Lögberg - 27.01.1938, Síða 4

Lögberg - 27.01.1938, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JANtJAR 1938 Högberg GefiS út hvern fimtudag af I H X COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 6*5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON VerO $3.00 um áriO — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Góðs viti Fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott. Þetta gamla og góða máltæki má heim- færa að nokkru upp á stjórnmála farganið í Quebec undir forusltu Mr. Duplessis, og ann- ara Fasist-sinna þar v fylkinu; er nú engan veginn ólíklegt eftir ýmsum eyktamörkum að ræða, að kúgunarfjötrar þeir, er hann í fyrra vetur lagði á persónufrelsi fylkisbúa, mál- frelsi, ritfrelsi ogsamvizkufrelsi, komi honum sjálfum í koll, og það jafnvel fyr en varir; taka úrslit aukakosninganna, sem nýlega hafa farið fram þar í fylkinu að mdklu leyti af öll tvímæli í þessu efni. Fyrir nokkram vikum fór fram auka- kqsning í Lotbinere kjördæminu, og lauk henni með ákveðnum sigri fyrir frambjóð- anda liberal flokksins; kosning þessi var sótt af kappi miklu; grímuklæddur afturhalds- maður, er Mr. Duplessis hafði laglt blessun sína yfir, bauð sig fram í kjördæmi þessu, og sætti hinni herfilegustu útreið af hálfu kjós- enda; lék hann mjög á viðkvæmustu strengi hinna frönskumælandi kjósenda, og eggjaði þá lögeggjan um að skipa sér einhuga undir einangrunar- og Fasistafána þann, sem Mr. Duplessis og fylgifiskar hans höfðu dregið að hún; það átti hvorki að vera meira né minna en hreint og beint sáluhjálparatriði, að sýna núverandi sambandsstjórn í tvo heim- ana með því að leggja þingmannsefni hennar að velli, og það sv'o eftirminnilega, að ekki yrði um viM; á þessu urðu samt sem áður slík hausavíxl, er lengi verða í frásögur fær- andi, með því að þau móta gersamlega nýtt tímabil í stjórnmálasögu Quebecfylkis, og spá all-glögt fyrir um örlög Fasista-stefnunnar þar eystra. Ofan á þetta bættist svo hinn fáránlegi ósigur Camillien Houde í St. Henri kjördæminu í Montreal. Mr. Houde var um eitt skeið leðtogi aft- urhaldsflokksins í Quebec og borgarstjóri í Montreal; er hann ákafamaður hinn mesti og mælskur vel; enda voru nú góð ráð dýr, og alveg sjálfsagt að tjalda því bezta, sem til var. Mr. Houde treysti sér ekki til þess, er á hólminn kom, að leita kosningar undir merkjum afturhaldsflokksins, þó sjálfur væri hann um hríð forustumaður þess flokks í Quebecfylki, heldur sá hann þann kost vænst- an að telja sig utanflokka, ef vera kynni að fleiri kynnu að bíta með því á agnið, en ella mætti vænta; það var jafnframt á almanna vitorði, að Mr. Duplessis og Fasistafylking hans fylgdi honum eindregið að málum. Af hálfu liberal-flokksins bauð sig fram Mr. J. A. Bonnier, bæjarfulltrúi í Montreal; gekk hann sigrandi af hólmi með hátlt á fimta þúsund atkvæða umfram Mr. Houde. Eins og vænta mátti, þóttu úrslit þessarar kosningar all- miklum tíðindum sæta um landið þvert og endilangt. Mr. Kdng fagnaði að vísu mjög yfir sigri þingmannsefnis síns, eins og sjálf- sagt var og eðlilegt; en hitlt skifti þó í raun og vera aðalmáli, hvernig til tókst um Mr. Houde, Mr. Duplessis og þá aðra Fasist- sinna, er veittu honum fulltingi; þeirra ósig- ur snerist upp