Lögberg - 28.07.1938, Side 12
12
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ, 1938
Frá Edmonton
(júlí 1938)
Herra ritstjóri:—
TíðarfariÖ hér hefir veriÖ hag-
stætt i alt sumar. Nægilegar rign-
ingar i hverjum mánuði, svo allur
jarðargróður er í bezta lagi. Fréttir
fá þurra beltinu í Suður-Alberta
segja akra og beitilönd þar líti vel
út. Þar hefir verið mikill uppskeru
brestur í mörg undanfarin ár sökum
þurka. Var stjónin byrjuð á því að
flytja bændur og bústofn þeirra
burtu þaðan, og var flest af þeim
flutt til Peace River héraðsins. Nú
verður ekki meira gert af því’ að
sinni, því þetta góða útlit þar nú
um góða uppskeru i haust, gefur
fólki þar nýjar vonir um betri
framtíð. Segja gamlir veðurspá-
menn þar, að það mundi nægilegt
votviðri á þeim slóðum í næstu sjö
til tíu ár, og að þar verði góð upp-
skera á því tímabili.
Einn af elztu ístendingum hér,
Sigfús Goodman, hefir verið veikur
i nokkrar undanfarnar vikur, og
virðist ekki vera á neinum veruleg-
um bata vegi. Var Mr. Goodman
einn af þeim allra fyrstu Islending-
um, sem settust að í Alberta nýlend-
unni.
íslendinga klúbDurinn stóð fyrir
Finnið
CREEMER’S
í sambandi við
VÖRUGÆÐI,
SNIÐ OG
SANNGJARNT VERÐ
Voldugasta kvenfatabúðin
í norðurbænum; tilbúnir
kvenfatnaðir og yfirhafn-
ir, og sniðin eftir máli,
býður yður að koma og
litast um.
507-509 SELKIRK AVE.
WINNIPEG
þvi að “Basket Picnic” var hatdið
í “Borden Park” 19. júní. Voru
þar flestir íslendingar i borginni,
sem ekki höfðu lagt á stað í lysti-
túra í sumarfríinu. Fóru þar fram
kapffhlaup, baseball og ýmsir leikir,
svo allir skemtu sér vel.
Mr. Jón Jónsson, S. Guðmundson
og Mrs. Lára Benediktson sóttu
fimtíu ára afmælishátíðna á
Markerville 29. júni, héðan frá Ed-
monton.
Mrs. C. Jónasson hefir gjört
opinbera trúlofun Margrétar dóttur
sinnar og Dr. Frederick James
Emmett, B.Sc. Giftingarathöfnin
fer fram í ágúst.
Mrs. C. N. Marlatt og tvær dæt-
ur hennar eru í Winnipeg að heim-
sækja ættfólk sitt þar, í sumarfri-
inu.
Miss Olive Goodman er á lysti-
túr til Bozeman, Montana, að heim-
sækja kunningjafólk sitt þar. Miss
Goodman hefir um langt skeið
unnið á skrifstofu eins stærsta
heildsöluhússins hér í Edmonton.
Mr. og Mrs. G. Gottfred eru kom-
in til baka úr listitúr frá Californíu
og ýmsum stöðum á vesturströnd-
inni. Mr. Gootfred sat á allsherjar-
fundi fyrir Canada og Bandaríkin,
sem “Keewanis” félagið hélt í San
Francisco.
Mrs. P. Walinder og dóttir henn-
ar Grace, frá Long Beach í Cali-
forníu, hafa verið hér í heimsókn
til föður síns, S. Guðmundson, og
tveggja systra sinna hér í borginni,
Mrs. A. R. Irvine og Mrs. Wm. I.
Hraley. Lika ætlar Mrs. Walinder
að heimsækja tvær systur sinar í
Calgary, Mrs. Wm. Johnson og
Mrs. C. E. Foster, áður en þær
halda aftur heimleiðis.
Miss Joyice og Kenneth Johann-
son fóru til Winnipeg í skólafriinu,
að heimsækja ættingja sína þar og
víðar í Manitoba.
Mr. og Mrs. Anderson fóru sér
til skemtunar til Manitoba, að heilsa
upp á kunningja sína þar víðsvegar,
og líta aftur gamlar stöðvar; þau
áttu þar heima um nokkurt skeið.
