Lögberg - 07.07.1938, Page 3
LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNI, 1938.
3
Hvítasunna
Eftir Guðmund Friðjónsson
Mýmörg orÖ tungu vorrar eru
svo kjarnarík, eÖa þá svo fögur, aÖ
hversdagslegri athygli sést yfir verð-
mætin.
Það er að vísu þakka vert, eða
viðurkenningar, að fleiri menn i
landi voru eru nú laglega ritfærir en
verið hafa nokkuru sinni áður og
hafa þeir tungnuna á valdi sínu svo
vel, að þeir mega heita andlega
bjargálna. En á hinn bóginn verð-
ur eigi breitt fyrir þá sorglegu stað-
reynd, að fjöldi manna, sem fengið
hefir barnaskóla tilsögn og meiri en
hana, skilja alls ekki til hiýtar vand-
aða íslenzku, foma né unga, og bera
fram orð og setningar svo afkára-
lega, að furðu sætir.
Sumir Vestur-íslendingar, sem
komia hingað iheim, hafa fundið
þetta og furðað sig á, enda mæla
þessir menn málið betur en fjöldi
fólks hér heima. Sá ljóður, sem er
mestur á framburði orða og setn-
inga, er sá mjálmandi seimur, sem
dreginn er, ásamt óskýrum fram-
burði.
Stílkostir fornsagna vorra eru
m. a. fólgnir í orðavalinu. Tökum
t. d. þessa setningu í Njálu um
Kaupa-Héðinn hinn illa:
‘‘Eigi er þar hins verra eftir von,
er siíkur ferr fyrir.” Eiða máls-
greinin í Eddu um mjólkurlindina í
Valhöll, sem brynnir öllum Ein-
herjum : ‘‘Þat hlýtur at vera geysi-
hagleg geit.”
í þeim setninguin, og ótal slíkum,
felst mikið efni, en þar að auk eru
setningarnar orðaðar svo sem bezt
má verða.
Vegna þess, hve þorra manna
sézt yfir kosti tungunnar, eiga þeir
höfundar auðveldari aðgang að
meginþorra manna, sem eru mál-
rófsmenn, en hinir, sem leggjast
djúpt.
Fegurð sumra fornyrða nýtur sín
þá fyrst, er þau eru vandlega gaum-
gæfð. Þeir, sem búa nálægt fossi
eða brimsjó, hætta að taka eftir
fossniðnum og brimhljóðinu, þegar
til lengdar lætur — missa þá atihygli.
Á svipaðan hátt fer fegurð dásam-
legra orða fram hjá athyglinni —
orða sem alkunn eru frá barnæsku,
en enginn hefir haldið á lofti, sér-
staklega.
Eitt þessara dásamlegu málblóma,
sem vér svo að segja göngum á, í
hugsunarleysi vangæslunnar, er
orðið Hvítasunna. Eg skal játa það,
að eg var kominn langt yfir barns-
aldur, þegar mér varð ljós fegurð
og þýðing þessa orðs. Orðin hátíð
og stórhátíð eru mikillar náttúru—
gefa i skyn að sú tíð sé há, þ. e.
háleit, sem um er að ræða. En
meiri fagurfræði birtist í Hvíta-
sunnuheitinu. Nýlega aflaði eg mér
vitneskju um þýðingu nafnsins með
þvi móti að leita til fornra heimilda.
Þær sögðu svo frá:
Þegar skirnin kom til sögunnar á
Norðurlöndum var vortíðin valin, til
þess að forðast kulda, sem annars
varð ónotalegur og jafnvel háska-
legur heilsu, af því að fólkinu var
gerð kaffæring, ungum og gömlum.
Víðast hvar í Norðurálfu er vortíð-
in sezt að völdutn um það leyti sem
Hvitasunnuhátíð er dagsett. Nor-
rænan virðist hafa verið háend að
þeirri málfegurð, sem orðið sunna
býr yfir — Sunnhörða land, Sunn-
mæri, Sunnefa, Sunnudalur o. s.
frv.
