Lögberg - 19.01.1939, Side 7
LOGBEBO, FIMTUDAGINN li>. .) ANÚAK 1!>:?9
7
Heimsins elsti og
stærsti viti
bygður 250 árum fyrir
Krists burð.
Eftir H. V. Morton
(íslenzkaÖ hefir G. E. Eyford)
Þegar eg kom til Alexandríu,
fór eg á fund fræðimanns nokk-
Urs, sem hafði sérstaikt orð á sér
sem fræðimaður í sögu Egypta-
lands og fornum fræðum. Eftir
að eg hafði átt langt tál' við hann
og fengið margar upplýsingar
viðvíkjandi siigu og menningu
forn-Egypta, spurði eg hann
ðvort nokkur vissa mundi vera
fyrir þvi hvar hinn mikli i’haros
Alexandríu hefði staðið.
“Já, það er til áreiðanleg vissa
fyrir því,” sagði hann. "Forn-
fræðingunum kom lengi vel ekki
saman um það, en nú eru allir
sammála um, að Pharos hafi
staðið þar sem nú er Qait Bey
kastalinn. Eg skal fara með þér
þangaö á morgun.”
Lagur var að kvöldi kominn,
en þrátt fyrir það fanst mér þó
fangt að bíða næsta dags, því
Pharos Alexandriu, þetta sjö-
unda undur fornaldarinnar, hafði
oaflátanlega heillað huga minn
frá því á skólaárum mínum.
Þessi Pharos Alexandriu, var,
ef svo má að orði kveða, faðir
allra vita, enda er þess greinileg-
astur vottur að mörg evrópisku
niálin hafa erft nafn hans, og
halda þvií nafni enn í dag. A
latínu er orðinu breytt i
“pharus,” en á frönsku “phare,”
a spænsku og ítölsku er það
faros,” og orðið “pharos” sem
nu hefir verið lagt niður í ensk-
unni, er þó að finna í öllum góð-
um enskum orðabókum ennþá.
Pharos stóð á grýttum tanga
er skagar langt út i sjó að austan
Vet"ðu við mynni hinnar miklu
Alexandríu hafnar, og var bygð-
Ur 250 árunt fyrir Krist; var
fjósmagn vitans svo mikið, eftir
* ví sem fornir sagnritarar stað-
^a'fa að geislar þess hafi sézt
S'ógt mílur út á hafið.
Allir, sem til Alexandríu hafa
komið vita, að norðurströnd
^gyptalands er svo lá, að mönn-
um fingt þeir nærri því vera
kornnir upp á land áður en þeir
í\Ja það; þessvegna þurfti
haros-inn að vera afarhár og
'JÓsgeislinn sterkur.
. Það er ómetanlegur skaði fyr-
lr nútíma menn; að hinir fornu
r'thöfundar virðast að hafa verið
svo frá sér numdir af aðdáun
} fir þessu undra mannvirki, að
Pe'r hafa að mestu leyti gleymt
a< gefa nána lýsingu af því,
'vernig þetta sjöunda undur
ornaldarinnar var bygt. Það er
eitls °g þeir hafi talið það sjálf-
'’agt að allir hlytu að vita það;
°g þeir hafa líklega ekki látið
fer óetta í hug að sá tími mundi
K’oma, þegar ekki stæði steinn
f lr steini i þessari undra bygg-
mgu. Mönnuin hefir verið það
ein hin mesta ráðgáta, fram á
PC'man dag, hvernig þetta stór-
ostlega mannvirki var bygt og
tvernig það leið undir lok. Eg
'ygg að íbúum Lundúna og
ar'sar sé auðveldara að ímynda
ser að sjá þær hrynja í hrúgu,
en utonmtm á dögum Pliniusar
v,lr að iiugsa sér eyðileggingu
. . kandríu og þá sérstaklega
llnS mikla Pharos.
