Lögberg - 27.01.1938, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.01.1938, Blaðsíða 6
LÖGBJblttG, FIMTGDAGINN 27. JANCAK 1938 Madame Thérése . hefir meðlíðan með þeim, sem bágt eiga. Og Frakkar eru alþýðlegir, Monsieur Jacob. I>að er fara gangan, sem verður þreytandi.” “Eg þekki undirstöðuatriði grundvallar- laga vorra. Látum Prússa koma. Ijátum þá koma. Þessi kona tilheyrir mér. Eg lífgaði bana við og bjargaði henni; það sem eftir er skiiið greinarlaust . . . það, sem eftir er skilið á vígvellinum, er opinber eigu, almenn eign, eign, bvers sem vill birða.” Eg veit ekki hvar bann lærði alt þetta; máske á báskólanum að Heidelberg, þegar fé- lagar hans voru að ræða um lög og rétt sín á milli. En öll þessi spakmæli komu honum nú í bug, og framkoma hans öll var sem hann va*ri að verja sig fyrir tíu mönnum, sem hefðu ráðist á hann. Gegnum alt þetta var madama Théróse þögul og s’tilt. I>að var sem værðar og drevm- andi svip brigði yfir þessa grönriu fögru konu. Hún hefir eflaust verið forviða á öllu, sem frændi sagði, eh hefir líklega skilið alt betur en liann, eins og hún var væn, og því hlustað á þögul, viss í sinni sök. L>að var ekki fyr en eftir góðan hálftíma að frændi opnaði skrifborð sitt og ætlaði að tara að skrifa vini sínum lögmannmum Pfeffel að Heidelberg, að hún lagði hendina blíðlega á öxl honum og sagði raunalega: Skrifaðu ekki, Monsieur Jacob, það er ekki til neins. Bréfið kemst aldrei alla leið, og þó svo væri að það kæmist, þá verð eg farin liéðan áður.” Frændi leit við henni og varð náfölur, “Svo þú vilt fara?” sagði hann, og sást skjálfti á kinnunum. ‘ ‘ Elg er sama sem fangi nú þegar, ’ ’ sagði hún, “eg vei't það.” Mín eina von er það, að Republikanar komi til baka og rétti hluta sinn, og taki mig með séiy er þeir ráðast á Landau; en hvort sem það lukkast eða ekki, verð eg að fara.” “Þú ætlar endilega að fara!” sagði frændi í augljósri örvæntingu. “Já, Monsieur Doktor!” Eg ætla að fara, til þess að spara þér óendanleg vand- ræði og sorg. Þú ert of góðhjartaður, of göfuglyndur til þess að skilja hin lilífðar- lausu herlög. Þú sérð ekki nema réttlætið. En á stríðstímunum hverfur réttlætið, og í staðinn kemur hnefarétturinn, vald og vald- boð. Prússar eru við völdin nú, og koma eftir mér og hermennirnir fara með mig. Þeim hefir verið skipað það og þeir þekkja ekkert nema hina ósveigjanlegu skipun: lög, líf og heiður. (>g skynsamlega skoðun skeyta þeir ekki um hið minsta. Skipunin er þeim fyrir öllu.” Frændi sneri sér undan í ruggustólnum, með augun fljótandi í tárum og vissi ekki hvernig hann æt'ti að svara. Hann hafði tek- ið í hendina á madömu Thérése og hélt henni óvenju fast mjög æstur. Svo slepti hann hendinni, stóð upp og fór að ganga um gólf alveg yfirkominn. Hann óskaði öllum harð- stjórum eilífra kvala um allar aldir, fyrir- dæmdi Riohter og alla hans líka, og sagði að Republikanar hefðu fullkomnn rétt til að verja sig; að þeirra liugsjón væri rétt, og að öll hin gömlu lög, konunglegar skipanir, reglugerðir og lofirð undirskrifuð af stjórn- urum og alt annað þvílíkt, hefði æitíð verið til hagnaðar, hinum auðugu og sterku, eða að minsta kosti móti þeim fátæku og undirokuðu. Þetta sagði hann með þrumandi rödd. Kinnaí lians virtust belgjast út, og hann virtist s'tirðna upp. Ilann talaði ekki lengur, heldur grenjaði. Hann sagði að það yrði að um- turna öllu niður í botn, að hugrekki og mann- kostir hlytu að sigra um síðir, ekkert annað væri nokkurs virði. Loksins í þessum ofsa, með kinnarnar rauðar niður á háls