Lögberg - 16.06.1938, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚNÍ, 1938
-
Fyrsta kaupstaðarferðin mín
Frá lesendum Dválar berast öðru
hvoru óskir um að hún flytji frá-
sagnir úr ísl. þjóðlífi. Meðfram
vegna þessara óska, birtist eftirfar-
andi þáttur Steinþórs bónda að Hala
í Suðursz’eit, bróður Þórbergs rit-
höfundar. . Og á öðum stað í þessu
hefti byrja\ frásögur um sjómanna-
líf í Bolungavík. Áður hefir m. a.
birzt í Dvöl ítarleg grein um sjó-
róðra í Vestmannaeyjum. .Þar sem
alt er að taka hraðfara breyting-
um, ekki sízt í atvinnulífinu, er vel
farið, að skýrir núlifandi menn,
skrái minningar sinar frá yngri ár-
um. .Það er alveg nýr fróðleikur
fyrir marga þá yngri, og gott að
það geymist í sógu þjóðarinnar, og
gjarna mœtti söguritunin líka breyt-
ast í þá átt, að skýrar myndir birt-
ust úr lífi og stríði alþýðumanna, en
ekki nœr eingöngu af þeim, sem
mest ber á eins og löngum hefir
aðallega tíðkast í sagnarituninni. ..
♦
Á æskuárum mínum var ungling-
um vanalega lofað aÖ fara i kaup-
staÖ, áriÖ sem þeir fermdust. Það
hefir líklega veriÖ álitiÖ, aÖ þeir
þyrftu aÖ létta sér upp eftir námiÖ.
Þetta var vanalega fyrsta ferðin út
úr sveitinni; bar þá ýmislegt nýtt
viÖ, þótt leiðin væri ekki löng. Ó-
kunnugt fólk, stór vötn, fögur
fjallasýn. Alt þetta lokkaðj huga
unglingsins lengra út í heiminn, eða
þá að sterkari þrá vaknaði til æsku-
stöðvanna og að komast sem fyrst
heim til foreldra og systkina —
heim þangað, er unglingarnir áttu
alt, sem þeir unnu og Iifðu fyrir.
Eg var einn af þeim, er var lofað
í kaupstað vorið, sem eg fermdist,
og fór eg einn af mínu heimili.
Hrossin voru svo fá, að fleiri gátu
ekki farið.
Mér var komið í fylgd með ná-
grönnum, og þeir beðnir fyrir mig,
en þó séstaklega að láta mig ekki
ríða með vetlinga yfir vötnin. Síð-
an hefi eg gert mér að reglu að
stinga vetlingunum í vasann, þegar
eg ríð viðsjál vötn. Heldur þótti
mér lítilfjörlegt, að aðrir skyldu
vera beðnir fyrir mig, en þó vildi eg
ekki hreyfa nfeinum andmælum, því
að vera mátti, að þau hmluðu ferð
minni. Eg fór með þrjú hross í
ferðina, tvö undir klyfjum, en því
þriðja reið eg. Burðarhrossin voru
hvorttveggja hryssur með folöldum,
en reiðskjótinn var fylfull hryssa,
komin nálægt köstun.
Hryssurnar tvær höfðu kastað
rétt eftir sumarmálin, og nú i júni
voru folöldin orðin talsvert stálpuð.
Lítill þótti mér sómi að fararskjót-
unum. Eg hafði beyg af folöldun-
um, hafði heyrt, að þeim hætti við
að fara í taumana í vötnunum, sem
yrði stundum til þess, að setja bagg-
ana ofan. Lagði eg hálfkviðinn í
ferðina, og voru það ekki sízt fol-
aldaangarnir, er skygðu á tilhlökk-
unnia. Hinsvegar gladdi það mig
nokkuð, að afi minn sagði, að fyl-
fullu hryssurnar væru góðar í vatni.
Og ef þær syntu, þá gerði hinn mikli
kviður þeirra þær grunnsyndari.
