Lögberg - 28.07.1938, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.07.1938, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1938 QiMieniftiM 1 Wi'WM ■ Eftir GEORGE C )WEN j 11 BAXTER | Skugginn hristi höí'uðið hlédrægnislega. “Eg er haltur,” sagði hann. “Eg er enginn maður til þesskonar starfa. En eg efast ekki um, að þeir nái í Skuggann. 1 þetta skiftið sleppur hann ekki.” “Heldurðu það?” “Já. Þeir þurfa ekki annað en ríða í námunda við hús Plummers og bíða þar. Það er óhætt að treysta því, að Skugginn lætur ekki .standa á því að gorta af því við kærust- una, hvernig hann bjargaði bróður hennar.” “Það er mjög sennilegt. En ætli lionum sé ekki ljóst, að þeir bíði hans þarT” “Skugginn er nú ekki að hugsa um slíka smámuni. Auk þess býst hann við, að hans verði leitað hérna í fjöllunum, en ekki hjá Plummer. ” Að mæltum þessum orðum reikaði Jim Gochrane áfram innan um mannfjöldann, en ekki voru liðnar nema fimm mínútur, þegar þessi ‘eigin ráðagerð hans mætti honum í veitingasal gistihússins. Þessi ráðagerð hafði gripið svo mikið um sig nú þegar, að allir álitu sjálfsagt, að liðið færi fyrst heim til Pluminers og leitaði Skuggans þar. Orðrómurinn um, að hægt mundi að hitta Skuggann þar, mundi brátt berast til eyrna gamla sheriffanum, og hann mundi fylgja bendingunni. Sér til mikillar ánægju komst Skugginn að því, að hann var ekki settur í samband við orðróminn eða skoðaður sem upphafsmaður hans. Hann gekk upp tröpp-^ urnar til herbergisins, þar sem sheriffinn var nú önnum kafinn við að velja í lið sitt. I sömu svifum kom maður út úr herberg- inu, bölvandi og augsýnilega mjög móðgaður. “Það er ekki til neins,” sagði hann við Jim Cochrane. “Þeir hafa ákveðið að taka ekki fleiri. “Þeir vilja ógjarnan, að heið- urinn hlotnist of mörgum. Það var hestur- inn minn, sem þeim leizt ekki á, sögðu þeir, en eg hefi nú mínar skoðanir á því máli. Það er fjandi hart, að Algie Thomas skuli hegða sér á þennan hátt.” Hann hélt bölvandi leiðar sinnar. Það var í hæsta máta einkennilegt, að allir skyldu telja það víst, að nú mundi Skugginn nást! Jim Cochrane opnaði dyrnar og gekk inn. Litli, gamli sheriffinn sat í stól með hendurnar aftur á hnakka, en Joe Shriner stóð á gólfinu, skuggalegur og gremjufullur á svipinn, og starði út í horn. Þegar Algie Thomas kom auga á Skugg- ann, var eins og lifnaði yfir ,honum. “Sjáum til,” sagði hann. “Þér gætið ef til vill sagt okkur, hvernig auðveldast væri að ná í Skuggann?” “Eg gæti ef til vill stungið upp á leið,” svaraði Jim Cochrane. “En mér dettur ekki í hug að vera að ráðleggja mönnum eins og yður og Shriner eitt eða annað. Eg ætlaði aðeins að spyrja um, hvort eg gæti komist að í liði ykkar. Annars æski eg ekki. ’ ’ Sheriffinn brosti og það brá fyrir gietni í brosinu. “Hvað gengur^ að yður, Cochrane?” spurði hann. “Þér vitið að eg var að njósna um yður. Haldið þér, að þér getið laumast inn í lið mitt og brugðið fæti fyrir mig þegar þér sæjuð' yður leik á borði og óþægilegast væri?” Skugginn bliknaði ekki einu sinni gagn- vart þessu ótvíræða vantrausti. “Þér haldið, að eg sé hugleysingi, skilst mér?” sagði hann. “En einmitt þess vegna vil eg sýna yður að það er lið í mér. Gefið mér eitt