Lögberg - 28.07.1938, Side 4

Lögberg - 28.07.1938, Side 4
4 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚLI 1938 * Jónas Jónsson Hingað kom til borgarinnar á mánudags- morguninn í heimsókn til Islendinga vestan hafs óvenju kærkominn gestur, Jónas Jóns- son alþingismaður, fyrrum dómsmálaráð- herra Islands og formaður Framsóknarflokks ins á Fróni; maður, sem flestum, ef ekki öll- um samtíðarmönnum sínum fremur, hefir vaklið hinum róttahustu straumhvörfum í lífi íslenzku þjóðarinnar seinustu tuttugu árin, eða því sem næst; maður, sem yfir svo miklu andlegu frjómagni býr, eins og glegst má ráða af m^rgháttuðum athöfnum hans á sviði stjórnmálaforustunnar og velli litbrigðaríkra ritstarfa, að með fágætum telst. Lögberg hefir áður vikið að því, að frá því er Björn Jónsson leið, rísi Jónas Jónsson eins og klett- ur úr hafi í blaðamensku íslands, og ætlum vér að lítt verði um það deilt. Lögberg á Jónasi Jónssyni margt og mikið, harla mikil- vægt upp að unna; það hefir endurbirt fjölda af ágætustu ritgerðum hans, svo sem minn- ingargreinina um Matthías Jochumsson, sem ber eins og gull af eiri af því flestu, ef ekki öllu, sem sagt var um hið andlega jötunmenni á aldarafmælinu. Og nú rétt fyrir skemstu birti Lögberg hin íturhugsuðu og faguryrtu ummadi Jónasar um Einar H. Kvaran látinn. Islendingum vestan hafs í heild, ber og þess ljóslega að minnast, hve ríka samúð Jónas Jónsson hefir ávalt og á öllum tímum auðsýnt menningarbaráttu þeirra í fjölda af ritgerðum sínum. Og sennilega mun það ekki ofmælt, að hann sé áhrifamestur brautryðj- andi þeirrar vakningar heima á ættjörðu vorri, sem nú hefir gripið um sig og í þá átt miðar að hrinda í framkvæmd raunhæfum ráð stöfunum til eflingar andlegu sambandi milli íslendinga austan hafs og vestan; honum má vafalaust flestum fremur þakka heimför Guttorms skálds, og mun vel mega gera ráð fyrir, að með henni hefjist nýtt tímabil í and- legum samgöngum milli stofnþjóðarinnar og greinanna í Vestrinu. “Standa mun í starfsemd andans stofninn einn með greinum tveim. ” Þannig komst Einar Benediktsson að orði í kvæði sínu “Vestmenn,” er hann helgaði Is- lendingum vestan hafs við komu sína til Win- nipeg. Þessar ljóðlínur ætlum vér að heim- færa megi í sterkum dráttum upp á hugar- afstöðu Jónasar Jónssonar gagnvart sam- 3tarfinu milli Islendinga, þótt sitthvoru megin búi Atlantsála; þetta skildist oss ljós- lega af stuttu samtali við hann á skrifstofu vorri á mánudaginn. Telja má það alveg víst, að Þjóðræknis- starfsemi vor græði mikið við komu Jónasar; raddir að heiman eru oss ávalt kærkomnar, og þá ekki sízt, er þær koma frá munni slíks afburðamanns, sem Jónas Jónsson er. Vér vonum að hann finni sig heima þann stutta tíma, sem hann dvelur vor á meðal og bjóðum hann hjartanlega velkominn. Mikilfengleg sönghátíð á Mountain Þjóðræknisdeildin í Pembinasveitinni hafði gengist fyrir því, að Ragnar H. Ragnar kæmi þangað seinnipart júnímánaðar til þess að æfa þar söngflokka, einkum meðal barna og unglinga, og varð það að ráði. Söngflokk- ar úr þrem bygðum, Akra, Garðar og Moun- tain undir forustu Ragnars, létu til sín hevra á opinberum samkomum í vikunni sem leið, og vöktu almanna aðdáun. Á laugardags- kveldið