Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 3
3 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1939 Sigurveig Gunnarsdóttir Thorlákson F. 24. október 1857 D. 2. nóvember, 1938 • Hin látna var fædd að Bakka í Borgarfirði eystra, en lézt að heimili Mr. og Mrs. J. Kárason í borginni Seattle, Washington, hinn ofangreinda Sigurveig Ounnarsdóttir Thorlákson dag. Foreldrar hennar voru þau Gunnar, söðlasmiður, Hallgrímssson, af hinni víð- kunnu Gunnars ætt á íslandi, til skíða Gunnars og lengra fram, og Ingibjörg Abrahams- dóttir, austfirzk að ætt. Hafði hún búið hér í borg í liðug 31 ár samfleytt, þegar hún lézt. Árið 1879 giftist hún Berg- vin Thorláksson, heiraa á ætt- jörðinni, og eignaðist þar meö honum 4 börn, sem öll lifa: Gunnar, elztur þeirra, Run- ólfur, Sigurður og Kristborg, yngst. Til Ameríku fluttu þau hjón með fjölskyldu sína árið 1903; elzti sonurinn þá farinn vestur nokkrum árum á undan þeim, og komu þann 4. júlí þess árs til bæjarins Minneota í Minnesotaríkinu, og settust þar að til fjögra ára tíma. 1907 tóku þau sig upp á ný, og fluttu með tvö yngri börnin vestur að hafi, og sett- ust að í Seattle, hvar þau dvöldu til dauðadags. Tveir eldri drengirnir komu vestur þangað síðar, og eru öll börn- in búsett hér og gift, að und- anteknum Runólfi, sem er ó- giftur. Mann sinn misti Sigurveig fyrir meir en 14 árum síðan; hann andaðist 10. dag apríl- mánaðar, 1924, þá tæplega 76 ára gamall. Var hans minst í þessu, blaði þá nokkru eftir andlát hans. Við fráfall Sig- urveigar lét hún eftir sig, auk sinna eigin barna, 14 barna- börn og 6 barnabarnabörn, sem öll lifa hér í'borginni, á góðu framfarastigi. Systkini Sigurveigar öll gengin til graf- ar á undan henni, öll heima á Austurlandinu, utan ein systir, Sigríður, er lézt hér vestur við hafið. Sigurveig var þrekkóna mikil og hin mesta starfskona um æfina, talin tveggja kvenna ígildi til verka, á sin- um fyrri árum á fslandi, og verkhög að því skapi. Hún var einnig mörgum ððrum góðum kostum gædd; var trú og dygg kona manni sínum í gegnum alla þeirra semveru- tíð, og hans stoð og styrkur í lífinu þar til dauðinn aðskildi þau. örlynd var hún að nátt- úrufari, og gerði oft gott af sér; bar meira á því í hennar búskapartíð heima á ættjörð- inni, og þeirra hjóna þar. Þau bjuggu lengstum þar í þjóðbraut almennings, með fyrirksipaðri gististöð ferða- manna, undir fjalli; veittu þau þá, margan beina og aðra hjálp, ferðamönnum, án end- urgjalds, ef fátækir og þurf- andi áttu í hlut, þótt þeim bæri að réttu að borga allán greiða. En þar kom í ljós ör- lyndi og hjálpfýsi, sem þau hjón voru bæði samhent um; enda fór orð af því, að þau hefðu eigi orðið íík af greiða- sölunni heima. ’ Sigurveig var prýðilega að sér til handanna, lærði út- sauma og fatagerð hjá dætrum fósturforeldra sinna á Hall- ormsstað, sr. Sig. Gunnarsson- ar, þar sem hún ólst upp. Stundaði hún hannyrðir að heita mátti til siðustu stundar lífs síns. Miðlaði hún oft af munum þeim, er hún bjó til hér, til vina sinna, eða góðra félagsfyrirtækja, og tók aldrei fé fyrir. Hún var trúkona. og hélt fast við sína lútersku barnatrú, og þótt hún eigi iðkaði kirkjugöngur á síðari árum, var hún ávalt hlynt kirkjulegri starfsemi og bar virðingu fyrir velfarnan þess félagsskapar. Hún var elsk að andlegum Ijóðum og söngvum, og las og söng oft i tómi. Hún hafði óskeikult tráust á frels- ara sínum og bað oft í hans nafni fyrir sér og öðrum. Tryggur vinur var hún öllum þeim, sem hún tók vinfengi við, og