Lögberg - 15.09.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.09.1938, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1938 Húsfrú Sigurbjörg Tómasdóttir Olafsson Minst var þessarar vinsælu og merku konu með hlýhug og alúð, bæði í Lögbergi og enskum blöðum hér nærlendis, eftir að hún andað- ist þann 7. nóv. 1937; en ástmenn- in, eiginmaður og börnin, óska eftir að liætt sé við nokkurum orðum, sem fylgi myndinni af þessari prúðu konu í Lögbergi við hentugleika. Sigurbjörg var fædd að Ási á Þelamörk á Eyjafirði á íslandi 28. desember 1873. Foreldrar hennar voru: Tómas Jóhannsson Pálssonaf prests að Bægisá. Móðir Tómasar var Katrín Tómasdóttir, systir Egils á Bakka i Öxnadal. Móðir Sigur- bjargar var Guðrún, dóttir Árna hreppsstjóra í Holti í Svarfaðardal, Pálsosnar prests að Bægisá, en móð- ir (Uiorúnar var Sigurbjörg Þórðar- dóttir frá Kjama í Eyjafirði, ein af þeim mörgu Kjarna-systrum, sem f ór svo mikið prð af á sinni tíð, og hve þær þóttu sjálegar mjög og prúðar um alt. Fæstar þeirra munu þó hafa náð mjög háum aldri, og er því líkast sem það hafi borið við í ættinni með árum og komið fram á sumum hinum glæsilegu konum. Árið 1880 fluttist Sigurbjörg með foreldrum sínum og systkinum til Ameríku, frá Þúfnavöllum á Hörg- árdal. Eftir að til þessa lands kom, stefndu þau beinleiðis hingað í Is- lendinga bygðina í Dakota. Tómas og Guðrún festu kaup í landi hér í Garðar-bygð og bjuggu á því um nokkur ár. Sigurbjörg tók þá fljót- lega að "vinna út," og oft hjá ensk- um, því nauðsynlegt þótti að kom- ast sem fyrst niður í ensku máli; átti þó heimili hjá foreldrum sínum. en sótti stundum skóla á vetrum. 26. október 1893 giftist Sigur- björg, þá nær 20 ára að aldri, Ólafi Kristinssyni Ólafssonar og Katrínar Ólafsdóttur. Hin nýgiftu hjón keyptu nú land i nágrenni við for- eldrana og byrjuðu búkap þá á næsta vori, og á þessari bújörð bjuggu þau öll árin siíðan. Ólafur og Sigurbjörg eignuðust sex börn, en eitt af þeim dó í æsku. Þau fimm, þrjár dætur og tveir synir, sem nú lifa, eru: Katrín, gift T. W. Thordarsyni í Fargo, N. D., Dr. Pétur, giftur hérlendri konu, hann , er kennari í Ithaca, N.Y. Guðrún, gift hérlendum lækni, þau lifa í Havre Mont., Aðalbjörg, gift hérl. manni í Minneapolis og dr. Kristinn, hann er læknir í Cando, N. Dak., giftur konu af innlendum ættum. Systkini Sigurbjargar, sem enn voru á lífi voru þessi: Árni Thom- asson, Brown, Man., systurnar tvær, Mrs. Thordur Árnason og Mrs. Thordur Gunnarsson að Mozart, Sask., Páll Thomasson og Jónas Thomasson að Elfros, Sask. og Jó- hann Thomasson bóndi að Garðar. Sigurbjörg og Ólafur hyrjuðu samleið sína og lífsstarf með morg- unroðanum. Þau voru um leið sam- hent í athöfnum og framkvæmdum, urðu því á fyrstu árum sjálfstæð efnalega. Eftir að börnin uxu upp, sýndu þau mikla hæfileika til þroska og manndóms. Þau voru á undan flestum sem voru á sömu leið í hér- aðsskólanum með dugnað og nám- INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man...........B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson Árborg, Man.................Elías Elíasson Arnes, Man...............Sumarliði Kárdal Baldur, Man...................O. Anderson Bantry, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.........Arni Símonarson Blaine, Wash.............Arni Símonarson Bredenbury, Sask...............S. Loptson Brown, Man. ..................