Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JANúAR 1937 5 um og halda dálítiÖ áfram í sömu átt og beygja svo til hægri. Eg geröi þetta, en gat ekki séÖ annað en eg stefndi þar í beinharÖan hús- vegginn. Hélt eg samt áfram, og áður en eg vissi af, stóð eg í einu horni Markúsartorgsins. Það verður mér alt af ógleyman- leg sjón! Eg, sem hafði verið að paufast þarna í þessum þröngu smugum rétt að segja koldimmum, eins og eg væri í einhverju hættulegu þjófa- bæli, stóð nú alt í einu á glæsileg- asta og höfðinglegasta torgi, sem eg hefi nokkurntíma séð. Hundruð eða þúsundir ljóskerja vörpuðu birtu yfir torgið. Það er um ioo faðmar á lengd og nokkru minna á breidd. Fram með báðum hliðum eru hallir, ein hvoru megin, sem ná alla leið- ina, með súlnagöngum yfir gang- stéttunum. Fyrir endanum, þeint niegin sem eg var, var enn ein höllin nieð súlnagöngum. En fyrir hinum endanum gat að líta heldur en ekki glæsilega sýn, Markúsarkirkjuna frægu og Kampaníluna, eða klukku- turninn mikla. Alt torgið fult af skrautbúnu fólki eins og veizlusal- ur. Hingað og þangað voru veit- ingastaðir á torginu til hliða, og blandaðist hljómlistin frá þeim sam- an í undarlega suðu eða klið, sem stóð eins og hljómgrunnur bak við skvaldrið á torginu. En yfir hvelfd- ist suðræni næturhimininn, er virtist biksvartur, með tindrandi stjörnum. Var þetta virkileiki eða var það draumur ? Hafði eg orðið uppnum- inn til einhverrar annarar stjörnu? Morguninn eftir lagði eg leið mína fljótlega út á Markúsartorg. Það var nú að vísu nokkuð öðruvísi útlits en um kvöldið. En ekki varð eg þó fyrir vonbrigðum. Það var aðeins öðruvísi fegurð. Hljómlist var nú engin, og fólkiö var ekki eins skrautklætt. En nú voru komnir nýir gestir, sem ekki höfðu verið á torginu um kvöldið, og það eru dúf- urnar frægu. Eg fékk mér náttúr- lega eiríhverjar baunir eða niais til þess að gefa þeim, eins og aðrir. Og ekki stóð á dúfunum. Á svipstundu var eg bókstaflega talað þakinn i dúfum. Eg gafst nú samt skjótlega upp á þessari skemtun, enda hafði eg nóg verkefni og tíminn var stuttur. Eg byrjaði á því að skoða kirkjuna. Hún er ekki mjög stór, eftir því sem annars er um að gera á ítalíu, en skraut hennar er svo íburðarmikið og næstum að segja æfintýralegt, að því fá engin orð lýst, hvort sem lit- ið er á línur eða litaskraut. Þar eru kúplar og hvelfingar, súlur úr marg- litum steinum og tiglamyndir úti og inni. Þá fór eg upp í topp á klukku- turninum, og er þaðan dýrlegasta útsýni yfir borgina alla. En þó leynir hún þaðan sínu megin ein- kenni, síkjunum. Ekki einu sinni síkið mikla, Canale Grande, sézt þaðan, svo háar eru hallirnar báðu- megin, en fegurst er að sjá út um eyjarnar og rifin, alt í kring, og niður á MarkúsartorgiÖ fast við. Ef maður beygir til hægri út af Markúsartorginu, fram með Markús ♦ Borgið LÖGBERG! arkirkjunni, kemur maðtir á annað torg, talsvert minna en Markúsar- torgið. Fyrir öðrum enda þess er sjórinn og á vinstri hönd er glæsi- legasta höll Feneyja, og líklega ein af glæsilegustu höllum í veröldinni, Hertogahöllin. Er önnur meginhlið hennar að þessu torgi, en hin út að sjónum. FramhliÖarnar hvíla neðst á súlum, en fyfir neðan þær tekur við samfeld hlið, ofurlítið mislit, með afarstórum en fáum gluggum í röð, og er svipur allrar hallarinnar afburða tígulegur og hreinn. Her- togarnir í Feneyjum hafa líklega verið með stoltustu mönnum, sem uppi hafa verið og þeim hefir tekist aÖ setja mót