tækifæri, þá skal eg sanna það. Svo er neínilega mál með vexti, að eg hefi hugs- að mér að setjast að á þessum slóðum. Mér geðjast vel að fólkinu hérna og bygðarlaginu yfirleitt, þess vegna vildi eg gjanian, að þér bæruð traust til mín, sheriffi. Ef eg gæti bygt á yður, þá kærði eg mig kollóttan um hvað aðrir segðu um mig. Eg kem hingað til þess að biðja um að fá að gera mitt ýtrasta. Lofið þér mér að reyna. ” Sheriffinn var greinilega undrandi yfir þessari frjálsmannlegu framkomu. Hann stóð á fætur og gekk til Skuggans. “Lags- maður, ” sagði hann með rólegri rödd, “eg veit ekki, hvað það er, sem þér hafið fyrir stafni. En eitt skal eg segja yður í fullri ein- lægni: Ef þér fáið að taka þátt í þessum eltingaleik, þá verður það undir minni ums já. Það verður haft eftirlit með yð'ur. Það skul- uð þér gera yður ljóst.” Skugginn kinkaði kolli. “Eg verð að sætta mig við það,” sagði hann. “Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að eg sé nokkur engill, en mér leikur liugur á, að þér hættið að tortryggja mig. Eg er að hugsa um að gifta mig og setjast að hérna. ” Sheriffinn klóraði sér í hökunni. “Lofið þér mér að sjá skammbyssuna yðar,”’sagði hann. Jim Coohrane rétti honum skammbyss una og sheriffinn veitti því eftirtekt með sínu glögga auga, hve hljóðlega og leiftursnöggt hann tók hana upp. Hann rannsakaði vopnið nákvæmlega. Skammbyssunni var vel haldið við, og handjjangið bar menjar eftir mikla notkun. Sheriffinh rétti Skugganum hana aftur og andvarpaði. “Hafið þér sama hestinn og eg sá úti í skóginum ?” “ Já,” sagði Skugginn. “Nú er bezt fyrir yðtir að tala við Joe Shriner. Eg hefi ekkert á móti því að taka yður með, en Joe hefir yngra auga en eg, og hann hefir með-ákvörðunarrétt. Lítt þú snöggvast á hann, Joe.” Joe Shriner stikaði fram í herbergið og virti fyrir sér hið gulleita andlit Jim Coch- rane með grimdarlegu augnatilliti sínu. Að- eins dauði þess manns, sem hafði auðmýkt Joe Shriner með því að brjótast inn í Carlton- fangelsið', gat svalað hefndarþorsta hans. Fram að dauðastundu þess manns mundi Joe Shriner fyrirlíta hvern einasta mann í ver- öldinni, af því að allir höfðu heyrt talað um hið auðmýkjandi ástand, sem hann hafð'i fundist í. “Hefir glæpamaðurinn, sem við erum að leita að, nokkru sinni gert þér mein?” spurði hann. Þetta var fyrsta spurningin, sem hann hafði borið upp fyrir hverjum þeim, sem sótt hafði um að komast með. “Já,” sagði Skugginn. “Hvað hefir hann gert þér ?” Augu Jim Cochrane skutu neistum. “Það var dálítið út af stúlku einni,” sagði hann. Joe Shriner starði eitt augnablik á hann, svo kinkaði hann kolli ánægður. ‘ ‘ Það er gott, ’ ’ sagði hann. ‘ ‘ Hafðu hest þinn tilbúinn. Við förum að leggja á stað. Eig held, að bezt sé að fara til búgarðsins hans Plummers. Það gengur orðrómur um það, að hægt sé að búast við Skugganum á þeim slóðum. ” Skugginn svaraði með því að kinka kolli og brosa. Svo fór hann. Þetta hefði ekki getað gengið betur fyrir honum. Inni í herberginu hristi Algie Thomas gamli sitt vitra höfuð. “Hvað er nú að?” spurði Shriner. “Mér lízt ekki á þennan náunga, sem nú var að fara.” “Hvað skyldi vera út á hann að setja?” “Listinn yfir mennin er tilbúinn. Hann er