Lögberg


Lögberg - 27.01.1938, Qupperneq 5

Lögberg - 27.01.1938, Qupperneq 5
LÖGBEiRG, FIMTUDAGINN 27. JANÚAR 1938 5 Bein Egiptans." Sönn saga um dulrœn fyrirbrigði, eftir Sir Alexander H. Seton. í frásögn þeirri, sem hér fer á eftir, ihefi eg fylgt rás viÖburðanna, eins og þeir komu fyrir og er satt og rétt sagt frá í öllum atriÖum. Á árinu sem leiÖ, fór eg ásamt konu minni til Egiptalands og kom- um viÖ meðal annars til Cairo. Þar höfðum við mestan hug á að sjá umhverfi hinna miklu Pyramida. Eg skal geta þess, vegna þeirra, sem ó- kunnugir eru þar um slóðir, að það eru aðeins fá ár síðan farið var að grafa hinn fræga Sphinx úr sand- inum. Áður stóð aðeins höfuð hans upp úr sandinum, en nú imá sjá alla jötunvaxna myndina hvílandi fram á ljónshrammana. Fornfræðingar sáu það fyrir löngu, að þrælar þeir, sem Pyra- mídana bygðu, hafa flestir hlotið að vera mjög skammlifir og dáið i hrönnum. En þeim hefir til skamms tima verið hulið, hvar Egiptarnir jarðsettu þessa þræla sína. En fyrir nokkrum árum var hafinn gröftur í kringum Sþhinxinn og hinn stærsta Pyramída. Þetta varð ekki árang urslaust, þvi að nú hefir komið í ljós geysistór kirkjugarður, sem eyði- mörkin hefir falið í þúsundir ára. Margar grafirnar eu alveg óskemd- a og þó er talið, að þær séu frá tímabili á undan svokölluðu imúmiu- tímabili, þegar Egiptar smurðu líkin, °g geymdust þau þannig þúsundir ára. Úr einni slíkri gröf fengum við bein það, sem valdið hefir okkur miklum erfiðleikum og áhyggjum. Við höfðum fengið leyfi til að sjá grafirnar. Ein gröfin, sem við átt- um að fá að sjá, hafði verið opnuð daginn áður. Við urðuimi að fara niður í jörðina eftir 40 feta löngum göngum og urðum við að skriða á fjórum fótum. Loks komumst við í neðanjarðarhvelfingu, sem var á að giska 40 ferfet að stærð. í miðri þessari hvelfingu sáum við illa gerða steinkistu úr fjórum stórum stein- hellum og lá ein hella ofan á sem lok og hafði því verið hrundið til hliðar. í kristunni var beinagrind. Um háls hennar var festi, er var svört eins og eboni-viður, en okkur var sagt, að þetta væri gull, sem orð- ið væri svart af aldri. Gullbaugar voru einnig á öklum og álfliðabein- um. f kistunni var höfðalag úr ala- basti, svo hreint og gegnsætt sem gler væri. Hjá þessu höfðalagi lá annað hálsband með viðfestu brjóst- (ljásni, einnig kolsvart af aldri. Bak v’^ kistuna voru pottar, pönnur og skálar, sem fyltar höfðu verið mat- vælum, svo að hinn framliðni þyrfti ekki að fara fastandi inn í eilífðina. Eady Seton langaði mjög til að fá ein'hvern hlut til rninja utn heimsókn okkar og varð það úr, að einn Arab- inn gaf henni bein úr einni .af hin- um mörgu sundurlausu beinagrind- um, sem þarna voru, en ekki þeirri, sem var í steinkistunni. Síðar komst eg að þvi, að bein þetta er kallað sacrum. Það liggur í mjóhryggnum og hefir jafnan verið álitið helgara en önnur bein líkamans. Sérstak- lega var sú trú almenn i fornöld, enda var þá bein þetta oft notað til fórnfæringar. Síðan bein þetta kom í okkar eigu, hefir því vérið haldið fram af sumum, að það væri úr egipskri prinsessu. Þetta þykir