Lögberg - 31.08.1939, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGúST, 1939
-----------Högberg----------------------
Gefi8 út hvern fimtudag af
THE COLUJIBIA IMtKSS, UMITKD
695 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LöGBERG, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man. ’
Editor; EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba »
PtlONE 86 327
Minni íslands
Fluit á 50 ára afmælishátíð íslemlingadagsins að Gimli, Man.
7. ágúst, 1939
Eftir scra Valdimar J. Eylands
Háttvirta samkoma! “ísland ögrum skorið
eg vil nefna þig,
, sem á brjóstum bo-rið
og blessað hefir mig;
fyrir skikkun skaparans
Vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.”
Ekkert ísleijdingadags-hald þykir fullkomið án þess að
endurtekin sé af einhverjum, á einhvern hátt, þessi sígilda
ástarjátning skáldsins og vísindamannsins Eggerts ólafsson-
ar til íslands. Um leið og eg þakka forstöðunefnd Islend-
ingadagsins þá sæmd, sem hún hefir veitt mér með því að
biðja mig að flytja hér erindi, á fimmtíu ára afmælishátíð
fslendingadagsins, vil eg lýsa því yfir að nefndin hefir feng-
ið mér það hlutverk í hendur sem mér er flestum öðrum
verkum hugljúfara, en það er að “nefna hið ögrum skorna
ísland.” Að vísu hlýtur yður öllum að vera það ljóst að eg
sem hefi dvalið fjarvistum frá mínum fósturjarðarströndum
um margra ára skeið get ekki sagt yður neitt það um
landið eða þjóðina, sem þér ekki áður vitið. Vér höfum þá
líka nýlega notið, og njótum nú einnig í dag, heimsókna
góðra gesta sem nýkomnir eru að heiman, sem fúsir eru til
að miðla oss af þeim fróðleik, sem vér þráum um athafnalíf
og áhugamál hinnar islenzku þjóðar. Margir af þeim, sem
hér eru staddir heyrðu, og allir hafa lesið hina ítarlegu
ræðu, sem alþingismaður og fulltrúi ríkisstjórnar íslands
Thor Thors flutti fyrir skemstu á ýmsum stöðum hér vestra,
og siðar var prentuð í báðum vikublöðununí íslenzku.
Sú ræða var af fróðleik full, um háttu og hagi hins
unga íslands. Við þann fróðleiksforða er mér ekki
unt að bæta. En mér skilst að tilgangur þeirrar ræðu.'sem
ávalt er haldin á þessum samkomum og kölluð er “Minni
íslands” sé ekki fyrst og fremst sá, að hún sé fræðalestur,
heldur að hún sé eins konar uppkveikja, eða blíður hlær,
er blási að kulnuðum og stundum deyjandi glæðum á því
altari í hugarheimi íslenzkra manna er helgað er þjóðernis-
meðvitund þeirra, og sérstæðri arfleifð. Er vér lesum
íslands minnin, sem haldinj hafa verið af ýmsum vorum
mætustu mönnum um síðastliðin fimmtíu ár, verðum vér
þess varir að þær eru vel-flestar vakninga og áminninga
ræður. Eftir því sem fleiri af frumbyggjunum lúta hinu
órjúfanlega lögmáli lífs og dauða; eftir því sem timans
tönn heflar af oss hinum, sem eftir standa á meiði lífsins
islenzku einkennin, eftir því sem ys og argaþras hversdags-
lífsins deyfir meðvitundina um uppruna vorn, sögu og
hlutverk, þurfum vér þess æ meira með að nema staðar,
þótt ekki sé nema einu sinni á ári til að ylja oss við eld
minninganna, og stæla viljann til framsóknar og athafna.
Vissulega er það ekki ófyrirsynju að vér í dag nefnum hið
“ögrum skorna fsland” og þá margvíslegu blessun, sem vér
höfum þaðan hlotið, fyrir sjálfa oss.og niðja vora hér á
vesturvegum, í 50 ár. Hvaðan er oss íslenzkum mönnum
kominn sá hugsjóna-auður, sem vér búum yfir mörgum
þjóðum fremur? Er hann ekki kominn beint úr orku-
lindum íslenzks anda, úr bókmentunum sigildu, úr frásög-
unni um þúsund ára reynslu heimaþjóðarinnar? Hvar
höfum vér lært að meta gagnsemi, elju og áræðis, fram-
takssemi og sparnaðar, heiðvirði og manndóms? Víst hafa
þau fög hvergi verið betur kend en i reynsluskóla íslenzkrar
alþýðu, sem vér öll teljumst til. Hvaðan er oss komin hin
heillavænlega lífsskoðun, sem gerir oss þess megnuga að
etja afls við “stormana, helið og hjúpinn?” Ekki veit eg
hvaðan sá kraftur er til vor kominn, ef ekki úr trúmála-
túlkun þeirra Hallgrims, Jóns, Valdimars og Matthíasar, og
annara öndvegishölda hinnar islenzku þjóðkirkju.