og með hendurnar útréttar í áttina til madömu Thérése, bauð hann henni að fara með henni, að stíga á sleðann og hann skyidi keyra með hana hátt upp í fjöll, til vinar síns, skógar- höggsmanns, þar sem hún yrði óhult. Hann hél't um báðar hendur hennar og sagði: “Við skulum fara! Við skulum fara þangað! Okkur mun líða vel hjá gamla Gang- lof, hann er maður, sem eg get treyst full- komlega. Eg bjargaði lífi þeirra allra, hans og sona hans. Þeir munu fela okkur. Prúss- ar munu ekki sækja okkur upp í fjallaskörð Sauterfelz.” En madama Thérése neitaði, sagði að ei’ Prússar fyndu liana ekki að Anstatt, myndu þeir taka hann fastan í stað hennar, og að hún vildi heldur deyja af þreytu og kulda á veginum, en að hætta lífi manns, sem hefði bjargað henni meðal liinna dauðu. Hún sagði þetta mjög ákveðið. En j>á var eins og frændi gæti ekki stilt sig lengur. Eg man það, að það sem honum þótti verst var að húri yrði að vera á valdi þrælmenna, þessara villidýra, sem kæmu frá Pomern. Hann gat ómögulega liðið það, og hrópaði: “Þú ert veikluð; þú ert ekki orðin vel heilbrigð. Þessir Prússar hafa enga siðferð- istilfinningu né virðingu fyrir heiðri kvenna. Þeir eru óliínaðarmenn og villidýr hin mestu. Þú hefir sjálfsagt ekki hugmynd urn, livernig þeir fara með fanga sína. Eg hefi séð tn þeirra. Það er svíVirðing föðurlandsins. Eg hefi viljað sem minst tala um það, en það verður ekki hulið lengur. Það er hræðilegt! ” “Það er enginn efi á því, Monsieur Jacob,” svaraði hún. “Eg þekki þetta írá föngum, sem teknir voru af minni herdeild. Við urðum að ganga tveir og tveir, eða fjórir og f jórir, hryggir í huga, stundum nokkuð ró- lega, eir stundum voru menn barðir og reknir áfram ag sigurvegurunum. En fólkið á lands- bygðinni er okkur gott; það er gott fóik. Það mun mada tíu til tuttugu, sem eru reiðubúnir að bera farangur minn. Frákkar eru vor- kunnsamir við kvenfólkið. Eg sé það fyrir- fram,” sagði hún og brosti, samt mjog rauna- lega”; þeir, sem fara á undan syngja lag frá Auvergue, sem menn stíga í takt við, eða má- ske lag frá Provence, svo fjörugt, til þess að dreifa þuiiglyndishugsunum. Okkur mun ekki hka nærri. eins illa og þú hugsar, Monsieur Jacob.” Þannig mælti hún mjög rólega og við- kværnt, röddin dálítið titrandi. Og eg sá hana í huganum með litla malpokann á bakinu, meðal fafiganna. Það gerði mér ilt fyrir hjartanu. Ó, þá fann eg fyrst hvað okkur þótti vænt um liana, og hvernig það kvaldi okkur, að þurfa að skilja við hana. Eg varð alt í einu löðrandi í tárum. og eg sá hvar frændi sat við skrifborðið sitt, með hendurn- ar fyrir andlitinu, steinþegjandi, en tárin runnu niður á hendurnar og féllu út um greip- ar hans. Madama Thérése, gat ekki varist því að sjá þetta, og grét líka. Hún tók mig í iang. sér og kysti mig blíðlega, riokkuð stóra kossa, segjandi: ‘ ‘ Gráttu ekki, Fritzel! Gráttu ekki svona mikið. Þú ætlar að hugsa um mig einstaka sinnum. Eg mun aldrei gleyma þér!” Scipio var rólegur. Hann gekk fram og aftur nærri ofninum, liorfði á okkur rann- sóknaraugnm og vissi víst ekki hvað að var. Það hefir víst verið um klukkan tíu, að við heyrðum Lisbeth fara að kveikja upp í eldhúsinu, að við fórum loksins að verða dá- lítið rólegri og frændi snýtti sér sterklega og sagði: “Madama Thérése, þú ferð úr því þú vilt endilega fara; en eg get ómögulega felt mig við að Prússar komi og sæki þig hingað og leiði þig í allra augsýn genum þorpið. Ef einhver af þeim villidýrum kynni að ávarpa þig á sína vísu, myndi eg ekki geta stilt mig, . . . því þolinmæði