Lögberg - 05.05.1938, Side 2
LÖGrBMRG, FIMTUDAGINN 5. MAl, 1938
Skemtiferð til Islands fyrir 325 árum
Frásögn Pólverjans
Daniel Streyc.
Ferðasaga þessi og íslandslýsing
kom út á pólsku árið 1638, en talið
er líklegt, að höfundur hafi komið
hingað til lands árið 1613 eðw 1614.
Hófuðsmaðurinn, er liöfundur kall-
ar “forsetd’ og hann hitli á Þing-
völlum, hefir verið Herluf Daa. —
/ nœstu Lesbók birtist framhald
ferðasögunnar, m. a. um hcimsókn
í Skálholt.
+ + +
Yið lögöum upp í þessa ferð vora
til evjarinnar Islandia frá hinum
fræga, þýzka staÖ “Brema,” sem er í
Xeðra-Saxlandi viÖ ána Weser,
fjórtán miílur frá hafinu. Frá staÖ
þessum fórum við í litlum báti til
hinna tveggja stóru skipa, er lágu
á sömu á, sex mílur frá staðnum,
og sent voru ákveðin i ferð til ís-
lands. \'iÖ fórum um borð i annað
þeirra. Og er við höfðum gefið
okkur guði á vald, og ákallað hans
heilaga nafn, sigldu.n við, á upp-
stigningardag til hafs, og tókum
tafarlaust stefnu til Islandia.
Á þessari ferð átti það fyrir okk-
ur að liggja, að lifa fleiri sorglega
en gleðilega atburði. Gleðilegt og
hughreystandi var það að vísu, að
við, eftir níu daga siglingu ,vorum
komnir svo langt, að við frá stefni
skipsins, ekki aðeins eygðtrm', held-
ur jafnvel sæmilega greinilega sáum
Islandia (og það enda þótt frá
Brema og þangað séu héruntbil 400
mílur). En gleði þessi var þó á
hinn bóginn blandin trega, angist og
kvíða. Fyrsta hyttan, sent varð á
vegi vorum, voru sjóræningjar, er
komu yfir okkur strax á þriðja degi
ferðarinnar, og eltu okkur á síntt
stóra skipi, svo við urðurn að draga
niður efsta seglið á miðmastrinu, tii
þess að þeir sæktu ekki á okkur.
Við héldurn nefnilega fyrst í stað
að þetta væri herskip. En er þau
nálguðust, sáum við, að þetta voru
ræningjaskip, en af því urðum við
ógurlega hræddir og skelkaðir, sva
ait það, er Við höfðum: með okkur
dýrmætast og bezt fólum við í
skyndi í rúmum okkar, skóm eða
bak við planka þá, sem skipið var
klætt nteð að innan, í stuttu máli
hvar sem hver og einn hélt það ó-
hultast. En (og það var meira en
við gátum vonað) Drottinn hélt
þeim frá okkur, svo þeir komu ekki
nálægt okkur. Þvi þegar þeir sáu,
að skip vort var ekki sérlega girni-
legt, yfirgáfu þeir okkur og héldu i
aðra átt, og stefndu á annað skip,
serri| lika var á leið til Islandia, og
héldu því áfram, unz kvölda tók, en
náðu því ekki, þvi það sigldi betur
en ræningjaskipið.
Önnur ógæfa vor var sjóveikin,
gem píndi okkur alla, og það ekki
lítið, en sumir voru sérlega langt
leiddir, en þó einkum kaupmaðurinn,
sem við vorum í fylgd með. Jafn-
vel skipstjóranum leið mjög illa.
Hann dó fám dögum eftir að við
komum til eyjarinnar, en einn af
skipverjum hans dó eftir eins dags
og tveggja nátta sjúkdóm, svo
skyndilega, að við vart gátum greint
hvort hann var dauður eða lifandi.
Hann var við vinnu sína, og var í
þann veginn að fara upp í reiðann,
þegar hann alt i einu staðnæmdist
og hélt sér föstum, og var dáinn og
stirðnaður i sama augnabliki.