Hvaðan er oss komin lýðræðishugsjónin, sem liggur til
grundvallar í stjórnarfari þeirra landa er vér byggjum? Hún
er oss í blóðið borin og til vor komin frá alþingi hinu
forna, frumstofnun lýðræðisins meðal germanskra þjóða.
Vafalaust var ísland mörgum af oss hinum eldri harðhent
móðir. Með klæðleysi og stundum hungri kendi það feðrum
vorum, og sumum af oss sem nú lifum að vinna og spinna
myrkranna á milli, og meira en það. ísland agaði oss
strangt með hin ísköldu él, en ásamt því bliðu — það
meinar alt vel. Reynslan ein getur úr því skorið hvort sú
tilsögn sem vér hlutum í þegn-
skylduskóla hversdagsstritsins
verður ekki eins haldgóð til
nytsemdar í líferni eins og
mentunaraðferð nútímans,
sem leitast við að láta æsku-
lýðinn gleypa fræðsluna í
sykruðum pillum, með sem
allra minstri fyrirhöfn af hálfu
þeirra sjálfra. Vér heima-
aldir fslendingar þökkum ís-
landi agann og fræðsluna.
Hún varð mörgum af oss svo
dýrkeypt að vér höfum engu
getað gleymt. Þessi ram-ís-
lenzku hátíðahöld sem fara
fram árlega í hinum ýmsu
bygðum íslendinga eru þá líka
talandi vottur um ræktarsemi
við ísland og þá arfleifð sem
vér höfum þaðan flutt, þá arf-
leifð, sem vér fegnir viljum
gefa niðjum vorum í heiman-
mund. Hver fslendingadagur,
sem haldinn er í Vesturheimi
gefur hrakspánum um þjóð-
ernislega tortiming nýtt glóð-
arauga. Hver fslendingadagur
ber vott um vaxandi hróður
hinnar islenzku þjóðar, og
aldrei hefir hann verið meiri
en nú. Dagar vanþekkingar-
innar á landi og þjóð eru að
hverfa með mentuðum lýð
allra landa. Kona ein spurði
mig fyrir nokkrum árum
hversu lengi það tæki að ferð-
ast með járnbrautarlest frá
Oslo í Noregi til íslands. Sú
kynslóð sem þannig spyr er
brátt úr sögunni. fsland er
komið á alheimskortið. Veldur
þvi meðal annars heimssýn-
ingin mikla i New York, og
þátttaka fslands í henni. Hef-
ir blöðum stórþjóðanna orðið
tiðrætt um sýningarskála lands
ins litla “nyrzt í norðurhöf-
nm,’’ um prúða framkomu
þjónustufólksins þar, og rögg-
samlega stjórn formanns sýn-
ingarnefndar, sem i dag er
einn heiðursgestur vor, hr.
Vilhjálmur Þór.
Vér minnumst i dag fimm-
tiu ára afmælis fslendinga-
dagsins i Vesturheimi. Siðan
að síðast var haldinn íslend-
ingadagur á þessum stað hef-
ir tuttugu ára fullveldis hins
islenzka rikis verið minst bæði
heima og hér. “Draumsjón
íslendinga um fullkoúiið
sjálfsforræði þjóðinni til
handa rættist ekki fyr en vér
höfðum haldið íslendingadag
hér vestra i þrj^tíu ár. Þetta
var ekki aðeins draumur for-
ingjanna,- Fjölnismanna og
Jóns Sigurðssonar heldur
draumur allrar þjóðarinnar.
Draumurinn sá vakti hörpu
hennar til söngva, og knúði
manndóm hennar til starfs.
Nii hefir þjóðin öðlast þetta
hnoss, og notið þess i tuttugu
ár. En tuttugu ár er örstuttur
tími í lífi heillar þjóðar. Þeg-
ar litið er á afrek einnar þjóð-
ar miðast timinn við það
hvort mikið eða litið er gert,
fremur en við sjálfan ára-
fjöldann.” Hvað hefir gerst
á íslandi á þessum tuttugu
árum? Landið er að vísu hið
sama og áður, en þjóðin hefir
blátt áfram umskapast og end-
urfæðst tif nýs lifs, sem kem-
ur fram i margþáttaðri fram-
takssemi og framsókn, sem
svo er áberandi að mörgum
hinna eldri manna finst árið
1918 liggja óralangt aftur i
fornöld. Á ytra borðinu hefir
breytingin að sjálfsögðu orðið
mest á hinum verklegu svið-
um. Draumsjón skáldsins er
orðin að veruleika, þar sem
hann segir: “Sé eg í anda knör
og vagna knúða krafti, sem
vanst úr fossa þinna skrúða,
stritandi vélar, starfsmenn
glaða og prúða, stjórnfrjálsa
þjóð með verzlun eigin búða.”