Hvíta-sunna dregur nafn af.
hvítavoðum. En svo hétu þau lín-
lök, sem nýskírðir menn voru færðir
í. Hvítan er nátengd trúnni: Hvíta-
Kristur, Baldur hinn hvíti; sá litur
var á friðarskildi. Líkklæði eru
mjallhvít enn í dag. Fyrir iooo ár-
um þótti hvíta i yfirbragði Mýra-
manna fögur (Helga hin fagra),
Þorsteinn hviti.
Svo virðist sem nýskirðir menn
liafi verið í hvítavoðum þó nokkurn
tima. Því að þess er alloft getið í
fornum fræðum, að einn og annar
nýskírður maður iha.fi andast í
hvitavoðum, rosknir rnenn að vísu,
en þó eigi svo, að komnir væru að
fótum fram. Einn þeirra var Bárð-
ur hinn digri á Upplöndum, sem
ghrnt hafði í fullu fjöri við Þorvald
VEITIR HREYSTI OG
HUGREKKI ÞEIM SJÚKU
F61k. sem vegna aldurs, eða annara
orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða
heilsu við að nota NUGA-TONE.
NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið
fólk. Meðaiið eykur vinnuþrekið til
muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða,
þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra
daga munið þér finna til bara
NUGA TONE fæst I lyfjabúðum.
Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við
NUGA-TONE.
Notið UGA-SOL við stýflu. Petta
úrvais hægðalyf. 50c.
tosalda, systurson Víga-Glúms,
hreystimann frækinn.
♦
Sveitabarnið í mér rumskast jafn-
an og vaknar, þegar liður að Hvita-
sunnu. Þá rifjast það upp fyrir
mér, að eg var f ermdur á þeiin degi.
Á þeirri hátíð var veðráttu þannig
háttað, að um sveitina blés og um
Norðlendinginn næddi kaldur heið-
nyrðingur, sem Bólu-Hjálmar nefn-
ir svo. Með öðrum orðum sagt:
Eg var úti á þekju, e. t. v. að hugsa
um fugla, sem áttu við kaldan gust
að búa í dyngjum sínum og lambær
föður míns — í auðri jörð að vísu,
en gróðurlausri þó. ísaárin gengu
yfir landið á þeim missirum, fénað-
ur féll víðsvegar, ekki þó í minni
sveit, og fjöldi fólks vaffi land-
flótta . . . Eitthvert úrfelli hrökk
úr augum minum við altarisskörina
— regn eða hagl. Þá hafði eg
fyrir þrem árum lesið “Kristileg
smárit” sr. Jóns lærða í Möðrufelli,
sem hótaði eilifri útskúfun mann-
anna börnum með svo harkalegu
orðfæri og grirrímri raust, að eg
misti alla matarlyst það kvöld, er
eg las þessar ógnir. Nú við ferm-
inguna var eg nokkurn veginn bú-
inn að ná mér eftir það áfall.
Guðræknin, á þeim dögum, var
mislynd. Bióndi einn í grend við
mig las eigi ihúslestra, þegar illa
viðraði — hörkukarl, sem hafði
valsaugu undir loðnum brúnum og
svo fóthvatur, að hann hljóp uppi
stekkjarlömb á unga aldri. Svo
sagðist honum frá, er við ræddumst
við. Eg skil karlinn þann. Eg er
t. d. trúhneigðari maður þegar betri
flöturinn snýr upp á náttúrunni,
heldur en þegar ranghverfan veit út
á henni. Trúarbrögð allra þjóða
hafa borið blæ af náttúrunni, sem
þær hafia átt í höggi við. Jafnvel
kenning Krists grípur í streng nátt-
úrunnar, svo sem í dæmisögunum
Og eilífð Múhameðs gerir ráð fyrir
pálmalunda farsælu og yngismeyja
dýrð, eða ásjálegum valkvendum —
þar efra.
♦
Hallgrímur karlinn, sem ekki vildi
lesa í 'harðindum, mun hafa haft
veður af því, að Jave var forðum
i storminum og í þrumunni. Því
skyldi þá ekki drottinn vorra daga
vera i stórhríðinni — eða þá a. m. k.
lofa henni að láta sínum illu látum.