Hann var strax kistulagður, því
félagar hans vildu að hann fengi
heiðarlega útför einhversstaðar uppi
á ströndinni. En þetta tókst ekki,
því í þenna mund skall ofviðri á
móti, með miklum öldugangi. Þar
eð við kærðum! okkur ekki um, að
stormurinn hrekti okkur til baka,
beittum við upp í vindinn og urðum
að halda því áfram í 4 sólarhringa.
En þar eð veðrinu slotaði ekki
enn, og ekkert útlit fyrir -að við
fyrst um sinn gætum komið likinu
á land, settum við kistuna útbyrðis.
Enda þótt við sæjum ekki hvort
hana rak, áttum við von á því, að
áður en 3 tímar væru liðnir, myndi
hana reka í land einhversstaðar á
ströndinni (við vorum sex málur
undan landi). En er við vorum
komnir kippkorn á burt frá þeim
stað, þar sem við settum kistuna í
sjóinn, og höfðum talað um það
fram og aftur hvað af henni yrði,
hvað sjáum við þá? Alt í einu kem-
ur hinn framliðni siglandi til okkar
i kistu sinni. En á meðan við
undruðumst þetta stórlega (kistan
flaut nefnilega á móti vindinum!),
sneri hún aftur við frá okkur, en þá
höfðum við horft á það hvernig öld-
urnar hvað eftir annað veltu henni
við. Aður en kvöld var komið
lægði veðurofsann og við fengum
aftur byr.
Föstudaginn eftir trínitatis lentum
við með Guðs hjálp alt annarsstaðar
á íslandi, í firði einum nálægt
“Helgápelda” (sennilega átt að y<era
Helgafell). Helgápelda er litið
prestssetur með kirkju, er dregur
nafn sitt af f jalli cfg dal, sem er með
EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS
NOTIÐ NUGA-TONE
pau hin ýmsu eiturefni, er setjast að
í líkamanum og frá meltingarleysi stafa,
verða að rýma sæti, er NUGA-TONE
kemur til sögunnar; gildir þetta einnig
um höfuðverk, o. s. frv.
NUGA-TONE vísar ðhollum efnum á
dyr, enda eiga miljónir manna og
kvenna því heilsu sína að þakka.
Notið UGA-SOL, við stýflu. petta
úrvals hægðalyf. 50e.
1 ágætum grasgróðri.
Er sjór var orðinn sléttur og við
sáum landið greinilega, voru margir
okkar, eins og venja er til “hænsn-
aðir,” einkum þeir er lröfðu ekki
áður komið til landsins, og gerðu
það þeir, sem þar höfðu verið áður.
Þessi serimónía fer fram á þenna
hátt: Kaðli er brugðið um mitti
manna, þeir dregnir á loft og síðan
dýft þrisvar í sjóinn, svo þeir fara
á bólakaf, en er þeir koma upp úr,
þá er þeim þvegið um höfuðið úr
sjó.
Þeir vildu fara eins með okkur, en
er við sáum, að þetta var ekki sér-
lega þægilegt bað, og, það sem verra
var, jafnvel hættulegt, því ef maður
hélt sér ekki vel í kaðalinn, þá gat
vel orðið viðskila við skipið og
druknað, ellegar að minsta kosti
verið búinn að fá vel mikið af sjó í
sig, áður en manni yrði bjargað, þá
keyptum við okkur lausa. Meðan
þessi serimónía fer fram, er skipið
ekki stöðvað, þvert á móti. Þetta er
gert þó skipið sé á hinni mestu ferð
Þetta var um ferðina þangað
norður. Hér eru nokkur orð um
dvöl okkar þar.
Nokkrir af okkur höfðu ákveðið
að fara í skemtiferð um eyna, og
sjá það sem þar væri helzt að sjá
En meðan við fengum ekki tæki-
færi til þess, settumst við að hjá
kaupmanni þeim, sem við komum
með. Við vorum þó aðeins í landi á
daginn. Á kvöldin fórum við út í
skipið og sváfumi þar. Skipið lá við
tvö mikil akkeri skamt frá landi.
