Lögberg - 06.01.1938, Page 6

Lögberg - 06.01.1938, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 0. JANÚAR, 1938 Madame Thérése Þannig mælti frændi og lagði áherzlu á orðin, haet'ti að reykja og lagði pípuna á t)orð- ið. Hann var meira en lítið hrifinn. Loksins tók madama Théréae til máls: “Ó, Doktor! Talaðu ekki svona; því ef þú gerir það, þá skil eg við þig fljótlega; fer lír Inisinu. Fg hið þig þe^ss lengstra orða, að tala ekki þannig.” “Eg hefi aðeins sagt þér hugsanir mín- ar,” svaraði frændi og lyfti hendinni til á- herzlu; “og úr því þú segir svo, þá skal eg hadta að tala um þetta, en eg mun samt ætíð virða þig sem virðingarverða og göfuga konu, og verða ætíð stoltur af að hafa annast þig á neyðartímum. Foringinn sagði mér líka af föður þínum og bræðrum, þessum mönnum, sem börðust svo hraustlcga fyrir því sem þeir álitn rétt, þessir almúgamenn, sem lifðu hinu einfalda lííi, en hug.suðu hátt. Það verður mönnum minnistætt, þegar þúsundir hinna stoltu sérgæðinga, sem hugsa aðeins um sinn eiginn hag ríkja. Eg segi það með eftirsjá, þegar eg hugsa um þessa, sem álíta sjálfa sig mikla og fædda til að stjórna, en eru eigin- gjarnir í mesta máta og ganga á öðrum; þá hættir mér til að óska að hinir óeigingjörnu, hetjurnar, a ttu griðastað og tækju sér ból- festu meðal fólksins, til að ráða ríkjum. Ilvort }>eir kalla sig Republikana eða ekki, gerir minst til. Eg er að hugsa um þá, sem eru góðhjartaðir og hafa meðlíðan með öðr- um, þá, sem eru hreinhjartaðir og göfugir fvrir augliti almættisins og gera skyldu sína gagnvart öðrum mönnum. ” Frændi gekk um gólf fram og aftur og virtist tala mest við sjálfan sig. Madama Thérése hafði þurkað af sér tárin og sagði brosandi: “ Já, Doktor, þú færðir mér ágætar frétt- ir. Eg þakka þér af öllu hjarta. Nú fer mér að batna.” “Já, ” svaraði frændi, og stanzaði. “Þér mun batna betur og betur; en vertu ham- ingjusöm í hvíldinni. Þú hefir lengi verið þreytt. Eg vona að })ú sofir vel í nótt. Ivomdu Fritzel, komdu Lisbeth; komið þið; áfram! Góða nótt, madama Thérése. ’ ’ “Góða nótt, Monsieur Doktor,” sagði madama Théróse. Hann tók kertið og laut niður eins og dreymandi, og kom upp stigann á eftir okkur. Næsta dag var eins og alt væri umvafið sælu og sólskini í húsi frænda. Það var orðið mjög framorðið þegar eg vaknaði af værum svefni. Eg hafði sofið tólf tíma í einum dúr, upp á sekúndu, samkvæmt klukkunni, og það fyrsta sem eg sá, voru litlu kringlóttu rúð- urnar þaktar silfurlitum blómum. Það voru þúsundir rósa og annara blóma, sem engin mannleg hönd hefði getað teiknað. Það var aðeins eitt mjög einfaLt hugskeyti frá skap- aranum, um miðvetur, að minna okkur á vor- ið : en það var líka merki um mikinn kulda, um þurt frost og hressandi, sem fylgdi vetrinum. Þá frjósa allar ár og uppsprettulindir og rakir stígir verða harðir undir fæti, og grunn- ir pollar þekjast hvítum brothættum ís, skel- þunnum, sem marrar í undir fætinum og brotnar eins og eggjaskurn. Þegar eg sá þessa breytingu, með nefið Varla út undan ábreiðunni og með baðmnllar- kúfinn dreginn niður á háls, þá sá eg líka eins og í hilling, alla liðna vetra; og eg sagði við sjálfan mig: Fritzel, þú þorir ekki að fara á fætur, nei, jafnvel ekki til að' borða morgun- matinn, þú þorir ekki.” En ilminn lagði af súpunni úr eldhúsinu og það gaf mér ótrúlega mikið hugrekki. Bg var samt búinn að velta þessu fyrir mér í hálftíma, og smám saman að komast að niðurstöðu í málinu: um að taka fötin í fang mér er eg hefði stokkið niður á gólfið, hlaupa niður í eldhús