Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 4
4 LÖGBEBG. FIMTUDAGINN 28. JANúAR 1937 Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE C O LXJ M B I A PRES& L I M I T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 urn áriO — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Ofgaátefnur í átjórnmálum Það er óneitanlega góðs viti, að fólk hér í landi sýnist vera farið að átta sig á þvi, að sigur- vænlegasta leiðin í baráttunni gegn öfgastefnum í stjórnmálum sé sú, að leggjast á eitt með að nema í brott, eða ógilda, þær orsakir, er blásið hafa þeim byr í segl. Þær samfélagslegar um- bætur, sem gerst hafa í síðastliðinni hálfri öld, taka af tvímæli um það, að margskonar misrétti ætti sér stað, er nauðsyn var á að fært yrði til betri vegar. En þrátt fyrir það, er þó æði margt dregið fram í dagsljósið um þessar mundir, sem þvi miður bendir til þess að ekki sé alt með feldu; að enn megi heimfæra ummæli Shake- speare’s upp á þessa þjóð; að enn sé “something rotten in the State of Denmark.” Enn hefir hvergi nærri verið hreinsað til eins og vera ber; veggir, sem kljúfa þjóðfélagið, risa viða hátt og valda ranglátri skifting á kjörum manna og þeim fríðindum, sem lífið hefir að bjóða. Þegar farsóttir herja á mannkynið í hinum ýmsu löndum, leggja læknavísindin sig í fram- króka við að grafast fyrir um orsakirnar, ein- angra sýklana og varna að eins miklu leyti og verða má, útbreiðslu þeirra, vexti og viðgangi. Ef hliðstæðum aðferðum hefði verið beitt með tilliti til hinna margvíslegu meina á sviði við- skiftalífsins, má víst telja að jarðvegurinn fyrir ýmsar þær öfgastefnur, er skotið hafa upp höfði í þjóðfélaginu, hefði orðið nokkuru ófrjórri en raun hefir orðið á. Sinfjötlaháttur gömlu stjórnmálaflokkanna í því að hrinda í framkvæmd óumflýjanlegustu umbótum vegna pólitizkra veiðibrellna, hefir orð- ið þeim dýrkeyptur og orsakað dvínandi traust á þeim manna á meðal. Þegar fólk hefir það á meðvitundinni, að það hafi verið táldregið og orðið ófyrirsynju að þola harðrétti, þverrar af eðilegum ástæðum biðlund þess og það verður harðara i kröfum. Vitaskuld á þolinmæðin í sér fólgið undrunarvert þenslumagn; þó verður hún ekki þanin í það óendanlega.— Nokkurn ugg sýnist það hafa vakið hjá ýms- um málsmetandi Ontariobúum, að kommúnisti náði nýverið kosningu til bæjarráðs í Toronto, auk þess sem minstu munaði að Tim Buck yrði kosinn í forráðanefnd borgarinnar (Board of Control). Hann fékk, eins og kunnugt er, tgls- vert yfir þrjátíu þúsund atkvæði. Með það fyrir augum, að hamla viðgangi kommúnismans, ekki aðeins í Toronto einni, heldur og jafnframt í Ontariofylki yfirleitt, hefir það verið tekið til bragðs, að stofna mánaðarblað, sem Industrial Worker nefnist; er nú þegar mikið unnið að út- breiðslu þess. Um mál þetta hefir McLean’s Magazine með- al annars þetta að segja: “Það er öllum ljóst, hve gloppótt lýðstjórnar- kerfi vort er, og hve^ starfrækslu einkafyrir- tækja er jafnframt ábótavant. Viðfangsefnið sýnist nú því helzt vera það, að reyna að telja fólkinu trú um, að auðveldlega megi stoppa i gloppurnar og að stjórnarvöldin séu í rauninni sýknt og heilagt að vinna að þvi. Á það er jafn- framt