í stórsigur fyrir lýðræðishug- sjónirnar og mannfrelsið í þessu landi. Þann tuttugaslta og áttunda febrúarmán- aðar næstkomandi fer fram þriðja aukakosn- ingin í Quebec til sambandsþings; hún verður háð í Argenteuil kjördæminu; þingsæti þetta Josnaði við fráfall Sir George Perley, sem gegnt hafði ráðherra embætti í stjórnartíð þeirra Sir Roberts Borden og R. B. Bennetts. Kjördæmi þetta hafði um langt áraskeið haft afturhaldsfulltrúa á sambandsþingi. Sir George Perley þótti í hvívetna hinn merkasti maður og naut almennra vinsælda í kjördæmi sínu; má þess því vænta að afturhaldsmenn velji ekki af verri endanum, er til þess kemur að velja mann, er fylla skuli sælti hans; ekki er það enn vitað, hver verða muni fyrir val- inu, þó ákveðið verði það að sjálfsögðu innan skamms. En liver helzt sem hann verður, má ganga út frá því sem gefnu að Mr. Duplessis primsigni hann engu síður en Mr. Houde. Liberal-flokkurinn hefir ákveðið að hafa þingmannaefni í kjöri við þessa áminstu aukakosningu, og má það víst telja að sú orra- hríð, sem í Argenlteuil fer fram, verði sótt af kappi miklu á báðar hliðar. Um væntanleg úrslit þar skal engu spáð, þó auðveldlega geti svo farð, að þarna hrynji eitt varnarvígi aft- urhaldsins enn, engu síður en raun varð ný- lega á í höfuðborg Briltish Oolumbia fvlkis. En hvað sem því líður þá er hitt víst, að í hinum aukakosningunum tveimur fékk Mr. Duplessis og Fasistafylking hans svo ábæri- legt, pólitískt glóðarauga, að þess getur orðið langt að bíða að það öðlist sinn upprunalega Jit. Kjósendur Quebecfylkis era auðsjáan- Jega farnir að komast til meðvitundar um það, að ekki sé alt með feldu um stefnur og strauma í stjórnmálum þeirra, og má það vissulega teljast góðs viti; þeir hafa lært af því að reka sig á. Kvæði Sigurðar frá Arnar- vatni Sigurður Jónsson frá Arnarvatni Upp til fjalla. Kvœði. Isafoldar- prentsmiðja 1937. Er það svo, að Norðlendingar elski land sitt eða hérað sitt meira en aðrir íslendingar f Er það tilviljun, að norðlenskur unglingur kvað þá vísuna, sem gengið hefir inn í hjarta- rætur hvers mannsbarns í landinu: -----Nú er horfið Norðurland, nú á eg hvergi heima. Og að annar norðlenzkur unglingur kveð- ur þetta nokkrum áratugum síðar: Blessuð sértu sveitin mín— og kveður sig með þessu einfalda, tæra ljóði inn í lijarta þeirrar æsku, sem fyrst hleypti heimdraganum um margar aldir í þessu landi og fékk að reyna það, að sjá sig eitthvað um í sínu eigin ættlandi. Sigurður á Arnarvatni hefir orðið fyrir fáheyrðri gæfu sem skáld, að yrkja á unga aldri það ljóð, sem túlkaði á þennan einfalda, einlæga hátt, tilfinningar allrar heilbrigðrar æsku um alla tíma. Alt það, sem eg fegurst fann, fyrir berst og heitast ann, alt sem gert fékk úr mér mami og til starfa kröftum hrundið, alt það, sem eg unni og ann, er í þínum faðmi bundið. Sigurður á Arnarvatni orti þetta kvæði um MývaJtnssveit, sem er sérkennileg að svip, og myndirnar í kvæði sitt tók hann þaðan. En af því að hann orkti fyrst og fremst af ást á þeirri sveit, sem var sveitin hans, sveit- in, sem hann fann í hjarta sér fremur en sá fyrir augum sér, af því tók öll æska sveitanna upp þetta ljóð og gerð það að sínu ljóði, hver um sína sveilt. Það er heimþrá og átthagaást hins hjarthreina unglings, og verður síðar tregablandinn kærleiki þess, sem aldrei fann neitt, sem bætti honum að fullu heimahagana. Það er rétt að orði komist, sem nýlega hefir sagt verið um Sigurð á Arnarvatni í til- efni af bók hans: Hann orti þjóðsöng sveit- anna. Fyrsta *og elsJta?