Lögberg - 28.07.1938, Page 14

Lögberg - 28.07.1938, Page 14
14 LÖG-BERG, FIMTUDAGINN 28. JÚLI 1938 HAMINGJUÖSKIR FRÁ BEACH CENTRAL STORE Leiðangur til Loðmundarfjarðar Allar tegundir af matvöru, ávöxtum, álnavöru, málningarvöru og harðvöru. Búðin starfrækt yfir alt árið Pósthús — Símastöð WOLCHUK og RUSSIN Eigendur WINNIPEG BEACH - - MANITOBA Heimsækið Riverton á Þjóðminningardaginn Dveljið á RIVERTON HOTEL Nýt zku herbergi - Rafmagnsljós Góður borðsalur og Ölstofa SHEA’S BJÓR WM. KIEDYK, Eigandi RIVERTON, MANITOBA HAMINGJUÓSKIR TIL ISLENDINGA Verð á timbri átórlœkkað Kaupið nú þegar! ♦ Við höfum einnig nokkuð af brúkuðu byggingarefni, sem selst við afar sanngjörnu verði. ♦ “ÞÉR SPARIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ FINNA OSS FYRST” ARLINGTON LUMBER & SUPPLY CO. Winnipeg Address: 1044 ARLINGTON ST., PH. 22122 Regina Address: OOR. EIGHTH and HALIFAX THE MANITOBA ROLLING MILL CO. LTD. Manufacturers of Open Hearth Steel and Merchant Bars Vér óskum 1 slendingum til hamingju með há- tíðina á Gimli í tilefni af stjórnarbótinni 1874 og fullveldisdeginum 1918. Við þetta tækifæri sem endrarnær, er viðurkent drenglyndi þjóðflokks yðar og víðtæk áhrif á þjóðlif þessa lands. Megi þjóðhátíð yðar lánast vel, svo þér njótið tilætlaðra ávaxta af starfi yðar. (Framhald frá bls. n) ar Sveinn var með í.ferðinni, stund- um nefndur litli Sveinn. Vissi eg aldrei fyrir víst hvernig á j>ví nafni stóð, liklega hefir það verið til að- greiningar frá bróður hans, sem þó var irrinni vexti en litli Sveinn. Fjórði maður 'hét Þórarinn Jóns- son, nú tónlistarmaður og hefir lengi dvalið i Þýzkalandi. Hann var venjulega nefndur Tóti á þessum árum. Þá var þarna með Július nokkur, kallaður Júlli, og svo eg. Bráðlega vorum við komnir til Loðmundarf jarðar og vörpuðum akkeri skamt undan landi, fram af nybbóttum klaj>])atanga. Síðan var róið upp að land-“tóið," og urðu þeir nafnarnir og eg fyrir því. Sveinn á Rima fór upp á klappirnar með endann. Það var Tiált þar upp í slýinu, eins og oft er á klöpp- um, þegar lágsjávað er, en hann var á stígvélum af nýrri gerð —- gúmmistígvélum, — sem voru að byrja að koma i notkun um þetta leyti, og átti hann ilt með að fóta' sig uppi á klöppunum. Fór hann þá að bölva og hnýta saman all kröftuglega, og er orðbragð hans við þetta tækifæri ekki rithæft. En seinna var mér ljóst, að þetta var eins konar forspil komandi við- burða. — Þeir Sveinn litli og Þór- arinn réru út plóginn og höfðu þann starfa allan tímann. Fengu þeir þannig meira erfiði en við hinir, því að þeir gengu á spilið, þegar plóg- urinn var koininn i botn, en við sem eftir vorum í vélbátnum, hvild- um okkur meðan vírinn var að renna út af vindunni. Þegar land-.“tóið” hafði verið fest, plógurinn róinn út og önnur slík aukaverk höfðu verið unnin, byrjaði aðalerfiðið. Við röðuðum okkur á vinduna. Hún var af stáli gerð, hið bezta verkfæri og skilaði margföldum krafti. Við vorum oftast 6 á vindunni, þvi að formað- urinn vann með okkur, þó að hann væri ekki til þess ráðinn, þar sem hann aðeins stjórnaði og leigði bát- inn, en átti ekki hlut i afla. í fyrstu virtist mér þetta vera auðvelt verk. \ indan var lauflétt, en bráðlega þyngdist hún, þegar plógurinn fór að festast í botni og búið var að taka slakann af dráttarvírnum. Land-“tóið’’ hófst upp úr sjónum og stríkkaði á því, svo að sjórinn hristist út úr því og lak í dropatali niður í sjóinn. Við strituðum á vindunni hver við annars hlið, höll- uðum okkur aftur á bak og drógum sveifina að okkur, lyftum henni upp, þangað til hún var komin í ihálf- hring, hölluðum okkur síðan áfram og þrýstum henni niður með þunga okkar og handafli. Þannig roruð- um við stund eftir stund, stöðugt sömu hreyfingarnar aftur og aftur. Eg get