Lögberg


Lögberg - 07.07.1938, Qupperneq 6

Lögberg - 07.07.1938, Qupperneq 6
6 LÖGBÍIRG. FIMTIJDAGiNM 7. JÚLÍ, 1938 -—SKUGGINN— Eftir GEORGE OWEN BAXIER Einnig vissi hann vel, að það var langur vegur frá að hann væri úr allri hæítu enn þá. Enginn leitarmannanna mundi finna hann, en það var til nokkuð, sem hét símskeyti, og áður en næsti dagur væri liðinn mundi vera kominn svo þéttur um hann vefurinn, að vandi yrði að sleppa með óskrámaðan bjór- inn. Helzt fanst honum ráð að stefna beina leið til heimkynna sinna, þar sem enginn tæki liann fyrir annan en Tom Converse, sem þeir hefðu þekt í mörg ár. Bústaður föður hans var bara í mörg hundruð mílna fjarlægð, og reynsla síðustu daga hafði sýnt honum í tvo heimana. Iiann var viss um, að sá fyrsti, sem hann hitti, mundi senda honum kúlu, áu þess að spyrja um leyfi. Hjartað barðist í brjósti lians eftir þenn- an voðalega flótta. Við það að þreifa í hjartastað, heyrð'i hann skrjáfa í bréfi, í einni svipan snerust hugsanir hans að öðru. Bréf- ið — hið leyndardómsfulla bréf, sem hafði verið kastað inn í herbergið til hans á veit- ingahúsinu! Hann var þess fullvissari en nokkru sinni áður, að það var fallega stúlk- an á silfurgráa hestinum, sem hafði skrifað bréfið og hent því inn til hans. Aðeins einu sinni hafði hann lesið það, en innihaldið hafði hreint og beint brent sig í sál hans. Benn, sem var í fangelsi í Carl- ton. — Það var svo biðjandi von um, að sá, sem átti að tá bréfið, vildi frelsa þenna unga mann. . . . Hversu lengi sem Tom sat niðursokkinn í þessar hugsanir sínar og kringumstæðúr, vissi hann ekki; en þegar hann loks vaknaði upp af þeim, hafði hann tekið fífldjarfa á- kvörðun, sem hann gat ekki hætt við með nokkru móti. Þessi stúlka hafði tekið hann fyrir annan, en hún hafði bjargað honum frá yfirvofandi hættu, og hún reiddi sig áreiðan- anlega á, að hann hjálpaði henni í staðinn. Hún þekti hann ekki — Tom Converse brosti —, en einn góðan veðurdag mundi hann standa augliti til auglitis við hana, og hversu yndisleg tilfinning, að standa fyrir framan liana og hafa uppfylt þá ósk, sem hún hafði ætlað öðrum! Hestur Skuggans var það, sem hann reið, og allir álitu hann vera þenna leyndar- dómsfulla mann. Hvers vegna ekki að halda sér við efnið og kannske, — það var ekki að vita, nema hann fengi líka launin, sem áttu að falla í hlut Skuggans. Þetta var glæsilegt hættuspil, en vert að tilraunin væri gerð, vogun vinnur og vogun tapar. En þar fyrir utan — hvort hann létist vera Skugginn eða neitaði því, þá mundi árangurinn verða sami. Honum var hvergi vært, fyr en hann hafði sannað skýrt og skorinort, hver hann væri. Auðvitað var ein leið fyrir hann, og það var að sleppa Captain, sá hestur mundi als- staðar gera hann að skotmarki morðkúlna óvina Skuggans. En að láta Captain frá sér —, Tom var viss um, að sig mundi dreyma um hann alt sitt líf. Leiðin, sem hann hafði farið, áleit hann vera nálega þrjátíu og fimm mílur. Hann hafði alt af haldið í suðvestur, og Carlton átti að liggja þarna. Það gátu ekki verið meira en tíu mílur þangað. Sjálfsagt mundi hann komast þangað nokkrum klukkustund- um áður en fréttin bærist um flótta hans- Nú reið á að láta hendur standa fram úr erm- um. Enga ráðagerð hafði hann gert um, hvernig ætti að vinna þetta verk. I}að varð alt að fara eftir því, hvaða tækifæri byðust. Sú hepni, sem hann