Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JANÚAR 1937
N æ s t i fundur Karlaklúbbs
Fyrsta lúterska safnaðar verður
haldinn í fundarsal kirkjunnar á
þriðjudagskveldið þann 2. febr.
næstkomandi, og bvrjar stund-
víslega kl. 0.30. Eftir ináltíð
verða nokkrar stuttar, en skemti-
legar og fróðlegar ræður fluttar,
og eru þátttakendur þessir: l)r.
Sig. Jul. Jóhannesson, Jón J.
Bildfell, Dr. A. V. Johnson, Jón
Hjálmarsson, Tryggvi Oleson og
Ásgeir Bardal. Væntanlega verð-
ur þessi fundur afar fjölsóttur.
Gildi eldsábyrgðar kemur skýr-
ast í ljós með fljótri skilagrein
á réttlátum kröfum. Félag okkar
hefir fært út kvíarnar vegna þess
hve kröfum á hendur okkar er
greiðilega fullnægt og hve við-
skiftavinir okkar fá fljótt pen-
inga sína. Vér getum tilgreint
nöfn manna sem þér að líkindum
þekkið, hér á staðnum, sem vitna
það fúslega hve ábyggileg elds-
ábyrgðar þjónusta okkar er.
J. J. Swanson & Co. Ltd.
601 Paris Bldg., \Vinnipeg
Mr. Thorbergur Thorbergsson
frá Churchbridge, Sask., kom til
borgarinnar seinni part fyrri
viku og dvaldi hér fram á mánu-
dag.
Veitið því athygli að símanúm-
er G. M. Bjarnasonar málara er
71 342.
Hið nýja heimilisfang
PHOENIX
RADIO SERVICE
625 SARGENT AVE.
Fást þar allar tegundir rafáhalda
og radio aðgerðir. Sérfræðingar
að verki og öll vinna ábyrgst.
Leitið upplýsinga hjá oss.
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Guðsþjónustur i Fyrstu lútersku
kirkju næsta sunnudag, 31. janúar,
verða með venjulegum hætti: Ensk
messa kl. 11 að morgni og íslenzk
messa kl. 7 að kvöldi.
Sunnudagsskóli kl. 12.15.
Næsta sunnudag 31. janúar og
frainvegis verður engin guðsþjón-
usta kl. 11 árd., en sunnudaga-
skólinn verður haldinn á þeim
tíma. Fyrsta messan i hværjum
mánuði verður á ensku máli en
hinar á íslenzku. Næstkomandi
sunnudag verður messað á ís-
lenzku kl. 7 síðd.
Gjörið svo vel og takið eftir
þessari breytingu.
Allir eru boðnir og velkornnir
á sunnudagaskólann og guðs-
þjónustuna næstu helgi og ávalt.
Vinsamlegast,
Carl J. Olson.
Sunnudaginn 31. jan. messar
séra H. Sigmar á Mounta'n kl. 2
e. h.
Messur í Gimli prestakalli
næsta sunnudag, þ. 31. janúar:
Betel—á venjulegum tíma.
Gimli-—íslenzk messa kl. 3 e. h.
Ársfundur safnaðarins e f t i r
inessu.
Sunnudagaskóli Gimli safnaðar
kl. 1.30 e. h.
Fermingarbörn á Gimli mæta
á heimili Mrs. J. Einarson, föstu-
daginn þ. 29. jan., kl. 4 e.h.
\fessu í Árnesi, er auglýst var
fyrir þennan sunnudag, er frest-
að um óákveðinn tíma.
B. A. Bjarnason.
Sjónleikurinn Stoðir Samfél-
agsins, eftir Henrik Ibsen, verður
sýndur i fundarsal Sambands-
UTN E FNINGARFUNDUR
Hinn árlegi útnefningarfundur af hálfu Vestur-
íslenzkra hluthafa í Eimskipafélagi íslands verður hald-
inn föstudagskveldið 26. febrúar kl. 7.30, að 910 Palmer-
ston Ave., Winnipeg. »
Verða tveir menn útnefndir sem kjósa ber um á næsta
aðalfundi Eimskipafélagsins sem haldinn verður í júní-
mánuði n. k. í stað hr. Árna Eggertssonar, sem þá verður
búinn að útenda sitt tveggja ára tímabil.
