Lögberg - 28.07.1938, Side 15

Lögberg - 28.07.1938, Side 15
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 28. JÚLl 1938 15 ann ykkar, aÖ drepa Pusa bróður rninn, helvitis þorpararnir. Ekki man eg hvort nokkur var<5 til andsvars, en skyndilega er Pusi kominn upp aftur á skyrtunni og sokkaleistunum, þó að bæði sé rign- ■ng og blautt á þilfarinu. Hann nötrar enn og skelfur og segist ekki þora að vera einn niðri. En þegar hann sér að nærri liggur, að þeir nafnar fari enn að skammast, biður hann þá, fyrir guðsskuld að hætta nú að rífast, og er orðinn bæði ang- urvær og bljúgur í anda. Formaðurinn kom svo að vörmu spori og íhéldum við síðan heim á leið. Pusi lá niðri og hrestist bráð- lega, en litli Sveinn stóð við stýrið alla leiðina, þó að hann fengi ekki nema hálfan hlut á móts við hina aðalmenn leiðangursins. Var eg á- nægður með lífið, þegar heim kom og þátti miín för góð orðin og merki- leg. 7Ó desember 1937. —Alþ.bl. Það er hlegið í Madrid Eftir Langston Hughes. Já, ennþá hlær fólkið í Madrid. í þessari furðulegu borg, sem kenna má við hetjudáð og dauða, þar sem húsin standa fast við víggarðana, og sumir strætisvagnarnir stöðvast við víggirðingarnar, hlær fólkið enn. Börnin leika sér á götum úti, og karlmenn nema staðar til þess að lesa kýmniblöð engu síður en ófrið- arfregnir. Götin eftir sprengikúl- urnar, sem varpað var á borgina síðastliðna nótt, hafa oft verið fylt í dögun. .Svo röggsamlega vinna Madridbúar að því að lappa upp á borg sína. Hér býr ein miljón manna á helj- ar þremi. Menn eru aldrei óhultir fyrir sprengikúlum, sem enginn veit, hvar muni lenda. Hugsið yður, að þér sætuð i framherberginu í íbúð yðar uppi á 3. hæð og væruð í mestu rólegheitum að þurka gleraugun yð- ARNAÐA RÓSKIR 1 TILEFNl AF HATÍÐ YÐAIl 1 SAMBANDI VIÐ SJALFSTÆÐl ÞJÓÐARINNAR ÚKVALS MAYTAG ÞVOTTAVÉLAR Heimsins fullkomnasta þvottavél, og jafnframt heims- ins ódýrasta þvottavél — alt í einni þvottavél Verð við allra gjaldþol Rafþvottavélar ..........$74.50, $84.50, $89.95, $99.95, $129.00, $159.00 Gasolíu vélar ........................$164.00, $189.00 MAYTAG COMPANY LIMITED «40 PORTAGE AVE., WINNIPEG Sími 37 184 VÉR ÓSKUM ISLENDINGUM TIL LIAMINGJU A HINUM ARLEGA ÞJÓÐMINNINGARDEGL ÞEIRRA Vér finnum til mietnaðar yfir því hve lengi vér höfum starfað og drengilega í þágu bændanna í Vestur-Canada. Starfræksla kornhlöðu og vöruhúss á Winnipeg Beach er eitt sjxirið enn í þá átt að tryggja bændum •‘Gomplete Farm Service for Western Canada,” og vér bjóðum bændum og búalýð i þessu héraði, að heimsækja oss í sambandi við kornsölu, fóðurkaup og mjölkaup. Spyrjist fyrir um vort fullkomna úrval af allra bezta VICTORIA BRAND FEEDS WIB PURE OANE MOLASSES “OROP PURITY” SEED GRAINS “ROSCO” PORTABLE SILOS ‘ ‘ COLUMBIAN»’ BINDER TWTNE Finnið oss áður en þér seljið Smára eða Alfalfa útsæði yðar. McCABE BROS. GRAIN COMPANY Limited WINNIPEG BEA CH JOHN SHAVENTASKE, Manager Vér árnum tslendingum í Vesturlandinu hamingju t tilefni af ÞJÓÐMINNINGA RDEGl ÞEIRRA The Winnipeg Paint & Glass Company Limited sem framleiða MARTIN-SENOUR 100% PURE PAINTS ' ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt metSal tyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftlr vikutfma, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð I sinni röð. Miljönir manna og kvenna haía fengið af því heilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið f notkun. NUGA- TONE fæst í lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, því eftirlíking. ar eru árangurslausar. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE 1 ábyggilegum lyfjabúðum. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. ar, þegar sprengikúla kæmi alt í einu fljúgandi gegnum vegginn og spryngi eins og þrumufleygur fyrir framan legubekkinn. Ef þér sitjið á legubekknum, er úti um yður. Ef þér eruð staddur hinum megin i herberginu, má vera, að þér komist lífs af. Þetta skýrir það, hvers vegna enginn maður i Madrid gerir svo mikið sem hreyfa sig, þó að hann heyri fallbyssuskot. Ef menn hreyfa sig. geta þeir átt það á hættu að lenda þar, sem sízt skyldi. Símastöðin i Madrid, skýjakljúf- ur með mörgum skotgötum, stendur enn, þó að hún hafi orðið fyrir miklum skemdum. Og inni fyrir sitja stöðvarstúlkurnar, önnum kafnar. í pósthúsinu er engin rúða heil, en þó fara póstsendingarnar þaðan, eins og ekkert hafi í skorist. Flest gistihús borgarinnar eru með sundurskotnum veggjum, en í her- bergjum þeim, sem heita mega ó- skemd, búa enn dvalargestir, þvi að einlhversstaðar verða menn að vera. En húsið hefir orðið fyrir meiri háttar skemdum, þannig að svalir hafa verið skotnar af því, útskýrir skrifstofuþjónn hótelsins þetta ýtar- lega fyrir gestunum, um leið og þeir rita nöfn sin í gestabókina. Morgun einn eftir hikla sprengju- hríð, gekk maður nokkur framhjá húsinu, þar sem vinafólk hans bjó. Þetta hús hafði orðið fyrir sprengj- um. Nokkur hluti af framhlið þess lá í garðinum, og auk þess hafði sprengikúlan rifið efsta hlutann af píanói fjölskyldunnar, sem í húsinu bjó. Engu að síður sat ung dóttir hjónanna þar þvegin og strokin við hljóðfærið og var að spila vals Hún var glöð á svipinn. Vegfar- andinn spurði, hve miklar skemdirn- ar hefðu orðið, og telpan kallaði gegnum sprengjuopið á veggnum: —Það kom sprengikúla gegnum vegginn hér í nótt. Eg ætla bráðum að fara að hjálpa til að hreinsa garð- inn, en áður verð eg að æfa mig dá- lítið á hljóðfærið, þvi að músík- kennari minn kemur hingað klukk- an ellefu. 1 Madrid fást lélegir vindlingar, slæmt vín, lítið af brauði og kfafi, en hvorki sykur né sápa. Samt sem áður bera menn sig eins og hetjur og brosa. Þeir vita, að dauðinn vofir sífelt yfir þeim og heyra skot- drunur dag og nótt, en þeir hafa strengt þess Iheit að lifa og hlæja og verjast dauðanum. í húsinu þar, sem eg á heima, er stundum ekki annar matur borinn á borð en súpa með brauði í og brauðbiti.. Þá spenna menn mittisólina fastar að sér og glotta við tönn. Einhver er vis til að hafa góðlátlega yfir spænska orðtakiÞ “Brauð með brauði er fíflafæða.” Þá hlæjum við öll. Til þess að ögra Madrid-búum hefir Franco daglega látið útvarpa frá útvarpsstöðvum uppreisnar- manna i Burgos og Seville matseðl- um stóru gistihúsanna og skrá yfir þau dýrindis vin, sem þar eru drukkin. En fólkið i Madrid er jafn léttlynt eftir sem áður. Mola hershöfðingi, sem orðlagður er fyrir kaffihúsa-setur, sagði i upphafi borgarastyrjaldarinnar, að hann mundi brátt drekka kaffi i Madrid. Hét hann því, að hann skyldi verða kominn til höfuðstaðarins eigi siðar en 8. desember. Þetta brást. En að kvöldi þessa dags gat að líta i tunglsljósinu á miðju torginu Puerta del Sol í Madrid kaffiborð, þar sem búið var að hella kaffi í bolla, en á borðinu sást eftirfarandi áletrun : HANDA MOLA Kvikmyndahúsin i Madrid eru geysivel sótt. Kvöld eitt var fólk að horfa á ameríska kvikmynd i einu af kvikmyndahúsunum. Alt í einu féll sprengikúla niður á strætið úti fyrir kvikmyndahúsinu. Varð af þvi óguleg háreysti, en enginn mað- ur gerði svo mikið sem rísa á fætur Skömmu síðar laust annari sprnegju niður, og riðaði húsið þá við, Gekk eigandi þess þá fram fyrir fólkið og kvaðst álíta ráðlegast að hætta sýningunni. Ekki hafði hann lokið setningunni, þegar áhorfendurnir þögguðu niður í honum með ussi og sussi. Lét hann þá undan, og var sýningunni haldið áfram, þrátt fyrir þytinn í sprengikúlum Francos úti fyrir. Kvikmyndin frá Holly- wiod orkaði meira á hugi hins spænska fólks en yfirvofandi dauð- inn. Rétt þykir að geta þess, að kvikmyndin, sem þarna var verið að sýna, hét: “Ógnir i Chicago. —Samtíðin, júní 1938. Synodus 1938 1 gær kl. i e. h. hófst synodus með prédikun og sameiginlegri alt- arisgöngu presta i dómkirkjunni Séra Halldór Kolbeins, hinn mæti sóknarprestur Súgfirðinga flutti prédikun út frá Jóh. 14.6, en vígslu- biskup Friðrik Rafnar á Akureyri þjónaði fyrir altari. Fundarhöld hófust síðar um dag- inn kl. 4:30 i fundarsal K.F.U.M. Fól biskup fundarstörf þeim séra Helga Konráðssyni, Sauðárkróki og prófasti Jóni Þorvarðarsyni frá Vík í Mýrdal. Að afloknum sálmasöng og stuttri guðræknisstund, er biskup stýrði, hóf biskup skýrslu sína um kirkju- lega viðburði síðastliðins árs. Verða hér nefnd nokkur atriði úr skýrslu biskups: Látnir prestar á árinu: Biskup mintist i upphafi látinna starfsmnna og þá fyrst og fremst vígslubiskups Sigurðar P. Sívertsen prófessors. Engir þjónandi prestar létust á ár- inu, en 3 þjóðkirkjuprestar, er látið höfðu af störfum vegna aldurs eða veikinda, þeir séra Jakob Lárusson, sr. Helgi Árnason og séra Arnór Árnason. Einnig mintist biskuji hlýjum orðum séra Ólafs Ólafsson- ar frikirkjuprests og Björns B. Jónssonar í Winnipeg, er um eitt skeið var forseti kirkjufélagsins í Vesturheimi og lézt þar 13. maí síð- astl. Þá mintist biskup 4 prests- ekkna, er látist höfðu á árinu. Lausn frá embœtti. Þrír prestar höfðu fengið lausn á árinu, þeir séra Matthías Eggertsson (49 ár prestur), séra Sigtryggur Guðlaugs- son, Núpi (40 ár prestur og séra Kjartan Kjartansson , Staðarstað (41 ár prestur). Vígðir á árinu voru þeir séra Ei- ríkur Eiríksson, Núpi og séra Gísli Brynjólffeson, KHrkjubæjarklaustri. Þá var enn vígður Jóhann Hannes- son cand. theol. til trúboðs meðal heiðingja. Tveir vígslubiskupar voru vígðir á árinu: sr. Bjami Jónsson, dóm- kirkjuprestur yfir Skálholtsstifti og séra Friðrik Rafnar á Akureyri yfir H ólabi skupsdæmá. Prófastar voru skipaðir á árinu séra Friðrik Friðriksson, Húsavík, séra Böðvar Bjarnason, Rafnseyri og séra Friðrik Hallgímsson dóm- kirkjuprestur í Reykjavík. Þrjú prestaköll voru veitt á ár- inu, en auk þess settir tveir aðstoð- arprestar við dómkirkjuna, þeir séra Garðar Svavarsson og séra Sigurjón Árnason. Eitt prestakall var endurreist á árinu: Dýraf jarðarþing. Nýjar kirkjur: Ný og vönduð kirkja var reist að Suðureyri í Súg- andafirði. Er þar mjög fámennur söfnuður, en með fádæma áhuga var kirkjan reist skuldlaus, enda þótt byggingarkostnaður næmi kr. 19.000. í satnbandi við allar þær mörgu og hlýju gjafir, sem kirkjunni hafði borist til skreytingar og notkunar við guðsþjónustur, gat biskup þess, að nýlega hafði verkamaður i Vest- unheimi, Tómas Knudsen, sent sóknarkirkju foreldra sinna hér heima 500 dollará (yfir 2,000 fsl. krónur) til minningar um þá. —Morgunbl. 24. júní. The Riedle Brewery Limited Winnipeg, Manitoba This h<Ivcrtisement is not inserteil by the Government IMquor Controi Comtnission. The Commlssion is not responsfble for statements 'maíle as to quallty or produets advertised /OvcrseXj? BOTTLID Bctl aimsm Awarded The Gold Championshiþ Medal Silver and Bronze Medals London, England 1937 pHONE 57241 Independently Owned and Operated

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.