Lögberg - 28.04.1938, Síða 6
6
LÖGrBHRG, FIMTUDAGINN 28. APRIL, 1938
VIN
| Eftir Carl Edward |
Hann setti frá sér glasið, ýtti borðinu
til hliðar, svo að vínið skvettist lir glasinu,
og fór að ganga um fólg, með krosslagðar
hendurnar á brjóstinu.
“Þú gætir verið aðalsfrú. Og hvað ert
þú nú ? Að hverju hefi eg gert þig, — eg, sem
stend hér í þessari stofu?
Eregtiginn? Eregríkurf’'
Hann lét fallast niður á stól, byrgði and-
litið í höndum sér og fór að há-gráta.
‘ ‘ Ilenríetta mín! Hvernig hefir mér far-
ist við þig? Pig fór með })ig burt úr litla bæn-
um við sjóinn, — frá henni móður þinni góðu
og hinum tigna biðli. Eg leiddi þig í sorgir
og fátækt, — eg eyðilagði æsku þína og gerði
þig óhamingjusama. ’ ’
Hann reis upp, grátmóður, greip glasið
og tæmdi það. ,
“Hvernig gat eg dirfst að líta þangað,
sem þú varst ? Eig er úrþvætti, á ekki skilið
brauðið sem eg et. Eg er morðingi þinn,
Henríetta.”
Hann var blindaður af tárum og mátt-
vana. Hann ætlaði að taka upp tómu flösk-
una, en gat ekki valdið henni. Hann misti
hana og hún dansaði frá honum, eftir borð-
inu. Og upp úr stútnum kom gráklæddur risi,
' nákvæmlega eins útlits og hinir fyrri. Hann
nam staðar á miðju gólfi, hneigði sig og
beygði og baðaði út höndunum.
“Ilerra,” mælti hann, — “eg kem til
þess að létta þér lífið.”
Maðurinn hallaði sér ’aftur á bak í stóln-
um og hvesti augun á risann. 1 þetta sinn var
hann hvergi smeykur.
“Elruð þér kominn aftur, herra minn, ”
sagði hann rólega. “Komið nær mér. Hér
sjáið þér fyrir yður ógæfusaman mann, sem
allar vonir hafa brugðist. Eg þakka yður
fyrir það, sem þér eruð búinn að gera fyrir
mig, — en mér verður ekki hjálpað. Eg bið
yður að fara leiðar yðar og lofa mér að vera
íiér í næði.”
fyrir innan veitingaborðið, isló á öxlina á
lionum og ætlað að segja eitthvað við hann,
en mundi ekki hvað það var, þegar til kom.
Svo fór hann út.
Það var komið kvöld og búið að kveikja
á götuljóskerunum. Honum fanst strætið
miklu breiðara en það hafði verið, og hann
gekk eftir því miðju, og skéytti ekkert um
vagnana, sem þutu um það, fram og aftur.
Ökumennirnir hreyttu í hann ónotum, en hann
hafði. spaugsyrði á takteinum, — og alt gekk
vel.
Aldrei hafði hann séð jafn mikla fólks-^
umferð um strætið.
Hann mætti ýmsum beztu kunningjum
sínuui og fór með þeim víða, — í hús, þar sem
hann hafði aldrei fyrri stigið fæti. Hann var
kvntur fjölda tigánna manna og talaði við þá
hispurslaust, eins og jafningja sína. Hann
vék sér að lögregluþjóni einum og vakti at-
Iiýgli hans á húsi, sem hallaðist svo mikið,
að búast mátti við að það hryndi þá og þeg-
ar. Lögregluþjónninn fór að skellihlæja, en
maðurinn sagði, að lögregluþjónninn yrði þá
að bera ábyrgð á slysum, sem af þessu gæti
Idotist, og tók að því vitni. Þessu lauk með
handalögmáli, en einn hinna tignu félaga hans
samdi um sættir og sefaði lögregluþjóninn.
Svo kom hann inn í sal. þar sem verið
var að skemta með söng og hljóðfæraslætti.
Þar yar skrautlegt inni og margt manna-
Síðast söng hann sjálfur og hlaut mikið lof
íyrir. — Enn kom hann, með hinum nýju
vinum sínum, í hús eitt, þar sem lionum virt-
ist sérstaklega mikið um að vera, því að þar
var sægur fagurra og skrautbúinna kvenna.