nrér alls ekki trúlegt, þótt líklegt sé, að það sé úr konu, því að í gröfinni með beinagrindinni voru engir fé- mætir hlutir, er bentu til þess að hin framliðna hefði verið af háum stig- um. Konan mín var hin ánægðasta yfir þvi, að hafa náð þessum minjagrip, en þegar við komum til Alexandríu og sýndum gripinn, varð flestum að orði, að það væri óviturlegt, að 'hafa nokkuð á brott iweð sér úr gröfum Egiptanna og af því mundi aðeins stafa ógæfa.. Eg fór burtu úr Egiptalandi í júnímánuði 1936, en konan mín varð eftir hjá vinafólki okkar. Var svo ákveðið, að hún færi heimleiðis í lok júlímánaðar. En nú fara að koma fyrir ýms ein- kennileg atvik. Strax og eg kom heim, varð eg veikur, ekki hættu- lega, en veikindin urðu mér til mik- illa óþæginda. Þegar konan mín var á leiðinni heim, kam upp taugaveiki i skipinu, sem hún ferðaðist með, og stúlka að nafni Jordan, sem ferð- aðist með henni, varð afar veik af sjúkdómi, sem læknarnir þektu ekki. Þegar konan min kom heim, varð hún einnig veik. Skömmu síðar varð barn okkar veikt og svo barn- fóstran og vinnustúlkan. Um þetta leyti fór að bera á því, að ýanisir hlutir brotnuðu innan húss venju fremur. Var stúlkunni eða kisu um þetta kent, eins og tíðkast. Egipska beininu hafði nú verið kornið fyrir i glerhylki á borðinu í dagstofunni. Það var þó ekki fyr en fór að líða að áramótum, að við fórum að taka eftir því, að einkennileg atvik væri að nokkru leyti í sambandi við bein- ið. Þótt kynlegt megi virðast var það lítill drengur, frændi okkar, sem vakti athygli okkar á því, að beinið gæti verið orsök hinna furðulegu fyrribrigða. Þessi litli frændi okkar svaf i herbergi innar af dagstofunni. Hann Tilþ ess að hafa ferskt, hreint loft Þá Notið “ELECPROHOME” Lofthreinsunar áhöld Auðveldir skilmálar ‘Chateau Model” ectrohome er allra nýjasti og fullkomnasti loft- sem fáanlegur er. Hann eykur nauð- jafnf^an/0^ra^a’ Þvær °8' hreinsar loftið; nemur ioftinu ' f..2)r(>tíi áæskilegan daun; hann heldur ryk (rp2i.slonu^r^ hringrás. Hann nemur brott yða'r.^oo- annaö þessháttar úr herbergjum skilyrðum ^LG(5 hvi bættri heilsu og lífs- tíma, sem’þér^Wf •,,]!e?trí>h<)m(; nú — — á þeim Parfnist þess helzt. Fjórar gerði á verði frá.... *29.95 Upplýsingar rneð hvi ntr 1. 1, l Vx að kaUa upp 848131 PORTAGE and EDMONTON ST hafði vaknað eina nóttina og ætlað inn í baðherbergið. Á íeiðinni þang- að sá hann einhverja þá sjón, er gerði hann tryldan af hræðslu og hann kom hlaupandi inn í svefnher- bergi okkar skjálfandi af ótta. Eg skal taka það fram, að barnið hafði ekki hugmynd utn1 beinið eða sögu þess. Við reynduim að gera hann rólegan og fengum hann loks til að fara aftur í rúmið sitt. Daginn eftir fór eg tala við hann og spyrja hann hvað gert hefði hann hræddan. Sagði hann þá, að hann hefði séð “manneskju” koma inn í dagstof- una. Þótti honum þessi vera mjög einkennileg, en óskiljanlegast fanst honum, að hún gekk beint í gegnum læsta hurðina. Eg er ekki i vafa um, að drengurinn sagði satt. Eftir þetta fór okkur að koma til hugar, að einhver ill áhrif stöfuðu frá lieininu. Nokkru síðar kom til okkar ein