Lögberg - 27.01.1938, Page 1

Lögberg - 27.01.1938, Page 1
51. ÁRGANGUR WTNNIPEGr, MAN., FIMTUDAGINN 27. JANtJAR 1938 NÚMER4 • Frá Islandi • —Þér hafið kynst dulskepi Tibet- búa, og dulrænum fyrirbrigðum? —Já, eg sá og heyrði margt um þá 'hluti, eins og t. d. menn, sem í dásvefni þjóta yfir holt og hæðir með sama hraða og fuglinn fljúg- andi. Arni Á Þorkelsson 85 ára 1 dag er 85 ára, Árni Á. Þorkels- son frá Geitaskarði í Langadal. Hann var um áratugi einn af þekt- ustu og merkustu bændum þessa lands og sat hið forna höfuðból, Geitaskarð, með mikilli prýði eins og þjóðkunnugt er. Var þar fyr á tíimum höfðingjasetur, en enginn mun hafa gert slikar umbætur á hinni fögru jörð eins og Árni, bæði í ræktun og húsabyggingum. Hús- bóndinn var sannur sveitarhöfðingi og heimilið fyrirmyndar heimili. Öll þýðingarmestu trúnaðarstörf sveitar sinnar hafði Árni á Ihendi um tugi ára. Var samtímis hreppstjóri, sýslunefndarmaður og oddviti og sýndi á öllum sviðum imikinn dugnað og fágæta fyrirhyggju svo að undir hans stjórn breyttist ástandið svo í Engihlíðarhreppi, að þegar hann tók við sveitarstjórn var hreppur- inn alt að því kominn á sýsluna, en er nú nálega bezt stæði hreppur i Húnavatnssýslu. Hreppstjórinn var þar skjól og skjöldur bæði út á við i öllum hagsmunamálum, og inn á við þegar einhvern vanda bar að höndum, svo sem skort á fóðri handa fénaði eða annað sem leysa þurfti úr. Meðferð á öllum skepnum á Geitaskarði var til slikrar. fyrir- myndar að héraðskunnugt var og 'niin það hafa valdið miklu um ðreyttan hugsunarhátt margra, sem til þektu. I menningarmálum var Arni einn af fremstu mönnum þeirr- ar kynslóðar sem nú er að hverfa. Hann var í stjórn Búnaðarskólans á Hóluni á hans fyrstu árum, og Hvennaskóli Húnvetninga á honuin meira að þakka en nokkrunn' manni óðrum, enda enginn fram að þessu 'taft þar jafn lengi stjórn á hendi. Fyrir nokkrum árum fékk Ámi Itöfuðbólið lí hendur tengdasyni sín- um, Þorbirni Björnssyni, en flutti sjálfur til dóttur sinnar og tengda- sonar á Sauðárkróki. Hann er enn, þó 'hálfníræður sé, við sæmilega heilsu og hress í anda, eins og jafn- an tiður. Er það því miður fágætt, að þeir sem standa á blómaskeiði tefinnar í fararbroddi á sinu verk- sv'ði, standist fangbrögð ellinnar svo Ve' sehi Árni hefir gert. Mun þar margt valda, en ekki sizt hans al- ttnna glaðlyndi og bjartsýni. Slík- lr menn eru altaf ungir í anda. Nú á afimælisdaginn 85. sendir 1 J°lmennur hópur vandamanna og 'lIna ðinum merka sveitarhöfðingja '>jar kveðjur og hugheilar óskir UlT1 ðamingju og gleði. Jón Pálniason. —Morgtmbl. 17. des. * # # Mai)uy rotast til bana * ousl/ysi Maður frá Kefla er vörubifreiðin K. veginum milli H; heykjavikur j gær, sem dó Jiét Þórður reiðarstjórinn, Kris Xjálsgötu 72 hér j liöfði, en ekki hætt Bifreiðin, sem f leið til Rcykjavíkt Var hún að flytja f Áðeins tveir fyrnei í bílnum. Slysið vildi til um klukkan 2 í gterdag. Bifreiðin var þá komin að brunm, sem er yfir Arnarneslæk- mn. Þegar bifreiðin var rétt kom- m að brúnni, kom önnur bifreið frá Reykjavik á leið til Hafnarfjarðar. Bifreiðarstjórinn á G. K. 84 mun hafa hert nokkuð ferð bifreiðar á brúna. Brúin er aðeiniL3.20 metr- ar á breidd, en