Lögberg - 10.11.1938, Page 5

Lögberg - 10.11.1938, Page 5
LÖGBHRG, FIMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1938 5 strauk tárin af kinnum hennar meÖ hinni hendinni. “Vertu ekki aÖ gráta, mamma mín!” hvíslaÖi hún: “Hættu að gráta mamma min!’’ MóÖirin reyndi aÖ hætta og þurk- aði sér um augun. Þegar hún gat talað aftur, hélt hún áfram á þessa leið: “Blessaður litli drengurinn minn grét allan daginn. Mér var ómögu- legt að hugga hann. Hann sagði að það hefði enga þýðingu að reyna að gera neitt; fólkið hlægi bara að sér af því hann væri drykkjumanns- sonur. Eg reyndi mitt bezta að hugga hann áður en faðir hans kæmi heim. Eg sagði honum að faðir hans yrði kannske reiður ef hann sæi hann vera að skæla. En það hafði enga þýðingu; það var eins og hann gæti ómögulega hætt að gráta. Svo kom faðir hans heim og sá hann grátandi. Og hann — og — og ha — hann — nei, eg get ekki sagt það. — Hann hefði ekki gert það ef hann hefði ekki verið drukkinn; hann er ekki slæmur rnað- ur þegar hann er með sjálfum sér. En hann — hann barði Tomma litla — og blessað barnið datt á höfuðið og meiddist. Eg býst við að hann hefði veikst hvort sem var. En guð minn góður! vesalings litli veiki drengurinn minn! blessaði dengurinn minn ! Hvernig geta lög- gjafarnir fenjfíð það af sér að leyfa að selja það, sem fer svona með menn og lætur þá saklausu líða fyrir ?” Veikluleg rödd heyrðist frá flat- sænginni. Önnur stúlkan gekk til Tomma litla. Hann lá fyrir dauð- ans dyrum, barinn saklaus til óbóta af föður sínum: “Hann átti heima í kristnu landi; í landi þar sem mikið er samið af lögum til þess að vernda naut og hesta og kindur og svín. Það er nú auðvitað gott og blessað og sjálfsagt; en eg vildi að eins mikið væri hugsað um að vernda börnin eins og skepnurnar.” Tommi litli var þrútinn í framan og augun voru skær; stórt, blátt mar sézt á öðru gagnauganu. Hann lagði litlu, mögru höndina yfir marið til þess að það sæist ekki, og sagði: “Pabbi minn hefði ekki gert þetta ef 'hann hefði ekki verið drukkinn.” Svo þagði hann stundarkorn, en sagði svo með einkennilega skerandi rödd, svo lágt að tæplega heyrðist: “Eg er feginn að eg er að deyja; eg er of heilsulaus hvort sem er til þess að geta hjálpað henni mömmu minni. Þegar eg kem til guðs, þá stríðir mér enginn á því að hann pabbi minn sé drykkjumaður, og þá hlær enginn að því að eg sé í göml- um og bættum fötum.” Og Tommi litli sneri sér á kodd- anum af veikum mætti og sagði eftir stundar þögn svo lágt að stúlkan varð að lúta niður að honum til þess að heyra það. “Ein — einhvern — hvern tíma verður —- hæ - hætt að leyfa mönnum að se-selja brennivín; en eg er hræddur um að aumingja pabbi verði dáinn áður.” Nú var Tommi orðinn svo þreytt- ur að hann gat ekki talað meira. Hann lét aftur augun og hreyfðist ekki------- Næsta morgun skein sólin — eða reyndi að skina — inn um glugga- smugurnar á andlitið á litla drengn- um. Hann lá andvana í flatsæng- inni sinni og mamma hans sat hjá líkinu með ungbarnið sofandi í kjöltunni; en Sissa litla hélt hand- leggnum um hálsinn á mörrtmu sinni. Eesið þessa sögu og athugið vel efnið í henni, Ný-fslendingar, áður en þið greiðið atkvæði á föstudag- inn. Sig. Júl. Jóhannesson. Fregnir af Siifurbrúðkaupi Ölafs og Valgerðar Coghill í