Lögberg - 27.01.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.01.1938, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JANÚAR 1938 Mælt fyrir minni “Skuldar ” á 50 ára minningarhátíð 30. desember. . líjtir Gunnlaug Jóhannsson. Ef að mér hefSi veriS ætluS heil kvöldvaka, þá hefSi það verið santi- gjarnt, þá rnanni er uppálagt aS konia irneS 50 ára sögu þessa félags, en nú er mér gefin hálf klukkustund, þarafleiSandi verSur frásögn mín í fáum orSurn. Fyrir allmörgum árum gaf einn athugull “landi” álit sitt um Good- templararegluna meS þessum orSum hér í Winnipeg: Þú steigst upp frá öldutm, þá ófær var sjár, og ógn-storma fárviSris lægðir, þú hraktir burt skýin, svo himinn varS blár, og heli frá mannlífi bægSir ; þú þýddir burt klakann og þerraSir tár, en þjóS-vandri hörmung ei vægðir. Þ. I3. Þ. Nú lítum vér til baka yfir hálfrar aldar starf og stríð vor íslendinga í þessu landi og minnumst þeirra daga þá fyrstu samtökin voru gjörS, meS félagsmyndun, til aS "reisa viS hina föllnu og verja aSra falli”; það leyndi sér ekki hversu tnikla ófar- sæld, að mannfólkið var aS steypa yfir heimilin sín og landið sitt, með vínnautninni, langt fram úr hófi á þeim árum. MikiS mannval af íslendingum voru forvígismenn i bindindisbar- áttunni og héldu sumir þeirra því starfi áfram svo lengi sem þeim ent- ist aldur og samtökin þessi fyrstu hafa haft þýSingarmikla blessun i för uneS sér, bæði í því aS minka vínbrúkun og bjarga mörgum manni og fjölskyldum frá tímanlegri og andlegjri ófarsæld. ÞaÖ var siðla sumars, 27. septem- ber 1888, þá stúkan Skuld var mynd- uð með 23 stofnskrár-meðlimum, og upp frá þeim tkna til þessa dags, hafa félögin tvö, Skuld og Hekla, haldiS bindindismerkinu á lofti — og einmitt fyrir þaS, að stúkurnar liafa veriS tvær, þá hefir samkepn-’ in haldist við, santfara bróðurlegri samvinnu um aðalmálefniS. Einn göfugur þáttur í starfsemi stúkunnar, var sjúkrasjóSsmyndun- in og stöðugt viðhald þess sjóðs, meS því einu augnamiði, að hjálpa veikum og nauðlíSandi meSlimum— og hefir sú hjálpsemi numiS nokkr- um þúsundum dala og haft mikla blessun í för meS sér, og nú einmitt í þessu samhandi, skal eins atviks getiS, sent mér er enn í minni, þótt langt sé nú um liðið. ÞaS var nokkrmm mánuðum áður en stúkan fór á staS með myndun sjúkra- sjóSs, að samskot voru tekin á stúku- fundi tii aS hjálpa veikri félagssyst- ur, sem þurfti 25 dala hjálp, og þá “hatturinn” var borinn í kring, laumaSi einn piltanna 10 dala seðli i samskotin; var þaS Mr. Albert C. Jónsson, sem þá tilheyrÖi félaginu, og sem sýndi okkur hinum hvernig viS ættum að gefa, og hafi hann kæra þökk fyrir. Eitt annaS, sem stúkan Skuld beitti sér fyrir meS aðstoð systur- stúkunnar Heklu, var stofnun barnastúku; var Skuld aðeins tveggja ára þá þaS verk var hafiS, meÖ góðum árangri — en því miÖur hefir þaS starf veriS forsómað á seinni árum, meir en skyldi. Heimilisfang Skuldar mun hafa veriS sem næst þannig: Fyrst var hún stofnuS i gamla félagshúsinu á Jemima stræti (Elgin) hér í Winni- peg, en skömmu seinna flutti hún sig austur á Albert Hall á móti bæj- arhöllinni, hvar hún hafSi fundi s4na i tvö ár svo flutti hún aftur vestur á Ross stræti, i fundarsal, sam kallaSur var Assiniboine Hall— og nú þá stúkan var fullra 4 ára, skifti