Lögberg


Lögberg - 12.05.1938, Qupperneq 6

Lögberg - 12.05.1938, Qupperneq 6
6 LÖGrBHRG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ, 1938 r—SKUGGINN----------------------------, l Eftir GEOfíGE OWEN BAXTER x_____________________________________I Áður en hún þekti manninn, þekti hún hestinn. Glætan, sem var yfir rjóðrinu, var nægjanlega mikil til þess, að hún gæti greint hinar svartdröfnóttu rákir á brúnum feldi dýrsins. Hún veifaði og hljóp nokkur skref áfram á móti honum. Alt í einu, áður en hún var komin nema fáein skref inn í rjóðrið, kvað við riffilskot, og rétt ó eftir því kváðu við tvö önnur. Hún stóð sem steini lostin. Hún sá manninn hjá hestinum hníga til jarðar, hæfðan af hinum vanvænu kúlum, og nú kom hún auga á þrjá aðra menn, sem hver frá sínum stað þaut yfir rjóðrið í áttina til hins fallna. Sylvía skynjaði þetta alt á fáeinum sek- úndum, en áður en hún gæti ákveðið, hvað til braðs skyldi taka, gerðist dálítið nvtt í málinu. Skammbyssuskot kvað við og rétt á eftir annað. Liggjandi endilangur á jörðunni hóf Skugginn skothríðina. Sá næsti af árásar- mönnunum greip um öxl sér, riðaði og féll, svo að segja í sama vetfangi hneig sá maður til jarðar, sem kom úr gagnstæðri átt, en sá þriðji þaut á stað og flúði í dauðans ofboði inn í hið skýlandi myrkur skógarins. Sylvía rak upp óp og hljóp áfram. En liróp, sem hljómaði eins og öskur í kvöldu og særðu villidýri, stöðvaði hana. Hiin sá Skuggann dragast til hestsins, grípa dauða- haldi í fætur hans og á þann liátt klifra upp í söðulinn. Hún sá hann snúa sér við í áttina til hennar og hrópa formælingu, sem hljóm- aði eins og þruma í eyrum hennar. Formæl- ingar yfir öllum konum og yfir henni, sem hafði svikið hann í trygðum. Svo laut hann fram í söðlinum, og augnabliki síðar var hann horfinn í myrkrinu milli trjánna. Mánuði seinna, áður en Chuck Parker var orðinn jafngóður eftir sárið í öxlinni, og áður en sárið á fæti Jess Shermans var gróið. og áður en Harry Lang hafði náð sér eftir hræðsluna, fengu þessir þrír ungu menn bréf með þeirri ógnun, að einn góðan veðurdag mundi Skugginn koma aftur og hefna sín á þeim, af því að þeir hefðu verið nógu ragir til að skríða á bak við konu. Til Sylvíu kom hvorki bréf né skilaboð. Fyrir hana voru lagðar spurningar hundruð- um saman um það, hvernig maðurinn liti út, sem enginn annar en hún hafði séð ógrímu- klæddan. En hún svaraði þeim öllum með því að hrista höfuðið. Varir hennar voru lokaðar með sjö innsiglum, leyndarmálið var eign þess manns, sem áleit hana hafa svikið sig í trygðum. III. • Ókmmur maður. Fyrri hluta dags eins tveim árum síðar sat Algernon Thomas sheriffi á svölunum á húsi sínu og virti fyrir sér götulífið í litlu borginni Silver Top. Hann var ekkert töfr- andi að útliti, lítið og skinhorað gamalmenni, mjög skjálfhentur. En engu að síður var Algie Tliomas sá mað'ur, sem einn gat haldið uppivöðsluseggjunum í námaborginni í skefj- um. Sagt var, að hann gæti gert hina ótrú- legustu hluti með þessum skjálfandi höndum, þegar á riði. Hann eyddi ekki tímanum með kjaftæði, heldur tók til starfa. Og hann var ekki seinn í snúningunum. Skammbyssan hans misti aldrei marks. Fyrir framan veggsvalirnar var bund- inn reiðtýgjaður hestur. 