Lögberg - 03.06.1937, Side 2

Lögberg - 03.06.1937, Side 2
o LÖGBKKG. FIMTUDAGÍNN 3. JÚNI, 1937 Gamli og nýi tíminn Eftir J. J. Bíldfell “Ef við sjálfir gætum fyrst gengið úr skugga um, hvar við stæðum, og hvert að við erum að 'fara, þá gætum við betur áttað okkur á hvað við ættum að gera.” —Abraham Lincoln. Það eru einstaka hugsanir og orð, • .... sem læsa sig í gegnum tilfinninga- og hugsanalif vort, öðrum orðum og hugsunum fremur. Þau eru stundumr nefnd vængjuð orð, eða vængjaðar hugsanir. Liking sú er skáldleg, en að því er orðin snertir, ósönn, að eg hygg. Frá mínu sjón- armiði eru engin orð vængjuð, held- ur er J>að svifmáttur hugtaka þeirra er orðin flytja, sem þrengir sér inn i meðvitund manna, eins og ljós i gegnum myrkur. Eg veit, að flestir munu einihvern tíma hafa fundið til þess máttar, þótt eg á hinn bóginn þykist viss um að enginn hafi getað gjört sér fulla grein fyrir honum, eða skilið hann. Eg hefi þrásinnis orðið hans var á æ*fi minni. Hann er stundum hugljúfur sem vorþeyr- inn eða þá ógeðfeldur og andstæð- ur eins og hausthretin. Nú upp á síðkastið eru það tvö hugtök, sem sérstaklega hafa ónáðað mig með einkennilegri áleitni; hugtök, sem á síðari tímum hafa náð allmikilli hefð og hylli hjá fólki, og að því er mér virðist, öðlast nýja merkingu. Hug- tök þessi eru “gamli og nýi tíminn.” í fljótu bragði virðast þau vera ofur meinlaus, og því ekkert að ótt- ast, þó þau leiki á vörum manna og fæðist inn í daglegt mál. En það er með hugtökin eins og nautnirnar, að áður en maður veit af, eru þau búin að festa rætur i lífi einstakl- inga og jafnvel heilla þjóða og orð- in dfniviðir í sérstakar stefnur og lífsskoðanir, sem geta haft geysi- Það er margt, sem eg hefi furðað mig stórkostlega á, á undanförnum árum, en á engu eins mjög og því, hversu ákaflega að menn hafa sótt fram til þess að aðskilja gamla og nýja timann. Menn hafa gjört sér og gjöra sér nú, far um að láta bæði yngri og eldri finna til þess, að þeir geti ekki talist menn með mönnum, ef þeir ekki segi skilið við gamla timann — 'flytji búferlum úr hon- um sem allra bráðast og inn í nýja tímann og þvoi sem rækilegast af sér alt ryk, losi sig við allar kredd- ur, kenjar og venjur hins gamla tírna — verða nýir menn með nýjum tíma. . Eg verð að biðja fyrirgefn- ingar á, að eg held mig við hugtök- in garnli og nýi tíminn. lig gjöri það móti betri vitund — það er eng- inn gamall eða nýr tími til, heldur aðeins timinn; tíminn einn, óslítan- legur, óskiftanlegur og óbreytanleg- ur. Ef maður vildi halda sig við þessi nýtízku hugtök þeim til geðs, sem tilbiðja þau, en rökréttri hugsun og heilbrigðri skynsemi til skapraunar og athuga þau nokkuð hvort í sínu lagi, þá verður auðvitað gamli tím- inn fyrst á vegi manns. Gamli tíminn. Það er vist hverju mannsbarni Ijóst hvað meint er þegar talað er um gamla tímann — það er hin liðna tið. Tíminn sem liðinn er frá því að hinn fyrsti maður dróg and- ann á þessari jörð og alt fram á vora daga. Ö!1 verk imannanna frá fyrstu tíð; öll orð þeirra, allar hugsamr þeirra og framkvæmdir; gleði þeirra og sorg, vonir þeirra og vonbrigði; alt það sem þeir hafa notið og alt það sem þeir halfa mist. Liðni tím- inn er faðir þroska þess, sem menn- mikil áhrif til góðs eða ills. irnir eiga yfir að ráða nú í dag og • • " "" "" "" -p ’" v ““ ■ "" r í ■ "" "* "" "" *" F rfr INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man ... .B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota .... B. S. Thorvardson Árborg, Man .. .Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota . .. . . .Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash. . .. Blaine, Wash. Bredenbury, Sask Brown, Man. J. S. Gillis , Cavalier, N. Dakota ... .. .B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask Cypress River, Man. .. Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota... .. .Jónas S. Bergmann Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask Garðar, N. Dakota ... Jónas S. Bergmann Gerald, Sask Geysir, Man . .Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota ... ... S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.... .Magnús Jóhannesson Hecla, Man ... Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota Husavick, Man F. O. Lyngdal Hnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandalhar, Sask Langruth, Man .. .John Valdimarson Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dak ... S. J. Hallgrímson Mozart, Sask. Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man. Point Roberts, Wash. .. S. J. Mýrdal Red Deer, Alta Reykjavík, Man Riverton, Man . .Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. J. J. Middal Selkirk, Man. ... Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man. ... Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man Svold, N. Dak. . . B. S. Thorvardson Tantallon, Sask Upham, N. Dakota .... .Einar J. Breiðfjörð Viðir, Man .Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man Magnús Jóhannesson Westbourne, Man .. .Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beadh.; F. O. Lyngdal Wynyard, Sask grundvöllur alls þess sem fegurst er' og haldbezt í lífi þeirra, og samt hugsa menn um hann með andúð og tala um hann eins og slitið fat eða úrelta venju. En gaimdi tíminn eða hin liðna tíð er hvorugt, hvorki slit- ið fat né úrelt venja, því hún er ekki aðeins skuggsjá hins liðna og grundvöllur þess yfirstandandi, heldur er hún líka ein samfeld, lif- andi heild og sistarfandi í lífi mann- anna. •Um lífræni hinnar liðnu tíð- ar mætti rita langt mál og færa fram sálfræðileg og söguleg rök fyrir sannleiksgildi hennar, en því verður að sleppa að þessu sinni að mestu. Samt vil eg benda á það sem Henri Bergson segir um þetta efni í verki sínu um þróun mannsandans. Hann kemst þannig að orði: “í liðinni tíð tekur ekki eitt atriði annars pláss, heldur læsir samfeld fraiiniþróun þess liðna sig eins og logaleiftur inn í framtíðina og eflist í sókn sinni. Heildaráhrif liðinnar tíðar halda áfram viðstöðulaust. Framsóknarmáttur hins liðna er æ- varandi og í heild sinni eins óað- skiljanlegur frá mönnunum og skynjan þeirra er. 1 hugsun vorri getur þess liðria ekki nema að nokkru leyti. En liðna tíðin frá byrjun, að meðtöldu sálarlífi mann- anna, er undirstaða og afl tillangana, viljaþreks og framkvæmda þeirra. Hver maður út af fyrir sig, er sér- stök saga, og aldur þeirrar sögu er undirstaða og auður sálarlífs hans miklu frekar en tala æfiáranna.” Miklu fleiri ummiæli merkra vis- indamanna gæti eg tilfært máli mínu til stuðnings; dæmi úr mannkyns- sögunni, ættareinkenni , sem ljós ættu að vera hverjum heilbrigðum manni og ytri og innri einkenni ein- staklinga og heilla þjóða; en eg læt hér staðar numið og legg yður liðnu tiðina á hug og hjarta, með þeirri einlægu ósk, að menn láti aldrei