hafði haft hingð til, gaf honum von um, að hún mundi ekki verða langt frá við þessa athöfn. Hann lét hestinn brokka og hélt þeim hraða, sem hann áleit að mundi nægja til þess að hann mundi vera kominn til Carlton fyrir hádegi. Captain var eins viljugur og hann hefði verið nýtekinn út úr húsinu. Oftar en einu sinni stökk hann af baki, einungis til að dáðst að þessu dýri og skoða; en leit hans að þreytumerkjum var árangurslaus. Eftir þriggja tíma reið kom hanri á hæð; þaðan sá hann lítið þorp, þar var takmarkinu náð. Carlton var mjög þokkalegur bær með fáeinum stórum byggingum — skóla, banka og svo mjög sérstætt hús, sem hlaut að vera hið fræga eða alræmda Carlton-fangelsi. Tom Converse teygaði að sér loftið. Vissulega mundi enginn léttari í skapi fremja innbrot en hann núna. Það var að uppfylla ósk ungu stúlkunnar, sem setti alt annan svip á það. Svo hugfanginn og glaður var Tom í huga sínum, að hann brosti við, rétti sig í hnakknum og tók stefnuna niður í þorpið, þar sem hann ætlaði að láta íbúana verða al- mennilega forviða. Nú fór hann fyrst að hugsa um, hvernig hann ætti að ná Benn út úr fangelsinu. Hann gat séð þaðan, sem hann var, að þannig bygg- ing með þykkum granítveggjum og járngrind- um fyrir öllum gluggum, var ekki liægt að brjótast inn í með vasahníf. Það var aðeins á einn hátt, sem það væri mögulegt. Það var með dirfsku og snarræði og öðru ekki. Hann varð að treysta því, að gæfan væri með sér. Einn hlutur var áreiðanlegur. Að ef einhver var kominn á undan lionum og hafði sagt frá flótta Skuggans, þá var úti um hann. En fjarlægðin var svo mikil, að það gat varla komið til mála. Það var enginn hestur jafn- oki Captains. Tom Converse reið inn á aðalgötuna í þessu þorpi, alveg eins og hann hafði gert í hinu þorpinu. En þá hafði hann bara ekki haft hugmynd um, hvaða hættur ógnuðu lífi hans. • Það fór eins og hann hafði hugsað, dirfsku liaus gerði menn svo hissa, að þeir stóðu sem þrumulostnir. í’lólkið gat ekki trúað sínum eigin augum. Að Skugginn skyldi voga sér að ríða í gegn um þorpið og það um hábjartan daginn. Tom Converse hafði ekki riðið inn í bæinn úr þeirri átt, sem hann kom. Þetta var eins og hvert annað bragð, sem máske gat haft sína þýðingu seinna meir. Kólkið átti ekki von á Skugg- anum neðan úr bygðinni. Sá fyrsti, sem sá hann, var smásnáði, sem lá við götuna og lék sér við hund. Hann lá grafkyr og glápti á gestinn með opnum munni og starandi augum. Svo æpti hann upp í loftið, hentist á fætur og ætlaði að flýja í dauðans ofboði, en hætti samt við og stóð gapandi og náfölur. Tom Converse stöðvaði hestinn og kall- aði: “Hvað er að þér, vinur? ” “Ekkert. Eg hélt bara, að þú . . . að þú værir annar. En þú ert ekki ...” Drengurinn kom hægt nær, alveg lerk- aður af undrun. Um leið byrjaði einhver að kalla niður á götunni. Hann kunni því illa, að menn biðu eftr honum til að athuga hann. Það var smiðurinn og maður með honum, sem höfðu rokið út úr smiðjunni, og svitinn draup af báðum. Og á einu augnabliki voru komnir um tuttugu menn hinum megin á götunni. Þeir voru allir vopnaðir og smiður- inn hafði orð fyrir hinum. “Góðan daginn, félagi,” sagði hann. í kringum þig og spyrjum?” ‘ ‘ Neðan frá Crayville. ’ ’ “Frá Crayville?” “Já, eg ætla til Waterbury ...” “Þá ertu að villast. Waterbury er ekki a þessum slóðum. Þangað liggur alt annar vegur.” Hinir færðu sig