Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 8

Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. ÁGÚST, 1939. Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE Beaumaroy sagði þetta í fyrrilitningartón; og orðin beindust að flokksforingjanum jafnt og sjálfum honum, fyrir gleymskuna. Honum virt- ist nú skemt af þessu, sem fyrir hafði komið með áhaldið, hafði jafnvel innilega gaman af því; það var éins og löngun og meðaumkvun dveldu einna fastast í huga hans, frá þessu fyrsta einkatali við Dr. Mary Arkroyd, þrátt fyrir óhappið með hnífa- pars samstæðuna. , f VI. KAPITULI. Sagan um Duggle kaftein. Jólin árið 1918 var mikil gleðihátíð, og hvergi með meiri ánægjubrag en að Fornasetri. Auk dýrlegrar heimilisveizlu, voru á sjálfan jóla- daginn hoðnir til miðdagsverðar einnig nokkrir nábúar, svo sem Miss Wall, Irechester-hjónin, Mr. Penrose og Dr. Mary. Þá hafði Mrs. Naylor og boðið Mr. Beaumaroy; henni þótti hann merki- legur maður, og svo vorkendi hún honum líka vegna þeirrar auðsjáanlega óánægjulegu stöðu, er hann var bundinn við; en honum hafði ekki fundist hann mega yfirgefa gamla manninn. Unga stúikan hjá Dr. Mary var einnig boðin, ekki að- eins til iniðdagsverðarins, heldur og i heimilis- veizluna og til þriggja daga veru með þjónustu- stúlku sinni, Jeanne, sem táraðist nú miklu minna en áður; grátmildi hennar átti nú ekki lengur við; eins og breytingin á Cynthiu og hin stranga bend- ing Dr. Mary hafði látið henni ljóslega skiljast. Gertie Naylor hafði beðið Cynthiu að koma og hjálpa sér við að skemta undirforingjunum; þótt hún hefði nú vel getað það hjálparlaust; þeir voru aðeins þrír, og sé ung og lagleg stúlka ekki fær um að skemta þremur undirforingjum, þá, jæja, hvað er þá að verða úr okkur hér í Eng>- landi? Og útkoman var líka sú, að Gertie varð að annast þá alla hjálparlaust, ýmist einn og einn eða þá alla sameiginlega. Cynthia hafði öðru að sinna. En Gertie kvartaði hvorki um ástæður eða afleiðingarnar. Tilgátan frá Miss Wall um ofdrykkjuna og meðalið við henni, var að engu orðin, og önnur heilahrot hennar um Cynthiu þögguð af einkar þægilegri hugsvölun í vitneskjunni um ólánsöm ástamál stúlkunnar, sem gamli Naylor var svo ónærgætinn að kalla “gott sælgæti fyrir gömlu kisu.” Cynthia hafði sagt sögu sína; og hún þurfti á meiri samúð að halda en hin skynsam- lega úrlausn frá Dr. Mary hafði að hjóða; út af þessari þörf hugkvæmdist Gertie í saklausri ein- lægni, og með þegjandi samþykki vinkonunnar, er sagt hafði henni sögu sína, að trúa fjölskyld- unni og nánustu vinum fyrir þessu, þó að Cynthia hefði verið eins klók og hún var hreinskilin, þá hefði hún ekki getað konlið máli sínu i betra horf. Hin móðurlega viðkvæmni Miss Naylor, hin kurteislega aðstaða Naylors gamla, hin djúpa sam- hygð og brennandi áhugi hjá Gertie um að heyra söguna út í æsar, og löngun allra til að geta orðið Cynthiu að liði, stuðlaði að því, að allir lögðu sig fram um að láta hana gleyma raunum sínuin, og fá hana til að njóta aftur glaðværðar lífsins. Öll þessi samhygð átti opha leið að hjarta Cynthiu; hún fann ánægjuna ná svo ört haldi á