Hann talaði við þær um alla heima og geima
og sagði þeim frá Henríettu sinni.
Það var komið langt fram á nótt, þegar
hann kom heim til sín. Fjöldi fólks fylgdi
honurn heirn að húsinu og kvaddi mannsöfn-
uðurinn hann með drynjandi húrrahrópum.
Hann hélt þá ræðu og bauð þeim öllum að
koiria heim til sín daginn eftir og borða lijá
sér morgunverð. Mannf jöldinn hrópaði á ný,
en tvístraðist síðan, og hélt hver heim til sín.
* *
Konan hans stóð í efsta stigaþrepinu
þegar liann kom.
Risinn hneigði sig enn, og virtist bera
mikla lotningu fyrr manninum á stólnum, en
hann mælti ekki orð'. Hann gekk þegjandi til
mannsins, snerti öxl lians og stritaði síðan
við einhverja ósýnilega, þunga byrði, eins og
lrinir risarnir höfðu gert. Síðan lineigði hann
sig þrisvar og hvarf síðan út um vegginn.
En maðurinn stóð á fætur og bar sig
borginmannlega, og honum fanst hann hafa
stækkað að vexti og manndómi. Hann stakk
annari hendinni í buxnavasann, en benti með
hinni á vegginn, sem risinn hafði horft út um.
“Eg veit ekki hver þessi gráklæddi mað-
ur var, eða hvað hann vildi mér,” mælti hann.
“Hann getur fundið mig þar, sem mig er að
hitta, ef hann vill mér eitthvað. — á skrif-
stofu minni eða heima hjá mér.”
Hann fór að ganga fram og aftur um
gólfið og bar sig ákaflega fyrirmannlega.
“Hver maður hefir sína sérstöku tign .. .
og sérstakt verðmæti — sérstakt starf í þágu
konungsins og fósturjarðarinnar.------Hér,”
sagði hann og barði á brjóst sér, svo að
glumdi í, — “er aðalsskírteini mitt. Og hér,”
—hann studdi vísifingrinum á enni sér, “er
tign mín.”
“Hver veit, nema að konungurin^ hengi
heiðursmerki á brjóst mér, einn góðan veð-
urdag. Guð varðveiti hans hátign, — hanji
á engan trúrri þegn í öllu ríki sínu. Og vel
gæti eg enn átt það eftir, að verða, til dæmis,
einkaskrifari hans.”
Hún var í millipilsinu, með ilskó á fót-
unum og í röndóttu nátt-treyjunni, og hélt
henni saman yfir brjóstunum með annari
hendinni, en hélt á lampa í hinni.
“Hvar í ósköpunum hefirðu verið. mað-
ur f ”
Hann nam staðar í miðjum stiganum og
breiddi út faðminn móti henni.
“Henríetta mín,” varð honum að orði,
“perluhænan mín-------rósin mín-----.”
Hún tók í annan handlegginn á honum og'
dró hann með sér inn fyrir.
“Ástin mín------yndið mitt------.”
Hann hengdi hattinn á snaga, hallaði sér
upp að veggnum og sparkaði fótunum hverj-
um í annan.
“Hvað ertu að gera, maður?” spurði
konan.
“Eg er að taka af mér aurskóna,” hvísl-
aði hann.
“Þú ert ekki á neinum aurskóm,” mælti
hún, og þerraði um leið af sér tár, sem hrundu
niður kinnar hennar.
Þau fóru nú inn í stofuna og konan lok-
aði dyrunum inn í barnaherbergið. Af því
reiddist maðurinn og skipaði henni að opna
dyrnar samstundis.
“Eg vil sjá börnin mín.” sagði hann.
“Taktu lampann^Henríetta, og farðu á und-
Síðan hnepti hann að sér yfirhöfninni.
setti á sig hattinn og barði bylmings högg í
borðð, með stafnum sínum.
