Lögberg - 31.08.1939, Síða 3

Lögberg - 31.08.1939, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1939 3 Islenzki karlakórinn í Norður Dakota syngur í Bismarck Eins og margir vita er nú í ár 50 ára afmæli Norður Dakota ríkis. Fram að árinu 1889 var þetta umdæmi kallað Dakota. Territory. Þá skiftist það stóra svæði í tvent og mynduðust tvö ríkin Norður- og Suður Dakota, og urðu upp frá því bæði fullveðja ríki í sambandinu sem kallað er Bandarílci Norður Ameríku — “The United States of North America.” Viðsvegar um ríkið hafa svo verið ýms hátíðarhöld út af 50 ára afmælinu. En aðal há- tíðahöldin fyrir ríkið í heild sinni fóru fram í höfuðborg- inni, Bismarck, N.D., dagana 21,—25. ágúst. Hinum ýmsu þjóðarbrotum, sem eiga heima í þessu ríki, var sérstaklega boðið að taka þátt í þessum hátíðahöldum, á þann hátt að koma þar fram með þjóðlegar skemtanir, hver fyrir hönd síns þjóðflokks. Áttu þjóðarbrotin að koma fram með söngva, dansleiki og annað, sem l>æri á sér þjóð- legan blæ. Guðmundur dóm- ari Grímson varð ^>ess var nokkru fyrir hátíðahöldin að margir þjóðflokkarnir höfðu ákvarðað að taka þessu boði, og fanst honum það leitt að fslendingar, sem löngum hafa haft á sér gott orð í ríkinu skyldu í þessu efni reynast eftirbátar annara. Og vegna hans mikla og velþekta þjóð- ernisáhuga, fór hann því að talfæra þetta við íslendinga, hvar sem leið hans lá; og loks fór svo, fyrir tillögur hans að það skipaðist þannig til að Karlakór íslendinga í Norður Dakota lofaðist til að fara til Bismarck og taka þátt í þess- um hátíðahöldum fyrir hönd íslendinga, ef hægt væri að safna nokkru fé til að hjálpa til með kostnað, sem ferðin hefði i för með sér. Þess er vert að minnast, að það eru nálega 300 mílur til Bismarck frá þessu umhverfi hér, ferðin hlaut því að taka að minsta kosti tvo daga; og til fararinnar þurfti að minsta kosti 8 stóra bila. Þess ber einnig að minnast að flestir meðlimir karlakórsins voru um þessar mundir í sökkvandi annríki við þreskingu, og því alls ekki hægt um vik að hverfa frá verkum tvo eða þrjá daga. Rúma viku áður en lagt var af stað komu með- limir kórsins saman til að æfa sig svo að segja að nóttu til, eftir að vinna erfiða vinnu í hitaveðri allan daginn. Var þetta næsta erfitt, en menn ræktu það engu að síður með mikflli trúmensku, og má segja, að það væri meðlimum kórsins til inikillar sæmdar. Hr. Ragnar H. Ragnar var nýlega horfinn aftur til Win- nipeg eftir sumarstörf sín hér í þjónustu þjóðræknisdeildar- innar. En þegar í stað lof- aðist hann til að sleppa öllu, sem fyrir hendi væri þar norður frá og koma hingað og dvelja hér alt að tveggja vikna tíma til að æfa kórinn og ferðast með honum til Bismarck og stýra söngnum þar. Alt jietta bauðst hann til að gera án endurgjalds. Var það vel og fallega boðið og þakksamlega þegið. Fljótlega eftir að karlakór- inn hafði látið til leiðast að fara í þessa ferð, varð það niðurstaða þeirrar nefndar er hafði þetta mál með höndum, að til þess að gera þepna þátt íslendinga í þessum hátíðar- höldum veglegri, ætti að vera með flokknum Fjallkona og hirðmeyjar er tækju þátt í skemtiskránni. Varð nefndin einróma um það að biðja Mrs. H. Sigmar að taka að sér Fjallkonu-hlutverkið, og lét hún til leiðast, þó hún væri nýkomin heim úr löngu ferða- lagi. Hirðmeyjarnar, sem