ginnast af gáleysishjali manna um skifting tímans og útflutning manna úr því sem farið er að kalla gamla tímann og innlflutning í hinn rang- nefnda nýja tíma. Nýi tíminn, eða réttara sagt hin breytta aðstaða vorrar tíðar. Saga þessarar breyttu aðstöðu eða ef menn vilja heldur, hins nýja tíma, er löng og margbrotin og því engin tök á að gjöra henni nokkur veruleg skil í stuttu máli. En á nokkur atriði má þó benda. Fyrst vísindin, sem svo róttækan þátt eiga í hinni breyttu aðstöðu vorra tíma. Um ekkert hefir mönnum verið eins tiðrætt á siðari mannsöldrum og vís- indin, og aldrei í sögu mannanna hefir verið eins mikið af vísinda- mönnum virkilegum, og ímynduðum, eins og á tímabili því sem, við lifum Við það er nú reyndar ekkert að athuga í sjálfu sér. Það er óend- anlega blessunarríkt fyrir lönd og lýði að eiga sanna vísindamenn, og ekki bráðdrepandi þó aðrir, sem halda að þeir séu vísindamenn, en eru það ekki, slæðist með. En það er annað sem er athugaverðara við vísindin og vísindamenn nútíðar- innar og það er að þeir og þau hafa smátt og smátt verið að sveigjast í sérstaka átt — taka á sig annað yfir- bragð og annan litblæ en þau höfðu meðan að vísindamennirnir leit- uðu sannleikans i einrúmi, um- kringdir kyrð náttúrunnar og návist Guðs óháðir öllum böndum, að und- anskilinni sannleiksþránni einni. Það er víst enginn leyndardóm- ur að vísindin hafa smátt og smátt verið að færast undir hagsmunavald sérstakra manna og félaga, þar til nú á vorum dögum, að erfitt mun vera að benda á eina einustu vís- indastofnun, sem alfrjáls getur kallast, og ekki háð því valdi á einn eða annan hátt, og þegar svo er kom- ið, að vísindin eru ekki orðin til ann- ars en að efla vald og viðgang þeirra sem mesta peninga geta boðið í þau, þá eru menn komnir eins langt á vegi spillingarinnar og unt er að komast. Þessi stefna í vísindunum er höfuðorsökin að hinni breyttu að- stöðu vorra tíma. Annað; Breyttir lifnaðarhættir. Á það þarf engar sannanir að færa, því breytingarnar eru öllum ljósar, sem komnir eru til vits og ára. Fyrir nokkrum árum var svo að segja hvert heimili sjálfu sér fullnægjandi, þannig, að fram- ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásanilegt meöal tyrir sjúkt og lasburða fðlk. Eítlr vikutlma, eða svo, verður batans varl, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð í sinni röð. Miljónir manna og kvenna haía fengið af pví heilsu þessi 45 4r. sem það hefir verið I notkun. NUGA- TONE fæst í lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, þvl eftirllking. ar eru árangurslausar. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE I ábyggilegum lyfjabúðurn. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. leitt var á heimilunum sjálfum ná- lega alt, sem lifsþörf mannanna krafðist. Heimilið var sjálfstæð eining, ofurlítið konungsríki. Vana- lega hafði hver sitt verkefni á þess- um heimilum — verkefni, sem hann bar ábyrgð á, verkefni, sem krafðist hugsunar áræðis og dómgreindar til þess að koma þeim í framkvæmd, og þó vinnan væri oft hörð, gaf hún samt tækifæri til sjállfstæðrar hugs- unar og skapandi framsóknar, sem hvorutveggja er, ekki aðeins þroska- skilyrði rnanna, heldur grundvöllur þroska-möguleikanna. Vísindin hafa eyðilagt og eru að eyðileggja þessi þroskaskilyrði. Þau hafa nú þegar eyðilagt heimilin, með því að taka framleiðslutækifæri í burtu frá þeim og færa þau saman á sérstaka