Lögberg - 19.01.1939, Side 4

Lögberg - 19.01.1939, Side 4
4 LÖGBER/Gr, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1939 ---------— Högberg ------------------------------ - GefiS út hvern fimtudag af THE COIAJMBIA PRESS, IíIMITEI) 695 Sargént Ave., Winnlpeg, Manitoba Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LíiGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfr^m The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Uimited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Furðuleg tíðindi Stórblaðið London Daily Mirror birti nýverið þann barnalærdóm, sem lagður skal til grundvallar fyrir æsku- lýðshréifingu Hitlers um gervalt þýzkaland; vöktu slík firn af skiljanlegum ástæðum almennari undrun vítt um lieim, en dæmi munu áður til; bíta árásir þær, sem með þessum nýja barnalaTdómi eru hafnar á kirkju og kristni, höfuð af allri áðurþektri ósvífni og skömm. Blaðið Winnipeg Free Press endurbirti á miðviku- daginn þann 11. yfirstandandi mánaðar hinar nýju^ og furðulegu kennisetningar, eins og þær komu fyrir sjónir almennings í London Daily Mirror; hafði blaðið' sent trúnaðarmann til Vínarborgar að innlimun Austurríkis fullkomnaðri, er náði þar haldi á þessu furðulega dókúmenti, er ætlað' var einvörðungu kennurum við fræðslu æskulýðsins; en áður liafði það verið gert að umtalsefni í hinu opinbera málgagni páfahirð'arinnar, “Osservató;’e Romano.” Nokkrir megindrættir úr þess- um nýja “Katekismus” fara hér á eftir í íslenzkri þýð- ingu: “1. Kristnin er trúarbrögð handa þrælum og af- glöpum, þar sem því er haldið fram að þeir síðustu verði hinir fyrstu 'og fyrstir hinir síðustu; og ennfremur að “sælir séu þeir, sem fátækir eru í andanum.” 2. Kristnin og Kommúnisminn eru eitt og hið sama. 3. Kristnin skoðar Negra og Þjóðverja sem jafn- ingja. 4. Nýja testamentið er gyðingleg svikamylla af hálfu fjögra guðspjallamanna, vegna þess að það er nákvæm stæling indverskra trúarbragða, sem gengu undir nafninu Jischnu Christa. 5. Kirkjan er ávalt í bandalagi við ofbeldi og ógnir. Hvar er þar að finna í raunveruleika kærleika til ná- ungans eða ást til óvinanna? 6. Aður en kristnin kom til sögunnar var menning þýzku þjóðarinnar þegar á háu stigi. Og’ þegar Róm- verjar hinir fornu beittu stingexi, störfuðu þýzkir menn við plóginn. 7. Kristnin hefir ávalt verið framandi og fjand- samleg þýzkum þegnum og þjóðernislegri einingu þeirra. 8. Biblían er gyðingleg i öllum meginatriðum; framhald af Talmud, sem í raun og veru er ekkert ann- að en lögskráningabók Gyð'inga; þetta gildir þó einkum um Gamla testamentið. 9. Alt það, sem andvígt er kristninni, jafnvel ó- þýzkur þjóðflokkur, er gott. 10. Kristnin á enga menningu. 11. Kristnin siðspilti teutónisku flokkunum með því að hamra inn í huga þýzkra manna hugmyndir um hórdóm, þjófnað og þar fram eftir götunum. 12. Kristur sjálfur var Gyðingur. 13. Guðspjöllin eru í mótsögn við sjálf sig um þjóð- ernislegan uppruna Krists. 14. Ilvernig varð Kristur við dauða sínumf Hann dó æpandi á krossinum. Hvernig bar Planetta sig? Hann kvað við raust"“Ileil Hitler og lengi lifi Þýzka- land. ” — Planetta var Nazisti, sem fundinn var sekur um morð Dolphuss ríkiskanzlara Austurríkis og tekinn af lífi. 15. Hin tíu lagaboðorð eru skrásetning lægstu hvata mannkynsins. 16. Kristnin er ávalt og allstaðar óvelkomin, og þröngvar sér upp á einstaklinga og þjóðir. 