“Þarna liggur dalur, fyrir vínið,” sagði
hann við þjóninn, þegar hann kom inn. “Og
hérna,” — hann fór að leita í öllum vösum
sínum, — “hérna, — hérna er annar dalur
handa yður. ”
Hann fleygði öðrum dal á borðið og gekk
út, hnakkakertur. Þegar flónin sjö sáu hann,
þyrptust þau að honum og vildu öll taka í
hendina á honum. Hann drakk með þeim og
hélt ra;ðu fyrir minni þeirra, og svo dönsuðu
þeir allir umhverfis borðið. Síðan yfirgaf
hann þessa félaga og settist hjá manninum,
sem orðið hafði fyrir hinni miklu sorg. og
hlustaði með athvgli á upphaf sögu hans, en
fór svm frá honum og tók undir með mönnun-
um f jórum sem voru að hallmæla kvenfólkinu,
og bölvaði stjórninni með manninum, sem
beðið hafði ósigur í stjórnmálum. Síðast
rétti hann hendina gilda manninum, sem stóð
Hún hlýddi honum. — Hann stóð um
stund og horfði á drengina og varð klökkur.
En alt í einu birti yfir svip hans og hann
brosti. Ilann lyfti upp hendinni, í aðvörun-
ar-skyni og mælti:
“Hafðu ekki hátt, Henríetta, svo að þú
vekir ekki höfðingjana litlu.”----.—
“Hvar hefirðu annars alið manninn í
kvöld!” spurði hún, þegar þau voru komin
inn í dagstofuna aftur.
* Hann lagði hægri hendina á brjóst sér,
horfði á hana með rembings-svip og svaraði
mynduglega:
“Henríetta, — eg var úti í bæ.”
“Guð minn góður, — hvað er það, sem
gengur að þér?”
Hún lét fallast niður á stól, grátandi og
kveinandi. En hann fór að ganga um gólf og
bar sig fyrirmannlega.
“Settu þig niður, Henríetta. — Seztu
þarna á legubekkinn og taktu svo vel eftir
þvi, sem eg sgi. ”
Hann kom þá auga á gat á legubekks-
fóðrinu.
“Þetta má ekki vera svona, — það má
það svei mér ekki,” sagði hann, setti upp
vandlætingar-svip og hristi höfuðið. Við
verðuin að láta söðlasmiðinn koma hingað og
gera við þetta. Það væri líklega réttast, að
við fengjum okkur ný gluggatjöld líka. Þá
þyrfti ef til vill líka að fara að endurnýja
fiorðstofuhúsgögnin ? ’ ’
Hann gekk fram og aftur um stofuna
stómm skrefum.
“Við verðum að koma öðruvísi fram
eftirleiðis, en hingað til,------hlustaðu á
það sem eg er a segja, Henríetta? Bið höfum
alt of lítið samneyti við annað fólk. Seinast
verður okkur alveg gleymt. Við verðum að
vera meira á mannamótum, fara í leikhús og
á hljómleika, sýna okkur á skemtigöngu-stöð-
um á sunnudögum. Öðru hvoru ættum við
3íka að bjóða vinum okkar heim,-----já, það
er satt, — eg bauð nokkrum vinum mínum
áðan, 'til morgunverðar á morgun.”
Henríetta hágrét.
“Kærðu þig kollótta um það, Henríetta.”
hélt hann áfram,’óg klappaði á höfuð henni.
‘ ‘ Þa.ð er svei mér ekki eins flókið og þú held-
ur. að umgangast heldra fólkið, — og svo er
nú hvorugt okkar illa ættað. Þú getur reitt
þig á það, að eg skal sjá um að liúsið verði í
l»g'i. Það skal ekkert skorta. Og þú verður
að fá þér silkikjól, Henríetta, úr þykkasta
og stinnasta silkinu, sem fáanlegt er.”
Hán stóð upp og tók lampann.
“Nú skulum við fara að hátta.”
En hann brást reiður við og stappaði í
gólfið.
* “Henríetta, — eg ætla bara að segja þér
það í eitt skifti fyrir öll, því að það er bezt
að við misskiljum ekki hvort annað: Þú getur
háttað hvenær sem þér sýnist. Þú hefir full-
komið frjálsræði, Henríetta, . . . fullkomið
frjálsræði. En eg geri það sem mér sýnist.”
Hann stóð þrana hnakkakertur og hikst-
andi og var nú farinn að verða loðmæltur.
