Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. ÁGúST, 1939 7 Gullbrúðkaup Þann 19. júlí s.l. var stórt og myndarlegt gullbrúðkaup haldið að Sylvan Glen P.O., Alberta. Hlutaðeigendur voru Guðmundur og Helga Björn- son, en fyrir veizlunni stóðu börn þeirra þrjú, venzlafólk og vinir. Hjón þessi komu til Ameríku árið 1900; þau eru bæði ættuð úr Stranda- sýslu, Guðmundur fæddur í Hlið, við Kollafjörð. Þau dvöldu fyrst nokkra mánuði að Garðar, N.D., en námu land um vorið 1901, nájægt Markerville, Alta., og bjuggu þar í 35 ár. — Árið 1936 fluttu þau til Sylvan Glen, sem er um 100 mílur í norður frá Edmonton; þar voru þá bú- sett börn þeirra, tvær dætur og einn sonur. — Guðmundur og Helga eiga þarna snoturt heimili, og eru við beztu heilsu. Gullbrúðkaujísdaginn komu samap um 300 manps, að heimili dóttur þeirra og tengdasonar, Mr. og Mrs. J. B. Key. Laufskáli hafðj verið reistur fyrir ræðuhöld og söng; en um miðjan dag tók að rigna svo húsaskjólið kom sér vel fyrir mannfjöidann.— Brúðhjónin voru leidd til sætis af Mr. Roger Key, frá Paris, Mo„ U.S.A., og Mrs. Kristjönu MacNaughton, vinkonu þeirra frá Edmonton. Lútherskur prestur frá Flat Push flutti bæn og ræðu, en LÍuðraflokk- ur frá sama stað lék viðeig- andi sálmalög og allir sungu með. — íslenzka fólkið setti sinn blæ á mótið .neð því að syngja “Hve gott og fagurt” — og “ó guð vors lands.” Ensk þýðing á kvæði eftir St. G. St„ “At Close of Day,” var lesin af skozkum vini hjón- anna, Mr. H. Bell. Síðan bar presturinn fram þakkarávarp barnanna, og af- henti skrautritað íslenzkt ljóð, sem hér fer á eítir. Margar fleiri gjafir afhenti hann, þar á meðal öll prentuð verk St. G. St. frá börnunum og frá Helgu Stephansson. Gamlir núbúar og vinir í Markerville lögðu til “brúðarbekkinn,” — vandaðan setubekk. ótal lukkuóskir voru meðteknar í bréfum og skeytum, eða born- ar fram persónulega. Þá voru rausnarlegar veit- ingar fram bornar, — á meðal annars stór brúðarkaka frá Mrs. Key og Mrs. MacNaugh- ton. Á meðan öllu þessu fór fram hal’ði sólin unnið sigur yfir öllum skýjum og skúr- um. Vefizluskarinn tók nú upp ýmsa þá útileiki, sem tiðkíwiá venjulegum “picnics” og slremtu sér hið bezta, en lúðraflokkur spilaði af og til, og siðan fyrir dansi sem stóð yfiii > unz dagsbrún sázt í ausfin. Fólki virtist koma saman um að dagurinn hefði veHð ágætlega vel lukkaður, oa| mundi lengi í mirinum Mjur þar norður frá. Úitomundur og Helga Björn- son biðja Lögberg að flytja hjartans þakklæti öllum vin- Um og nágrönnum, ekki sízt fólkinu að Markerville, sem gerði þeim daginn ógleyman- legan; og svo börnum og barnabörnupr, sem fram- kvæmdir höfðu í allan máta. Dagurinn var þeim sannur merkisdagur á langri vegferð þeirra. — Hann leiddi einnig greinilega í ljós að þessi góðu hjón höfðu eignast fjölda trygglyndra vina hvar sem þau bjuggu. Fylgi þeim sú gæfa vegferð- ina á enda! Vinsamlegast, Jakobína Johnson. Seattle, 18. ágúst, 1939. • TIL GUÐMUNDAR OG HELGU BJÖRNSON Gulbrúðkaupsdaginn 19. júlí, 1939 Frá börnum þeirra. Sézt af sjónarhæð er saga skreytir, liðin landnámstíð með ljós og skugga. Sézt hér samfylgd trygg í sorg og gleði. —Hér er hálfri öld helgað minni. Fyrir föðurhús og föðurhyggju, fyrir móðurmund og mildi alla, bera börnin fram í blómsveig fríðum lauf og lárviði og liljur sumars. Fyrir hetjuhug er hallar degi, fyrir handtak hlýtt á hjarni vetrar, fyrir ást og yl og örlátt sinni, skulu gjafir gulls í geislum skína. Geislum lofs og ljóðs og Ijúfra þakka vefur hugur hlýr heilla óskir. Þeim sem langferð lífs er lofsæl minning, vísar leiðarljós til landnáms æðra. Jakobína Johnson. Line Elevators VINNA AÐ VELMEGUN BÆNDA Eins og sjá má af auglýs- ingu á öðrum stað hér i