Eitt kvöld er við vorum komnir út
í skipið, og vorum að því komnir að
ganga til hvílu, skall alt i einu á okk-
ur rok, svo við komumst í hina
mestu angist og lífsháska. Öldurn-
ar skullu svo á skipinu, og sviftu
því svo til, að hinar gildu akkeris-
festar biluðu. En um leið og þetta
skeði, rak skipið áleiðis til lands og
stefndi á klett einn mikinn, og kom
svo nærri klettinum, að við hefðum
getað snert hann með lófunum.
Hættan var nú svo mikil, að ef,
næst vernd Drottins, hitt akkerið,
sem ennþá hélt, ekki hefði verið,
hefði skipið brotnað í spón við klett-
inn og við allir farist.
Fólkið í landi horfði í mikilli
skelfingu á okkur, hugsaði og hað
fyrir okkur. Gjarnan vildi það
koma okkur til hjálpar. En það gat
ekkert aðhafst. Við vorum aðeins
5 í skipinu. Stýrimennirnir tveir
fóru nú í bátinn með mikinn kaðal,
og komust með hann í land. Var
endi hans festur þar, en við sem í
skipinu vorum, drógum skipið eftir
honum, og gátum á þann hátt frels-
að það og okkur frá klettinum. Eftir
að hafa lagt skipið með öðrum gild-
um festum, vorum við úr allri
hættu.
+ + +
Nokkrum dögum síðar sendi
Drottinn okkur ágætan pilt einn, er
var sonur fógetans, en embætti fó-
geta er það æðsta á eynni. Þessi
fógetasonur lánaði okkur tvo hesta,
og fór með okktf? til þingsins, sem
einmitt var haldið um þetta leyti að
viðstöddum “forsetanum,” sem
Danakonungur sendir þangað. Son-
ur fógetans reyndist okkur alla tíð
sem við vorum með honum mjög
vingjarnlegur og þægilegur maður.
Fæði okkar á leiðinni til þingsins
var að mestu leyti þur, ósaltaður,
hrár harðfiskur, sem við borðuðum
srnjör við. Stöku sinnum fengum
við þó smá-stykki af soðnu kjöti eða
fiski, er einnig voru soðin ósöltuð
og urðum við að borða þetta alt
brauðlaust. Til drykkjar höfðum
við aldrei annað en vatn eða sauða-
mjólk, og tókum við alt af vatnið
i fram yfir mjólkina.
| Vegurinn var mjög erfiður, lá
I yfir ægilegar, sundurtættar og sviðn-
! ar klappir, en upp af þeim gaus hér
og þar svo mikill reykur og gufa, áð
hárin risu á höfðum okkar af
hræðslu.
Hér og þar komum við að stöð-
um, sem voru svo sviðnir af innra
eldi, eða svo ákafl'éga miklar og ljót-
ar rnýrar, að sá sem hefir ekki séð
þetta með eigin augum trúir. þvi
ekki.
Er við svo loks komum þangað
sem landsmenn halda þing sitt, sá-
um við að þar var saman kominn
rhikill fjöldi af íbúum eyjarinnar.
Sumir þeirra féllu í stafi er þeir sátt
okkur, og aðrir gláptu á okkur með
opinn munninn, eins og kálfar á ný-
málað port. En eftir voru margir
aðrir, sem sýndu okkur velvild og
kurteisi.
En satan var ekki úr sögunni.
Því eg trúi ekki öðru en að það
hafi verið eftir vísbendingum hans,
að einn af dómurunum eða fulltrú-
unum þarna gekk til hins konung-
lega forseta, og bar í hann óhróður
um okkur, og hvatti hann til þess
að kalla okkur á sinn fund, yfir-
heyra okkur, og varpa okkur því
næst í fangelsi, því hann hélt því
fram við hann, að við værunt njósn-
arar. En Guð vissi bezt í hvaða
tilgangi við vorum þarna komnir, og
leyfði ekki, að forsetinn fengi ilt
álit á okkur, þrátt fyrir illan róg
hins vonda manns. Varð þetta til
þess eins að gera hann okkur vin-
veittari. Því var það eitt sinn er
við gengum framhjá tjaldi hans, að
hann kallaði á okkur. Þegar við
snerum til hans, gekk hann til móts
við okkur og eftir að hafa heilsað
okkur með virktum, spurði hann
okkur hverrar þjóðar við værum,
og til hvers við værum hingað
komnir. Er við svöruðum honum
upp á þetta, og sýndum honum vitn-
isburð lærðra og tiginna manna, lét
hann sér þetta vel lika.
