Lögberg - 28.07.1938, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.07.1938, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1938 Látið kassa á ís nú þegar Ur borg og bygð Dr. Ingimundson veríSur staddur í Riverton 2. ágúst n.k. -f ♦ ♦ Utanáskrift til séra Guðm. P Johnson verður fyrst um sinn P.O. Box 127, Morris, Man. Phone 57. ♦ + ♦ Mr. Chris. Thomasson útgerðar- maður frá Hecla, Man., dvelur í borginni þessa dagana. ♦ ♦ ♦ Mr. G. O. Einarsson verzlunar- stjóri frá Árborg var staddur í borg- inni um síðustu helgi. GIMLI THEATRE Thurs., Fri., July 28-29 8 p.m. Marlene Dietrich, Charles Boyer, Basil Rathbone in ‘ ‘ GARDEN OF ALLAH'' in Technicolor (Adult) • Thurs., Fri., Aug. 4-5 8 p.m. Gary Cooper, George Raft in “SOULSATSEA” • OOMING: Aug. 11-12—The Barrier Aug. 18-19—Dead End Aug. 25-26—Vogues of 1938 Sept. 1-2—Prisoner of Zenda lf you contemplate buying a new car cosult J. J. Swanson and Co., Ltd., they can finance it for you. ♦ ♦ ♦ Xýlátinn er að Oak Point, Man., Mr. Andrés J. Skagfeld, hinn mesti áhuga- og atorkumaður, kominn á níræðisaldur. Verður hans nánar ininst síðar. ♦ ♦ ♦ Jón Bjarnason Academy—Gjafir: Sigurður Pálsson, Gimli $5.00: Brynjólfur Johnson, Gimli, $6.00; Sigurjón Lingholt, $2.00. Með alúðlegu þakklæti, , S. IV. Mclsted, gjaldkeri skólans. ♦ ♦ ♦ Á sunnudaginn var, 24. J>. m., voru þau hr. Guðjón Sólberg Frið- riksson og Nikólína Jónsdóttir Hólm, gefin saman í íhjónaband af séra Rögnv. Péturssyni, að 481 Mc- Lean Ave., Selkirk, Man. Fram- tíðarheimili þeirra verður í Selkirk. ♦ ♦ ♦ í síðasta blaði var getið þeirra eigna, er Albert C. Johnson ræðis- maður lét eftir sig og þar farið eftir dagblöðunum i Winnipeg, sem fregnina fluttu. Verðmatið lá að miklu leyti í fasteignum, sem veð- skuldir hvíldu á, en þess eigi þar getið hvað háar þær væru, þó nú sé vitað að þær voru miklar. Þær systur Mrs. Taylor og Miss Anderson frá Chicago eru staddar í borginni í heimsókn ti’. móður sinn- ar. ♦ ♦ ♦ GESTIR AÐ HEIMAN Frá íslandi komu á mánudags- morguninn hr. Jónas Jónsson fyrr- um dómsmálaráðlherra íslands og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld. ♦ ♦ ♦ Mrs. Ingi Brynjólfsson frá Chi- cago, 111., hefir dvalið hér um slóð- ir i því nær mánaðartíma. Dvaldi hún um hríð vestur í Argyle og norður "á Gimli. Hún leggur af stað heimleiðis i dag. ♦ ♦ ♦ Mr og Mrs. Reginald McKilty frá Stillwater, Minn., voru stödd í borginni í fyrri viku, ásamt tveim börnum sínum. Mrs. McKilty er is- lenzk, Joan, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Sigurður Gunnlögsson i Still- water. ♦ ♦ ♦ Gefin saman í hjónaband af sóknarpresti i Árborg, á prestheim- ilinu þar, þann 23. júlí, Gunnar Sigurdsson frá Víðir, Man. og Monica Foster frá sama stað. Fram- tíðarheimilið verður í Víðir, Man. ♦ ♦ ♦ ÞAKKARORÐ TIL VINA MINNA 1 NORÐUR DAKOTA Eg finn mig knúðan til þess að láta í ljósi þökk mina fyrir góðvild íslenzka fólksins í minn garð, þann stutta tíma er eg starfaði i bvgðar- lögunum að söngstjórn i sumar. Hinar veglegu minjagjafir geymi eg sem helgan dóm. Samstarf fólks- ins, fórnfýsi þess og einlægni liður mér aldrei úr minni, og samvinnu þess ber mér að mestu leyti að þakka hve vel