Lögberg - 28.07.1938, Page 7

Lögberg - 28.07.1938, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚLl 1938 7 íslendingadagur í Wynyard I þrítugasta sinn koma Islend- ingar í VatnabygÖum saman til atS minnast ættlands sins og uppruna. Raunar má segja, að slíkt sé gert óbeinlínis meÖ hverri samkomu, sem íslendingar standa aÖ, hvort sem þaÖ eru fundir eÖa fyrirlestrar, sam- sæti eÖa söngmót, sjónleikir eÖa messur, þátttaka almennings í öllu þessu áriÖ um kring er mjög mis- jöfn, og fer það eftir ótal mörgu, sv sem skaplyudi manna, áhugamál- um, efnahag, o. s. frv. En íslend- ingadagurinn hefir sérstööu, þá er þátttakan almennari en oftast endrar nær, þá þurfa menn ekki á neinu sérstöku tilefni aÖ halda til að koma saman, öðru en meðvitundinni um það, að aðrir verði þar líka. Eitt af þvi blessunarríkasta við íslendinga- daginn er það, að þangað kemur i stórum hópum fólk, sem annars sézt sjaldan við önnur tækifæri en ef til Fyrir HATIÐAHOLDIN Látið gömlu hvitu skóna líta út sem nýja HVÍTIR SKÓR endurnýjaðir með nýrri aðferð HALFSÓLAR Saumaðir Ábyrgst verk Sótt og skilað Empire Shoe Rebuilders SÍMI 24 596 339 POBTAGE AVE. Þegar þér eruð í bænum, þá heimsækið EMPIRE “The House of Service” vill jarðarfarir og heiðurssamsæti. Þá rifjast upp gömul vina- og kunningja-sambönd, allir eru eitt, án tillits til alls þess, sem aðskilur hina daga ársins, og fyrir þá sök er Islendingadagurinn oft og tíðum hin gleðilegasta opinberun þess, hvað íslenzkt félagslíf getur verið, þegar allir leggjast á eitt um að leggja sinn skerf til þess afdráttarlaust. Þegar að því kom, að kveða á um hvort íslendingadagur skyldi hald- inn á þessu sumri, voru allir hlut- aðeigendur á einu máli um það, að ekki mætti leggja árar í bát. Menn eru að vísu ekki enn búnir að bíta úr nálinni ineð uppskerubrestinn i fyrra, en nú er nýtt hveiti að vaxa upp á ökrunum, sól og væta hafa skifst á i hæfilegum hlutföllum, og komi ekkert sérstakt fyrir eftir þetta, er útlitið gott. Nýjar vonir eru að vakna í hugum fólksins, ný gleði og nýr kjarkur. Þess er því að vænta, að heldur verði léttara yfir mönnum um íslendingadaginn en var í fyrra. Önnur ástæða til þess að deildin ákvað að stofna til íslendingadagsins var sú, að þetta er þrítugasti þjóðminningardagur Vatnabygðanna. Mundi mörgum finnast það dapurleg tilhugsun að halda upp á þrítugasta afmæli dags- ins með því að gera æfi hans ekki lengri. Lokis er þriðja ástæðan: sérstök heimsókn manns, sem er einn af mestu menningarfrömuðum þjóðar vorrar það sem af er þessari öld, og þótt lengra sé farið. Þjóð- ræknisfélagið hefir boðið Jónasi Jónssyni vestur um haf. Heppilegri maður gat ekki orðið fyrir valinu. Hann er hvorttyeggja í senn, víð- förull heimsborgari og þjóðrækinn íslendingur. Hann er vel mentaður og hefir fjölhliða áhugamál. Jónas Jónsson hefir ávalt haft áhuga á málefnum Vestur-íslendinga, og hann er manna líklegastur til að koma fram með skynsamlegar hug- myndir, þegar heim kemur, viðvíkj- andi sambandi Austur-Islendinga við oss. I persónulegri viðkynningu getur varla alþýðlegri mann, svo að 35c 65 HAMINGJUÓSKIR TIL ISLENZKA MANNFÉLAGSINS A ÞJÓÐMINNINGARDAGINN MANITOBA TELEPHONE SYSTEM Heilbrigðin er fegurð og mjólk er heilsufæða. Drekkið ríkulega af náttúrunnar beztu gjöf. Það