Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 1
PHONE 80 311 Seven Lines 4Í. CxeV’ ' eST* Vy • Servloe and Satisfactlon PHONE 80 311 Seven Lincs 0<Lse ><» e* ~.',r ' y'/o4 ' T>ry Cleanlng and Ijaundry 52. ARGANGUR LÖGRERG, EIMTUDAGINN 24. ÁGÚST, 1939. NÚMER 33 Afar viðsjárverðar horfur í Norðurálfunni Rússar og Þjóðverjar undirskrifa verzl- unarsamning, og frá Moscow og Berlín báruát þœr fregnir á þriðjudaginn, að samningsumleitarir milli þessara tveggja þjóða átœðu yfir með tilliti til frekari samvinnu. Samkvæmt simfregnum á miðvikudagsmorguninn, hefir þjóðþing Breta verið samstund is kvatt til funda, og Adolf Hitler verið tilkynt, að svo fremi að hann hrófli við Pól- landi eigi hann sameiginlega Bretum og Frökkum að mæta. Utanríkisráðherra Rússa, Mol- otoff, lætur þá skoðun í ljós, að þessar samvinnutilraunir milli Þjóðverja og IWissa séu ákveðið spor til tryggingar Norðurálfufriði; þessu sýnast fáir trúa, og má því með full- um rétti segja að heimurinn standi með öndina í hálsinum vegna síþykknandi ófriðar- hliku. Fregnir frá Hague staðhæfa að Hitler sé einráð- inn í því að láta til skarar skríða vegna Danzig svo að segja á hverju augnabliki. Forsætsiráðherra Ástralíu, R. G. Menzies hefir lýst yfir því, að þjóð sín sé þess albúin að berjast á hlið Breta nær sem kallið komi. Hinn cana- diski sjtórnarformaður, Mr. King, átti langt samtal við lávarð Tweedsmuir á þriðju- dagskveldið og allir samverka- menn hans í ráðuneytinu voru þegar kvaddir til Ottawa, þeir er fjarverandi voru.— ÍSLENDINGAR AF DÖNSKUM OG SÆNSKUM STOFNI Danska blaðið, Danske Herold, sem gefið er út í Kentville, Nova Scotia, flutti þann 15. þ. m. símfregn, er lét þess getið, að þjóðskjala- vörður íslands, Barði Guð- mundsson hefði á sagnfræð- ingafundi í Kaupmannahöfn gert þá staðhæfingu, að hinir fvrstu landnáinsmenn fslands hafi ekki verið Norðmenn, heldur aðallega frá Danmörku og nokkrir frá Sviþjöð. KVATT TIL FLOKKSÞINGS V e r k þ |m ia n naflokkurinn brezki kvaddi jafnSkjótt til flokksþings, og hljóðbært varð um samdráttinn milli Þjóð- verða og Rússa, til þess að ræða um stefnu stjórnarinnar í utanríkismálum; búist er við afarfjölmennu flokksþingi. Canada Landið stórra “sæva og sanda” Saga þín er góð. Börn þín vel á verði standa, Voldug, göfug þjóð, Traust i verki, orði og anda, Ör á fé og hlóð. Útsjón skýr og auður mesti Afl til góðs þér Ijá. Þú ert verndarvættur besti, Viti og manndóms þrá. Dýpstar rætur frelsið festi Fána þínum hjá. Þegar hálfan heiminn tryllir Harðdræg vígaöld, Þar sem brugga böðlar illir Banaráðin köld, Friðarsólin fögur gyllir Fána þinn og skjöld. Minni landa menning styður, Mátt og hug þeim fær, Rödd þín sterk sem storma niður Stilt sein vorsins hlær.— Hjá þér dafni frelsi og friður, Fóstra og móðir kær. K. S. P. Sjöveldafundur í Brussel Þessa dagana stendur yfir í höfuðborg Belgíu fundur, er sjö hlutlaus ríki standa að; þar á meðal Danmörk, Noreg- ur og Sviþjóð. Leopold Belgiu- konungur átti frumkvæði að fundarboði þessu; var til fundarins kvatt með það fyrir augum, að skora á stórveldin að hlutast til um að heims- styröld verði áfstýrt, sem og til þess að ræða um afstöðu hinna hlutlausu ríkja í þvi falli að alt færi í bál og brand. íslenzkar syálur álofna verzlunarskóla Fagnaðarefni er . það jafn- an, er fólk af íslenzkum stofni í þessu landi sýnir framtak og ryður sér braut; þetta hef- ir mörgum lánast, og er von- andi að þar megi sem flestir eftir fara.— Nú hafa tvær íslenzkar syst- ur ráðist i það stórræði, að stofna verzlunarskóla hér í borginni; eru það þær Miss Loa Eiríkson og frú Lilja Björnson, dætur þeirra Sig- urjóns Eiríkssonar er um langt skeið átti heima í bæn- um Wynyard í Saskatchewan- fylki. Báðar eru þessar syst- ur mentar vel og hafa um all- langt skeið fengist við kenslu- störf; báðar hafa þær kent við verzlunarskóla, þó einkum Miss Eirikson, er fengið hefir langa æfingu í þeirri fræðslu grein; hinn nýi skóli þeirra nefnist Winnipeg Commercial School, og hefir bækistöð sína að 203 Sterling Secuities Bldg., Portage Ave. og Vaughan St. Systur þessar eru af góðum ættstofni komnar og njóta hvarvetna vinsælda. UGGUR í JAPÖNUM Símfregnir