Hvað um það! Eg húkti við grát-
urnar og gaut hornauga til mann-
fjöldans, sem fylti kirkjuna, sumt
úr öðrum sóknum, komið þangað af
forvitni til að “vita hvernig börnin
stæðu sig við staðfestinguna, er þau
væru tekin í kristinna manna tölu.”
Að kveldi þessa dags lagði eg
Helgakver upp á hillu í baðstofu
bæjarins, J>ar sem fermingin fór
fram, og hefi eigi snert það síðan.
Eg mundi hafa getað lært latínu á
þeim vetrum, sem eg neyddist til að
læra kverið. Lífið réttir sunium
höggorm fyrir fisk. Vera má, að
>eg hefði getað gefið Guði hjarta
mitt á hátíðinni, þegar eg var fermd-
ur, ef betur hefði blásið. Mótblást-
ur iauðmýkir sum öldurmenni en
varla börn. Hann setur á þau skráp
oftast nær, altjend drengi, sem verða
að berjast við óblíða náttúru “upp
á líf og dauða.” Veturinn áður en
eg var femidur, var eg á ferð úti í
ísrekastórhríð og kól þá á kinnarnar,
svo að þær flögnuðu á eftir. í slik-
um barningi skapast eigi sunnudaga-
andlit. Og þegar likamann kelur, er
hætt við að setji hroll að sálinni.
Annars eru þessi mál órannsökuð.
En ætla má, að hlýjuskorturinn í
ræðu og riti flestallra íslenzkra rit-
höfunda stafi frá þeim kulda, sem
um þá blés á bamsaldri.
Það er algeng trú og gömul í
hettunni, að veður breytist um páska
— til ills eða góðs. Sumir sjómenn
hafa þá reynslu, að afli glæðist í
þeirri helgu viku. Vér landkrabb-
arnir höfum þá sögu að segja, að
veður spillist þá eða um hvíta-
sunnu, ef gott hefir gengið. Það
er nefnt hvitasunnuhret. Aftur á
móti batnar tíð, ef illa hefir viðrað.
Eitt liaust, undan miklum snjóa-
vetri,, dreymdi bónda í minni sveit
undarlegan draum. Hann þóttist
sjá illilegan karl með fúlgu mikla af
sauðfjárgæðum fyrir framan sig
og hélt hann á gærríhníf. Bóndinn
spurði þenna karl, hvað hann ætl-
aðist fyrir með gærumar. Hann
svaraði á þá leið, að gærurnar ætl-
aði hann að raka. En því verki
myndi hann eigi geta lokið fyrri en
Um hvítasunnu, þó að hann hefði
sig allan við. Bóndi réði draum-
inn þannig, að þá myndi batna veðr-
átta. Og það rættist. Þá hafði
verið 30 vikna innigjöf i sumum
sveitum norðanlands. Þetta var um
1910. Þá kvað einn nágranni minn
þetta minnilega stefjamál:
Þungt er að sjá og þramma mót
þrjátíu vikna éli.
♦
Þetta vor var hvítasunnubatinn
kærkominn. Og hann brást eigi. Eg
held að engin hvítasunna ihafi átt
annrikara en hátíðin sú, síðan land-
,ið bygðist, við að skipuleggja og
hefja þá leysingu, sem þörfin krafði
og þráin heimtaði.
Hún byrjaði með sólbráð. Það
orð er heilaglega indælt og býður
af sér fagurfræðilegan þokka. Sól-
bráð — hvítasunna — hvítasunnu-
sólbráð. Og lóa komin upp úr kaf-
inu. Stelkur v.ið bæjarlækinn, eða
lindina, veður þar í rauðum sokk-
um. Og jörðin tekur til að ilma og
anga, ef guð er í biænum. En ef
hvítasunnuhret gerir, er öllu ung-
viði lifsháski búinn. Blómskrúð i
görðum borgabúa litverpast, verða
hnípin og álút, og lömbin í haganum
leita sér skjóls. Eg hefi fundið lóu
á eggjum eftir Hvítasunnu áfelli
þannig stadda, að íhún lá í hreiðri
sínu, hálffent; barmur snævarins
þverhandar þykkur kringu-m dyngj-
una. Æður hljóta samskonar bú-
sifjar í vörpum'. Þegar svo fellur,
er heilagur andi nokkuð langt ofan
við þá jarðnesku Hvítasunnu. Svo
finst þeim a. m. k., sem veður verju-
laus krapann í heimahögum. Mjall-
hvíta áfellanna býður af vísu af sér
þokka, en ekki góðan þokka né hug-
ljúfan. Þá andar fegurðin köldu, og
minnir þá á líkklœði.