Mr. Anderson er “Dist. Superin-
tendent” fyrir “The National Ele-
NJÓTID SKEMTUNAR I SELKIRK
og heimsækið
SELKIRK CO-OPERATIVE, LIMITED
Vér seljum
Gosdrykki - Isrjóma - Sætindi - Matvöru
SELKIRK CO-OPERATIVE LIMITED
MAIN STREET — SÍMI 289
SELKIRK ..... MANITOBA
Þér getið nú fengið . . .
Shea’s
Drewry’s
Kiewel’s
Pelissier’s
B JÖR
1 SKALDAN
BEIIýT frá Stjórnarvínsölu búðunum, BJÓRSÖLUSTAÐN-
UM á mótum Stitt Street og Central Avenue, Winnipeg Beach,
eða fengið birgðirnar sendar til sumarbústaðar yðar yfir sumar-
mánuðina við eftirgreindu verði:
2-tylfta kassi eða pakki af flöskubjór eð'a öli.$3.70
Fyrir tómar flöskur 40c netto.................. 3.30
1/8 kjaggi og slanga........................... 3.00
Fyrir tóman kjagga endurgreiddur .............. 1.00
1/4 kjaggi, töppunaráhald eða pumpa ........... 6.00
Fyrir tóman kjaggann við afhending ............. 2.00
ATHYGLI—Niðurborgun er fyrir endurskilun kjagga, töpp-
unaráhalda eða pumpu. Sé töppunaráhaldi ekki skilað, verður
að greiða 15C fyrir það.
This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control CommÍBBÍon. The
Commiesion ig not responslble for statements made as to the quality of products advertlsed
vator Co.,” og hefir heimili sitt í
Edmonton.
Prof. og Mrs. J. Jónasson frá
Hannah, Alberta, eru hér í borg-
inni um tima. Er próf. Jónasson
“lecturer” við kennaraskólann, sem
er haldinn hér árlega við Alberta há-
skólann. Annars er Mr. Jónasson
Sdhool Inspector og á heima í
Hannah, Alberta.
Þann 1. júlí lögðu af stað héðan
alfarin til Victoria, B.C., Mr. og
Mrs. A. R. Irvine; er hann “X-ray
Technician” og hefir starfað fyrir
Royal Alexandra spítalann hér í borg
um nokkur undanfarin ár. Honum
bauðst sama staða við sjúkrahúsið
í Victoria með hærri launum, og tók
hann því. Mrs. Irvine er Dorothy
dóttir Mr. og Mrs. S. Guðmunds-
sonar. Mrs. Guðmundsson fór með
dóttur sinni og bjóst við að ílengj-
ast þár, ef hún kann þar vel við sig.
Mr. Axel Johnson er farinn norð-
ur til Radium City, og er hann ráð-
inn til að vinna þar á bátum, sem
ganga þar á vötnum og ám. Ekki
varð íslaust á vötnum þar norður
frá svo skip gætu gengið, fyr en
seinast í júní. Bjóst Mr. Johnson
að verða þar fyrir norðan í tvö til
þrjú ár, ef hann getur fengið vinnu
í mámunum: á veturna. Þar sem
hann er, eru ellefu hundruð mílur
norður frá Edmonton, svo það er of
'kostnaðarsamt að, fara þar oft á
milli.
Stjórnmál.
The Co-operative Commonwealth
Federation of Canada (C.C.F.)
halda sitt 5. ársþing hér í Edmon-
ton 28.—29. júlí. Fundir verða
haldnir á ýmsum stöðum í fylkinu j
um þessar mundir, þar sem. nokkrir
af atkvæðamestu ræðuskörungum
flokksins flytja erindi um stjórn-
mál, og til að skýra stefnuskrá
flokksins. Þeir helztu af þeim eru
J. M. Coldwell National Chairman
fyrir C.C.F., David Lewis, secretary.
Flokksforinginn J. S. Woodsworth
flytur hér ræður á opinberum fund
um i Edmonton. Hér er nú gott
tækifæri fyrir almenning, til að
fræðast um stefnuskrá C.C.F. og
það stjórnarfarslega fyrirkomulag,
sem. þeir halda fram.
Nú er forsætisráðherrann, Aber-
hart og nokkrir “yes” menn úr ráðu-
neyti hans byrjaðir á að halda
fundi með flokksmönnum sínum.
Fyrsti af þessum fundum var hald-
inn í High River í Okotoks kjör-
dæminu, er það kjördæmi Mr.
