Lögberg - 19.01.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.01.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGrBERGr, FIMTUDAOINN 19. JANÚAB 1939 KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá , THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Fáeinir drættir ÚR HEíMlLlSHATTUM MANNA Á VIKINGA- ÖLDINNl Eftir cand. mag. Chr. L. Lange (Framhald frá síðasta blaffi) IV. H ÚSASKIPAN Löngu fyrir upphaf víkinga- aldar, höfí5u menn hér á Nbrð- urlöndum bygt hús sín úr trjá- bolum, er þeir ýmist köntut5u eÖa klufu í borÖ; jafnvel má rekja sögu þeirra aftur í bronze tíma- biliÖ, en í skógsnauÖum sveitum svo sem á JaÖri í Noregi og á íslandi, bygöu menn húsveggina úr torfi og grjóti, og sézt þaÖ sumstaÖar enn. Það sérkennilega viÖ húsa- gjörö Norðmanna var þaÖ, hve mörg hús voru á hverri jörð, og helzt sá siður enn viða út um landið. í Guðbrandsdölum eru enn bæir, sem hafa 30 hús, og hefir verið eldgamall siður; þótt ein- faldara smíði, ef húsin voru að- greind, og víðast var gnægð efni- viðar. Jafnvel á íslandi, þar sem bæjarhúsin stóðu saman í þyrpingu, verður vart við sömu hugmynd, að hvert hólf í bænum er í rauninni aðgreint hús undir sama þaki. Á öllum heldri bæjum hafa verið á Víikingaöldinni að minsta kosti 5 sérstæð hólf í 4 að- greindum húsum. Það voru eldhús, skáli, stofa, búr og loft yfir þvi. Með fyrstu hefir verið lítill munur gerður á eldahúsi og skál- anum, þau hafa bæði verið not- uð til daglegra þarfa; þar brann eldur á skíðum, og þangað safn- aðist heimilisfólkið til innivinn- unnar, eða til hvíldar; þar var matast og sofið. Nafnið stofa er yngra, sem hefir líka merk- ingu og eldhús. Það er sama orðið og “stove”, ofn, á ensku. Snemma hefir þó “stofa” þótt virðulegra nafn en eldhús-nafn- ið eða suðuhús-nafnið féll í áliti; Joksins varð stofan að skraut- stofu eða< höll, þar sem eldhúsið þýddi matargerðarhús. Skálinn verður þá það sem einkum mætti nefna “hjúahús.” Þar var upp- hækkaður bekkur meðfram veggjum, og á þeim sofið, og tiðkast sá siður á Grænlandi. Búrið hefir fengið nafnið af því, að þar voru engar elds- hlóÖir, því ef svo hefði verið, mundi þakið ekki hafa haldið reyknum, en þá voru ekki þekt- ar reykpípur. Upp á loftið yfir búrinu var gengið um stiga, sem var utan húss, þar voru geymd klæði manna, en í búrinu voru matarbyrgðir heimilisins. Svalir voru stundum á loftinu og þær skreyttar með útskurði, og ekki sjaldan svefnrúm, og sváfu þar einkum gestir. Sögur segja að Erlingur Skjálgsson á Sóla svæfi í slíku lofti, og sama var sagt um Ólaf konung helga að hann svæfi í lofti á kristniboðsferð sinni um Noreg. Oft voru svefnherbergi gerð í stofunni næst dyrunum og nefndust “klefar.” Stofan var veglegasta húsið á heimilinu, og skal nú farið um hana fáeinum orðum. Bygging- arlagið var að mestu það sama á öllum húsunum, og það sem sagt verður um stofuna gildir um önnur hús. Það sem einkum auðkendi stofurta, v)ar fyrfr- komulag hennar að innan og húsbúnaður. Henni var og ætlað að vera dagsto.fa, og þar áttu gestir að vera. Svo sem áður segir, voru bæir í Noregi undantekningar lítið bygðir úr timburstokkum. Stund- um voru stafir reistir innan við stokkana og myndaðist nýr vegg- ur-, en bil var þó haft á milli þeirra, mátti smeygja sér milli þessara veggja kringum húsið að innan, hét gangur þessi “skot,” borða-þyljur þektusf