Lögberg - 27.01.1938, Page 7

Lögberg - 27.01.1938, Page 7
LÖOBERG, FIMTUDAUÍNN 27. JANÚAR 1938 7 Sjálfstœði kirkjunnar IJað gegnir liinni mestu furðu, hve niargir þeir, seni i raun og veru vilja halda við kristni í landinu, láta sig engu skifta það ófrelsi, seni kirkjan á nú við að búa af hálfu rikisvaldsins. Hún er sem sé hin aumasta ambátt ríkisins. Alþýða manna virðist hafa gleymt því, að kirkjan er í eðli sfnu og samkvæmt hlutverki sínu algjiirlega sjálfstæð stofnun, jafnrétthá ríkinu. Henni er ætlað að gengsýra ríkið, vera nokkurs konar sál þess og samvizka. En slíkt getur 'hún því aðeins, að það virði hana sem jafningja sinn og veiti henni sem rúmast athafna- frelsi. Kirkjusagan sýnir það áþreifan- lega, að kirkjumálaástand okkar er óhafandi, enda óhugsandi til lang- frama. Hér skal aðeins stokkið á stiklum yfir aldirnar. Upphaflega er kirkjan ríki í rík- inu, eins og á sér stað um rómversku kirkjuna enn á voruim dögum, sem liefir algjöra sjálfstjórn allra sinna mála. Og þetta er bæði eðlilegast og happadrýgst, þegar á alt er litið, að mínu viti. Hinsvegar fylgir því óneitanlega vissir kostir, þar sem svo stendur á, að kirkjan er þjóðkirkja eða ríkis- kirkja. Hæði á hún þá greiðan að- gang að öllum þegnum þjóðfélagsin: og nýtur að ýmsu leyti stuðnings rík isins og verndar. En þetta er því aðeins, að um raunverulega þjó kirkju sé að ræða, þ. e. að allur al- menningur beri hana á höndum sér. j’eir keisarar, sem fyrst tóku kirkjuna upp á arma sína, voru að vissu leyti sigraðir af henni. Þeir vildu framgang kristindómsins í ríkjum' sínum. Þegar það viðhorf breyttist og ríkisvaldið fór framar öllu að nota sér kirkjuna hugðar- efnum sínum til framdráttar, án þess að bera hennar mál fyrir brjósti, hófst aldalöng frelsisbarátta kirkjunnar, sem lyktaði með sigri hennar. Gekk baráttan þá raunar út í öfgar, þar sem hún snerist að lokum um full yfirráð kirkjunnar yfir riíkinu á miðöldunum, án þess að kirkjan væri þeim völdum vaxin. Ekki verður því neitað, að Lúther var mikilmenni. Hann stóð einn gegn heiminum í Worms, og sagan segir, að hann hafi grýtt blekbytt- unni í hausinn á sjálfum myrkra- höfðingjanum. Margt sá hann sann- ar og réttar en móðurkirkjan. En varla gat hann gert meira glapræði, en að fá þjóðhöfðingjunum í hendur *ðstu völd kirkjudeildar þeirrar, sem við hann er kend. Var þó Eúther nokkur vorkunn, þvi að Þjóðhöfðingjarnir, sem hann rétti stJornartaumana voru siðbótinni fylgjandi og einlægir kirkjunnar menn. En hann hefði mátt vera þess fullviss, að svo myndi ekki ætíð Ver^a, að ríksvaldið væri kristið, og fært um að stjórna þannig málurn 'rkjunnar, að bæði hlytu blessun af. ú er skemst frá því að segja, að 1 o kar landi er þessum málum svo 'Omið, sem var á ríkiskirkjutknan- um. þegar einna verst gegndi. Er k'1^ drotni lengur yfir r junni eins og það hefir gert frá d°Kum siðskiftanna. yrst er 4 því að taka að það er pmbert leyndarmál, að kirkjan er *ms >J^kirkja að nafni þvi þeir gerast æ fleiri, sem láta sig kirkju- uahn engu skifta, eða eru beinlínis n v’fr kr>stmdóminum. Og þó ’ga þessir menn flestir að lögum dóms rCtt U ^ rá8a málum domsms og kirkju og hinir sem l,nna þeim af alW-, rt ’ ur vel henti sig ao Alþmgi verði oe ™ seni verkast vi,l svo tkip* að a lagalegan hátt drepi alt lif kirkjunnar í dróma, eða reki