Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.01.1937, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JANÚAR 1937 3 Alexander Pope og íslenzkar bókmentir (Framh.) Þá er málið í þýðingunni. Yfir- Jeitt fellur það vel að efninu, og kemur þar fram næmur mál- smekkur þýðandans. Hann notar að visu einstaka kenningar, eins og “Stjarna-frón” og “ennis-sól”; en ekki eru nógu mikil brögð að því til þess, að málið sé fyrnt uin skör fram. Málið er einnig furðu hreint, þó það só hvergi nærri laust við dönsk orð og danskt orðalag, eins og lýsir sér sum- . staðar í stigbreytingu lýsingar- orða. En þess er jafnframt að jninnast, að hann þýddi beint úr dönsku, og þá eigi síður hins, að það var enginn barnaleikur, að yrkja á íslenzku heimspekileg efni á þeirri öld, málið harla ó- þjálfað til þeirra hluta. Séra Jón varð því iðulega að gera eitt af tvennu : — mynda ný orð eða umrita hið erlenda hugtak. Og hann fer báðar þær leiðir, og kemst yfirleitt eins vel frá þeim vandkvæðum eins og hægt var að krefjast af honum eftir ástæð- um. Þannig þýðir hann “in- stinet” (eðlishvöt) með “náttúru- togun”, sem nær allvel merkingu orðsins; en “nice dependencies” umritar hann þannig: “hve ná- kvæmt, nett, nemur hver partur annan við,” sem einnig heggur nærri hinni upprunalegu merk- ingu. Margt er því óneitanlega vel Um þýðingu séra Jóns á Tilraun um manninn. Borin saman við frumkvæðið er hún þó of gölluð til þess, að geta talist ágætisverk. En í raun réttri er hægt að ætlast ht sliks; enda va^ sanngjarnt, að leggja þann mælikvarða á hana, þar sem eigi er vitað, að þýðandinn hafi nokkurn tíma haft með höndum frumritið, svo sein fyrr var vikið að. Miðað við fyrirmynd hans, dönsku þýðing- una, hefir hann hinsvegar unnið verk silt injög vel; og í því ljósi er þýðing hans réttast metin. í henni eru margir prýðisgóðir kaflar, og, þegar alls er gætt, sum- ir með ágætuin. Og sé litið á þýðinguna frá skáldskapar sjónarmiði einu saman, má margt segja henni til hróss. Hún er iiðug, meira að segja mælsk með köflum. Eigi vr hún heldur snauð af skáld- tegu hugarflugi. Við Iestur henn- :*r hafa mér þess vegna þráfald- 'ega horfið í hug framangreind uminæli Bentleys um þýðingu Popes á Ilíonskviðu: “Dáindis snoturt kvæði, en ekki Hómer.” hýðing sér Jóns á Tilraun um nianninn er góður kveðskapur, en ekki Pópe nema að nokkru Jeyti. Á þeim tíma, er hún kom út, var ekki til að dreifa ritdómum * islenzkum blöðum eða tímarit- Um« enda hefi eg ekki fundið um- m æ 1 i neinna samtíðarmanna skáldsins um hana. En vafalaust hafa ýmsir þeirra kunnað að meta hana, og henni verið vel tekið af mörgum ljóðelskum og •róðleikshneigðum lesendum. Löngu síðar varð annað ís- enzkt skáld — alþýðuskáld að 'lsu til þess, að snúa Tilraun um mnnninn öðru sinni á ís- lenzku; en heldur mun það nú á tárra vitorði, því að þýðing þessi kom aldrei fyrir sjónir almenn- ings. Höfundur hennar var, eins og fvrr getur, athafna- og gáfu- maðurinn Bjarni Þórðarson frá Siglunesi vestra, en ársritið Gcst- nr Vestfirðingur (3. ár, 1849) •lytur all-ítarlega æfiminningu hans (bls. 108—123) og greinir ineðal annars þannig frá nefndri Pýðingu hans: “Nú er að geta hess, er liggur eftir Bjarna í Ijóð- um, og hann ritaði mest á laus blöð, er hann smám saman sendi vinum sínum: Pópes Tilraun um manninn, •ógð út eftir enskunni, hrein- skrifuð með vandaðri hönd, að bon skáldsins, af hinum