nær, þeir gættu þess að hafa nægilegt svigrúm til að geta náð skamm- byssunni fram í flýti, og höfðu vakandi auga á hverri hreyfingu hans. Tom Converse var vi.ss um, að ef þeim fyndist eitthvað grunsam- legt við skýringar hans, mundu þeir ekki vera lengi að hugsa sig um. “Það veit eg líka,” flýtti hann sér að segja, um leið og hann bölvaði því innlega með sjálfum sér, hvað hann væri ókunnugur í þessu bvgðarlagi. “Eg gerði það með á- settu ráði, að fara hér um. Eg þarf að tala svolítið við sheriffann.” “Sheriffinn?” “Já, er það ekki Joe Shriner?” Það var auðséð, að þessi spurning hafði áhrif. Þeir störðu allr forviða á hann. 1- myndun þeirra haíði farið með þá í gönur. Maður, sem spurði eftir sheriffanum, hinum hræðilega Joe Shriner, gat ekki verið Skugg- inn. En grunur þeirra var samt ekki úti enn. “Hvað heitir hesturinn þinn ?” “Hann heitir Dandy.” “Hann er fallegur; hvað er hann gam- all?” “Sex ára; eg fékk hann í fyrra.” , - “Fyrst í fyrra? Jæja. Eigum við að segja þér, hvers vegna við þyrptumst svona í kringum þig ogspyrjum?” “ Já, það vil eg gjarna, annars hélt eg, að þetta væri vani hér í Carlton.” Margir hlóu í hópnum, en voru nú alveg friðsamir. Fyrir einni mínútu höfðu þeir haft höndina á skammbyssunni, en nú skemtu þeir sér við misskilninginn. “Það var af því, að við héldum, að þú værir Skugginn.” Tom Converse var viðbúinn að taka þess- ari skýringu. Hann sagði ekki orð. en í and- litinu var sambland af hræðslu og undrun; Jiann lék svo dásamlega, að allur grunur hvarf á augabragði. Og hláturinn ómaði alt í kringum hann. “Jæja, þið getið tekið þetta fyrir gam- an,” sagði Tom og dró andann léttara, — “en það er ekkert gaman fyrir mig að vera tekinn fyrir Skuggann. Mig langar ekki til að fá kúlu í gegnum hausinn, áður en eg gæli sagt til mín. En hvernig er það annars, er eg svona líkur Skugganum eða hvað!” “Þú skalt spyrja Mr. William, Skugginn hefir einu sinni ráðist á hann. ” Hvítskeggur einn, sem hafði verið ógur- legastur ásýndum af þeim öllum, gekk nú fram hálf hrifinn af að láta taka svona eftir sér. “Eg stóð bara og beið eftir, að þið ungu mennirnir hefðuð lokið ykkur af,” sagði hann. “Þessi maður er ekki líkari Skuggan- um en eg. Skugginn er minst tveim þuml- ungum hærri og töluvert gildari. Og Captain — Captain, það er annað mál, mér sýnast hestarnir mjög áþekkir ...” “Eg hélt það hefði verið eftir sólarlag?” sagði rödd í hópnum. “Sólin var ekki alveg gengin undir. Það var nógu bjart. Eg gat sagt ykkur það strax, að þetta var rangt hjá ykkur, en mér fanst gaman að láta fara um ykkur svolítið.” “Jæja,” sagði Tom Converse, “nú verð eg að fara og reyna að ná tali af sheriffanum. Kannske ætti að setja auglýsingu á bakið á mér um, að eg væri ekki Skugginn.” ‘ ‘ Það er hestinum að kenna, ’ ’ sagði gamli maðurinn. “Hestur Skuggans heitir Cap- tain og er kastaníubrúnn með svörtum blett- um. Það er ekkert mjög sérstæðnr litur. En reyndu nú að fara að hitta Joe Shriner. Það er hann, sem er sheriffi hér í þórpinu og hefir lyklavöldin að tugthúsinu.” Nokkrir ungir menn vísuðu Tom niður götuna að fangelsinu og yfirgáfu hann svo. Það var svo sem auðséð, að þetta var fangelsi. Það leit þannig út eins og það mundi aldrei sleppa þeim manni, sem það væri búið að ná inn fyrir sína veggi á annað borð. Hár, herðabreiður og mikilfenglegur maður kom út á dyraþrepið og stóð