sitt á þessa höll og alt umhverfið, svo aÖ aðdáanlegt má heita. Höllin er reist i ferhyrning og er fagur garður í miðju. Höllin er annars full af listaverkum, og í raun og veru ekki annað en lista- verkasafn. Frá þessari höll er brú, yfirbygð, yfir síkið bak við. Þessi brú er fræg orðin og hefir fengið nafnið Andvarpabrúin. Við hinn enda hennar tekur við vistarvera eða vist- arverur, sem eru heldur ólíkar dýrð- inni í höllinni. Þetta eru hin al-1 ræmdu fangesli hertoganna, og er þar svo ógurlegt umhorfs, að varla er á færi taugaveiklaðs fólks að koma þar. Og þetta er engin þjóð- saga. Hér hafa menn legið og svo að segja rotnað lifandi, eða verið teknir af lífi, horfið. I einum klef- anum var gólfiÖ hallandi og í einu horninu dálítill bolli höggvinn í gólf- ið. Þar hafa blóðstraumar runnið. Eoftið er ótrúlega fúlt og hrollkalt þarna inni í þessum múruðu skáp- um. Mér létti, þegar eg var kominn út úr þessari voðalegu vistarveru og fann blessaða ítölsku sólina verma mig aftur og gat hrist af mér alla þá andstygÖ, sem gagntók mig í þessum kvalastað. Skil eg varla í öðru, en það hafi blandað galli i gleðibikar einhvers, sem hefir setið í veizlusölum hallarinnar, að vita af þessum vistarverum og þeim, sem þar voru aÖ rotna lifandi, fáein skref frá glaumnum og gleðinni. Svo fór eg að skoða bæinn. Það var svo sem ekki aðeins leiðin frá gistihúsinu að Markúsartorginu, sem var öll í þessurn smugum, heldur sá eg nú, að öll borgin var svona bygð. Samgöngurnar eru allar á sikjunum, nerna fyrir gangandi fólk. Það ryðst eftir þessum smugum og verður vant að rata, en fyrir ókunnuga er það algerlega frágangssök, að rata í þessum geilum. Það er nokkuð einkennilegt, að í borg, sem hefir h. u. b. 150,000 íbúa, skuli ekki vera nokkur einasti vagn. En þaÖ er af þeirri gildu ástæðu, að ómögulegt er að koma vögnum fyrir í þessum smugum. Auk þess eru brýrnar yfir síkin, eins og eg gat um áðan, allar þannig, að þær eru með tröppum báðumegin, og kæmist enginn vagn yfir þær. Það er einkennilegt að ganga urn þessar götur. Ein aðalgatan liggur út frá Markúsartorginu út að Rialto brúnni. Hún er líklega um tveir faðmar á breidd, og þar eru helztu verzlanirnar. Hefi eg sjaldan séð aðra eins kös af fólki, aðra eins bendu. Því að það er ekki nóg með mannf jöldann, Iheldur eru kaupmenn með vörurnar á götunni og reyna að troða þeim upp á þá, sem um ganga, og halda þindarlausar ræður. Einn ungan mann sá eg, sem hamaðist svo að tala fyrir vörum sinum, og reyndi svo á röddina, að eg skil ekki annað en að hann sé orðinn mállaus núna, ef hann hefir haldið eins áfram. Eg var allan daginn á ferðinni. Þar eiga t. d. bæði fransiskusar- munkar og dóminikanar kirkjur, sem eru með stærstu kirkjum í heimi, og eru þær skreyttar yndis- legum málverkum. Þar eru og í nándinni glerverksmiðjur, einhverj- ar þær frægustu í veröldinni. Um eftirmiðdaginn skrapp eg með gufubát út á Lídó, rifið út viÖ Adríahafið. Þar er frægasti bað- staður í Evrópu. Er það með blóm- legustu stöðum, sem eg hefi séð, lystigarðar og glæsileg gistihús, og heilar borgir af baðklefum. Er eng- in furða, þó að mönnum finnist þeir fá bót margra meina á slíkum stað, við blátært hafið og blikandi sól en golan frá hafinu svalar án þess að geta kælt mann um of. Enda veitir borgarbúum ekki af að hafa eitt- hvað annað en sínar þröngu smugur. —E>völ. des. 1936. Jól í Svíþjóð Það er í rauninni ekki hægt að lýsa jólum í Svíþjóð svo, að það verði nokkuð tæmandi lýsing. Jól eru altaf að vísu jól, hvar á hnettinum sem þau eru.