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man...........O. Anderson Dafoe, Sask...............J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota......Jónas S. Bergmann Edmonton ................S. Guðmundsson Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask...................C. Paulson Geysir, Man.................Elías Elíasson Gimli, Man...................F. O. Lyngdai Glenboro, Man.................O. Anderson Hallson, N. Dakota......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.....Magnús Jóhannesson Hecla, Man...............Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota............John Norman I Inausa, Man...............EHas Eliasson Husavick, Man.............F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn.....................B. Jones Kandahar, Sask.......,.....J. G. Stephanson Langruth, Man. ..........John Valdimarson Leslie, Sask...................Jón Ólafsson Lundar, Man...............Jón Halldórsson Markerville, Alta. ............O. Sigurdson Minneota, Minn...................B. Jones Mountain, N. Dak.........S. J. Hallgrimson Mozart, Saák...........J. J. Sveinbjörnsson Oakview, Man. ............Búi Thorlacius Otto, Man.................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash...........S. J. Mýrdal Red Deer, Alta...............O. Sigurdson Reykjavík, Man...............Árni Paulson Riverton, Man...........Björn Hjörleifsson Seattle, Wash.................J. J. Middal Selkirk, Man.............Th, Thorsteinsson Siglunes P.O., Man.....Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.............Búi Thorlacius Svold, N. Dak...........B. S. Thorvardson Tantallon, Sask.............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man. ................Elías Elíasson Vogar, Man...........Magnús Jóhannesson Westbourne, Man. ........Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarssoti Winnipeg Beaclh..............F. O. Lyngdal Wynyard, Sask.............J. G. Stephanson EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS NOTIÐ NUGA-TONE Pau hin ýraau eituretni, er setjast a8 í líkamanum og frá meltingarleysi stafa, veröa að rýma sæti, er NUGA-TONE kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NUGA-TONE vísar óhollum efnum á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna þvi heilsu sfna a6 þakka. Notið UGA-SOL vi8 stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. _____________________________I__________ fýsi. Sama var með landvinnuna; bræðurnir þóttu þar afburða dug- legir, en þeim mun hafa skilist, að sú framtíðar atvinna mundi nokkuð tómlát í greiðaseminni. Öll börnin sóttu því hina æðri skóla me$ þeim árangri, sem nú er orðinn. Sigurbjörg sómdi sér hið bezta í sinni sveit. Hún var mjög mikil- virk við heimilisstörf og myndar- skapurinn á alla vegu. Hún fylgdi meo dugnaði og áhuga öllum þeim málum sveitarinnar, sem voru að hennar geði, var um skeið forseti kvenfélagsins með öðru fleira. Mest var þó umhyggjan til mannsins og barnanna. Hcndurnar þreyttust aldrei að hlúa að þeim meðan þær náðu til, en andinn fylgdi börnun- um eftir að þau hurfu frá föðurhús- um og vakti yfir þeim á meðan lífið entist. Það hljóðnar um heimili og haga, þegar athaf narík og ástsæl eiginkona og móðir er hafin burt og flutt inn fyrir tjaldið, en svo eru fagrar myndir frá liðnum minningum sem skýrast í kvöldroðanum, og ljúft er að horfa á svo lengi, sem nóttin ekki kemur.