vegurinn er 6 metra bfeiður. Er bifreiðin var komin yfir brúna beygði hún yfir á vinstri vegarbrún til að gefa bifreiðinni, sem kom á mót, rúnr til að fara framhjá á veg- inum. Hefir bifreiðarsjtjórinn lagt oí mikið á stýrið til vinstri, því bif- reiðin fór útaf veginum vinstra megin. Valt bifreiðin og við veltuna brotnaði stýrishús hennar. Iiifreiðarstjóranum á bifreið þeirri, sem var á suðurleið, var litið aftur fyrir sig og sá að G. K. 84 hafði farið út af veginum. Er hann kom að lágu báðir menn- irnir meðvitundarlausir undir brotnu stýrishúsinu. Þórður heitinn mun hafa dauðrot- ast strax er bifreiðin valt. Engir áverkar sáust á líkama lians. Bifreiðarstjórinn á bifreiðinni, sem kom þarna að, gat ekkert aðhafst einn og fór hann og sótti hjálp. Kögreglan hefir ekki lokið rann- sókn sinni, en athugun sem bifreiða- skoðunarmaður gerði á G. K. 84 leiddi í Ijós, að ekkert mun hafa ver- ið athugavert við stýrisumbúnað eða1 hemla bílsins. Þórður Sigurðson var kvæntur maður og átti fjögur börn óupp- komin.—Morgunbl. 18. des. # # * Dnlarfull fyrirbrigði í Tíbet og á Islandi í gærkvöldi kom hvatlegur maður inn á skrifstofu blaðsins og kvaðst heita Theodore Illion, blaðamaður, fyrirlesari, rithöfundur. Hefir ferðast víða um heim, séð margt. En síðasta bók hans f jallar um “Hið heilaga Tíbet.” Þar var hann í 8 mánuði, og ferðaðist urn, sem inn- fæddur rnaður, talaði málið, heim- sótti helgidóiina þjóðarinnar, komst klakklaust um þar sem aðrir hafa ekki komist. —Er ekki hættulegt að ferðast um Tibet ? —Það er sjaldan, sem útlending- ar eru beinlínis drepnir þar. En ef þeir þar komast að því, að maður sé útlendingur, þá er maður tekinn fastur. Það sem hjálpaði mér bezt var, hve vel eg gat bjargað mér í málinu. Annars er það ekki við larnbið að leika sér, að læra tíbet- örísku. Það imál hefir 30 samhljóð- endur, i allóþyrmilegum samsetning- um. En það merkilegasta, yður að segja, sem eg kyntist á ferð minni í T.íbet er neðanjarðarborg ein, sent þar er, og Evrópumenn hafa ekki áður þekt. Eg mintist að visu ekki á hana í bók minni. Því það hefði ekki þýtt neitt að segja svo ótrúlega hluti til að byrja með. Menn hefðu ekki trúað mér. Nú kem'ur önnur bók út eftir mig upi þessa kynja- borg. —Og þér hafið heyrt um hugs- anaflutning og hugskeytin þeirra. —Já. En sú hlið dulspekinnar hverfur fyrir tækni tímans. Nú er kominn sími víða þar eystra. Flestir þjóðhöfðingjar eru þar nú í síma- sambandi við umheiminn. Mönn- um þykir simskeyti handhægari og jafnvel öruggari en 'hugskeyti. —Hvernig fenguð þér þá hug- mynd, að koma til íslantjs? —ísland er eins og Tíbet, eitt af þeim plássum jarðar, sem eru lítt kunn. Einkum öræfin. Eg fór urn öræfin hér suimarið 1935. —Hvaða fylgdarmann höfðuð þér ? —Eg fór áð mestu einsamall. Á þann hátt nýtur maður öræfanna bezt. tign þeirra og hreinleika. Eg fór upp í Hofsjökul, að Arnarfelli og víðar. Eg hafði mikla ánægju af þeirri ferð. Eg ætla að skrifa bók um ísland. Það á ekki að vera bók eins og allar aðrar bækur, alveg sérkennileg bók. Og nú er eg kominn til að kynnast þjóðinni, menningu ykkar og þjóð- 'háttum. Eg verð hér 6 vikna tíina. Siðan ætla eg að koma í þriðja sinn. ,Þá ætla eg