hana jafnvel allslausa út á gaddinn Reynsla undanfarinna ára bendir meira að segja í þá átt, að svo kunni að fara innan skamms. Þarf ekki annað en minna á svo alkunnug dæmi sem þau, að hlutur kristin- dám'sihs er gerður æ minni í skólun- um, sífelt er talað um að fækka prestunum, og sjálf höfuðborgin er hlægilega vanrækt að því er snertir kirkjubyggingar og prestsþjónustu. Þá er það ekki síður umhugsunar- vert, að ekkert virðist vera því til fyrirstöðu, að til kirkjumálaráðherra veljist ekki aðeins "trúleysingi,” heldur hatrammur andstæðingur kristindómsins. Og þó hefir hann, Iögum samkvæmt, æðsta valdið í öll- um kirkjumáluim. Hann á að skipa prestana, samþykkja trúarbækurnar, leyfa helgisiðina, leggja til hvað veitt sé til kirkjumálanna o. s. frv. Þetta er sannast sagt hin mesta fjarstæða. Engir myndu mæla þvi bót, að opinber lögbrotsmaðtir væri dómsmálaráðherra, og væri það þó sönnu nær, þar sem ríkið sjálft setur lögin, og hefir rétt til að fram- kvæma þau eftir vild sinni. En kirkjan er sjálfstæð stofnun, sem ríkið hefir í eðli sínu engan rétt til að umskapa, heldur hefir tekist á hendur að styðja, til þess að hún fái notið sín. En hvað á það lengi að ganga, að ríkið fari með kirkjuna eins og þeg- ar illa var farið með hreppsómaga í gamla daga? Hve lengi ætla kirkj- unnar menn að líða það, að hlutur þeirra sé gerður verri og verri, þó þeim sé lofað að lifa af náð, að nafninu til ? Iívenær er kontinn tími til, að prestar og söfnuðir risi einhuga upp og krefjist fulls sjálfforræðis kirkj- unnar? Jafnréttis hénnar við ríkið, og þess sambands eins, sem báðum er til gagns og sóma? Eg hefi að nokkrtt lýst því í Prestafélagsritinu 1928 hvernig það sæwband mætti vera, og ætla ekki að endurtaka það hér. Nú vildi eg það eitt segja, að tím- inn virðist sannarlega fullnaður til að kirkjan rétti sig úr kútnum, og slíti sig úr bóndabeygjunni. Og fái hún ekki sjálfsforræði, verður hún að heimta skilnað. Mörgum finst þetta voðalegt orð. Þeir þora ekki að hugsa til skiln- aðar — vegna peninganna. En — rnínir elskuðu, — þeir verða enn minni, ef ríkið hrindir kirkjunni frá sér, eins og gerst hefir í sumum löndum undanfarin ár. Og þegar eg hugsa til þeirra kirkjunnar manna, sem slyngastir “diplomatarnir” þykjast vera, og ætla sér að halda uppi kirkjunni með því að skríða fyrir ríkisvldinu, þá kemur mér altaf i hug sama myndin. Eg sé Höskuldsstaðakirkju á grunn- inum, riða til í ofsaroki. Og mér er sem tveir eða þrír menn sperrist við að halda henni niðri, með því að toga sinn í hvort hornið. Eg held að það sé raunverulega ekki á manna valdi, að halda kirkj- unni við lýði. Og fari svo, að hún hrynji til grunna, ef hún missir af stuðningi ríkisvaldsins — þá látum hana fjúka. Eg óttast það ekki svo mjög. Hitt er eg hræddari um eins og sakir standa, að við kaupum þjóðkirkju- nafnið of dýru verði, —- kaupuni það lífi hinnar sönnu kirkju, — þeirrar seni rekur erindi Jesú Krists. Þessvegna vil eg að við kirkjunn- armenn vöknum af svefni og endur- heimtum frelsi kirkjunnar. Næsta vor á að kalla saman kirkjuþing, sem að undangengnum umræðum í söfnuðunum heimtar sjálfstjórn kirkjunnar í sérmálusn hennar, eða að öðrum kosti skilnað ríkis og kirkju. Og sýnist þá rétt að kirkjan fái þær eignir sínar, sem ríkinu hefir til þessa þótt sér sæma að fara með eins og það ætti þær. Slíku máli er eg viss um að fylgir gifta og aukið fjör til handa kirkj- unni, því þá býðst ekki aðeins tæki- færi til að tala á kirkjufundum, heldur til að hefja þar framkvæmdir til heilla þjóðinni. Gitnnar Arnason, frá Skútustöðum. —Morgunbl. 