og klæða mig við arin- hellurnar, þegar eg heyrði til frænda í næsta herbergi við mitt. Eg þóttist ])á skilja að hann hefði verið þreyttur eftir ferðalagið og hefði því sofið alveg eins og eg. Nokkrum augnablikum seinna sá eg hann koma inn í mitt herbergi hlæjandi og skjálfandi, aðeins í brókum og skyrtu. “Komdu, komdu, Fritzel,” sagði hann. “Stöktu; vertu hugaður! Finnurðu ekki ilm- inn af súpunni?” Svona hafði hann hrópað vetnr eftir vetur, þegar kalt var, og skemt sér við að sjá hvað eg var ragur. “Ef þú gætir fært mér súpuna hingað, þá þætti mér það betra,” svaraði eg. “ó, raggeitin þín! Raggeit!” sagði frændi. “Hann vill gera svo lítið úr sér, að láta færa sér matinn í rúmið! Hefir nokkur Lieyrt annað eins! ’ ’ Og til þess að gefa mér gott eftirdæmi, þá lielti hann jökulkalda vatninu úr krukk- unni í stóra fatið og þvoði sér um andlit og 1 hendur, segjandi: r “Þetta gerir mann að manni, mundu það; það herðir okkur og opnar augun fyrir nýjum hugsjónum. Lvomdu á fætur! Komdu! ” Eg þóttist sjá að hann ætlaði sjáifur að fara að þvo mér. En eg vildi ekkert með það hafa. Eg stökk niður úr rúminu, þreif föt mín og stökk niður stigann eins og eldibrand- ur. Frændi skellihló svo undir tók í húsinu. “Ó, þá verður frægur Republikani!” sag'ði liann og gerr l'iækik'ga atlögu með Jóni litla. Eftir það verðurðu hugaður.” En þegar eg var einu sinni kominn að eldinum, gerði eg Léttvægi úr háði frænda, og klæddi mig í snatri. Eg þvoði mér úr lireinu vatni, sem Lisbeth lét mig hafa. Eg fór að gefa súpunni hornauga. Mér leið vel. Eg þvoði mér sjálfur, og var ánægður með það; svo þegar eg var að þvo mér og gefa súpunni auga, kom frændi niður og kleip mig í eyrað, eins og æfinlega þegar vel iá á honum, og sagði við Lisbetli: “Jæja, jæja! Hvernig líður madömu Théróse í morgun? Eg vona að hún hafi sofið vel.” “Komdu inn fyrir, ” sagði Lisbeth með áherslu, sem benti á að það lægi vel á henni; “komdu inn Doktor, það er einhver fyrir innan, sem vill tala við þig. ” Hann fór inn fyrir og eg á eftir. Við vorum hissa að sjá gest þarna inni, xen því meira forviða urðum við er við sáum tjöldin dregin saman og Thérése líta til okkar, þar sem hún sat alklædd í einkennisbúningnum sem drykkjarvörður, í litla vestinu, sem var Imept, með kopartölum upp að höþu og með stóra trefilinn rauða um hátsinn. Hún sat aftan við ofninn og hélt hendinni á höfðinú á Scipio, sem sat við fætur hennar. Hún leit nú út alveg eins og þegar við sáum hana fyrst, aðeins fölari; og liattur hennar Lá á borðinu. Við sáum því fallega liárið, sem var skift í miðju enni, og féll nú yfir herðar henni, svo hún leit. út sem ung istúlka. Við sáum nú hrafnsvarta, fagra, mikia hárið og augun stóru, skæru og fögru. Hún brosti að hvað við værum forviða og strauk um höfuð Scipio, sem sat fast hjá henni. “Mikli Guð!” sagði' frændi. “Hvað er þetta? Það ert þú, madama Thérése! Þú ert komin á fætur !” Svo bætti liann við hálf-óróiegur: ‘ ‘ Hví- lík óforsjálni!” En hún héit áfram að brosa, rétti lionum hendina kunnuglega, og horfði á hann fögru, dökku augunum, sem virtust talsvert áhrifa- mikil þennan morgun, og svaraði: “Vertu ekki neitt kvíðafuilur, Doktor! Eg er orðin heiibrigð, vei heilþrigð. Góðu fréttirnar í gær iæknuðu mig alveg. Sjáðu fyrir þig sjálfur!” Hann tók um úlflið henni og taldi slögin með dreymandi svip. Það virtis:t sem birti yfir enni frænda; þar var skuggi áður, og hann kaliaði upp svo kátur : “E'ngin veiki lengur. Já, nú er alt búið! En vertu samt varkár fyrst í stað, varkár um tima enn!” Svo