lærða Presti Gísla Einarssyni að Selár- <]al, síðan endurskoðuð og löguð sumstaðar af skaldinu; segja svo lærðir menn, þeir er séð hafa út- leggingu þessa, að hún sé auð- veldari en sú, er þjóðskáldið Jón horláksson gerði, með því lika, að bragarhátturinn er auðvelt fornyrðalag, og fylgir mjög víða frumritsins orðum.” (Bls. 120- Heppilega hefir Bjarna tekist valið á bragarhætti, enda var hann, að því er nefnd æfiminning hans h e r m i r, þaulkunnugur Eddukvæðunum; annars má vel vera, að hann hat'i hér fylgt dæmi Gröndals, er hinn síðarnefndi þýddi Musteri mannorðsins. Ett- irtektarvert er það einnig, að Bjarni þýðir beint úr frummál- inu. En* tungumála kunnáttu hans er lýst með svofeldum orð- um: “Danska tungu skildi hann mæta vel. Um fertugsaldur var hann kominn svo langt í þýzku máli, að hann gat viðstöðulítið í lestri snúið þýzlcu á danska tungu. Þá tók hann að leggja sig eftir enskri tungu, og las til þess enska biblíu aftur og aftur, gat hann þannig komist niður í skiln- ingi málsins, þó hann gæti ekki numið framburðinn” (bls. 118). Þeirri staðhæfingu til áréttingar er þessari frásögn bætt við neð- anmáls: “Árið 1830 kom undir Sigluneshlíðar enskt skip, er leit- aði eftir hafís; var þar enginn innan borðs, sem skildi dönsku eða þýzku. Bjarni fór til skips- ins, og er hann vissi, hverja tungu skipverjar töluðu, tók hann krít og ritaðist á við for- manninn, og gátu þeir þannig skilið vel hvor annan. Skipsráð- andanum fanst mikið um vits- muni Bjarna, en gat þó ei trúað, að hann hefði numið ensku til- sagnarlaust. Að skilnaði gaf hann honum nokkrar enskar bækur, er hann liafði meðferðis” (bls. 118-119). Auðvitað er það ágizkun tóm; en freistandi er sú tilgáta, að meðal þessara ensku bóka kunni að hafa verið Tilraun um manninn ein sér eða í kvæða- safni Popes. En vitanlega var innan handar fyrir þýðandann, að hafa aflað sér hennar annars- staðar. Því miður mun handritið af þessari merkilegu þýðingu Bjarna nú glatað. Eðlilega lék mér liug- ur á, að grafast fyrir um afdrif hennar, og hugði eg þá helzt, að hennar væri von á Landsbóka- safninu. Skrifaði eg því þeim manninum, sem eg vissi hvað inargfróðastan um það efni, dr. Harfnesi Þorsteinssyni skjala- verði. Svar hans (dags. 11. sept. 1932) er á þessa leið: “Ekki get eg heldur sagt neitt um, hvort þýðing Bjarna á Siglunesi á Popes Tilraun um manninn muni vera i handriti í söfnum hér, en ekki hefi eg rekist á hana, svo eg muni, og hefi eg þó mörg hand- rit hér handfjatlað, en eg tel hæp- ið, að hún sé hér til.” En skemti- legt væri það, ætti þýðing þessi eftir að koma í leitirnar, þó litlar líkur séu til þess. Ymsuni lesendum Popes hafði þótt hann hallast um of að for- laga og skynsemistrú í Tilraun um manninn. Gerði hann því bragarbót og orti sálminn “The Universal Prayer,” er prentaður var 1738. (Smbr. formálsorð höf- undar). En ekki gat hann frem- ur en aðrir, séð við glettni atvik- anna. Honuin hefði eflaust fund- ist það í meira lagi kynjafull fyr- irsögn, hefði einhver spáð honum því, að sálinur þessi, í þýðingu, ætti eftir, að verða ásteytingar- steinn trúuðum sálum úti á ís- landi. En eins og framan segir, snéri Magnús Stephensen þessum sálmi Popes á íslenzku, og var hann fyrst prentaður í Vina- Gleði (1797) með eftirfarandi inngangsorðum: “En — hvorki veit eg tilhlýðilegra né verðugra efni ad lykta med ockar Vina- Gledi og fundi brád, enn þá