þrettándi á listanum. ” XXIII. Með leiftwrhraða. Það voru þrettán menn, sem riðu út úr Carlton-þorpinu. Heillahrópin fylgdu þeim. Og það voru þrettán menn, sem undir mið- nætti staðnæmdust fyrir utan heimili Plumm- ers, þar sem Sylvia og Benn komu auga á þá úr fylgsni sínu á hæðinni. “Það er Algie Thomas,” kallaði gamli sheriffinn og reið að glugganum, som Plummer hafði opnað. ‘>Við komum ekki til að gera þér mein, Plummer, heldur til að forða þér frá óhamingju.” “Það veit eg, Thomas,” sagði Plummer. “Segðu mér bara, hvers þú óskar.” “Fyrst og fremst vil eg þá vita, hvort Sylvia dóttir þín er í herbergi sínu. ” “Það hugsa eg, að hún sé. Nei, það er líka satt, hún gekk út sem snöggvast, hún gat ekki sofið. Það getur vel verið, að hún s« ekki komin aftur.” “Viltu gæta að því, hvort hún er í her- berginu ?’’ “Halló — Sylvia!” kallaði Plummer. Nei, hún er þar ekki. En nú skal eg aðgæta þetta. ” Hann hvarf úr glugganum, og skömmu seinna sáu þeir, að kveikt var ljós í gaflher- bergnu. Ekki tíu sekúndum seinna heyrðu þeir hræðsluóp þaðan. Plummer opnaði gluggann upp á gátt. “Hún er farin, sheriffi. Hún er horfin. Bn hún hefir skilið eftir bréf, þar sem hún segir frá, að hún . . . nei, eg skil ekki, hvað þetta á að þýða. Það er líkast því, sem hún sé gengin af vitinu. ’ ’ Svar sheriffans var skipun til manna sinna: “Við náum í hana aftur. Herðið ykku'r, piltar!” Joe Shriner hafði gefið fordæmið. Þegar hópurinn nam staðar, hafði hann ekki eirð í sér til að vera kyr, heldur lét hestinn tölta í hring. Og einmitt þegar sheriffinn gaf skip- un sína, var hann svo lánsamur, að eygja eitt- hvað, sem var á hreyfingu uppi á hæðinni, samt hálfhulð af kjarrinu. Samstundis keyrði hann sporana í kvið- inn á hestinum, svo að hann þaut á stað upp bæðina, ens og ör væri skotið. Hann gerði hinum ekki kunnugt, hvað hann hafði séð með nokkurri bendingu eða kalli. Ef það, sem hann hafði séð á hreyfingu þarna uppi, var reiðmaður, vissi hann fullvel, hver það var, og þá vildi hann einnig hafa heiðurinn af að berjast við hann og taka hann til fanga. En varla vár hann kominn á fulla ferð, er heyrðist lítið hræðsluóp frá kvenmanni. Þetta, sem sást svo ógreinilega uppi á hæð- inni, greindist nú í tvent, — tvo reiðmenn, sem hleyptu út úr kjarrinu og niður hæðina hinum megin. Joe Shriner var aldrei þessu vant fljótur að hugsa, hann fór ekki að tef ja tímann með að taka upp skammbyssuna, heldur hallaði sér áfram á hestinum og reyndi að halda jafnvæginu, þannig að sem léttast væri fyrir dýrið. Hesturinn hljóp því upp hæðina túns og hann væri í veðhlaupi. A hælum lians kom allur liópurinn. Gleði- óp þeirra gáfu til kynna, að þeir hefðu einnig komið auga á flóttamennina. En á undan reið Skugginn með kvenmann, sem hann ætt- aði að stela frá heimili sínu. Hvað stoðaði nú, að Captain væri frár á fæti þegar hann þurfti að fylgjast með hesti, sem var miklu. seinni. Benn Plummer nísti tönnum, þegar hann hélt aftur af hiesti sínum, sem var vanur að fá að spretta úr spori undir svona kringum- stæðum. A eftir þeim kom hópurinn eins og svartur bakki, sem færðist nær hverja sek- úndu. Bláfótur var góður hestur, en komst ekki í hálfkvisti við Captain. Arangurslaust