staði og gjöra úr þeim stór iðnaðar- fyrirtæki. Með iðnaðinum fór fólk- ið af heimilunum og myndaði stór- borgir umhverfis iðnaðarfyrirtækin. Hér kom því fyrir tvent i einu; vinnufólkið var svift þroskaskilyrð- um hins heilbrigða heiimilislifs og gjört að hugsunar og ábyrgðarlaus- um verðsmiðjuþrælum; en fvrir- vinnarar heimilanna gjörðir að ein- yrkjum. , Eg vil ekki láta skilið með því, er eg segi hér, að eg sé að fordæma vélaiðnaðinn eða vélavísindin. Það er aldeilis ekki mín meining. Hvort- tveggja er gott, innan vissra vé- banda. En það sem vítavert er og hættulegt, er að leggja vald visind- anna í höndur stóriðnaðarins og auðmagnsins. En svo eg haldi mér við hina breyttu aðstöðu, eða nýja tímann, því hún eða hann er óendanlega miklu víðtækari en á hefir verið minst. Fólk hefir flutt úr strjál- býli inn í þéttbýli, úr margbreyttri og auðugri náttúru inn á steinlögð stræti, sem liggja á milli þéttra og oft óásjálegra húsaraða; úr hreinu sveitalofti, þar sem heilsugjafar geislanna njóta sín bezt, að undan- teknu ylfirborði sjávarins, (sveita- loftið er talið af vísindamönnum að flytja i sér 150,000 óhreinindaagnir í hverjum ferþumlungi), og inn í ryk, hita og svælu stórborganna, þar sem menn anda að sér alt upp í 7,- 900,000 óhreinindaögnum í hverj- um ferþuimlungi af lofti. Úr sak- leysi sveitanna inn í skúmaskot mannlegrar niðurlægingar. Hvaða áhrif halda menn að slíkar breyting- ar eða vistaskifti hafi á þroska mannann yfir leitt ? En þetta er ekki nema lítilræði þegar um hina breyttu aðstöðu mannanna á vorum dögum er að ræða. Fyrfr svo sem hundrað árum voru það um tvö hundruð vörutegundir, sem mönnum stóðu til boða eða kaups á heimsmarkað- inum og menn gátu valið úr þeim eftir vild og þörfum. Nú eru það þrjátíu og tvö þúsund vörutegundir sem mönnum standa ekki aðeins til boða, heldur er í langflestum tilfell- um neytt upp á menn með valdi sölu- vísindanna, án þess að nokkurt tillit sé tekið til þess, hvort að menn þurfi á þeim að halda, eða ekki, eða hvort að þær séu þénanlegar fyrir þarfir líkamans, eða hollar fyrir heill sál- arinnar. Eina hugsunin á bak við alt það fargan er þessi: Hvað getur þessi vörutegund, einkaleyfi mitt, eða önnur verzlunarhlunnindi fært mér marga silfurpeninga. Menn- irnir, sem eiga að nota eða neyta, koma aldrei til greina og ráða nú heldur ekki lengur sjálfir, hvernig að þeir klæðast eða á hverju þeir nærast. En áhrif vélavísindanna ná lengra og eru víðtækari en það sem á liefir verið minst; þau ná einnig til málleysingjanna og náttúrunnar. Síðastliðið haust var eg staddur norður i Árborg; átti eg þar tal við Snæbjörn Jónsson formann smjör- gerðarbúsins þar, skýran mann og ní»aKe| ^GOOD HEALTH" FOR OnLY 4< fl DflY Hutvlruð Winnipegbúa efla heilsu slna með þvl aS éta VITA-KELP töflur, hina nýju málmefna fæðu. VITA-KELP ber rnikinn árangur til lækningar taugabilun, gigt, bakverk, meltingarleysi, ónógri líkamsþyngd, nýrnaveiklun, svefn- leysi og mörgum fleiri kvillum, sem stafa frá skorti málmefna í llkamanum. Fáið flösku I dag! Tryggið heilsu yðar fyrir 2 til 4c á dag. Fæst I öllum lyfjabúðum eða póstfrltt hjá Runion’s Drug Store 641% ELLICE AVE. Winnipeg SÍMI 31 355 Verð: 200 töflur .$1.50 350 töflur .-....