hún um bústaS aftur og flutti sig yfir strætið í North West Hall, eign GuSmundar kaupmanns Jóns- sonar, á suðvesturhorni Ross og Isa- bella. Var það ágætt samkomuíhús og um leiS þaS langbesta heimTÍli, sem félagið hafSi átt á þessum upp- vaxtarárum, og leigan mjög rýmileg, 3 dalir fyrir hvert fundarkvöld. Ekki var nein kyrstaða hjá stúk- unni á þeim árutn, því þegar hún var vart 3 ára, braust hún fram í þvi aS afla sér f jár og koma á fót bóka- safni, íslenzku- b<')kasafni, og sam- kvæmt reglugjörS urSu meðlimir aS borga 75c fyrir notkun bókanna um ár hvert og enginn mátti hafa eina bók meir en viku, ella greiða sekt fyrir hvern dag. Talsvert var nú reynt til á þessu timabili að útbreiSa regluna; voru menn sendir út frá stúkunni Skuld til Arygyle-bygSar, meÖ góðum á- rangri, og þar sett á stofn bindindis- stúka, og ennfremur í Selkirk og norÖur á Gimli, og enn aðra viS Is- lendingafljótiS. Þegar Skuld var komin á 8. áriS, fór hún aS hreyfa þéirri hugmynd, hvort ekki væri nú hugsanlegt að koma sér upp fundarhúsi; var þá nefnd sett á stað og Heklu boÖið aÖ vera meS, en mörg ár liðú, svo lítiÖ var gjört, þvi hvorug stúkan átti fé aflögu, en mörgum er það minni- stætt hversu góðar undirtekti-r aS þetta iinál fékk, ekki sízt þá ungfrú Christiana Thomsen ( nú frú Ohis- well) lagÖi fram eitt hundraS dala gjöf til fyrirtækisins. Nokkrum ár- um seinna gaf sú kona annaS hundr- aSiS og svo hið þriðja. Eins og áður er drepið á, er mér óhætt aS fullyrÖa, munu allir hinir betri og mest metnu tslendingar hafa beitt sér fyrir í bindindismálinu á fyrstu starfsárum reglunnar, og er sú staðlhæfing ekki úr lausu lofti tekin, því enn eru geymdar funchr- bækur og nafnaskrár félagsins. En þvi miÖur lýtur svo út að talsvert margjr hafi gefist upp, og enn aftur öSruim fundist aÖ æfilangt bindindi vera helzt til þvingandi; eitt er víst, aS þá félagiS var 8 til 10 ára, mink aði meÖlimatalan til stórra muna, en þá vildi Skuld það til lifs, aS bind- indishetjan Sig. Júl. Jóhanneson kom þá að heiman með sinum eld- móði og óviÖjafnanlegri mælsku, sem hreyf fólkiS’svo, að nú streymdi það inn í stúkuna á ný, með nýjuim hugsjónum og starfsþreki, var þá mörgum drykkjumanninum bjargað úr klóm Bakkusar á einn eSa annan veg, því ef aS stúkunni hepnaðist ekki aS hjálpa náunganum i félag- inu, þá var haft saman fé, og borg- að fyrir hann á Gold-Cure eSa Keeley-Cure lækningahælinu, og hepnuðust þær tilraunir oftastnær, enda kostaði það íslenzku stúkurn- ar talsvert mörg IhundruS dali. Þegar stúkan var 11 ára gömul, breytti hún um fundarkvöld; höfðu fundir veriS á mánudöguim, en þá voru þeir færSir til miÖvikudags, og hafa oftast verið haldnir þann dag. Á því ári var kosin nefnd til að koma á fót leikflokki innan stúk- unnar og voru eftirfylgjandi í þeirri nefnd: Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, ungfrú Rósa Egilsson, GuSjón H. Hjaltalín, frú N. Benson, Erlendur Gislason, frú Carolina Dalman, Ólafur Egg- ertsson og ungfrú Jónína Jónsdóttir. Vegna tímaleysis er mér ekki hægt að gjöra grein fyrir starfi þessarar nefndar, en talsvert tókst stúkunni um nokkur ár í því aS sýna leiklist- ina, með lofsamlegum árangri. Til frekari skýringar á starfs- mönnum stúkunnar, mætti eg nefna hverjir voru settir í fastar