vel skilið að menn yrðu þreyttir á þessu eftir 30—40 stunda vinnu, eða jafnvel ineira, þótt hver hringur virtist ekki svo mjög örðug- ur í fyrstu. — Við vorum hálftíma með ihvert tog, og af þessum hálf- tíma tók það aðeins 5 mínútur að koma plógnum út. Þetta var alt nýtt fyrir mér og undraðist eg í hjarta minu alt það, sem eg sá og heyrði. Stritaði eg í fyrstu á sveifinni, eins og mest eg mátti, en þegar frá leið tók eg að fara mér hægar, enda sá eg, að þeir, sem eldri voru og reyndari, hugsuðu fram í tímann. Eftir 15—20 mín- útur fór vindan að léttast. Þá var plógurinn farinn að losna úr botni Og innan skamms var hann kominn upp undir bátinn. Var þá krækt í hann sterkri ífæru og hann dreginn fram með, hafinn upp á þilfarið og kúskelinni hvolft úr honum. Nú þurfti einhvern til að telja skelina og taka frá brotnar skeljar og tómar, og þótti það tilvalið verk fyrir mig. Tók eg við embættinu og hrósaði happi i laumi. En Adarn var ekki lengi i Paradís. Eg var alveg nýbyrjaður, þegar einhver rak augun í það, að eg væri vaðstígvéla- laus. Þótti eg þá ekki til starfsins 'iæfur og misti embættið aftur, en Pusi tók við. Hann var í forláta gúmmístígvélum, eins og bróðir hans. Hélt hann síðan þessu starfi alla ferðina, og var það léttasta verkið. Við byrjuðum klukkan um þrjú og héldum áfram látlaust til kvölds með stuttu kaf fiihléi, Ekkert gerð- ist tíðinda. Margt bar á góma og hlustaði eg á speki hinna reyndu manna með unglingsins undrun yfir hinu mikla margbreytilega lífi. Þegar leið á nóttina, fóru þeir Rimabræður að lýjast og vildu fara að halda heim. Þeir létu það fyrst i ljós óákveðið, sögðu sem svo, að eiginlega væri nú komið nóg af kúskel. Sveinn litli tók því all fjarri, enda hafði hann ekki nema helming á við hina, því að hann var bara einn, en þeir voru tveir saman aí báðum hinum bátunum innan úr þorpinu. Mátti vel sjá, að þeim bræðrum líkaði miður, þó að þeir létu svo búið standa. — Gekk síðan alt vel um hríð. En nú fóru að birtast tákn ná- lægra viðburða. Sveinn á Rima fór að óska sér áfengis eða íonu til ásta. En hvorttveggja var æði fáránlegt eins og á stóð og enginn vissi til, að hann væri hneigður til slíkra hluta. \’ar auðheyrt að hann var óánægður með sitt hlutskifti. Pusi sat lö^um eftir að hann hafði lokið talningu í hvert sinn, og horfði hljóður i kaupnir sér. Nóttin var hlý og björt. Nálægt óttu kom sólin upp og alt austur- loftið ljómaði í gullnum roða ár- degisgeislanna. '.Næstu stundirnar þar á eftir voru þær verstu fyrir mig. Eg dottaði við vinduna og ruglkendar hugsanir sóttu óþægi- lega á mig. En alt i einu glaðvakn- aði eg við það, að Rimabræður og litli Sveinn voru farnir að hnakk- rífast um það, hvort bátur þeirra bræðra væri betri eða verri en bátur litla Sveins. —Þú ættir að reyna, helvitið þitt, að hlaða þinn bát eins og við höfum hlaðið okkar, sagði Sveinn á Rima. Litli Sveinn sagðist oft ihafa gert það og sinn bátur gæti líka siglt. Svona héldu þeir áfram þangað til farið var að borða nálægt fóta- ferðartíma. Rimabræður fóru með matarskrínur sínar aftur í, og heyrð- um við þaðan hljóðskraf þeirra. töluðu þeir saman í ákafa og réðu ráðum sínum. Skömmu síðar komu þeir fram i mjög einbeittir á svip og vigalegir og lýstu því yfir, að nú færu þeir 'heim. —Þið eruð ræflar, sagði formað- urinn. Hann vorkendi litla Sveini, sem> ekki fékk nema hálfan hlut á móts við hina. —Það er lygi, sagði Pusi. Þá hóf litli Sveinn upp sinn hvella róm og sagði að það væri undarlegt að kaupa mótorbát alla þessa leið, vilja svo strax fara heim, og skeyta því engu þó að þeir fengju ekki beitu eins og þeir gætu aflað og þyrftu með. —Við viljum fara heim, þú ert vitlaus, sagði nafni hans, og nú var rifist um stund. Samt varð endir- inn sá, að haldið