Lögberg - 19.01.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.01.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBEBG, FIMTUDAGrlNN 1!>. JANÚAR 1939 I----------GUÐSDÓMUR----------------------------1 L______________________*-_____________________J En þetta var til einskis, því aÖ Obrevic vildi hefna sin á Gerald, hvað sem i húfi væri. “Flýi hver sem þorir,” mælti hann. “Raggeiturn- ar ykkar! Eg veit hvaÖ þér ætliÖ yÖur. Þér viljiÖ semja og gefast upp! En eg þoka hvergi! Burt Stefán — but meÖ þig, segi eg. AftraÖu mér ekKi, því að þá legg eg þig fyrstart manna að velli.” Uim leið og hann mælti þetta, veifaði hann sverð- inu ógnandi kringum sig, svo að Stefán hörfaði undan. Allir þektu Obrevic svo vel, að þeir vissu, að eigi var til neins að ætla sér að aftra honum þegar slíkt æðiskast greip hann. Gamli gráhærði maðurinn leit þó til hans leiftr- andi augum og kallaði til hans: “Gáðu að þér, Marco Obrevic. -- í WilaquelL þolist hefndin ekki, né heldur að þar fljóti nokkurs ntanns bLóð.” Marco skellihló, mjög hæðnislega. “Gott og vel, látum stað þenna þá verja sig gegn mér,” mælti hann. “En það segi eg, að þó að guð stígi sjálfur af himnum ofan, skyldi hann eigi aftra mér frá því, að halda eið þann, er eg hefi unnið.” Þetta var svipað því, er Daníra hafði sagt fáum klukkutimum fyr, er angist dauðans stóð henni fyrir hugskotssjónum. En Obrevic kerrti nú hnakkann afar hæðnis- og þrjóskulega, eins og hann vildi ógna guði almáttug- um, hélt byssuhlaupinu fram undan sér, og gekk þannig inn í gjáar-opið inn í þenna friðhelga stað. Þá kom alt í einu ákafur fellibylur, svo að allir vörpuðu sér til jarðar, til þess að hrífast eigi burt tneð veðrinu. Jafnframt heyrðust ákafir brestir og skruðningar, og stóð þetta yfir, sem hálfri mínútu svaraði, en svo varð alt hljótt aftur. Stefán stóð fyrstur upp og varð náfölur, er hann leit umhverfis sig. Kletturinn er slútt hafði. fram yfir gjáaropið öld eftir öld, hafði dottið niður og fylti nú opið. Wilaquell hafði verndað friðhelgi sína. Hinir mennirnir stóðu nú einnig upp, en eng- inn mælti orð frá munni, en horfðu þögulir á breyt- inguna, sem orðin var, og á lík foringja síns, er lá lemstrað undir grjóthrúgunni, svo að aðeins sá á höfuðið. Þetta var svarið, er Obrevic hafði fengið, er hann ætlaði sér að traðka helgi staðarins! Mennirnir þyrptust umhverfis Stefán Hersovac sem nú var orðinn foringi þeirra. Stundarkorn töjuðu þeir síðan í hálfum hljóð- um og virtust ráðgast um eitthvað og verða svo allir á eitt mál sáttir. Eftir nokkrar mínútur gekk Stefán brott frá mönnum s'ínum og kallaði nokkur orð á slavnesku ofan í gjána. Gerald, er skildi slavnesku mæta vel, svaraði þegar, og Stefán gerði síðan mönnum sínum bend- ingu og héldu þeir þegar allir brott. Það var nú farið að birta, svo að herflokkur- inn er sendur hafði verið, til að bjarga Gerald og Jörgen, sá glöggt er Stefán og menn hans héldu brott. “Vér komum þó vonandi eigi um seinan,” mælti liðsforinginn, er herflokknum stýrði. “Þarna fara fjandmennirnir brott! Óskandi að þeir hafi eigi þegar lokið störfum sínum.” “Guð forði oss frá slíkri sjón, mælti Leonhard klerkur, er slegist hafði