frá Tokyo á mið vikudaginn láta þess getið, að óhug miklum hafi slegið japanska stjórnmálamenn vegna samstarfstilraunanna milli Þjóðverja og Rússa; krefjast ýmsir forustumenn Japana þess, að núgildandi samningum milli þjóðarinnar og ítala og Þjóðverja verði tafarlaust sagt upp. ÁSKORUN PÁFA Símað er frá Vaticaninu þann 23. þ. m., að Píus páfi hafi ákveðið að halda útvarps- ræðu von bráðar, þar sem skorað verði á allar stórþjóð- irnar, að fyrirbyggja nýja heimsstyrjöld, og ráða ágrein- ingsmálunum til lykta með sættargerðum. Mrs. Margrét J. Markússon Nóvember 1857 Þó húmi leið á hausti og hretin nísti jörð, minn hugur berst til baka i bjartan Skagafjörð. Þar ung við tengdum trygðir með táp og fjör á leið og lífsins trú, sem lýsti um langt og fagurt skeið. En nú er sólin sígin, þitt sæti autt og hljótt, en Ijósrík minning lifir og lýsir kalda nótt. Þú varst mín von og gleði nieð vorsins yl og traust, eg þakka það og geymi unz þrýtur tímans haust. — April 1939 Þin börn sín hjörtu beygja í bæn við hljóða gröf, og þakka ástúð alla við æfidagsins töf. Þú gafst þeim yl þins anda, þann auð, sem gildir mest, því eilif móðurástin er engum böndum fest. Þú vanst af fúsum vilja hvert verk um gefið skeið, með hjartað glatt og göfugt að greiða snauðum leið. Þín löngun var að lyfta og létta Tiverja þraut. Þess minnast margir vinir, sem mættú þér á hraut. Þó húmið sveipi salinn með sætið hljótt og kalt, við beygjum hug og hjörtu til hans sem gefur alt. Þú lýstir vel og lengi með lið, sem aldrei brást. Því helgast hljóðu leiði vor heilög þökk og ást. Fyrir hönd eiginmanns og barna hinnar tátnu. M. Markásson. Landhelgin Áður hefir hér verið minst á Faxaflóanefndina, sein hing- að kom til þess að sjá með eigin augum mismuninn á fiskilaginu í Faxaflóa, utan og innan við landhelgislínuna. En um árangur þeirra at- hugana sagði Árni Friðriks- son blaðinu í gær. Athuganir þessar hér í Fló- anum stóðu yfir í þrjá daga. Þær báru glöggan árangur. Þeir nefndarmenn, sem hér voru ókunnugastir, sáu með eigin augum hinn geysimikla mismuri á fiskimergðinni inn- an og utan við landhelgislín- una. f sunnanverðum Flóanum eru allar aðstæður eins, utan og innan við línuna, dýpi, hiti, dýralíf, öll skilyrði þau sömu. Eini munurinn, að landhelgin er friðuð — hitt ekki. Á þriðjudaginn fór nefndin í athugunarferð þessa á tog- aranum Geir. Auk nefndar- manna voru í þeirri ferð ól- afur Thors atvinnumálaráð- herra, Erik Poulsen fiskifræð- ingur og Bertelsen magister frá Dönu, Kristján Bergsson, Hélgi Briem og Finnur Guð- mundsson. Togað var í Fló- anum allan daginn, til þess að sjá aflamuninn innan og utan landhelgi. Árangurinn var þessi: Innan landhelgi fengust 476 ýsur og 135 lúður og 115 skar- kolar á klukkustund. Rétt utan við landhelgi 359 ýsur, 73 lúður og 27 skarkolar. En út í Flóanum var afli af þess- um nytjafiskum ekki nema 8 ýsur, 35 smálúður og 4 skar- kolar á klukkustund. Nú heyrðust raddir um, að rétt væri að reyna líka hver munurinn yrði innan og utan við línuna með dragnót. Var sendur út dragnótabátur að- faranótt miðvikudags. Kom þá í ljós, að dragnótin er enn- þá stórtækari á skarkolanum, en menn höfðu gert ráð fyrir. En minni var munurinn á dragnótaveiðinni af ýsu og sinálúðu. Miðvikudag og fimtudag héldu nefndarmenn áfram at- hugunum þessum í Flóanum. Þá daga voru þeir með Dönu. Prófessor Hjort var þó ekki síðara daginn, því hann fór með Stavangerfjord. En dr. Bjarni Sæmundsson var með þessa daga, og Júlíus Guð- mundsson form. Fiskimála- nefndar á fimtudaginn. Auk þess hélt Faxaflóa- nefndin 3 fundi þessa daga. Þann fyrsta í atvinnudeild Háskólans, en hina í rann- sóknarskipinu Dönu. Árni Friðriksson gefur rík- isstjórninni skýrslu um athug- ánir þessar, og Faxaflóanefnd gefur skýrslu um þær til Haf- rannsóknaráðsins. Árni gat þess að lokum, að hann væri mjög þakklátur öll- um aðilum er stutt höfðu að þvi, hveð greiðlega gekk með útvegun á skipakosti og ann- að sem til þurfti við athuganir þessar, sem vissulega geta haft mikil áhrif á n’iðurstöður Haf- rannsóknaráðsins viðvikjandi F'axaflóafriðuninni. —Morgunbl. 30. júlí.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.