tókst til um söngsam- komurnar í lok dvalar minnar syðra. Þriðjudaginn 26. júli 1938. Ragnar H. Ragnar. ♦ ♦ ♦ Minning geyma mun eg dýra meðan hjarta titra fær; ykkur sannan samhug flytja, systir Björg og Grímur kær. Lifið sæl með sæmd og prýði, sólarlagsins dögum á. Fimtíu árin skrýdd með skrauti skini brúðarsæti frá. L. A. Ort undir nafni Mrs. Guðrúnar Sigurðsson, systur Mrs. Laxdal. ROLLER SKATING Winnipeg Roller Rink Every Evening, Wed., Sat. Afternoon. Instructions Free to Learners LET US TEACH YOU LANGSIDE AND PORTAGE Phonc 30 838 Islendingadagurinn Seattle, Washington Verður haldinn 7 ágúst, 1938 aðSILVER LAKE Prógram byrjar kl. 1:30 1. Ó Guð vors lands ................Allir 2. Ávarp forseta ........J. H. Straumfjord 3. Quartet, 3 selected numbers............. Edward Palmason, Victor Palmason Ben Hallgrimson, Peter Hallgrimson 4. Kvæði ..............Frú Jakobína Johnson 5. Solo (selected) 2 numbers.Edward Palmason 6. Ræða: “ólokin störf og óráðnir draumar". .................Dr. Sig. Júl. Jóhannesson 7. Solo (selected) 2 numbers .Ben Hallgrimson 8. My Country ’Tis of Thee Eldgamla Isafold ..............Allir 9. íþróttir fyrir unga og gamla bvrja klukkan 3 e. h. 10. Dans frá 7:30 e. h. til 11 e. h. II ISLENDINGADAGURINN í GIMLI PARK, GIMLT, MANITOBA Mánudaginn 1. ágúát 1938 PROGRAM Kl. io f. h.—4d. 2.30 e. h., iþróttir á íþrótta- vellinum. Kl. 2 e. h., FjaHkonan, frú Halldóra Jakobs- son, leggur blómsveig á landnema- minnisvarðann. Sungið: “Ó, Guð vors lands.” ♦ ♦ SKEMTISKRA Kl. 2.30 e. h., Fjallkonan gengur til hásætis. Sungið: “Ó, Guð vors lands.” 1. “O Canada” 2. Forseti, J. J. Samson, setur hátíðina. 3. Fjallkonan flytur ávarp. 4. Karlakór, undir stjórn Ragnars H. Ragnar. 5- 6. 7- 8. 9- 10. 11. 12. 13- 14- Jónas alþingismaður Jónsson flvtur ávarp. Karlakór. Ávarp heiðursgesta. Karlakór. Minni íslands— Ræða: Dr. Richard Beck Minni íslands— ' Kvæði: Dr. Sveinn E. Björnson. Karlakór. Minni Vesturheims— Ræða: Stefán Hansen. Minni Vesturheims— Kvæði: Jóhannes H. Húnfjörð. Karlakór. 15. Eldgamla ísafold—God Save the King. II i L Bikarar og önnur verðlaun gefin fyrir íþróttir. Verðdaunasamkepni um silfurbik- arinn, skjöldinn og glímubeltið að- aflokinni skemtiskrá. íþróttirnar fara fram undir stjórn E. A. ísfelds. ♦ ♦ Gjallarhorn og hljóðaukar verða eins og að undanförnu. Almennur söngur byrjar klukkan 7.30 e. h. Sérstakur pallur og sæti fyrir gullafmælis- börnin. ♦ ♦ AÐGANGUR t GARÐINN Börn innan 12 ára......lOc Fullorðnir ............25c Hljómsveit og dans í Gimli Pavilion kl. 10 til 3 e. miðn. Aðgangur að dansinum 25c II wmm “■I ÞAKKARORD Við undrrituð flytjum hér með okkar hjartans þakklæti þeim öllum, er tóku þátt í okkar djúpu sorg við fráfall okkar elskulega bróður Björns Bi. Johnson. Einkum vilj- um við tilnefna Óla Kárdal tenór- söngvara, söngflokk Gimli safn. og þau mætu hjón Mr. og Mrs. Oddur Anderson, þar sem hinn látni átti heima 27 síðustu æfiárin; ennfrem- ur þökkum vér þeim öðrum, er með blómum og kveðjuskeytum heiðruðu minningu hins látna bróður. Guð blessi vini hans alla. Gimli 25. júlí 1935. Mrs. R. McRitchie J. B_ Johnson Mrs. W. J. Arnason ... . G. J. Johnson. ♦ ♦ ♦ Mr. og Mrs. Tighe