ekki. Mænir ris var á öllum húsum. Á elstu tímum var hafður mænisás, og hann mjög traustur; af honum voru lagðir raftarnir út og ofan á lang- veggina. Þvert yfir raftinn voru lögð borð, og á þau kom þakið úr torfi, sem er allra þaka hlýjast. Það var afar þýðingarmikið að gjöra húsið sem allra hlýjast, því upphitunin var slæm. Vegg- irnir voru lágir og húsið grafið nokkuð niður. Af sömu ástæðu voru dyr lágar og þröskuldur hár, og sézt þetta á öllum göml- um stofum, og bezta sönnunin fyrir þessu er elzta stofan, sem á vorum dögum hefir þekst í Noregi, það er Findarstofan í Rauðalandi í Naumadal. Hún er að vísu sjálf liðin undir lok, en mynd er til af henni og lýs- ing. Á bygginguna voru skorn- ar rúnir, sem prófessor Sopus Bugge segir séu frá þvi fyrir Svartadauða. Stofan hefir verið skrautlaus, en fallegt skurðverk var á hurðinni, er sýnir að í fyrri daga hefir rækt verið lögð við að húsin hið ytra fengju sem prýðilegast útlit. Þá höfum vér gert oss ■ grein fyrir hvernig húsið leit út hið ytra. Vér lútum svo höfði og tökum fæturna hátt, er vér göng- um inn; vér veitum eftirtekt, fyrst hlóðunum, það er aðeins þró ofan í mitt gólfið, þvá svo var það allan víkingatímann; á litlum heimilum aðeins 2x2 fet, og hella reist upp þeim megin sem vissi að dyrunum, fyrir vindgusti, má sjá þetta víða enn i dag, svo sem í Seljadalnum. 1 stórum húsum var grjótlag lagt eftir miðju húsinu endilöngu, og* hellur reistar upp til hliðar. Á grjótlaginu logaði eldurinn, “langeldurinn.” Reykinn lagði upp í mænirinn og út um “ljór- ann” sem far á miðju húsinu. Nafnið “ljóri” er dregið af ljósi, er átti að berast inn <í stofuna, þvi glergluggar þektust þá ekki; þegar bezt lét aðeins gluggar, þ. e. gluggagöt. Ekki skyldu menn ætla að dimt væri í stofunni að degin- um, þó ekki væri bálkynt á arn- inum, þvf sú birta sem kemur að ofan er sterkari en sú er kemur frá hlið manns, og vel var vinnu- bjart í ljóra-stofunni. Þó er geysi munur á stofum með “ljóra” og glerglugga. Ljórinn gefur ekkert útsýni, svo sem landslag eða ferðafólk. Ljóra- stofan er okkur nútiðarmönnum kjallari eða fangelsi, og bregður upp glöggri mynd af því, hversu frjálsara og ánægjulegra alt er nú, gegn því sem var á Víkinga- öldinni. Þó er munurinn meiri í hríðum og rigningum þá “sikjá” var stungið í ljórann. Það var( þunn og gagnsæ himna strengd á umgerð, sem svo var fest á langa stöng. Gegnum skjáinn komst dagsbirtan ekki jafn auð- velt og glerrúðu, heldur sem 'ó- slípað gler. Svona leit þá þetta út á sjálfri Víkingaöldinni, og hefir alls ekki verið viðkunnanlegt. Við svona bál sem langeldana, aðhaldslausa, og þegar kalt var í veðri kólnaði maður um of öðru megin, en á hina hliðina of heit- ur. Á siðasta hluta Víkingaaldar- innar, á dögum Ólafs konungs “kyrra” segir Snorri að hafi orðið á þessu breyting. Þá hafi Ólafur látið gjöra ofnstofur, og konungur komið með þá nýlundu að láta jafnmarga sveina halda kertum á lofti sem gestir voru margir. Lengi var sú skoðun ríkjandi að ofnar þessir væru sama sem nú köllum vér “Peis” sem er gryfja eða hlóðir undir skor- steininum. Við vitum nú að þetta orð er miklu yngra, þó það heyrist líkt norsku orði; það er komið af orðinu “pensile” er þýðir “slútandi,” en “Peis'en” er nafnið á skorsteininum. Ofnar þeir, er Ólafur konungur lét setja upp, voru einfaldir mjög að gerð; aðeins steinofnar