1 heimsókn hjá Algie Tliomas var einn af starfsbræðrum hans, Joe Shriner, sem var sheriffi í borg- inni Carlton. Gestur hans stóð við og við upp af stóln- um og gekk óþolinmóðlega fram og aftur um veggsvalirnar, og settist að því loknu aftur við hliðina á hinum sí-rólega Algie. “Nú skal eg segja þér, hvað það er, sem kom mér til að fara hingað,” sagði sheriff- inn frá Carlton í einni af þögnunum eftir hið eirðarlausa ráp hans. “Eg hefi nýlega frétt af Skugganum.” Um leið og liann sagði þetta laut liann skyndilega fram og leit á Algie eins og mað- ur, sem lítur á skotspón til þess að vita, hvort skotið hefir hæft. En Algie hreyfði sig ekki. Hann skotraði aðeins gömlu augunum sínum á starfsbróðurinn, og hann kinkaði kolli varla sjáanlega. “Er sá náungi nú kominn aftur á kreik?” spurði hann með sinni allra ljúfustu rödd. Joe settist aftur á stólinn og andvarpaði. “tínginn getur botnað í þér, Algie,” sagði hann eftir drykklanda stund. “Annars hefði eg haldið, að þetta væri frétt, sem gæti lífgað þig dálítið.” “Eg er sæmilega vel lifandi,” sagði gamli sheriffinn. “En hvernig getur þú ver- ið fullviss um, að það sé Skugginn, sem er á kreiki?’ ’ “Uað er vegna hestsins hans,” sagði Joe Shriner. “Dökkbrúnn hestur með svörtum rákum. Eg var einu sinni að elta hann á Rauðku þarna,” hann benti með höfðinu í áttina til liestsins síns. “En hann lék sér að því að komast undan á þeim svartdröfnótta. ” Það ikti í gamla sheriffanum, þegar hann heyrði þetta. “Hann er þá víst aftur orðinn heilbrigð- ur. Eg hélt nú annars, að það mundi líða á löngu, þangað til við heyrðum eitthvað af honum aftur. En eg hefi nú reyndar heyrt ávæning af því, að hann sé ennþá tekinn að myrða. ’ ’ “Aftur orðinn heilbrigður! ” sagði Joe Shriner. “Það eru þó liðin heil tvö ár, mað- ur, síðan hann fekk þessar þrjár kúlur í kroppinn.” .4 ‘ Tvö ár! ” endurtók Algie. ‘ ‘ Segir þú tvö ár! Mér finst eins og það hafi gerst í síð- astliðinni viku. Tvö ár!” Haijn virtist undrast mikið, að svo langur tími skyldi vera liðinn, að hann gleymdi al- gerlega, livað þer voru a;ð tala um. Joe Shriner glápti undrandi á hann, svo hristi hann bara höfuðið. “Svei mér þá, ef hann er ekki farinn að ganga í barndóm,” tautaði liann með sjálfum sér. Það var einasta skýringin, sem hann gat fundið á skeytingarleysi Algies. “Hann er ekki lengur sami maður og hann var einu sinni, ’ ’ hugsaði hann. Og hátt bætti hann við með illgirnislegri röddu: “Eg get séð, að þetta kemur ekki neitt sérstaklega við þig. Pú ert ánægður^ef þú getur haldið uppi reglu á þessari liundaþúfu hérna. Þú skiftir þér ekkert af því, sem gerist hér í nágrenninu.” IIin gömlu augu Algies stöldruðu andar- tak við fjarlægan, bláan tindinn á Samson- fjallinu. Svo sagði hann og kinkaði kolli: “Hvað mundir þú segja, Joe, ef bál sæ- ist brenna á tindinum þama eitthvert kvöld- ið? Það mundi verða umræðuefni fyrir fólkið á þessum grösum.” Joe Shriner kinkaði kolli. Það var al- ment vitað, að Skugginn hafði tilkynt í bréf- um sínum til mannanna þriggja, sem ráðist höfðu aftan að honum, að þegar hann kæmi aftur, skyldi hann tilkynna komu sína með því að kynda bál á tindi Samson-f jallsins, svo að hver og einn væri varaður við því, að nú væri hann aftur meðal þeirra. “Nú verð eg annars að halda á stað,” sagði Joe Shriner. “Eg leit héma við að- eins til þess að segja þér þessar fréttir af Skugganum. Það gæti þó altaf átt sér stað, að þú hugsaðir ofurlítið um það.” Hann stóð á fætur og þreif hatt sinn. Andartaki seinna sat hann á hesti sínum og þeysti niður götuna, þar sem hann reið í stóram boga, til þess að verða ekki á vegi' tveggja reiðmanna, áður en hann hvarf