að kynna mér dularfull fyrirbrigði hér, sálarrannsóknir o. þessh. Það er annars ákaflega erfitt að skrifa um slíka hluti. Fyrst og fremst er svo rnikið af því sem menn þykjast sjá og skynja í þeim efnum, skynvillur. Máske ekki 1 prócent raunveruleika. En það eru þau tilfelli, sem rannsaka þarf. Þjóðirnar líta misjöfnum augum á slíkar rannsóknir. í Þýzkalandi eru sálarannsóknir bannaðar, en í Hol- landi eru þær háskólafag. Aðalatriðið fyrir mér er þetta. Eg þarf að kynnast Islandi svo vel, að alt sem eg skrifa héðan sé rétt. Og bókin sem eg skrifa, þarf að vera þannig úr garði gerð, að Ihún veki athygli heimsins. —Morgunbl. 16. des. HJAKKAR 1 SAMA FARI Umræður í Manitobaþinginu um fjármál \\ innipeglxirgar og styrk til atvinnuleysingja, standa enn yfir, og eru horfur slíkar, að úrlausn sýnist litlu nær en áður, þrátt fyrir sendinefndir til Ottawa og þar fram eftir götunum. Á þriðjudaginn samþykti þingið tillögu frá Col. Webb, tneð 30 atkvæðum gegn 8, er í þá átt gekk, að krefjast þess af bæjarstjórn að hún komi tafarlaust fram með nýjar og ákveðnar uppá- stungur í málinu; var Col. Webb næsta harðorður í garð bæjarstjórn- ar, og sakaði hana um pólitískt fiimbulfamb og istöðuleysi vegna ótta við hugsanlegt atkvæðatap. V etrarmorgun Eftir Richard Beck Færist bros um fölan jarðarvanga; falla í rústir skuggaborgir nætur. Sól að foldu höfuð hallast lætur, hýrna frostsins rósir — næstum anga. Mjallaperlur, hreinni silfri, hanga liáltt og lágt í trjánum blaðasnauðum. Sléttuhaf í himinloga rauðum hlær — sem morgunsær við Islands tanga. sinnar og var hún fyrri til að komast I 'A RNARSAMBAND MILLl NORÐURLANDA ÞJÓÐANNA Þann 25. þ. m., flutti utanríkis- ráðherra Svía. Richard Sandler, ræðu í þjóðþinginu, þar sem hann lýsti yfir því, að örygis vegna yrði það nú ekki lengur umflúið, að Sví- þjóð, Danmörk og Noregur mynd- uðu með sér varnarsamband. Um þetta atriði virtust aJlir flokkar sænska þingsins vera nokkurn veg- inn sammála, að viðbættu því, að foringi íhaldsflokksins vildi að Finnlandi yrði jafnframt heimilað að ganga í þessa fyrirhuguðu sam- varnarbreiðfylkingu. ÁdÓÐI STJÓRNARVINSÖL- UNNAR I MANITOBA Samkvæmt skýrslu, sem dóms- málaráðherra Manitobafylkis, lagði nýverið fram í fylkisþinginu, nam hreinn ágóði stjórnarvínsölunnar í Manitoba á f járhagsárinu, sem end- aði þann 30. apríl síðastliðinn, $1,- 512,200. Áœtlun Eimskipafélag- sins, 1938 Áætlun uim1 skipaferðir Eimskipa- félags Islands á næsta ári er komin út. * Ferðum skipanna verður líkt hátt- að og undanfarin ár og sömu skipin halda uppi ferðum milli sömu borga og þau hafa áður gert. Gullfoss verður áfram í förum milli Kaupmannahafnar og Reykja- víkur, með viðkomu í Leith. í nóv- .ember og desemiber fer Gullfoss þó tvær ferðir beina leið til Kaup- mannahafnar og Islands. Einnig heldur Gullfoss áfram ferðum sín- um til Vesturlandsins. Brúarfoss verður í förum milh Kaupmannahafnar Leith og Reykja- víkur og norður um land til Akur- eyrar. Lagarfoss verður í förum frá Kaupmannahöfn og Leith til Aust- ur- og Norðurlandsins. Goðafoss verður í förum frá Ilamborg og Hull til Reykjavíkur og Akureyrar. Dettifoss verður einnig í förum frá Hamborg og Hull til