—Kjarni helgarinnar er altaf sá sami, og þessvegna verður geðblærinn, andrúmsloftið yfir jólunum al- staðar eitthvað líkt, en umhverfi og aðstæður eru býsna drjúgum að skapa ýmiskonar siði og venj- ur. Það, sein gerir það ennþá erf- iðara að lýsa sænskum jólum til nokkurrar hlítar, er það, að Sví- þjóð er mörg lén eða héruð, sem hvert um sig kappkostar að vera ekki eftirbátur hinna um það, að varðveita alt það, sem heitir forn- ir siðir eða venjur. Þannig eru siðvenjur og ýmiss bragur næsta ólíkur í ýmsum héruðum, og gildir það ekki sízt uin jólasiðina og jólavenjurnar. Þessi rækt hefir einnig dregið fram og skerpt einkenni bygð- anna, svo að þau hver um sig eru nokkuð alment viðurkend og tek- in gild. Til dæmis er einkenni Smálendinga talið harðfylgi og dugnaður, “settu Smálending a sandauðn og hann skal komast þar af” er einn málshátturinn, sem Svíum er tamur. Norrlend- ingurinn fær orð fyrir að vera stórbrotinn og einarður; Varm- lendingurinn fyrir að vera við- kvæmur, hugsjónaríkur og skáld- hneigður (þaðan er Selma Lager- löf) o. s. frv., o. s. frv. f höfuðborginni mætast allir straumar, ekki sízt fyrir jólin. Járnbrautarlestirnar, sem renna inn í höfuðstaðinn, eru þéttskip- aðri en ella. Það er fólk hingað og þangað af landinu. Sumir af því, að þeir eiga ættingja í höf- uðborginni, sem þeir ætla að njóta jólanna með, og enn aðrir af einskærri löngun til að heyra ysinn og þysinn af jólaerlinum, þar sem hann er mestur. En það er ekki aðeins fólkskös og búðargluggar, skreytingar og erill, sem bendir til jóla. Ymiss félagsskapur, svo sem kvenfélög líknarfélög o. s. frv., notar tæki- færið bæði til þess að minna á tilveru sína og auka sjóð sinn, og til að auka jólablæinn og jóla- andrúmsloftið með allskonar sýningum og útsölum. I einum af hinum stóru sölum Ráðhúsbyggingarinnar í Stokk- hólmi er sýning harla merkileg og fróðleg, sérstaklega fyrir út- lending. — Það iná næstum segja, að þarna hafi á einu gólfi verið hægt að ferðast um alla Svíþjóð. Landslagið gat að vísu ekki að líta þarna, en fólkið, filað er að segja kvenþjóðina og það, hvernig hún býr börnum sinum og skylduliði jól á heimilunum. Salurinn var þakinn borðum, og hvert einstakt borð tilheyrði einhverju af hinum mörgu lén- um eða héruðum Svíþjóðar, og skyldi sýna, hvernig hvert sér- stakt hérað byggi sitt jólaborð, bæði að borðbúnaði, ljósum, fæðutegundum o. s. frv. — Bak- aði eitt héraðið brauð sitt kringl- ótt, þá bakað iannað það fers- trent og það þriðja með allskon- ar ‘ útskurði og “figúruverki.” Manni fanst beinlínis sumstaðar sem maður væri kominn á ís- lenzkan sveitabæ og sæi laufa- brauðið gamla, haglega gert og með mikilli nákvæmni. En í kring um hvert borð var fleira; þar var ýiniss heimilisiðn- aður, dúkvefnaður, stjakar, krukkur og kerti, sem hvert um sig hafði sitt lag og einkenni í sínu héraði. — Það var greini- lega gefið til kynna með áletrun- um, sem hengu niður úr loftinu, hvaða héraði hvert einstakt borð tilheyrði — ,og að baki hvers borðs stóð yngismær, klædd í “]ijóðhúning” sins héraðs, og ým- ist útskýrði varninginn — það Sem ekki skyldi seljast, eða bauð hitt til kaups. í öðrum sal til hliðar voru veit- ingar fram bornar, og réði hver og einn, úr hvaða héraði hann valdi þær, því að hver þjónustu- stúlka hafði einkennisstafi sins héraðs á búningi sínum; — og var þá b'orið á borð það, sem