sér, að hún beinlínis fyrirvarð sig út af því. Það var því engih furða þó að Jeanne, sem æPð vissi hvað við ætti, tæki eftir þv', að það skaplyndi hjá Cynthiu sem grátsefninu olli,: var nú að breytast' Hinn þóttafulli Naylor gamli leit á konu sína með hversdagslegri tilfinning og ofurlítilli lítils- virðing fyrir algengar dygðir hennar — til þess ekki að nefna hugarþelið, sem þær prýddu. Dóttir hans var honum sem dýrmætt leikfang, er hann stríddi oft með fyndni sinni og hrekkjabröðum, en bruðlaði svo gjöfum í vegna ánægjunnar af að taka eftir hve dáindislega hún snerist við þeim, þrátt fyrir ertnina áður. Honum datt aldrei í hug, að leikfangið gæti brotnað; vænt eins og hon- um þótti um hana, þá skorti kærleiks tilfinning- una gagnvart dótturinni umhyggjusemi einlægrar ástar. En vegna aðdáunar á syninum sá hann ekki sólina, og gagnvart honum var skilningurinn á nauðsyn stöðugrar umhyggju og hræðslan fyrir huldri hættu sí-vakandi. I fjögur ár hafði hann nú þjáðst af ótta óvissunnar um soninn; um vel- ferð líkama hans og lífið sjálft. Y hverri vöku- stund hljómaði í huga hans slíkt neyðaróp sem Daviðs, “ó, að eg hefði dáið fyrir þig, sonur minn, sonur minn.” Því sérhvert augnablik þessara fjögra ára gat skeð, að sonur hans v*ri jafnvel liðið lík. En þótt hin sífelda hræðsla, sem hann á stríðsárunum hafði þjáðst af, en borið daglega eins og með köldu blóði, og sem ekkert væri að, væri nú horfin, þá var hugurinn þó ávalt með snert af beyg isonarins vegna. Enginn af öllum þeim sjálfboðum, sem í stríðið fóru, höfðu jafn- ákaft lundarfar eins og Alec, hugsaði Naylor gamli. Eins og hann fór, þannig hafði hann aug- sýnilega komið aftur, ekkert nýtt ljós skinið hon- um; síður en svo, því þrátt fyrir allar hugsjónir hans eða missýningar um þessa vondu veröld og hennar möguleika, um fólkið sem í henni býr og hina sorglegu takmörkun þess, var hið ákafa hug- arfar hans jafnvel enn örara en áður. Hvernig gæti hann komist gegnum lífið án þess að verða fyrir sárum vonbrigðum, án þess að hljóta hol- undarsár af því er hann óumflýjanlega hlaut að uppgötva ástandi heimsins viðvíkjandi? Naylor gamli gat ekki séð hvernig slíkt mætti verða, eða neina von um það; en góð og hæfileg kona var vafalaust bezta úrlausnin, fanst honum. Hann hafði rent rannsakandi augnaráði til Cynthiu Walford, eins og Irechester tók eftir, en þegar hann gaf henni nánari gætur, var hann ekki að öllu leyti ánægður með hana. Alec þurfti að fá staðfasta og ákveðna konu, er væri honum sem vernd; einhverja líkari Mary Arkroyd, það fann hann; ef Mary aðeins vildi klæðast snyrti- legar, minnast þess að hún væri, eða gæti verið, aðlaðandi ung Stúlka; ef hún kastaði mortéli sínu og staut út um gluggann, án þess þó að fleygja með þeim frá sér hinum vakandi, heilbrigðu og íhugulu sálar-eiginleikum, sem gerðu hana svo aðdáanlega hrífandi. En hann varð brátt að sleppa þessari hugsjón sinni. Sonar hans eigin tilhneiging var sú, að veita en ekki leita að vernd og aðstoð. A hina hryggilegu raun Cynthiu hafði Alec eitt sinn minst við föður sinn. “Að hugsa sér mann í brezkum einkennisbúningi, sein slíkt