vinkona okkar. Hún kvartaði undan því, að í hvert skifti, er hún kæmi í dagstofuna, fyndist henni fleira fólk vera í stofunni en hún sá. Hún vissi ekkert um bein- ið. í febrúar varð öll fjölskyldan veik og konunni iminni var urn stund ekki hugað líf. Eg var vikutíma einn i húsinu og varð fyrir hinni mestu ásókn. Reykháfurinn brotn- aði án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Glermunir fundust brotnir mjöli smærra, og að síðustu fann eg beinið á gólfinu, komið úr glerhylkinu, án þess nokkur kæmi nærri því. Nú hafði eg fengið mig fullsaddan af fyrirbrigðunum og beininu. Eg vafði það í pappír og ákvað að senda það brott. Næstu nótt svaf eg ekki í húsinu, en um morguninn fann eg pakkann með beininu á gólf- inu, langt frá þeirn stað, sem eg hafði lagt hann á u'm kvöldið. Eng- inn var í húsinu um nóttina. Eg tók umbúðirnar af beininu og lét það aftur í glerhylkið og vonaði að‘ eg fengi nú frið um tíma. Skömmu síðar heimsótti mig gam- all vinur piinn, Marshall kapteinn. Hann kendi sér lasleika, þegar hann hafði setið um stund og fór því upp í svefnherbergi til að leggja sig. Eg ætlaði að athuga hvernig honum liði. Leið mín upp á loft lá fram hjá dagstofunni. Þegar eg fer fram hjá dyrunum, heyri eg ógurlegan hvell, eins og þegar molað er gler. Þegar eg kom inn, sá eg beinið á gólfinu um átta fet frá borðinu og í kringum það var glerhylkið í smá- molum. Eg fæ ekki enn skilið, hvernig hægt var að brjóta glerhylk- ið í smáagnir, án þess að nokkur vegummerki sæist á beininu. Raun- um okkar var ekki enn lokið. Fáum dögum síðar gerðist það, að stór blómsturvasi með um 10 lítrum af vatni kastaðist um þvera dagstofuna — en kom heill niður. Eina nóttina heyrðum við ógurlegan hávaða niðri í húsinu. Þegar gætt var að í borð- stofunni, sáum' við að áðurnefndum blómsturvasa hafði verið kastað af borðinu, sem hann stóð á, en blómin sem í honum voru, lágu sundurtætt og slitin um alt stofugólfið. Ýmis- legt fleira gerðist af slíkum fyrir- brigðum, en verður ekki rakið hér. En svo kom fyrir atvik, sem virt- ist vera hið síðasta í þessari dular- fullu atvika-kveðju. Einu sinni snemma morguns, er eg var ekki kominn á fætur, heyrði eg hið vana- lega brothljóð. Þegar eg kom niður, sá eg að glerílátið lá brotið á gólf- inu. Þykkar máhnþynnur, sem á því voru, lágu þar hjá snúnar og samanvafðar. Beinið sjálft var í fimmtíu pörtum. Var engu líkara en að það hefði sundrast af spreng- ingu. Eg lét taka mynd af beinmol- únutn og glerkassanum, en meðan myndasmiðurinn var að verki, var myndavélin slegin um koll af ósýni- legri hendi. Margir hafa hvatt okkur til að senda beinbrotin aftur til Egipta- lands, og er ætlan okkar, að konan mín fari með þau og komi þeim á réttan stað. * Það, sem hér hefir verið skýrt frá, er í öllum atriðum satt og rétt. Þeir, sem reynslu hafa í dulrænuim efnum, segja að beinið tilheyri “óró- legum anda” og að því fylgi ill áhrif. Eg skal ekkert um það segja, en þess mundi eg óska, að eg hefði aldrei þetta óheillabein augurn litið. (Aths. — Síðan þetta var ritað hafa ný undur gerst í sambandi við beinið, svo sem