— G. Thorleifsson. Italskir kafarar leita gulls á hafsbotni Snemma á árinu 1911 sigldi skip- ið Merida frá Vera Cruz í Mexico. Um borð voru 200 farþegar, flótta- menn fyrir uppreistarmönnum Maderos. sem höfðu tekið borgina Juarez herskildi tveim dögum áður. í ]>eningaskáp gjaldkera skipsins yar dýrindis fjársjóður, 4 milj. doll- ara virði. Þar voru gull- og silfur- stangir, ómetanlegir rúbínar og fjöldinn allur af öðrum djásnum, sem höfðu tilheyrt Maximilian keisara í Mexico og dfotningu hans Carlottu. Maximilian var tekinn af lífi 19. júní 1867. Merida var á leið til New York og undan Virginiaströndinni, fram- undan héraðinu Norfolk, skall á svarta þoka. Eimflautan var blás- in í sífellu og dregið var af ferðinni eins og hægt var. Farþegarnir voru kvíðafullir og ihöfðu safnast saman í hljómlistarsalnum. — Skyndilega fékk Merida ægilegt högg, svo að hrikti og brakaoi í hverju tré. • "Admiral Farragut," skip í eign United Fruit Co., hafði siglt á Merida'. Skipun var þegar gefin um að yfirgefa skipið og yfirmenn stóðu vopnaðir við björgunarbát- ana og héldu uppi reglu. "Admital Farragut" skemdist sama sem ekk- ert í árekstrinum og bjargaði öllum farþegum og skipverjum, en með Merida sukku til botns öll djásn konungsfjölskyldunnar, sem voru það eina, sem fylgismenn Porfirio Diaz höfðu getað kamið undan, er veldi hans varð að engu. Merida var varla horfin undir vatnsborðið, er menn ráðgerðu hvernig mundi hægt að ná skipinu upp aftur. Voru gerðar margar til- raunir, hver á fætur annari, en bær mistókust allar. Þá fyrstu gerði skipstjóri, Charles Williamson að nafni, og ætlaði hann að nota mjög vítt stálrör, sem átti að sökkva nið- ur að Merida, en efri endi þess átti að vera upp úr sjó. Þetta rör varð þó aldrei að notum, því þegar til kom, að ætti að nota það, fanst Merida hvergi, en ástæðan mun vera sú, að straumar eru mjög sterkir þarna og höfðu þeir borið skipið til, eins og síðar kom á daginn. Nokkrir miljónamæringar kost- uðu næstu tilraun og átti kafari einn að nafni George D. Stillson, að hafa stjórnina á hendi, en þegar togarar höfðu slætLí einn mánuð umhverfis staðinn, þar sem Merida sökk, án þess að verða nokkurs varir, var hætt við leitina. Margar tilraunir voru enn gerðar, en Merida fanst ekki aftur fyrri en árið [924. I'á ákváðu nokkir ungir menn, sem nefndu sig "sægamm- ana," að reyna einu sinni ennþá. Þeir réðu til verksins tvo fræga kafara: Fred Neilson og Frank J. Crilley, sem fór með Nautilius í Norðuríshafinu árið 1931 og hefir kafað allra manna dýpst. Þeir leigðu tvo togara, "Foam" og "Spray" og leituðu þeir — ekki með logandi ljósi — heldur með botnvörpum að Merida alt sumarið og haustið 1924, en árangurslaust Leitin lá niðri um veturinn, en um j vorið, þegar allir voru að gefa upp vonina, fanst Merida. En óhepnin elti þá, því áður en kafarar komust niður að flakinu, skall á fárviðri og Merida hvarf á nýjan leik. Tilraunin, sem helzt virtist ætla ao berá tilætlaðan árangur, var gerð 1932 og '33. Merida lá þá á 240 feta (ca. 80 m.) dýpi, en með venjulegum kaf- arabúningum er ekki hægt að vinna í meira en 135 feta dýpi. Var því búið til málmhylki með "útlimum" og vóg það 1400 pund, en ekki þurfti nema 8 punda þrýsting til að hreyfa "útlimina." Með aðstoð þessa kafarabúnings tókst að sprengja leið innd skipið og náðisl m. a. úr þvi borðbúnaðurinn, sem ber nafn þess og annað þess