í förina. “Vér erum nú komnir þangað, er Daníra vísaði oss; en gjáar-opið sé eg livergi, ekkert nema grjóthrúgu, þar sem það átti að vera. Vér skyldum þó eigi hafa vilst?” “Um það göngum vér nú bráðum úr skugga,” svaraði liðsforinginn. “Áfram! Látum oss rannsaka gjána! Vér verðum að finna þá, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir.” Þeir þustu nú áfram og kölluðu jafnframt nöfn þeirra hátt. “Hr. Steinach! Gerald liðsforingi!” æpti bæði liðsforinginn og séra Leonhard í senn. — Og Bertel. sem löngu hafði gleymt ráðningunni, er landi hans og lagsbróðir hafði veitt honum, kallaði jafn ákaft: “Jörgen Moos, livar ertu?” T “Hér er Jörgen,” kallaði Jörgen glaðlega og rak um leið höfuðið upp yfir gjáar-barminn. “Og hér er Gerald liðsforingi einnig heill á húfi. Góðan dag- inn félagar! Mig grunaði að þér myndpð koma oss til hjálpar.” “En hvað sé eg?” mælti Jörgen ennfremur. “Séra Leonhard einn í hópnum ! Góðan daginn, séra minn!” Jörgen klifraðist nú alveg upp úr gjánni og Ger- ald á eftir honum, og varð þá sem geta má nærri, allra mesti fagnaðarfundur og spurningarnar og svör- in ráku hvert annað. Jörgen vatt sér á hinn bóginn að Bertel og spurði ínjög innilegai og áfjáður: “Kemurðu ekki frá kastalanum, Bertel? Hvernig líður Joviku? Sömu spurningunni varð séra Leonhard einnig að svara; en síðan gekk Gerald með honum á afskektan stað og mælti: ‘ ‘Hvar er Daníra? Varð hún eftir í kastalanum?” “Nei; hún hvarf aftur til þorpsins, er hún hafði sagt oss til vegar, svo að vér gátum eigi vilst. — Hún vildi eigi vera sjónarvottur að bardaganum sem vér bjuggumst við, og þó að hún vildi ekki segja mér neitt um áform sitt, þá er eg hræddur um, að hún hafi ætlað að segja löndum sínum, hvað hún hefði gjört, og þá er henni dauðinn vís.” “Ekki framar!” mælti ungi liðsforinginn og gat naumast leynt tilfinningum sínum. “Ófriðnum er lok- ið, og friður verður brátt saminn; því þegar Stefán Hersovac hélt brott, kallaði hann til mín, að hann kæmi til ka^talans á morgun til að semja um friðinn. enda hygg eg að honum hafi lengi verið það skapi næst og að það hafi aðeins verið áhrif Obrevic’s, senr áður hafa aftrað honum.” “Guði sé lof!” mælti Leonhard klerkur. “Hann hefir þá enga ástæðu til þess að hefna sín á systur sinni. — En vernd vora vildi hún ekki þýðast.” “Eg ímynda mér, að hún feli sig vernd rninni og umsjá,” mælti Gerald glaðlega. “Hún verður þegar að fá að vita, að blóð hefir alls eigi flotið, nema blóð veslingsins, sem liggur þarna örendur. — En það var guðs dómur er lagði hann að velli, án þess nokkur maður væri valdur að dauða hans. — Þér kornuð of seint, prestur minn, til þess að geta veitt honum huggun trúarinnar. Hann dó ósáttur bæði við guð og sjálfan sig.” Þeir gengu nú að skriðunni, þar sem. hinir stóðu, og viku allir til hliðar, er presturinn kom. Séra Leonhard gekk hljóðlega að skriðunni, og horfði nokkrar sekúndur á höfuð Obrevic’s, sem alt var blóði stokkið, tók síðan krossmark frá belti sér, rétti það út yfir hinn látna og mælti alvarlega: “Mín er hefndin, segir drottinn. Eg em endur- gjaldið og lífið!” ♦ -f Ófriðnum var lokið. — Allri mótspyrnunni lauk, er Marco O'brevic