Eftir þeim ófullkomnu sögn-
um, sem hafa geymst i gegnum
aldanna raðir, og til vor komið,
má þó sjá svo mikið, að hæð
Pharos, frá grunni og upp á
hæsta turn, hefir verið um 600
fet. Byggingin hefir verið úr
afar hörðum granit stcini, með
6 eða 8 turnum, og miðturninn
sem bar langt af hinum að hæð
og styrkleika, og sem var sjálfur
ljósturninn.
Mönnum er næstum ómögu-
legt nú á tímum að gera sér
grein fyrir hvernig svona stór-
kostleg bygging var bygð, með
þeim áhöldum er vér hugsum
oss að þá hafi verið til. En
reyndin hefir sýnt að það fólk
er hygði hina voldugu pyramida
hefði getað bygt hina hæstu ský-
skafa úr stáli og steinsteypu, sem
jafnvel nátíðarmenn hefðu stað-
ið undrandi yfir.
Það er sagt að verið hafi 300
vistarverur í Pharos-inum, til
afnota fyrir þá, sem vitans gættu,
og svo hermenn, er gættu hafn-
arinnar, því Pharos var einnig
kastali.
Byggingin var mjög miikið
prýdd, utan og innan, með alls
konar stórkostlegum höggmynd-
um og guða-líkneskjum, ásarnt
skrautlegu Mosaic verki. Efni
byggingarinnar var afar harður
granít steinn, sömu tegundar og
finst í sumum pýramidunum,
Iagður í brætt blý.
Innan í neðri parti bygging-
arinnar var akvegur, sem lagður
var í skeifumynduðum bogum,
eins og vegur í brattri f jallshlíð,
náði hann upp um 300 feta hæð.
Vegur þessi var til þess að aka
eftir eldiviðarvögnum, því við
var brent í ljóskerinu, og gengu
múlasnar fyrir þeim. En frá
enda vegarins og upp í ljóskerið
var eldiviðurinn tekinn upp í
einhvers konar lyftu. Það er
margt undravert við þessa merki-
legu byggingu fornaldarinnar, og
margt sem menn geta aldrei gert
sér nokkra grein fyrir; en það
stórmerkilegasta er þó, og jafn-
fram það erfiðasta fyrir nútíð-
armenn að gera sér grein fyrir,
hvort Alexandríumenn á þeirri
tíð hafi þekt og kunnað að nota
sjónpípuglerið.
Til marks um það hversu
traust að bygging þessi hefir
verið, er það, að þegar Arabar
lögðu undir sig Egyptaland á 7.
öld e. Kr., þá hefir Pharos ver-
ið búinn að standa yfir 900 ár,
algjörlega óskemdur.
Sagnaritarar fornaldarinnar
skrifa svo óljóst og óákveðið um
óygginguna i heild sinni, en sér-
staklega um hinn undursamlega
spegil, er var á toppi bygging-
arinnar, sem þeir sögðu að hefði
sézt í, alt sem skeði á hafinu,
alla leið til Konstantinopel. Það
er auðvitað ýkjusaga, sem lík-
lega einhver Egypti hefir búið
til, til þess að skjóta Konstan-
tinopel mönnum skelk i bringu,
með því að láta þá ímynda sér
að Egyptar sæju hvað þeir hefð-
ust að. Það er önnur arabisk
saga, sem segir að það hafi mátt
sniia þessum feikna spegli þann-
ig, að hann gæti safað saman
sólargeislunum í brenni punkt,
sem útvarpaði þeim eftir því sem
speglinum var snúið, og hafi
þannig verið hægt að brenna
upp óvinaskip, er komu nærri
höfninni. Sagnaritarar segja að
sjægillinn hafi verið úr gegn-
sæjum steini, sem vafalaust hefir
verið gler, en ekki steinn, þó
þeir kynnu ekki að gera þess
greinarmun. Ef vér tengjum
þessar óljósu sagnir saman, fá-
um vér ófullkomna lýsingu af
sjónpípu og sjóngleri.
Eftir að Pharos hafði staðið
óhaggaður í fullar 11 aldir, var
hann skemdur á hinn sviksam-
legasta og einkennilegasta hátt.