í þéttu rykskýi um leið og hann fór fyrir hornið. Algie Thomas þekti undir eins reiðmenn- ina tvo, sem komið höfðu í ljós niðri á göt- unni. Það voru tveir af verstu bardaga- mönnum borgarinnar, Johnson og Alec Mc- Gregor. En jiað var ekki að þeim, sem hann beindi athygli sinni. Niður hlíðina fyrir end- anum á götunni kom ungur maður. Hann stökk klett af kletti, fimur eins og steingeit, þangað til hann að lokum stökk niður á þjóð- veginn. Algie fylgdi honum með augunum. Ungi maðurinn hélt rakleitt til borgar- innar og kom rambandi inn í götuna með hálfvegis rtiðandi, hálfvegis líðandi göngu- lagi, sem er sérkennandi fyrir æfða fótgöngu- menn. Meðferðis hafði hann engan farangur, en þó var eitthvað í fari hans, sem greinilega benti í þá átt, að hann væri langt að kominn. Hann var okki kominn langt niður eftir götunni, þegar þar varð alt í uppnámi. í fáum orðum sagt atvikaðist það þannig: Ungi maðurinn hafði náð reiðmönnunum tveimur og hafði gengið til hliðar vð þá. En í sömu svifum snarsnerist hestur McGregors við og sló með báðum afturlöppunum aftur undan sér, svo að annar hófurinn fór ekki nema þumlung frá höfði unga mannsins. Það var svo spaugilegt að sjá ókunna manninn stökkva til hliðar, að bæði McGr.egor og Johnson urðu að halla sér aftur á bak í söðl- unum og öskra af hlátri. Það var auðsjáanlega ekkert f jarri unga manninum að skoða þetta alt sem grín. Hann hallaði höfðinu aftur og hló eins hjartanlega og báðir reiðmennirnir. E(n honum varð þó fljótlega ljós yfirsjón sín, þegar McGregor lét hestinn ganga aftur á bak til hans og end- urtaka árásina með hófunum á höfuð hans. Ungi maðurinn vatt sér aftur fimlega til hlið- ar, en í þetta skifti ógnaði hann reiðmannin- um með kreptum hnefanum. Gamli sheriffinn sá fram á, hvað verða mundi. Ógnun með kreptum hnefa var ekki vön því að ríða hávaðalaust af í Silver Top, sérstaklega ef þessir tveir reiðmenn voru annars vegar. Atburðirnir niðri á götunni gerðust nú með leiftur hraða. Alec McGregor svaraði ógnun unga mannsins þannig, að hann lét liina þungu svipu ríða þvert yfir andlit lians, og ókunni maðurinn hikaði ékki eitt andar- tak við að ráðast á liann. Með stökki eins og villiköttur þaut hann upp frá jörðinni og lenti svo að segja beint framan í AIcGregor, áður en honum vanst tími til að lyfta svipunni til annars höggs eða taka upp skammbyssu sína. A næsta augna- bliki voru báðir mennirnir skollnir af hest- inum og ultu í fangbrögðum inn undir hest Johnsons, svo að hann varð að fara aftur á bak til þess að verða ekki fyrir. Varla var hann vikinn til hliðar, þegar annar af bar- dagamönnunum stóð á fætur. Hinn lá aftur á móti grafkyr á jörðinni, barinn til óbóta og meðvitundarlaus eftir hnefahöggin, sem hann hafði lagt sig uudir. Maðurinn, sem lá í götunni, var Alec McGregor, og það var þessi kattliðugi, ungi maður, sem stóð á fætur. IV. Annar ókunnur maður. Réttvísinni í Silver Top var framfylgt af sheriffanum með aðferðum, sem í senn voru gamaldags og virðulegar. Tveim mínútum eftir að bardaganum var lokið kom hópur manna á vettvgng eftir skip- un frá Algie gamla, sem allan þenna tíma hafði ekki hreyft sig frá stólnum sínum. Þess- ir menn höfðu af miklum áhuga fylzt með bardaganum frá veggsvölum hótelsins. Akaf- ar hendur lyftu þeim Johnson og McGregor upp og fóru með þá ásamt sigurvegaranum fram fyrir Algie Thomas, sem hreykti sér á veggsvölum húss síns eins og dómari í sæti sínu. Johnson og