Riverton, Manitoba. ♦ ♦ Af tómlæti og gleymsku þess, er línur þessar ritar, hefir það dregist lengur en vera ætti að segja frá þessu fjölmenna samsæti, er hér skal með nokkrum orðum um getið. Það var þann 14. sept. s.l. að fólk fjölmenti mjög í samkomusal River- ton-bæjar, til þess að samfagna með Mr. og Mrs. Coghill, er áttu 25 ára giftingarafmæli um þær mundir. Hjálpaði indælt haustveður hið ytra til þess að gjöra stundina ánægju- lega, en hið innra var salurinn fag- urlega skreyttur af listrænni hygð og samræmi af hálfu kvennanna, er unnu að undirbúningi samsætisins. Þegðar að salurinn var orðinn þétt- skipaður af fólki, hófst samsætið með því að sá er þetta ritar flutti bæn og las ritningarkafla, en við staddur mannf jöldi söng tvö vers af sálitiinum: “Hve gott og fagurt og indælt er.” Ávarpaði veizlustjóri fólk nokkr- urn orðum og bauð gesti velkomna til sameiginlegrar gleðistundar og samfagnaðar með heiðursgestum kvöldsins og nánustu ástvinum þeirra. Söng fólk því næst “Hvað er svo glatt”; var söngurinn óvenju fagurlega sunginn og snart grunn- tón gleði og samfagnaðar í hugum manna. Þá flutti Mrs. Ingibjörg Ólafsson ávarp til brúðarinnar, er var alvöruþrunið og einkar fagurt. Blandaði hún gamni og alvöru í ræðu sína, í heppilegum hlutföllum. Var þessu næst sungið “Fóstur- landsins Freyja.”— Þá mælti Dr. S. O. Thompson fyrir minni silfurbrúðgumans i fyndinni og f jörugri ræðu, er einnig var í senn gjörathugul og glögg mannlýsing. Var þá sungið ljóðið Unconquerable For tliirty years I ’ve plowed and sown this land. My house of logs has long since given way To one of brick, with water works and lights And every modern aid to ease our lives From heavy Wl. • For thirty years I’ve worked toward that day When I might look across my ripening fields Of golden grain, and feel within my lieart That life was good, and'I had won the strife For peaceful livelihood. For thirty years — but five have gone to waste My fields are barren and my meadows dry From prairie winds, wliich scorch, and sear and burn, And leave no liope, nor cheer, nor anything But dead despair. Five years the lengtli of twenty have become And 1 am old, so mueh beyond my years Like my great house, now useless in the sand And naught to show for labour, only that Whioh fate decreed. Had I not given these thirty years of toil Into the building of a country’s worth And my own satisfaction, were this not so, I might give up, and go away and leave My fann abandoned. But I am old. My home has grown with me. Adversity is nothing old, nor new. 1 hold my head Up to the skies. My calloused hands regain New strength. Once more I turn the plow Into the hardened soil. Lenora A. Johannson. Two Views of St. Andrews Locks Showing Dam With Bridge Overhead Showing Lock Open to Allow Passage of Ship. “For he is a jolly good fellow.” Gísli bóndi Einarssonar mælti vin- samlegum orðum til heiðursgesta, en vék ræðu sinni aðalega til Mrs. Coghill. Jón bóndi Sigvaldason talaði einnig til heiðursgestanna; talaði hann um þrótt íslenzka og skozka ættbálksins og leiddi fram myndir úr sögunni um landnemana úr Suðureyjum, er til íslands fóru, og gat um hina göfugu Auði djúp- úðgu, er gæti vel verið ættmóðir brúðgumans. Jón bóndi Pálsson á Geysis flutti gjörhugsaða