17. Kaþólska kirkjan átti frumkvæði að þrjátíu ára stríð'inu. 18. Nú á tímum er fólk hætt að reisa kirkjur og sækja þær. 19. Máttur kirkjunnar í heimsstyrjöldinni síðustu var mikill; þó var hún máttvana að því er friðarmálin áhrærði. 20. Örlögin eru öllum guðum meiri. 21. 1 augum þýzkra manna er eilíft athafnaleysi hreinasta brjálæði. 22. Þegar þýzkir menn neita kirkjunni um stuð'ning lognast hún út af fyrir fult og alt, 23. Nuremberg er hin nýja “eilífðarborg. ” Róm er á leið til tortímingar. ”— Svo mörg eru þau orð; þetta eru lífsreglurnar, sem þýzk æska á að hegða sér eftir; og þá ekki einungis þýzk æska, heldur öll sú æska, sem trúboð þýzkra Nazista nær til, og því er auÖ- sjáanlega ætlað að ná langt; hingað til Winnipeg, og langt um víðar. Eru líkur til þess að fólk hér um slóðir vilji skifta á slíkum kalkvistum og þeim kærleiks- boðskap, sem fjallræðan hefir til brunns að bera? Sambandsbing sett Á fimtudaginn þann 12. þ. m., var sambandsþingið í Ottawa sett af ríkisstjóra, lávarði Tweedsmuir; var mannfjöldi mikill viðstaddur þingsetningu; sumir langt að konmir; boð- skapur stjórnarinnar til þingsins var ekki langorður; var þar fyrst vikið að væntanlegri heimsókn konungs'hjónanna brezku, og lát- inn i ljós yfir því fögnuður þings og þjóðar; næst var vikið að því, að með tilliti til þess hvernig við horfði á sviði heims- málanna teldi stjórnin það óhjá- kvæmilegt, að framlög til her- varna yrði aukin að mun; í fyrra voru veittir í því skyni $35,000,- 000, en nú þykir líklegt að sú upphæð nemi að minsta kosti $50,000,000; einkum er ráðgert að efla loftflota þjóðarinnar; þá er minst á hinn nýja viðskifta- samning milH Canada og Banda- ríkjanna, sem þegar hefir verið lagður fyrir þing til umræðu og afgreiðslu; mælt er og með því, að skipuð verði sérstök nefnd manna, óháð með öllu hermála- ráðuneytinu, er hafa skuli um- sjón með vopnaframleiðslu og vopnakaupum fyrir hönd hinnar canadisku þjóðar | sambandi við atvinnumáHn getur stjórnar- boðskapurinn þess, að vænta megi margháttaðra mannvirkja víðsvegar um land til atvinnu- bóta; aukin áherzla verður enn- fremur á það lögð, að afla at- vinnulausum ungmennum hag- kvæmrar fræðslu og greiða með því götu þeirra til fastrar at- vinnu. Frumvarp verður lagt fyrir þing, er lýtur að stjórnar- eftirliti með starfrækslu korn- miðlarahallarinnar í Winnipeg, er grundvallað mun verða á til- lögum Turgeon-nefndarinnar. Ennfremur er ráðgert, að skip- uð verði þriggja manna nefnd, er hafa skuli á hendi yfirum- sjón með starfrækslu ríkisfang- elsa. Hinn nýkjörni þingmaður Brandon-kjördæmis, Mr. J. E. Matthews, og Mr. Lionel Chev- rier frá Stormont, fylgdu stjórn- arboðskapnum eða hásætisræð- unni úr hlaði með lofsamlegum ummælum um gerðir núverandi stjórnar. Glaðvœr kvöld- vaka í Flin Flon Síiðastliðinn jóladag áttu 25 ára giftingarafmæli Mundi Ó. Goodmanson og Arnbjörg S. Bjarnadóttir. Var þess minst með samsæti að heimili Dr. P. Guttormssonar 29. s.l. m. Var þar margvíslegur gleðskapur sem vant er við slík tækifæri; ræður fluttar og kvæði það, er fylgir, sálma- og ættjarðarljóða-söngur að ógleymdum fjörugum sam- ræðum og rausnarlegum veiting- um. Aðalræðuna flutti doktorinn og afhenti brúðhjónunum silfur til borðbúnaðar, sem var þakk- samlega þegið og innilega þakkað af brúðhjónunum. Að samsætis- slitum var sungið hið alkunna ættjarðarljóð “Eldgamla ísa- fold.” Til glöggvunar gömlum og fjarverandi vinum og kunn- ingjum silfurbrúðhjónanna vil eg fara nokkrum orðum um þau, þó ekki gerist eg langsQÍlinn til ættfræðinnar. Arnbjörg Sigríður er dóttir Bjarna Árnasonar Sveinssonar ættuðum úr Skagafirði, nú bú- settur í WSnnipegosis, Man., og konu hans Ástríðar Sigurðardótt- ur, ættuð úr “Lóninu” í Austur- Skaftafellssýslu. Arnbjörg er fæddur í Litlu-Húsavík í Norð- ur-Múlasýslu 26. maí 1893. Kom til Akra í N. Dakota með for- eldrum sinum árið 1900; fluttist til Kristnes, Sask. 1904. Mundi Ólafsson Goodmanson er fæddur í Carberry, Man., 19. febrúar 1890, sonur Ólafs Guð- mundssonar smiðs og dannebr.