nefndir þá stúkan var nærri 11 ára. Fjánmálanefnd: Jón A. Blöndal, Gunnlaugur Jó- jhannson og Sigurbj. Kristjánsson. Frógrammsnefnd: Ólafur Eggertsson, DavíS Jónas- son, og ungfrú Sigríður Hördal (nú Mrs. S. K. Hall). Húsnefnd: Magnús Jónsson, Halldór Jóhann- esson og Gísli Goodman organisti. Sjúkranefnd: Frú Carolina Dalman, ungfrú Sigurlaug Johannesson, ungfrú Christian Thomsen, Ásbjörn Egg- ertsson, Albert Jónsson og Kolbeinn ÞórSarson. Svo fer eg aftur nokkur ár til baka og gjöri grein fyrir hverjir voru fulltrúar eSa erindrekar á Stórstúkuþing, sem baldið var í júnímánuðo úti i sveitaþorpinu Stonewall áriS 1890, Skuld var þá nálega 2 ára: , Magnús Paulson, Einar Hjörleifs- son, Jón Blöndal, Wilhelm Paulson og Paul S. Bardal, og til vara voru þessir: Andrew Freeman, frú N. Benson, FriSrik Sveinsson og ung- frú Sigurbjörg Stephenson. Ennfremur mætti eg bregða upp ofurlitlum nafnalista þeirra manna og kvenna, sem unnu meÖ alúÖ og áhuga í félaginu og skipuÖu þar trúnaðarstöðu. 1 marz 1892 voru eftirfylgjíandi settir í embætti af umboSsmanni Jóni Blöndal: F.Æ.T.—Jón J. Júlíus Æ.T.—Magnús Pálson Rit.—Runólfur Runólfsson A.R.—ungfrú Margrét Stephensen F. R.—Kristian Ólafsson Gjaldkeri—GuSjón H. Hjaltalin Kap.—Lngfrú Ghristian Thomsen Dr.—ungfrú Ingibj. Johannesson A.L.—ungfrú Sesselja Thorgeirson V.—Benedikt Benson U.V.—-Arni Eggertsson G. M. Ungl. stúkunnar—Gunnl. Jó- hannsson. Þá stúkan var byrjuÖ 5. árið, var myndaður söngflokkur aS nokkrum meðlimum, með Halldór Oddson sem kennara, var hann organisti fé- lagsins í mörg ár og var vel laginn til kenslu; hann lék einnig á gítar og veitti miörgum tilsögn i músík; var. þaS ekki svo sjaldan á fundum stúk- unnar, að 2, 4 eÖa 6 léku á hljóS- færi, og riian eg þar eftir, í þeim hóp, ungfrú ASalbjörgu Benson og ungfrú GuSrúnu Jdhnston, Halldóri Oddson og Hirti Lárussyni. Svo þaS gefur aÖ skilja, aS skemtanir voru oft mjög góðar á fundum okk- ar með margbrotnum hljóðfæra- slætti og miklum söngkröftum innan okkar véijanda, þá skemtu einnig! ýimsir með upplestri, t. d. Wilhelm Paulson, Einar Hjörleifsson, Jón Blöndal, Ólafur Thorgeirsson og Jón Ólafsson. Margir voru einnig vel máli farnir, svo ekki vas hörgull á hæfilegleikum í þá daga. — Já! bræður og systur, vér megum sakna ungdómsára stúkunnar Skuldar. Undir aldamótin árið 1898, vorum vér Goodtemplarar fyrir því láni, að vera heimsótt af góSum gesti, og var þaS ungfrú Ólafia Jóhanns- dóttir, heiman af íslandi, mun hún ávalt talin ein af merkustu konum landsins, fyrir sitt mikla og göfuga starf í þarfir bindindismálsins og kristinnar kirkju. Tóku báÖar ísl. stúkumar mjög sómasamlega á móti henni, og færSu henni að gjöf vand- að gullúr. Að skilnaði flutti ungfrú Ólafía einkar fagurt erindi og á- hrifa mikiS, á G. T. samkomu. Síðla vetrarins 1904 kom upp tals- vert áberandi ágreiningur í stúkunni, svo margir meðlimir gengu úr, og mynduÖu aðra stúku, sem kölluð var ísland. GjörSi Skuld skömmu seinna þá fundarsamþykt, aS aldrei skyldu trúmál vera rædd eða viS þeim snert á fundum framvegis, og hefir stúkan haldiS það heit síðan, “því brent barn forðast eldinn.” Á árinu 1905 voru fest kaup í lóÖ þeirri, sem G. T. liúsið stendur nú á, verÖiÖ var $1,225, °S á næsta ári, 1906, var byrjað að byggja. Vitan- lega