féll frá, því að Stefán Hersovac vat eigi fær um að halda áfram ófriði sem augljóst vat livérsu lykta myndi. Hann var eigi sarna þreki og dugnaði gæddur, sent fyrirrennari hans. Daginn eftir kom hann til kastalans, og gekk þá að þeim friðarkostum, sem settir voru, og mátti ]>á heita, að uppreisninni væri algjörlega lokið. Engu að síður liðu þó vikur og mánuðir, áður en herliðið gat horfið aftur til heimkynna sinna, og hersveit sú, er Gerald stýrði fór einna seinast. Áður en hann steig á skipsfjöl varð hann að dvelja unt hríð í Cattaro; en til allrar hamingju var Arlow ofurs^i og dóttir hans þá ekki í borginni. Arlow ofursti þótti hafa sýnt svo stakan dugnað, og árvekni, meðan uppreisnin stóð yfir, að hann fékk betra embætti og hafði verið skipaður setuliðsstjóri í stórborg einni í Austurriki, enda hafði hann þegar tekið við þessari nýju stöðu sinni, er Gerald kom aftur til Cattaro. Gerald hafði séð Daníru aftur er herinn hvíldist stundarkorn í þorpinu, er hann kom aftur frá Wila- quell, og hafði hann þá átt fult í fangi að fá Daníru ofan af því áformi hennar, að skýra löndum1 sinum frá því, er hún hafði gjört til að bjarga lífi Geralds. Enda þótt sætt og friður væri í vændum, myndi lifi hennar þó alls eigi hafa verið óhætt, ef hún hefði skýrt frá þessum gjörðum sínum. En atburðir þeir, sem ollu láti M. Obrevics, höfðu að lokum þau áhrif á hana, að hún lét undan, enda lagði unnusti hennar svo fast að henni sem hann gat, og sýndi henni fram á, að þar sem eigi liefðu af hennar völdum hlotist neinar blóðsúthellingar, þyrfti hún enga yfirbót að gjöra. Engu að síður var þó á margt að líta, sem virtist mundu gjöra þeim Gerald og Daníru það all-örðugt að bindast hjúskaparböndum, sem nú var einlægur vilji þeirra beggja. I augum almennings var Gerald enn unnusti F.dithar, og hann gat gengið að því vísu, að móðir hans myndi !íka illa ef þvi ráði yrði brugðið, eins og vænta mátti einnig mótspyrnu frá hálfu Stefáns Hersovacs bróður Daníru. En þegar Daníra hafði heitið Gerald eiginorði, fanst honum þó sem allar aðrar tálmanir hlytu að bverfa, og var honum þó sárast að verða að skilja hana eftir hjá bróður hennar í bráð, því að annars staðar átti hún hvergi hæli. Þegar Marco lét þann grun í ljós, að Daníra myndi vera völd að því, að f jandmennirnir hefði. fengið njósnir af fyrirætlunum þeirra, hafði enginn veitt þeim orðum eftirtekt, — nema Stefán, og hann kaus, að þegja, ekki sízt er hann hafði sjálfur leitað sátta. Það er enginn efi á því, að Marco hefði hefnt þessa tiltækis Daníru mjög grimmilega, þótt hann ynni henni hugástum; en Stefán var alt öðru vísi skapi farinn, enda vissi hann, að Daníru væri dauð- inn vís, ef grunur félli á hana. Lét hann því sem liann tryði því, er honum og félögum hans var sagt, að hermennirnir hefðu orðið alveg forviða er þeir hittu Gerald og félaga hans og verið á ferð í alt öðr- um erindum. Þessa skýrslu létu fjallabúarnir sér nægja og féll því alls enginn grunur| á Daníru, nema hvað hún sagði Stefáni bróður sínu'm hið sanna, er þau skildu, og kom honum þá fregnin alls eigi óvænt. Jörgen Moos hafði verið sæmdur medalíu sakir hreysti þeirrar, er hann þótti sýnt