bent, að i þeirra höndum skili verkinu margfalt betur áfram en nokkur von væri til í höndum kommúnista eða nokkurra annara rót- tækra breytingasinna.” En séu nú málin skoðuð ofan í kjölinn, verð- ur það því miður sýnt, að stoppunin í gloppurnar gengur miklu treglegar fyrir sér en látið er í veðri vaka. Blaðið Toronto Globe er þeirrar skoðunar, að stjórnmálaforingjar gæti vel staðið sig við að rísa vitund fyr úr rekkju en þeir að jafnaði gera, og hefjast rakleitt handa í þá átt, að stofna til áhrifaríkra framkvæmda í stað þess að breiða upp yfir höfuð dúk athafnaleysisins og brugga pólitísk launráð í flokkslegu hagsmunaskyni. Blaði þessu farast meðal annars þannig orð: “Allur almenningur þráir viðunanleg kjör og á í eðli sinu heimtingu á þessu. Hvort heldur hugur fólks hneigist í áttina til Rauðliða eða annara byltingasinna, þá er það ávalt vegna þess hve margt gengur á tréfótum undir því skipu- lagi, sem það býr við; það þarfnast alls annars en forustumanna, sem berja sér á brjóst og kvarta undan ofurþunga þeirrar ábyrgðar, er á herðum þeirra hvíli og alt mála með sem dekst- um dráttum; það krefst manna, sem þora að horfast í augu við staðreyndirnar og eiga yfir að ráða drenglund og manndómi til þess að ganga á hólm við erfiðleikana og berjast til sig- urs. Því aðeins má þess með nokkrum rétti vænta, að takast megi að stemma stigu fyrir falskenn- ingunum frá Moskva, að sannaðir verði með at- hðfnunum sjálfum yfirburðir lýðræðisins að beztu manna yfirsýn. Stjórnarfarslegu frelsi og fjölþættri löggjöf í mannúðarátt, má það alveg að sjálfsögðu þakka, hve ókleift kommúnismanum hefir reynst að ná sér niðri á Bretlandi og í samveld- um Breta. Þó mörg og mikilvæg spor hafi óneitanlega verið stigin í þessu landi, er að mannfélagslegum umbótum lúta, er þó mörgu enn harla ábótavant; margar þær misfellur á sviði hinnar efnalegu afkomu, er jafna verður úr. Mönnum stendur enn í fersku minni sá ó- fagnaður um ránsgróða og sultarlaun, er hin svokallaða “Price Spreads” rannsókn leiddi i Ijós fyrir tveimur árum. Og þó nokkuð hafi í því tilíiti verið úr bætt siðan, er samt sem áður víða enn pottur brotinn, eins og sjá má af skýrslu Turgeons dómsforseta um árlegan gróða vefnaðarvöru fyiártækjanna sumra hverra í Austur-Canada. Þetta alt verður þeim mun á- takanlegra, sem vitað er um þúsundirnar, sem vegna öfugstreymis í þjóðfélaginu og úrræða- leysis þeirra, er með völdin fara, hafa hvorki til hnifs né skeiðar. Þjóðin horfist enn í augu við ömurlegt at- vinnuleysi, er jafnvel sýnist fremur fara i vöxt en hitt; það er því auðsætt að við svo búið má ekki lengur standa ef fram úr vandanum á að ráðast. Hverjum stendur forustan nær en stjórnarvöldunum sjálfum? Nefndir geta oft verið góðar og gagnlegar, bæði fyrir þjóðfélagið og eins þá, sem i þeim eiga sæti. En hversu margar og hversu vel mannaðar sem þær kunna að vera, sýnast þær ekki hafa borið giftu til þess að ráða bót á at- vinnuleysinu enn sem komið er. Að því rekur fyr en síðar, að fólkið krefjist í fullri meiningu athafna í orðastað. Eimreiðin (XLII Ár.