voru það stúkurnar báSar Skuld og Hekla, sem áttu þar jafnan hlut að imáli, og nú var vel unniÖ, og all- ir voru samtaka, því nú áttu draum- ar vorir aÖ rætast. í mörg ár höfS- um vér verið á hrakningi og orSiS aS sætta okkur við lélega fundarsali, og oft verið vegalaus, en lengi búin aS ala þá von í brjósti, að vér Good- templarar ættum okkar eígiS heimili á hentugasta stað í borginni. Nú hafSi okkur verið sýndur upp- dráttur af bygingunni og bygginga- meistarinn reiknað út allan tilkostn- aðinn, sem átti ekki að fara fram úr 18 þúsundum, og húsið mundi hafa sæti fyrir 1,000 manns, 600 í efri sal og 400 í þeim neSri. Nú áttum við lóÖina skuldlausa og þegar húsiS væri komið upp, mundi bind- indisstarfið halda áfram hröSum skrefum. Stúkurnar kusu nú fjár- sögnunarnefnd, og hver stúka safn- aði 4,000 Dölum á því ári og þó varð byggingarnefndin aS taka talsvert peningalán gegn veði í byggingunni. Á þessu viðburðaríka ári voru þessir í framkvæmdarnefndinni • hannes Sveinsson, Bjarni Magnús- son, Jón T. Bergmann. Þá flutt var í nýja húsiÖ á Sar- ment, f jölgaði meSliimum í Skuld til stórra muna gengu þá inn i félagiS yfir 40 manns á fyrsta fundinuin og þá var flutt frumort kvæSi af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, sem hljóS- aöi á þessa leið: 1 KVÖLD Þú auga spegill hafs og himin ósa, lát huga vorum birtast nýja öld, þú brennidepill allra lífsins ljósa, ó, leyf þú hverjum geisla inn í kvöld. Því hvenær hefir sól i manna minni með imeiri gleði laugaS himintjöld, á nokkurt HS í allri sögu sinni jafn sigurfræga stund og vér i kvöld. Þú eyra, miSill hugans lielgidóma, þú hljóðsins GuS meS þúsund tóna völd, þú trúi greinir allra lifsins óma veit unaSs röddum greiða leiS í kvöld. Þú tunga, megin túlkur mannsins sálar, sem tilfinningum gefur regin völd, til kyns frá kyni, andans eldi strjálar lát örvar þínar snerta djúpt i kvöld. Því það er tunga, vernd af heitu hjarta, sem hefir barist fimta part úr öld, og reynt að tengja trausta skilda parta a traustum stað og sigraS hér kvöld. ÞaS kostar afl aÖ slíta sterka strengi og stööuglyndi aS brjóta gömul völd. En frónska þrekiS hefir lifaS lengi og lifir enn, það sannast hér í kvökl. Nú hefir steini verið rutt úr vegi og vit og eining hlotiS starfagjöld; aS berjast saman fram aS dauSadegi við drengskap vorn þaS sverjum hér í kvöld. AS nokkrum vikum liSnum var annar gleSifundur hjá stúkunni Skuld, og mælti þá frú Carolina Dalman fram þessi erindi: ILeilir sitjum hér í kvöld íheimamenn og gestir, vandamenn og vinafjöld velkamnir sem flestir. Þetta er okkar heimahöll hana sjálfir bygðum; lögSum til þess eitthvað öll, eining svo aS trygSum. Ásbj. Eggertsson, G. M. Bjarna- son, Sigfús Jóelsson, Magnús Jóns- son, Gunnl. Johannson; og frá Heklu: Kristian Stefánsson, Jó- Hér við stöndum hliÖ við hliö heillaríkir, —■ snauSir; Islendingar viljum við vera lífs og dauSir. Reynt hefir veriS með þessum fáu orðum aS skýra ySur frá þeim störf- um ,sem Goodtemplarar hafa haft tneÖ höndum, en þó er eitt enn, sem mér er ekki úr minni liSið, og skal því stuttlega að því mikið. Fyrir 20 árum siSan gekst stúkan Skuld fyrir skólakenslu, meS aSstoð stúkunnar Heklu; var þaS laugardagsskóli fyr- ir islenzka unglinga, sem byrjaður var og haldið var