mín er nú á enda. Eg finn það mjög vel, að eg gæti leiðst út í hvað sem er — líklega of langt. Þú verður að leyfa mér að fylgja þér til Keiserslantern áður en þess- ir menn koma. Við skulum fara snemma á morgun, klukkan fjögur til fimm, og förum á sleðanum. Við förum styztu leið, og kom- um þangað um miðjan dag eða litlu seinna. Þú leyfir mér það.” “Ó, Monsieur Jacob, hvernig gæti eg neitað þessari bón þinni, þessu síðasta kær- leiksmerki gagnvart mér?” sagði hún mjög hrifin. Eg þigg það með þökkum.” “Þetta er það þá, sem við höldum okkur við,” sagði frændi alvarlega. “Og látum okkur nú þerra tárin og hugsa sem minst um það, sem er í vændum, svo að þessi síðustu augnablik, sem við erum nú saman, verði eins ba»rileg og unt er.” Hann kom til mín og kysti mig og sagði þegar hann hafði strokið hárið frá enninu á mér; “Fritzel, þú ert góður drengur, þú hefir ágætt hjarta. Minstu þess seinna að irænda þínum Jacob hefir þótt vænt um þig frá J>ví fyrsta og fram að þessu augnabliki. Það er ágætt að hafa það á meðvitundinni að liafa þóknast þeim, sem þótti virkilega vænt um mann.” XV. Frá þessu augnabliki varð þögn í salnum. Hver og einn hugsaði um burtför madömu Thérése, og ekki um neitt annað. Við liugs- uðum um hið auða rúm, sem nú yrði, rúm, sem hafði verið svo ágætlega vel skipað í liúsi okkar. Við hugsuðum um hvað nú yrði dauf- legt í salnum, hinar komandi vikur og hina komandi mánuði. Við hugsuðum um kvöld- in, sem höfðu verið svo ósköp skem'tileg, þeg- ar við vorum öll saman, og hvílíkur munur það yrði þegar hún væri fjær. Við sáum í huganum hrygðarsvip þeirra Mausers og Koffels og gamla Smiths, þegar þeir fréttu um burtförina. Því meira, sem við brutum heilann um burtförina, því fleira fundum við til að hryggjast yfir. Það sem mér virtist hryggilegast fyrir mig sjálfan, var að skilja við Scipio. Eg þorði ekki að tala um það, en hugsunin um það lét mig ekki í friði. Nú gat eg ekki leng- ur “spássérað” með honum um alt, við aðdá- un allra, né skemt mér við að láta hann gera allra handa og skrítið. Nú varð eg að vera einn eins og áður, með hendur í vösum og bómullarhattinn böglaðan um eyrun, án þess nokkur maður sýndi mér minstu virðingu eða dáðist nokkuð að mér. Mér virtist þetta svo mikil áhamingja, að eg varð alveg eyðilagður,' og það sem var þó hryggilegast af öllu var að Scipio sat rétt fyrir framan mig svo alvar- legur og hugsandi og horfði á mig gegnum þykku loðnuna, sorglegur á svip, eins og hann skildi líka að nú yrðum við að skilja fyrir alla ókomna tíð. Þegar eg hugsa um þetta í dag, þá furðar mig á að eg skyldi ekki verða grá- hærður af umhugsuninni um þennan skilnað okkar; það hafði svo mikil áhrif á mig. Eg gat ekki grátið. Það virtist ekki taka tárum, •sorgin var svo mikil. Eg sat þarna lireyfing- arlaus þegjandi með hendurnar um knéð, starði út í bláinn með ólundar stút á vörun- um. Frændi gekk um gólf, liálf beygðist niður annað slagið við að hósta og tvöfaldaði þá sétíð hraðann á ganginum. Madaina Thérése, altaf kvik, þrátt fyrir mótlætið mikla, með augun rauð af gráti, hafði opnað skáp þar sem léreft voru í, og klipti þar af til þess að búa sér til sekk með tveimur böndum úr, til að smeygja yfir axl- irnar á ferðalaginu. Við lieyrðum til skær- anna á borðinu, og hún sneið og þræddi saman með sömu snildinni og vant var. En nú var bara eftir að sauma. Hún dró upp úr vasa sínum nál og spotta, settist niður og lét fing- urbjörg á fingur sér, og eftir það lieyrði mað- ur ekkert og sá ekkert til hennar, nema það, að höndin fór