Sagan segir að á seinni parti 9.
aldar, hafi kristinn njósanari
verið sendur frá Konstantinopel
til Alexandríu í þeim erinda-
gerðum, að koma því til vegar,
að Pharos yrði eyðilagður. Kon-
stantinopel-mönnum var mjög
mikið áhugamál, að eyðileggja
Pharos, vegna þess hversu mikill
bjargvættur hann var siglingum
og verzilun Múhameðstrúar-
manna.
Njósnarinn byrjaði starf sitt á
þann hátt, að enginn efi getur
legið á því að hann væri Ulys-
sees. Eftir að hann hafði með
lægni komið sér í mikla kærleika
,við kalífann Al-Walid, fórl hann
að segja honum sögur um, að
feikna auðæfi í gulli og gim-
steinum væri fólgið undir vita-
turninum, þóttist hann hafa æfa-
gamlar og ábyggilegar sagnir um
það. Kalífinn lagði trúnað á
þessar sögur, og setti heila her-
skara manna til að leita eftir
þessum auðæfum, sem áttu að
vera fólgin undir Pharos.
Þegar Arabarnir voru búnir
að grafa til stórskemda undan
undirstöðum turnsins, virðast
þeir hafa komist að raun um
hversu illa að þeir voru gabbaðir,
en það var um seinan, þvi turn-
inn hafði hallast mjög á eina
hlið, og þeir höfðu engin ráð að
rétta hann við aftur. Þeir
reyndu að gera við það sem hægt
var, með því að fylla þar í undir-
stöðurnar sem þeir höfðu graf-
ið, svo að hann félli ekki um
koll; en svo hafði hann færst úr
lagi, að eftir þetta var aldrei
hægt að koma hinum mikla
sjægli í réttar stellingar aftur,
og lyktuðu þær tilraunir með þvi
að hinn mikli spegill féll feikna
hæð og brotnaði í mul. Þannig
eyðilagðist þessi dásamlega forn-
aldarsmíð, sem, ef varðveizt
hefði, hefði leyst þá dulargátu,
sem altaf hefir verið og verður
um hinn rnikla spegil, er var á
háturni hins mikla Pharos í
Alexandríu.
Eftir þetta var turninn að
litlu gagni og vanræktur í fleiri
aldir; þó var býsna mikið eftir
af honum fram á árið 1375, að
jarðskjálfti kollvarjiaði þvi, sem
eftir var; ef það hefði ekki vilj-
að til, er eins liklegt að hann
væri að einhverju leyti við lýði
enn á dag.
Eins og um var samið kom
vinur minn næsta morgun og tók
mig með sér til Qait Bey kastal-
ans. Það er Mameluk kastali, er
stendur á grýttum tanga, er
skagar langt fram í sjó, austan-
vert við höfnina. Soldán Qait
Bey lét byggja hann á 15. öld,
og ber kastalinn nafn hans. Þeg-
ar Pharos var bygður var þessi
tangi ekki til, heldur eyja eða
sker langt úti í sjó, þar sem
vitinn var bygður, en þeir sem
bygðu vitann tengdu eyju þessa
við land með þvi að fylla upp
sundið; hefir þessi uppfylling
aukist svo í gegnum aldirnar, að
nú er það breiður skagi, þar sem
nú er eitt þéttbygðasta svæði
Alexandríuborgar.
Við fórum inn í kastalann,
sem nú er að mestu auður og ó-
ZICZAG
Orvals pappír í úrvals bók
2 Tegundir
SVÖRT KAPA
Hinn uppi'unalegi þunni
vindlinga pappír, sem flestir,
er reykja “Roll Your Own’’
nota. Bi8ji8 um
“ZIG-ZAG” Black Cover
BLÁ KAPA
‘‘Egyptien'’ úrvals, h v í t u r
vindlinga pappír — brennur
sjálfkrafa — og gerir vindl-
ingana eins og þeir væri
vafBir I verksmi8ju. BiSjiS
um
“ZIG-ZAG” Blue Cover
notaður, og gengum eftir mörg-
um löngum göngutn, fullum af
ryki og skúmi. Á veggjunum
eru þrep og pallar, þar sem fall-
byssurnar stóðu, og lágu stein-
stigar upp að fallbyssu-byrgjun-
um innan að frá. í kyrðinni og
dauðaþögninni í þessu völundar-
húsi heyrðum við aðeins hægt
öldugnauðið við norðurhlið kast-
alans.