snotru Ilæn, er eg lærdi af því, um alla Norður-áll'una svo nafn- fræga, engelska merkis-skáldi Pope, hvörri eg med ástundun hefi snúid í íslenzk ljódmæli og bid ykkur nú singia med mér, en siálfa oftar sídarmeir til gledi og uppvakningar og verdugrar gud- rækni” (bls. 322). Þýðingin er endurprentuð í Ljóðmælum Magnúsar Stephensens (1842), og er fyrsta kvæðið þar. Alkunnugt er, að trúrækið fólk hneykslaðist mjög á sálmum þessum, einkum orðunum: “Vor Guð, Jehova, Júppiter,” en það eru niðurlagsorð fyrsta versins á frummálinu, og fylgir það hér á- samt þýðingu þess. “Father of All! in ev’ry Age, In ev’ry Clime ador’d, By Saint, by Savage, and by Sage, Jehovah, Jove, or Lord!” “Alfadir! hvörn uin aldir, allar, áttir himins og jardar her, villtir, helgir, vísir, ákalla, vor Gud! Jehóva! Júpíter!” Hefir Magnús breytt til um bragarhátt á þýðingunni, og ber j hún önnur eyrnamörk skáldskap-. ar hans, sem stórgallaður var, að ( allra dómi. Hún er því einungis | merkileg bókmentasögulega fyrir ! rót það, sem hún kom á hugi j manna í trúarefnuin, og fyrir ljós það, sem hún varpar á trúarskoð- j anir þýðandans; því að vafalaust ^ er J>að rétt athugað, að sálmur þessi hefir í aðalatriðum verið í j samræmi við trúarlegt viðhorf Magnúsar. “Brot af Essay on Criticism” , nefnir Sveinbjörn Egilsson rétti- j lega þýðingu sína úr þessu merkisriti Pópes, því að hér er j aðeins um að ræða örstuttan kafla þess:—18 upphafslínurnar og 46.—53. línu fyrsta bréfs. En það sem hún nær, er þýðingin mjög nákvæm að efni til, vönd- uð að máli og undir áferðarfall- egu foryrðislagi, eins og þýðand- ans var von og vísa. Einnig er hún kjarnorð, og minnir í því til- liti á frumkvæðið, þó ljóðblærinn sé annar. Eftirfarandi dæmi verða að nægja: “Authors are partial to their wit, ’tis true; But are not critics to their judg- ment too?” “Sínu fram frumsmiður rits hyggjuviti heldur, og ritdómandi eins réttdæmi sínu; hverjum þykir sinn fugl fagur.” “Launch not beyond your depth, but be discreet, And mark that point where sense and dullness ineet.” “Farið ei dýpra, en yður færi er; gott er vörum að vera. Markið mið það, hvar mætast bæði heimska og hyggjuvit.” Ekkert hefi eg fundið, sém bendir til þess, að Sveinbjörn hafi þýtt meira af Essay on Criticism, eða annað eftir Pópe. En kunn- ugur hefir hann verið öðrum enskum rithölundum, eldri og vnsri. bví að hann býðir dálítið NUGA-TONE ENDURNÝJAH HEILSUNA NUGA-TONE styrkír hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, -skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri vellíðan. Hefir oft hjálpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. föður Sveinbjarnar, komi hér eitthvað til sögunnar, og ef til vill áhrif frá fóstra hans Magnúsi Stephensen. Annars má glögt sjá það af þýðingum Sveinbjarnar úr enskum skáldskap, hver tíma- mótamaður hann var, “með ann- an fótinn í upplýsingartímanum, en hinn í rómantíska tímanum,” eins og sagt hefir verið um hann. Hann þýðir jöfnum höndum úr kvæðum Pópes, ljóðabrot eftir þrjá af fyrirrennurum róman- tísku skáldanna ensku, John Gray, Robert Falconer og Ossian, og kafla úr “Grikklandseyjum” Byrons, sem að vísu eru klassisk- ar að innihaldi. Bjarni Þórðarson er að því leyti einstæður þeirra íslenzkra þýðenda Pópes, sem kunnugt er um að hér hafi verið gerðir að umtalsefni, að hann er eini ó- lærði maðurinn í hópnum. Þó var hann maður