háttar. En þegar hár var komið, þótti of mikið fé hafa farið í tilraunina og var hætt við hana án þess að aðal- fjársjóðurinn næðist upp. Nú er verið að gera eina tilraun- ina enn þá, og eru það Italir, sem aðallega standa að henni. Eins og menn muna, eru margir beztu kaf- arar heimsins ítalskir. Lagði leið- angurinn upp frá Spezia á Italiu 29. maí s.l. og heitir skipið, sem notað er við þessa tilraun "Falco." Eru kafararnir á Falco þektastir fyrir að bjarga gulli úr skipinu "Egypt," er fórst í Ermarsundi. Menn, sem eru sérfræðingar í þessum björgunum, eruþó ekki allir á einu máli um það, hvernig þessi tilraun muni fara. — Merida fórst 55 mílur frá Gharles-höfða í mynni Chesapeake-flóa og er nú langt frá þeim stað, og efast menn um, að skipið finnist framar. —Vísir 15. ágúst. Business and Professional Cards Dœmi Svisslendinga Eftir Demarree Bess Demarree Bess er kunnur ame- rískur blaðamaður, sem hefir ferð- ast um Sviss nýlega, og er þetta út- dráttur úr seinustu grein hans af fjórum um Svissland. ? -<? Þegar við komum aftur til Genf, eftir langa dvöl í hinum þýzka og ítalska hluta Svisslands, vorum við sannfærð um, að hvorki nazismi né fasismi hefði fest rætur i þessum hluta landsins. En hvernig var ástatt í hinum franska hluta Sviss? Hafði heldur ekki J^ar orðið nein breyting, sem gaf til kynna að eitthvað mundi ger- ast, sem af leiddi, að S.vsslendngar myndi hverfa af þeirri braut hlut- leysis og friðar, er þeir hafa svo lengi farið? Frakkland er þriðja stórveldið, sem Iiggur að Svisslandi. Hefir hið sama orðið uppi á teningnum í Svisslandi sem Frakklandi; hefir þar orðið sama ólgan og öngþveitið í stjórnmálum og atvinnumálum ? Hafa borist til Svisslands frá Frakk- landi áhrif, sem hafa leitt til þess, að Svisslendingar — eins og svo margir Frakkar — gerðust róttæk- ari, en eins og kunnugt er hefir kommúnismanum aukist mjög fylgj í Frakklandi á síðari árum. Það er hægðarleikur, að kynna sér þetta í Genf, því að Genf er ekki aðeins "alþjóðaborg" heldur er hún einnig mesta borgin í franska hlut- anum í Sviss. Og í Genf og í hér- uðunum þar í kring gætir frakk- neskra áhrifa meira en nokkursstað- ar annarsstaðar í Sviss. Við höf- um ekki verið lengi í Genf er við urðum þess vör, að borgarbúar vildu kenna sósíalistum um ýmislegt, sem miður fór — ýmislegt, sem erlendir ferðamenn taka eftir. En sósíalist- ar komust þó aldrei til valda í Genf. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERL.EY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACK Winnipeg, Manltoba DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 ogr 2 tll S Skrifstofuslml — 22 261 Heimili — 401 9Í1 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St«. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL, BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Viötalstlmi 3-5 e. h. 21« SHERBURN ST. Slmi 30 87 7 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœOlnpur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrasðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD Phone 94 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. við Arlington SÍMI 35 550 Finni oss I sambandi viC lyf, vindlinga, brjóstsykur o. fl. PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldaabyrgS af öllu tægi. PHONE 94 221 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur titbúnaour sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Helmilis