er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir yndi og ánægju góðrar heilsu; hún er aðalatriðið! Co-op Milk — drykkur, sem veitir hvorttveggjci Workers & Farmers Co-operative Association, Ltd. Sími 57354 HUDSON'S BAY ThÍ8 advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Commis8Íon. The Commission is not reeponeible for statements made as to quality of products advertised. mörgum vor á meðal mun þykja mikið í það varið að hitta hann að máli. Það mátti því ekki sleppa því tækifæri, sem hér gafst til þess að njóta þessarar merku heimsókn- ar á við aðrar bygðir, né heldur láta hjá líða að taka eins sómasamlega á rnóti gestinum og oss er unt. Skemtiskrá dagsins er auglýst á öðrum stað í blaðinu, svo að óþarfi er að f jölyrða um hana hér. Aðal- ræðumaður verður gesturinn heim- an af íslandi. En það er orðin venja hér hjá oss, að einhver meðal hinnar yngri kynslóðar heldur stutta ræðu á ensku, og í þetta sinn talar ungur maður, Gústaf Krist- jánsson, sem er kunnur að því að vera gáfumaður mikill. Hann stund- ar nú nám við háskólann (Univer- sity) í Saskatoon. Söngflokkur ís- lenzku kirkjunnar í Wynyard ann- ast sönginn undir stjórn Mrs. Þor- steinsson. Hann þarf engra með- mæla með, og söngstjórinn ekki heldur. Organisti kirkjunnar er fjarverandi, en svo vel ber í veiði, að hér dvelur í sumar ungur maður heiman af íslandi, Hjörtur Hall- dórsson. Hjörtur er ekki aðeins efnilegt söguskáld, heldur hefir hann lagt stund á fiðlu- og píanó- leik. Á eftir hinni reglulegu skemtiskrá, ineðan menn njóta kaff- isins og annara veitinga, mun lúðra- flokkurinn “Legion Band” frá Wynyard skemta fólki með hljóð- færaslætti. Er það all-stór flokk- ur, skipaður bæði íslendingum og annara þjóða mönnum, en stjórn- andi er Mr. Ireson. Ein er sú skemtun, sem aldrei er sett á skemtiskrá, en það er sú á- nægja, sem fólgin er í því að góðir vinir og kunningjar hittast og eru saman stund úr degi. Er það von og ósk þeirra, sem standa að ís- lendingadeginum i Wynyard, að hann megi verða tækifæri fyrir sem flesta af ibúum Vatnabygða til að hittast og sjást. Allir munu eitt- hvað þurfa fyrir slíku að hafa. Austurbyggjar eiga lengri leið að fara, og þurfa því að kosta nokkru til ferðalaga, en vesturhlutinn hefir lílhyggjur, erfiði og kostnað af hvers kyns undirbúningi. En trú min er sú, að enginn iðrist eftir þeim skerf, sem hann leggur fram til þess að dagurinn verði sannur íslendinga- dagur, samboðinn Vatnabygðum. Jakob Jónsson. Heillaóskir iil Mr. og Mrs. Snæbjörn S. Johnson að Vtðir, Man., flutt á 25 ára giftingarafmæli þeirra að Framnes Háll, Mam., 25 júnímánaðar, 1938. Hér heiðurshjón við höfum, sem helguð þessi er stund. Þótt gull sé ekki í gjöfum er gleðin rik í lund. Á silfurs sælum degi er sjaldan hrygð á ferð; það óttast þurfum eigi sú atför sé hér g:rð. Ef litum liðna daga á leiðar förnum veg, er ykkar æsku saga i öllu heiðarleg. Hið göfuga og góða þar gæða vini fann, i hús er heim nam bjóða. Þar hvert spor blessast vann. Þið eruð enn í blóma, með áform sérhvern dag, sem lýsa leið til sóma með ljúfum sona hag, Sem styrkja vill og styðja við störfin nytsemdar, i einingu svo iðja að efling hagsSeldar. Á mannfélagsins mótum þar merkan eigið þátt að ýmsum endurbótum, á auðveldasta hátt. Með hyggindum í huga er hugsað