án skorsteins, svonefndir “reyk- ofnar” sem enn eru notaðir í gömlum bæjum að vestan verðu í Noregi. Reykofninn stendur í einu horni stofunnar, að lögun sem stór kassi reistur á rönd, og snýr opinu inn í stofuna. Að lögun er hann ferkantaður og sem litið karlmannsrúm að stærð. Ofninn er hlaðinn úr stórum steinum, upp með vegg úr trjá- bolum. Eraman við ofninn er dálítil gryfja, glóðinni er rakað þangað og pottur hengdur yfir. í þessum reykingar-ofni ér kveikt upp aðeins kvöld og morgna og hitna steinarnir svo vel að þeir halda húsinu hlýju allan sólarhringinn. Reykurinn dreifist um húsið, og svo út um Ijórann, með sama hætti og á dögum langeldanna. Ofnarnir fengu nafn sitt af reyknum. Reykofnarnir höfðu meira til síns ágætis en langeldarnir. Þeir tóku minni rúm, og svo var hægra að leggja gólf i stofuna en meðan langeldarnir voru við Iýði; ofninn hitaði betur húsið og eyddi þó minni eldivið, en það kom sér vel á vestur- og norðurlandinu, og þar hefir hann haldið stöðu sinni í margar aldir. Birtu gaf reykofninn ekki og því hafði Ólafur konungur kerta- sveina sína með kertaljósin. Vestursveitirnar hafa átt mjög örðugt með að afla sér kerta til Ijósa, en þeim mun betur gátu þeir veitt sér lýsi til ljósgjafa á lampa eða pönnur, og það hafa þeir að noikkru leyti enn. Austan- fjalls var aftur hart um< lýsi, en þar þurfti síður að spara viðinn, og því héldust þar langeldarnir við lýði. Um fyrirkomulag í stofunni, er annars hægt litlu að bæta við. Á Viíkingaöldinni og langeldanna, voru bekkir með hliðveggjum og fyrir stafni andspænis dyrum (þær voru vanalega á austur- enda). Þessir bekkir eður “pall- ar" eins og þeir voru nefndir, voru aðgreindir í ýms hólf með stoðum seni) náðu oft upp undir þekjuna og styrktu hana. Þær stoðir eður súlur sem voru fyrir hverjum miðjum langvegg, voru margvíslega skreyttar með guða- myndum, einikum af Þór, sem var verndarguð heimilanna. Bil- ið á milli þessara stoða hét “önd- vegið” (hásætið) og rúmaði stundum þrjá menn. Þar sat höfðinginn á norður hlið “gegnt sólu.” Gegnt honum þvert yfir stofuna sat göfugasti gesturinn. Konur sátu á þverpallinum. Þegar matast átti voru borðin,— sem annars voru sundurlaus og tekin burt milli máltíða — reist upp fyrir framan bekkina. 1 stórveizlum voru stundum tvær borðaraðir, hverju meginn lang- eldanna, og í einum stað er talað um að borðin voru 3 á hverja hlið. í heimboðsveizlum voru dúkar breiddir á pallana. Gólfin, sem var fóttroðin jörð, v*ar þá stráð hálmi. Veggir voru stundum þiljaðir borðum, og svo segir sagan að Ólafur “pái” lét prýða þær ýmist með máli eða skurði. Á hátíðum var stofan tjölduð, þ. e. dúkarnir héngu á grönnum viðarteinum upp undir rjáfrinu, og þaðan héngu þær niður <i fyriríerðarmiklum fell- ingum. Tjöldin voru úr alls konar efni, frá gráu vaðmáli til smágerðasta silkis. Vopn voru einnig hengd upp í stofunni til prýðis og fagrir skildir. Þó stofan með lágu veggjun- um hafi ekki verið ásjáleg að utan, hefir <hún þó að innan borið býsna hát-íðlegan svip, með háa risið, marglitu tjöldin, vopna- skrautið og blossandi langeldana. V. DAGLEGIR H/ETTIR Það eru höfðingjarnir, stór- bændurnir, sem< stýra búum sín- um,! og hafa um sig fjölmenni af verkamönnum og þrælum, sem sögurnar lýsa sérstaklega; um kjör smábændanna hirða þær minna. Eins og fyr er sagt, voru á heimilunum mikið fleiri