Winnipeg, 27. janúar 1937.
A. P. Jóhannsson
Árni Eggertson.
Verzlunarmentun
Oumflýanleg nú á tímum!
Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við-
skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum
sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram
óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar-
skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu
við skrifstofu- og verzlunarstörf.
UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla
sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í
Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög-
bergs; það verður þeim til drjúgra bagsmuna.
Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið
The Columbia Press Limited
TORONTO og SARGENT, WINNIPEG
:>o<—>o<—rz>oczr=>ocz^3ocz^>oc
DOC^O<-->OC->o<->o<->o<-—>o<~
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
TRAVELLERS SAMPLES
Silk Dresses, Suits
936,—Silk Dresses...$1.98-$2.98
966.—Spring- Suit (Tailored)
Eong Coat & Skirt ..$6.98
900.—Afternoon Dresses 2 for $3.19
Write for particulars—
FASHI0N FR0CKS INC.
WINNIPEG, CANADA
safnaðar á mánudagskveldið þ.
1. febrúar næstkomandi.
The Young People’s Club of the
First Lutheran Church have ar-
ranged a “Hike” for Friday eve-
ning. All young people taking
part are requested to meet at the
church at 8 o’clock p.m.
Mannalát
Aðfaranótt síðastl. mánudags
lézt á heimili sínu hér í borginni,
Mr. Bergsveinn Long, rétt um átt-
rætt, bróðir fræðimannsins Sig-
mundar Long, sem látinn er fyrir
allmörgum árum. Eonu sína
misti Bergsveinn fyrir nokkrum
t'irum, en tvö börn þeirra lifa
hann, þau George í Chicago og
Fríða í Winnipeg. Bergsveinn
heitinn var Austfirðingur að ætt;
vinfastur skýrleiksmaður. Út-
förin fer fram frá Bardals á
föstudaginn kemur kl. 2 e. h.
Nýlátinn er hér í borginni
Sveinn Jóhannsson, er til margra
ára hafði starfað við vatnsleiðslu-
kerfi borgarinnar. útför hans
fór fram frá Thomson’s Funeral
Parlor.
Salman Jóhannes Westman,
81 ára að aldri, lézt að heimili
sínu, 772 Home Street hér í borg-
inni á föstudaginn í fyrri viku,
vinsæll maður, sem verið hafði
lengi í þjónustu C.P.R. félagsins.
Jarðarför hans fór fram frá
Bardals á mánudaginn. Dr. Björn
B. Jónsson jarðsöng.
Mrs. Signý Thorsteinsson, 717
Simcoe Street, 69 ára að aldri,
lézt að heimili sínu á fimtudag-
inn í vikunni sem leið, eftir all-
langvarandi heilsubilun. Útförin
PHONE 86 685
"THE CAREFUL CLEANERS”
Sérstök Vctrar Vilkjör
Karlmanna alfatnaðir,
Kvenkjólar, algengir og
samfeldir
þurhreinsaðir fagurlega
Aðeins 75c
Tilboðið gildir í einn
mdnuð
MORRI/
f ▼ 1 DRYCIEANERS 6 DYERS
fór fram frá Bardals á laugardag-
inn. Dr. Björn B. Jónsson jarð-
söng. Auk manns síns lætur
hún eftir sig nokkur mannvæn-
leg börn.
Dánarminning
Jóhannes bóndi Sæmundsson
að Point Roberts, andaðist. á
heimili sínu þar á tanganum,
laugardaginn 9. janúar s. 1. Jarð-
arförin fór fram frá kirkju bygð-
arinnar miðvikudaginn 12. jan-
úar. Séra Valdimar J. Eylands
stýrði athöfninni, og las æfiágrip
það, sein hér fylgir:
Jóhannes Sæmundsson v a r
fæddur að Hryggjum í Göngu-
skörðum laugardaginn 24. júni
1854, og andaðist s. 1. laugardag,
9. janúar 1937, 82 ára, 6 mán-
aða og 14 daga gamall.