djúpsett ráð, og drengskap — þar að duga með djörfung marki náð. Þvi atorkan hún elur það afl er sigrar flest Island fœr 100 þús. sterl. pd. lán í Englandi og auð þann í sér felur, sem ætíð reynist bezt, því reynslan rök þar færir, að rétt sé farin leið; þar athugull oft lærir ' sitt aðalnámsins skeið. Hér framtíð ykkar falin sé föðurs blíðri vernd, er ósk frá vinum valin ’með vonum hlýjum send. Að bygðin aðstoð eigi frá ykkur langa tíð, svo gull þá gefa megi af góðkunningja lýð. * B. J. Hornfjörð. Út af lántökuumleitunum íslands erlendis undanfarið, tilkynnir ríkis- stjórnin, að trúnaðarmenn hennar, Magnús Sigurðsson, bankastjóri og Jón Arnason, framkvæmdastjóri, hafi fengið ioo þús. sterlingspunda bráðabirgðalán gegn 4% ársvöxtum, til þess að hægt sé að inna af hendi mest aðkallandi greiðslur hins opin- bera. Að rannsökuðu máli, þótti óhent- ugt af ýmsum ástæðum að bjóða nú þegar út fast lán fyrir ríkið erlendis, og var þvi bráðabirgðalánið tekið. Þá mun bráðlega gengið frá lán- töku fyrir Akureyrarbæ til raf- virkjunar. Hafa borist tilboð frá Svíþjóð og Danmörku, og mun danska tilboðið að öllum líkindum verða tekið. Loks ttiefir ríkisstjórnin haft fregnir af því að enn muni ekki vera lokið athugunum erlendis á hita- veitumáli Reykjavíkur, og er því að svo stöddu ekki hægt að segja hver endalok verða, þótt telja megi mikl- ar líkur til, að lán til hitaveitunnar fáist í Svíþjóð. Nýja dagbl. 6. júlí. After Vacation— What? Statistical surveys show that the chances of obtaining employ- ment are FOUR times as great for young people who have attended Business College. Employers are turning in increasing numbers to the Manitoba Commercial College for office help because we can offer definite proof of BETTER training. Here lt Is! Dominion Civil Service Examinotions Manitoba Commercial All the Rest of College Students Winnipeg 1935 FOR STENOCRAPHERS Our students All others 87% passed 34% passed 1936 FOR CENSUS CLERKS Our Students All Others aualified n q? qualified 30 % for position ® /O f°r position Also a Manitoba Commercial College student obtained FIRST place in a list of 535 1937 FOR STENOCRAPHERS OurStudents All Others 93% passed 40% passed Also two of our students obtained FIRST and SECOND places in a list of 440. These two girls were immediately offered SEVERAL positions. Three years in succession is no accident—it is DEFINITE proof recog- nized by employers. OUR NEW PREMISES On completion of present alterations the “Manitoba’ will have the most spacious accommodation per student of any business college in Western Canada, thus eliminating the overcrowding unfortunately so usual in business colleges. Our new lay-out will include a large finishing room with full size office desks for students. There is also a large furnished lounge for the girls. Altogether it will be the most up-to-date business college in the West. ICELANDIC STUDENTS Because of our happy experience with our lcelandic students in the past we offer you a special invitation to join our college. MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE Enderton Bldg., 334 Portage Ave. (4 Doors West of Eaton’s) Principal: F. H. Brooks, B.A., S.F.A.E. Phone 26 565 for prospectus

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.