Lögberg - 03.08.1939, Side 7

Lögberg - 03.08.1939, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1939 7 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Fiskur! Barðfiskur! Islenzkur harðfiskur! Hugsið ykkur! Nú er það bara harðsannanlegt, að nú geta allir borðað íslenzkan harðfisk úti í Ameríku. Þetta getur maður sagt að séu fram- farir í lagi. Já, kæru íslendingar! Nafn mitt er þorskur, en gælunafn- ið, sem mér var valið fyrir mörgum öldum síðan, er harð- fiskur. Það loðir við mig enn og er meira að segja að verða frægt út um víða veröld. Og hér er eg nú kominn til ykkar á vesturheims-slóðir, landar minir, og þið getið ver- ið þess fullviss að mér er það mikil ánægja að fá tækifæri að heimsækja ykkur. Mörg af ykkur munið ef- laust eftir mér, frá þvi þið voruð heiina. En það var fyr- ir mörgum, mörgum árum siðan. Þá var eg allra uppá- hald heima, eins og eg er enn þann dag í dag. Munið þið til dæmis ekki eftir hvað eg var girnilegur og gljáandi, sætur og seðjandi, þegar þið voruð að tanna mig og velta mér á alla vegu í málhúsi ykkar? En á þeim árum fékk eg orð fyrir það að vera nokkuð harður í horn að taka, eins og þið munið. Og mörg ónotahöggin varð eg að þola áður en eg var við ykkar hæfi. En þá fékk eg líka orð fyrir það að vera bjargvættur tann- anna og verndari magans. Eg gaf tönnunum ykkar verk að vinna, svo þær urðu stæltar, þolgóðar og fagrar. Og með því að vera lengi að leysast upp og velkjast í munni ykk- ar, seyddi eg munnvökvana til starfa, og með okkur tókst svo góð samvinna að þegar við lögðum í langferðina um inn- yfli ykkar, fengum við fleiri vökva og starfliða í för með okkur, og var samvinnan svo prýðileg, að okkur var alstað- ar fagnað á ferðalaginu. Hvöttum við alt, sem varð á leið okkar, til starfs, og bygð- um upp hraust og starfandi liffæra-lið, sem brakti ótal kvilla-kindur á flótta, er leit- uðust við að gera ykkur mein. Og þó við réðum ekki við all- an þann óvinnandi her, sem að okkur sótti stundum, þá vil eg leyfa mér að halda því fram, þó eg sé aðeins þorsk- ur og segi sjálfur frá, að eg veitti þessum ó a 1 d a r 1 ý ð skrambi harða mótstöðu. Það er þvi sannarlega ekki að á- stæðulausu að mér hafa verið sungin lofkvæði af sumum merkustu mönnum þjóðarinn- ar, eins og til dæmis af ráð- herranum og skáldinu Hannesi Hafstein. Hann segir: Heill sé þér þorskur, vor bjargvættur bezti, blessaða vera, sem gefur þitt líf til þess að forða oss bjargræðis bresti, bágstaddra líknarinn, sverð vort og hlíf. Heyrðu vort þakklæti, heiðraði fiskur, hertur og saltaður.......... og nýr, Fyrir þinn yerðleika fyllist vor diskur, frelsi og þjóðmegun til vor þú snýr. Þetta er býsna gott, eða finst ykkur það ekki? Og eg er líka stoltur af því að vita með sjálfum mér að eg átti það skilið. En þetta er nú aðeins ögn af því, sem eg hefi starfað til heilla minni heimaþjóð. Hún kann nú orðið að meta mig að verðleikum. En af því þið, af íslenzku bergi brotin, eruð af ísltnzku bergi brotin, eruð frændur minir og vinir, þá kem eg til ykkar allur upp- dubbaður og strokinn eflir nýjustu tízku og magnaður nýju afli og notagildi, til þess að vita hvort mér tekst ekki að verða að einhverju levti bjargvættur ykkar líka. Þið, íslendingar vestan hafs, hafið vakið almenna eftirtekt á ykkur o^ hlýhug fyrir hvað þið takið öllum opnum örm- um, sem að heiman koma með andlega strauma og útréttar hendur til samvinnu við ykk- ur og bræðralags. Þessvegna tel eg engan efa á því, að jiið takið mér vel, því eg er einn liðurinn i samtengingar-keðj- unni, og heiti því að styðja að heill ykkar ef þið aðeins vilj- ið þiggja liðveizlu mína. Og til þess að þreyta ykkur ekki á oflöngum ræðum að byrja með, skal eg fara fljótt yfir sögu. Eg lagði af stað að heiman um mónaðainótin, júní og júlí, og koin til Winnipeg kringum þann tuttugasta júlí. Fór eg þá strax á fund Steindórs Jakobssonar að 680 Sargent Ave., sem var svo góður að stuðla að því að eg kæmist hingað vestur, svo greiðlega. Held eg nú til hjá honum, og þar getið þið, kæru landar mínir, vitjað mín, eða þá gert mér orð að heimsækja ykkur, og skal eg þá bregða við um hæl og koma