tíðkast um jólin v í því sérstaka héraði — ekkert var látið vanta. Á ineðan veitinganna var notið, komu fram yngismeyjar og yngis- menn, auðvitað í “þjóðbúning- um” og sungu jólasöngva og léku jólaleiki hinna ýmsu sérstöku héraða. Þegar út kom aftur fanst að minsta kosti mér, útlendingnum, sein eg væri að koma úr löngu ferðalagi. Mér fanst eg hafa ver- ið jólagestur úti í bygðum Sví- þjóðar, við vötn og víða skóga. Eitt var að minsta kosti að læra af þessari sýningu, hversu ræktarsamir Svíar eru við bygð- arlög sín, siði sína og venjur. Við hjónin vorum boðin út á aðfangadagskveld. Þegar við vor- um á leiðinni í boðið, var kyrðin að færast yfir; flestir, sem við mættum, voru prúðbúnir, og voru á leiðinni þangað, sem þeir ætl- uðu að njóta jólanna. Annar svipur var kominn vfir, og stjörn- urnar, marrandi vegurinn og hvítglitrandi trén, alt virtist hafa íklæðst þeiin svip, sem við nær ósjálfrátt tengjum einmtit við jólin. — Leið okkar lá meðfram stóru sjúkrahúsi, þar skinu dauf 1 jós í gegnum gluggatjöldin; hvernig þeim var innanbrjósts, sem þar lágu á beðjum sínum, skal ekki sagt, en eg ímynda mér, að flestir þar hafi einnig eign- ast sín jól — og ef til vill ekkert síður helg jól en ýmsir hinna, sem frjálsir gátu farið alla sinna ferða. — Ef slökt var og glugga- tjöldin dregin frá, þá horfðu þús- und stjörnur inn í stofurnar; ef ekki var slökt, voru kertaljós tendruð og helgi og friður skap- aðist í hlýjum bjarmanum. ökutækin fóru rólegar og hljóð- legar, og þar sem fleiri voru á ferli sainan, töluðu menn lágt og stillilega—hávaði heyrðist hvergi. Þegar við vorum komin á á- kvörðunarstaðinn, stakk hús- bóndinn upp á því, að við skyld- um ganga til kirkju, og þegar við vorum komin það nærri, að við vorum farin að berast með straumnum kváðu alt í einu við kirkjuklukkurnar úr öllum hlut- um borgarinnar. — Það var vold- ug samhringing. — Klukkan var orðin sex, það voru komin jól um gjörvalla Svíþjóð. Um kirkj- una bárust tónar orgelsins, og tvö grenitré sitt hvoru megin við kórinn sendu ótal litla kertaloga upp i blávaka hinnar leyndar- dómsfullu jólahelgi. Þegar heim kom var sezt að jólaborðinu, þöktu ljósum, og það fvrsta, sem á borð var borið, var hinn fasti sænski jólamatur, sem mér var sagt, að væri á hverju sænsku jólaborði og hefði verið um aldaraðir. Þessi matur er svonefndur “lútfiskur”. Það er fiskur, sem búinn er að liggja nokkurn tíma í kalkvatni með sódaupplausn. Eg hafði aldrei bragðað hann fyr og satt að segja fanst mér þetta algerlega bragðlaust, og eg held, að Svíum hafi fundist það sjálfum, því að aldrei sézt hann þar á borðum i annan tima. En sem sagt, frá þeirra sjónarmiði: Án lútfisks engin jól — enn eitt dæmið um fastheldni þeirra við alla forna siði. Þegar við loks kvöddum, var komið fram yfir miðnætti, en árla skyldi risið að morgni. Því er nefnilega þannig varið, að með Svíum fer hátíðlegasta 25 oz. $2.15 40 oz. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta Afen&isgerð í Canada Thls advrertisement is not inserted by the Government Ijiquor Control Commission. The Commis.sion is not responsibie for statements made as to the quality of products advertised jólamessan fram klukkan hálf sex á jóladagsmorgun. En kluklc- an hálf fimm þennan jóladags- morgun var kirkjan orðin troð- full af fólki, og þeir munu hafa verið margir, sem voru komnir þangað klukkan fjögur um nótt- ina. Samt rúmar þessi kirkja, sem eg hefi í huga, um 3000 