Því næst spurði hann okkur hvaða
viðurværi við hefðum. Er við
sögðum honum, að það væri eitt hið
sama ’og það, sem landsins innbyggj-
arar hefðu, varð hann mjög undr-
andi yfir því, að heilsa okkar þjddi
slíkt og við gætum við það unað.
Því næst gaf hann matsveini sínum
skipun um að matbúa handa okkur
góðán morgunverð, og eftir að hann
síðan hafði talað við okkur stund-
arkorn, lét hann þjón sinn fylgja
okkur að tjaldi þar sem verðurinn
var framreiddur fyrir okkur, en þar
fengum við nægju okkar af mat og
drykk. Hver maður getur skilið,
hve vel okkur féllu þessir réttir og
ölföng, eftir hinn þurra harðfisk,
sauðamjólk og vatn.
Á meðan við sátum þar og möt-
uðumst kom “forsetinn” sjálfur til
okkar, og sagði okkur að við værum
ávalt velkomnir að hans borði meðan
hann og við værum þarna.
Er nú sá dómari, sem ætlaði að
æsa hann á móti okkur, fekk vitn-
eskju um, hvílíka alúð og velvild
"hann sýndi okkur, varð hann gram-
ur yfir því, að ekki fór eins illa
fyrir okkur eins og hann hefði kos-
ið. En úr því varð ekki. Því Drott-
inn, hvers náðuga umhyggja fyrir
okkur hafði hér komið í ljós, hafði
gert aðra ákvörðun.
—Lesbók Morgunbl.
Frá Edmonton
(27. april, 1938)
Herra Ritstjóri Lögbergs:—
Þá er veturinn genginn um garð,
og alt sem lifir, breiðir út faðminn
af fögnuði móti sól og sumri.
Þessi liðni vetur hefir verið sá
mildasti sem menn muna eftir hér.
Aðeins éinu sinni varð frostið 31
gráða fyrir neðan zero; en um tíma
var frostið í kringum 20 gráður. Nú
eru allir bændur í önnum að sá i
akra sína, og eru mjög vongóðir um
góða uppskeru í haust. Það er líka
langt síðan að jarðvegurinn hefir
verið eins vel undirbúinn, á þess-
um tirna ársinS, nægur raki í jörð-
inni, jafnvel í þurra beltinu í Suður-
Alberta eru nú allar tjarnir fullar
af vatni, og fosansdi læknir, sem
hafa verið þurrir í fleiri ár. Á þeim
slóðum er hveiti komið vel upp, og
er það því ekki af ástæðulausu, að
bændur yfirleitt séu nú vonbetri en
áður, því aldrei hefir útlitið á þess-
um tíma ársins verið betra en nú.
Það er útlit fyrir að talsvert verði
bygt hér í sumar. Hudsons Bay
félagið er nú þegar byrjað á miljón
dollara byggingu, sem á að verða
búin í haust. Kresgie keðjubúðirn-
ar ætla líka að byggja stórbyggingu,
sem á að byrja á snemma í júní, og
margt fleira. Ekki er þetta skrifað
í þeim tilgangi, að menn fari að
koma hingað i þeim tilgangi að leita
sér að vinnu, því það er ákvarðað,
að atvinnulaust fólk hér, sé látið
sitja fyrir með alla vinnu, og þeir
eru í þúsundatali.
Mr. og Mrs. G. Gottfred fóru til
Winnipeg um miðjan mánuðinn, til
að heimsækja venzlafólk og kunn-
ingja sína.