blað- inu, hefir North-West Grain Dealers félagsskapurinn unn- ið að því af kappi miklu að víkka út markaði fyrir korn og aðrar framleiðslutegundir bænda; deild hefir verið stofn- uð, sem nefnist Public Rela- tions Department, undir for- ustu L. W. Brockingtons, K.C., og hefir hún þegar jeyst af hendi mörg nytjaverk. Það voru Line Elevator félögin, er djarfmannlegast gengu fram í því, að krefjast 80 centa lág- marksverðs á hveiti, sem og um framhaldsstarfsemi hveiti- ráðsins; þá varð það og gert kleift vegna fjárframlags af hálfu þessara samtaka, að trjáplöntunar eimvagn fór um Sléttufylkin þvert og endi- langt til leiðbeiningar við skóggræðslu og trjárækt; þá hafa einnig félög þessi unnið að því af kappi miklu, að reyna að fá sambandsstjórn til þess' að bæta úr þeim mis- fellum, seni átt hafa sér stað og stafa frá ranglátum mis- mun á verðlagi bændavörunn- ar og þess, er bændur þurfa ó- umflýjanlega að kaupa. Margt fleira inætti nefna, sem sýnir hve miklu þessi Line Elevator félög hafa til vegar komið og til sannra þjóðþrifa miðar. FRÁ ÍSLANDI Norræna hjúkrunarkvenna- mótinu lýkur í kvöld um borð í “Stavangerfjord” á Akureyri. Verður þá m. a. ákveðið, hvar næsta mót verður haldið. Að- alumræður mótsins fóru fram á þriðjudaginn. Var þá in. a. rætt um þessi mál: Mentun hj úkrunarkvenna, heilsuvernd og hjúkrunarnám, starfsvið hjúkrunarkonunnar sem heim- ilisráðunauts, barnaheimili og hj úkrunarkonur, sjúkrahjúkr- un og þarfir sjúklinga, matar- æði í sjúkrahúsum og sam- vinnu norrænna hjúkrunar- kvenna. Héðan fóru hjúkr- unarkonurnar til Akureyrar í þremur hópum. Fyrsti hópur- inn lagði af stað landleiðis í gær og ætlaði að gista á Reykjum og Blönduósi; annar þeirra fór með “Stanvanger- fjord” í gærkveldi, og sá þriðji fór landleiðis í morgun. Frá Akureyri fer “Stvangerjord” um miðnætti í nótt áleiðis til Oslo. I Kveðja Fjallkonunnar til barna sinna. Eg kveð ykkur, blessuð börnin min, og bið Drottin, þann sem allra kjörum ræður, að leiða yður að lokum heim til sín, í Ijóssins hafnir, systur jafnt sem bræður; hvar alheims röðull aldrei snýr til viðar og eilíf birta lýsir sálum yðar. Magnús Einarsson. 'Wliaé are TTouif Plans-foF tliis Fall? LILIA K. BJORNSON LOA EYRIKSON, G.C.T. B.E.A. Graduate With Success Business College for the past 12 years AB Tuismess EJliiicatioii ? Set yourself a definite aim. Make your standard high. Then let us help ybu achieve your goal! THE WINNIPEG COMMERCIAL SCHOOL Invites you to enroll for the Fall Term, opening TUESDAY, SEPTEMBER 5 OUR SCHOOL Is located in the Sterling Securities Building on Portage Avenue at Vaughan St. ABOVE BRATHWAITES ACROSS FROM “THE BAY” UNDER THE WRIGLEY CLOCK Exceptionally Easy of Access by Bus and Car from All Parts of the City and Environs i A College that specializes in stenographic subjects—where competent teachers give students INDIVIDUAL INSTRUCTION. Select your subject or subjects from the following: Bookkeeping Spelling Gregg Shorthand Applied Business English Pitman Shorthand Office Practice Typewriting Calculator Penmanship - Dictaphone Business Correspondence Office Experience Class Review students, as well as beginners, will receive every attention Students enrolling with us must have Grade XI or a higher academic standing Our Special Introductory Rates to Students Enrolling this fall: Day School $ 15.00 per month HalfDays 8.50 per month Evening Classes 4.00 per month Evening Classes are conducted Monday and Thursday of each week, from 7:30 to 9:45 PHONE US—24 680 WRITE US—203 Sterling Securities Building. ENROLLNOW Winnipeg Commercial School 203 Sterling Securities Bldg., Portage Ave. at Vaughan

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.