$2.25 1000 töflur . $5.40 greinargóðan. Hann benti mér með- 1 al annars á, að smjörið, sem þeir | framleiddu og sem frá upphaíi hef- ir verið viðurkend ágætisvara, væri búið að missa sitt upprunalega bragð og að það hefði verið erfiðleikum og vanda bundið, að ná þvi aftur. Hvað er hér að, eða hvernig stend- ur á þessu ? Það stendur svo á þvi, að vélavisindin eða ræktun jarðar- innar hefir eyðilagt þau efni fóðurs og bitihaga, er nauðsynleg voru til þess að framleiða hið rétta og eðli- lega smjörbragð. En þessi áhrif breytts fóðurs og bithaga, ná að sjálfsögðu lengra en til smjörsins, eða mjólkurinnar; þau ná til allrar skepnunnar — kjötforðans alls, sem vér neytum og korntegundanna allra, sem við borðum, því ekki eru véla- visindin aðsvilfaminni á sviði korn- yrkjunnar en þau eru á sviði naut- griparæktarinnar. Hvaða áhrif skyldi slikar breytingar hafa á mennina, sem neyta þessara breyttu og síbreytilegu fæðu ? Þeirri spurn- ingu er ekki hægt að svara. Mér vitanlega er enginn til sem svarið veit. Allir hafa verið svo önnum kafnir við að framleiða að engiun hefir gefið sér tíma til að athugc hvaða áhrif að hin breytta og breyti- lega framleiðsla hefir haft á menn- ina sjálfa, og þroskaskilyrði þeirra, sem er brennipunkturnin eða aðal- atriðið í öllu okkar umstangi í lið- inni tíð, í nútíð og í 'framtíð. Alt þetta hefir hinn svo nefndi nýi tími flutt imeð sér og enn meira, eftir þvi sem Dr. Alexis Carrell, amerísk- ur skurðlæknir og Nobelsverðlauna- hafi frá 1912 farast orð í bók sinni: “Man the Unknown,” sem ‘hver ein- asti maður ætti að lesa. Honum far- ast orð þannig: “Siðferðismeðvit- undarinnar verður naumast vart. Þeirri dygð á meðal vor hefir verið stungið svefnþorn. Ábyrgðarleysið ’ríkir hjá öllum. Þeir sem greina á milli góðs og ills eru iðjusamir og hugsa um að aifla f jár framtíðinni til tryggingarinnar eru dæmdir til fá- tæktar, og á þá litið sem, stranda- glópa. Mæður, sem meta meira upp- eldi barna sinna en að vera á rápi í atvinnuleit utan heimilisins, eru á- litnar heimskar. Ef einhverjum tekst að safna ofurlitlu af fé, til þess að tryggja framtíð fjölskyldu sinnar með, eða að menta börnin sín, þá er því rænt frá þeim af slungnum f jármálamönnum eða stjórnumwni og skift upp á milli þeirra, sem af sjálf- skaparvíti eða af skammsýni verk- smiðjueigenda, bankastjóra eða hag- fræðinga ekki ihafa getað séð sér farborða. Lista- og vísindamenn, sem eru framleiðendur fegurðarinn- ar, auðsins og heilbrigði mannfé- lagsins lifa og deyja á fátækt. Ræn- ingjar féfletta menn í friði. Stiga- menn njóta verndar stjórnmála- mannanna og virðingar dómaranna. Þeir eru og hetjurnar sem börnin dáðst að á myndasýningunum og taka sér til fyrirmyndar. Auðmað- urinn hefir réttvísina í hendi sér. Hann getur varpað frá sér konu sinni þegar að hún fer að eldast og skilið móður sína eftir umkomulausa í hinni sárustu neyð; rænt þá sem treysta honum fyrir peningum sín- uiin, eða eignum, án þess að missa álit kunningja sinna. Sérfræðingar segja orðið fyrir um samræði manns og konu. Enginn mismunur er gjörður á mili þess sem er rétt og þess sem er rangt, þess sanngjarna og þess ósanngjarna. Glæpamenn leika lausum hala og þrífast vel, án þess að nokkur mótmæli. Prestarn- ir hræra í trúarbrögðunum eins og i grautarpotti og þeir hafa eyðilagt leyndardóma þeirra. En samt tekst þeim ekki að ná eyra nútíðar (nýja tíma) fólksins. í kirkjum sínum eru þeir að berjast við að prédika halta siðfræði árangurslaust. Þeir leggja sig niður við að vera spor- gangarar lögreglunnar og með henni vinna að hagsmunum hinna ríku og að