Reykja- vikur og Akureyrar. Selföss verður í förum milli Ant- werpen og Reykjavíkur. Ferðir frá Kaupmannahöfn verða samtals 19. Þar af beint til Rvík- ur 4, með viðkomu í Leith 19, til Austur- og Norðurlandsins 8. Ferðir frá Hamborg til Reykja- yíkur samtals 22. Þar af tneð við- komu í Hull 19, með viðkomu i Kaupmannahöfn 3. Ferðir frá Antwerpen til Revkja- vikur samtals 11. Ferðir frá London til Reykja- víkur samtals 2. Ferðir frá Reykjavik til Kaup- mannahafnar 'samtals 24. Þar af beint 2. Með viðkomu í Leith 15. Með viðkomu i GrimSby 3. Með viðkomu á Austf jörðum 4. Ferðir frá Reykjavík til Ham- borgar samtals 20. Með viðkomu í Hull 7. Með viðkomu i Griim'sby 10. Með viðkomu í Leith 3. Ferðir frá Reykjavík til Ant- werpen samtals 10. Ferðir frá Reykjavik til London satntals 2. Ferðir frá Norður- og Austur- landinu til Kaupmannahafnar sam- tals 4. Ilraðferðir frá Reykjavík til Ak- ureyrar samtals 27. Ferðir frá Reykjavík til Breiða- fjarðar og Vestfjarða samtals 11. Ferðir frá Reykjavík til Aust- fjarða samtals 4. Ferðir frá útlöndum samtals 62. Ferðir til útlanda samtals 60. —Morgunbl. 23. des. Úr borg og bygð Mr. O. H. Oddson, byggingar- meistari frá Chicago, 111., kom til borgarinnar á imánudaginn; hélt af stað daginn eftir norður til Lundar, þar sem hann hygst að dvelja um hríð hjá ættmennum og vinum. •TIL LEIGU eftir 1. febrúar, 2 góð herbergi fyrir $12 og eitt fyrir $5, eða öll 3 fyrir $16, að 620 Toronto St. Upplýsingar veitir Mrs. Anna Halldorson, 640 Alverstone St., sími 36 13.1. Mr. Elías Elíasson frá Árborg, hefir dvalið í borginni nokkra und- anfarna daga. Mr. Hálldór Erlendsson fram- kvæmdarstjóri frá Árborg, kom til borgarinnar á mánudaginn var. Mr. Elias Sigurðsson frá Árborg var staddur í borginni i byrjun yfir- standandi viku. Mr. Sigurður Baldvinsson frá Lundar, var staddur i borginni i vikunni sem leið. Mr. Ágúst Williams, kaupmaður frá Hecla, Man., var nýlega staddur i borginni í verzlunarerindum. Mr. Thorsteinn Sveinsson frá Baldur, dvaldi í borginni í vikunni sem leið. Mr. og Mrs. Oscar Enerson frá Wynyard, koimu til borgarinnar í fyrri viku. Mr. Enerson brá sér suður' til Bandaríkja, en kona hans vestur til Treherne, Man., í heim- sókn til bróður síns, Mr. Boga Bjarnasonar. Leiðrétting. — Það hefir komist inn slæn) prentvila í æfiminningu Gríms Guðmundssonar, þar sem sagt er að hann hafi búið á Big Point. Þar átti að standa Big Grass. Þetta bið eg góðfúslegan lesara að athuga.—X. S. C. A meeting of the Young Peoples Society of the First Lutheran Cluirch will be held in the church parlors on Monday, January 3ist. at 8:30 p.m. All young people are welcome. Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will hold a Home Cooking Sale on Friday, February 1 ith, in the church parlors. Á ársfundi 'Gimli safnaðar, þ. 9- janúar s.J., voru eftirfylgjandi nefndir kosnar: Safnaðarnefnd: Mrs. J. H. Jo- sephson (forseti), Mrs. C. P. Paul- son (vara-forseti), ' Mrs. Sigm. Josephson (skrif.), Harold Bjarna- son (féhirðir), B. Egilson (vara- skrif. og vara-féh.), J. B. Johnson, Guðm1. Pétursson. Djákmnefnd: Mrs. J. B. Johnson (forseti), Mrs. W. J. Árnason (skrifari), Mrs. F. O. Lyngdal (fé- hirðir), Mrs. C. P. Paulson, Mrs. H. Bjarnason, Mrs. Daniel Péturs- son, Miss Guðrún A. Johnson, Mrs. Ing. N. Bjarnason. Grafrcitsnefnd: Erlendur Narfa- son (forseti), Harold Bjarnason (skrifari og féhirðir), J. B. John- son, Egill Egilsson, Einar Guð- mundsson. * Yfirskoðunarmenn: C. P. Paul- son, H. P. Tergesen. Home Cooking Sale verður haldin af deildum 1 og 2 í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju á föstudaginn 28. janúar frá klukkan 2.30 e. h. og frarn eftir kveldinu. Þar verður einnig selt kaffi og veitingar. Frk. Halldóra Bjarnadóttir er ný- komin til borgarinar vestan frá Regina, Sask., og dvelur hér fram yfir þjóðræknisþing. ÚT VARPS-ERINDI Mr. Walter J. Lindal, K.C., flytur á sunnudagskveldið kemur, kl. 6.15, útvarpserindi, sem nefnist á ensku “Our Common Nordic Heritage, (\’or sameiginlegi norræni arfur). Skilgreinir Mr. Lindal þar sameig- inlegan, norrænan arf Engil-Saxa, Bandarikjamanna og Norðurlanda- þjóðanna, ásmt æskilegu og sjálf- sögðu samstarfi þeirra í þágu lýð- ræðishugsjónanna. Erindi Mr. Lin- dals verður útvarpað frá CJRC út- varpsstöðinni, og er vonandi að sem allra flestir færi sér þetta í nyt. Frónsfundur' Fyrsti fundur “Fróns” á þessu ári verður n. k. þriðjudagskveld 1. feb. kl. 8 e. h. í Goodtemplarahúsinu. Verður skemtiskráin aðalega fjórar stuttar ræður, er allar munu fjalla 11*111' rit og skáldverk Halldórs Kiljan Laxness. Ræðumennirnir verða Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Jón Bíldfell, Hjálmar Gíslason og R. H. Ragnar. Munu þessir menn hafa allólíkar skoðanir um gildi og verðmæti rit- smiða H. K. Laxness, og þar sem svo mikið og margt er um hann ritað og rætt má telja víst að marga muni fýsa að heyra þessar ræður, þvi hér í borg skfitast imienn mjög í flokka þar sem sumir hefja Laxness til skýjanna sem afburða snilling, en aðrir níða hann niður fyrir allar hellur. Þar sem forsetinn er einn af ræðumönnunum, tnun varaforseti Tryggvi Oleson stjórna fundinum. Munið daginn, 1. febrúar, þriðju- dagskvöldið n.k. í neðri sal Good- templarahússins. Allir velkomnir. A eftir verða frjálsar umræður. endurkosinn TIL FORSETA Á nýlega afstöðnu ársþingi bændasamtakanna í Alberta, var Mr. Robert Gardiner, fyrrum sambands- þingmaður, endurkosinn til forseta í einu hljóði. í forsetaræðu sinni, eða ársskýrslu, leiddi Mr. Gardiner athygli fundarmanna að því, að eins og hann bezt vissi til, hefði sam- bandsstjórn aldrei gert til þess nokkrar minstu tilraunir, að tak- marka á nokkurn hátt lánstraust fylkisins eða ráða yfir því á nokk- urn hátt; fylkið hefði, þrátt fyrir staðhæfingar Mr. Aberharts, ávalt notið lánstrausts sins eins og stjórn þess hefði þótt bezt henta í þann og þann svipinn. Fundarmenn sam- þyktu að halda fullu pólitísku sjálf- stæði í fylkismálum, þó bændasam- tökin á hinn bóginn hölluðust að stefnu C.C.F. flokksins á sviði saxn- bandsmálanna. D. A. ROSS LÁTINN Á sunnudaginn var lézt hér í borginni, Mr. Donald A. Ross, fyrr- um fylkisþingmaður, áttræður að aldri. \rar liann lengi vel einn af áhrifameiri þingmönnum1 liberal- flokksins á fylkisþinginu í Manitoba í andstöðu við Roblin-stjómina.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.