Aberharts. Eins og kunnugt er, þá
er Mr. Aberhart ekki í miklu áliti
þar. Það kjördæmi byrjaði á því
síðastliðinn vetur, að víkja Mr.
Aberhart frá völdum, undir þeim
“Recall Act” sem Social Credit
stjórnin gaf út á fyrsta stjörnar-
ári sínu hér í Alberta. Var það
auðsætt að þeiro mundi takast það,
að setja Mr. Aberhart frá völdum,
en þá kom þingið honum til lið-
veizlu og nam úr gildi þetta “Re-
call Act,” svo kjósendur urðu nauð-
ugir að hætta við alt. Svo þegar
Mr. Aberhart og hans ráðunautar
komu fram á ræðupallinn, þá varð
það strax ljóst að fundarmenn voru
ekki komnir þar til að hlusta á
neinar hrókaræður frá þeim, held-
ur til að spyrja þá um ýmislegt,
hvenær þeir ætluðu að uppfylla eitt-
hvað af kosningaloforðum sínum.
Hvenær yrðu næstu kosningar o. s.
frv. Varð þeim; orðfátt, höfðingj-
unum frá Edmonton, vildu tala, eins
og áður, um alt annað. Þar var
duglega rifist, en Aberharts-menn
voru nú í miklum minnihluta, svo
ekki var nein tilraun gjörð til að
fleygja mönnum út, eins og þeir
gjörðu í Melville í Saskatchewan.
Þessi fundur endaði svoleiðis, að
mikill meirihluti fundarmanna ljét
í ljósi vilja sinn til að losast við
þessa núvterandi stjórn sem allra
fyrst. Stjórnin ætti strax að stofna
til nýrra kosninga, því hún vissi
að hún væri búin að tapa allri tiltrú
og virðingu hjá almenningi. Næsti
fundur var haldinn í Red Deer. Mr.
Aberhart hafði lofast til að verða
þar, en þegar til kom, sendi hann
skeyti til fundarins, að hann gæti
ekki komið, sökum þess að hann
hefði sárar kverkar, og væri á för-
um vestur á strönd til að hvíla sig.
Fylkisféhirðirinn Mr. S. Low kom
í stað Mr. Aberharts, en þingheimur
vildi ekkert hlusta á hann, sögðust
vera hér komnir til að tala við Mr.
Aberhart og var Mr. Low hrópaður
niður af ræðupallinum. Varð hann
hinn reiðasti og sagði það væri hara
að kasta perlum fyrir svín, að tala
hér. Stóð þá upp einn þrekvaxinn
bóndi og arkaði upp að Mr. Low
og sagðist vera þar kominn til að
láta hann taka til baka þessi ummæli
sín og gjörði hann það strax. Svo
var Mr. Low látinn vita það, að
hann væri ekki velkminn á neinn
ræðupall í Red Deer hér eftir. Á
öðrum fundi sem þeir héldu i
Benthy, voru talsverðar ýringar og
andúð á móti stjórninni, og þeir
einnig heimtuðu að ná tali af Mr.
Áberhart.
Og nú koma fréttir frá London,
að Social Credit sinnar þar hafi
sagt skilið við Major Douglas;
sögðu að öll afskifti hans við Al-
berta-stjórnina hafi verið Socia!
Credit til skammar, og það' hafi
gjört flokknum mikið ilt. Mr. G.
F. Powell var á fundinum. Hann
átti að halda þar ræðu og skýra frá
afreksverkum sínum og Social
Credit stjórnarinnar í Alberta, og
svo sigurför Aberharts til Saskat-
chewan! Hann fékk samt aldrei
j orðið, þvi fundinum var hætt sökum
1 óeirðar sem: komið var i.
Það er allra ósk hér i Alberta að
forsætisráðherranum batni bráðlega
í kverkunum, því það eru svo marg
ir, sem þurfa að tala við hann.
S. Gudmundson.
Nú er gesturinn farinn
Héðan úr borginni Winnipeg
lögðu á stað til Bandaríkjanna á
fimtudagsmorguninn 21. júlí, Mrs.
Peter Shearer og Mrs. S. Vigfús-
son; báðar áttu þær samleið og báð-
ar stefndu að sama takmarkinu.
Halla er nú á leið heim til sin suður
til Phoenix, þar sem maður og börn
bíða hennar, en um leið brá hún sér
til Chicago til að sjá Júlíus og Agúst
bræður sína, sem báðir eru þar bú-
settir og stunda þar húsasmíðar. En
Mrs. Vigfússon tók sér þessa góðu
samfylgd til að geta séð dóttur sína,
sem er kona Júlíusar bróður Höllu.