Foreldrar hans voru Sæmund-
ur Halldórsson Sæmundssonar
frá Ausu í Borgarfjarðarsýslu, og
Ingiríður Jóhannesdóttir Þor-
leifssonar frá Mörk í Húnavatns-
sýslu. Á unga aldri mun Jóhan-
nes hafa farið úr föðurgarði og
tekið að vinna fyrir sér sjálfur.
Lá leið hins unga manns þá vest-
ur í átthaga móðurinnar i Húna-
vatnssýslu. Réðist hann til
vinnumensku hjá Þorsteini
bónda að Grund í Svínadal, og
dvaldi ÍTIar um allmörg ár. Árið
1887 gekk hann að eiga Lín-
björgu ólafsdóttur frá Haga í
Húnaþingi. Reistu þau hjón bú
að Gafli í Svínadal, en fluttust
þaðan eftir skamma dvöl að Geit-
hömrum í sömu sveit. Eftir sjö
ára búskap að Geithömrum
brugðu þau búi og fluttu til
Blönduóss kaupstaðar. Frá
Blönduós lá svo leiðin vestur um
haf aldamótaárið 1900, og var
ferðinni heitið til Winnipeg. f
þeirri borg dvaldi Jóhannes um
9 ára bil, og gaf sig á því skeiði
að hverskonar daglaunavinnu
sem til féll. Ekki mun þeim
hjónum hafa fallið stórbæjarlíf-
ið eða eyrarvinnan vel í geð. Þau
voru bæði náttúrunnar börn, þar
upp alin sem hátt er til lofts og
vítt til veggja. Þau þráðu vafa-
laust bæði að komast aftur að
brjóstum hinnar víðfeðmu og
frjálsu náttúru. Á þeim árum
ÁTJÁNDA ÁRSÞING
Þjóðræknisfélagsins
verður haldið í
GOODTEMPLARAHÚSINU VIÐ SARGENT AVE.
WINNIPEG
22., 23., og 24., febrúar 1937
DAGSKRÁ—
1. Þingsetning 8. útbreiðslumál
2. Skýrsla forseta 9. Fjármál
3. Kosning kjörbréfa- 10. Fræðslumál
nefndar 11. Samvinnumál
4. Kosning dagskrár- 12. Útgáfumál
nefndar 13. Bókasafn
5. Skýrslur embættis- manna 14. Kosning emættismanna
6. Skýrslur deilda 15. ólokin störf
7. Skýrslur milliþinga- 16. Ný mál
nefnda 17. Þingslit
Samkvæmt 21. gr. laga félagsins er deildum þess
heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja
tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar; gefi þeir full-
trúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á
þingi og sé umboðið staðfest af forseta og ritara deildar-
innar.
Þing sett mánudag. morgun 22. febrúar kl. 9.30.
Þriðjudagsmorgun þ. 23. kl. 9.30 kemur þing saman
að nýju. Þingfundir til kvelds. Það kveld kl. 8 heldur
deildin Frón sitt árlega Islendingamót. Miðvikudagsmorg-
un hefjast þingfundir aftur og standa til kvelds. Það
kveld þ. 24. kl. 8 fara fram þingslit.
Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum
verður gerð síðar.
Winnipeg, 26. janúar 1937.
í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins
Rögnv. Pétursson, forseti Gísli Johnson, ritari
Business Cards
Kushner’s Grocery
676 SARGENT AVE.
Ávalt ferskir dvextir og
glœnýtt kjöt.
Vörur sendar helm.
Sími 37 608
FÖT, HÚSGÖGN af öllum teg-
undum, keypt við hæzta verði
Einnig verkfæri, eldhúsáhöld,
persneskt lamb og Hudson sel-
skinn, hæsta gangverð. Símið:
COLEMAN 51 207
nær sem er.
Wellington Bakery
764 WELLINGTON AVE.
Eina Islénzka bakarfið í borginni.
Vörur sendar greiðlega heim.