þótt eitthvað skærist i á milli hennar og vinanna —- því hún var að eðlisfari nokk- uð örgeðja þegar því var að skifta — þá var hún ávalt fljót til sátta, því hún var léttlynd alla a>fi, gamansöm og glaðlynd og var elsk að öll- um sinum. Blessuð sé minning hennar. Vinnr hinnitr látnu. Ritstj. Lögbergs: Viljið J)ér gera svo vel að leyfa blaði yðar að flytja kveðju mína og þakklæti til þeirra mörgu, sem svo góðfús- lega greiddu mér atkvæði sitt í “Fjallkonu samkepninni.” Eg vona að geta persónulega þakk- að öllum Jæiin vinun), sem veittu mér svo mikla hjálp með að selja miðana, en hin- um fjöldanum, sem lceyptu þá get eg ekki vonast eftir að geta þakkað nenia á þennan hátt. Það er mér sönn ánægja að vita að hvert einasta atkvæði var veitt af hlýjum hug og vona eg að bregðast ekki því trausti sem mér var sýnt með þeirri velvild. Vinsamlegast, Sigurborg Davidson. “Eg hefi ekki beðið guð nema einnar afarstuttrar bæn- ar, og hún var á þessa leið: “ó, guð, láttu óvini mína verða hlægilega.” Og guð bænheyrði mig.—Völtaire. Styrjöld er ógurlegt morð. Hversu lengi mun heilli þjóð leyfast að myrða fjölda ÞJÓNUSTA... Síðan 1911, þegar Hydro lyrst færði Winnipegborg ódýra raforku, hefir það verið markmið þessarar stofnunar að J)jóna á sem beztan og fullkomnast- an hátt eigendum sínum, borgurum Winnipeg. íslendingar hafa með sínum trygga stuðningi átt drjúgan J)átt í þeim góða árangri, sem J)essi raforkustofnun hel'ir sýnt. City Hydro hefir aftur á móti komið í hag fslendingum, ekki aðeins á J)ann hátt að veita ódýra raf- orku, heldur einnig með þvi að afla hálfrar miljónar dollara í bæjarsjóð, til skatta-lækkunar. Um leið og vér árnum íslenzkum borg- urum hamingju á þeirra árlegu hátið, viljum vér biðja ])á að muna að ÞÉR eigið CITY HYDRO —Notið j)að! manna, þegar einstaklingum er bannað slíkt athæfi? — John Mansfield. ♦ -f Faðirinn opnar útidyrnar og sér dóttur sína grátandi á tröppunum. —Hvað er að þér, góða mín? —Maðurinn minn er vondur við mig og nú vil eg flytja heim til mömmu. —Þú kemur of seint, barnið mitt. Mamma þín er farin til ömmu. ÍÖlUiUieöÖ ! DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimllt: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba anb v\ ttatiis Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 j DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdöma. Viðtalstfmi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissími 48 551 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Offiee timar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusimi 22 251 Heimilissími 401 991 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME STREET STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gðlfi Talsími 30 877 Viðtalstlmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islenxkur lögfræðingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenxkur lögfrœdingur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 LINDAL, BUHR & STEFANSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. LINDAL, K.C. A. BUHR BJÖRN STEFÁNSSON • Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • pœgilegur og rólegur öústaOur i miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouests THORVALDSON & EGGERTSON islenzkir lögfrœOingar G. S. THORVALDSON, B.A., LB.B. A. G. EGGERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Confederation Life Bldg. SÍMI 97 024 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talslmi 501 562

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.