Hún gekk þegjandi inn í svefnherbergið og
hann á eftir. Hann settist á rúmstokkinn.
svo þungt, að brakaði í rúminu, fleygði jakk-
anum og vestinu á stól og nuddaði af sér
skóna með fótunum.
Hún tók upp fötin og tók úrið úr vestinu.
“Hvað ertu að gera, Henríetta?” spurði
hann tortryggnislega.
“Eg er að draga upp úrið.”
“Ástin mín----------þú ert að draga upp
úrið---------úrið dregur þú-----þú ert að
draga úrið-----.”
Hann lagðist út af í rúmið. með hend-
urnar fyrir aftan hnakkann.
“Henríetta, kant þú vísuna-------1 lund-
inum, þar sem fuglarnir by-y-----.”
Og um leið sofnaði hann.
Hún færði hann úr buxunum, burstaði
vandlega aurinn af skálmunum og breiddi
síðan yfir hann sængina.
Svo háttaði hún sjálf og grét lengi.
# #
Morguninn eftir vaknaði hún á venju-
legum tíma, reis upp í rúminu og virti hann
i'yrir sér.
Hann svaf óvært og dró andann þungt.
Hann var í svitakófi og hafði fleygt af sér
yfirsænginni. Hún breiddi ofan á hann, —
og hrutu henni tár af augum, — en svo fór
hún að klæða sig. Hún byrjaði á því að taka
til í húsinu, vakti síðan börnin og lét þau fara
í skólann, e» vinukonuna sendi hún í búðir.
Enn svaf maðurinn, þegar hún kom aftur
inn í svefnherbergið, að þessu loknu. Hún brá
sér þá í yfirhöfn og fór á skrifstofuna, til
þess að láta vita af því að hann væri veikur
-og gæti ekki komið til starfa sinna.
Hún var að heiman góða stund og stúlk-
an kom heim á meðan og fór út aftur.
Loksins vaknaði maðurinn við ógurlegan
gauragang. Þóttist hann aldrei fvrri hafa
heyrt slík læti.
Hann jiaut fram úr rúminu og hélt báð-
um liöndum um eyrun, því að skarkalinn var
svo mikill, að hann hélt að hljóðhimnurnar
myndu springa. En svo áttaði liann sig á því,
að hávaðinn myndi vera í dyrabjöllunni, og
lagði sig þá út af aftur. því að hann átti ekki
a öðru von, en að einhver myndi vera heima,
til þess að fara til dyra.
En það vildi nú svona til, að {>að var
enginn heima, annar en liann sjálfur, — og
hringt var látlaust,og æ ákafar. Og ekki var
nóg með það. að hringt væri dyrabjöllunni,
það var líka barið á útihurðina, og það svo
hraustlega. að maðurinn hélt, að hún myndi
verða mölbrotin, þá og þegar. Hann sá því
þann kost vænstan, að fara til dyra, — og
fór Jmð berfættur og skjálfandi.
“Hver er {)ar?” kallaði hann.
Um leið var lamið slíkt bylmingshögg á
hurðina. að liúsið lék á reiðiskjálí'i. Hann
þorði ekki að spyrja í annað sinn, en opnaði
dyrnar í hálfa gátt.
Hann lirökk aftur á bak og rak upp óp.
Úti fyrir stóð risavaxinn maður, grá-
klæddur, ófrýnilegur og illilegur. Hann bar
á herðum sér þunga byrði, sem hann létti af
sér og lét á lierðar manninum.
“Herra minn, — þetta hlýtur að vera
einhver misskilningur, ” varð manninum að
orði. Hann kiknaði í knjáliðunum undir
byrðinni.
Grái maðurinn svaraði engu. En neðan
úr stiganum lieyrðist óskaplegur gauragang-
ur. Og upp kom annar grár risi, — og á hæl-
um honum sá þriðji. Báðir voru þeir illúð-
legir og báðir báru þeir þungar bvrðar, sem
þeir veltu þegjandi yfir á herðar mannsins.
En hann sligaðist undir þeim og baðst vægð-
ar. Risarnir litu ekki við honum. en sín á
milli fóru þeir í áflog og lauk þeim með því,
að þeir ultu allir ofan stigann, en maður-
inn þaut inn í svefnherbergið, örvita af ótta.
og skildi við anddyrisdyrnar galopnar.