Frá Breiðabólstað, þar sem eg átti
heima og til Hafnar í Hornafirði,
sem nú áttj að halda til, voru tvær
dagleiðir. Austur-Skaftfellingar
sóttu þá allar vörur sínar til Hafnar,
og lögðu þar inn það, sem þeir
höfðu að selja. Þó kom það fyrir,
þegar eitflhvað var betra vöruverð í
næsta kaupstað, sem var Djúpivog-
ur, eða fyrir Öræfinga, Vík í Mýr-
dal, að farið var þangað. Eg man
eftir tvisvar á uppvaxtarárum min-
um, að nokkrir hestamargir efna-
bændur úr Suðursveit, fóru til
Djúpavogs með ullina. Fengu þeir
þá fimm aurum meira þar fyrir
pundið, en i Höfn, og í annað skiftið
tiu aururn. Það kostaði 5—6 daga
lengra ferðalag að fara til Djúpa-
vogs„ heldur en til Hafnar. Menn
settu ekki fyrir sig erfiði og and-
vökunætur, hefðist meira upp úr
vörunni.
Á leiðinni frá Hala til Hafnar eru
mörg vatnsföll og sum stór. Iiefir
oft þurft kjark og aðgætni til þess
að komast yfir þau, þegar þau voru
i vexti, og teymdar voru langar
lestir. Það var, og er enn, venja, að
láta röskustu vatnamennina fara á
undan hestunum. Oftast þarf að
leita víða fyrir sér, áður en fært
þykir að fara með lestina. Oft eru
þeir í mikilli hættu, sem á undan
fara, bæði vegna vatns og aurbleytu.
Verða þeir oft fyrir mestu hrakning-
um, og kemur stundum fyrir, að
þeir losna frá hestinum. Reynir þá
á snarræði og dugnað ferðamanns-
ins, að bjarga sér. Fyrsta vatns-
fallið, sem fara þarf yfir, eru
Steinavötn. Þau verða mjög mikil
í rigningum. Steinasandur er á milli
Steinafjalls og Kálfafellsstaðar.
skamt fyrir austan Kálfafellsstað
rennur Staðará. Hún er, venjulega
lítil, eins og Steinavötn, en vex
stundum svo að hún verður litt fær.
Nokkrar smærri ár fallá einnig um
sveitina. Skammt vestan við tak-
mörk Borgarhafnarhrepps og Mýra-
sveitar, fellur Kolgríma. Hefir hún
oft verið ærið slæm yfirferðar.
Vestast um Mýrarnar falla Heina-
bergsvötn. Dreifast þau vítt um
aura, og falla í stærri og smærri, ál-
um, sem eru sæmilegir yfirfeðar, þó
að mikið vatn sé i þeim. Um miðja
Mýrasveit fellur Hellisholtsvatn.
Það er einna verst af þeim vötnum,
sem eg hefi nefnt. Vatnsmikið fljót
og einnig aurbleyta í því, sé farið
út af veginum. Mesta vatnsfallið,
sem yfir er farið, eru þó Horna-
fjarðarfljót. Þau falla fram milli
Mýra- og Nesjasveitar, og eru mjög
breið, en ekki mjög djúp, nema einn
áll í þeim vestanverðum, er heitir
Prestsfitjaráll. Dregur hann nafn
af grasfit fyrir vestan hann. Oft
verður þessi áll ófær. Verður þá
að “fara innra,” sem kallað er, og
liggur þá leiðin um’ Svínafell og
Hoffell og instu bæi i Nesjum. Á
innri leiðinni fa-lla Hornafjarðar-
fljót meira í álum og dreifast vítt
um aura, svo að þau eru grynnri þar
en neðra. Hornafjarðarfljót hafa
þann kost fram yfir önnur vötn, sem
um sýsluna falla, að þau eru straurn-
lítil og gætir í þeim flóðs og fjöru
hið neðra.
Þetta eru helztu vatnsföllin, sem
fara þarf yfir úr sveit minni til að
komast í kaupstaðinn. Og var varla
furða, þó að uggur væri í mér að
fara yfir þau með lítið stálpuð fol-
öld, eftir ailar þær svaðilferðir, sem
eg hafði heyrt sagt frá í sambandi
við þau.
Tiilgangur fararinnar var ekki
sá að kaupa mikið í kaupstaðnum,
fremur en annara á mínu reki, er
fóru kaupstaðarferðir í fyrsta sinn.