( kvæðið í bók Sigurðar er kveðja til sveitarinnar, þegar hún hverfur honum í fyrsta sinn; þar segir: Minn hugur af unaði hlær við þá von: Við hittumst á vori næst. Eg vona mér áuðnist að syngja þér söng, er sannheilög ást hefir glæst. Þessa ósk sína og von fékk hann uppfylta, svo að fágætt er. En hvað stendur fleira í þessari bók? Er það Itilviljun, að Sigurður orti þetta kvæði, sem varð á skömmum tíma alþjóðleg eign ? Sigurður er kynborinn sonur hinnar “þingeysku menningar, ” þessa stórmerkilega tímabils og menningarskeiðs í íslenzkri sögu, sem er enn of nærri okkur til þess að verða skilið til fulls, eða réttilega dæmt. “Blessuð sértu sveitin mín” er kvistur á þessum meiði, eins og “Ekkjan við ána,” eftir Guðmund Friðjónsson og “Heimþrá” Þorgils gjall- anda, svo að ekki sé fleira rakið. Ljóð Sig- urðar á Arnarvatni eru þó fyrst og fremst ljóð bóndans, og ekki einaslta það, heldur einn- ig sérstaklega ljóð hins þingeyska bónda, hins gáfaða hugsandi manns, sem yrkir í stíl sinn- ar sérstöku menningar, óhjákvæmilega nokk- uð háður einangrunum og striti bóndans. Ennþá bíður, ósmíðað efni, sem eg hef víða viðað að, vildi sníða og prýðá það. Hefir lengi, lengi gengið svona: Ilreyft við strengjum endur og eins, aldrei fengið ró til neins. En hann hefir líka oft liaft stór og fá smiðahöggin. Kvæði sitt um Herðibreið byrjar hann svo: Upp af hraunsins hrikabreiðum hamraf jallið tigna rís, glæstan ber á glóðaleiðum gullinhadd við rætur skýs. Þúsund alda þjalir surfu þvitann harða ár og dag; aldir fæddust, aldir hurfu, enn ert þú með sama brag. * Og í eftirmælunum um sveitunga sinn, Þorgils gjallanda: Við einstæðingskjör þú í æsku bjóst, þá urðu þér kunn þeirra mein. Þá þektu þig fáir, og lýð var ei ljóst, hvað leyndist með ungum svein. En nú ómar þitt nafn yfir alt þetta land, og erlendir kunna á því grein. Hvað intir þú, þjóð mín, í upp- fræðslusjóð jafn efnilegs sonar og hans? Hve hvattir og efldir þú athafnamóð hins unga og framgjarna manns? Hvað gaf hann svo móti í gerse'mum þeim, er geymast sem djásn þessa lands? í kvæðinu uim Laxá, kveður hann leikandi létt og þýtt; ferskeytlur eft- ir hestinn sinn; og eftir unga stúlku : Þitt sumar átti sér ekkert haust. Með æsku vaxtarskrúð, sem vekur sterkustu vonir og traust, svo veglynd, sterk og prúð, þú kveður þinn ættar og uppvaxtar- reit —þitt æskubjarta vor. Og ástvinatárin harmi heit í hljóði döggva þín spor. Laxá hin fagra hefir sungið sinn eigin straumanið inn í sál sveinsins frá Helluvaði, áður en hann gerði sér sjálfur grein fyrir. Þaðan er honum komin ástin á sveitinni sinni, eins og hann hefir sjálfur skilið seinna. Þaðan er honum kominn kliðurinn og þýðleikinn í sínu kunn. asta og fegursta kvæði. Helgi Hjörvar. —Mbl. 19. des. Survey of Canadian Publications The University of Toronto Quar- terly, which since 1935 has been publishing an annual survey and bibliograþhical list of Canadian lit- ery work in English and French now