var haldin mikilfengleg sönghátíð í samkomuhúsi Mountainbæjar, og í raun og veru utanhúss líka, því svo var þar mkiill mannfjöldi samankominn, að fjarri var að húsrýmið nægði. Alls tóku þátt í söngnum um 180 manns, og skal þess getið sérstaklega, að í barnaflokknum til samans úr fyrgreind- um {>rem bygðarlögum, voru 109, börn og unglingar; samhljóman var hin bezta og framburður íslenzkunnar krystallstær; þjóð- ræknisleg lífsstefna ábærileg; dauðamörk hvergi. Til viðbótar barnasöngflokknum skemtu á þessari eftirminnilegu sönghátíð Dakota-íslendinganna glæsilegir söngflokkar karla og blandaðra radda, er nutu sín hið prýðilegasta; auk þess var skemt með ein- söngvum, tvísöng og hljóðfæraslætti. Auð- séð var það og heyrt á því, sem fram fór á samkomu þessari, hve eindrægnislega hafði verið að öllum undirbúningi unnið. Islenzka fólkið' í North Dakota kann að starfa saman, og þessvegna vinst því svo vel á. Að aflok- inni megin skemtiskrá, bauð þjóðræknisdeild- in til.veizlu í veitingasalnum, þar sem söng- stjóranum, Ragnari H. Ragnar var opinber- lega þakkað starf hans í þágu bygðarlaganna og hann sæmdur forkunnarfögrum minja- gjöfum. Þakkaði Mr. Ragnar með viðeigandi hlýyrðum gjafirnar og velvild alla í sinn garð. Mr. S. S. Laxdal hafði veizlustjóru með höndum og fórst hið bezta. Nokkrir gesta töluðu fáein orð í tilefni af sönghátíð- inni og því merkilega þjóðræknisstarfi, er til grundvallar lægi. Á sunnudaginn var fjölmenn skemtisam- koma í skemtigarði Mountain-bæjar, þar sem þeir séra N. Stgr. Thorláksson, Valdimar Björnsson og Gunnar B. Björnsson fluttu ræður, auk söngs og annara skemtana, sem fram fóru. Pembinasveitin er ávalt fögur, en sjaldan mun hafa fegur tjaldað en í þetta sinn. Hvernig verður maðurinn eftir 3000 ár? Heimurinn getur tekið miklum breyting- um á 3000 árum. Árið 4938 verða lífsþægind- in vafalaust orðin miklu meiri og maður þart' orðið minna fyrir lífinu að hafa. Einna vand- ráðnust er sú gáta, hvernig maðurinn muni líta út eftir 3000 ár. Nær maðurinn aukinni líkamsfegurð og styrkleika með vaxandi ’þróttaiðkunum eða verður hann orðinn veik- bygðari og óásjálegri, vegna þess að hann þarf orðið að hafa minna fyrir lífinu og lífs- baráttan herðir ekki eins mikið þrótt hans og líkamsgetuf Fjölmargir mikilsmetnir vís- indamenn hafa reynt að svara þessu og svör- in orðið á ýmsa vegu. Þar hafa skifst í svart- sýni og bjartsýni. Einn af þeim, sem tilheyr- ir fyrri flokknum, er hinn víðkunni enski eðlisfræðingur, Barker. Árið 4938, segir Barker, verður maðurinn orðinn tannlaus. Til hvers ætti hann líka að þurfa tennurf Fæðan verður eingöngu sam- sett í uppleysanlegum efnum, sem bráð'na í munninum, án minstu fyrirhafnar. Það er náttúrulögmál að menn og skepnur missa þau hjálpartæki, sem eru orðin óþörf vegna breyttra aðstæðna. Þessvegna þarf heldur engan að undra það, þó menn verði orðnir hárlausir eftir 3000 ár, því þeir hafa þá ekki þarfnast þess um langan aldur. Fæturnir verða þó orðnir enn sérkennilegri að 3000 árum liðnum. Þá verður ekki nema ein tá eftir, stóratáin. Próf. Barker leiðir að því sterk rök, að tízkuskórnir séu þannig gerðir, að sú áreynsla, sem áður kom á allar tærnar, leggist nú nær