voru fengnar til að vera með henni voru þær Miss Kathryn Arason frá Mountain og Miss Lorraine Anderson fra Bis- marck. Miss Arason er píanisti karlakórsins, en Miss Ander- son hafði líka verið beðin að syngja sóló-söng í íslenzka prógrams - þættinum. Komu þær báðar fram í fallegum, ís- lenzkum búningum, — Miss Arason í upphlut en Miss Anderson í skautbúningi. En þegar til þess kom að klæða Fjallkonuna í viðeigandi' bún- ing, var nefndin i vanda stödd. Virtist enginn kostur á þvi, að gera það svo sómasamlega að vel mætti við una, nema sá einn að fá lánaðan Fjallkonu- búninginn hjá fslendingadags- nefndinni í Winnipeg. Var svo til þeirrar nefndar leitað. Hún brást vel við og lánaði búninginn. Kom hr. Jón Sam- son forseti fslendingadags- nefndarinnar með búninginn suður samkvæmt óskum nefndar sinnar. Fór hann með til Bismarck og tók þátt í athöfninni þar, og flutti síð- an búninginn aftur til Winni- peg. Er nefndin hér innilega þakklát við fslendingadags- nefndina fyrir þessa hjálp- semi og góðfýsi, sem varð til svo góðrar hjálpar við þátt- töku fslendinga í þessum há- tiðarhöldum ríkisins. Eins og til stóð lagði hópur- inn íslenzki frá Pembina Co. á stað mánudagsmorguninn 21. ágúst. Munu hafa verið um 50 manns er fóru í 11 bíl- um. Voru það alt fslending- ar úr Pembina Co. nema 4 menn er voru með frá Winni- peg, — Jón J. Samson, sem áður var nefndur, Ragnar H. Ragnar söngstjóri, Dr. M. B. Halldorson, sem ávalt ber mjög hlýjan hug til þessa ríkis og S. .1. Sigmar, sem Mr. Ragnar hafði óskað að syngi með flokknum við þetta tæki- færi. Veður var hið bezta, vegir greiðfærir og góður andi ríkjandi hjá öllum. Ferðin gekk vel og til Bismarck komu allir nála'gt kl. 5—fi e, h. á mánudagskveld. Þegar til Bismarck kom voru móttökur bæjarins og júbíl-nefndarinnar þar ágætar og bænum og nefndinni til mikillar sæmdar. Nefndin lagði fslendingum til Paul Halldorson i Bismarck sem leiðsögumann meðan þar væri dvalið. Fæði gaf hún öllu fólkinu sem tók þátt í pró- gramminu, og húsnæði veitti hún án endurgjalds meðlirn- um karlakórsins. Hún út- vegaði pláss i góðu gistihúsi fyrir kvenfólk er var með í förinni og einnig þá karlmenn, sem voru með í ferðinni en voru þó ekki meðlimir karla- kórsins. Var öll aðbúð góö, og vingjarnleg og kurtefs framkoma þeirra er mest varð að'umgangast. Salur í Meth- odista kirkjunni var íslend- ingum lánaður til að koma saman í og æfa sig hvenær sem þess væri óskað. Þriðjudagurinn 22. ágúst var dagur sem hin ýmsu þjóð- arbrot í ríkinu áttu að taka þátt í skemtiskrá og öðrum hátíðarhöldum. Var sá dagur ágætur rigningardagur í Pem- bina Co. sem öllum þótti víst vænt um. Ert í Bismarck var það fádæma blíður, svalur og sólskinsríkur dagur. Voru landarnir allir þar á ferð og flugi frá morgni til miðnættis. Fyrir hádegi a>fðu þeir sig, sem áttu að taka þátt í sþemti- skránni, og fa>rðu sig í sina einkennisbúninga. Rétt eftir hádegi söng karla- kórinn og Mrs. H. Sigmar í útvarp KFYR stöðvarinnar í Bismarck, samkvæmt tilmæl- um þeirrar stöðvar. Mætti hópurinn þar mjög alúðlegum og góðum viðtökum eins og af hendi borgarinnar og júbíl- nefndarinnar. Nálægtj kl. 1.30 byrjaði skrúðför dagsins. Tóku fslendingar þátt í henni á þann hátt að Fjallkonan á- samt hirðmeyjum sínum var keyrð í fögrum, opnum