viS nokkra vetur. Var G. T. húsiS lánað endurgjalds- laust og kennarar fengnir, og þær bækur, sem nauÖsynlegar þóttu. Var aSsókn talsverð og fyrirtækiS mikils metiS. Nú hefir þjóSræknisfélagið eins og kunnugt er, tekiÖ að sér þessa kenzlu á Jóns Bjamasonar skólanum, og haft þaS lofsverÖa starf meS höndum í mörg ár. ÞS er næsta erfitt vegna tíma- leysis hér í kvöld, aÖ minnast starfs- manna reglunnar á þessu langa tíma- bili; að .vísu hefir nokkurra verið minst sem gengu inn í Skuld fyrir 40 til 50 árum síSan og unnu að bindindismálum með lífi og sál, og vér, sem hér erum nú, og lítum til baka yfir árin, finnum oss í stórri þakklætisskuld viS þá hina mörgu og mætu menn og konur, sem byrj- uSu bindindisstarfið, komu þvi á góSan rekspöl og leiðbeindu þeim er síSar komu í trú, von og kærleika. Auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir í þessu erindi, vil eg nefna þessa þrautseigu starfsmenn: Klem- ens Jónasson, Þorgils Ásmundson, frú Lára og séra Jón Bjarnason, Guðm. Félsted, frú Jónína Júlíus, Jóhannes Eiríksson, frú Margrét Sveinsson, séra Hafsteinn Péturs- son, frú Margrét Stephensen, Sveinn Sveinsson, ungfrú Elinora Júlíus, séra Runólfur Félsted, frú Sesselja Eggertson, Jón J. Bíldfell, frú Ing- unn og séra Rúnólfur Marteinsson, frú GuSrún og Halldór Bardal, Finnur Jónsson, B. T. Björnson, frú Jónína Lambourne, GuSm P. Thord- arson, Halldór Thorolfson, ungfrú Stefanía Josephson, frú Gróa og Sveinn Pálmason, Frank Frederick- son, frú EngilráS Dalman, Runólfur Nevíland og LúÖvík Laxdal. Einnig eru ótaldir svo margir liSsmenn og foringjar, sem staÖiS hafa í stríS- init síÖastliÖinn aldarf jórSung: Frú Margrét og Arinbj. I’ardal, frú Hálldóra og GuSm. M. Bjarna- son, frú GuSlaug og Sig. Oddleifs- son, frú Tlhorunn og Hannes Ander- son, Soffanias Thorkelsson, Stefán Baldvinsson, frú Jóhanna Cooney, Ásm. P. Jóhannsson, frú Sigurfinna Cain, frú Anna Ólafsson, frú Sús- anna GuSmundson, Pétur SigurÖs- son, trúoSi, frú Anna Jónatansson, Dr. B. B. Jónsson, Jóhannes Jóns- son, séra Sveinbj. Ólafson, frú Þór- unn Rose Johannson, Dr. B. J. Brandsón, frú Katrín Josephson, frú Guðbjörg Brandson, Lúðvík og Skúli Torfason, frú Gíslína Björn- son, frú Ásdis Jóhannesson, frú GuSrún S. Jóhannsson, ungfrú Steina Þórarinsson, frú Henrietta Johnson, ungfrú GerSa Magnússon, Eggert M. Eggertsson, frú Petrea Eggertson, frú Johanna Holm, frú SigríSur og Einar Haralds, Helgi Jónsson, Bjarni Skaftfeld. frú Jóna og Sigurjón Björnsson. Og nú á siSustu tíu árunum liefir félaginu bæst margir ötulir og góSir liSsmenn, og þará meSal er Carl Finnbogason einn þeirra; er hann tvímælalaust tveggja .manna maki aS hverju sem hann gengur. Mér yfirsást i byrjuninni, að geta þess aS þrir af stofnendum stúkunn- ar eru hér meS okkur í kvöld: Dr. B. B. Jónsson, fyrsti skrifari félags- ins, Jón Blöndal og frú Halldóra Bardal. Það lítur máske svo út, sem eg Lífsreglur. Áfram og aldrei aS vikja, aldrei sitt málefni að svíkja; áfram, og allir samtaka, einlægt að starfa og vaka. Enginn má aftur úr dragast, enginn má rifast né jagast, allir hver öðrum aÖ liði í eining, kærleik og friSi. SegiS hver öSrum til synda en sízt til að æsa upp vinda, heldur i lag öllu hrinda, heilaga vandlæting kynda. Þannig skal beina og