24. des. Olafía Stefánsdóttir Hún er fædd 20. júlí 1859 og dáin 5- febrúar 1937. Foreldrar hennar voru merkis- hjónin Stefán Ólafsson og Ólöf Magnúsdóttir, búandi að Kalmanns- tungn, ólst ólöf upp í foreldrahús- U,n’_ >ar til hún giftist Birni Jóns- sym frá Skáney í Borgarfjarðar- >su Björn og ólafía bjuggu á moti foreldrum hennar í Kalmanns- tungu eitt ár, fluttust síöan að Hamraendum í StafhoUslungum og bjuggu þar 4 ár við góð efni. Árið 1886 fluttust þau til Kanada, til Winnipeg í Manitoba; réðst Björn í járnbrautarvinnu, en Ólafía varð eftir í Winnipeg. Björn hélt bráð- lega til Þingvallanýlendunnar og nam sér þar land, kom fjölskylda Björns á eftir honurn, þegar liann Ciafði komið upp nauðsynlegustu peningshúsum og öðrum umbótum. Heimili þetta héldu þau hjón í 39 ár, og komust þau í góð efni; voru þau atorkusm og samhent í hvívetna. Þegar aldur færðist yfir þau, brugðu þau búi og voru á veguim barna sinna; voru þau síðast hjá Stefáni syni sínum og Jórunni konu hans, sem stóðu fyrir útför þeirra. Ólafiu er þannig lýst af þeim, sem til þektu: “Hún var gervileg kona þegar í æsku; sýndi hún það í einu og öllu, að ekki var lítið í hana spunnið, hún var vön gestrisni frá æsku og hélt þeim hætti alla æfi, enda ekki lött af manni sínum, sem var samhentur henni i þvi sem öðru Börn eignuðust þau hjón n, þar af lifa: Stefania Jónína, ekkja séra Hjartar Jö Leó, að Lundar, Jón, búndi við Churchbridge, giftur Rósu Einarsdóttur, Ólöf Emilía, gift Guð- mundi Camoens Helgasyni í Church. bridge, Þórunn, gift Guðmundi Ól- afssyni Johnson í Winnipeg; Stefán, gifttir Eybjörgu Jórunni Eyjólfs- dóttur við Churchbridge, og Hall- dór, ógiftur að Lundar. Ekki mun þörf að lengja lýsingu þeirra hjóna Björns og Ólafar fyrir þeim, sem þektu til þeirra, þó vil eg víkja að því, sem sagt er um þau í söguþætti Þingvallabygðar: "Drjúgan þátt hefir Björn tekið í félagsmálum bygðar sinnar, bæði andlegum og veraldlegum. Er það einkenni þeirra hjóna, að veita af alvöru lið þvi, sem þau álíta að bet- ur sé. Gestrisni og viðfeldni er þ.eim hjónum eiginlegt að sýna öllum sem til þeirra koma, og sömuleiðis að rétta Ihjálparhönd, þar sem þau vita að þess er þörf.” Ólafía misti mann sinn 5. febr. 1934. Auk rösklegs framgangsmáta til orða og verka, er Ólafíu lýst á þessa leið: Það gat engin verið betri móðir börnum sínum en Ólafía, hún vildi alla hluti fyrir þau gera, og alt leggja í sölurnar fyrir það, sem mátti verða þeim til gagns og gleði; svo var um alla hluti, sem stuðluðu að velferð heimilisins; ágæt eiginkona og fram- úrskarandi til dugnaðar til allra hluta og framkvæmda utan og innan heimilisins, og rétti hverjum hjálp- arhönd, sem þess þurfti. Líka studdi Björn hana að þessu með at- orku þess manns, sem hefir stælt krafta sína við sjó og kyljur við strendur íslands. Minnist eg þess er eg sá Björn í fyrst sinn, að mér þótti maðurinn mennilegur með af- brigðum og konan hans ekki siður; þóttist eg sjá i svip þeirra hjóna sérkenni hinna þolgóðu afltauga, sem halda saman heild þjóðfélagsins. Man eg líka hve hlýlega þau hjón viku að malum Konkordía safnaðar; minnist eg þeirra hjóna með hlýleik og söknuði í hvert sinn, er eg lít sætið, sem þau hjón eitt sinn skip- uðu reglulega innan kirkju. Jarðneskar leifar þeirra hjóna hvíla í grafreit Þingvallasafnaðar, er hvíla þeirra helguð hlýjum endur- minningum vina og vandamanna. S. S. C. Cameron Bay Eg gat þess fyrir nokkru í Lög- bergi, að Mr. Axel Johnson, sem þá var nýkominn heim frá Cameron Bay, þar sem hann var síðastliðið sumar, ætlaði sér að segja lesend- uin Lögbergs eitthvað af því sem bar fyrir augu hans og eyru, þar norður frá. Eg læt hann sjálfan segja sögu sina og aðeins færi hana í Ietur. # # # “Síðastliðið vor vistaði eg mig hjá “The Northern Transportation Co.” til að vinna á bátum félagsins, sem ganga á Great Bear Lake út frá Cameron Bay. Eg lagði á stað með nokkrum félögtun mínum frá Ed- monton 21. júni s.l. í flugvél, og var ferðinni heitið til Cameron Bay, sem er 900 loftmílur fyrir norðan Ed- monton, en ef sú leið er farin land- vegmeð járnbraut til Waterways og svo vatnaleiðina þaðan, þá eru það 1400 mílur og tekur um þrjár vikur að komast þangað, ef ferðin gengur vel. Flugvélin varð að lenda tvisv- ar til að fá gasolíu, en aðeins var stanzað nokkrar mínútur í hvert sinn. Það var ekki gott útsýni þenna dag, og var flogið svo hátt, að það var ekki gott að geta séð neitt til landslagsins, sem við flug- um yfir, að sjá niður var helzt eins og þar væri breitt út stórt landa- bréf, vötn og steerri ár sáust, hitt alt aðeins eins og flátneskja. Eftir níu tíma flug lentum við í Cameron Bay. Þarna er aðeins smáþorp, búð Iludsons Bay félagsins, pósthús, katólsk kirkja, R.C.M.P. stöð, Mis- sion skáli og útvarpsstöð. Stendur þorpfð við Cameron Bay, og tekur þorpið nafnið af firðinum. Þarna byrjaði eg að vinna á bát- um félagsins, við að flytja mulið málmgrjót frá Eldorado námunni til viss staðar, þar sem aðrir taka við farminum og flytja þeir það til •Waterways, svo er það flutt þaðan með járnbraut til Port Hope, Ontario, þar sem eru myllur, sem skilja málminn frá grjótinu. Til baka fluttum við vörur af öllutæi til námunnar. Eldorado náman er sjö mfílu-r frá þorpinu, og er alveg á vatnsbakkanum; alstaðar þar i kring eru klettar, og aðeins nokkrar krækl- óttar hríslur, sem vaxa upp úr sprungum hér og þar. Enginn jarð- vegur eða rnold, aðeins mosi ofan á klettunum hér og þar. Göng, um 500 feta löng, hafa verið grafin inn í klettinn, þangað sem málmurinn er; er það alt unnið úr stálhörðum klettinum. Málmurinn, sem þarna er að finna, er silfur, kopar og radíum. Þarna er grjótið mulið í sand, og er alt sett í poka, sem vigta frá 115 til 150 pund, og er það alt flutt út í pokum. 1 Um 126 manns vinna við námuna, nótt og dag, sjö daga á viku, árið út og árið inn. 8 klukkutímar eru dagsverk, og þeir sem vinna niðri í námunni, mega ekki vinna lengur en átta tíma i einu, en þeir, sem vinna ofanjarðar mega vinna eins lengi og þeir sjálfir vilja, því nóg er til að gjöra. Kaupgjaldið er hér $4.50 á dag, eða fyrir hverja 8 tíma vinnu, fyrir almenna vinnu, og svo upp, fæði og húsnæði er frítt, sem er alt hið bezta, gott fæði og nóg. Verka- mennirnir sofa i stórum herbergjum, fjórir i hverju herbergi, og er rúm fyrir hvern einn út af fyrir sig. Alt plássið er upplýst með rafmagnsljós- um og heit og