Skömmu síðar kom konan hans heim.
‘ ‘ Hefir nokkur komið hingað ? ’ ’ spurði
hún á meðan liún var að taka af sér hattinn.
Honum rann kalt vatn milli skinns og
hörunds, en hann svaraði engu.
“Vinnukonan liefir þá enn þá einu sinni
gleymt að loka dyrunum,” sagði hún. “Mér
þykir vænt um, að eg er búin að segja henni
upp vistinni, trassanum.”
Hann reis upp og settist á rúmstokkinn.
tók buxurnar sínar og fór í aðáa skálmina.
En það setti að lionum skjálfta og honum
fanst sér líða svo illa, að liann hætti við að
fara í hina.
“Mér er ákaflega ilt í höfðinu,” sagði
hann.
E<n hún vafði handleggjunum um liáls
honum, kysti hann og grét gleðitárum.
“Guði sé lof fyrir það, að þú ert búinn
að fá vitið aftur, vinurinn,” varð henni að
orði. “Æ. — Guði sé lof. Legðu þig út af
aftur. Eg lét þá vita af því á skrifstofunni,
að þú værir veikur og gæti rekki komið þang-
að í dag.”
“Nei, nei,” sagði hann felmtraður, —
“það er alveg ófært.”
Og hann fór að klæða sig. En konan
lijálpaði honum það sem hún gat, og var glöð
í bragði.
“Eg fór í gærkveldi til hennar frænku
minnar,” mælti hún, — “og fékk hjá lienni
þrettán dali lianda skógaranum, svo að nú
þarftu ekki að hafa áliyggjur út af þeirri
skuld lengur.”
“Þakka þér fyrir, Henríetta.” sagði
hann í liálfum liljóðum.
Hann tók svo hatt sinn, — stafinn fann
hann hvergi. — og fór krókaleiðir til skrif-
stofunnar.
Theodór Árnason þ/jddi.
ISLENZKT UNDRABARN
Erling Blöndal Bengtsson lieitir cello-
snillingur af íslenzkum ættum, sem vakið hefir
athygli á sér í Kaupmannahöfn. Hann er nú
5 ára gamall og er undrabarn. Hann er yngsti
cello-leikarinn í Danmörku og sennilega
yngsti hljóðfærasnillingurinn í öllum heimin-
um. Móðir hans er Sigríður Nielsen, systir
Frithiofs umboð'ssala og Hjartar fyrv. bryta.
Hún er af Egilsen-ættinni og er systurdóttir
Benedikts Gröndal skálcls. — “Poletiken”
segir meðal annars um Erling, eftir að liann
hafði haldið fyrstu hljómleika í Kaupmanna-
höfn haustið 1936, þá rösklega 4 ára gamall:
“. . . . Við ætlum engu að spá um framtíð
Erlings. Við ætlum aðeins að segja frá því,
sem við sáum og heyrðum. Við sáum lítinn
og grannvaxinn glókoll, með dvergvaxið cello,
sem þó var næstum því jafnstórt og hann
sjálfur. Hann sat á skemli og spilaði þannig,
að manni kom ósjálfrátt í hug kerlingin, sem
sagði, þegar hún sá gíraffa í fyrsta sinn á
æfinni: ‘ ‘ Þetta getur ekki verið. Sjónin
glepur mig. Svona dýr er ekki til!” En hér
var þó ekki um neina missýningu að ræða.
því að drengurinn er undrabarn, hreint og
beint viðundur. Annar eins tónn. bogadrátt-
ur, hljóðfall, öruggt og karlmannlegt . . . .
Það var engin furða, þótt öll lögin tækjust
ekki jafn vel, eji enginn vissi þó betur um
{>að en hann sjálfur, þegar lionum fataðist
listin. Það mátt sjá á augunum hans og öll-
um svipnum. Hann fékk ágætar viðtökur,
var margkallaður fram og varð að spila aulca-
lög og hneigja sig á söngpallinum, eins og
virkilega miklir snillingar gera.”
Eftir því sem við höfum frétt, mun Reyk-
víkingum gefast kostur á að heyra ti.l þessa
undrabarns næsta sumar.
—Nýja dagbl. 25. marz.