frá Saskatoon komu til borgarinnar á mánudags- morgun frá Denver Col., úr kynnis- för til systkina hans; systir hans er þar búsett, en bróðir hans kom þangað samtímis úr Ontario að hitta þau. Tighe hjónin voru á heimleið, komu um Des Moines, Iowa og St. Pau), Minn. og ætluðu að dvelja hér í borg eina nótt áður en þau legðu á síðasta áfangann til Saskatoon. Um kvöldið á tiunda tíma gekk Mr. Tighe frá Hotel Winnipeg, þar sem þau hjónin jafnan gista þegar þau dvelja hér, yfir Main St. til C.N.R. stöðvarinnar hinu megin við strætið, en umferð er þar mikil, enda kemur Broadway þar saman við Aðalstræti. Þar varð Mr. Tighe fyrir bifreið og meiddist á höf ði og brjósti, var með- vitundarlaus þegar að var komið. Llann dó á Almenna sjúkrahúsinu á miðvikudagsmorguninn. Kveðjuat- höfn hjá Bardals kl. 2 e. h. á laugar- daginn kemur. ♦ ♦ ♦ Hvar hinar viðkvæmu jurtir ilma. þar er ylur vorsins. Við undirrituð þökkum af alhug öllum þeim, sem á margvíslegan hátt auðsýndu hjálp og vinarþel í raunum og legu okkar ástkæru eiginkonu, móður og systur, Kristinar Sigríðar Petrinu Jónsson, sem andaðist á almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg, fimtudaginn 30. júní. Sérstaklega viljum við þakka þeim, sem gáfu og buðu sitt eigið blóð henni til hjálpar; sömuleiðis öllum, sem sýndu okkur ástúð og hluttekningu og heiðruðu útför hennar með nærveru sinni og blóm- um. Þorsteinn Jónsson Guðm. Hafsteinn Jónsson Baldur Jónsson Steingr. C. J. Jónsson Guðrún Peterson. Messuboð " SÍSSÍÍSÍÍSSÍÍÍSÍÍÍÍÍSÍÍSÍÍÍÍÍSÍÍSÍSS^ Gimli prestakall 31. júlí—messufall. 2. ágúst — Betel, morgunmessa; Víðines, kl. 2 e. h.; Gimli, islenzk messa, kl. 7 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Áætlaðar messur sunnudaginn 7. ágúst: Geysiskirkju kl. 2 e. h.; Riverton kl. 8 siðd. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 31. júlí prédikar séra Haraldur Sigmar í Vídalíns- kirkju kl. 11 f h og í Brown, Man. kl. 3 e. h. ♦ ♦ ♦ Vatnabygðir: Sunnudaginn 31. júli— Kl. 11 f. h., messa í Grandy. KI. 2 e. h., messa í Wynyard. Kl. 4 e. h., messa í Leslie. Sunnudaginn 7. ágúst— Messur í Mozart og Wynyard. Jakob Jónsson. Mr. J. K. Jónasson óðalsbóndi frá Vogar, Man., kom til borgarinn- ar í fyrri viku í kynnisför til sona sinna. Hann leggur af stað norður til Nýja íslands á föstudaginn, til þess að heilsa upp á vini og kunn- ingja og vera viðstaddur íslendinga- dags hátíðahöldin á Hnausum og Gimli. ♦ ♦ ♦ Björn Björnon Johnson (á Mýr- um), búsettur við Gimli siðastliðin 46 ár, andaðist á Almenna sjúkra- húsinu hér í borg, eftir fárra daga legu, 21. þ. m. Hann var fæddur að Svínabökkum i Vopnafirði í Norður Múlasýslu 22. júli 1869, og vantaði því aðeins einn dag upp í 69 ára aldur, er liann lézt. Móður sina, Guðnýju Björnsdóttur, misti Björn heima á íslandi, en með föður sín- um og systkinum kom hann til þessa lands árið 1892. Af þeim eru nú á lífi: Stefanía (Mrs. R. McRitchie), í Winnipeg, alsystir; og hálfsyst- kini: Jón B. Johnson, bóndi og fiski- maður, á Birkinesi við Gimli; Guð- rún Björg (Mrs. W. J. Arason), Gmli og Guðmundur Júlíus, rakari hér í borg. Björn heitinn var ó kvæntur. Hans aðalatvinnuvegur var fiskiveiðar á Winnipegvatni; einnig