manns í sæti. Það birtir ekki um það leyti fyr en kl. 9—10 að morgninum, svo að náttmyrkur er yfir, þeg- ar fólk kemur til þessarar messu, — en þegar komið er að kirkj- unni, standa þar við gaflinn út frá fordyrinu, sitt til hverrar handar, gríðarmikil ker á undir- stöðum, en upp úr þeim teygja sig eldtungur hátt í loft upp og breiða æfintýraiegan roða upp eftir allri kirkjubyggingunni og yfir kirkjufólkið, sem flykkist þangað úr ótal strætum, er þarna mætast. Þetta er svo einkennileg og æfintýraleg sjón, að manni verð- ur það að staðnæmast, til að átta sig á, hvort þetta sé draumsýn, eða veruleikur. Þegar komið er út úr kirkj- unni að lokinni jólamessunni, mætir manni annað undrunar- efnið; það er enn dimt yfir og hvar sem maður fer um borgina, hvort það er framhjá stórhýsum eða smáhýsum, þá blakta í hverj- um glugga frá kjallara til kvists, á bakhlið sem forhlið — tvö eða þrjú litil kertaljós. — Þannig heilsa Svíar helgi jólanna, með þvi hver fyrir sig að vísa leiðina með ljósum inn i sitt hús og sitt heimili. Leið okkar lá út úr borginni, þangað sem glitrandi snæviþak- inn skógurinn teygði greinar sín- ar mót alstirndum himni. Þar var þögn og undrafegurð. Helgi jólanæturinnar titraði um hauður og höf.—Kirkjuritið. Garðar Svavarsson. Frœndur okkar á Hjaltlandi Hjaltlendingar eru fastheldnir við fornar venjur, segir maður að nafni Peter A. Jamieson, sem hefir ferðast um Hjaltland oftar en einu sinni og kynst vel landi og þjóð. En þó er þar alt breyt- ingunum undirorpið, eins og ann- arsstaðar. Nýtízku vélar eru teknar í notkun meira og meira með ári hverju, dráttarvélar eru nú notaðar til þess að brjóta landið og draga plóga, en notkun handverkfæra minkar. Spuna- vélunum fjölgar. Rafmagn er æ meira notað til ljósa. Og svo mætti lengi telja. En margt er enn í sömu skorðum og fyr á tím- um. Það eru 200 mílur til meg- inlandsins og storinar tíðir á sigl- ingaleiðum frá Skotlandi norður til Shetlandseyja eða Hjaltlands. Þrátt fyrir hættar skipagöngur og margskonar framfarir halda Hjaltlendingar enn trygð við inargar fornar venjur. Þeir eru, eins og kunnugt er, af norrænu bergi brotnir, og þar er enn hreinn og norrænn svipur á inörgu andliti. Og mál Hjalt- lendinga er enn auðugt af orð- um, sem komin eru úr norrænu. Enn má sjá þar fleytur, sem eru í laginu eins og langskip víking- anna, enn eru á smáum stöðum á Hjaltlandi fornlegir lampar í notkun, sem lýsi er notað í til að væta kveikinn. f sveitunum not- ar fólk enn víða kúskinnsskó af svipaðri gerð og alment voru not- aðir í sveitum á íslandi, áður en gúmmískófatnaðurinn kom til sögunnar. Og á mörgum sveita- heimilum er rokkurinn í notkun allan veturinn, kambar og vef- stóll, og alt að kalla til fatnaðar unnið á heimilinu. Og víða eru steinkvarnir enn í notkun og korn malað til heimilisþarfa, eins og þegar við, sem erum komin á fimtugsaldurinn, vorum krakkar í sveit. En því fer fjarri, að Hjaltlend- ingar séu ekki framfaramenn. Það er bara enn svo ástatt þar, að hið gamla lifir viða góðu lífi við hlið hins nýja. — framfar- irnar sýna meðal annars aukna rafmagnsnotkun og véla. Og þá eru Hjaltlendingar ekki lítið hrifnir af útvarpinu. Þar eru nú um 700 viðtæki í notkum Fólkið lifir aðallega á landbún- aði og fiskveiðum. Búskapurinn er í smáum stíl og bændur hafa fæstir nema 2—8 ekrur lands hver. Kýrnar eru frekar smáar vexti og litlu Hjaltlandshestana höfum við öll heyrt getið um. Það er ákaflega vor- og