McGregor voru álíka tröll- vaxnir, en á þessu augnabliki litu þeir út eins og þeir hefðu verið lostnir eldingu og væru enn ekki fullvissir um, hvaðan þessi elding hefði eiginlega komið. Hvað unga manninum viðvék, ofmetnaðist hann hvorki af sigri sín- u-m né móðgaðst af því að tekið skyldi vera fram fyrir hendurnar á honum áður en hann væri ef til vill skilinn við andstæðinga sína. Hann leit næstum því út eins og hann hefði ekki tekið eftir þyrpingunni, sem safnaðist utan um hann, heldur var hann önnum kaf- inn við að busta sig og þurka ^lóðslettur af hnúum' sínum með vásaklúti. Hin misþyrmdu andlit á Johnson og McGregor báru ótvírætt vitni um það, hvaðan þetta blóð væri komið. 1 fyrstu mælti Sheriffinn ekki orð frá vörum. Alger þögn ríkti, sem nálgaðist há- tíðleika, en áhorfendurnir biðu með öndina í hálsinum eftir því, sem nú mundi gerast. Mundi hann senda unga manninn í dýfliss- una, eða mundi hann láta sér nægja að dæma hann í sekt og vísa honum burt úr borginni með alvarlegri áminningu? Hann gat gert, hvað svo sem hann vildi. Nú tók liann til máls. “Alec,” sagði hann, “hvað hefir þú að segja um þetta mál ? ’ ’ “Þessi þrjótur réðist aftan að mér,” sagði Alec. “Hann sló mig áður en . . . .” “Þú lýgur,” sagði sheriffinn með sínum venjulega vingjarnleika. “Hvernig atvikað- ist þetta?” ‘ ‘ Það sáuð þér sjálfur, ’ ’ sagði Alec, sem nú var orðinn afundinn. “Eg get ekkert að því gert, þótt illgirni hlaupi í afturlappirnar á hestinum mínum.” “Eg er ekki að spyrja að því, livernig bardaginn byrjaði,” sagði Algie Thomas. “Eg spyr aðeins, hvernig það atvikaðist, að þú skyldir vera barinn í klessu af strák- hnofcka eins og þessum þarna?” Ilann benti á unga manninn. Stærðarmunurinn á honum og hinum tveim andstæðingum hans var á: berandi. “Hann notaði einhver þorjiaraleg brögð . . . .” byrjaði Alec. “Mundir þú hafa nokkuð á móti því að reyna þig við hann aftur, maður gegn manni?” Alec sneri sér við eins og hann ætlaði að byrja þegar í stað, en það virtist hafa óþægi- leg áhrif á hann, þegar hin bláu augu unga mannsins mættu augnatilliti hans. “Eg er ekki hræddur við að berjast við nokkurn mann hér í borginni með skamm- byssu,” sagði hann. “En eg hefi aldrei þózt vera hnefaleikamaður.” Það ikti hljóðlega í gamla sheriffanum og hann þokaði höfðinu. “Og hvað segir þú, Johnson?” Johnson var öðruvísi gerður. “Látið mig ná í hann einu sinni enn,” svaraði hann. “Eg er ekki hættur við hann ennþá. Hníf eða skammbyssu eða bara hnefana, það gildir mig alveg einu — hann getur sjálfur valið.” “ Jæja, ungi maður,” sagði sheriffinn við ókunna manninn. “Hvað segir þú um þetiaf” “Eg?” sagði ókunni maðurinn og leit upp. “Það er nokkuð, sem þér verðið að ákveða.” Sheriffinn sat hugsi ofurlitla stund, en þegar hann tók aftur til máls, var það ekki til að gefa merki til nýs bardaga. “Hann mundi berja úr þér líftórana á tíu mínútum, Johnson,” sagði hann. “Hlust- aðu heldur á það, sem eg segi. Haltu þér frá honum. Og sama máli gildir með þig, Alec. Eg sá, að hann fekk högg í höfuðið með skaft- inu á svipunni. Eg þori að veðja- um það, að hann hefir kúlu á höfðinu eins stóra og hænu- egg. Og rákin eftir svipuhögg Alecs er enn ekki horfin af andliti hans. En heyrðu —” liann sneri sér skyndilega að unga manninum — “hvað meinarðu með því að koma hingað og gera óspektir í friðsamlegri borg?” Ungi maðurinn liorfði fast í augu hans. “Þér sáuð það sjálfur frá upphafi til enda,” sagði