að- hefst, gerir mig óðan af gremju,” hagði Alec sagt. En sú ósanngirni! Því samkvæmt öllum nátt- úrlegum lögum hljóta, þar sem margar iniljónir manna eru í herklæðum, að vera einhverjir svik- arar og óþokkar meðal þeirra. En það var eins og Alec teldi sig ábyrgðarfullan fyrir framferði allra kóngsins hersveita. Heiðvirði þeirra var hans hróður; fyrir þeirra misgjörðir hlyti hann persónulega að bæta. “Þessi Beaumaroy hefir kannske tapað samvizku sinni gagnvart slíku sem þessu, en drengurinn minn hefir helgað sér þær mijjónir,” nöldraði gamli maðurinn með sjálfum sér — þótt nöldrið væri stolti þrungið. Með sjálfum sér gagnrýndi faðirinn afstöðu málsins þannig, að hjá Alec væri alt háð bráðri tilhneiging, löngun til að mýkja, að afmá, að bæta ,fyrir hverja misgjörð. Stúlkan unga héfði verið stórlega meidd; með sinni næmu samhygðarkend liti Alec svo á, að hún myndi finna sig saurgaða af sambandinu við óþokkann, og blett á mann- orði sínu fyrir að láta svo auðveldlega blekkjast. Þessu öllu yrði að sópa úr hjarta hennar og end- urminning, ef unt v*ri. Með sárri tilfinning, sem hún jafnvel fyrir sjálfri sér ekki vildi kannast við, tók Mary Ark- royd eftir því hvað var að gerast. Hún hafði kastað frá sér öllum ástarórum og hverju því, er þeim fylgdi, en hún dáðist mjög að Alec Naylor, og henni fanst Cynthia, samkvæmt almnenu orða- tiltæki, “naumast nógu góð” handa honuin. Væri það ekki fremur hjákátlegt, hugsaði hún, að ein- mitt sú staðreynd, að Uynthia hefði hagað sér eins og ofurlítil heimsk gæs, gerði henni nú unt að fanga svaninn? “Þér eruð að taka frá mér sjúkling minn, Alec kafteinn,” sagði hún við hann í spaugi, “og veitið honum mikla umönnun.” Hann roðnaði, en svaraði mjög blátt áfram: “Henni virðist geðjast vel að tala við mig, og mér finst hún gædd fremur skýrri greind, Dr. Mary.” (Hún átti nú gælunafnið “Dr. Mary” hjá öllum hópnum í Fornasetri, og var ávörpuð þannig með snert af tæpitungu hreim). ó, sancttT simplicitas! Mary langaði til að segja að Cynthia væri fremur algengur unglingur. Geðjaðist vel að tala við hann, vissulega! Auð- vitað gerði hún það, notaði við hann öll sín meyj- arvopn, og undraðist með nærri því óttakendri ánægju, áhrif þeirra á þessa glæsilegu hetju. Nú, jæja, en sú einfeldni hetjunnar! Þessar hugleiðingar komu fram á hinni óembættislegu hlið í huga hennar, þegar hún þetta jólakvöid tók eftir hinni varfærnu, átakanlega ó- beinu og hikandi aðferð Alec Naylors við að ná hinum fullþroskaða ávexti, sem þarna var honum innan handar að fanga. “Þann hluta í riddara- skap hans að vilja taka á sig annara raunir, getur hún ekki enn látið sér hugkvæmast!” hugsaði hún. — Mary var hálf-óþolinmóð, hálf-treg til aðdáunar, sem ekki er óalgengt sambland í huga þeirra, er háar kröfur gera til dygðugs lífernis. Niðurstáðan varð á hinn bóginn sú, að hin ljósa mvnd Alecs tapaði nokkru af hetjudýrðinni í huga hennar. En hvað snerti hina embættislegu afstöðu Dr. Marys, þá vai* Turnhúsið enn þrálátlega mið- stöð hugsana hennar; og í sambandi við það kom í ljós ráðgátan um afstöðu Dr. Irechesters. Hún hafði fært sér í nyt leyfi Beaumaroys, þótt