Eg átti engan reikninginn, enda lítið
að kaupa fyrir. Tvær átti eg ærnar
þetta vor, en önnur misti lambið og
týndi ullinni. Aðalinnleggið hjá
efnalitlum unglingum voru á þess-
um tíma lagðar, sem þeir tindu sam-
an úti um hagann, og voru þeir kall-
aðir upptíningur. Oft varð þessi
upptíningur 2—3 kg. eða meira, þeg-
ar vel lét i ári fyrir hann. En það
ieiðasta við hann var að tína úr
honum mosann.
Um leið og eg lagði af stað gaf
faðir minn mér tvær krónur og sagði
mér þá um leið, að úr reikningi sin-
um myndi hann ekki fá nema það
al'lra nauðsynlegasta og þess vegna
gæti hann ekki leyft mér að taka
neitt út í hann. Eg þakkaði krón-
urnar og sagðist myndi geta mikið
keypt fyrir þær og upptíninginn.
Veðrið var ihið bezta daginn, sem
við lögðum af stað, heiður himinn,
sólskin og logn. Þetta var einn
þeirra júnídaga, þegar friður ríkir
í náttúrunni og ró yfir mönnunum.
Fyrsti áfangastaðurinn, sem komið
var í, heitir Smjörhólmar. Ekki
veit eg, af hverju það er dregið,
nema ef vera kynni, að þar þætti
betra undir búi af næsta bæ, sem er
Flatey — vestasti bær á Mýrum —
eða þá að þarna hafi verið borðað
óvanalega mikið af smjöri, því að
liklega er þessi áfangastaður jafn-
gamall og umferð í Skaftafellssýslu.
Þegar búið var að taka reiðinginn
oð reiðfærin af hrossunmu, voru
tjöld sett upp og búist um til nætur-
hvíldar, því að þarna átti að á til
morguns. Þegar sezt var að í tjöld-
unum, var leyst frá malpokum og
tekið til matar. Nesti mitt var aðal-
lega súr hvalur og ostur. Hafði
hvalurinn verið fenginn af hvalastöð
á Austfjörðum snemma um vorið,
en sýran held eg að hafi verið feng-
in vestan úr Árnessýslu með strand-
ferðaskipinu “Hólar.” Mér féll
nestið allvel, en rendi samt hýru
auga til malpoka nágranna minna,
því að eg sá að upp úr þeim var
drjúgum skipað (hangikjöti. Þessir
góðu menn tóku eftir, að eg gaut
vonaraugum til kjötsins,- og buðu
þeir mér því skifti á því og hvalnum.
Töldu þeir hann betri en kjötið, og
að þá myndi þyrsta minna af honum.
Eg lét sem mér væri sama um skift-
in, þótt eg yrði reyndar guðsfeginn.
Að máltíð lokinni var gengið frá
nestinu og búið um sig til svefns.
Reiðingsdýnur voru hafðar til þess
að liggja á og svo breidd ofan á sig
gæruskinn.
Þegar við vöknuðum um morgun-
inn var tekið til malpokanna. Þá
var minn poki horfinn. Mér varð
hverft við, því að nú langaði mig i
súra hvalinn til þess að taka af mér
þorstann eftir kjötátið kvöldið áður.
Nokkurn spöl frá tjaldinu fanst fal-
pokinn allur í druslum. Hvalurinn
og osturinn voru horfnir, en smjör-
öskjurnar einar eftir. Þær voru úr
tré með vel feklu loki yfir og hag-
lega gerðar. Eg hafði gleymt að
binda fyrir malpokann um kvöldið,
en troðið honum út undir tjaldskör-
ina. Um nóttina höfðu hundar kom-
ið að tjaldinu, dregið pokann út,
og gert sér gott af því, sem i honum
var. Mér sveið matarmissirinn
mikið, en þótti þó meiri skömm að
slóðaskpanum, að geta ekki gengið
svo frá matnum, að hann væri.ekki
væri ekki rifinn svo að segja undan
höfðinu á mér. Samferðamennirnir
kendu í brjósti um mig og buðu mér
nesti til ferðarinnar. Úr því, sem
komið var, þáði eg það boð með
þökkum. Eg bjóst ekki við, að eg
gæti bætt mér skaðann á sama hátt
og Grettir, þegar sagt er, að hann
hafi tapað sínum mal.