halda uppi grindaverki siðmenn- ingar nútímans.” Þessi nafnkunni læknir, rit- höfundur og visindamaður er auð- ! sjáanlega ekki eins hrifinn af J nýja tímanum eins og svo margir I vor á meðal virðast vera. Ákær- ur hans eru allar alvarlegar og ' bornar fram með þeim alvöruþuriga ^ og rökfestu ð ekki er unt að ganga 1 framhjá þeim, jafnvel ekki fyrir þá, sem með mestri léttúð, vagga sér á munaðaröldum nýja tímans. Hugur hans brennur ekki samt út af neinni ástríðu eð æsing, heldur út af þeirri sannfæringu, að hin breytta að- staða eða hinn nýi tínri sé að bera siðmenning nútímans að feigðrósi. Mér dettur ekki í hug að fara að gjöra ákærur Dr. Carrel að umtals- efni hér. Eg vil aðeins áður en eg held lengra áfram, minnast á eina, og það eru leyndardómar trúar- bragðanna, sem hann segir að prest- ar nýja tímans séu búnir að eyði- leggja. Eg ætla samt ekki að fara að leitast við að ræða þá lfrá trúar- bragðalegu sjónarmiði. Ekki held- ur að reyna að bera blak af prestun- um, því enginn sem opin hefir haft eyru og augu i seinni tíð, getur dul- ist, að það er einmitt það, sem fjöldi þeirra hefir verið að gjöra. En mig langar til að bera fram spurningu og hún er þessi: Hafa menn nokk- urn tíma í einlægni og rólegheitum gjört sér grein fyrir því, hversu mik- ils virði að þessir leyndardómar hafa verið mönnum á öllum tímum og eru þeim enn í dag? Það er að segja það semi eftir er af þeim. Og þegar eg tala um Aerðmæti leyndardóm- anna, þá á eg ekki við hin trúar- legu verðmæti eða áhrif, heldur menningarmátt þeirra. “Fegurð hrífur hugann meir þá hulin er,” segir skáldið. WSnckeltnan segir að hetjufegurðar hugsjónir hinna fornu listamanna þurfi að færast upp í æðra veldi og þar til fyrirmyndar 1 sé mannkynsfrelsarinn, þvi sam- kvæmt ritningunum, þá hafi liann verið fegurstur á m.eðal manna, og [ við það vil eg bæta, að leyndardóm- ar trúarbragðanna- ha fa lyft hugsun | mannanna upp og út yfir hinn ver- aldlega sjóndeildarhring þeirra upp í æðra veldi, fegurri heim, kærleiks- ríkara umhverifi og fullkomnara réttlæti en þeir sjálfir ihafa átt kost á af sínum eigin ramleik, og verið á þann hátt ekki aðeins stoð feg- ' urðarþroska þeirra, heldur blátt ■ áfram grundvöllur sá, sem fegurð- arþroskinn hefir byggst og byggist á. En jafnvel þá, hafa vélavísindin ' ekki getað látið i friði, heldur reynt til að leggja undir sig, og þá eðli- 1 lega samkvæmt þeim krafti, sem í I þeim býr. Semi dæmi má benda á | eftinfarandi, úr penna og þá eðlilega úr huga eins af þjónum hinnar ís- lenzku kristni, þar sem hann er að syngja útfararsálm hinna fornu dygða. Honum farast þannig orð: “Annað hvort göngum vér af úrelt- um dygðum dauðum, eða þær af oss. Annars vegar er að kjósa einveldi forndygðanna yfir eyddri jörð og af máðu mannkyni, hins vegar sigur- vegara dygðanna: endurborið mann- félag og farsælt líí.” Hvernig að hið endurborna, farsæla lif á að verða, þegar að öll bönd forndygð- anna eru rofin og hver getur látið og leikið sér eins og hann eða hún vill, er víst fáum hugsandi mönnuim ljóst. Eg bendi ekki á þetta í þeim tilgangi að reyna að svamla um það hyldýpishaf, sem opnast undir fót- um manns við þá hugsun, að slíkt gæti komið fyrir, né heldur til að dá þennan eða annan eins smsetn- ing, heldur bendi eg á það sem sýn- is'horn þess, hversu langt að æstar hugsanir og afvegaleidd dómgreind

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.