Lögberg - 22.06.1939, Page 5

Lögberg - 22.06.1939, Page 5
LÖQBEBG, FIMTUDAOINN 22. JtJNÍ, 1939 5 Aldarandinn “Vindurinn blæs og þú heyrir hans þyt, en þú veizt ekki hvaðan hann kemur eða hvert hann fer.” Nú á tímutn vita menn meira um veðrið en þegar þessi orð voru sögð í fyrsta sinn. Menn vita ýmislegt nú um ferðir vindanna fram og aftur um gufuhvolf jarðarinnar, af hverju vindarnir blása, hvaðan þeir koma og hvert þeir fara, Aftur á móti mætti segja hið sama nú um aldarand- ann, eins og sagt var um vind- ana þá. Vér heyrum þyt aldar- andans og vér finnum til hans, þegar hann strýkur oss um vang- ann, ýmist mildur og mjúkhent- ur eins og andblær vorsins, eða þá grimmur og gustmikill eins og svalvindur haustsins seml eyð- ir öllum gróðri og slær fölva á grundir þær, sem áður voru grænar. Öllum er það ljóst að aldar- andinn er voldugur og sterkur. Hann getur ætt yfir jörðina í einum svip heimskautanna milli. Hann getur sópað mannfólkinu saman í hjarðir eins og þegar fjárhópa hrekur undan fárviðri. — “En þú veizt ekki hvaðati hann kernur, eða hvert hann fer.” Engin bönd halda mönnunum eins fasfc og fjötrar aldarandans. Úr hverju eru þeir gerðir þessir níðsterku fjötrar, sem mennirnir hneppa á sjálfa sig? Úr hverju eru þeir gerðir hinir gyltu hlekk- ir ? Efni þessara fjötra er ósýni- legt, eins og nýju fötin keisar- ans. Það er ósýnilegt og að þvi er virðist óraunhæft, eins og fjöturinn Gleipnir. Aldarandinn er alstaðar ná- lægur og lætur öll mannleg við- fangsefni til sín taka. ÖIl mann- anna verk eru að meira eða minna leyti unnin í hans anda. Enginn einvaldur hefir nokkurn- tíma haft eins mikil vold eins og hann, enginn harðstjóri hefir komist þangað með tærnar, sem hann hefir hælana. Og eins og flestir harðstjórar er hann óút- reiknanlegur og dutlungafullur. Hann leikur á hljóðfæri sitt meðan borgirnar brenna. Hann hefir ánægju af því að láta mennina dansa. Æskumanninn með gleðina í faðmi sér og lífið fraimmdan. Öldunginn méð gleðina að baki sér en gröfina framundan — og allir þar á milli — allir dansa, og allir dansa ef.tir hans hljóðpípu. Þegar aldarandinn er í víga- hug, þykir það ekkert tiltökumál þó að mennirnir berist á bana- spjótum. Þá heitir það hetju- dáð að ræna þorp, brenna borgir, rnyrða menn og svívirða konur. Skálmöldin skiftir þá um nafn ogí heitir gullöld, frægðaröld eða eitthvað þessháttar. Góðvild og kærleiksverk eru talin hæfa kon- um einum og sá, sem ekki vill gera á hluta annara manna, er nefndur meinleysingi, sem er þá um leið óvirðingarorð. Eigin- girnin situr í hásæti. Kærleikur- inn ískammarkróknum. Sverðið og byssan, rándýra- og rán- fuglamyndir prýða híbýlin og samkunduhús þjóðarinnar ytra og innra. Fánar og skjaldar- merki eru skreytt með samskon- ar djásnum. Tákn þjóðanna benda til ráns og víga, en ekki til ræktunar eða friðsamlegra starfa. Tízkan er ytra gerfi aldar- andans. Þar speglast dutlungar hans bezt. Eru það ekki t. d. hlálegir dutlungar að stinga ofur- litlum rjúkandi eldibrandi upp í munninn á unglingunu'mi strax og þeir komast á legg. Hvílík ógrynni verðmæta, sem brenna í vindlingum á hverju ári. Hundr- uð miljóna, þúsundir miljóna í eld og ösku. Auk þess óbeinu afleiðingarnar: Óloft og reykja- svæla, lungnakvillar, húsbrunar, skógareldar — hvað er að fást um það — einvaldurinn skipar fyrir og mennirnir hlýða. Stundum er hann góðlátlega glettinn, og kippir í höfuðfötin svo að allir hattar og húfur hallast ofurlítið út í annan vang- ann. Stundum sker hann allar brækur nærskornar, stundum pilsvíðar. Stundum lætur hann stúlkurnar sópa strætin :með kjólum sínum, stundum stýfir hann þá þá um hnéð, stundum lætur hann hár þeirra vaxa, stundum klippir hann það af, en altaf er það fegurst og bezt sem hann vill. Tízkan grípur alstaðar inn i og er óendanlega breytileg. Hún skráir ártalið á öll mannanna