hafa í ófriðinum, og hugði nú gott til þess að hverfa heim aftur til átthaganna. Þegar hann kom aftur til kastalans, hafði Jovíka kastað sér um hálsinn á honum, og Jörgen tekið þvi svo blíðlega að séra Leonhard var meira en nóg boðið, og gætti þess því að fundum þeirra bæri sem sjaldnast saman og kunni Jörgen þvi miður vel. Síra Leonhard var annars i töluverðmn vanda staddur, að því er Jovíku snertit, þar sem ókunnugt var um heimkynni hennar eða ættingja, og því ekki auðið að senda lianá brott, enda hafði hann ásett sér, að kenna henni kristin fræði, þótt hann hefði að vísu litinn tima til þess, sakir ýmsra embættis-anna sinna. Það var og sannast, að Jovíka hafði tekið fremur litlum framförum, bæði að því er málið og kristin- dóms þekkingu snerti, þegar að því kom að herinn /egði af stað heimleiðis, og nú var því úr vöndu að ráða, hvað af henni ætti að verða. Jörgen vildi fyrir hvern mun að hún færi til átthaga hans, en séra Leonhard, sem þeltti skap for- eldrá hans tjáði sig því mótfallinn. Að lokum hugkvæmdist Gerald miðlunar tillaga, sem báðir málsaðilar létu sér lynda. Hann lagði það til málanna, að Jovika fylgdist með Daníru, sem stofuþerna hennar, þar sem þær töluðu báðar sama tungumálið, enda var Jovíka mjög !iðug til snúninga. Hjá Daníru skyldi hún svo vera unz ráðið væri hvernig hún sæi framtíð sinni borgið. Jörgen líkaði þetta að vísu eigi að öllu leyti, taldi eiga að fela hana að öllu leyti sinni forsjá; én þar sem hann gat þó vænst þess, að eiga kost á að sjá hana daglega, lét liann þó kyrt vera. Skömmu siðar var lagt af stað heimleiðis ti! Austurríkis. Gufuskipið er liðsforingjarnir og nokkur hluti hersins fóru með, var að halda út.flóann. Menn voru að spjalla saman hér og hvar á þil- farinu, en Gerald og Daníra, sem nú var orðin konan hans — því séra Leonhard hafðí gefið þau í hjóna- band daginru áður — stóðu sér, og hölluðust upp við öldustokkinn. Daníra var í ferðafötum sem voru mjög blátt áfram og !aus við allau íburð. Sólin skein i heiði, og það var gleðibros á and- litinu á Daníru, og allir skuggar horfnir, enda var Gerald eigi síður ánægjulegur á svipinn. Ströndin hvarf nú smámsaman og gufuskipið var komið á móts við hús setuliðsstjórans, þar sem Daníra hafði staðið við gluggann forðum, er hún sá skipið koma og datt henni þá sízt í hug að koma þess myndi ráða framtíð hennar, eins og raun var á orðin. Glugginn, er Edith hafði þá staðið við, brosleit út undir eyru, er hún bjóst til þess að heilsa unnusta sínum, var nú aftur. Endurminningarnar, sem: sjón þessi vakti hjá Daníru, fengu svo mjög á hana, að hún sneri sér undan, til þess að láta ekki á því bera, að tárin voru að brjótast fram. Gerald veitti þessu þó eftirtekt. “Eg veit að þér fellur það þungt að kveðja heimkynni þín,” mælti hann, og beygði sig niður að henni. Daníra hristi höfuðið, neitandi; “Mér þykir aðeins sárt að fara burt, án þess að hafa kvatt bróður minn,” mælti hún. “Enda þótt liann eigi oft leið til borgarinnar Cattaro, kom hann þó eigi brúðkaupsdaginn okkar, svo að eg varð að ganga upp að altarinu, án þess nokkttr ættingja minna fylgdi mér.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.