—Október-Desember—IV Hefti) Þó Eimreiðin í tið hr. Sveins Sigurðssonar beri að jafnaði höfuð og herðar yfir flest önnur samtíðar tímarit, íslenzk, þá verður ekki um villst að hefti það, sem hér um ræðir, taki hin- um heftum síðasta árgangs á margan hátt bein- línis fram, hvað viðvíkur fjölbreytni og efnis- vali. Ritgerðirnar um búnað og gengismál, frumbúskap og framleiðsluverð, eftir þá séra Tryggva Kvaran og cand. phil. Halldór Jónas- son, sprettharðar og skemtilegar; grein Sveins Sigurðssonar, “Norræn samvinna,” sanngirnis- leg og glögghugsuð, og ritgerð Sveins Björnsson- ar, “Heilsulindirnar í Karlsbad. Islenzkar heilsu- lindir,” stórfróðleg og prýðileg að allri frásögn. Af Jjóðum má tilnefna “Norðurlönd,” kvæði eftir Jakob Smára; allsprækilegt að orðavali, en rýrt af skáldlegri frumhyggju. Jafnbetra er kvæði Huldu “Grasakonan,” þó eigi teljist það til hinna beztu Ijóða hennar. Er þetta upphafs- erindið: “Frá hversdagsönnum og hversdagsþrasi hún hverfur um stund í jurtamó. Þar ilmar úr sumargrænu grasi, þar glitrar á blóm í laut og tó. I móanna kyrð og lítillæti þau lifa, grösin, sem geyma kraft og andlegð holla til lyfja og lita og ljúfa angan og heilsusaft.” Sjötta vísan, sem ef til vill er veigamest, hljóðar á þessa leið: “Og konan hugsar svo margt í mónum um mannsins villu böl og stríð: I löndum úti er ennþá barist.— Þú elskar friðinn, mín kæra hlíð. ó, hvenær rennur upp stóra stundin, er stillist hatur um alla jörð? Sjá börn mín heiminn úr rústum rísa og ríki friðarins græða svörð?” Frá penna Huldu skáldkonu hefir komið mörg yndisleg ljóðperlan, sem gert hefir bjart umhorfs i íslenzkri sál og sveit. Elinborg Lárusdóttir á smásögu í þessu Eim- reiðarhefti, “úr dagbók búðarstúlkunnar,” í hyglisverða og prýðilega sagða; meðferð efnisins bláþráðalaus og stillinn mergjaður. Niðurlagið er á þessa leið: “Mér verður hrollkalt. Hvers vegna að vera að hugsa um það, sem mér kemur ekkert við, — manneskjur, sem eg þekki ekki, hef ekkert saman við að sælda og veit ekkert um annað en það, að þær lifa og eru til? Eg sezt við ofninn, þó sjóðheitt sé i her- berginu, og skara í glæðurnar með skörungnum. Það hefir margt borið fyrir augu mín og eyru við búðarborðið. Sumt af því er svo furðu- legt, að mennirnir myndu telja það ýkjur einar, ef allir atburðirnir væru skráðir með svörtu letri á hvítan pappír. Og þó eru þeir raunverulegir eins og lífið sjálft. Eg sit hljóð og hugsi og fletti blaði og blaði í dagbók minni, ef ske kynni að eitthvað yrði fyrir mér, sem eg réði við að skilja. En hvað skyldi það svo sem vera að lokum, sem mannlegur skilningur kryfur til hlítar? Dagbók mannlífsins verður mér æ torskildari, eftir því sem eg lifi lengur og sé fleira.” Elinborg Lárusdóttir er alveg vafalaust efni í merkt söguskáld, ef hún er þá ekki þegar orðin það. í Feneyjum Magnús Jónsson, prófessor Ihefir ferðast um hina söguríku og fögru staði suður við Miðjarðarhaf, sem hann segir frá í eftirfarandi grein. Dvöl er hin mesta ánægja að flytja slikar fróðleiks-greinar utan úr heimili, sem eru skrifaðar af sjónar- vottunum sjálfum. Og vonar hún með því að geta fært lesendur sína nær ýmsu markverðu, sem þeir verða, því miður, flestir að sætta sig við að sjá aðeins “í anda.” Dvöl hefir orðið vör við, að einstaka menn kjósa