Slmi 25 502
heyrðist hvarvetna í eystri bygð-
um kallið: “Ungi maður, bein þú
braut minni vestur!” Þótt Jó-
hannes og kona hans væru þá
bæði fyrir löngu komin af æsku-
atdri, víluðu þau ekki fyrir sér
að kanna enn fjarlæga og ókunna
stigu. Var svo lagt af stað enn
vestur á bóginn, og nú ekki num-
ið staðar fyr en á takmörkum
hafs og hauðurs, sem óvíða eru
greinilegri en einmitt hér á Point
Roberts, þar sem Jóhannes stofn-
aði nú bú á nýjan leik. Keypti
hann sér sextán ekrur af landi
og bjó þar síðan í full tuttugu
ár. Síðustu sex árin hefir hann
dvalið í núverandi heimili sínu
hér á vestur hluta tangans.
Línbjörgu konu síréa misti Jó-
hannes árið 1925, og um svipað
leyti misti hann einnig uppkom-
inn og myndarlegan einkason,
Þorstein að nafni.
Annan son átti Jóhannes þótt
ekki væri hann honum blóðbönd-
um tengdur. Skömmu eftir að
þau Jóhannes og Línbjörg hófu
búskap tóku þau í gustukaskyni
til bráðabirgðarfósturs ungan og
umkomulítinn svein, Kolbein að
nafni. Tóku þau samstundis ást-
fóstri við piltinn og fylgdi hann
þeim jafnan síðan, sem þeirra
eigið barn. Þann veg hafa þá
líka atvikin fallið, að þessi piltur,
sem nú er séra Kolbeinn Sæ-
mundsson, prestur St. James lút-
ersku kirkjunnar í Seattle, er sá
eini af vandamönnum Jóhannes-
ar sem gengur með honum graf-
arveg í dag, sá eini sem helgar
leiði hans viðkvæmum sonartár-
um, sá sem að annast um að
jarðneskar leyfar hans séu flutt-
ar í helgan reit, og sá sem að
heldur nafni hans við, eins lengi
og hann sjálfur og niðjar hans í
beinan karllegg lifa í landi þessu.
Um lifandi ættingja Jóhannes-
ar hérna inegin hafsins, er mér
ekki kunnugt, aðra en Halldór
bróðir hans, sem heima á nálægt
Blaine. Treysti hann sér ekki,
sökum lasleika og blindu, að
fylgja bróður sínum til hinstu
hvíldar.
Reykjavíkur blöðin eru vin-
samlega beðin að geta þessa
dauðsfalls.
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers & Jewellers
699 SARGENT AVE., WPG.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem aö
flutningum lýtur, smáum eða
stórum. Hvergi sanngjarnara
verð.
Heimili: 591 SHERBURN ST.
Simi 35 909
CROQ. PERMANENT
including Shampoo and
Finger Wave — 95c
Oil Waves — 1.50 up
Margie’s Beauty
Parlor
PHONE 80 672
lsabel MacCharles
Florist
618 PORTAGE AVE.
Te og hressingarskáli; lesið I
sand af prinsessu Nadjah og
hjólum hamingjunnar snúið.
Sími 36 809
4 STAR
MEAT MARKET
646 SARGENT AVE.
Phone 72 300
Quality Meats
Lowest Prices in City
We Deliver
Minniét BETE.L
*
í
erfðaskrám yðar !
HÚSGÖGN STOPPUÐ
Legubekkir óg stólar endurbætt-
ir of fóðraðir. Mjög sanngjarnt
verð. ókeypis kostnaðaráætlun.
GEO. R. MUTTON
546 ELLICE AVE.
Sími 37 715
SPECIAL !
Large Reduction on Discon-
tinued Lines—Watches, Silver,
Jewellery — All High-Class
Merchandise.
—This Is "Your Opportunity—
447 PORTAGE—Winnipeg
("Opp. “Bay”)
Marriage Licenses
Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT TAXI
PHONE 34 SBB - 34 SS7
SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Manager
WILDFIRE COAL
* * DRUMHELLER ’ ’
Trademarked for Your Proteotion
Look for the Red Dots.
LUMP .......$11.50 per ton
EGG ........$11.00 per ton
PHONE 23 811
McCurdy Supply Co. Ltd.
KOSS & ARLINGTON
Fuel License No. 33