ræðu og bar fram í orð- myndum minningaglit umliðins tíma, meðal annars frá brúðkaupi heiðursgestanna. Mr. Williamson bankastjóri, bar fram fagrar hamingjuóskir heiðurs- gestunum og ástvinum þeirra til handa. Gísli kaupmaður Sigmundssons og Thor B. Lifman sveitaroddviti fluttu fjörugar ræður merlaðar minning- um hins liðna tíma, er vörpuðu endurskini þess sem var. Ýmsir mintust hins glaða heimilis foreldra brúðarinnar — Grundar-heimilisins í Riverton — og rendu þakklátum huga til þss og systkinanna er þar ólust upp, og hjónanna öldruðu, sem nú eru horfin úr samfylgdinni hérna megm, — en sem kunnu flestum fremur að gleðjast með glöðum og vera ung í anda, með þeim er ungir voru. Milli þess að ræður voru fluttar voru sungnir enskir og ís- lenzk þjóðsöngvar. Við hljóðfærið var Miss Lilja Pálsson píanókenn- ari. Með hljóðfæraslætti skemtu, auk hennar, Baldur Guttormsson, píanókennari, Jóhannesons bræður, ungir piltar, er léku á fíólín, og systurnar Dorothy og Peggy Thompson, er léku á pianó. Sönginn leiddi Mr. F. V. Bene- diktsson, ljúfur og ágætur söng- maður, forseti Bræðrasafnaðar i Riverton. Mr. Benediktsson bar fram gjöf frá fólkinu yfirleitt: Radio og peningagjöf. Aðrar gjaf- ir voru: “Silver Tea set,” gjöf frá böjrnum heiðursgestanna; “Silver- tray,” frá Mr. og Mrs. A. E. Ford, Toronto. Gjafir úr silfri frá Mr. og Mrs. Hallgrimur Björnsson og frá Mr. og Mrs. Hlöðver Árnason og börnum þeirra. — Samsætið alt var f jörugt og hlýtt að anda og efni til. Einn ræðu- manna þeirra, er fólk vonaðist eftir að yrði viðstaddur var hr. Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs, er því miður gat hann ekki verið þar viðstaddur. Mr. Coghill er af skozkri ætt og íslenzkri, en fæddur og uppalinn í Reykjavík; stundaði hann frá bernsku verzlunar- og afgreiðslu- störf. Hann kom ungur til Canada. Er Óli, eins og hann er venjulega ; kallaður, jafnan glaður, góður félagi j er á ítök í margra hugum, vinfast- I ur og trygglyndur, og fróður um j margt. Valgerður kona Ólafs er dóttir | hjónanna Jóhanns Briem og Guð- \ rúnar Pálsdóttur á Grund; sýndi hún jafnan foreldrum sinum mikla trygð og böndin, sem tengdu Cog- ' hills hjónin og börn þeirra við j Grundarheimilið voru óvenjulega fast bundin og heimilið sem annað heimili þeim og börnum þeirra. — Svo heppin voru Coghills hjónin að öll börn þeirra voru viðstödd á þessum hátíðisdegi þeira, þau eru: Mrs. Olive Cairns, Jóhanna Pearl, Marino Wilfred og Valdheiður Mabel; eru þau heima með foreldrum sín- um og öll hin mannvænlegustu. Undir lok samsætisins mælti Mr. Coghill vel valin þakklætisorð til samkvæmisgesta og bar fram þakk- arorð fyrir hönd þeirra hjónanna skyldum og vandalausum til handa. Endaði svo samsætið með því að sungið var “God Save the King” og “Eldgamla ísafold.” Sigurður Ólafsson. ÞAKKARORÐ Öllum þeim, skyldum og vanda- lausum, er gengust fyrir og unnu að þvi að halda háiðlegt 25 ára gift- ingarafmæli okkar og sem glöddu okkur með gjöfum og vinarhug, vottum við okkar innilegustu þakkir. Mr. og Mrs. Ólafur Coghill, Riverton. Man. GUÐRÚN FINNSDÖTTIR: Hillingalönd Þetta eru 14 másögur, hver ann- ari snoturlegar skrifuð. Höundur- inn er Vestur-íslendingur, og ber bókin það með sér. Gerast sögurnar þar vestra, og þótt persónurnar séu íslenzkar, nöfn