+
Vér skulum nú ekki dvelja við
mjallhvitu hátíðarinnar, en snúa oss
aftur að hvítavoðum hennar, þeim
heilögu.
Orðið Ihivítasunna bendir til hæða
— sólarhæða. Og vér, sem þó höf-
um altof náin kynni af mjöll og snæ,
látum oss dreyma allan veturinn um
birtu og yl, sem koma muni með
Hvítasunnu. Úti um sveitir, þar
sem alt líf er háð veðráttu, eru góð-
ar vonir bundnar við þessa hátíð,
sém fyrrum var þriheilög. Meistari
Jón gerði henni góð skil í þrem ræð-
um, svo sem postilla hans vitnar. Nú
stendur hátíðin á tveim fótum. En
þó að það ætti fyrir henni að liggja
að standa á einum fæti aðeins, myndi
hún samt halda velli. Þvi að —
fallega nafnið verður síðla skafið út
úr hugskotum landsins barna, né
dýrðin, sem þá er í vændum.
Þegar vel liggur á konungi him-
ins og jarðar, svo að honum stekkur
bros af vörum, skapar andardrátt-
ur ihans ljósmóðu yfir landinu, sem
tekur fjöllin í f’aðm sér. Og sá
hinn sanii einvaldur lætur sig þá
eigi muna um að vekja upp tibrána
í dölúnum, þá hina síkviku töfra-
mynd.
Þá Iifnar yfir úteyjum, svo að
þær hillir gagnvart augum þeirra,
sem á landi standa og búa. Háf-
meyjar og heiðríkja taka þá hönd-
um saman og hossa eyjunum, mönn-
um til ánægju og guði til dægradval-
ar og dýrðar.
Þannig bætir hann fyrir harð-
stjórn sina á vetrum — stundum.
Ekki þó æfinlega, því að guðunuin
eru mislagðar liendur, eða fulltrúum
þeirra. Efagjarn hugur kynni nú
að vilja grípa fram í fyrir mér og
spyrja: Heldur />ií, að hátíðir séu
þess megnugar að skapa, eða vekjá
upp, veðurbata ? Ekki munu þær
hafa meðvitund né mátt til að grípa
fram í fyrir veðráttu, né hlutast til
um fiskigöngur, ■ úr hafdjúpi á
grunnmið. Hvítasunnulhátíðin er
eigi til þess fallin að kljást við vitr-
inginn mikla, sem heitir Efi. En
minna má á orð Eddu-Snorra. Hann
segir, að í fyrndinni hafi spakir
menn látið í veðri vaka þá skoðun
eða trú, að jörðin væri kvik, þ. e. a.
s. lifandi á einhvern hátt, gædd
meðvitund. Náttúran er útundir sig
í öllu sínu starfi. Og iðni hennar
og forsjá er dásamleg. Og stund-
vísari er hún en mannanna börn.
Hún lætur t. d. jörðina hrökkva við
og breyta afstöðu sinni gagnvart sól
tvisvar á ári: um vetrarsólstöður og
sumarsólhvörf.
Hvernig má þetta verða?
Það er jafn torskilið sem hitt, að
veðurbati er háður Hvítasunnu og
fiskigöngur upprisuhátíð frelsarans.