heldur að hún flytji hlutfallslega meira lesmál um islenzk efni. Hinir m,unu þó fleiri af les- endum hennar, sem langar í meira útsýni yfir listir, skáldskap og margskonar fróðleik “vítt of veröld alia.” Eg fór af stað frá Milano um kl. hálffjögur í fögru veðri. Þegar út fyrir bæinn kom, sá eg vel til Alpa- fjallanna í norðri, enda komu þau nú óðum nær, því að stefnt er held- ur til norðurs og auk þess koma fjöllin lengra suður, þegar austar dregur. Eftir h. u. b. hálfan annan tíma komum við til Brescia, og þar eru fjöllin komin alveg í nánd, og sleppir þeim ekki fyrst um sinn. Eg sat hljóður í vagni mínum um- kringdur af hávaðasömum Itölum og hálfpartinn áhyggjufullur um minn hag. Eg var ekki viss um, hve gott yrði fyrir mig að ferðast hér á 3. flokks vögnum. Ef til vill safnað- ist þangað sá lýður, að eg hröklaðist burtu, og sannast að segja leizt mér ekki rétt vel á þessa ítölsku sam- ferðamenn. En eg skal taka það fram hér, að þessi ótti minn eyddist brátt, og ferðaðist eg á 3 flokks- vögnum um alia ítalíu án þess að hafa nokkur óþækindi af önnur en þau, sem alt af fylgja ódýrum pláss- um á sjó og landi, svo sem þrengsli. Italir eru nokkuð hávaðasamir og stundum dálítið aðsúgsmiklir til að byrja með, en inni við beinið reynd- ust þeir mér allir kurteisir og mestu ljúfmenni i umgengni, að svo miklu leyti, sem til þess kom. I Brescia kom í vagninn ungur maður og settist beint á móti mér. Það atvikaðist einhvernveginn svo, að við fórum að tala saman ensku. Hann sagðist hafa lært hana á bók, en aldrei prófað fyr að tala hana. Það gekk prýðilega. Hann sýndi mér það, sem markverðast var, svo sem eyjuna í Gardavatninu, þar sem d’Annuncio býr. Gardavatnið er stórfagurt. Það er farið um stund eftir suðurbakka þess, og skerst það eins og glæsilegur f jörður norður í Alpafjöllin, eins langt og augað eygir. Mér fanst það minna mig dálítið á að líta inn eftir Eyjafirði. Svo hvarf vatnið og eftir skamma stund komum við til Verona við Adige eða Etschfljótið, sem er ann- að mesta fljót í Norður-ltalíu. En eftir það fórum við að fjarlægjast Alpaf jöllin aftur, því að nú beygir f jallgarðurinn til norðurs, en lestin heldur sitt stryk beint í austur, um Padúa til Feneyja. 1 Padúa misti eg kunningja minn út í veður og vind, enda var nú eftirvænting mín orðin mikil. Loks varð eg var við, að við vorum að koma niður að sjón- um, og áður en varði skaust lestin út á mjóan bálk, og var nú sjór, eða réttara sagt lón báðu megin. Svona var haldið áfram góða stund. Fram undan sá eg við og við bregða fyrir borginni á eyjunni, með turnum og kúplum. Mér fanst eg meira að segja kannast við Kamp- aníluna frægu á Markúsartorginu, en ekki þori eg að segja um, hvort svo hefir verið. En alt þetta kom mér kynlega fyrir sjónir. Eg vissi ZIG'ZAG 5' Orvals pappír í úrvals bók 5 2 Tegundir SVÖRT KÁPA Hinn upprunalegi þunni vindl- inga pappir, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. BiðjitS um “ZIG-ZAG” Black Cover í BLÁ KÁPA * "Egyptien” úrvals, h v 11 u r vindlinga papplr — brennur sjálfkrafa — og gerir vindling- ana eins og þeir væri vafðir I verksmiðju. Biðjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover vel, að