bíl, sem vár skrýddur íslenzkum fána. Hafði júbílnefndin út- vegað og lagt til þennan bíl. Sat Fjallkonan í upphækkuðu sæti og hirðmeyjarnar litið eitt lægra til beggja handa. í fremra sæti bilsins sátu Guð- mundur dómari Grimson, sem var foringi þessarar farar og séra H. Sigmar frá Mountain. Á undan bílnum gengu fjórir stórir og hraustir fslendingar úr karlakórnum. Bar einn þeirra íslenzkan fána á stöng með ágætu dreka-höfði er Mr. G. B. Olgeirson hafði útbúið. Annar bar ameríska fánann. Hinir aðrir meðlimir karla- kórsins gengu í fylkingu á eftir bílnum. Að því er við bezt vissum gengu menn um 3 mílur í þessari merkilegu skrúðgöngu, og eru allar líkur tiL að margar þúsundir manna hafi horft á þessa skrúðför, því alstaðar var múgur og margmenni á götum borgar- innar. Undir eins og skrúðförin endaði, byrjaði hið svonefnda “All Nations’ Program.” Voru landarnir fyrstir á þeirri skrá, og urðu því að byrja meðan þeir voru göngumóðir. En það virtist ekki fá mikið á landann! Byrjaði þáttur þessi á þann hátt að forseti sam- komunnar sagði nokkur orð til skýringar um þenna þátt íslenzku sveitarinnaú Steig þá Fjallkonan frain og fylgdu henni hirðmeyjar hennar. Á eftir kom karlakórinn. Stað- næ>mdist fylking þessi á hin- um stóra söngpalli. Stóð Fjall- konan fremst, hirðmeyjar hennar lítið eitt aftar til beggja handa, og loks kórinn í bogamyndaðri röð á bak við. Söng þá Fjallkonan: “ó Guð vors lands,” og kórinn söng undir i veikum (pianissimo) róm. Var söngur sá fagur og áhrifaríkur. Þá söng karla- HAGKVÆM HRESSING 5 STÓR GLÖS 8c kórinn Landsýn eftir Grieg. Næst söng Miss Lorraine Anderson “Bí, bí og blaka.” En að því loknu söng karla- kórinn aftur og þá:,“Brennið þið vitar,” eftir Pál fsólfsson og “Áin niðar” eftir Sigurð Þórðarson. Var þessi söngur allur vel þeginn og lokið á hann lofsorði af mörgum. Þennan þátt allan varð svo íslenzki hópurinn að endur- taka á öðrum stað eftir nokkr- ar mínútur, því mannfjöldinn var svo mikill, að langt var (Framh. á bls. 7) i3uðincöö anb DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMBS PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlceknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage* Ave. og Smitli St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdöma. v Viðtalstími 10—12 fyrir hádeg 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissími 48 551 J. T. THORSON, K.C íslenzkur lögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaöur í miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests 1 DR. B. J. BRANDSON 1 216-220 Medical Arts Bldg. I Cor. Graham og Kennedy Sts. ! Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilissími 401 991 Dr. S. J. Johannesson 223 ETHELBERT ST. Talsimi 30 877 Viðtalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 j LINDAL, BUHR & STEFANSSON j Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. LINDAL, K.C. A. BUHR BJÖRN STEFÁNSSON • Telephone 97 621 j Offices: 325 MAIN STREET THORVALDSON & EGGERTSON íslenzkir lögfrœSingar G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. G. EGGERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Confederation Life Bldg. SlMI 97 024 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talsími 601 562 /

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.