stýrimaður i mörg ár og um títua skipstjóri. Jarðarför Björns heitins íór fram 25. þ. m., með húskveðju á heintiii Mr. og Mrs. Odds Anderson á Vigri við Gimli (sem var heimili hins látna S.I..27 ár), og frá Gimli lút- ersku kirkju. Jarðneskar leifar hans voru lagðar til hinztu hvíldar í Viðinesgrafreit, þar sem einnig er leiði föður hans, Björns Jónssonar. Þjóðræknisfélagíslendinga Forseti: DR. RÖGNV. PÉTURSSON, 45 Home Street. Allir tslendingar í Ameríku ættu að heyra til pjóðræknisfélaginu. Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins) $1.00, er sendist fjármálaritara Guðm. Levy, 251 Furby Street, Winnipeg. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annut greiðlega um alt, itm aS flutningum lýtur, smlum eBa ■tðrum. Hvergi eanngjarnara verf. Heimill: I»1 8HERBURN 8T. 8fml II »0» TU þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu Skuluð þér ávalt kalla upp SARQENT TAXI FRED BUCKLE, Manager PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES The BLUE OX Meat Market P. LAMOND, Prop. Phone 30 000 For the Finest in MEATS and VEGETABLES Free, Prompt Delivery 592 ELLICE AVE. Islenzkar tvíbökur og brauð — margar tegundir af kökum og sætabrauði GEYSIR BAKERY 724 SARGENT AVE. Phone 37 476 Sendum vörur heim. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jswelrjr Agents for BULOVA Watchea Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakera & Jcwellert 69» SARGENT AVE„ WPO. Wolseley Hotel 186 HIGGINS AVE. (Beint á móti C.P.R. stöðinni) SÍMI 91 079 Eina skandinaviska hótelið í borginni RICHAR LINDHOLM, eigandi Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Islendingadagurínn Hnausa, Man. 30. júlí 1938 Byrjar klukkan 10 árdegis Aðgangur 25c fyrir fullorðna og lOc fyrir börn innan 12 ára. Fjallkonan: Frú Jensína Guttormsson, Riverton Miss Canada: Snjólaug Sigurdson, Árborg Ræðuhöld byrja klukkan 2 eftir hádegi MINNI ÍSLANDS Jónas Jónsson, alþingismaður Ræðumanninn kynnir Dr. Rögnvaldur Pétursson, forseti Þjóðræknisfélagsins Kvæði: J. J. Húnfjörð MINNI CANADA Séra Sigiwrður Ólafsson K væði: G. O. Einarsson Karlakór Islendinga í Winnipeg; söngstjóri Ragnar II. Ragnar ÍÞRÓTTIR (aðeins fyrir íslendinga): Hlaup fyrir unga og gamla. Langstökk, Hopp-Stik Stökk, Egghlaup fyrir stúlkur, Þriggja Fóta Hlaup, íslenzk Fegurðarglíma, Baseball, sam- kepni milli Árborgar og Riverton. Kaðaltog milli giftra og ógiftra manna. DANS 1 HNAUSA COMMUNITY HALL Verðlaunavals klukkan 9 Þráðarspottar Höf. Rannveig K. G. Sigbjörnsson fæst hjá póstmeistara James Garland, Ijeslie, Sask.; kastar TVO DALI póstfrítt. Smákver: “Pebbles on the Beach’’ 25c. Þessi héraðshátíð Nýja íslands verður vafalaust ein tilkomu- mesta útiskemtun íslendinga á þessu sumri. Þar koma saman, þann dag, bændur og búalið úr öllum bygðarlögum þessa elzta landnáms þeirra. Þar mætast vinir og frændur á norrænni grundu: “Iðavöllum” við Breiðuvík, víða að úr bygðarlögum Islendinga vestan hafs. — Allir boðnir og velkomnir! Hátíðahöldin fara fram samkvæmt Central Stanjlard Time. íþróttir hefjast kl. 10 f. h. SVEINN THORÝALDSSON, M.R.E., forseti G. O. EINARSSON, ritari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.