Sé það svo, sem Eddu-Snorri lætur
i veðri vaka, að jörðin sé hfi gædd
með einhverjum hætti (kvik), gædd
meðvitund mætti gera sér i hugar-
lund, að veðráttan væri eigi öldung -
is samvizkulaus. Hún kynni að
minnast þess í (hljóði, að sú, sern
hátíðirnar eru helgaðar, kyrði eitt
sinn stonn og lægði brimgang. Sá
skörungsskapur hefir verið hafður i
manna minnum helmingi lengur tr
getspeki Snorra um meðvitund jarð-
ar, sem kurteis varfærni Sturlungs-
ins tileinkar forfeðrunum og þeim
mæðrum, sem frá alda öðli áttu því
látii að fagna, að spekingar niylktu
þeirra brjóst.
+
Hvernig sem efinn og Trúin
kunna að lesa og þýða stjórnarskrá
náttúrunnar og þingsköp veðráttu,
mun reynslan hafa til síns ágætis
nokkuð. Og ekki er hún dúnlétt á
metunum.
Eitt sinn gekk norðlenzkur bóndi
á skíðum til kirkju í Hvítasunnu-
morgni. Hann varð að þramma
heim síðdegis. Sólbráðin kom um
ni'essutímann. Hún leiddi batann
yfir landið. Þessi brosljúfa himn-
eska dís, sólbráðin.
Á n. 1. páskum 1936 gerðust þau
teikn á himni, að batnaði veðrátta
um alt land, og tíðin bætti ráð sitt
eftir harðindavetur. Þvílikt var,
sem hulin hönd gripi í streng og
hringdi út vindsvalan vetur, en sum-
arblíðuna inn í musteri Fjallkonunn-
ar. Sú 'hugljúfa rausn er jafn kær-
komin, hvort sem hún er kölluð
forsjón eða náttúra.
Hátíðir eru eigi til þess gerðar né
til þess fallnar að brjóta heilann um
gátur tilverunnar, heldur til hins:
að njóta þeirra, dást að þeim á
barnslegan hátt. Nú er Hvitasunnu-
hátiðin svo vel úti látin frá forsjón-
ar hálfu, að lífið á landi voru er í
sjöunda himni, eða er frá sér numið.
Hver tegund þess grípur tækifærið
og tjaldar því sem til er. Þröstur á
kvisti og sólskrikja á steini marg-
falda gleði sína þó að þau kunni ekki
að reikna. Ærin lítur vonaraugum
til gróðursins, þó að hún hafi ekki
notið fræðslu um bætiefni. Tunga
hennar velur það sem við á og þekkir
það sem bezt er.
Um Hvítasunnu verður elfin svo
bláeyg, sem hún getur bezt orðið, og
rjómalogn á flóanum veldur því, að
hann verður í Ihvítavoðum á sinn
hátt.
Á Hívítasunnuhátíðum hafa kirkju
klukkur hljómað um alt land og um
víða veröld og ámint einstaklinga
og þjóðir um að gea bæn sína.
Hfjóðfæratónar, söngrödd og kenni-
menska hafa haft á boðstólum and-
leg gæði handa “rangsnúinni kyn-
kvísl,” sem á sjálfri hátiðinni stend-
ur búin til hardaga með lúðurstút-
ana i munnunum.
+
Guðsþjónusta getur verið með
ýmsu móti. Sú tegund hennar, sem
skifta mundi mestu máli, er sú alúð-
ar-breytni, sem lœtur sér ant um, er
nccrgcetin við lífið sjálft.
Sá sem misbýður lífi og mis-
þyrmir því, hlýtur að koma ónota-
lega við hjarta tilverunnar, þeirrar,
sem ber í brjósti uppruna og tak-
mark hverrar skepnu. Lífið er á
vorin með mestri fegurð, ástúðlegast
og fjölbreyttast. Þá er margföldun
þess svo að segja sjálfvirk — líf-
kveikjan í algleymingi og þó vitandi
vits.