wishes to round out this na- tional record by the inclusion of such work as has been publíshed in other languages. They have therefore asked Pro- fessor Watson Kirkconnell, of Win- nipeg, who has a working knowledge of most of the languages of Europe, • to prepare such a supplementary survey and list for the period 1935- 36-37, and for each subsequent year hereafter. It will be obviously impossible for Prof. Kirkconnell to prepare this valuable record of literary activity without the generous co-operation of the authors themselves. He has therefore petitioned the Editor of “Lögöerg” to ask Canadian authors who have published work in 1935, 1936 or 1937, in the Icelandic lang- uage to send full details direct to him at 972 Grosvenor Ave., Winni-, peg, Manitoba. He is interested in books and pamphlets, poems, fiction, drama, essays, and significant articles, especially in the fields of history, philosophy, theology, essays, and social sciences. Items of merely ephemeral or news interest will have no place in the record. In the case of books and pamph- lets, the following information is desired:. (i) title, in Icelandic and English, (ii) name of publisher or printer, (iii) place of publication, (iv) date, (v) number of pages, (vi) nature of contents. In the case of articles, essays and short stories, the information de- sired is: (i) title, in Icelandic and English, (ii) name of periodical in which published, (iii) date, (iv) nature of article. In the case of poems, the in- formation desired is: (i) title, in Icelandic and English, (ii) name of periodical in which published, (iii) date, (iv) type of poem (lyric, elegy, satire, etc.). W|here it is possible to send re- view copies, offprints, or clippings, these will greatly assist in making the survey an adequate one. All letters and material should be sent to Professor Watson Kirkconnell, 972 Grosvenor Avenue, Winnipeg, Manitoba. Karlar í krapinu Eftir Guðm. Friðjónsson. Hallgrímur hét maður, bjó í Vík á Flateyjardal, Þorsteinsson, Gríms- sonar. Hallgrímur var fóstri Guð- imindar föður Vilhjálms föður Guð- mundar, sem nú er forkólfur Eim- skipafélagsins. Hallgrímur var kallaður hinn sterki. Það nafn fékk hann eitt sinn á Akureyri, þar var hann staddur og hafði lýsi að selja. Svo stóð á, að hann þurfti að flytja lýsiskjaggta til verslunarbúðar, þó nokkurn spöl, tók ílátið í fang sér og bar áleiðis. Þá mætti hann manni og áttu þeir tal saman um stund. Hallgrímur hélt á kjagganum og lét eigi niður f alla, gekk svo áleiðis og náði takmarki. Svo er sagt um Hall- grtím, að hann bæri lýsistunnur úr bát sírium og gengi með þær á þóft- um. Afi Hallgríms hét Grímur, manna mestur og sterkastur. Þegar hann var áttræður að aldri, en Hallgrím- ur 18 vetra, vildi gamli maðurinn reyna þolrifin i Hallgrími; hafði nautshaus meðferðis og skoraði á Hallgrim að reyna aflið. Þeir gerðu það með því rnóti, að annar tók um efri skolt en hinn um þann neðri, og svo urðu átökin mikil og jöfn, að þeir rifu kjálkahlutann frá haus- beinshlutanum, upp úr munnvikjun- um. Þessa sögu segir mér Vilhjálmur faðir Guðmundar framkvæmda- stjóra Eimskipafélagsins, skilríkur tnaður og orðvar. Hann hefir líka sagt mér sögu þá, er hér fer á eftir. * Gríntur