það, að stórt stofu- borð fanst einn morguninn brotið í smástykki og að stykki úr beininu, sem lagt hafði verið í skáp, tók skyndilega að brenna og olli miklum skomdum.). —Jólablað Vísis, 1937. Til F. Hjálmarssonar Kæra þökk fyrir greinina um Flat- eyjardalinn. Eg hefi oft verið að hugsa mér afstöðu af Flatyejunni og Flateyjar- dalnum, en aldrei getað náð góðmn skilningi á hvorugu, og ekki heldur átt kost á að tala við kunnugann niann og greinagóðan um það efni, en eftir grein þessa stend eg þó rnikið nær en áður. Um eyjuna sjálfa veit eg þó enn lítið. Þessi forvitni mín stafaði af hrakningssögu Erlendar Guðmunds- sonar frá Holtastöðum, sem að fleiru én einu leyti er. mjög svo markverð, og vafalaust tekur fram öllumi hrakningssögum, sem fallið hafa til á sexæring; hún gefur hug- mynd um hversu tízkan getur orðið ölium hyggindum yfirsterkari. Þeir voru 5 á sex manna fari, nestislausir, segllausir, og um vatn er liklega það sama að segja. Það er líka eftir- tektarvert að Erlendur í jafn há- kristilegum auðmýktar og prédikun- ar anda, sem sálmurinn er ortur í, minnist ekkert á þenna glæfra út- búnað, og full ástæða þó til að iðrun hefði komið fram<, þar sem hann sem trúmaður gat litið svo á að slíkur búnaður var að “freista drottins,” en þar svæfði vaninn þá tilfinningu. Á þeim tímum hafa engir haft segl á fleytum sínum á Skaga, ef hann er tekinn sem dæmi, til að spara sér kostnaðinn. Nokkrir hafa viljað eigna sálminn séra Jóni Hjaltalín, sem þá var prestur í Sáurbæ á Hvalfja.rðar- strönd, aðrir Erlendi sjálfum, eins og segir i niðurlagshendingunni. Þú talar kunnuglega um sálminn. Hann er undir laginu: “Nú bið eg guð þú náðir mig,” og er 79 erindi. í Hiandritasafni Bókm.fél. K.h. 1885. II. B., bls. 63, er hann í hand- riti nefndur: Sálmur, ortur af séra Jóni Hjaltalín um sjóhrakning Er- lendar Guðmundssonar á Holtastöð- utn 26. okt. 1796—“Ó, hvað oft þreifa maður má.” Svo í sarna bindi, bls. 140, er annað handrit af sálminum. Hrakningssálmur 1796. Erlendar Guðmundssonar, 77 erindi. Um séra Jón Hjaltalín er það að segja, að þegar hann yrkir téða vísu sína 1796 yfir árið 1795, hefir hann ekki verið búinn að frétta af hrakn- ing Erlendar haustið áður, 1795. Erl. kom heldur ekki heim fyr en á Þor- láksmessu fyrir jól, og þá fyrst hefir sagan farið að berast út þar vestra. Árið 1797, þegar séra Jón yrkir fyr- ir árið 1796, hefir hann heyrt sög- una, en heldur hún hafi skeð haust- ið fyrir, og því getur hann hrakn- ingsins 1796, en það er ári síðar en stendur í sálminum. Ef hann þá hefði verið búinn að fá handrit af sögunni frá Erl. til að yrkja út af, hefði ártölunum borið saman. Það er eftirtektarvert, ef Erl. gat engan fengið nær sér til að yrkja sálminn, og ef hann þurfti endilega að seilast svona langt, að hann ekki kaus sér séra Jón Þorláksson á Bægisá, sem engu síður þótti gott sálmaskáld, en séra Jón Hjaltalín. Eg held áreiðanlega að sálmurinn sé eftir Erlend svo sem segir í nið- urlagi hans. Sálmurinn er svo há- innilegur, að eg held enginn hefði getað ort hann svo fyrir “smér eða peninga” og hefi grun af því, að