benda, byrja, hald’ áfram og enda samtök og samvinnu alla, sigra eSa i valköstinn falla. KomiS öll hingað í höllina okkar á kvöldin, hjörtu vor gleðja sig bezt, þegar mestur er fjöldinn; CialdiS þið “reglunni” vegsemdar- veizlu og minnist á verkahring þennan, já hvar sem þið sjáist og finnist. Og svo verSa þá niSurlagsorðin þessi: Goodtemplarahúsið, sem hér var bygt aS tilhlutan Skuldar og Heklu, hefir haft stórmikla þýðingu i þessari borg; fyrst og fremst hefir þaS veriS heimili þessa félagsskap- ar og í öðru lagi eini samkomustaS- urinn fyrir íslendinga, aS undantek- num kirkjunum, og má því skoSast frá þjóSrækriislegu sjónanniSi, þýS- ingarniikið i fylsta máta, eða hefir nokkurt félag reist Islendingum veg- legri minnis- eða þjóÖræknisvarÖa hér vestanhafs, en Templarahöllin er hér í Winnipeg, og nú á þessum tímamótum þegar vér lítum til baka yfir starf félagsins og okkar 50 ára stríð, þá getur það ekki dulist nokkrum manni, að talsvert mikil og heilbrigS viðleitni hefir verið hér aS verki í bindindisáttina, samfara íslenzkri þjóðrækni og þrátt fyrir / fáliSaðar félagsdeildir þann dag í dag, þá erum vér vongóðir, aS hin kristna kirkja og almenningur snúist væri að gleyma þeim tveimur stúku- iS liS imieÖ Goodtemplara-reglunni, systrunum, sem burt eru farnar úr vorum hópi, en sem unnu .öSrutn betur svo lengi sem lífiS entist; sú fyrri var Ingibjörg Jóhannesson, eSallynd kona og ákveSin í allri sinni framkomu, i Skuld skipaði hún sæti umboSsmanns í langa tíS, og í ótal nefndum sjálfri sér til sóma og félaginu til blessunar, og viS burtför sína héSan ánafnaSi hún Suld og Heklu sína hundraS dalina hvorri í sinni erfSaskrá. Hin konan var frú Carolína Dal- man, sem var ljósberi G. T. reglunn- ar og kristinnar kirkju á meðal vors fólks; hennar viljaþrek og fórnfýsi samfara góSum gáfum, verSur oss jafnan ógleymanlegt. Hún var rit- stjóri stúkublaðs Skuldar í 20 ár, og kendi þar margra grasa, því þrátt fyrir háan aldur og sín heimilisstörf, kom Ihún ávalt meS stjörnuna sina (stúkublaSiÖ) ,sem lýsti jafnan upp skammdegiskvöldin og kom öllum í gott skap með fyndni, orShepni og skáldskap og nú skal einu erindinu hennar frú Carolínu skotiÖ hér inn í þessa frásögn: svo að vort góSa málefni vinni sigur aS lokum. Ungur ástfanginn maSur leitaSi ráða hjá föður sínum um það, hvaS hann ætti að láta grafa í hringinn, sem hann ætlaSi aS gefa unnustu sinni. “Eg veit ekki,” sagði gamli mað- urinn. “HvaS segirðu um setningu eins og þessa: “Þetta á aS minna þig á mig?” Ungi maðurinn tók heldur dauft í þessa tillögu, en féllst þó á, aS bezt niyndi að láta grafa þetta i hring- inn. / Unnustan varS ekki litið hissa, þegar hún fékk hið þráða fingur- gull og las áletrunina, sem hljóðaSi svo: “Þetta á að minna þig á hann pabba.” Simbi og Tumi óku í bil upp í sveit, og voru ýmist á hægri eða vinstri vegarbrún. “HeyrSu, lagsi,” sagði Simbi, “þú ekur hálf-klaufa- lega, eSa finst þér það ekki?” Þá mælti Tumi: “HvaS er þetta, eg sem hélt að þú værir við stýriS.” Verzlunarmentun Óumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunanmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til drjúgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited Lj TORONTO og SARGBNT, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.