lifði í Vík á Flateyjardal, sem er næsti bær við Brettingsstaði. Þegar hann var á níræðisaldri gekk hann eitt sinn að Brettingsstöðum. Þar var boli einn mannýgur, full- orðinn. Grímur var beðinn að víkja úr vegi fyrir tarfinum, fara krók frami hjá* nauthyskinu og lézt hann mundi gera það. En karl brá á bitt ráð og fór beina leið. Hann kom að Brettingsstöðum og kvaddi sér þar hljóðs. Hann mælti: Það væri rétt að gæta að honum bola hérna úti í mýrinni, piltar mín- ir. Þeir gerðu svo. Þegar þangað kom lá tarfurinn steindauður — snúinn úr hálsliðnum og stóð annað hornið fast á kafi í mýrinni. Þegar þetta gerðist, var amma mín, Guðrún, vinnukona á Brett- ingsstöðuimi, merkileg kona til orða og verka. Jónas á Sílalæk, móður- bróðir minn, sagði Vilhjálmi áður- nefndum söguna og Vilhjálmur mér. Heimildirnar verða varla véfengdar. * Sögur af aflraunamönnum, sem gengnir eru fyrir ætternisstapann, þykja oft ótrúlegar. Þessar sögur af Hallgrími sterka og Grími afa hans, um nautshausinn og uim nautsdráp- ið, eru nálega svo furðulegar, sem sögnin um Þorstein uxafót, er Sága Ólafs konungs Tryggvasonar segir, að slitið hafi lærið úr lifandi blót- neyti. En þessar sögur verður að telja vottfestar. Vilhjálmur Guðmundsson er alinn upp á Flateyjardalnum og hefir numið sögurnar um aflraunir Hall- gríms og Gríms af vörum frænda sinna, sem voru svo réttorðir og skil- ríkir sem úrvalsimenn eru. Eg hefi skjalfest þessar sagnir þeim til ánægju, sem svo eru gerðir, að þeir líta hýru auga til afreks- manna, þeirra sem tóku undir það, sem haft er eftir Ragnari konungi loðbrók: Móðernis fékk mínum mörgum, svo hjörtu dugðu. Þarna er bent á hugrekki, sérstak- lega. En allir afburðamenn hljóta að vera hugumstórir. —Morgunbl. 24. des. BREYTINGA KRAFIST A KVIÐDÓMI Einn af þingmönnum Winnipeg- borgar í Manitobaþinginu, Mr. L. St. G. Stubbs, flutti á mánudaginn þingræðu, þar sem hann lagði á það mikla áherzlu, að réttvísinnar vegna, yrði það að skoðast sjálfsagt, áð tólf menn ætti sæti í kviðdómi í stað sex manna, eins og nú væri viðhaft. Mr. Subbs var bent á það, að slík breyting kæmi einungis undir vald- svið sambandsþingsins, og virtist hann láta sér nægja þær upplýsing- ar. ANNOUNCING SPECIAL PRICES IN The Eaton Beautý Shop The followiug special prioes are offered by the Beauty Shops every Wednesday morning, up to and including the 23rd of February: HOT OIL TREATMENT AND FINGER WAVE $1.00 FACIALS 75c and $1.00 Why not. plan to come every Wednesday morning for a series of facials, or perhaps hot oil treatments? Now is a good time to begin freshening up your appearance for next spring. —Beauty Shops, Fourth Floor, South EATON SHAMPOO AND FINGER WAVE 75c Islenzk heimílisprýði! Framsíðan af 50 ára minningarblaði Lögbergs með áföstu mánaðardagatali, eitt hið fegursta vegg- almanak, sem hugsast getur, fæst nú til sölu á skrif- stofu Lögbergs. Sendist póstfrítt fyrir 50 cents. Einnig er nú til sölu áminst framsíða, prentuð á jiykkan gljápappír til þess að setjast í ramma, fyrir 25c póstfrítt. Vissara er að senda inn pantanir sem allra fyrst, því eftirspurn er þegar mikil að hvora- tveggja. The Columbia Press Limited Toronto & Sargent, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.