Við skoðuðum hinar mörgu
vistarverur og bogahvelfingar og
ganga i þessum ramgjörða mið-
alda-kastala, sem ber ljós merki
arabiskrar byggingárlistar. Fé-
lagi minn benti mér á hinn
trausta grundvöll, sem virtist
vera ósprunginn granlit-klöpp, en
bar þess þó ljós merki að stór
skörð höfðu verið sprengd úr
henni að vestan og norðan
verðu, sem hefir verið gert þeg-
ar Arabarnir voru að leita að
gullinu undir Pharos.
“Eg er í engum vafa um það,
að við stöndum nú á þeim stað
sem Pharos var bygður,” sagði
hann. “Sumir þessir stóru
steinar sem liggja hér í kring
eru úr veggjum Pharos. Diamond
kletturinn sem er héma rétt fyr-
ir norðan, en er nú undir sjó,
var ekki nógu stór til að byggja
Pharos á, svo hér hefir hann
hlotið að standa, enda hafa rann-
sóknir leitt það í ljós að þetta
er staðurinn, þar sem Pharos
stóð.
“Ef við hefðum bát, þá gæti
eg sýnt þér stórar blokkir af
Aswan granit, sem liggja hér í
sjónum alt í kringum kastalann.
Þessar feikna stóru stein-blokkir
eru leyfar af súlum þeim, er vér
vitum með vissu, að báru aðal-
turninn og ljóskerið.”
Þrátt fyrir það þó Qait Bey
kastalinn sé ekkert sérstaklega
aðdáunarverður í því niður-
níðslu-ástandi sem hann er, og
fáir leggi leið sína þangað, þá
mun eg samt sem áður aldrei
gleyma þeirri stund er eg dvaldi
þar, horfandi niður í hinn kyrra
sæ, eftir að sjá einhverjar leyfar
af forna heimsins sjöunda undri,
sem þar láu á víð og dreif í
sjónum kringum kastalann.
Ef að einhver Grikki í Alex-
andríu eða Aþenu skyldi ein-
hvern tínia finna hvöt hjá sér að
búa til minnismerki eins og
Grikkjum er svo tamt; gæti
hann trauðla gert annað betra en
búa til minnismenki til heiðurs
og minningar hinum löngu liðna
landa sínum, byggingameistarans
ntikla, Sostratus, er bygði Pharos
og tendraði Ijós, sem flestar
þjóðir heims hafa síðan tekið
upp eftir hans fyrirmynd, og
varpa nú geislum út á öll heims-
ins höf; hinum hugdjörfu sjó-
farendum til leiðbeiningar og
verndar.
Good Example—
A seventy-year-old widow of
Nairn, Ont., refuses to accept re-
lief unless she is permitted to
work it out. Mutiny on the
bounty as it were.
* » * *
The way things are going just
now, according to an observer,
we’ll shortly hear it said, “so he
joined the army—the coward.”.
* » *
The League of Nations has
been very quiet lately. Perhaps
it has switched jobs—from um-
pire to scorekeeper.
* * *
Modern Hardship—
The woman who used to carry
the butter and milk to the old
spring house has a daughter who
grumbles because the electric
refrigerator is on the opposite
side of the kitchen.
G*W
OLD RYE
WHISKY
(Gamalt kornbrennivín)
GOODERHAM & WORTS, LIMITKD
Stofnsett 1832
25 oz. 52.15 Elzta á.fengiager8 t Canada
40 oz. $3.25
This a(iverti8ement is not Inserted by the (iovernment I.lquor Control Com-
mission. The Commisslon is not responsiblo for statements niade as to quality or
products advertised.