Úr þessu gekk ferðin viðburða-
laust til kaupstaðarins. Ekki urðu
folöldin mér neitt til tjóns. Vötnin
voru með minsta móti. — Á Höfn
var aðalverzlunin hjó Þórhalli Dan-
íelssyni. Hafði hann fyrir fáum
árum keypt verzlunina af Þórarni
Tulinius. Þetta vor setti sig niður
á Höfn smákaupmaður, Gunnlaugur
Jónsson að nafni. Urðu ýmsir þvi
fegnir, og héldu að viðskiftin myndu
batna við það. Ekki vissi eg, hvort
þetta varð, en hitt minnir mig að
talað væri um, að aldrei hefðu menn
skuldað meira en þau fáu ár, sem
Gunnlaugur var með sina verzlun.
Ekki varð eg hrifinn af kaupstað-
arlífinu. Mér leizt ekki á að sjá
verkamennina, alla mjöluga, mjak-
ast áfram hægt og þunglamalega, til-
búna til að slóra, ef færi gafst. Mér
fanst þetta minna á hugsjónalaust,
æfilangt strit í þarfir þeirra, sem
hugsuðu oftast meira um að ná aur-
uniun i sinn vasa, en hag þeirra, er
sveittust við að koma þeim þangað.
Sem betur fer, er nú kominn meiri
jöfnuður á þetta. — Nú munu vera
búsettir á Höfn um 220—230
manns, en þegar eg fór fyrstu kaup-
staðarferðina, hafa verið þar um
30 ibúar,-
Vöruskipin voru nýkomin til
beggja kaupmannanna. Það var
þvi margt að sjá í búðunum, sem
mig langaði til að eignast. En þeg-
ar eg heyrði um veðrið, komst eg
fljótt að því, að eg gat ekki mikið
keypt fyrir krónurnar mínar. Fé-
lagar mínir, sem sumir voru vel
stæðir bændur verzluðu í báðum
verzlunum, þó meira hjá Gunnlaugi.
Einn þeirra tók þar m. a. húsklukku.
Hér fást þá húsklukkur, hugsaði eg,
og það var sá hlutur, sem eg mátti
til með að reyna að fá mér, því að
heima var hvorki klukka né úr. Það,
sem helzt var hægt að átta sig á,
þegar sól sá ekki, var SjÖ9tjarnan,
þegar hún sást, eða kýrnar, þegar
þær fóru að baula eftir gjöfum og
mjöltum. En ekkert af þessu var
óbrigðult. Eg spurði nágranna
minn, hvað hans klukka hefði kost-
að. “Níu krónur,” sagði hann. —
“Niu krónur!”
En eg átti aðeins tvær krónur í
vasanum. Upptíningurinn gat orð-
ið upp á þrjár krónur. Þá vantaði
mig samt fjórar krónur. “Ætli eg
fái ekki lánað upp á fjórar krónur
ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ
NUGA-TONE er dásamlegt meSal
tyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftir
vikutíma, eða svo, verður batans vart,
og við stöðaga notkun fæst góð heilsa.
Saga NUGA-TONE er einstæð I sinni
röð. Miljónir manna og kvenna hafa
fengið af þvl heilsu þessi 45 ár. sem
það hefir verið I notkun. NUGA-
TONE fæst I lyfjabúðum. Kaupið að-
eins ekta NUGA-TONE, þvl eftlrlíking.
ar eru árangurslausar.
Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE I
ábyggilegum lyfjabúðum.
Notið UGA-SOL við stýflu. petta
úrvals hægðalyf. 50c.
til haustsins ?” spuði eg einn af sam-
ferðamönnunum. Ekki var það
talið óhugsandi, eg skyldi færa það
í tal við kaupmanninn. Það þótti
mér nú þyngri þrautin. Eg hafði
oft heyrt föður minn tala um, að
erfitt væri fyrir þá að fá lán, sem
lítið legðu inn.
Nú kom röðin að mér að verzla.
Mun eg hafa verið feiminn í fyrstu,
en varð einarðari, er eg fór að
kynnast búðarmönnunum. Verzlun-
in gekk fljótt, — ekki var margt,
sem um var beðið. Búðarmaðurinn,
sem afgreiddi mig, spurði, hvort eg
ætlaði ekki að verzla neitt sjálfur.
í því bar kaiupmanninn þar að.