sumar- fallegt á Hjaltlandi. Hjaltlend- ingar kalla ekki vorið “spring”, eins og Englendingar, heldur “voar”, og þarf engum blöðum upp að fletta um upprunann, og þegar kindurnar eru reknar í réttirnar, þegar kemur fram á vorið, taka konurnar við að “roo”, þ. e. rýja féð. Af 12,000 konum á Hjaltlandi er sagt, að helmingurinn vinni að fram- leiðslu úr ull árið um kring.. Hjaltlendingar selja ullarfram- leiðslu fyrir 80,000 sterlingspund á ári. Litlu stúlkurnar á Hjalt- landi læra snemma að stiga rokk- inn og spinna, stundum eru þær aðeins 7—8 ára, þegar þær byrja. Síldarmiðin við Hjaltland eru auðug og þangað sækja síldveiði- skip frá ýmsum þjóðum, holl- enskir og þýzkir togarar, norskir vélbátar og skozk og brezk rek- netaveiðiskip. Færeyingar sækja þangað líka og fleiri þjóðir. Er þá oft mikið um að vera, þegar sildin veður, alveg eins og við Norðurland á sumrin. Og þegar skipin eru búin að fá fullfermi, er haldið til Leirvikur. Þar er einnig hið nýja við hlið hins gamla. Bílarnir þjóta um göturnar, en þar eru líka vagnar, sem litlir hestar draga. Þar, eins og í Reykjavík, eru fríðleiksmeyj- ar prúðbúnar, eins og þær væru nýkomnar frá París, en lika margar konur, ungar og gamlar, í heimaunnum fatnaði. Þegar eg fór frá Hjaltlandi seinast, snemma að morgni, segir Jamieson, sá eg gamla konu ganga að hóp barna og ávarpa þau með þessum orðum: “Gud dag, bairns.” Og þau orð munu ekki þurfa skýringar við.—Jólabl. Visir. Síðustu fréttir Þau tíðindi hafa gerst, að Mr. John Hargrave, foringi Social Credit hreyfingarinnar á Bret- landi, og um hríð einkaráðunaut- ur Aberharts forsætisráðherra í Alberta, er lagður af stað heiin á leið frá Edmonton og þvær með ötlu hendur sfnar stjórnmála- fálmi Mr. Aberharts, er hann tel- ur stefna eitthvað annað en í sanna Social Credit átt. Kom at- burður þessi mönnum mjög á ó- vart, með þvi að Mr. Aberhart hafði persónulega “bestilt” þenna sérfræðing frá Lundúnum. * * * Herréttur í Moskva hefir ný- verið fundið seka seytján nafn- kunna stjórnmálamenn, rúss- neska, um landráð og samsæri gegn Stalin stjórninni. Meðal þessara manna er blaðamaðurinn víðfrægi Karl Radek. Líklegt þyk- ir að sömu örlög bíði þessara manna og Sivineoffs og félaga lians i ágústmánuði i fyrra. ★ * Hingað er nýkominn til borg- arinnar að tilhlutan Sambands- stjórnar, Mr. D. A. Skelton, sér- fræðingur frá Bank of Canada, til þess að kynna sér fjárhag Manitobafylkis. Að loknu starfi sinu hér fer Mr. Skelton til Re- gina til þess að inna af hendi hliðstæða rannsókn í S a s k - atchewan. Er svo litið á, sem telja megi þetta fyrirboða þess, að Sambandsstjórn sé nú albúin, að hlaupa undir bagga með þess- um tveim fylkjum. * ★ * Um 750,000 manns á flóðs- svæðum Bandarikjanna, eiga nú sem stendur ekki skýli yfir höf- uð. Á þriðja hundrað hafa týnt lífi en eignatjón er lauslega met- ið á $300,000,000. FJÁRFRAMLOG Finangis til landvarna heima- fyrir Á mánudaginn var lýsti for- sætisráðherrann, Rt. Hon. W. L. MacEenzie King vfir því í þing- inu, í tilefni af fyrirspurn frá Mr. Woodsworth, að hin aukna fjár- hæð til landvarnarmála gilti ein- ungis um varnirnar heima fyrir, en ætti ekkert skylt við þátttöku í neinu Evrópustríði. Það væri þingsins að kveða á um það, hvort Canada nokkru sinni tæki þátt í nokkru stríði eða ekki, og það alveg án tillits til þess, hvað aðrar brezkar þjóðir kynnu að af- ráða, sagði Mr. King.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.