þar og glotti. Tom Converse leit upp og vissi sam- .stundis, að þessi maður var enginn annar en Joe Shriner sjálfur — hinn hræðilegi Joe Shriner. Hann sá einnig, að hann mátti vera vel á verði, ef hann átti að geta leikið á þenna náunga. En hann var kominn til að sækja Benn í tugthúsið, og hann skvldi líka ná hon- um út, hvað sem það kostaði. XVII. Tom Converse tekur Benn út úr fangelsinu. Að Joe Shriner var maður í orðsins fylstu mérkingu, hafði Tom aldrei efast um, af því að fólk nefndi nafn hans ætíð með svo miklum ótta. Og á andliti hans og vaxtar- lagi var auðséð, hvílíkt ógurlegt afl og harka bjó í honum. Pað var stærilæti, grimd og sjálfstraust í svip hans þarna, sem hann stóð á þrepum fangelsisin.s, þar sem hann var hinn ógurlegi einvaldur. Carlton-fangelsi og æðsti maður þess líktust hvort öðru. Bæði voru þau jafn fráhjrindandi. Sjálfsírauist Tom Cbnverse virtist minka við þessa valdsmannlegu mynd, þó sagði undirvitundin honum, að Sliriner mundi einnig hafa snögga bletti, sem hægt væri að hitta á, þó líkaminn væri eins og úr járni. Að minsta kosti þýddi ekki að hika þessa stundina. Tom vai^ð að vera djarfur og einbeittur, ef nokkuð átti að ávinnast. Hann stökk af baki, hljóp upp þrepin og staðnæmdist brosandi fyrir framan þenna volduga mann. “Þér lítið út alveg eins og faðir minn lýsti yður fyrir mér, hinum mikla Joe Shriner. ” sagði hann og reyndi að leggja alla sína aðdáun í augnaráðið. “Er það?” sagði sheriffinn án þess svo mikið sem að lina á nokkrum drætti í and- litinu. “Hver ertu, mætti eg spyrja?” “Eg er sonur Tom Campbell í Crayville. Eg ætla til Waterbury, og pabbi sagði að eg mætti til með að koma liér við og heilsa upp á Joe Shriner. “Hann er orðinn mikill mað- ur, ” sagði pabbi. “Þú verður að mæta hon- um með virðuleik. ” ” “Hm!” glotti hinn óraskanlegi og lét þessa viðurkenningu hverfa eins og dropa í haf hégómagirndar sinnar. “Ef J>ú ætlar til Waterbury, þá hefirðu farið meir en lítið út af stefnunni.” “Það hefi eg,” viðurkendi Tom strax. “En mér fanst það vera ómaksins vert,” sagði hann með sínu undirgefna brosi. “Það er fallegur hestur, sem þú ert með,” sagði Joe Shriner. “Við héldum fyrst, að þetta væri Skugg- inn, sem væri að koma!” heyrðist alt í einu fyrir neðan dyraþrepin. Það var drengur- inn, sem hafði fylgt Tom, og langaði til að vita, hvernig sheriffinn mundi taka honum. “Skugginn ...” Það sljákkaði í Joe Shriner. ‘ ‘ Skugginn — í Carlton ? ’ ’ Tom Converse sá, að fyrst núna hafði þessum stóra manni dottið það í hug. Þrátt fyrir það þótt honum stæði ógn af Shriner, sá hann það, að hann var seinn að hugsa og þurfti sinn tímá til að leggja tvo við tvo og fá fjóra út. Svo Tom flýtti sér að segja, þegar hann sá hið tortryggna augnaráð, sem flaug frá honum til hestsins: “Það væri þó óhugsanlegt, að Skugginn, þótt hugaður sé, hætti sér inn á landareign Joe Shriners!” Sheriffinn kinkaði kolli og hepnaðist að láta ekki of mikið á því bera, hve varið hon- um þótti í þessa gullhamra. Hann sneri höfðinu lítið eitt og horfði á Tom með því augnaráði, sem hefði getað verið velviljað, en var til þess að aðgæta, hvort ástæða væri til frekari grunsemda. Hann gekk niður dyraþrepin, til hests- ins og fór orðalaust að athuga hann. Það rann kalt vatn milli skinns og hörunds á Tom Converse. Það gat vel verið hugsanlegt, að eitthvert auðkenni væri á