þeirra og hugsunar- háttur alíslenzkur,, leikur einhver annarlegur blær um þær, — eitthvað framandi; það er Umhverfi þeirra, sem maður ósjálfrátt sér. — Þó finst manni í sumurn þessum sögum, t. d. sögunum um Steinunni gömlu frá Brekku, “Á vegamótum” og “Enginn lifir sjálfum sér,” að mað- ur sé kominn heim í islenzka sveit. Svo lifandi islenzkar eru myndirnar af fólkinu og hugsunarhætti þess. Hér verður ekki farið í neitt mat á sögunum, en þessar tvær, sem nefndar hafa verið, einkum sú síð- ari, eiga fyllilega skilið sess meðal betri smásagna okkar. Þær gerast annars afkastadrjúgar, konurnar í bókmentaakri okkar á síðari árum. Og á meðal þeirra skipar Guðrún H. Finnsdóttir veg- legt sæti með þessari bók. Annars mun hún áður mörgum hér heima kunn af sögum, sem birzt höfðu í blöðum og tímaritum öðru hvoru. — Menn gátu því gert sér góðar vonir um þessa bók; — og sú von brást ekki. Eg vil benda á sögur eins og “Skriflabúðin” með sínum dulræna rómantíska blæ, ka- þólskum reykelsisilm og helgimynd um hjúpuðum hálfrökkri, — “Jóla gjöfin,” “Stríðsskuldir” o. fl. Stíll og mál bókarinnar er hreint og áferðarfallegt. Hvergi vottar fyrir erlendum áhrifum og má það merkilegt heita um höfund, sem dvelur í Vesturheimi, svo mjög sem íslenzkan kvað vera farin að spill ast þar á síðari árum. Það er spá mín, að þessi bók verði mikið lesin. —Alþýðubl. 14. okt. Kveðja til Hjálmars Gíslasonar Lögberg dagsett 20 október, flyt ur langorða grein frá Mr. H. Gísla- syni, sem er nokkurs konar athuga semd hans við grein frá mér, sem birtist í Lögbergi 29. sept. Þessi grein Mr. Gíslasonar minti mig á sögu sem eg hefi heyrt, af karli nokkrum, sem þóttist vera góð- ur glímumaður, og sóttist eftir því að geta reynt sig við aðra. Nú var karl þessi enginn glímumaður, þótt hann vissi það ekki sjálfur, og kunni mjög lítið í þeirri iþrótt.. Karli tókst oft að þvælast fyrir i glím- um, með því að “bolast,” svo það var erfitt að koma bragði á hann. Hann hafði ekki nægilegt traust á sjálfum sér, til þess að beita neinu bragði á mótstöðumenn sína, var hræddur um, að hann félli á sínu eigin bragði, svo hann þorði aldrei að sækja neitt á, heldur flæmdist hann undan, og aðeins reyndi til að forðast það, að mótstöðumaður lians kæmi bragði á hann. Samt enduðu allar glímur karls svoleiðis, að hann lá. Eg ætla ekki að vera orðmargur um þessa grein Mr. Gíslasonar ; þess gerist engin þörf. ^egar búið er að draga út úr þessari grein hans tvær æfa gamlar skrítlur o gsvo það, sem hann tekur upp úr grein minni, þá er ekki mikið eftir frá honum sjálf- nm. Honum ferst þar eins og karlinum sem eg mintist á. Hann fer varlega, aðeins reynir til að verja sig, en sækir ekkert á. Hann syngur hér við sama tón og áður, i staðinn fyrir að ræða um aðal deiluefni ! okkar, “Social Credit,” þá fer hann að vanda út í alt aðra sáltna, til að I draga athygli lesandans frá aðal deiluefninu. Gengur þessi grein Mr. H. G., eins og áður, út á það að fræða almenning um skilnings- leysi mitt á pólitískum málum, sér- staklega um Social Credit — “The Economy of God” eins og Mr. Aberhart oft kemst að orði um Social Credit. Eftir fréttum, sem eg hefi frá Manitoba, þá virðist Mr. H. G. ganga bölvanlega illa að skýra fyrir almenningi þar hina visinda- legu( !) stefnuskrá