Á sumardaginn fyrsta héldu Is-
lendingar skemtisamkomu, að góð-
um og gömlum íslenzkum sið. Var
fyrst spilað “military whist” og þar
eftir dausað til miðnættis. Var
samkoman vel sótt, bæði af Islend-
ingum og annara þjóða fólki. Utan-
bæjar fólk, sem var á samkomunni
voru Mr. og Mrs. Edward Lindal
frá Déerhorn, Manitoba, sem voru
hér á ferð, og Björn Eyford frá
Athabasca. Kaffi og veitingar voru
eins og hvern lysti. — Verðlaunin
hlutu þessir fyrir góða spilamensku :
1. verðlaun: Mr. McCoxham,
Mrs. McCoxha'mí, Mrs. Sveinn
Jóhnson og A. V. H. Baldwin.
2. verðlaun: Björn Eyford, Mrs.
S. McNaughton, Mrs. Tom John-
son og Mrs. R. Lloyd.
í marzmánuði var Mrs. Limik
Jósafatsson frá Mozart, Sask., stödd
hér í borginni; var hún að heim-
sækja hér tvær dætur sínar, Miss
Margaret Moore, og Mrs. Annie
Mosely, og systur sína, Miss Laufey
Einarsson. Líka á Mrs. Jósafatsson
hér marga kunningja, síðan hún átti
hér heima um nokkurt skeið.
Miss Margrét Vopni frá Tan-
tallon, Sask., útskrifaðist frá Royal
Alexandra spítalanum, í hjúkrunar-
fræði; Miss Vopni vinnur áfram við
Royal Alexandra spitalann.
Miss Josephine Vopni kom frá
Calgary til að vera við þegar frænka
hennar, Margrét Vopni útskrifaðist.
Er Miss Vopni “financial secretary”
hjá Western Empire Life, í Calgary.
Miss Lena Thompson, “night
superintendent” við Isolation Hos-
pital, var kölluð heim til sín í
•Manitoba, sökumi þess að móðir
hennar var hættulega veik.
“The Edmonton Icelandic Club”
hefir ráðgjört að halda íslendinga-
daginn 17. júní í þetta sinn. Ástæð-
an fyrir því að þessi breyting var
gjörð, er það, að í ágústmánuði eru
svo margir burtu úr borginni i sum-
arleyfinu. Með þessari breytingu
geta nú allir, sem vilja verið með,
við það tækifæri,
+ + +
Stjórnmál
“I am 'going to tell you frankly
that I have no use for or faith in
socialism, and if it ever comes to a
showdow and I was placed in a
position that I had to make my
choices, C.C.F. or Liberal, I cer-
tainly would vote Liberal.”—Wnt.
Aberhart, on April ist, 1938.
Þessa ofanskráðu játningu gjörði
forsætisráðherra Social Credit
stjórnarinnar í Alberta, 1. apríl
(All Fools’ Day) 1938. Þessi játn-
ing forsætisráðherrans ke*nur óefað
mörgum: á óvart, eftir alt stúss hans
við það að fá kommúnista í fylgi
með sér. Þessi játning tekur af öl!
tvímæli um það hvar hann stendur
í stjórnmálum. Það er i fyrsta
sinni sem eg hefi heyrt Mr. Aber-
hart leggja nokkra áherzlu á það í
ræðum sínum eða ritum, að hann sé
að tala af hreinskilni. í þess-
ari játningu sinni leggur hann
áherzlu á það, að hann sé nií að tala
af hreinskilni. “I am telling you
frankly,” segir hann, svo það er
alveg óhætt að taka staðhæfingu
hans sem talaða i allri hreinskilni, að
hann vilji heldur styðja auðvaldið
með atkvæði sínu, en umbótamenn
eða sosialista. .
“Eg hefi ekkert brúk fyrir eða
traust á sósíalisma,” segir hann. Það
er ekki hægt.að skýra afstöðu hans
í stjórnmálum betur en hann gjörir
hér sjálfur. Eg þekki ótal Social
Crediters, sem hafa þá skoðun, að
Social Credit sé að miklu leyti
sósialismi, og er það að nokkru leyti
satt. Hvernig geta nú þeir menn
fylgt Mr. Aberhart að málum, eftir
þessa undrunarverðu yfirlýsingu
hans.