hörfaði hann eins og aftur á bak nokkur skref, og horfði á sjúklinginn, sem hafði verið og hló dátt, rétt eins og ungling- ur, og hún brosti að honum all f jörlega. “Þú ert nú alveg eins og þegar eg sá þig .fyrst, madama Thérése. Ó, hvílík gleði! Hvílíkt lán!” Það ert þú, sem bjargaðir lífi mínu. Doktor!” sagði hún, og augun fyltust tárum. En hann eins og leit upp og lyfti hendimri til þagnarmerkis: “Nei, það er hann, sem aila annast og verndar, skaparinn. Hann vill ekki að hinar fögru hugprúðu sálir farist, heldur að þær dvelji meðal mannanna, til þess að kenna þeim sem eftir lifa hugprýði og meðlíðan með öðrum. Hann skulum við lofa; honum skul- um við þakka. Það er skylda okkar.” Hann brevtti rödd og svip skyndilega og hrópaði: “Látum okkur gleðjast af hjarta. Hví- líkur ósegjanlegur gleðidagur er það, sem við höfum í dag! Slíkan dag höfum við aldrei lifað fyr.” Hann hljóp út í eldhús og kom ekki strax aftur, svo madama Thérése benti mér að koma nær. Hún lagði lófana að vöng- um mér og kysti mig og strauk hárið frá enn- inu á mér. “Þú ert góður drengur, Fritzel,” sagði hún. ” Þú ert líkur Jóni litla bróður mínum.” Þá kom frændi inn aítur og sást ánægja hans innanbrjósts í augunum. “í gær var eg heima; það er nauðsynlegt að menn hvíli sig annað slagið. I dag ætla eg að ferðast dálítið um þorpið, svo sem til að jafna mig og sannfærast um að eg hafi góða samvizku, og þegar eg kem til baka ætla eg að stanza nokkuð lengi þar sem Anna Lehnel lifir enn. Um það verður ekki deilt, að kven- fóllcið skapar heimilið.” Um leið og hann sagði þetta, lét hann á sig hattinn og kastaði úlpunni á öxl sér, fór út og brosti í áttina til okkar. Madama Thérése varð eitthvað dreym- andi á svipinn. Hún stóð upp, gekk út að ^lugga og.færði ruggustólinn með sér. Hún fór að horfa út á strætið framan við gos- brunninn, mjög alvarlega á svipinn. Eg fór út í eldhús með Scipio til að borða morgun- mát. Bftir svo sem hálftíma heyrði eg frænda koma heim segjandi: “Jæja, hér er eg kominn heim aftur, og er frí og frjáls að vera heima í kvöld. Eg er búinn að fara milli sjúklinganna. Alt er í góðu lagi og eg þarf ekki að fara frá aftur í kvöld.” Scipio hafði verið að rífa í lmrðina, svo við fórum inn til samans, er eg hafði oimað hurðina. Frændi var a hengja úlpuna á vegg- inn og hann sá að madama Thérése var alveg í sama stað og áður og hálf raunaleg á svip- inn. “Úm hvð ertu að iiugsa, madama Thér- ése? Mér virðist þú þunglyndislegri en þú varst fyrir stundu síðan,” sagði hann. “Eg er að hugsa um það, Monsieur Doktor, að ]>rátt fyrir alt, sem eg hefi liðið, ag eð skuli enn vera heil á húfi hér á jörð, um einhvern tíma enn. ” Grátkeimur var í rödd- inni. “Um einhvern lítinn tíma, segir þú. Segðu heldur um mörg ár enn. Svo er Guði fyrir að þakka að þú ert sterkbygð og eftir stuttan tíma hér frá verðurðu jafnsterk og áður.” “Já, Monsieur Jacob,” sagði hún, “en þegar einhver góður maður, maður, sem finn- ur virkilega til með öðrum, hrífur mann úr dauðans kverkum á síðustu stundu, þá er það mikil sæla að finna til þess að maður sé eins og fæddur á ný, og geta sagt við góða mann- inn: “Ef það væri ekki fyrir þína hjálp, þá væri eg ekki lengur hér á jörð.” Frændi þóttist skilja að hún væri að hugsa um bardagann frammi fyrir hinum hálfhrundu veggjum, opunum ýmsu og litlu gluggunum liáu, og líka það sem komið hafði fyrir: dauði fjölmargra manna og grimdin og dauðans dapurleiki. Honum datt í hug að hún væri að hugsa um Joseph Spick. Og honum flaug í hug þegar hann ætlaði að flytja liana til grafar og Scipio fyrirbygði það Hann þagnaði og stóð eins og negldur niður, er hann hugsaði um þetta alt. Eftir nokkur augnablik spurði hann: “Hver hefir sagt þér frá þessu, madama Thérése ? ’ ’ “í gær, þegar við vorum einar, sagði Lisbeth mér það sem eg vreit um þetta mál, ” sagði hún. ‘ ‘ Lisbetli sagði þér þetta, og’ eg hafði þó fyrirboðið henni að segja orð um það,” sagði frændi. “Ó, þú skalt ekki áfella hana mikið, Doktor,” sagði hún, “ eg er í sökinni líka. Eg vildi vita um þetþa og hún hefir gaman af að taia við mig. ” Madama Thérése brosti og frændi, sem virtist verða rólegri sagði: “Eg hefði átt að búast við þessu. Yið skulum ekki tala um það meira. En mundu ])að, madama Thérése, að þú verður að út- rýma öllum særandi og þreytandi hugsunum úr huganum og reyna að hugsa um það sem er fagurt, skemtilegt og hressandi, því það er nauðsynlegt til þess að styrkja heilsu þína. Alt mun ganga vel héðan af, en við skulum hjálpa náttúrunni sjálfri sem bezt við batann, með þægilegum, viðfeldnum hugsunum, sam- kvæmt hinum ábyggilegu fyrirsögnum hin-s vitra Ilippocrates til forna, spekingsins, sem innleiddi meðul og hyggilega notkun þeirra. —Heilbrigð, sterk sál, styrkir veikbygðan líkama,” sagði hann. Sterk sál útrýmir svekkjandi hugsunum og drungalegum og inn- leiðir hugsanir vonarinnar fögru um sólskin og sælu. Eg vildi að þessi gosbrunnur og alt hans umhverfi væri komið hinum megin í þorpið. En úr því það er nú þarna og við getum ekki fært það, þá skulum við öll setjast við ofninn, svo við sjáum ekki þann óheilla stað. Það verður miklu betra.” “Eg skal hlýða,” sagði hún og stóð á fæt- ur. Hún studdist við arm frænda og virtist sem honum væri það ljúft að styðja ha.na. Bg velti rúggustólnum á eftir þeim og inn í liorn og við settumst öll kringum ofninn og höfðum ánægju af harki og snarki eldsins, sem skíðlogaði. Af og til heyrði eg úti langt í burtu hund gelta, hinum megin í þorpinu, og þessi rödd sem var há og hvell, heyrðist sjálfsagt langt til og kom Scipio á stað. Hann stökk upp og fór ein fjögur skref í áttina að dyrunum, urraði með veiðihárin út í loftið; en hann kom til baka fljótlega að stólnum mínum. Hann hugsaði víst, sem svo að eldurinn væri mjög notalegur og })ví betra að liggja nærri lionum, en að ómaka sig við að gelta. Madama Thérése, sem var æði föl, virtist ánægð og róleg. Hið mikla, fagra hár féll fagurlega um herðar henni og sló á það yndis- legum bláum blæ. Við vorum að masa lítil- lega um ými-slegt, mjög rólega, og frændi reykti stóru postulínspípuna með mestu á- nægju. “Segðu mér nokkuð, madama Thérése, ” lók hann til máls: Hefi eg ekki séð þig áður í þessu ve-sti? Eg held að eg hafi séð þig ein- hversstaðar áður alveg eins klædda og þú ert nú.” Þú hefir líka sniðið vestið upp og saum- að það að nýju.” “Já, við Lisbeth gerðum það í gær,” .svaraði hún. “Gott, gott! Þú kant þá að sauma . . . Já, eg man það nii, að eg sá þig við sauma, þar sem ]>ú sazt við bryggjusporð, eða eitt- hvað líkt því, við fljót nokkurt, og skotbloss- arnir virtust lýsa þér annað slagið.” Madama Thérése brosti og sagði: “E'g er dóttir fátæks skólakennara, og það fyrsta sem maður þarf að læra, ef maður er fátæk- ur, er einmitt það að vinna fyrir sér ráðvand- lega. Faðir minn vissi það og sá um að við lærðum öll eitthvert handverk. Það er aðeins eitt ár síðan við fórum í herinn, ekki aðeins okkar fjölskylda, heidur allir ungir menn úr þorpinu og nærliggjandi þorpum, með byssur, axir, mykju og heykvíslir og barefli, alt sem hönd á festi til varnar móti Pníssum. Allir urðu að taka sig upp þegak kall Brunswicks heyrðist, allir af landamærunum; menn voru svo naumt fyrir að menn urðu að æfa á leið- inni til vígvallar. Faðir minn, lærður maður, varð fyrst kafteinn í deild okkar, og seinna eftir nokkr- ar orustur yfirforingi deildarinnar. Eg hjálpaði honum við æfingarnar frá því fyrsta. Eg liafði gengið á skóla og lært það sem stúlk- um var ætlað að læra, þar á meðal liússtjórn af beztu tegund. “Ó, Monsieur Jacob, ef einhver hefði sagt þá, að eg myndi á komandi tíð fara í her- göngur með karlmönnum, hermönnum, og leiða hestinn minn, á beislinu að nóttunni og fara með vagninn minn meðal hinna dauðu í .valnum, og ráfa klukkutímum saman í myrkr- inu, nema þegar leiftur skothríðarinnar slægi birtu á veginn, þá myndi livorki eg né aðrir hafa trúað því. Elg hugsaði aðeins um að gera verk mín í hiisinu og við hús okkar. Eg var svo feimin, að ef einhver ókunnur leit á inig, þá gat eg ekki varist því að roðna. En hvað gerir maður ekki, þegar s'kyldukvöðin kallar í skugganum, þegar föðurlandið kallar fram sína hraustu drengi ? Þá slær hjartað í ákafa og er ekki lengur það sem það var áður. Menn leggja af stað á hergöngu, hræðsian glevmist þar til löngu seinna, að menn fara að hugsa um þetta, og verða forviða, þegar menn verða þess varir að hafa gert slíka hluti er áður virtust ómögulegir.” “Já, það er rétt!” sagði frændi og hneigði sig til samþykkls. Eg sé þetta ljós- lega. . . . Það er þannig að menn fara af stað út í þessi undur . . . Það er þannig að menn fara í stórhópum í þessar ægilegu or- ustur. Hér er sannarlega alvarlegt umhugs- unarefni!” Við héldum áfram að masa þannig, þar til um miðjan dag. Lisbeth 'fór að leggja á borðið og bera fram réttina. Yið sáum hana koma og fara, leggja dúkinn á borðið og setja á diska og annað. Við horfðum á það með ánægju og þegar hún kom með súpuna sjóð- andi heita, kallai frændi og sagði kátur: “Komdu, madama Théróse, látum okkur setjast að borðum!” Hann gekk til hennai* og studdi hana að borðinu. “Nú erum við hjá hinni góðu ömmu Lehnel, verndargyðju heimilisheilla, allra góðra manna; eins og gamli kennarinn minn Aberhardt frá Heidel- berg var vanur að segja.” Hún brosti, og þegar við vorum seztir hvor á móti öðrum, frændi og eg, og litum yfii alt, virtist okkur sem alt væri í bezta lagi, að alt hefði verið ])annig frá upphafi, eða liefði átt að vera svo, að til þessa. dags hefði alt af verið autt sæti við borðið, sem nú væri svo vel skipað, og gæfi okkur hamingju og feginleik. Jafnvei Lisbeth er hún kom fyrstmoð flöskur, síðan garðávexti, og síðast steikta kjötið, stanzaði í hvert sinn og leit á okkur svo him- inlifandi ánægð, að sjá, og Scipio héit sig eims oft lijá mér eins og húsmóður sinni, eins og hann gerði okkur engan mun. Frændi skamtaði madömu Thérése og })ar sem hún var enn lémagna, skar hann kjötið fyrir hana á diskinum og sagði: “Einn bita enn. Það sem þú þarft mest með er að safna kröftum; borðaðu svolítið meira; en svo skulum við hætta. Maður verður að fara varlega.” Þegar við vorum langt komin að borða, fór hann út um augnablik, og eg fór að hugsa um hvert hann hefði farið. Þá kom hann inn aftur með flösku stóra, með rauðri hettu yfir og alla rykuga. “Þetta, madama Thérése,” sagði hann, “er sendiftg frá einum af viðfskiftavinum mínum til að minnast þín og óska þér heilla. Við gátum ekki neitað honum um það, því vínið er frá Burgundy fylki, sem er frægt fyr- ir sitt góða vín.” Hann sagði þetta glaðlega.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.