hann. “Hvað meinið þér sjálfur?” Eitt augnablik leit út fyrir, að þessi beina og hiklausa spurning yrði til þess að hleypa sherffanum upp, en þegar hann tók til máls, var það ekki að unga manninum, sem hann beindi orðum sínum. “Alec og Johnson,” sagði hann, “eg liefi lengi haft vakandi auga á ykkur báðum, og eg er ekki sérstaklega ánægður með það, sem eg hefi séð. Hvað eg nú vildi segja — eg hefi þekt menn, sem höfðu sérstakt yndi af því að ferðast að næturlagi. Eg hugsa, að það væri holt fyrir ykkur báða að vera komna burt úr borginni áður en dagur rennur upp á morgun. Hafið þið skilið?” “Heyrið þér nú,” byrjaði Johnson, “eg get látið bjóða mér margt — sérstaklega yður, sheriffi, en eg vildi bara segja . . .” “Hyggilegra væri fyrir þig að segja ekk- ert, Johnson, ” sagði gamli sheriffinn með röddu eins og hann væri orðinn þreyttur á þessu öllu. “Hvernig er annars með gráa hestinn, sem þú áttir einu sinni ? Ilvað var með hann, Johnson? Taktu heldur í hendina á Alec og hypjaðu þig burtu.” Enginn af áheyrendunum hafði minstu hugmynd um, hvað sheriffinn meinti með dylgjum sínum um gráa hestinn — en það var nægjanlegt til þess að harðlæsa munn- inum á Johnson. Hann olnbogaði sig með McGregor á hælunum út úr mannþyrping- unni og hvarf skömmu síðar inn í hótelið neðar í götunni. Eftir var nú aðeins ungi maðurinn sem miðdepill fyrir athygli allra, en sheriffinn var ekki seinn á sér að beina forvitninni í aðrar áttir. “Hvyss .... livyss!” sagði hann eins og hann væri að banda frá sér kjúklingum. “Eg þarf að tala nokkur orð við unga manninn hérna. Þið hinir getið farið héðan.” Mannþyrpingin dreifðist, en frá vegg- svölum hótelsins fylgdust menn með, hvað gerðist í málinu. Sheriffinn hvesti augun á unga mann- inn, sem nú stóð einn eftir. “Hvað ertu gamall, drengur minn?” “Tuttugu og þriggja ára.” “Tuttugu og þriggja ára? Sjáum til!” Sheriffinn hló lágt eins og svarið skemti hon- um sérstaklega vel. ‘ ‘ Og livað heitir þú þá ? ” “Tliomas Converse,” svaraði ókunni maðurinn. ‘ ‘ Tliomas Converse! Það er undarlegt nafn. Komdu liingað upp til mín og fáðu þér sæti og hvíldu þig stundarkorn, drengur minn. Hvaðan kemur þú?” “Eg er langt að kominn,” sagði hann og hallaði sér aftur á bak í stólnum. Sheriffinn brosti. Alt í einu rétti liann fram skjálfandi hendina. “Lofaðu mér að líta sem snöggvast á byssuna þína, vinur minn.” Tom Converse kiptist við. “Eg geng aldrei með byssu á mér,” sagði hann. “No, no,” sagði sheriffinn go lmiklaði brýrnar. “Maðtir eins og þú þarf ekki á by&su að halda, það er mikið rétt, en þú mundir nú samt sem áður heldur vilja koma á mannamót fatalaus en skammbyssulaus. “Láttu mig sjá liana.” Það var einhver valdsmannssvipur yfir gamla manninum, sem Tom Converse vildi ekki þrjózkast við. Eftir augnablik tók hann fram skammbyssu, sem ekkert hafði borið á fram að þessu. Hvar skammbyssan hafði verið geymd, var ráðgáta; því að hreyfingin, sem eigandinn notaði til þess að ná í hana með, var snöggari en leiftrið. Það ikti á- nægjulega í sheriffanum. “Þú hefir mikla ánægju af þessu,” sagði hann. “Af hverju stafar það? Ertu vanur að ganga um og skjóta fólk niður með þessari þarna?” Blóðið hljóp fram í kinnarnar á unga manninum, og hann deplaði augunum. “Eg hefi aldrei skotið mann,” sagði hann. “Og eg vona, að eg neyðist aldrei til að gera það.” Það var bæði strangleiki og alvara í svip sheriffans.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.