eins og leiftur fram og aftur. Allir þögðu. Ekkert heyrðist nema hið þunga fótatak frænda á gólfinu; og tif gömlu klukkunnar okkar, sem tók ekkert tillit til þess hvort við vorum kát eða sorgbitin, seinkaði sér hvorki né flýtti um eina sekúndu. Þannig líður æfin. Tíminn heldur áfram óstöðvandi og spvr einkis; spyr ekki slíkra spurninga sem: Eru þið hrygg? Eruð þið kát? Eruð þið að lilæja? Eruð þið að gráta?” Ekki heldur spyr hann þess hvort nú sé vor, sumar eða vetur; hann heldur bara altaf áfram. Og þessar miljónir agna, sem sveiflast fram og aftur í sólargeislanum, sem byrjar líf sitt á einni sekúndu og endar það á þeirri næstu, eru jafngild hundrað ára öldungnum, þegar þessi tilvera beggja er borin saman við eilífð- ina. Æ, því miður, við erum ekki meira virði en mustarðskornin í geislanum. Lisbeth kom með dúkinn og ætlaði að fara að breiða hann á borðið. Frændi sagði við hana. “Þú skalt sjóða góðan kjötbita, svo sem læri fyrir morguninn. Madama Thérése fer af stað þá.” Og þar sem gamla vinnukonan starði á hann eins og hún gæti ekki áttað sig, sagði hann: ‘ ‘ Prússar ætla að sækja haua. Þeir hafa völdin. Þeim verður að hlýða.” Röddin var hás, og Lisbeth, sem varð sjá- anlega hverft við, fór að sétja diskana á borð- ið; en horfði á okkur á víxl. Hún setti hatt- inn upp eða tók ekki ofan; en var því þó vön. Þessar fréttir höfðu gert hana ruglaða, en sagði þó: “Madama Thérése að fara! Það er ó- mögulegt! Eg trúi því aldrei!” “Eg mó til, vesalings Lisbe>th mín,” svaraði madama Thérése með sorgblandinni rödd. “Eg má til. Eg er fangi. Þeir eru að koma að sækja mig.” “Hvað, Prússar?“ spurði Lisbeth. “Já, Prússar,” svaraði hin. Gamla konan fyltist þvkkju til Prússa og sagði: “Eg hefi alt af hugsað það, að svona væru ]>eir, þessir garpar, þessir þrælar, þessir ramingjar! Ráðast á ágætustu konu. . . . Ef konur sýna sjálfstæði og svolítið af hugrekki, .. . það er ekki hætt við því að þeir þoli það.” “Og hvað myndir þú gera?” spurði frændi, og birti yfir honum á augnablikinu. Hann hafði gaman af þykkju gömlu konunn- ar, og brosti með sjálfum sér. “Eg — eg myndi lilaða byssur mínar og kalla til þeirra gegnum gluggann: Farið þið, ræningjarnir ykkar! Reynið ekki að fara inn um þessar dyr! Varið ykkur! Og þann fvrsta sem ætlaði inn, myndi eg skjóta. Ó, þessir fantar!” “Jú, jú, það er rétt að taka þannig ó móti þeim,” sagð ifrændi. ííEn við höfum ekki yfirhöndina rétt núna.” Svo fór hann að ganga um gólf, og Lis- beth, skjálfandi, hélt áfram að setja á borðið. Madama Thérése sagði ekkert. Þegar búið var að setja á borðið, sett- umst við að því. Við vorum nærri búin að borða þegar frændi fór niður í kjallara og sótti flösku með Bourgogne víni; það var gamalt og því gott vín. Þegar hann kom aft- ur, sagð hann raunalega: Látum okkur gleðjast og styrkjum okkur þannig á móti hörmungum þeim, sem að okk- ur steðja, svo að áður en madama Thérése fer að við styrkjumst lítið eitt, meðan hið góða, gamla, fræga víni glitrar á meðal okkar, og mætti skoðast sem ofurlítill sólargeisli, sem skín á okkur, fáein augnablik og dreifir skýj- um þeim, sem að okkur safnast. Það tók hann aðeins eitt augnablik, að segja þetta, með ákveðinni rödd og áherzlu, en ]>að virtist, sem við fengjum nýtt þrek og þor við að hlusta á þennan mann, sem vildi vél. En nokkrnjm mínútúm s'einna, þegiar hann talaði til Lisbeth og sagði henni að síekja vínglas, svo hún gæti hringt við madömu Thérése og gamla konan varð löðr - andi í tárum, með klútinn fyrir andlitinu, þó mistum við öll/kjarkinn