notaði stúlkan bæði svipu og spora. Bláfótur hristi faxið og drógst stöðugt aftur úr. Benn Plummer greip til skammbyssu sinnar. Hann sá, að nú eða aldrei var tíminn kominn fyrir hann að sýna vaskleik sinn og vinna viðurkenningu Skuggans. Ef hann léti ná þeim og taka Sylviu gæti hann aldrei vænst þess, að hinn mikli maður kallaði hann vin sinn. Sylvia Rann — hin hugrakka Sylva — sýndist þegar vera að gefast upp. Hún not- aði bæði svipu og spora, en aðeins með hálf- um dugnaði. Jlvernig gat Benn vitað, að hún þráði, að sér yrði náð og færð aftur heim. Miklu frekar gat hún felt sig við að verða kölluð fyrir rétt — miklu heldur það, en að komast leiðina á enda og bindast glæpamanni. Hún blessaði í huga sírium Bláfót, sem sýndi Ijóslega, að hann gat ekki aukið meira hraða sinn. Benn hrópaði til hennar: “Geturðu ekki komið honum úr sporunum.” “Hann vill það ekki,” svaraði hún, “halt þú áfrarn og bjargaðu sjálfum þér, það gerir ekkert til með mig. Það er enginn sem getur .gert mér neitt.” “Eg yerð lijá þér. Eg læt heldur skjóta mig en bregðast þér. Heldurðu að eg vildi koma aftur til Skuggans og segja honum, að eg hafi skilið þig eftir? Eg verð hér, þó að . líf mitt sé í veði. Þeir skulu taka mig á undan þér. “Nei, nei, Benn!” , “Eg segi jú, eg hleyp ekki frá þér á þenna hátt. Þeir mega gera við mig hvað sem þeir vilja.” Sylvia stundi. Hún vissi, að Benn var þannig skapi farinn, að hann mundi gera al- vöru úr hótuninni, og nú ákvað hún að láta hestinn gera eins og hann gæti. En hún gat ekki gert Bláfót að flugvél, og þegar hún leit um öxl, sá hún Joe Shriner koma upp hæðina berjandi fótastokkinn og á eftir allan hóp- inn á harða stökki. Eftir eitt augnablik mundu þeir byrja að skjóta. Þá heyrði hún Benn kalla með hásri, stynjandi röddu: “Snúðu niður að limagirðingunni, Syl- via.. Bláfótur getur stokkið. Hann getur stokkið yfir, ef hann þorir það í þessu mvrkri. Ertu hrædd? Þorir þú það, Sylvia?” Hún hlýddi og sneri til vinstri. Þau höfðu riðið snarbrattan fjallsrana, og fyrir framan þau var brekka, sem endaði með kjarri og runnum, þar næst var blettur með limagirðingu alt í kring og svo afgirt svæði með gaddavírsgirðingu. Það var geysilegt hættuspil, að ætla yfir þetta í næturmyrkrinu. En til allrar hamingju var gaddavírinn strengdur á gilda rafta, svo aÖNBláfótur átti að geta séð þetta nógu snemma. Einhvers konar örvæntingar-hugrekki var komið' í Sylvíu. Þessi vilti flótti hafði komið blóðinu til að fossa í æðum liennar, og hugsunin um, að um væri að tefla líf Benn Plummers, kom henni til að leggja út í hvaða hættu sem væri. “Hvernig er þinn hestur,” spurði hún. “Það er ekki hestur, það er flugvél,” sagði Benn Plummer móður. “Það er Captain. ” Nú mundi hún það. Þetta var Captain. Hún gat ekki á sér setið að skotra til hans augunum, jafnvel á þessari stundu angistar og hræðslu gat hún ekki annað en dáðst að léttleika og fegurð hans í öllum hreyfingum. En Bláfótur, hvernig skyldi honum takast. “Komdu, komdu!” sagði hún hvetjándi. Svo þutu þau niður brekkuna eins og hvirfil- bylur, í áttina til limagirðingarinnar. Það lá ekki vel á sBláfæti. Hann hægði á, þegar hann sá girðingarnar, en sá sam- stundis, að hraðinn var of