“Hann á hér engan reikning,” sagði
kaupmaður. “En heyrið þér! Eg
ætla að kaupa fyrir tvær krónur, og
svo-------.” “Og svo?” hafði hann
eftir, tneð óþolinmæði, eins og hann
hefði ekki tíma til að sinna fátæk-
um, óframfærnum unglingi — “læt
eg upptíninginn minn íSeinna,” bætti
,eg við. En sú fífla hireinskilni,
hugsaði eg um leið og eg slepti orð-
unum — að eg skyldi e!kki heldur
segja; ullina mina. En til hamingju
talaði eg svo lágt, að kaupmaðurinn
virtist ekki hafa heyrt það. “Hvað
ætlið þér að fá fyrir krónurnar?”
spurði hann. Klukku.” “Klukku?”
kváði hann eftir. “Ekki fáið þér
hana fyrir tvær krónur.” “Eg þótt-
ist vita það,” svaraði eg, “en svo er
ullin mín heima og eg get látið lanib-
ið tnitt í haust.” “Þér eigið hér
engan reikning,” svaraði kaupmað-
urinn, “og eg ætla ekki að byrja
verzlun mína með því að lána svona
unglingum.” Svona unglingum?
Hvað þýddi þetta, var eg nokkuð
öðruvísi en aðrir unglingar? Ætli
kaupmanninum hafi mislíkað við
mig? Var eg of heimtufrekur, eða
var eg fátækari en sumir unglingar
aðrir? Faðir minn var fátækur, en
góður skilamaður. HVorugur okk-
ar gat verið hættulegur verzluninni
— til þess vantaði okkur öll efni til
umsvifa. “Má ekki búa mér reikn-
ing strax?” sagði eg. “Þér verðið
að leggja eitthvað inn til þess,” svar-
aði kaupmaður. “Eg legg þá inn
krónurnar mín@.r.” Kaupmaður
kvaðst hafa hugsað sér þá reglu, að
búa engum til reikning, nema bænd-
um, ef þeir gætu ekki lagt inn upp
á 5—io krónur, þegar viðskiftin
byrjuðu. Eg sagðist ekki hafa svo
mikið innlegg við hendina. “Þá fáið
þér bara út á þessar tvær krónur,”
sagði kaupmaðurinn stuttur i spuna.
“Get eg þá með engu móti fengið
klukkuna? Við eigum enga klukku
heima.” Nei, eg gat það ekki, jafn-
vel þó að eg lofaði annari ánni minni
til viðbótar. Eg varð bæði hryggur
og reiður. Það hafa víst komið tár
fram í augun á mér, þegar eg spurði,
hvort pabbi gæti ekki fengið klukk-
una í sinn reikning. Nei, það gat
heldur ekki gengið. Kaupmaður
sagðist ekki vita, hvort honum væri
nokkur þökk í, að farið væri að
skulda hann fyrir klukkunni í við-
bót við það, sem fyrir væri. Eg
sagðist ekkert kaupa fyrir krónurn-
ar mínar, en geyma þær til haustsins,
því að þá yrði eg búinn að leggja
inn ulilina og lambið, og myndi þá
kaupa klu'kkuna. Kaupmaður horfði
með undrunarsvip á mig. “Þér
hugsið mikið um þessa klukku,”
sagði hann, “þér ættuð heldur að
kaupa yður brauð og sykur fyrir
krónumar yðar.”
Mér varð þungt í huga, en hrökk
við við það, að mér var stjakað frá
búðarborðinu af manni, er eg kann-
aðist við, ög var einn af stórbænd-
unum úr nágrannasveitinni. Sor.ur
hans, sem var á líku reki og eg, var
með honum. Þeir voru að verzla.
Drengurinn hrúgaði að sér sætind-
um og ýmiskonar glingri. Alt í einu
opnaðist mér ný útsýn yfir kjör fá-
tæklingsins, sem ekki getur veitt sér
brýnustu nauðsynjar, og efnaða
mannsins, sem veitir syni sinum
fllestan óþarfa, er hann girnist. Mig
langaði til að kaupa eitthvað, sem
glatt. gæti foreldra mína, þegar eg
kæmi heim — eittihvað, sem setti
dálítinn svip á baðstofuna heima.
Klukkan á laglegri hillu fanst mér
að myndi gera það.