og grátstunur heyrð- ust vír öllum áttum, yfir ógæfu þeirri er yfir vofði. “Já, svona er það,” sagði frændi, “við lifðum saman sæluríkar Stundir. . . . Þetta er saga mannkynsins . . . gleðin varir stutt; en hrygðin er löng. Sá sem sér yfir okkur hér að ófan, veit að við verðskuldum ekki slíka óhamingju og þetta, og að það er af völdum vondra manna; en honum er líka ljóst hvar mátturinn allur hvílir; það er: í hans hönd- um. Hann veit að hann getur gert okkur gæfusöm aftur, þegar honum ])óknast. Það er vegna þess að hann líður misgerðirnar; því hans er líka umbunin og annað meira. Verum því róleg og treystum honum — 'til heilla og Iiamingju Madömu Thérése.” . Og við drukkum öll með kinnarnar f 1 jót- andi í tárum. Þegar Lisbeth lieyrði talað um Guð al- máttugau, varð hún dáltið rólegri, því húu var guðhrædd og hélt að alt þetta væri Guðs ráðstöfun, svo sem til meiri tryggingar um alsælu annars heims eilíflega; en lnin hadtti samt ekki að fvrirdæma Prússa og aðra líka þeim. Þegar búið var að borða, lagði frændi ríkt á við Lisbeth að segja ekki-orð um þenna atburð, því annars myndi Richter og önnur þrælmenni passa sig að koma nógu snemma þangað heim, til að sjá burtför madömu Thérése og gleðjast yfir niðurlægingu henn- ar. Hún skildi það vel og lofaði að þegja um ]>að. Síðan fór frændi að liitta Mauser. Þennan seinni part dags fór eg ekki út úr húsinu. Madama Thérése hélt áfram sín- um undirbúningi til ferðarinnar. Lisbeth hjálpaði henni og vildi troða í sekkinn öllu mögulegu og mörgn einkisvirði. Hún sagði að það væri þægilegt að grípa til þe-ts, ef manni lægi á. Hún sagðist muna að hún liefði einu sinni farið til Pérmasens og þá hefði hún gleymt að hafa með sér bæði kambinn og nótt- liúfuna og liefði hún mikið séð eftir því. Madama Thérése brosti. “Nei, Lisbeth,” sagði hún, “hugsaðu út í það að eg ferðast ekki á vagni. Eg yrði að bera þetta á bakinu: ]>rjór góðar skyrtur, þrír góðir vasaklútar, tvö pör af skóm#og nokkur pör af sokkum, er nægilegL Alstaðar þar sem maður stanzar, er dvölin tveir tímar, meira en einn, að minsta kosti, og það er ætíð nærri vatni, gosbrunni; þar ]>vær maður. Þú þekkir ekki þvott hermannaanna, eða þeirra, sem eru á því ferðalagi. Guð minn góður, livað eg hefi oft gert það! Við Frakkar vilj- um halda okkur hreinum og við höfum ætíð með okkur áhöldin í litla sekknum.” Það leit út sem að madömu Thérése liði vel. Það var aðeins þegar hún talaði eitt- hvað til Scopio, að maður heyrði hrygðar- keim í röddinni. Eg vissi ekki hversvegna. þú; en eg skildi það seinna, þegar frændi kom til baka. Dagurinn leið, og hér um bil klukkan fjögur fór að dimma. Þá var alt reiðubúið fyrir ferðina. Farangur madömu Thérése hékk ó veggnum. Ilún sat í horninu við ofn- inn, dróg mig lil sín og setti mig á kné sér, þegjandi. Lisbeth fór inn í eldhúsið að undiv búa kvöldverð. Enginn sagði neitt. Vesa- lings konan hefir líklega verið að hugsa um komandi tímann, ferðalagið til Mayence, meðal hinna óvönduðu félaga. Hún þagði og eg fann andardrátt hennar leika um kinn mér. Þetta varði um hólftíma, og altaf var að dimma, en þá opnaði frændi dyrnar og sagði: “Ertu þarna, madama Thérése?” “ Já, Monsieur Doktor,” sagði hún. “Gott! Ágætt! Eg hefi vitjað sjúklinga minna. Eg hefi sagt Koffel, Mauser og gamla Smith alt; alt gengnir vel. Þeir koma hingað í kvöld til að kveðja þig. Rödd hans virtist titra. Hann fór sjálf- ur eftir lampa fram í eldhús og það virtist gleðja hann að sjá okkur saman.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.