mikill til að stöð'v- ast. Svo stökk hann. Arangurinn varð sá, að hann sló með hófinum í tréspíru og braut hana í sundur, eins og það væri eldspýta. Hann reigði sig í stökkinu og setti hausinn aftur. Hann var, eins og sagt er, bálvondur. Það var ekki unga stúlkan, sem hann var illur út í, þótt hún hefði sífelt notað á hann svipu og spora, nei, hann var reiður við tréð, sem hann hafði rekið löppina í. Er hann kom niður, hentist hann upp aftur alveg eins og bloti. Sylvia varð að ríghalda sér, til að lianga á baki. Xað var óskiljanlegt, hvernig dýr með annan eins líkamsþunga gat stokkið svona. Alveg við nefið á þeim var önnur girðing. Stökkið yfir fyrri girðinguna hafð'i með sam- einuðum hraða af reiðinni niður brekkuna komið l>eim inn í miðja girð'inguna. Captain frýsaði meira að segja um leið og hann stökk, en kom samt mjúklega niður og tölti áfram. Þá var það Bláfótur. Hann vaggaði sér fram og aftur, eins og væri verið að draga upp fjöður, teygði úr langa hálsinum sínum, og svo stökk hann. Krafturinn var svo mik- ill, að Sylviu fanst hún alveg fara upp í skýin. Á meðan hann sveif í loftinu, rak liann fót- inn í einn raftinn og sveif svo niður í falleg- um boga. Alveg á hæla honum kom sá fyrsti af þeim, sem eltu. Hún sá hann fljúga yfir fyrri girðinguna, en við þá næstu heyrðist brak og brestir, og maður og hestur duttu niður. Um leið hljóp skot úr skammbyssunni, sem reið- maðurinn liafði í hendinni. Það var Cooli- rane, sem féll. Hópurinn á eftir, sem sá hann detta, sneri til vinstri til að reyna að finna hlið, að komast í gegnum, meðan Skugginn lá í hálf- gerðu roti, svo raknaði hann við, reis á fætur og riðaði á fótunum. Ógurleg örvænting greip hann. Hann varð að halda áfram. Hann varð að ná þeim, hvað sem það kostaði. Hann varð sannfærður um, að það var Tom Converse, sem brokkaði á undan með Sylviu, sem nú þegar hafði brugð- ist honum vegna annars manns. Helst vildi hann drepa þau bæði. En fyrst og fremst Tom Converse — og helzt fyrir augunum á hfenni. Hún mundi ekki bíða með að koma upp um hann og segja frá, hver hann var. Hver mundi trúa henni? Hver mundi leggja eyrun að jafn ótrúlegu og því, að Skugginn væri í fylgd með þeim, sem eltu Skuggann? Brennandi hatur og afbrýðisemi lijálp- uðu til að skýra hugsanir hans. Hann sá hestinn, sem hafði brugðist honum á úrslita- stundinni, standa skjálfandi við lilið sína, lút- andi höfði og leitandi eftir liendi hans, eins og hann vildi biðja fyrirgefningar. Svarið, sem hesturinn fékk, var blóts- yrði Skuggans um leið og hann stökk á bak. Hann skyldi fá þetta borgað, svínið að tarna. Hann skyldi halda áfram, þar til hann springi. Honum varð nú ljóst, hverju hann hafði tapað, þegar hann sá flóttamennina hverfa fyrir næstu holtabrún, á meðan félagar hans keptust við að sleppa styztu leið í gegnum þessar ófærur. Skugginn þaut af stað á hestinum, með slíkum hraða, að á nokkrum mínútum mundi hann vinna upp töfina. Ný von fæddist í huga Jim Cochrane. Ilann hafði tapað í fyrstu tilrauninni, en í næstu skyldi hann vinna. En hvers vegna hafði hann ekki notað skammbyssuna, þar sem hann var svona nálægt þeim, áður en hann datt?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.