nafni minn hafi verið spar á hvoru- tveggja. Þetta álit mitt styrki eg svo með því að í Landshandritasafninu No. 1754 er handrit: Tvær rímur kveðn- ar um sjóhrakning Hr. Erlendar Guðmundssonar, forðum bónda á Holtastöðum í Langadal norður árið 1796, eftir séra Jón Hjaltalín. í þessu liggur villan. Séra Jón yrkir tvær rímur af hrakningnum, og hefir helzt aldrei séð sálminn, og því aldrei fengið ábyggilegt ártalið er hann skeði. í sálminuim segir að hrakningur- inn hafi átt sér stað árið 1795. hann hafi staðið yfir 6/2 dægur, þá hrak- ið 36 sjómílur, ef borist hefði eftir beinu stryki. Aftur segir séra Jón í Tíðavísun- um að hrakningurinn hafi orðið Í79Ó, staðið yfir 6 dægur, og þá hrakið 30 vikur. Þetta er nú lítilfjörlegt umtals- efni, ef borið er saman við “lands- ins gagn og nauðsynjar,” en garnlir karlar hengja hatta sina á þann snagann, sem næstur er og viðráð- anlegastur. Með virðingu, Erlendur Guðmundsson frá Mörk. Fréttir frá Lundar sveit Þar eð enginn hefir ennþá ritað fréttir héðan í einni heild yfir árið sem leið, vil eg hér með geta þess að nokkru. Tíðin var mjög mild næstliðinn vetur frá nýári til xó. apríl, en þá byrjaði vorið með hlý- indum og regni, sem> hélst út maí, svo sáning í akra hepnaðist vel og framleiddi góða uppskeru af sáð- löndum; grasspretta var góð, og heyskapartíð hagstæð, svo bændur fengu mikil og góð hey, svo þeir hafa getað bætt úr böli þeirra í Vestur-Canada, með þv!í að selja pressað hey í stórum stil, því það er búist við að úr þessari sveit fari þúsund (1,000) “carload” af heyi á markað fyrir vordaga. Þar er herra Skúli Sigfússon hæðstur, seldi yfir hundrað vagnhlöss. Fiskiveiðar á Manitobavatni voru fremur rýrar og verð á fiski lágt, nerna á birtingi; hann hefir selzt vel. Netatap varð talsvert i nóvember hér á suður-vatninu, og er það ekki óvanalegt, því fiskimenn eru of á- kafir að leggja net sín út á þunnan ís, og er það nokkur vorkunn, þvi fiskur er venjulega þéttur nálægt landi fyrst þegar ísa leggur. Atvinna var hér nóg fyrir þá, sem hér eiga heima, alt árið út, þó fóru nokkrir austur í gullnámurnar og gjörðu vel þar. Nokkrir hafa flutt inn í sveitina vestan úr þurka- beltinu í Saskatchewan og una dável hag sínum, en fáir fluttu burtu. Hrossapest allskæð gekk um þessa sveit á árinu, og drap margt af hest- um, svo bændur verða að kaupa mikið af hesturn á næsta ári, og er það ekki álitlegt, því pestin er ekki ennþá horfin, þó hún rénaði þegar kólnaði i veðri næstl. haust. Heilsufar á fólki,var aftur á móti mjög gott, og engin slys hafa orðið á mönnum á þessu liðna ári, svo eg viti til. Verð á bændavöru var allgott, nema á nautgripum, og mun það stafa af þvi, hvað Vestur-Canada j bændur urðu að dyngja nautgripum sínum á haustmarkað, vegna fóður- skorts. Smjörfita var borguð 23C pundið rnest alt sumarið, en fór smámsaman hækkandi að hausti, og var 29C pundið í desembermánuði, og er ennþá. Ull var borguð i8c pundið og sauðfé og svin í fremur góðu verði. Mjólk hækkaði mikið í verði, svo eg held að bændur fái nú í vetur nærri 2 dollara fyrir 100 pund í henni, enda veitir þeim