frjálsir menn en þrælar, svo sem var hjá Erlingi Skjálgssyni. Þjónarnir nefndust húskarlar, og svo voru einnig hirðmenn konungs kall- aðir. Ef þörf bar til var það skylda húskarlanna, að verja Líf og eignir höfðingjans sem sitt eigið, en aðal-starfið var akur- yrkjan, og voru þá nefndir verkainenn, og konurnar verka- konur eða griðkonur. Fornleifar þær sem fundist hafa frá yngri járnöldinni, sem að vísu rennur saman við vík- inga tímabilið, sannar, að mörg verkfæri hafa verið þau sömu og eru nú, svo sem ljár, trésniðill, sigð og fl. Innanhúss fór vinn- an fram með líkum hætti og nú á dögum; fornleifarnar sýna hnífa, axir, raspa og sagir, mjög Hkt því sem nú er notað. Smíða tól finnast oft frá síðari járn- öldinni, kambar, rokkar og vefn- aður hefir þá verið notaður meira en á þessum dögum, þeg- ar flest er keypt að. Vinnan hófst vanalega kl. 4-5 að morgninum en breyttist eftir árstíðum. Fjármaðurinn fór fyrstur á fætu,r og var það skylda hans. Áreiðanlega hefir þá fólkið borðað eitthvað strax. Þess er þó ekki getið í sögunum, og gætf stafað af því að þá möt- uðust ekki allir í einu. Það er ekki tilgangur sagnanna' að fræða menn u.m< daglega siðu eður háttu manna, heldur aðeins um atburði er snerta söguhetjurnar, og þó því aðeins að einhverjir atburðir séu þeim tengdir, og líklegt er það ekki að menn hafi gengið hressingarlausir til vinnunnar. . Sögurnar minnast á tvær aðal máltíðir “dögurð” eða dagverð er fór fram kl. 11-12 f.m. sem enn tiðkast, og náttverður, sem fór fram áður en menn gengu til sængur og var sú önnur aðal máltíðin. Líkindi eru þó til að einhverjar milli matargjafir hafi átt sér stað, -þó sögurnar geti þess ekki beinhnis. Ein af mál- tíðum þeim, sem nú tíðkast, nón- máltíðin, hlýtur þó að vera afar gömul, og fær nafn sitt af latn- eska orðinu “nona” þ. e. níunda stund, og var hún kl. 3 e. h. og eftir gömlu timaskiftingunni, þegar dagurinn byrjaði kl. 6 f. m. d. Þessar tvær aðal máltíðir fóru fram i stofunni og-kringum lang- eldinn. Borðin voru reist og maturinn borinn inn úr matgerð- arhúsinu, og reiddur á trédisk- um<, líkum þeim, sem fundist hafa í Gokstaða skipinu; ein- stö-ku sinnum eru nefndir diskar úr tini eða silfri, hjá ríkum mönnum. Á undan máltíð var borin inn mundlaug til þvotta og hand- þerra, bar hana griðkona og oft húsfreyjan sjálf, svo var það á Hvoli að Bergþóra kona Njáls stóð fyrir borði með handlaug, það var í sama skifti að hún og Hallgerður kona Gunnars á Hlíð- arenda gerðust lífstíðar fjand- menn. Þessi halidþvottur var því sjálfsagðari sem menn hvorki á vfkingaöldinni né söguöldinni þektu matforka, hver hafði sinn skeiðahníf og hjálpuðu til með fingrunum. Grauturinn var borinn inn í stórum fötum og seildust menn í það með mat- skeiðum úr horni eða beinum; hjá eldri bændum var dúkur á borði til skrauts. Réttir voru fáir og vanalega þeir sö-mu og etið ótrúlega mikið, þó eru það hóflausar ýkjur og settar til gamans, þar sem komist er svo að orði um Þór í kvæð- inu Hamarsheimt: Einn át oxa, átta laxa, krásir allar þærs konur skyldu, drakk Sifjar ver sáld þrjú mjaðar, En þeim undraði það mest, að hún féfck þessu orkað, (þvi Þór var í búningi Freyju) og miðaði því við matþörf konu. A síðari öldum hafa menn sagnir af feykna mataráti, eins og Troels Lund getur um í bókum sínum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.