Lesendur Lögbergs muna máske
eftir því, að eg oftar en einu sinni
hefi látið þá skoðun mína í ljós, að
Mr. Aberhart væri enginn umbóta-
maður, heldur hreinn og beinn auð-
valdssinni. Nú hefir hann sjálfur
tekið af öll tvímwli um það, að eg
hafi liaft þar rétt fyrir mér.
Eg, eins og margir aðrir, get nú
skilið, hvað þessi játning Mr. Aber-
harts, hlýtur að hafa ill áhrif á þá,
sem í allri hreinskilni hafa fylgt
honum til þessa tíma, og haldið að
hann væri að leiða þá út úr eyði-
mörkinni, inn í undralandið, var sem
alt flýtur í mjólk og hunangi. Öll-
um hlýtur að vera það kunnugt, hvað
hann hefir haft að segja um Liberala
stjórnina i Ottawa. En svo segir
hann beint út, að hann mundi veita
þeim fylgt sitt, áður en nokkrum
sósíalistum. Við erum búnir að
hlusta á barlóm og vil í Mr. Aber-
hart í meira en tvö og hálft ár; við
sjáum úrræðaleysi stjórnarinnar á
öllum sviðum, til þess að geta gjört
nokkrar umbætur, til að bæta úr
hörmungum þeim, sem. svo margir
hafa að stríða við. Hvað oft hefir
Mr. Aberhart ekki sagt okkur, með
augun full af tárum, að það
væri Liberala stjórnin í Ottawa
sem stæði í veginum fyrir þvi, að
hann gæti bætt hag almennings. Alt
fyrir það vill hann heldur gefa þess-
ari stjórn atkvæði sitt, heldur en
sósíalistum, eins og C.C.F.
Eg læt þetta duga í þetta sinn.
Það er inargt að gjörast hér nú á
dögum, sem verður frásagnar vert.
Lesendur Lögbergs fá máske að
heyra um eitthvað af þvi síðar.
.S\ Guðmundson.
Úr bréfakörfunni
HVAÐ NÆST?
Frúin :—Þarna hefir þú brotið
steikarfatið mtit, sem eg keyptj i
gær. Þetta var ljóta slysið!
Anna:—í gær mslíkaði yður það.
að kannan, sem eg braut þá, hefði
verið svo gömul; hún hefði verið.
erfðafé eftir móður yðar. Nú var
þetta fat altof nýtt. Það er ómögu-
legt að gera yður til hæfis, og eg
veit alls ekkí hvað eg á að brjóta
næst.
ÞINN — OKKAR — MINN!
Bóndinn (við konu sína, eftir
fyrstu röðun i skólanum, þar sem
sonur þeirra er) : — Nú er búið að
raða í skólanum, og hann sonur þinn
er neðstur i sínum bekk. (Eftir
aðra röðun) : — Hann sonur okkar
er kominn upp i miðjan bekkinn.
(Eftir þriðju röðun) : — Hann
sonur minn er efstur í bekknum!
SVERÐ BILEAMS
Stúdent (sýnir ferðamönnum
forngripasafn) : Þetta er sverðið,
sem Bíleam drap ösnuna með.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man...............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson
Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man..............................O. Anderson
Bantry, N. Dakota ......Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash............Arni Símonarson
Blaine, Wash...........................Arni Símonarson
Bredenbury, Sask.................S. Loptson
Brown, Man. .....................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man.........................O. Anderson
Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man.........................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man....................F. O. Lyngdai
Glenboro, Man..............................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man.........Magnús Jóhannesson
Hecla, Man...............Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota......................John Norman
Husavick, Man............ F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn......................B. Jones
Kandalhar, Sask..............J. G. Stephanson
Langruth, Man...........................John Valdimarson
Leslie, Sask............................Jón Ólafsson
Lundar, Man...............................Jón Halldórsson
Markerville, Alta. ...........O. Sigurdson
Minneota, M.inn....................B. Jones
Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask.............J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man.............;.A. J. Skagfeld
Oakview, Man. .;........................Búi Thorlacius
Otto, Man....................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer,-Alta.............................O. Sigurdson
Reykjavík, Man..........................Árni Paulson
Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash. .................J. J. Middal
Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man.......Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man.........................Búi Thorlacius
Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man............................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..........................Jón Valdimarssor.
Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beadh.................F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson