Lögberg - 15.09.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.09.1938, Blaðsíða 2
LÖtíBERG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1938 Frú Guðrún Lárusdóttir og tvær dætur hennar drukna í Tungufljóti Átakanlegt bilslys varð í Bisk- upstungum í gær. Fólksbíllinn R. E. 884 kom veginn oían frá Geysi og ætlaði til Gullfoss. A vegamótun- um viö Tungufljót er kröpp beygja og rann bíllinn þar út af niður 13 metra brekku og ofan í fljótið og þar á bólandi kaf. Fimm manns voru í bílnum: Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, cand. theol., kona hans frú Guðrún Lárusdóttir alþm., tvær dætur þeirra hjóna, frú GutSrún Vajgerður og ungfrú Si^rún Kristín, og loks bil- stjórinn Arnold Petersen. Þeir Sig- urbjörn Ástvaldur og bílstjórinn björguðust, en frú Guðrún Lárus- dóttir og dætur hennar tvær drukn- uðu.— Strax og fréttist unn þetta stór- felda slys fór tíðindamaður Morg- unblaðsins austur og kynti sér öll verksummerki á staðnum. 1 'egar tíðindamaður Morgun- blaðsins kom austur að Tungufljóti um klukkan 4.15 í gær, var bíllinn enn niðri í fljótinu og líkin þrjú i honum. I'angað var þá kominn Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn í Reykjav/ík, ásamt nokkrum af nán- ustu vandamönnum heimilisins í Ási. I'ar voru þeir bræður Gisli og Hall- dór, synir As-hjónanna; þar var og I'étur Lárusson fulltrúi Alþingis og frú hans. Yegamannatjöld stóðu á fljóts- bakkanum, austan megin. Þar voru allmargir vegamenn fyrir. Hjá þeim voru þeir Sigurbjörn Ástvaldur og bílastjórinn Arnold Petersen. Djúp alvara og kyrð ríkti í tjöldunum, þvi ekkert var hægt að aðhafast við bjórgun, þar sem beðið var eftir kafara og tækjum úr Reykjavík. Tíðindamaður Morgunblaðsins hitti nú ýmsa menn að máli til þess að fá sem nánastar fregnir af þessu sorglega slysi. NBYÐARÓPIÐ Ólafur Guðjónsson verkstjóri seg- ir f rá: Það var um kl. 12.30. Við vega- vinnumenn vorum staddir í skúrn- um, þar sem við mötumst. Við vor- um í þann veginn að búa okkur undir að hlusta á erlendu hádegis- fréttirnar <í útvarpinu. Þá heyrum við alt í einu hljóð, er var líkast neyðarópi. Ráðskonan, Pálína Björgúlfsdóttir fer út. Sér hún þá hvar maður er þar staddur skamt frá. íHann er berhöfðaður og hold- votur. Hún gengur til imóts við manninn. Hann getur þá ekkert tal- að, aðeins gefur frá sér ámátleg hljóð og bendir vestur til fljótsins. Er Pálína lítur þangað, sér hún að annar maður stendur þar, á vega- mótunum, vestan við brúnina. Hún heyrir f rá honum neyðaróp. Pálina sér nú, að eitthvað hefir orðið að. Hún kallar því á vega- vinnumennina og þeir koma allir út á svipstundu. Þegar þeir koma út er maðurinn. sem kominn var að tjöldunum, enn svo aðframkominn, að hann getur ekkert talað. Þetta var Arnold Petersen bílstjóri. Hann gefur að- eins frá sér ámátleg hljóð og bendir til fljótsins. Þeir hlupu samtímis vestur yfir brúna, þangað sem hinn maðurinn stóð. Hann er eins á sig kominn, getur ekkert sagt frá því, sem skeð hafði, bendir aðeins niður í hyldýpið og segir: Þær eru þrjár. \ egavinnumennirnir voru nú strax fullvissir um það, að þarna hafði orðið slys. Þeir senda strax vestur að Vatnsleysu, sem er næsta símstöðin. Þar býr hreppstjórinn, Erlendur Björnsson. Hann var við heyskap þarna skamt frá og fór hann með þeim vestur að Vatnsleysu. Þegar þangað var komið var strax símað til lögreglunnar í Reykjavík og henni tilkynt um slysið. Samtímis var hring til héraðslæknisins, Ólafs Einarssonar á Laugarási og hann beðinn að koma strax. Einnig gerðu vegavinnumennimir ráðstaf- anir til þess að f á bát til þess að haf a þarna við hendina. Mennirnir, sem bjÖrguðust voru nú fluttir inn i tjald. Þar voru þeir færðir í þur föt og þeim gefin heit mjólk. Eftir þessa aðhlynningu hrestust mennirnir brátt og einkum Ástvald- ur Gíslason. Bílstjórinn hafði þó enn mikinn skjálfta og var honum þá gefið heitt, sterkt kaffi og fór hann þá að hressast. SLYSIÐ llíllinn kom sem fyr segir veginn ofan frá Geysi. Fast við Tungu- fljót c-ru vegamót. Sá, sem fara vill veginn austur að Gullfossi, yfir brúna á Tungufljóti verður að taka skarpa beygju yfir á veginn að brúnni. En aðalvegurinn að brúnni liggur þarna utan í brekku. Eru þar 13 metra snarbrött brekka nið- ur í fljótið, eða réttara sagt 9 metra brekka að ofanverðu og svo ca. 4 metra jarðfall niður við fljótið. Þarna rann bíllinn niður og beint ofan í íljótið og þar á bólandi kaf ofan í 4—5 metra dýpi. Hjólförin í brekkunni sýna, að bíllinn hefir runnið beint niður, en sennilega steypst kollhruís fram af jarðfallinu ofan í fljótið. / SUMARLEYFI Sigurbjörgn Ástvaldur Gíslason segir frá: \'ið vorum í skemtiferð. Konan min hafði fengið sumárleyfi. Við fórum úr Reykjavik laust fyrir há- degi á föstudag. Fórum fyrst að Hraungerði, en þaðan upp á Skeið til þess að hitta systurdóttur mína. sem þar býr. Héldum svo á föstu- dagskvöld upp að Geysi og vorum þar næstu nótt. Á 11. tímanum í gærmorgun héld- um við frá Geysi. Við héldum svo í berjamó og vorum þar til kl. um 12. Héldum síðan af stað og var nú ferðinni heitið að Gullfossi. Skeður nú ekkert þar til við kom- 1 um að vegamótunum við Tungu- fljót. Þá veit eg ekki fyr til en að bíllinn er að renna út af, niður háa brekku og í fljótið. Eg sat fram í hjá bílstjóranum, en konan mín og tvær dætur okkar sátu aftur i. Um leið og bíllinn er að'renna fram af vegarbrúninni heyri eg neyðaróp í dóttur minni. En þetta skifti engum togum. Bíllinn fer í flugkasti niður snarbratta brekkuna og niður í fljót- ið. Eg gníp í hurðina, en veit ekki hvort mér, hefir tekist að opna. Svo finn eg að vatnið streymir inn og áður en varir er eg kominn á kaf í vatni. Xú hugsa eg að við munum öll deyja þarna. En þá er skyndilega gripið í mig og eg dreginn upp að landi. Þar næ eg í grasbakka og get hafið mig upp. Eg þykist vita, segir Sigurbjörn Astvaldur, að orsök slyssins hafi verið það, að bremsur bílsins hafi verið í ólagi. Þær voru í ólagi dag- inn áður, en bílstjórinn reyndi að lappa eitthvað upp á þær við Geysi. Annars vil eg taka það fram, segir S. A. G., að bílstjórinn ók mjög gætilega altaf og eg get ekki ásakað hann á neinn hátt. BREMSVRNAR ÓNÝTAR Arnold Petersen bílstjóri segir frá: Eg er Dani, en hefi verið á ís- landi í T,1/2 ^r °S vmn nu á Elliheim- ilinu. Eg hefi haft ökuskirteini í nyí ár og ekið bíl við og við. lííll sá, sem við ókum í austur var Chevrolet 5-manna drossía frá 1929. Eg varð var við það á föstudag, að bremsur bílsins voru i ólagi. En áður en við fórum frá Geysi í gær- rnorgun herti eg svo á bremsunum, að þær virtust verka nokkurn veg- inn. Eg prófaði bremsurnar nokkru eftir að við lögðum af stað frá Geysi og verkuðu þær þá vel öðru megin. Þegar eg kom á hæðina ofan við vegamótin við Tungufljót setti eg bílinn í fyrsta "gír." En þegar eg ætlaði að taka beygjuna austur á aðaleginn verkuðu bremsurnar alls ekki. Þarna á vegamótunum er nokkur halli og rann því bíllinn beint fram af vegarbrúninni og niður snarbratta brekkuna, ofan í fljótið. I'ctta skifti engum togum. Það eina, sem eg hugsaoi um, er eg sá hvernig komið þar, var að halda bilnum réttum niður brekkuna. Eg vissi ekki að vatnið var svona djúpt í fljótinu og bjóst við, að ef mér tækist að forða bílnum frá veltu, þá myndi fólkið í bílnum geta bjargast. Eg get ekki fyllilega ' gert mér Ijóst, á hvern hátt eg bjargaðist. Býst við að eg haf i annaðhvort brot- ið rúðuna eða sparkað í hurðina og spyrnt út. Eg er lítilsháttar skor- inn á fingri og hygg því að eg hafi brotið rúðuna og komist þannig út. Eg synti nú til lands. En þegar eg kem í land er bíllinn kominn í kaf, en eg sé á höfuð Sigurbjarnar Ástvaldar skamt undir vatnsborðinu. Syndi svo út aftur og næ honum og get synt með hann í land. Sigur- björn Ástvaldur hlýtur að hafa ver- ið búinn að opna bílhurðina og kom- inn að hálfu leyti út úr bílnum, þvi annars hefði eg ekki getað séð hann. En nú var eg svo að fram kominn, að eg gat ekki meira. Vatnið þarna var ísjökulkalt og eg hafði engan mátt til að fara út aftur. Hljóp því austur að tjöldunum, austan árinnar og kallaði á hjálp. KAl'ARI KEMUR Þegar Sveinn Sæmundsson yfir- lögregluþjónn kom austur, sá hann strax, að þar var ekkert hægt að gera þar eð nauðsynleg tæki voru ekki á staðnum. Með Sveini var Gísli Pálsson læknir. Sveinn hringir því strax til Revkjavíkur eftir kafara til þess að ná upp líkunum. Var Ársæll Jónas- son kafari fenginn til þess að fara austur. Kl. 6.10 kemur Ársæll austur, en útbúnaður hans, sem var á vörubíl, kom austur kl. 6.30. Var nú strax farið að útbúa kafarann og er búið að því kl. 7.20. I'á fer hann út fyrstu ferðina. LÍKIN Ilíllinn var stutt frá landi. Hann lá skorðaður í stórgrýti og um met- ers dýpt niður að honum. Þungur straumur var þarna. Kl. 7.27 gefur kafarinn merki og er þá dregin inn taug, sem hann hafði með sér út til þess að festa líkin í. Kom nú fyrsta líkið á land; var það lík Guðrúnar Valgerðar. Það er lagt i kistu og borið upp að bíl. Þar líta læknarnir á líkið. Kafarinn kemur í land, en fer samstundis út aftur. Eftir 5 mín- útur kemur lík f rú Guðrúnar Lárus- dóttur. Það er lagt í kistu og farið eins með það og hiÖ fyrra. Kafarinn fer út í þriðja sinn og kl. 7.45 gefur hann merki. Er þá dregið í land lík ungfrú Sigrúnar og lagt í kistu og borið upp að bíl. Var nú gerð tilraun til að ná upp bílnum, en vegna illrar aðstöðu þarna varð að hætta við það. ? -?- Frú Guðrún Valgerður, sem þarna druknaði, var gift Einari Kristjánssyni auglýsingastjóra. Maður hennar kom austur síðdegis í gær til þess að sækja lík konunnar. En þetta var ekki eina áfall hans i gær; systir hans andaðist þá einnig á Landsspitalanum. Ungfrú Sigrún var yngsta barn þeirra hjóna i Asi. Hún var 17 ára, framiúrskarandi efnileg. Hún tók gagnfræðapróf i Mentaskólanum á s.l. vori. Morgunbl. 21. ágúst. misti Ólína mann sinn og barðist síðan ein imeð börn sín þar til þau voru upp komin. Hún misti 2 börn í æsku, en sex eru á lífi: Mrs. E. Thordarson, Slinclair, Man.; Mrs. G. Campbell, Santa Monica, Cal.; Mrs. B. B. Mýrdal, Glenboro; Mrs. P. I íalldorson, Slinclair, Man.; Stefán, giftur að Brodwirdine, Man.; Jakobína Sigurlaug hjúkrun- arkona í Howel, Mich. Öll eru börn- in myndarleg, eins og þau eiga kyn til, því bæði faðir og móðir voru góðum hæfileikum gædd. Þrjú syst- kyni mun Ólöna hafa átt :^Jóhanna, Mrs. Thordarson, nú í W'innipeg; Astbjörn, dáinn, og Una Jónsdóttir gift heima i Vestmannaeyjum. Jarðarför Ólínu heitinnar fór fram frá kirkjunni í Sinclair, Man., 27. ágúst s.l. að viðstöddu öllu ís- lenzku fólki úr þeirri bygð og ensk- um vinum er þektu hana og börn hennar. Hún öðlaðist virðing og traust allra, er henni kyntust, og með henni er til hvíldar gengin ís- lenzk móðir, er örlög ókunnugs lands gátu aldrei beygt. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng og sóknarprestur- inn í Sinclair mælti fáein kveðjuorð. Minningarorð Hinn 24. ágúst s. 1. andaðist ekkj- an Ólina Jónsdóttir Guðmundsson, eftir langvarandi vanheilsu. Hún var fædd að Helgabæ í Vestmanna- eyjum 25. des. 1864, dóttir Jóns Jónssonar og Ólafar Ólafsdóttur. kom vestur um haf árið 1885 °R vann vestur í Þingvallanýlendu og í Winnipeg þar til um 1893, er nun og maður hennar, Albert Guð- mundsson, ættaður úr Vponafirði, settu bú í Melita, Man., og litlu síð- ar námu land við Sinclair, Man. I'ar bjuggu þau til ársins 1908, er þau fluttu til Glenboro. Ari síðar Frá Edmonton (6. sept. 1938.) Herra ritstjóri Lógbergs: Tíðarfarið hefir verið hið hag- kvæmasta nú í seinni tíð. Uppsker- an hefir gengið hér vel, og ekkert heyrst um frost, sem hafi gjört neinn skaða á ökrum bænda. Uppskeran víðast hvar imeð lang bezta móti, en hveitiverðið er svo lágt, að þegar allur kostnaður við hveitiræktina er frá dreginn, verður ekki mikið eftir j fyrir bóndann. Hveitiprisinn hér jí dag fyrir "Cash Wheat" er: No. 1 1 Northern .39%, No. 2 Northern I No. 3 Northern 36. Aðrar korn- 'tegundir: 2CW Háfrar .15, Bygg 'Ex.CW 18, Flax $1.16, Rúgur 2CW .17%. I'ann 20. ágúst lézt hér á einu sjúkraihúsi borgarinnar, Sigfús Goodman 83 ára. Var hann annar elzti fslendingurinn hér í Edmonton. Hann var einn af þeim fyrstu Is- lendingum sem settust að í Marker- ville bygðinni, og bjó hann þar um nokkur ár, þar til hann flutti til Ed- monton. Var Mr. Goodman sér- staklega vandaður maður, og vel látinn af öllum þeim, sem kyntust bonum. Hann lætur eftir sig tvær dætur, Mrs. C. E. Johnson og Miss Olive Goodman hér í Edmonton, einn son Guðmund Goodman i Wynyard, Sask. og eina systur, Mrs. Ólafsson í Argyle, Man. Útförin fór fram í útfararstofu Howards & McBride þann 23. ágúst. Lútersk- ur prestur, Rev. H. J. Boettcher flutti líkræðuna. Var likið samdæg-> urs flutt til Markerville, þar sem útfararathöfn fór fram, og fluttu ræður þar Rev. P. Hjálmsson og enskur prestur sem þar býr. Flestir Islendingar hér, voru við útförina hér í Edmonton, og nokkuð margir af annara þjóða fólki. Var kistan þakin blómum frá ættingjum hins látna og vinum hans. Öll skyld- imenni hins látna, fylgdu líkinu til Markerville, þar sem hann var jarð- aður við hlið konu sinnar, sem hann misti þar, fyrir mörgum árum síð- an. Mr. J. G. Henrickson, forseti "Edmonton Plumbers & Steam- fitters Union," hér í borginni, lagði af stað til Atlantic City, í New Jersey til að sitja þar á alsherjar fundi þess félagsskapar fyrir bæði Canada og Bandaríkin sem erind- rcki fyrir félag sitt í Edmonton. Sökum kreppunnar hefir þessi fé- lagsskapur ekki 'haldið neitt alls- herjar þing, í síðastlðin 10 ár. Virð ist þetta benda til þess að tímar séu að batna, er "The International l'nion" hefir ráðist í að kalla til fundar aftur. Það hefir mikinn kostnað í för imeð sér fyrir félagið, sem borgar öllum "delegates" kaup cjg allan kostnað, frá því þeir fara að heiman og þangað til þeir koma til baka. Er þetta mikill heiður fyrir Mr. Henrickson, sem sýnir hvaða tiltrú og traust hann hefir hjá félagsbræðrum sínum. Mr. Hen- rickson hefir verið forseti "Edmon- ton Icelandic Club" hér í síðastliðin tvö ár. Mr. G. Goodman frá Wynyard, Sask. er staddur hér i borginni, kom hann hingað til að vera við jarðar- för föður síns, Sigfúsar Goodman. Barnaveikin "Polio" (Poliomye- litis) hefir gert vart við sig á ýms- um stöðum í fylkinu. Síðan 1. júlí hafa 61 sýkst af þessari veiki í fylk- inu, og átta af þeim hafa dáið. I olíuhéraðinu Turner Valley suð- austur frá Calgary hefir veikin ver- ið skæðust, þar hafa tuttugu veikst, svo alþýðuskólar verða ekki opnaðir þar í tvær vikur. Skólar hér í Ed- monton voru opnaðir í dag (6 sept.). Þykir mörgum það óvarfærni af hálfu skólaráðsins, að þyrpa 18,000 ungmennum inn í skólana, á meðan þessi hncðilega veiki er að gera vart við sig hér. Mrs. Hjálmar Björnson kom frá Washington, D.C., til að vera hér við giftingu systur sinnar, Margrét- ar Jónasson. Er hún farin aftur heimíeiðis og tók með sér móður sina, Mrs. Halldóru Jónasson; verð- ur hún þar í vetur hjá dóttur sinni og tengdasyni. Ekki varð mikið úr hátíðahöldum þann 22. sept. sem ákveðið er að skuli haldin ár hvert, samkvæmt j reglugjörð Social Credit sinna, til minningar um sigur þann, sem sá flokkur vann 1935. Mest varð vart 1 við þessi hátíðahöld í Edmonton og Calgary, þar sem mörg hundruð manns eru i þjónustu stjórnarinnar. Allir urðu nauðugir og viljugir að : vera til staðar við þetta tækifæri, til að fylla flokkinn, eða þá að eiga það á hættu að verða reknir frá stöðu sinni. Er slíkt athæfi algengt hér undir Social Credit fyrirkomulaginu að menn eru reknir úr vistinni fyr- irvaralaust, umtalslaust og án þess að nokkur ástæða sé gefin fyrir því tiltæki. Ef nokkur vafi er á þvi, að þeir séu 100% Social Credit og hundhlýðnir æðsta spámanninum í Edmonton, þá er það álitin að vera góð og gild ástæða til að reka þá úr . vistinni. Það boð var látið út ganga j frá stjórnarsölum Aberharts, að engín ræðuhöld ætti að hafa urri , hönd, á þessum hátíðahöldum; sýn- ] ir það berlega hvað þeir eru orðnir hræddir við alt málfrelsi og opin- berar umræður. Hefir þá grunað, að einhver yrði til þess að leysa ofan af skjóðunni og segja þeim meiningu sína. Það er líka óefað, að þeir hafa skoðað það rétt, frá þeirra sjónarhæð. En til þess að nota þetta hátíðlega tækifæri sem bezt, þá var það gjört kunnugt. að æðsti spámaðurinn, Aberhart, talaði í útvarpið á vissum tíma eftir miðj- an daginn, og þá áttu allir að flykkjast á þá staði í fylkinu þar sem það hefði tækifæri að heyra til hans. Svo töluðu nokkrir af hinum smærri spámönnum úr ráðuneyti Aberharts. Mest gengu ræður þeirra allra út á það að hrósa sjálfum sér fyrir afreksverk sín á þessum þrem- ur árum, sem þeir hafa setið við völdin í Alberta. Skoruðu þeir á alla að standa stöðuga í trú sinni á þá, og Social Credit. Það ættu allir að vera upp með sér af því að hafa hér þá fyrstu og einu Social Credit stjórn í heiminum. Ekki var með einu orði minst á höfund Social Credit stefnunnar, Major Douglas, eða nýskeð ummæli hans um Social Credit stjórnina í Alberta, þar sem hann lýsti því yfir að það hefði ver- ið og væri ekki nein Social Credit stjórn í Alberta. Það er auðsætt hvað mikið er að réna fylgi stjórnarinnar, að með hverju ári fækkar þeim í þúsunda- tali, sem vilja taka nokkurn þátt í þessum skrípaleik spámannsins. S. Guðmundson. Dætur Gunnars B. Björnson í heimsókn Römm er sú taug . . . Tvær systur hafa dvalið hér á landi um skeið og eru að hverfa heim til sín á morgun með E.s. Esju. Heimilið er alla leið vestur í Minne- apolis. — En stúlkurnar tala mæta- vel íslenzku, sérstaklega önnur þeirra, þó að ekki hafi þær haft meiri tengsl við ísland en að eiga fyrir föður góðan Islending, sem fór vestur til Ameríku 4 ára gamall. Eru margir Vestur-íslendingar svo, að þeir geti haldið málinu við hjá börnum sínum, þegar þeir fóru aðeins 4 ára gamlir að heiman? Sennilega eru það talsvert fleiri, en við gerum okkur hugmynd um, en Gunnar B. Björnsson ritstj. getur það að minsta kosti. Systurnar tvær eru dætur hans, — mannsins, sem varð fyrstur allra Islendinga til þess að halda úti stóru og víðlesnu blaði á ensku vestur í Ameríku. Þrátt fyrir það talaði hann einna falleg- asta ísl. allra íslands góðu gesta vestan um haf, en hann var hér KJ30, sem rikisfulltrúi Minnesota- ríkis. Morgunbl. hitti systurnar að máli i gær. Sú eldri þeirra heitir Helga og er bókavörður að alþýðubóka- safni í Minneapolis. Sú yngri heit- ir Stefanía og hefir stundað klass- isk fræði (grísku og latínu) að há- skólanámi. I stuttum kaffitíma á Hótel Island í gær, vanst ekki tími til að spyrja mikils. En af tilviljun kom það í ljós, að í gær var 65 ára afmæli Gunnars ritstjóra, og eldri dóttirin segir við mig: "Veiztu, að við erum núna að drekka afmælis- kaffið hans pabba míns?" (Þær þúa vitanlega alla menn eins og góð- ir og gegnir Vestur-íslendingar). Eg vissi það ekki, því að hefði eg vitað það degi fyr, hefði þessi grein- arstúfur komið í blaðinu í gær. —Hvernig stendur á því, systur, að þið ráðist í svona langa og dýra ferð? spyr eg ungfrú Helgu. —Eg skal segja þér það. Hann l^abbi minn segir okkur krökkunum altaf, þegar við erum að reyna að mentast með því að ganga á skóla, að við eigum að vissu leyti bágt. — Við foreldrar ykkar eigum að heita íslenzk og ef tir að við fengum tæki- færi til að sjá Island árið 1930 hefi eg sannfærst betur um það, sem eg að vísu vissi áður, að þið getið ekki gert neitt bctra við krónurnar, sem ]>ið dragið saman, en að nota þær í íslandsferð. Þetta sagði pabbi, og mamma líka. Og pabbi bað okkur að gleyma ekki Jökulsárhlíðinni og mamma bað okkur um að gleyma ekki Dölunum, því þaðan eru þau ættuð. —Og munduð þið þá það? —Þú mátt ekki spyrja svona. Hann pabbi sagði satt. Einasti gall- inn á ferðalaginu er sá, áð eg held eg verði svo lengi að safna í nýja ferð. Og mér leiðist á meðan eg er að því. En það er bót í máli, að nú hefi eg með mér vestur talsvert af ís- lenzkum bókum. Eg á að kaupa fyrir nokkur hundruð krónur bækur héðan, til að hafa á bókasafninu mínum. Dr. Guðmundur Finn- bogason velur úr fyrir mig eins mikið og eg get fengið fyrir pen- ingana. Eg er ekki í neinum vanda með það. En eg er í vanda með eina bók, sem eg ætla að kaupa sjálf og við Stefanía systir mín. Þá bók ætlum við að gefa honum pabba í afmælisgjöf. S. -n. Morgunbl. 18. ág. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.