- manns frá Kalastöðum í Hval- firði í Borgarf jarðarsýslu og konu hans Margrétar Kristjáns- dóttur Jónssonar frá Vegamót- um við Reykjavík. Var skóla- kennari í Geysir, Árdal (Ár- borg) og Lundar, Man. og Krist- nesi, Kamsack og Strowaer, Sask. Hefir leitt hornaflokk í 27 ár. Börn þeirra hjóna öll og í íeimahúsum eru: Margret (piano Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllum tímum kemur sparnaður sér vei; þó ekki hvað sízt þegar hart er í ári.— Við höfum til sölu námsskeið við helztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga hjá okkur tafarlaust. Tlie Columbia Press Limited SARGENT & TORONTO Winnipeg, Man. ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt metSal fyrir sjúkt og lasburða fðlk. Eftir vikuttma, eða svo, veröur batans vart, og viö stöðuga notkun fæst góö heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæÖ i sinni röð. Miljðnir manna og kvenna hafa fengið af þvi heilsu þessi 45 ár, sem það hefir verið í notkun. NUGA-TONE fæst I lyfja- búðum. KaupiÖ aöeins ekta NUGA- TONE, því eftirlíkingar eru árang- urslausar. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE í ábyggilegum lyfjabúðum. Notið UGA-SOL viÖ stýfju. petta úrvals hægðalyf. 50c. kennari), Solveig, Florence, Laurence, Harold og Violet. Mundi vinnur hjá Hudson Bay Mining & Smelting hér í bæ. A. B. -f 4 4 SILFURBRÚÐKA UPS- LJÓÐ Orlofsför til Öbbu og Munda eg i ljóði fer. Legg á skáldafák, — í flýti — fótastokkinn ber! Reisir eyrun — útigangur — upp, við hörpuslátt ! Taoinu í allar áttir eys — og frísar hátt — eys og frísar geysi hátt! Vel mun reiðar-túrinn takast; tryggja sæmdir — spár, þær, að Nobels-verðlaun vinni “vestmaður” — í ár! Bókmentirnar auðgar ekkert eins og brúðkaupsljóð! — samin undir “sínu lagi” — sérstaklega góð.— Sungin — alveg úrvalsljóð ! Rofin eru oftar nú en áður, hjónabönd. Manni verður á að efast um, hvort drottinn hönd hafi i þeim einkamálum1! Oft spyr hugur minn; Var það guð sem gifti? — Eða gifti presturinn? Gifti i “trássi” presturinn? íslands vættir viðra úr landsýn vogrek tizkunnar. Þjóðmiríningin eldforn, — enda íhaldssemi þar! íslending er móðurmold í merg og beinum vís! Guð skóp Adam, ekki landann, “austur í Paradís” — austur i Júðans Paradís! Norræn skaphöfn inn í örlög eigin toga snýr. Vinnur megin-þráð úr þeli því sem yfir býr. Grjóti með, i frónskra fórum, fagrar perlur sjást glitra — á trygða-talnabandi trú og von og ást — trú og von og göfug ást. Þessar hafa erfðir ofist inn í sléttubönd — víðfeðminnar vestur-álfu, — viðjað sefa hönd, betur svo að heit og handsöl hafa gefist — þar — sem björg og reynir breða landsins breiða limarnar — breiða í heiði limarnar! Þvi er það — i kvið og kollinn— koma “töðugjöld” ykkur — sem að saman eruð silfruð hér í kvöld! Drekka í festa-öli ykkar allra heilla full, vinir, svo að silfurþráðinn síðar prýði gull — siðar prýði rauðagull! A. B.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.