Mér varð aftur litið til feðganna,
og sá þá, að þeir voru m. a. að láta
niður klukkuna, sem eg ætlaði að
kaupa. Eg spurði drenginn, hvort
hann ætti hana. “Já,” pabbi hans
hafði gefið honum hana, til þess að
hafa hana í herberginu hjá sér. Hon-
um leiddist að vera klukkulaus, þeg-
ar hann tæri einn. “Eigið þið ef til
vill enga klukku?” varð mér á að
spyrja. “Jú, pabbi og mamma eiga
sitt úrið hvort, og svo er stór klukka
í baðstofunni.” Eg gekk þegjandi
út. Enginn gaf fátæka drengnum,
á grófgerðu, heimaunnu fötunum,
gaum, nema. ef einhver kann að hafa
hent gaman að honum eða búnaði
hans. En í sál minni brann eldur.
• Og í huga mér vaknaði sterk löngun
til að verða sjálfbjarga maður, sem
gæti unnið framtíðirlni gagn — og
ekki sízt lagðt lið að þvi, að ryðja
óréttlætinu og misrétti mannanna úr
vegi.
Mér varð reikað að búðardyrun-
um hjá aðalkaupmanninum, Þórhalli
Daníelssyni. Ætli sé ekki rétt að
fara hér inn og kaupa fyrir þessar
tvær krónur. Eg spurði eftir, hvort
ekki fengjust kvenklútar og reyk-
tóbak. Jú, það var nóg til af því.
Kaupmaður spurði mig að, hvort eg
ætti stúlku og væri farinn að reykja.
í mesta sakleysi svaraði eg, að svo
væri ekki — eg ætlaði að færa for-
eldrum minum þetta.
Fyrir aurana, sem afgangs voru
klútnum og tóbakinu, keypti eg
kandís. Þegar eg var búinn að
kaupa þetta, hugkvæmdist mér að
spyrja eftir, hvort ekki fengjust
klukkur. Jú, þær fengust. “Vill
nú ekki kaupniaðurinn vera svo góð-
ur,” spurði eg, “og taka frá eina
klukku, og geyma hana fyrir mig til
haustsins, þá skail eg borga hana.”
Jú, það sagðist hann mega til með
að gera fyrir svona myndarlegan
pilt. Þessa gullhcunra þótti mér vænt
um, og fór i góðu skapi út, og lof-
aði Þórhall fyrir greiðviknina.
Um kvöldið var haldið af stað
aftur úr kaupstaðnum, og gerðust
engin tíðindi á heimleiðinni. — Það
var gott að koma heim, aJlir tóku
mér opnum örmum, rétt eins og eg
væri heimtur úr helju. Og eg var
glaður, en þó glaðastur yfir, að geta
sagt heimafólkinu frá klukkunni.
Um haustið fékk eg klukkuna og
igat þá borgað hana. Háfði fengið
sex krónur fyrir ullina um sumarið
og fjórar krónur fékk eg svo fyrir
lambið um haustið. Það var mikil
ánægjustund, kvöldið, sem klukkan
var fyrst sett á hilluna í baðstof-
unni. Óskir mínar höfðu þannig
ræzt, af því að eg var duglegur að
berjast fyrir þeim.
Síðan þetta gerðist hefir margt
Skeð. Árin hafa liðið og eg élzt
og timanum hefir tekist að ýmsu
leyti að setja sín mörk á mig. Marga
kaupstaðarferðina hefi eg farið síð-
an, en aldrei kem eg svo í búð, að
eg minnist ekki fyrstu kaupstaðar-
ferðarinnar. Hún hefir verið ein af
lærdómsríkustu stundum lífs míns.
Kjarkur og festa voru þá helztu
bjargvættirnir. Ferðin vakti þá
hugsun hjá mér, að betra væri að
fórna einhverju í þarfir ulmibótanna,
eða þess, sem örfar skapandi hugs-
un, heldur en eyða í tilgangslaust
tildur eða óhollar nautnir.
Fyrir mörgum árum er baðstofan
á Hala jöfnuð við jörðu — bað-
stofan, sem klukkan gerði einu sinni
veglegt hús í mínum augum. Þrisvar
sinnum síðan hefir bærinn verið
rifinn til grunna og reistur aftur.
Allar þessar byltingar á bæjarhús-
unum hefir klukkan staðið af sér.