víðlesinn, og þar sem guðfræði og náttúrufræði heilluðu sérstaklega huga hans, er ekki ólíklegt, að ástin á þeim fræðum hafi orðið til þess, að hann þýddi Tilraun um manninn. Vitanlega gat þar þó verið að ræða um hvatningu frá einhverj- um vina hans. Renni inaður nú að málslokum sjónuin yfir niðurstöður þessarar rannsóknar, er bersýnilegt, að öfgalaust var að orði kveðið í byrjun þessa máls, þar sem sagt var, að Pópe hefði talsvert komið við bókmenta sögu vorra og nokkur áhrif haft á ýmsa eldri rithöfunda vora; þó örðugt sé á hinn bóginn að komast fyrir, hversu djúptæk þau hafi verið. Einnig má vel vera, að eigi séu enn öll kurl komin til grafar hvað snertir samband hans við íslenzk- ar bókmentir, þó eg hafi hér til- fært alt, sem eg hefi fundið bók- fest um það efni. Nóg hefir samt verið sagt til þess að sýna, að víð- lent landnám hans i ríki heims- bókmentanna náði einnig til vorra stranda. Sérprentun úr Skírni. eftir þá. Það er því hreint ekki ómerki- legur hópur skálda vorra, og annara andans manna, sem haft hafa kynni af ritum Pópes, og metið þau nógu mikils til þess, að flytja þau löndum sinum í þýðingum. Og þegar litið er á bókmentastefnu, lífsskoðun og áhugaefni þýðendanna, er yfir- leitt ekki örðugt, að gera sér grein fyrir því, hvers vegna þeir hneigðust að Pópe og völdu sér rit hans, eða brot úr þeim, til þýðingar. f kveðskap Ben. Gröndals eldra renna sainan straumar frá forn- íslenzkum og forngrízkum bók- mentum (smbr. hinar mörgu þýðingar hans úr þeim). Þá er það alls ekkert undrunarefni, að hann þýðir jafn klassiskt kvæði og Musteri mannorðsins. Um þýðingu séra Jóns Þorlákssonar á Tilraun um manninn er nokkru öðru máli að gegna. Áhrif frá vinum hans, sem hvöttu hann til þess verks, koma þar vafalaust til greina. Lífsskoðunin í kvæð- inu mun þó einnig hafa verið honum allvel að skapi, því að ekki lét upplýsingarstefnan hann ósnortinn, eins og fram kemur í sumum kvæðum hans. Enda hefi eg leitt rök að því annars- staðar, að samræmi er í höfuð- þýðingum séra Jóns, efni þeirra skyldara en virðast kann í fljótu bragði. Ekki var það heldur nein til- viljun, að Magnús Stephensen þýddi umræddan sálm Pópes; kredduleysi skáldsins, sem fram keinur i sálmi þessum, var að vonum einkar geðfelt hreinrækt- uðum upplýsingarmanni í trúar- efnum. Hinsvegar hefir það sennilega verið klassiska hliðin á Pópe, sem laðaði Sveinbjörn Eg- ilsson að ritum hans, enda þýðir hann brot úr einhverju ramm- klassiskasta kvæði hans. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að dæmi Benedikts Gröndals, tengda- Línur og Ijóð Canton, S. Dak., 7. jan. 1937. Kæri vin, Einar Páll! Uin leið og eg óska þér allrar hamingju á árinu nýbyrjaða og þakka árið liðna, sendi eg þér meðfylgjandi Nýárshvöt, þér til sálubótar eða ógleði. Veit vita- skuld ekki hvernig þú snýrð við, eða hvernig próduktið mun snúa við þér. Hvort þú hleypir brún- um, eins og kemur fyrir, þegar þér lizt miður á eitthvað, eða þú lyftir þeim, veit eg alls ekki. Hvort þú álítur það sómi sér eða hitt þó heldur, veit eg heldur ekki. E)n þú um það. En eg vil ei vera til vamms þér eða nein- um; en greiða gera og gefa lyf við meinum, og boð það bera, sem birtir í hugarleynum. Jæja, góði minn, þú ferð með eins og þú vilt og álítur bezt við eiga. Sjáir þú vörtu þá máttu skera hana, bara uppskurðurinn verði ekki til ólífis. Eg er ófróð- uj; uin það, hverskonar