var áfram og plægt af kappi, en allan tímann var rifist og karpað. Brigslyrðin og særing- arnar gengu á báða bóga, og hafði eg aldrei lifað neitt þvílíkt fyrri. Aðalstreitan stóð milli þeirra bræðra annarsvegar og litla Sveins hinsvegar. En formaðurinn studdi litla Svein drengilega, enda þótt honum mœtti vera nokkurn veginn sama. Hann fékk sitt fyrir ferðina, hvað sem aflanum liði. Hefir hon- um sennilega þótt Sveins málstað- ur betri og mennilegri. Það þótti mér líka, enda átti eg ekki að fá nema hálfan hlut, eins og litli Sveinn. Um hádegisbilið var enn matar- hlé, og um sama leyti fór formað- urinn í land. Ekki var um annað að gera en halda áfram meðan hann yrði burtu. En fjarvera*hans hafði þó slæm áhrif á skapsmuni þeirra bræðra. Urðu þeir því úfnari, sem lengur leið, og stóð litli Sveinn nú einn uppi, því hvorki Þórarinn, Júlli né eg lögðum til málanna að sinni. Og þegar þess er gætt, að litli Sveinn blótaði aldrei og sneiddi hjá öllum ineiri'háttar klúryrðum til stuðnings sínu tnáli, þá er skiljanlegt þó að andófið væri nokkuð örðugt hjá honum, því að þeir bræður, einkum Sveinn, notuðu bæði bölv og klám, ög yfirleitt allar tegundir ill- yrða, sem málið á til. Annars var það ekkert nýtt, að Sveinn hefði enga fágun á orðbragði sinu, enda þó hann væri í rauninni meinleysismaður hversdagslega. En skömmu eftir þetta varð hann und- arlegur á geðsmununum og kom þá aldrei ljótt orð yfir hans varir. Var hann svo um hríð, ýmist hress eða hálf sinnisveikur. Mátti hafa það til marks, að ef hann blótaði ekki, þá var hann lasinn, en þegar ,hann fór aftur að blóta, þá var drengur far- inn að hressast. Þegar líða tók fram á seinni partinn og formaðurinn kom ekki, fóru þeir bræður að ráðgera að senda eftir honum. En Sveinn litli og Tóti fóru orðalaust út með plóg- inn i hvert skifti, sem hann hafði verið tæmdur. Meðan þeir voru burtu, færðust þeir bræður í auk- ana óg snéru máli sínu að okkur Júlla. Júlli var enginn bardaga- maður og var hann þeim hjartanlega sammála meðan litli Sveinn var ekki nærstaddur. Þegar hann var aftur kominn um borð, þagði Júlli. Svona héldum við áfram alt að miðaftni. Síðari hluta dagsins fór að þyngja í lofti og rigna, en var samt gott veður. Ekki kom formað- urinn og skapsmunir þeirra bræðra þyngdust með hverjum hálftiman- um sem leið. Þá gerðist óvæntur atburður. Alt í einu sjáum við að Pusi föln- ar upp og hnígur niður. Við hlaup- um til og reisum hann á fætur. Hann skelfur og titrar og berst lítt af. Bróðir hans styður hann síðan niður i lúkar, færir hann úr utan- hafnarfötum og leggur hann út af. Alt þetta gerðist í skjótri svipan. Þegar Sveinn kom upp aftur var hann alvarlegur og hyggjuþungur. —Nú eruð þig búnir að fá vilj- HAMINGJUÓSKIR TIL ISLENDINGA A ÞJÓÐMINNINGARDAGINN Til þess að fá fljóta dráttar afgreiðslu Símið 54 575 GRAND M0T0R SERVICE Nota hinn nýtízku hraðdráttar útbúnað Dags og nætur afgreiðsla MAIN and PRTTCHARD SÍMI 54 575 FLYTJUM FRAMLEIDSLU VORA DAGLEGA TIL GIMLI OG ALLRA SUMARBÚSTAÐA‘ VI® WINNIPEGVATN You Can Whip Our Cream, But You Can’t Beat Our Milk” MODERN DAIRIES, Ltd. Telephone 201 101 MJÓLK — RJÓMI — SMJÖR — ISRJÓMI BÆNDUR! KYNNIST BILASALANUM Breen Bros. njóta álits fyrir ábyggilegheit og sanngjarnt verð, sem er trygging yðar fyrir óblandinni ánægju og ábyggilegum dollar fyrir hvert dollars virði. Stórkostlegt úrval af öllum tegundum og gerð- um, tryggir yður það að fá bíl, sem fullnægir notaþörf yðar og samsvarar gjaldþoli yðar, jafnframt því, sem afborgunar fyrirkomulagið fyrir bændur er skipulagt þeirra sjálfra vegua. KYNNIST BÍLASALANUM BREEN BROS. Staður fyrir sölu brúkaðra bíla FORT and GRAHAM Sími 95 314 PORTAGE and LANGSTDE Sími 71141

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.