eingöngu á stórutána og þessvegna verði hinar óþarfar. Öll líkamsbygging mannsins að 3000 ár- um liðnum verður miklu einfaldari en nú. M. a. heldur Barker því fram, að rifbeinin verði færri og leiðir að því ýtarleg rök. Handa- vinna þekkist þá ekki lengur og af þeirri á- stæðu og ýmsum fleirum, er ekki þörf fyrir neinar neglur, enda verða þær engar til á þessum framtíðarmanni próf. Barkers. Menn verða líka orðnir miklu nærsýnni þá en nú, enda þurfa þeir þá ekki skarprar sjónar með. Þannig hugsar próf. Barker sér manninn að 3000 árum liðnum. Flestum mun finnast lýsingin nokkuð ótrúleg. Vera má að Barker sjálfur dragi hana líka í efa, og henni sé ætlað að vera einskonar viðvörun til manna um það, að' láta ekki hin auknu líkamsþægindi verða til þess að draga úr andlegu þreki þeirra og líkamshreysti. En sú hætta fylgir sannar- lega hinum auknu l>ægindum. —Nýja dagbl. 2. júlí. Til íhugunar Þeir menn einir þekkja leyndar- dóma gæfunnar, sem aldrei hafa komist neitt áfram i heiminum. ZChurton Collins. -f Mér er illa við rökræður; þær vekja efasemdir. —William Hazlitt. -f Lífið er pilla, sem enginn getur gleypt, nema hann reyni aÖ telja sér trú um, að hún sé betri en hún er í raun og veru. —Dr. Johnson. -♦■ I heimi, þar sem engar þjáningar ættu sér stað, er örðugt að hugsa sér, hvernig ýmsir fegurstu eigin- leikar mannanna, svo sem hetjudáð, meðaumkun, þolinmæði, fóriífýsi og viðkvæmni, fengi notið sín. —Leslie D. Weatherlhead. -♦■ Ef þú vilt, að eitthvert starf sé vel af hendi leyst, þá veldu til þess mann, sem er önnum kafinn; aðrir hafa aldrei tíma til neins. —Elbert Hubbard. -f Bölsýnismaður er sá, sem fæst ekki til að vera glaður í dag, af því að hann er hræddur um, að hann verði dapur í bragði á morgun. —C. Mottram. -f Skrítinn er heimurinn. Þegar þú ert orðinn það vel stæður, að þú getur leyft þér að verja tveim klukkustundum til miðdegisverðar, skipar læknirinn þér að drekka að- eins eitt mjólkurglas. —A. Sherie. -f Ef þú kemst í öngþveiti, og alt snýst gegn þér, svo að ekki er ann- að sýnna, en að þú piunir láta bug- ast, þá mundu það, að gefast aldrei upp, því að einmitt þegar svona stendur á, er hamingjuhjólið i þann veginn að snúast þér í vil. —Harriet Beeciher Stowe. -f Leyndardómur hamingjunnar er ekki í því fólginn, að við gerum það, sem okkur langar til, heldur í því, að öðrum geðjist að því, sem við leys- um af hendi. —J. M. Stuart-Young. -f Ilvert það ráðuneyti, sem velur opinbera starfsmenn einungis frá pólitísku sjónarmiði, án þess að hugsa fyrst og fremst um hæfileika þeirra, manngildi og kunnáttu, er ekki einungis dauðadæmt, heldur hefir það jafnframt leitt tortímingu yfir þjóðfélag sitt. —George Peters. -f í Ameríku er sagt, að sá maður komst áfram í lífinu, sem aldrei gerir sama glappaskotið oftar en einu sinni. R. C. Morrison. -f Stjómkænska er sú list að láta aðra fara þá leið, sem stjórnvitring- urinn vildi sjálfur farið hafa. —Charles Porter. -f Látleysi er fuJlkomnasta fram- koma, sem til er. En margir eiga erfitt með að temja sér það, vegna þess, að þeir óttast, að aðrir álíti það bera vott um hversdagslegt hug- arfar. —Jeffrey. -f í hvert skifti, sem stúlka barmar sér yfir því, að hún sé ein og yfir- gefin