.
Borgarastyrjöldin er ekki aðeins
barátta stéttar gegn stétt og
stcfnu gegn stefnu. Hún er jafn-
framt barátta, sem á sér 1200 ára
gamlar rætur, barátta þeirrar
þjóðar, sem telur sig ættborna til
Spánar, gegn erfðaóvinunum los
moros.
Og þegar styrjöldinni er lokið
verður þetta atriði líka þungt á
metunum. Verður hægt að koma
á friði eftir þá styrjöld, sem los
moros hafa átt svo mikinn þátt
1? Ef Franco vinnur sigur —
verður honum þá ekki erfitt, að
sætta hina sigruðu við Márana?
Og vinni Caballero sigur—verður
þá nokkrum Mára vært á Spáni?
—Fálkinn 5. des.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota .... B. S. Thorvardson
Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota ... -
Bellingham, Wash. . ..
Blaine, Wash.
Bredenbury, Sask. ...
Brown, Man. J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota .. ... .B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask....
Cypress River, Man. .
Dafoe, Sask
Edinburg, N. Dakota..
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask
Garðar, N. Dakota....
Gerald, Sask
Geysir, Man .. .Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota .. ... .S., J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man... . .Magnús Jóhannesson
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota ...
Husavick, Man •.. F. O. Lyngdal
Hnausa, Man
Ivanhoe, Minn
Kandaliar, Sask
Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta. ...
Minneota, Minn
Mountain, N. Dak. ... S. J. Hallgrimson
Mozart, Sask
Oak Point, Man
Oakview, Man
Otto, Man.
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man.
Seattle, Wash. ..J. T. Middal
Siglunes P.O., Man. . . .Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man
Svold, N. Dak. ....B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota ..
Víðir, Man
Vogar, Man . .Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man. . ..
Winnipegosis, Man.. . .Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beadh F. O. Lyngdal
fr — Wynyard, Sask