Social Credit, og að fá fólk til að veita sér áheyrn. Það virðist sem þetta skilningsleysi sem hann er að álasa mér fyrir, sé nokkuð alment. Hann ætti nú að vera farinn að sjá það og skilja, að það villir engan hugsandi maiin eða konu, hvað vel sem honum tekst að dubba upp þessar afkáralegu kenn- ingar Social Credit sinna, þá verð- ur það aldrei annað en ömurlegustu öfgar og þankaþoka óheilbrigðrar sálar. Mr. Gíslason hefir verið í mjög illu skapi er hann var að rita þessa grein sína. Hann hefir alt á horn- um sér, eins og manneygður tarfur. Hann finnur sér alt til, hvað ás- lenzkunni hjá mér sé ábótavant og jafnvel ama hann algeng lestrar- merkl sem eg brúka. Fyrst verður honum að reka hornin i orðið “doðrant,” sem eg brúka um flugrit þau, sem Aberhart-stjórnin hefir gefið út í þúsunda tali, upp á fylkis- ins kostnað. Segir málfræðingur- inn að “doðrant” þýði “gömul bók,” og vissi eg það áður. Nú vil eg fræða sjálfan málfræðinginn um það, að mörg íslenzk orð hafa í dag- legu tali mismunandi merkingu, eitt af þeim orðum er “doðrant.” Næst rekur hann hornin i háðsmerki, sem eg brúkaði, í sambandi við klausu, sem eg tók upp úr einni af greinum hans. Eg get ekki betur séð en að háðsmerkið hafi fullan rétt á sér þar, lesendanum til leiðbeiningar. Þarna hefi eg komið óþyrmilega við “gikkinn’ í Mr. Gislason, en þó ekki af ásettu ráði, því honum finst virð- ingu sinni sé misboðið með þvi að hafa háðsmerki í sambandi við nokkuð af því, sem hann ritar. En hann um það. Eg held samt minni skoðun um það óbreyttri. Eg sé ekki neitt gagn unnið með því að halda áfram þessari deilu við H. G. Mest af því sem hann hefir ritað í þessu sambandi, hefir verið aðeins hnjóð til mín persónulega en ekki um málefnið, sem lá til grund- vallar deiluefni okkar i fyrstunni, um “Sotpal Credit.” Hefi eg þvi ásett ttiér, að eftisleiðis gefi eg ekki mikið athygli þvi sem hann ritar um stjórnmál, nema eg finni sérstaka orsök til þess. Eg er kominn á þá skoðun, að það standi engin hætta af þessum pólitíska gauragangi Mr. Gíslasonar. Eg hefi fengið það i bréfum frá mönnum, sem þekkja þar vel til, að honum verði ekki mikið ágengt, og að pólitískt fylgi hans sé “nil.’* Alt þetta pólitíska illgresi sem hann er að sperrast y>Ö að sá, falli í grýtta jörð, og beri alls engan ávöxt, og allir draumórar hans um það, að geta “smöglað” sér inn á þing, undir merkjum Social Credit sinna, muni reynast honum markleysa ein. Ekki er það óhugsandi að hann fari þá að glóra i það, að það hafi ekki verið langt frá lagi, það sem S. G. hafi verið að préclika fyrir honum um Social Credit farganið. S. Guðmundson. Just to Make Sure We spend a million dollars for a book on how to influence people, and seventy millions for a battle- ship to make sure. + Our confirmed old bachelor on the statistical desk warns us that if a girl has looks, money and personality, we should be care- ful for she probably has a bro- ther who is an insurance sales- man. ♦ One Way Out When some fellows can no longer afford to take their girls around and give them a good time, they marry them. ♦ The family never thinks that daughter married as well as she should, and the neighbors always marvel that she married as well as she did.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.