Feneyjar eru fullar af skurðum og sundum, en eg hafði aldrei varað mig á þessu, að hún stæði svona langt frá landi, að mað- ur yrði að fara hreint og beint til hafs á járnbrautarlestinni til þess að komast þangað. Borgarstæðið er al- veg einstakt. Það er sem sagt á eyju, spölkorn frá landi, en að nokkru leyti er þessi eyja þó inni í landinu, því að tals vert utar er sjálf ströndin, löng sandrif, náttúrlega vaxin fegursta gróðri, með mjóum sundum á milli. Þarna kemst því aldrei bára frá hafinu inn að þess- ari eyju. Borgin er sjálfvarin frá sjó og landi, enda átti það megin- þáttinn i hinum mikla, uppgangi borgarinnar og velmegun. Hún var stolt þessi drotning Adríahafsins, og íbúarnir stoltir af henni. Ef flot- inn var í lagi, verzlunarflotinn og stríðsflotinn, þá þurftu Feneyjar ekkert að óttast á þessari jörð. Lík- lega hafa varla verið til stoltari menn en hertogarnir, dogarnir eða togarnir, sem réðu þar ríkjum ásamt öðrum borgarhöfðingjum, enda þrýstu þeir þessu mikilmenskumerki á alt, sem þeir komu nálægt. Nú átti eg að fá að sjá þetta alt á næstu tímum. Eg hafði verið svo forsjáll i Míl- ano, að láta benda mér á gistihús, því að eg varð þess brátt var, að ef maður veit ekki hvert maöur æflar, getur maður átt á hættu, að sinn limurinn fari á hvert gistihús, svo hatröm eru lætin í hótelkörlunum við stöðvarnar. En ef maður veit, hvað maður vill og öskrar nafnið á gisti- húsinu inn í þetta hávaðavíti, þá virða þeir það, og meira að segja eru hjálplegir við að finna umboðsmann þess gistihúss, ef hann er ekki svo nærri, að hann heyri. Ákafinn er sem sé mestur í nösunum, en snýst upp í kurteisi 0g velvild um Ieið og hávaðinn í þeim stöðvast. Það fór líka þannig i þetta sinn. Þegar eg hafði grenjað af öllum kröftum eins og ekta suðurlandabúi hvað eftir annað nafnið á gistihúsinu, kom þar maður vaðandi, þreif töskurnar mínar og æddi á undan mér út af stöðinni. Við komum brátt að síki og hann benti og pataði þangað til þar kom maður í gondól. Hann henti töskunum í gondólinn, hjálpaði mér til að komast út í hann og hvarf svo til baka inn á stöðina á nýjar gestaveiðar. Þá var eg nú kominn í gondól suður í Feneyjum! Aldrei hafði eg komist i meira æfintýri. Flestir hafa séð myndir af gondól. Þeir eru gríðar langir, svartir og jóler- aðir, en mér finst þeir ljótir og eg er hræddur um, að þeir séu ekki mikil sjóskip. Ef þeir lenda i gár- um frá gufubát, höggva þeir og bylt- ast ótrúlega og manni finst þeir séu mjög veikbygðir. I miðjum gond- ólnum er pláss til að sitja í, en ræð- arinn stendur á nokkurs konar þil- fari aftur í, og er það burstmyndað og ákaflega sleipt, að því er virðist, og hlýtur því að þurfa mikla æfingu í því einu, að geta staðið þar. Fram- an á bátnum er heljarmikill kamb- ur, næfurþunnur og hár. Ræðarinn brúkar aðeins eina ár og rær altaf á sama borðið. Ekki er skriðurinn mikill, en alveg er ótrúlegt, hvernig þeir geta stjórnað þessurn langa og óliðlega bát þannig með einni ár út af öðrum borðstokknum, og smogið um allar þessar þröngu rennur og beygt i alla þessa króka. En þeim verður ekki skotaskuld úr því, og aldrei sá eg það koma fyrir, að þeir rækist á neitt. Ekki er hægt að hugsa