uppskurð- armaður þú ert. En vel á minst: Mér þótti vænt um, hvað vel þú talaðir um Roosevelt forseta. Eg heyrði til hans í gær, þegar hann flutti ræðu sína fyrir þinginu, og fanst mér hún vera einhver fall- egasta ræðan sem hann hefir flutt, af þeim sem eg hefi heyrt. Hann virðist vera vel vakandi stjórnmálamaður og sjá vel mein almennings með vilja til þess að bæta. Hér byrjaði vetur fyrir alvöru um áramótin, eins og eg hefi séð að átt hafi sér .stað hjá ykkur. Talsverður snjór þegar kominn til baga á brautum; en blessað sólskin flesta daga; enda er ríkið kallað sólskinsríkið. Okkur Iíður vel, Guði sé lof. En það sem helzt amar að mér er, að mér finst eg vera of fjarri Business and Professional Cards PIIYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur í eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími — 22 2 51 Heimili — 401 991 PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY Goodman Drugs COR. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver Dr. S. J. Johannesson Viðtalstími 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. Herbert J. Scott 3 06-7 BOYD BLDG. Stundar augna-, eyrna-, nef- og kverka-sjúkdöma Viðtalstlmi 2-5, by appointment Slmi 80 745 Oleraugu útveguO Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gististaöur Fyrir tslendingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sími 94 742 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Hkkistur og annast um út- farir. Ailur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgð og bif- relða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 löndum. Á helzt heima meðal þeirra. Berðu kæra kveðju Mrs. Ben- son og húsbónda þínum. Þinn einlægur, N. Steingrímur. Er það ekki röng þýðing hjá Blöndal í orðabók hans á þessum orðum Stephans G. í einu kvæði hans: bera sæmd í sjóði: gjöre Æren i Penge. Er ekki hugsun St. G. sú að láta sæmdina vera sér sjóður? Ef samhengi sýnir þýðing Blöndals, þá finst mér ekki vera vel komist að orði. Stgr. NYÁRS-HVÖT Nú skal hér numið staðar, nýtt þegar byrjar ár. Tíminn æ hratt sér hraðar, hrynji þó engin tár. Ferð ný er fyrir hendi, falin hún bíður vor, hvernig og hvar hún endi, hvort í sól eða skor. Framundan flóðið striða, framundan gæfa manns, framundan boðar biða, brotsjór og Ránardans. ógnir í stormi ægja, ugg vekur hulda köld, hafrót og boðar bægja, blindsker og myrkravöld. ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST., WINNIPEG pægilegur og rólegur bústaöur i miðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; meö baöklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests Kallað er á oss alla allshugar sækja móf, tröllum í faðm ei falla, feikn nein ei hræðast hót. óveður fullhug ögra, ógni þó nokkra stund; fyrn, sem í myrkri flögra, fæla ei hetjulund. Drottinn er öllu ofar, í öllu sinn vottar mátt, heilagri liðsemd lofar, lýsir um dimma nátt. út því í storma stríða! Stefnum í Drottins átt! óveður eins og bliða auðkenna Drottins hátt. Áfram, þótt kyngið kalda kreppi og nauðir manns! Áfram og upp að halda! Áfram í nafni Hans! N. S. Th. Þjóðirnar hervæðast hver í kapp við aðra, Sviss — hið friðsama og hlutlausa land — jafnt og önnur. Ein af hernaðarráðstöfunum þess er sú, að viggirða f jallið Jómfrú. Ekk- ert virki í heimi liggur jafn hátt yfir sjávarmál og Jómfrú-virkið, þegar það er tilbúið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.