köld steypiböð æfin- lega til fyrir hvern sem vill. Allar vélar við námuna eru knúðar áfram með rafmagni, eru allar byggingar hitaðar með gufu. Eins og eg gat uim áður, þá er útvarpsstöð í Cam- eron Bay og mörg radió, svo verka- mennirnir geta altaf heyrt hvað er að gjörast í umheiminum. Svo fá þeir vanalega póstinn sinn viku- lega, með flugvélum, sem altaf eru á ferðinni, og námufélagið sér um það fyrir alla þá, sem vinna við námuna. Verzlun hefir námufé- lagið á staðnunn, er selur allar þær vörur, sem verkamennirnir þarfnast, og er prísinn hérumbil hinn sami og í Edmonton, að viðbættu flutnings- gjaldi. ]>að kom sjaldan fyrir að eg sæi þar nokkra fugla, aðeins nokkrar gæsir, og er vist ekki mikið af þeim á þessum slóðum. Ekki sá eg held- ur neina stunda fiskiveiðar í vatn- inu, aðeins fáeina Indíána stöku sinnum, og er það sjálfsagt vegna þess að þar sé ekki mikið um fisk. Eg sá í einuim stað dálitinn garð, og hafði moldin verið flutt langt að, og hafði verið breidd út á klettinn. —Alítur þú það væri álitlegt fyrir unga og hrausta menn, að fara þang- að norður til að freista lukkunnar? —Já, ef þeir eru ungir og hraust- ir og heilsugóðir til að byrja með. Eg held að þarna sé góð framtíð fyrir verkamanninn. AJstaðar er verið að finna nýjar námur, og það er mikið verk við það að flytja inn allar þær nauðsynjar, sem þarf, og svo að flytja út alt málmgrjótið, eins og nú er gjört. Ekki vildi eg ráð- leggja neinum að fara þangað norð- ur, nema með því móti, að vista sig áður hjá einhverju félagi hér, og hafa vinnuna vísa þegar þangað kemur. Eg varð fyrir slysi i haust og varð að koma tij Edmonton til að vera undir læknisiændi um tinia. Eg fer aftur norður strax og lækn- irinn gefur mér fararleyfi.” S. Guthnmnlsson. Isak og Jóakiiii sátu saman við veizluborðið. Alt í einu lýtur Jóa- kim að vini sínum og hvíslar, að nú hafi 'hann klófest þrjár silfurskeið- ar og tvo forka og stungið þeim i bakvasann á buxunum sínum. Litlu síðar fara menn að halda ræður, syngja einsöng eða skemta á annan hátt. Að lokurn kveður ísak sér einnig hljóðs og segir: “Hátvirtu veizlugestir! Eg er þvi tniður hvorki fær til að syngja eða halda ræðu, en eg hefi ofurlítið fengist við sjónhverfingalist og gæti ef til vill sýnt ykkur eitthvað af því tægi.” "Já-Já! Sjónhverfingar! Sjón- hverfingar!’’ lirópuðu gestirnir, hver í kapp við annan. “Nú, jæja,” sagði ísak. "Þá tek eg hér af borðinu þrjár skeiðar og tvo forka og læt í vasa minn og svo segi eg: “Alt í lagi!” og rétti upp hendurnar, búið; og nú munuð þið finna skeiðarnar og forkana í buxna- vasa þessa heiðursmanns, seim situr hérna til vinstri handar við mig.” Þá féll Jóakiin i öngvit, en tsak þakkaði fyrir sig og bauð góða nótt. Legðu aldrei mikið erfiði á þig til þess að elta strætisvagn eða stúlku. Hvorttveggja kemur von bráðar aftur. “The Endevour,, (Framh. frá bls. 3) heilsusamlegt andlegt fóður; það er reynt að gera samsteypu leirs og gulls, hornir í fagrir litir, svo mis- snvíði sjáist engin á yfirborði; kristileg framsetning boðuð í nýrri og gagnstæðri merkingu; ótal hjá- guðum liampað fyrir sjónum manna í nafni aíheilags Guðs og frelsara ntannna. Efunarstefnu þessari eins og öllum stallsystrum hennar á liðnum öldum, er samkvæim't innri tómleika skapað- ur stuttur aldur; þó dugar ekki að standa með hendur í