Svo guðsfegið getur islenzkt
'náttúrubarn orðið hvítasunnuliata
eða góðviðri þeirrar ihátíðar, að það
telur sér trú um, að heilagur andi sé
kominn yfir landið. Þá getur ásýnd
hafsins orðið ljómandi. Andi
Hvítasunnu getur, þegar vel viðrar,
orðið svo að segja heilagur þá. Þá
taka makar eggjamæðra á sig
skrautklæði og verða gæddir söng-
röddum, sem eru hátíðlegar og ná
hámarki á þeim vormánuði, sem
heitir Harþa, þannig nefnd af því að
náttúran er söngvin um Hvítasunnu-
leyti femur en endra nær. Snild
tungunnar veldur þessari nafngift,
sem er bæði skáldleg og spaklega
hugnæm.. Astleitni gerir suma fugla
að söngvurum, aðra veðurspáa, t. d.
lóm og brúsa. Þeir eru fugla há-
fleygastir og gera sér dagamun upp
við skýin. Maðkur, sem átti að verða
agn á silungadorg, rís upp úr freð-
inni jörð og gerir sig svo merkileg-
an, að hann verður að syngjandi
flugu. Og frændur hans gera sig að
fiðrildum.
Mennirnir, sem eru, því miður,
flestallir að miklu leyti þrælar í ann-
ríkinu, eiga örðugt með að opna
augun og eyrun, svo að þeir sjái
dýrð og heyri andardrátt þeirrar
náttúruviðleitni, sem birtist á þeim
morgnum, sein eru nátengdir Hvíta-
sunnu. Sumir sofa á bæði eyru
morgunstundirnar, sem gefa gull í
niund, þeim sem eru árrisulir. Allir
fuglar fara snemrna á fætur, og
neyta sinnar iþróttar. Og fiskarnir
vakna fyrir allar aldir. En sá, sem
þykist geta að guðs boði drotnað yfir
fuglum og fiskum, vaknar fyrst —
með stýrur i augum — eftir að sólin
hefir ávarpað hann, guðað á glugg-
ann þrjár, fjórar, firnni klukku-
stundir samfleytt.
+
Eigi lasta eg ferminguna, sem eg
hlaut á Hvitasunnu, en önnur atihöfn
er mér minnistæð, sem fram fór á
öðrum Hvítasunnudegi. Svo bar
við, að eg fór í eggjaleit og fann
rjúpu í hreiðri. Hún hafði valið sér
afdrep i hraunskúta móti suðri og
sól. Eg sá á eggjakoppunum siðar,
þegar hún var búin að unga út, að
börnin rjúpunnar voru tólf að tölu.
Eg kraup á kné framan við skútann
og virti fyrir mér loðinfætlu lyng-
móanna. Búkonan mikla, sem heit-
ir náttúra, hafði klætt rjúpuha í
mosalitan búning, svo að eggjaþjóf-
ar og ungaræningjar sæju hana síð-
ur. Rjúpan leit á mig dökkum ein-
urðaraugum, sem lumuðu á móður-
ást og einlægri viðleitni, sem lætur
(Framh. á bls. 7)
Business and Proíessional Cards
DR. B. J. BRANDSON 216-22 0 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba ■ DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACB Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK Dr. P. H. T. Thorlakson
SérfrœBingur 1 eyrna, augna, nef 205 Medical Arts Bldg.
og hálssjúkdðmum.
216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts.
Cor. Graham A Kennedy Phone 22 866
Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofuslmi — 22 261 Res. 114 GRENFELL BLVD.
Helmill — 401 991 Phone 6 2 200
Dr. S. J. Johannesson
ViCtalstlmi 3-5 e. h.
21* SHERBURN ST.
Sími 30 877
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœlcnar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDINO
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEQ
H. A. BERGMAN, K.C. Islemskur lögfrœOint/ur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 56 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrceOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668
LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Bjöm Stefánsson Telcphone »7 621 Offices: 325 MAIN STREET Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. við Arlington SÍMI 35 550 Finni oss í sambandi viS lyf, vindlinga, brjóstsykur o. fl.
PRESCRIPTIONS FILL.ED .CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalAn og eldsAbyrgO af öllu tægi. PHONE 94 221
A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr Ailur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarSa og legstelna. Skrifstofu talslml: 86 807 Helmllis talslmi: 501 562 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPBJG pœgilegur og rólegur bústaOur < nUObiki borgarinnar. Herbergl $2.00 og þar yfir; m*8 baCklefa $3.00 og þar yflr. Agætar mAltlölr 40c—60o . Tree Parking for O-uests