hestinum, sem mundi segja frá, hvaða skepna þetta væri. Hið minsta mark á einhverjum hófnum, ein- hversstaðar á húðinni, þá mundi vera úti um hann á augabragði. En Joe Shriner fann ekkert atliugavert, hann rétti úr sér og gaf þeim, sem höfðu safnast í kringum hann, bendingu um að fara, og svo gekk hann hægt upp dyraþrepin aftur. “Það þarf ekki svo mikið til þess að í- myndunin hlaupi með fólk í gönur,” sagði hann. “Altaf þegar það sér svona hest, held- ur það, að þarna sé Skugginn. Eins og Skugginn mundi voga sér inn í þorpið um hábjartan daginn!” Og það var einskonar bros sem kom á andlitið á honum. “Það gerði hann nú í gær,” sagði Tom. “Það er líklegast vegna þess, að fólk býst við því sama í dag. En það þorp hafði held- ur ekki annan eins sheriff og Joe Shriner.” Sheriffinn afþakkaði hrósið með lítilli handbendingu. “Komdu inn fyrir,” sagð hann. ‘‘Eg hefi fengið mér nýjan kassa með Havana- vindlum, sem óþarfi er að fýla grön við. Komdu og fáðu einn og segðu mér eitthvað frá Crayyille. Þar var eg á bernskuárum mínum.” Tom sagði ekki neitt fyrst í stað, en lét Joe Shriner hafa orðið. Það mundi koma sér vel. “Eg hugsa oft til Crayville,” hélt Shriner áfram. “En eg efast um, að nokkur muni eftir mér þar enn þá.” Tom var ekki seinn að svara eins og Shriner vonaðist eftir, nefnilega mótmælandi: “Hvort þeir muna eftir yður?” sagði hann. “Enn þann dag í dag gorta sumir af að hafa xengið glóðarauga af Shriner sjálfum.” “Jæja?” sagði sheiúffinn, auðsjáanlega mjög ánægður. “ Já, já, maður var nú heldur baldinn í þá daga. ” Þeir gengu gegnum margar dyr með þungum hurðum fyrir og síðan eftir mjóum gangi, og loks inn á skrifstofuna. Það var það skuggalegasta herbergi, sem Tom hafði séð á æfi sinni. Það var í raun og veru ekki annað en fangaklefi eða réttara sagt búr.úr stálstöngum, sem mynduðu eins og net í loft- inu. Tom hálf hikaði við áður en hann gekk inn. Svo féll hurðin á hæla honum og söng í málminum um leið. Hann sá á augnaráði sheriffans, að enn eimdi eftir af grun, svo hann fl’tti sér að segja: “Þetta líkist.svo fangaklefa, að eg var bara hálf smeikur að ganga inn fyrir,” sagði hann hlæjandi. Sheriffinn kinkaði kolli með dramblátu brosi. “Yfirleitt er það þannig með fólk, þegar það kemur hingað, að það verður hálf hrætt. Mér finst gaman að sjá á því hræðslu- svipinn, þegar það kemur inn. En hvað sem því annars líður, þá hefir enginn fanganna komist út gegnum skrifstof- una mína. ” T1 þess að veita orðum sínum meiri á- herzlu, sló hann með heljarafli í borðið. “Nei,” sagði Tom með aðdáunarróm. “Það er nú enginn svo heimskur, að hann reyni til að strjúka út í gegnum skrifstofu Joe Shriners.” Sheriffnn brosti. Hann fann áreiðanlega mikið til sín eftir þessa viðurkenningu frá hinum unga manni. “Að minsta kosti hefir engnn komist héðan út síðan eg tók við umsjón fangahúss- ins. Ekki einn einasti, skilurðu það. Áður fyr laumuðust þeir í burtu þrír og fjórir á hverjum tveim mánuðum. Það er ekki af því, að þetta séu alt eintómir innbrotsþjófar, sem hér eru. Nei, það eru alt aðrar tegundir. Eg gæti sýnt þér dálaglegan hóp ...” “ Já, gerið þér það,” sagði Tom áfjáður. Hann hætti samstundis. Hafði hann verið of ákafur? Slönguaugu Joe Shriners hvíldu nú stöðugt á honum. Tortrygnin í þeim hleypti geig í Tom, en hann hvarf von bráðar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.