Verða fagnaðarfundir er ástvinir
finnast eftir langan aðskilnað.
Lukkuóskir fylgja ykkur út í
fjarlægðina frá vinum og vanda-
fólki, sem bíða eftir að frétta um
ferðalagið suður og líðan eftir það.
Móðir þín, Halla, biður mig að skila
ástarkveðju til þín og Sigríðar, Mrs.
Vigfússon; hún heldur að þið hafið
orðið þreyttar að sitja í bílnum;
eins biður hún að heilsa heimafólk-
inu. Hún er furðu hress síðan þú
fórst. Það er gott að vera lánsamur
með börnin; þú hefir sett hámark á
flugi að koma alla leið sunnan af
hala veraldarinnar til að hjálpa til
að hlúa að veikri móður þinni og
næstum blindri. Enginn getur sett
sig í spor þeirra, sem missa sjónina
ofan á annan lasleik, sem er fylgi-
fiskur hárra lífdaga og erfiðs ferða-
lags. En þú komst eins og engill af
himnum ofan til að friða móður-
hjarta, sem nú var bilað. En við
komu þína fór það í sínar stelling-
ar og móðir þín lifir í endurminn-
ingu sinna mannvænlegu barna.
Systir og móðir og við, sem nutum
þeirra stunda er þú dvaldir meðal
okkar, þökkum þér fyrir gleðina og
hlýleikann, er þú sýndir á meðan þú
varst hér á meðal okkar.
Að endingu segjum við: Vertu
blessuð og sæl Halla Ólafsdóttir frá
Phoenix.
V. Vigfússon.
KVEÐJUR TIL ISLENDINGA
frá
SIIICLAIR’S CTEA rooms
Heimatilbúnar múltíðir og fljótreiddar máltíðir
við sanngjörnu verði
Allar tegundir scetinda og tóbaks — Ferskir ávextir
Fljót afgreiðsla
SELKIRK .... MANITOBA
KVEÐJUR
STANDARD QARAQE
Aðgerðir - Gasolía - Olíur - Partar
General Motors Afgreiðsla
Umboð fyrir Imperial Oil
alt verk ábyrgðst
SÍMI 45................SELKIRK, MAN.
HAMINGJUÓSKIR til ISLENDINGA
í SELKIRK OG GREND
Hooker’s Lumber Yards
PHONE No. 74
SELKIRK MANITOBA
KVEDJUR TIL ISLENDINGA I SELKIRK
OG GRENDINNI
Oss er ánægja að fullnægjá þörfum yðar með
%
Harðvörn - Eldsneytisolíu - Málningu - Smurningsolíu
Allar harðvörutegundir
Selkirk Hardware
A. G. BROVAN A. E. LOGAN
MANITOBA AVENUE - - -. SÍMI 47
HAMINGJUOSKIR
til ÍSLENDTNGA
í tilefni af
ÞJÓDHÁTÍÐ ÞEIRRA
Vér höfum orðið þeirra forréttinda aðnjótandi
að eiga viðskifti við íslenzka fiskimenn yfir
lengsta tímabilið í sögu Manitobafylkis.
ARMSTRONG GIMLIFISHERIES LIMITED
C. E. FINLAY, Forstjóri
WINNIPEG - MANITOBA
Traust á Veátur-Canada
N
Til þess að geta haft transt á framtíðinni, er
það nauðsynlegt að hafa eigi aðeins traust á
framleiðsluskilypðum lands og vatna, heldur
traust á íbúunum í þá átt, að þeir færi sér nátt-
úrufríðindin í nyt.
The Searle Grain Company, Limited, hefir
sannað traust sitt á Vestur-Canada með því að
byggja kornhlöður til sveita í Sléttufylkjunum
þremur, 0g vér erum við því búnir að veita
þeim afgreiðslu, er svo djarfmannlega starfa
að akuryrkju Vesturlandsins.
1 Árborg og Riverton, bygðarlögum, sem auð-
sjáanlega eiga fyrir sér góða framtíð, höfum
vér kornhlöður, og vér treystum því, að oss
ávalt lánist að verða þessum héruðum til upp-
byggingar.
Searle Grain Company Ltd.
WINNIPEG CALGARY
FORT WILLIAM VANCOUVER
REGINA SASKATOON EDMONTON