á fund ykkar. En nú má eg til með að gefa ykkur dálitla lýsingu af sjálfum mér, því eg býst við að sum af ykkur sjái mig ef til vill i sama ljósi sem þið sáuð mig hbima fyrir mörgum árum. En eg hefi framast mikið síðan og tekið miklum breytingum að ytri sýn siðan, svo þið munuð varla þekkja mig eftir öll þessi ár, sem þið hafið dvalið hér fyrir vestan. Eg hefi lært það af sið- menningunni, að það tjáir ekki að vera með of mikla hörkju og ósveigjanlegheit. Eg er því ekki eins harður í horn að taka og óþjáll nú sem eg var þá. Hvert ómálga barn og ellihrum hjón, geta notið min, sem maður og kona á bezta skeiði. Eg er til dæmis alveg beinlaus, og að því leyti líkur fvari beinlausa. Þið munið öll eftir sögunni af honum. Það var nú karl, sem sagði sex, þó beinlaus væri.— Eg er mjúkur viðkomu eins og magáll, angan mín er óvið- jafnanleg, og eg er ríkur af vitamin, sem öllum er nauð- synlegt til mótstöðu gegn alls- konar kvilla-liði, og eg er þar- afleiðandi öllum styrkur í Iífsbaráttunni. Klæði mín eru gagnsæ og gljáandi, en þó svo haldgóð og þétt að enginn leikur sér að þvi að rífa þaú, og ekkert ryk eða óhreinindi hrín við þau. Þessi hald- góði og hentugi búningur er kallaður á ykkar máli, “Cello- phane” pappir, og efast eg ekki um að þið þekkið mikið til hans ágætis. , íslendingar! Gireiðið mér veg út á meðal ykkar, hvar- vetna, sem þið búið í Canada, og talið máli minu við alla. Ekki eingöngu meðal ykkar sjálfra, heldur einnig meðal annara þjóðarbrota í þessu landi. Kunngjörið heilnæmi hins íslenzka harðfisks. Fáið sem flesta til áð reyna mig og kynnast mér, og eg get þá fullvissað ykkur um að eg 6kal létta undir með ykkur, og mæla með mér sjálfur svo vel, að hver sem einu sinni hefir haft mig á borðum hjá sér og kynst mér eins og eg er, mun falla í ást við mig, og mun mæla með mér til sinna vina, unz eg er kominn að minsta kosti inn á annað- hvert heimili í þessu framtíð- arinnar landi, sem þið dveljið nú í. Þið íslenzku verzlunarmenn og kaúpmenn út um bygðir þessa lands,í Berið hag ís- lands, sem ykkar sjálfra fyrir brjósti, með því að víðfrægja mig meðal hérlends fólks, sem ykkur er mögulegt. Skrifið strax til Steindórs Jakobsson- ar að 680 Sargent Ave., og gerist umboðsmenn hans í bygðarlögum ykkar. Hann mun svara greiðlega öllum fyrirspurnum, sem til hans verða gerðar mér viðvíkjandi og afgreiða pantanir ykkar greiðlega. Harðfiskur. Það er dulin fegurð í hverju starfi, sem við leysum af hendi. Ef við uppgötvum hana, hættum við að vera þrælar starfsins.—André Maurois. Success Business College Graduates Excel in Manitoba Civil Service Examinations NORA FISHEK Won First Plaee For All CandidnteM KATHLEEN WORTLEY Won Second l'lace For All Camlidates JON BILDFELL Won First I’iace For Royg ROBEKT PUNDYK YVon Second Place For Boys The results of the Manitoba Civil Service Examinations, held on May 27th, and June 23rd, 1939, as published in the Manitoba Gazette, show that Nora Fisher won first place and Kathleen Wortley second place. Among the successful boys who wrote on these examinations, Jon Bildfell took first place and Robert Pundyk second place. These four candidates were trained in The Success Business College of Winnipeg—another tribute to the Higher Standards of “The Success.” Pifteen (15) out of a total of thirty-eight (38) successful candidates were trained at the Success Business College. These examinations were open to all stenographers, as well as to graduates of Commer- cial High Schools and Business Colleges. There are ten (10) Business Colleges in Manitoba. Employment Is Good For “Success-Trained” Applicants More than 1,000 “Success-trained” Students were assisted to posi- tions by our “Placement Bureau” during the year ending June 30, 1939. It will pay you to be able to say, “I am a ‘Success’ graduate.” New stu- dents may enrol now. Our classes will be in session throughout the sum- mer. Ask for our 36-page Prospectus. It Pays To Train In The 40 ■ College oí Higher Standards 'TULCC0SS TTie B° usiness Coll PORTAGE AVE. at EDMONTON St. ’Phone 25 843 ege WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.