verk. Hún setur sinn svip á býggingarlist, tónlist, högg- myndalist, málaralist og ritlist. Allan iðnað, klæðaburð, heimilis- líf, félagslíf og þjóðhætti. Breyti- þróun aldarandans má lesa út úr mannvirkjum liðinnar tíðar, þeim sem varðveizt hafa og staðist tímans tönn, og einnig af blaðsíðum hinnar skráðu mann- is the rare old rye you’ve always wanted . . m. ¥// V/yV/ ■ OLD RYE WHISKY jffk 4 PRODUCT OF HIRAM WALKER & SONS, CANADA J/ DISTILLERS OF þjSS^Ujjjtól‘fíj HIRAM WALKER'S LONDON DRY GIN ^<Smj// No. 302—12 oz. $1.00 No. 301—25 oz. $2.15 No. 30Ó—40 oz. $3.25 Thie advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. Choose a "GLIDER" La§l Word in a Modern Bicycle! British built to Eaton specifications, and equipped with electric lamp, pump, tool bag, wrenches and oil can. i_,atest refinements—new, smart finishes. Men’s Glider $27.95 Women’s Glider $27.95 Double Bar Glider $33.95 Glider “Balloon” $37.50 Glider Roadster $35.00 Juvenile Glider $27.95 BUDGET PLAN AVAILABLE Sporting Goods Section, Third Floor, Hargrave <T. EATON C°u»™ kynssögu þó stutt sé og ófull- komin. Þegar litið er yfir þessa breytiþróun kemur grunntónn aldarandans í ljós á hverjum thna. Grunntónn þessi er all- breytilegur, en meginandstæðurn- ar eru tvær: Vöxtur og hnignun. Annarsvegar vorblærinn með gróandann sem förunaut, hins- vegar haustið með stirðnun hríms og frera. 1 rás viðburð- anna er vetur, sumar, vor og haust, alveg eins og í rás misser- anna. En árstíðir þessar taka yfir langt tímabil í viðburðarás lífsins og er þess vegna örðugra mannlegri skynjun að fá yfirlit yfir þær heldur en hinar öru breytingar sem 'fylgja afstöðu jarðarinnar við sólu. Þó er mannlegt sjónarsvið það stórt að mikinn og margbreytilegan fróðleik má lesa út úr skauti for- tíðarinnar um ris og hnig hinnar siðferðilegu þróunar á umliðnum öldum. Fyrir þúsund árum fóru fs- lendingar ekki vopnlausir milli bæja. Það var ógætilegt. Búast mátti við launsátri eða atför, alt af gat slegið í bardaga. Þetta var á hinni svonefndu gullöld. Þá þótti ekkert tiltökumál þó að maður væri veginn Mannvíg máttu heita daglegir viðburðir. íslendingar hafa tekið miklum siðferðisþroska síðan. Nú er það glcepur að verða manns bani með ráðnum huga. Eymd og niðurlæging miðaldanna hefir þó að einu leyti orðið íslenzku þjóð- inni til góðs. í þeim hreinsunar- eldi þjáninganna brann vígahug- ur þjóðarinnar að mestu og rís vonandi' aldrei aftur upp af ösk- unni. Þó lifir enn þá örlitið í glóðinni, Enn þá er víkings- nafnið hrósyrði Ennþá er víg- öldin stundum nefnd gullöld. Hvað mætti þá kalla nútíðina þrátt fyrir alt? Ætli það yrðu margir sem vildu skifta ef þeir ættu kost á að flytja sig aftur á við úr “kreppunni” 1936 og yfir í “gullöldina” 1036? En þótt vígöldin sé liðin undir lok á lslandi þá er síður en svo að henni sé enn þá aflétt. Á tíma þeim sem yfir stendur, geysar • nú vígöld meðal hinna stóru þjóða. Aldarandinn er grimmur; þessu fylgir hin mesta óáran í mönnum, dýrum og öll- um jurtagróðri. Náttúruinnbrot eru nú hamröm, veðrátta víða óhagstæð og slysfarir tíðar. Sjúkdómar færast í aukana Nýir kvillar gjósa upp þegar minsb varir. Þegar vörn er fundin við einum faraldri er annar kominn í staðinn. Þetta gildir jafnt um jurtir, dýr og menn. Þó mun þetta sjúklega ástand koma einna þyngst niður á mönnum, enda ganga þeir all- oft í lið með ófögnuðinum og sýkja sjálfa sig vitandi og óaf- vitandi, þar sem aftur á móti jurtir og dýr lúta heilbrigðri eðlisávísun í lifnaðarháttum, meðan sjálfstæði þeirra er ekki brotið á bak aftur af öðrum öfl- um þeim sterkari. Óáran þessari virðist fylgja al- menn hnignun. Réttlætistilfinn- ing sljófgast, stöðugt fækkar þeim, sem meta betur það sem vel er gert, og trúmenska í verki verður urn leið sjaldgæfari. Samkepnin harðnar, leikirnir taka á sig hernaðarsnið. Nautna- fýsn eykst. Drykkjuskapur magnast og glæpir færast í vöxt. Eistirnar dragast niður á við og um leið verður tízkan ófögur. Sannri fegurð og hreysti er hnekt með sjúklegum lifnaðar- háttum sem kosta þó offjár, en síðan er á eftir reynt að bæta skaðann með ýmsumi annarlegum læknisdómum og hjákátlegu fegrunarkáki, sem oftast er ekki til annars en gera ilt verra, en kostar þó stórfé. Það er jafnvel reynt að eftirlíkja hinn heil- brigða roða æskublóðsins með rauðri málningu! —Gangleri. 