hún væri í vafa um hvort það væri rétt gert, því hún var en lítt reynd í nákvæmni hefðarreglanna, og sendi lækninum bréfið, ásamt hreinskilinni skýr- ing á eigin tilfinning um það, hvers vegna hún sinti kallinu um að vitja Mr. Saffrons. En þótt Irechester væri einkar vingjarnlegur þegar þau hittust við miðdagsverðinn að Fornasetri, og tal- aði oft til hennar meðan all-lengi var beðið eftir að máltíðin byrjaði (því Alec kafteinn og Cynthia, Gertie og tveir undirforingjarnir komu mjög seint, höfðu auðsjáanlega gleymt máltíðinni við fágaðri unaðssemdir), en mintist aldrei á bréfin, eða Turnhúsið og íbúa þess. Mary var sjálf of feimin til að vekja' máls á þessu, en undraði sig þó á þögn hans því viðvíkjandi; einkum vegna þess, að honum var það auðsjáanlega enn minnisstætt. Það sá hún af því, að þegar eftir máltíðina allir höfðu hampað portvínsglösunum hver öðrum til heilla, mælti hann við Penrose, er gegnt honum sat við borðið: “Við vorum um daginn að minnast á turn- inn í heiðinni, sem, eins og þér vitið, er áfastur við smáhýsið hans Mr. Saffrons, og enginn vissi neitt um sögu hans. Yður er kunnugt um Inkston alt frá ómunatíð, og munið þér enga sögu um Turnhúsið?” Mr. Penrose stundaði lögmannsstörf í London, en bjó í litlu gamaldagshúsi við þorpsgötuna ná- lægt Irechesters heimilinu, og eyddi frístundum sínum við að kynna sér forneskjur og staðalýs- ingar umhverfisins; fróðleikur hans um þetta var all-víðtækur, ef ekki mjög þýðingarmikill. Pen- rose var smávaxið, nettlegt gamalmenni með hvítt gamaldagslegt síðskegg, skrækraddaður og hlátur hans hryssingslegur. “Það er til saga um Turnhúsið, sem ágætlega á við jóladagsfagnaðinn, ef þið viljið hlusta á hana,” svaraði Penrose. Mjóa röddin var hrífandi; og vonin um sögu setti samkomugestina hljóða, meðan Penrose þuldi fram sögu sína, og tilfærði henni til sönn- unar frásögn hins þá “elzta íbúa” sveitarinnar, sem nú hefði safnast til feðra sinna; sagan hefði gerst fyrir áttatíu árum, þegar öldungurinn var ungur maður. Til Inkston kom skyndilega, eins og utan úr geimnum ókunnur sjófarandi og settist að í litla húsinu á heiðinni. Af honum var sterk brenni- víns- og tóbakslykt; lét hann alla skilja það, að nafn sitt væri Duggle og hann hefði verið skip- stjóri — kafteinn. Hann var ógeðslegur maður og framferðið ennþá ljótara en ásýndin. f augum hinna kyrlátu og siðavöndu þorps- búa þeirra tíma var. Duggle kafteinn hryllileg mannvera og sein fyrirþoði einhverra vandræða. Ekki aðeins var hann afskaplegur drykkjumaður — það, sem var eins og annað eðli hans og einnig uppspretta til verzlunarlegs ágóða í þorpinu, hefði líklega aðeins skoðast vítavert — en hann blótaði og ragnaði með voðalegu guðlasti; fyrirleit prest- inn, hæddist að opinberuninni og jafnvel að sjálf- um guðdómnum. Myrkrahöfðingjann sagði hann vin sinn. Þessi Duggle kafteinn var hræðilegur náungi. Hárið reis á höfðum Inkstons-búa við nálægð hans, eins og ekki var að undra! , “Fólkið hefir vafalaust skolfið af glaðværð yfir öllu þessu,” sagði Mr. Naylor eins og til skýr- ingar..

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.