vösum. Hér er því verkefni fyrir ung- / mennafélagið að taka upp verk, þar sem þá eldri dagaði upjii, og halda þvi fram til þrautar. Guð muti sam- kvæmt loforði sínu gefa sigurinn, en það krefur röskleika, djörfung og fórnfýsi. Góður er grundvöllurinn, sem bygt er á ; aldrei mun hann bregðast. Eitt mundi reynast vel félags- skapnum, það er að taka hliðsjón aí starfi ungmennafélaga lútersku kirkjunnar hérlendis, sem hafa nú þegar náð allháum aldri, og sem hafa komist yfir mikla reynslu þekkingu þá er okkur skortir. Eg bið velvirðingar á bendingu þessari, en eg hygg að ef hún væri tekin til greina, að það yrði að all- miklum notuim, og til vaxtar og viðgangs félagsskap okkar. Lengi lifi þessi göfugi félagsskap- ur og hið nýstofnaða málgagn hans. N. S. C. + Borgið LÖGBERG ! V INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man...............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man....................O. Anderson Bantry, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash............Arni Símonarson Blaine, Wash. .............Arni Símonarson Bredenbury, Sask..................S. Loptson Brown, Man. ....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask................S. Loptson Cypress River, Man...............O. Anderson Dafoe, Sask.................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota........Jónas S. Bcrgmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota..........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask......................C. Paulson Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man.....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man....................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrimsson Hayland, P.O., Man.....Magnús Jóhannesson Hecla, Man...............Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.............John Norman Husavick, Man.................E. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B- Jones Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson Langruth, Man. ...........John Valdimarson Leslie, Sask..................Jón Ólafsson Lundar, Man..................Jón Halldórsson Markerville, Alta. ...........O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrimson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man................A. J. Skagfeld Oakview, Man. ...............Búi Thorlacius Otto, Man....................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash...........,'S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man................Árni Paulson Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash...................J. J. Middal Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man............................Búi Thorlacius Svold, N. Dak. ...........B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota...........Einar T. Breiðfjörð Víðir, Man...........................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man............................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man............................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.......Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach................F. O. Lyngdal Wynvard, Sask...............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.