15. þing B.L.K. 16.—19. júni, 1939 í Fyrstu lút. kirkju, Winnipeg. Skýrsla skrifara sýndi að 20 kvenfélög heyra til Bandalaginu; er meðlimatala þeirra 545. Tvö af þessurn félögum gengu i Bandalagið á þessu þingi: Junior Ladies’ Aid, Fyrsta lút. safnað- ar og kvenfélag Fríkirkjusafn., Brú. 19. félög sendu mjög ágætar skýrslur. 17 félög sendu fulltrúa, 28 að tölu: Kv. Fyrsta lút. safn. — Mrs. Jakobína Breckman, Mrs. Kr. Hannesson, Mrs. G. Johannson. Mrs S.. Backman. Junior Ladies’ Aid, Fyrsta. lút. safn.—Mrs. B. Guttonnson, Mrs. G. F. Jonasson, Mrs. J. G. Snidal. Kv. Árdal safn.—Mrs. M. M. Jonasson, Mrs. G. Thorsteinson. Kv,. Framsókn, Gimli — Mrs. \Vr. Jonasson, Mrs. L. Stevens. Kv. Björk, Lundar—Mrs. L. Ingimundarson. Kv Isafold — Mrs. Aldís Peterson. Missionary Society, Fyrsta lút. safn.—Mrs. H. Olson. Kv. Glenboro safn.—Mrs. Sig- ríður Pálsson. Kv. Fjólan, Brown-—Mrs. Jó- hanna Qlafson, Mrs. Sigríður Johnson. Kv. Frelsis safn. — Kristín Christopherson. Kv. Freyja, Geysis P.O. — Mrs. Helga Jacobson. Kv. Baldursbrá — Mrs. Th. Sveinsson. Missionery Society, Emrnan- uel safn. — Mrs. Ásibjörg Jó- hannesson. Kv. Bræðra safn., Riverton— Mrs. E. Thorbergson, Mrs. H. Hallson' Kv. Herðubreiðar safn. Lang- ruth—Mrs. J. Hannesson, Mrs. B. Eyjólfson. Kv. Undína, Hecla — Mrs. Skúli Sigurgeirson. Kv. Fríkirkju safn., Brú — Mrs. H. C. Josephson. Einstakir meðlimir—Mrs. E. S. Jonítöon, Gimli; Mrs. C. Chiswell, Gimli; Mrs. I. S. Erickson, Arborg; Mrs. Olafson, Garðar; Mrs. Oddson, Wpg.; Miss S, Johnson, Árborg. 15 einstaklingar tilheyra B. L. K., 4 af þeim gengu í Banda- lagið á þessu þingi; voru 7 af þeim á þingi. 5 prestkonur voru einnig viðstaddar Mrs. Sig- urður, forseti Selkirk kvenfélags sat þing í boði Bandalagsins. (Framh.) CHILDREN’S EXHIBITION AT THE AUDITORIUM ART GALLERY A visit to the exhibition of pic- tures and designs by children now showing in the Art Gallery, Civic Auditorium, is at once a delight- ful and inspiring experience. The collection is of work done in the special Saturday morning classes conducted by Alex J. Musgrove with art student assistants, in the Art Gallery during the winter months. Young artists from 7 to 14 years of age, are brought to- gether each Saturday from public and separate schools throughout Greater Winnipeg. Over 300 attended during the season just ended, including pupils from Winnipeg, St. James, St. Boniface, Norwood, Kildonan, St. Vital and Fort Garry. These classes form the most important educational activity in the Gallery’s pro- gramme and owing to the gener- osity of the Carnegie Corporation of New York, which through its Canadian Committee provided a Grant towards the work, they have so far been free. It is hoped by the Governing Board 4hat citizens by becoming members of the Art Gallery Association and by donations, will enable it to continue providing these free classes for the youngsters. The gallery is open Monday to Friday from 2 to 5:30 p.m., and Monday, Wednesday and Friday evenings from 7:30 to 9:30 p.m. during the summer months. It is closed on Saturday and Sunday afternoons. A. J. M. —Það er víst ekki um annað að gera fyrir okkur, stjórnar- menn hér á Spáni, en að taka inn eitur. —Þvættingur! Við náum víst háttum í helvíti, þó að við bíð- um eftir Franco!

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.