talslmi: 50156 2 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEQ pægilegur og rólegur bittaOur i miObiki borgarinnar. Herbergl $2.00 og þar yflr; m»C bafiklefa $3.00 og þar yflr. Agætar maltlOir 4 0c—60c Free Parking for Guetts LeiÖtogi sósíalista, M. Nicolle, náði iiieirihluta í framkvæmdarstjórn Genfar-kantónu fyrir fjórum árum, en ekki á þingi, og varí5 afleíÖingin kyrstaÖa og vandræÖi. En viS næstu kosningar í Genfar-kantónu biðu sósíalistar herfilegan ósigur, og eftir þaÖ voru mörg lög sett, sem sýna mjög greinilega, aÖ kommúnistiskar ráðagerSir eiga ekki upp á pallborÖ- itS í Genfar-kantónu. Stjórnmálaókyrðin í Frakklandi hefir því náð til Genf. — Sviss- neskir sósíalistar hafa náð allmiklu fylgi — ekki aðeins í franska hlut- anum, heldur og í þýzka hlutanum — iðnaiSarlxjrgunum. Sósialistar hafa t. d. haft meiri hluta í Basel og Zurich. En svissnesku sósíalistarnir eru yfirleitt hægfara — stefna þeirra er ekki róttækari en brezkra sósíalista. Þeir eru mótfallnir stéttarití og stétta-strío'i, og þeir vilja efla landvarnirnar sem mest. l'eir fylgja þeirri stefnu, aÖ sósíal- istar geti unnið að áhugamálum sínum friðsamlega og án þess að lieita valdi. En yfirleiít er það svo, að flestir, sem kynna sér fyrirkomulag í Sviss, þar sem ólíkar og óskyldar þjóðir búa og þrjú tungumál eru töluS, sannfa'rast uffi, að þarna hefir verið komið á fyrirkomulagi, sem til fyrirmyndar má verða. Þarna er i rauninni í smáum stíl sama fyrir- komulagiÍS <>g T-riand hafði í huga, er hann kom fram með tillögur sín- ar um "Bandaríki Evrópn." Ef sami hugsunarháttur væri rikjandi í Evrópu allri og Sviss, gæti hug- mvnd l'.riands um "Bandaríki Ev- rópu" komist í framkvæmd. Hinar ólíku stefnur og allar þær æsingar, sem þeim fylgja, og utan að koma, hafa brotnað á hinu sviss- neska bjargi samheldninnar. öldur nasismans, fasismans og kommún- ismans hafa ekki sópað Svisslend- ingum með sér. Þýzku Svisslend- ingarnir hafa ekki gerst forystu- menn nazismans, til þess að leiða alla Svisslendinga í fullan sannleika um ágæti þeirrar stefu, né ítölsku fasistarnir um ágæti fasismans eða frönsku Svisslendingarnir um ágæti komniúnismans. Meðal Svisslend- inganna hefir nefnilega yfirgnæf- andi meiri hluti þjóðarinnar, hvort sem hann var af þýzkum, frakk- neskum eða ítölskum uppruna, ver- io svo sannfærður um ágæti hinnar svissnesku stefnu í stjórnarfars- inálum, að hinar erlendu stefnur hafa ekki náð tökum á þjóðinni. Svisslendingar vita, að þer græða ekkert, hvorki á nazisma, fasisma né kommúnisima. Það hefir þó ver- ið mikið reynt til þess, að láta hinar erlendu stefnur ná áhrifum á Sviss- lendinga — og það hefir orðið nokkuð ágengt — en aðeins í bili. Svisslendingar vilja starfa áfram á hinum sama grundvelli og áður: Samheldni og sjálfstæði.—Dorothy Thompson segir, að svo margir Bretar séu íhaldsmenn af því, að Bretar eigi svo margt, sem vert sé ao "halda i." Og hið sama imætti segja um Svisslendinga. —Sunnudagsbl. Vísis. —Munurinn á kúnni og mjáklfur- póstinum er sá, sagði argur við- skiftavinur, — að kýrin anjólkar. —Já, svaraði mjólkurpósturinn, "— en eg er hræddur um að hún fengist ekki til að skrifa hjá yður. —Kærastinn minn, sem býr í Aberdeen, hefir sent mér mynd af sér. —Hvernig lítur han út? —Veit það ekkr ennþá. Eg er ekki búin að láta framkalla og kopiera myndina.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.