sér æfin- týralegri ferð en gondólferð í Fen- eyjum. Þarna blasa gömul hús og hallir við, reistar upp úr sjálfu vatn- inu, án nokkurrar stéttar eða gang- stígs. Eitt stórt og breitt siki geng- ur í bugðum gegnum borgina og heitir það Canale Grande, Síkið mikla, en annars er bærinn allur saxaður su,ndur af óteljandi örmjó- um síkjum. Við vorum h. u. b. hálftima á leiðinni. Karlinn var við og við að kalla i mig og segja mér eitthvað, og þóttist eg skilja það alt. Hann benti mér á, þegar við komum á Canale Grande og á Rialtobrúna. Eg þekti hana af myndum. Hann sagði mér lika nöfnin á frægustu höllun- um. Þegar hann fór fyrir horn rak hann upp undarlegt öskur eða baul, sem auðsjáanlega merkti það satlia, sem krakkarnir í Reykjavík kalla að “pipa fyrir horn.” Sumstaðar voru göng gegnum húsin út að sikjunum og kom fólk þar gangandi, enda rak eg mig á það seinna, að eg stöðvað- ist hvað eftir annað í þessum “botn- löngum” og varð aó snúa vð. Brýr eru víða á síkjunum, stuttar boga- brýr og brattar, með tröppum báðu megin. Það fór að rökkva og dró það ekki úr rómantíkinni. Loks komum við í annað sinn inn á Can- ale Grande og eftir stutta ferð lagð- ist báturinn að tröppum frá gisti- húsinu, sem lágu út í sjóinn, alveg eins eðlilega eins og tröppurnar okk- ar liggja út á götuna eða út á hlað- ið. Er mér alveg óskiljanlegt, hvernig þeir fara að snúa og vinda gondólunum til, þegar þeir leggjast að, því að báturinn stefnir beint að landi og svo virðist hann snúa sér sjálfur eins og vel æfður vagnhest- ur. Útsýnið frá hótelsstéttinni var dá- samlegt í rökkurhulunni. Síkið sjálft fult af bátum, bæði gufubátum og gondólum, en hinu megin blasa við hallir og kirkjur með turnum og kúplum, en í*meiri fjarlægð hillir undir eyjar og “Lídóna” eða rifið sjálft, sem skýlir fyrir hafinu. Blæjalogn var og þessi einkennilega suðræna hlýja í loftinu, ekki ónota- leg eða molluleg, en þó þannig, að ómögulegt er að verða kalt. Og þeg- ar líður á kvöldið hefjast söngvar frá bátunum. Karlar og konur syngja mansöngva sína, sumir í meðallagi vel og annað snildarlega.' Heyrir maður við og við þessar geysi-háu og hvellu raddir taka sig út úr öllum hávaðanum. Get eg varla hugsað mér neitt yndislegra en slíkt kvöld í Feneyjum og enginn, sem til ítalíu kemur, má láta undir höfuð leggjast að koma til Feneyja Það er betra að sleppa einhverju öðru, sem er í sjálfu sér jafnmerki- legt, þvi að Feneyjar eru eitthvað alveg út af fyrir sig, ólíkt öllu öðru, sem eg hefi séð að minsta kosti. Þegar eg var búinn að hressa mig eftir ferðina oð skoða uppdrátt af borginni, lagði eg af stað út í bæinn. Eg hafði séð það, að gistihúsið var mjög nærri hjarta borgarinnar, Markúsarplássinu, og þangað stefndi eg. En nú mættu mér örðugleikar, sem eg hafði aldrei fyr komist í. Hér eru sem sé engar götur, í þeirri merking, sem það orð er annars not- að. Það eru smugur, örmjóar, svo að hægt er að ná með útbreiddum örmum út i húsin báðu megin. Stundum lokast þessar smugur al- veg, svo að maður er í yfirbygðum göngum. En þetta var svo stutt, að eg hlaut að komast það. Það var ekki annað en að fylgja húsveggn-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.