ekki af því. Nokkur ný hús voru bygð í bæn- uim og sveitinni, og vegir bættir; skattar borgaðir betur en fyrirfar- andi ár, til að mynda konx einn góð- ur bóndi um nýárið og borgaði 600 dollara sveitarskatt í einu, og þótti vel gert, enda eru hér margir skil- ríkir menn. Svo þessi sveit mun verða seig, því ráðsmennirnir eru gætnir í f jármálum. Þó tel eg það rnjög misráðið af þeim, að gjöra ekki gangskör að • því að útrýma bitvargi úr bygðinni, úlfuini', sem orðinn er svo skæður á sauðfé, að ekki er viðunandi; drap yfir 100 fjár árið sem leið, hér i grend við bæinn. Lömb seldust nærri $6.00 hvert á árinu, svo það er ekki lítið tjón að slíku. Nokkur gamalmenni dóu á árinu og hefir þeirra allra verið getið í blöðunum, en miklu fleiri komu inn í heiminn til að fylla skörðin, og enn gengu nokkrir í hjónaband, og er það ætið sett í blöðin ísl., svo eg þarf ekki að endurtaka það. Yyfirleitt var árið 1937 hagstætt, enda var það kvatt með hátíðahaldi og f jörugum söng og hljóðfæraslætti og náttúrlega dansi. Ritað á Pálsmessu 1938. S. Bcddvinsson, MEÐ MORGUNKAFFINU Frá Belgrad kemur frétt um konu eina, sem 10 sinnum hefir átt tví- bura. Konan heitir Maria Lazare- witch og er 30 ára gömul. Maður hennar, sem er einn af beztu knatt- spyrnumönnum í Júgóslavíu, er bréfberi í Belgrad. Þau hjón hafa þannig alls eignast 20 börn, og 6 þeira eru dáin. En þau 14 börn, sem lifa, eru öll hraust og heilbrigð. Hjónin hafa aðeins verið gift í 10 ár, en það hefir ekki brugðist, að á hverju einasta ári í nóvember mánuði hefir konan átt tvíbura. Amerísk blöð segja frá því, að Fred Astaire eigi að leika aðalhlut- verkið í nýrri kvikmynd, sem eigi bráðlega að byrja að taka. Kvik- myndin fjallar um líf hins heims- fræga dansara Nyinsky, sem enn er á lífi og dvelur á geðveikrahæli i Sviss. Gamall bréfberi í Bandaríkjunum, James Morow, hefir fengið lausn frá embætti. Morrow var frægur fyrir hæfileika sína til að geta hvað var í bréfum þeim, sem hann bar út. Hann lét í ljós gleði sína eða sorg, eftir því sem við átti, með því að flauta gleði- eða sorgarlög. Sagt er að hann hafi altaf blístrað sorgar- mars Chopins er hann kom með rukkunarbréf ! Skoti nokkur kom inn í verzlun í Edinborg í þeim erindum að kaupa sqr spora. Skotinn kvaðst ekki vilja nerna einn spora. Afgreiðslustúlk- an benti honutn á að venja væri að hafa sporana tvo. Skotinn svarði: Það er mesti óþarfi að nota tvo spora, þvi ef önnur hlið hestsins hreyfist trúi eg að hin fylgi með! —Mbl. “CANADA Sliced BREAD” þýðir Stórkostlegan sparnað Það er þessvegna senx þúsundir húsmæðra krefjast þess að fá “CANADA Sliced BREAD”. Sannfærist um af eigin reynslu hversvegna aðrir eru svo hrifnir af þessu brauði. Hið undursam- lega ljúfu bragð, hlýtur að falla yður í geð. Þér verðið áreiðan- lega daglegur viðskiftavinur að sneiddu brauði — “CANADA Sliced BREAD.” Pantið hjá nccsta matvörusalanum eða hjá einum af vorum liundrað kurteisu umboðsmönnum CANADA BREAD CO. LTD. PORTAGE and BITENELL SIMI .19 017 “The Qnality fíoes in Before the Name fíoes on”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.