og öllum sé sama um sig, get- urðu reitt þig á, að hún hefir auga stað á þér, ungi maður. —Sjónarmið Mexikóbúa. -f Vertu ekki að brjóta heilann um hvað aðrir hugsa um þig, vegna þess að þeir eru alls ekki að hugsa um þig, heldur eru þeir að velta þvi fyrir sér, hvað þú sért að hugsa um þá. —H. S, -f Það eru ekki mörg hljóð, sem vekja jafnmikla eftirvæntingu og höggin, sem þú heyrir, þegar drepið er á dyr hjá þér. —Charles Lamib. (Úr Samtíðinni) Þrítugasti þjóðminningardagur ISLENDINGA 1 VATNABYGÐUM verður haldinn að Wynyard á Agricultural Grounds föstudaginn 5 ágúst næstk. og hefst kl. 1 e. h. Skemtmtriði: Ávarp forseta: Séra Jakob Jónsson. Ávarp bæjarstjóra í Wynyard: Mayor George R. Miller Ræðhr: Jónas Jónsson, alþingismaður. Gústaf Kristjánsson. Kvæði: Steindór Gunnlaugsson. Söngur: Söngflokkur íslenzku kirkjunnar, undir stjórn frú Sigríðar Þorsteinsson. Við hljóðfærið: Hjörtur Halldórsson, píanóleikari. “Male Quartette” , “Double Quartette” Einsöngur: Frú Sigríður Þorsteinsson. Einleikur á píanó: Hjörtur Halldórsson. Inngmigseyrir fyrir fidlorðna 35c fyrir b'órn inncm 14 ára enginn. Að loknum þessum skemtiatriðum verða veitingar - seldar á samkomustaðnum, og þá spilar lúðraflokkur frá Wvnyard úti á vellinum. Til skemtunar fyrir börn verða leikir, blaup o. s. frv. Um kvöldið kl. 8.30 hefst dans í samkomuhúsinu. Sérstakur inngangseyrir. —F.h. þjóðræknisdeildarinnar Fjallkonunnar í Wynyard JAKOB JÓNSSON, forseti. Samkomur Jónasar Jónssonar JÓNAS FYRVEBANDI DÓMSMÁLARAÐIIERRA JÓNSSON, er væntanlegur hingað til bæjar í næstu viku sem gestur Þjóð'ræknisfélagsins. Hefir hann látið í ljósi að hann óskaði eftir að geta heimsótt allar ís- lenzku bygðirnar í álfunni og falið þjóðræknisnefndinni að semja ferðaáætlun sína yfir ágústmánuð. Hefir nefndin því ákveðið eftirfylgjandi staði, þar sem hann verður staddur yfir fyrri hluta ágúst, og flytur erindi: Að Hnausum (Islendingadaginn) 30. júlí Að Gimli (Islendingadaginn) 1. ágúst Að Churchbridge (í Þingvallabygð) 4. ágúst Að Wynyard (íslendingadaginn) 5. ágúst Að Markerville, Alberta 10. ágúst 1 Vancouver, B.C., 15. ágúst. Áætlun þessi verður birt í næsta blaði og þá með þeim breytingum sem verða kunna. Samkomur hans í öðrum bygðarlögum innan Mani- toba og Bandaríkjanna verða auglýstar síðar. Aðgang- ur að hinum sérstöku fyrirlestra samkomum 35c. Vestur á Kyrrahafsströndinni er gjört ráð fyrir að hann flytji erindi á þessum stöðum: Pt. Roberts; Blaine; Bellingham; Seattle og ef til vill víðar. En allar ráðstafanir að því lútandi, svo sem auglýsingar, ákveða samkomustaði o. fl. verða gjörðar þar vestra. —Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins. Ride a "Glider" For Service, Speed and Saving— For All-Round Satisfaction The “Glider” is a bicycle we can thoroughly recommend for its modern design strength of construction — and maximum value at the price! All models have electric lamp, tool bag, wrenches and oil can—and carry the Eaton guarantee. Men’s Standard Glider $29.95 Men’s Double-bar Glider $35.00 Men’s Glider Balloon $35.00 BUDGET PLAN AVAILABLE Sporting Goods Section, Third Floor, Hargrave *T. EATON C9-™,

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.