Hún hefir æfinlega verið flutt úr
gamla bænum og í þann nýja, og
enn telur hún tímann með sömu ná-
kvæmni og áður. Þótt allsstaðar
væri raðað umhverfis mig húsmun-
um, þá myndi mér ekkj þykja eins
vænt um neinn þeirra eins og gömlu
klukkuna. Ekki þó af því, að það
sé svo mikil híbýlaprýði að henni,
heldur af því, að eg hafði meira
fyrir að eignast hana, heldur en
nokkurn annan hlut, sem eg hefi átt.
Fyrir Mukkuna eina hefir eg fórnað
svo að segja aleigu minni. Sú fórn
kendi mér að heyja fyrstu lífsbar-
áttuna, þegar eg var að kveðja
bernskuárin.
Ennþá tifar klukkan áfram, þar
sem hún stendur á skápnum í her-
berginu mínu. Mér finst, að slögin
hennar vera að telja æfiárin mín, og
minna mig á það, sem eg á ógert.
—Dvöl.
Ortíningur
Örlagavaldið.
Alla hæfa önlögin,
olla gæfu og trega;
ilífs um æfi skúr og skin
skiftast hæfilega.
Falska flaggið
• Margir gylila grómið svart,
góðum spilla föngum.
Þessari iliu þræla art
þjóðin dillar löngum.
Bati.
Hreti skörpu minkar máttur,
myndast hljómur þýður,
vindahörpu veðrasláttur
vær og angurbliður.
/ dögun
Nóttin svarta enduð er,
ekki kvarta lengur.
eldur hjartans yl ef lér,
áttu margt, sem bjargar þér.
Gamla árið.
Gamla árið gengið er
götuna út í tímans haf;
fyrir enda enginn sér
á þeim hinsta tölustaf.
Fordild.
Gekk um bekki blöðunum,
breyskur hékk i hbrtittum;
hreyikinn fékk i háfkólum
hempusekk að verðlaunum.
Hagkveðlingaháttur.
Hagkveðlinga hátturinn
huga þvinga gerir minn;
illa klyngja orðin finn,
íslendingi samboðin.
M. Ingimarsson.
Fyrsta þvottahús
Reykjavíkur 30 ára
Þvottahús Reykjavíkur á 36 ára
afmæli þessa dagana. I dag fyrir
þrjátíu árum kom forstöðukona
þess, Jakobína Helgadóttir, fyrst til
bæjarins frá Akranesi, og stofnsetti
hinn fyrsta visi til þvottahúss hér í
bæ.
Fyrst i stað hafði hún aðeins
straustofu, því að flestir fóru þá í
Laugar með þvott sinn, og erfitt var
að hita mikil vötn í heimahúsum,
þar sem hvonki var gas né rafmagn
i þá daga og sækja varð vatnið í
brunn. En síðan óx fyrirtæki henn-
ar fiskur um hrygg, og nú er svo
komið, að Þvottahús Reykjavíkur
er eitt stærsta fyrirtæki þeirrar teg-
undar hér í bæ og annast bæði
þvotta, strauingar, pressun o. fl., er
að þvotti lýtur. Sex til sjö stúlkur
vinna þar að jafnaði, auk þess tvær
þvottakonur og sendisveinar.
Fréttaritari frá Morgunblaðinu
átti tal við Jakobínu Hdgadóttur í
gær i tilefni af afmæiinu.
—Það er mikil breyting á orðin
frá því að eg byrjaði fyrst með
straujárninu einu saman, sagði for-
stöðukonan.
Þá varð maður að vinna alt með
eigin handaflh, en nú höfum við vél-
arnar, til þess að létta undir með
ökkur, þvottavélar, vindur, rúllur,
strauvélar, glansvélar og pressur,
sem ýmist ganga fyrir rafmagni eða
eru stignar.
—Þegar eg byrjaði þessa starf-
semi mína, sem eg hefi unnið að í 30
ár, var eg ein, en eftir tvö ár varð
eg að fá mér hjálp. AHs hefi eg
haft milli 40 og 50 stúlkur í þvotta-
húsi mínu. Eg hefi verið heppin
með vinnufólk.
Nú aukast ?ægindin enn meira,
segir forstöðukonan að lökum, —
þegar Hitaveitan kemur. Og eg
segi það satt, að fáir munu hlakka
til Hitaveitunnar meira en eg.
Morgunbl. 13. maí.