En það er ekki aðeins véla-
menningin og verklegu fram-
farirnar, sem hafa siglt í kjöl-
far hins nýfengna frelsis. Hug-
arfar fólksins hefir einnig
breyzt. Frelsið hefir aukið
fullri alin við manngildi hvers
einasta íslendings, lyft höfði
hans og treyst virðingu hans
á sjálfum sér, gert hann
“glaðan og prúðan.” Ekki er
þvi að leyna að hinar marg-
víslegu verklegu framfarir,
sem orðið hafa innanlands á
íslandi hin síðustu tuttugu
árin hafa kostað þjóðina mikil
átök og mikla fórn. Marga
hefir sviðið undan blóðtök-
unni í opinberum skyldum og
sköttum sem hinar verklegu
framfarir hafa útheimt. Synd
væri að segja að allir hafi
verið sammála um þau fram-
faraspor, sem stigin hafa ver-
ið, né um það hvernig þau
yrðu heppilegast stigin. Veru-
leg Sturlungaöld hefir ríkt í
landi þar, í pólitiskum efnum.
Nú er vottur þess fram kom-
inn að hin unga, frjálsa þjóð
hafi læknast af þeirri barna-
veiki. Á eg þar við hina nýju
þjóðstjórn, sem mynduð er,
með fulltrúum frá öllum aðal-
flokkum. Nýtur sú stjórn, að
sögn, næstum einróma full-
tingis þjóðarinnar og trausts.
Er mvndun hennar vottur
þess, að íslendingar vilja ekki
aðeins brúa ár og læki, heldur
jafnvel höfin sjálf, sem eru
staðfest milíi sundurleitra
hugsjóna og aðferða til að láta
lnigsjónir rætast. Getum vér
Vestur-íslendingar margt af
þessu lært.
F'ramtíðarhorfur íslands og
íslendinga eru nú vafalaust
bjartari en nokkru sinni fyr.
Hér er lítil þjóð, sem er öll af
einum og sama stofni. Hún
nýtur fjarstöðu sinnar frá
öðrum þjóðum, og fátæktar
sinnar að því leyti, að hún er
hennar vegna nokkurn veginn
trygg fyrir ágirnd þeirra og
ágengni. Það kann að virðast
kynleg mótsögn að staðhæfa,
að fátæktin sé nokkrum
manni eða þjóð til hagnaðar,
en þó mun það sannast orða,
að því er ísland snertir. “Þjóð
in á sér langa og að ýmsu
leyti glæsilega sögu, talar eitt
og sama mál, stefnir að aukn-
um jöfnuði í lifskjörum þegna
sinna. Tapi hún ekki trúnni á
sjálfa sig, forsjón Guðs, og
framleiðslumátt lands og sjáv-
ar, hefir hún þau skilyrði til
að bera er skapað geti göfugt
og glæsilegt þjóðlíf. Hin fyrstu
tuttugu ár hins islenzka ríkis
kasta björtum geislum fram í
myrkur hins ókomna.” Þótt
hin íslenzka þjóð sé fámenn,
samanborin við stórveldi
heimsins, og þótt hún sé með
yngstu þjóðum veraldar, að
því er sjálfsforræði snertir, er
hún samt að einu sérstöku
leyti öllum öðrum þjóðum til
fyrirmyndar. Hún er hlutlaus
í öllum þjóðadeilum og vopn-
laus. Á þetta benti LeGuardia
borgarstjóri New York í ræðu
er hann hélt á íslendingadegi
heimssýningarinnar 17. júni.
1 auguin hans var “litla,
vopnlausa þjóðin norður í
Atlantshafi, sönn fyrirmynd
allra þjóða heims, sem
fórna ógrynni fjár og hlóði
sinna beztu sona til verndar
frelsi sinu og sjálfstæði.”
Vestur-fslendingar! Finnum
vér ekki til metnaðar, er vér
minnumst þess, >að vér erum
tengdir blóðböndum og ótal
órjúfanlegum menningar-
tengslunv við þessa ungu,
frjálsu, framtakssöinu fyrir-
myndarþjóð? Flestir meða!
vor myndi svara þeirri spurn-
ing játandi. Er nokkurt berg-
mál þess metnaðar fyrirfinn-
anlegt i hjarta hinnar íslenzku
þjóðar, að því er oss snertir,
er hér dveljum? Til skamms
tíma hefðum vér orðið, sann-
leikans vegna, að svara þeirri
spurningu neitandi. Þess eru
fá dæmi í sögunni að nokkur
stofnþjóð hafi látið brot af
sjálfri sér í annari heimsálfu
jafn algjörlega afskiftalaust,
og fslendingar heima hafa lát-
ið oss afskiftalausa hér fyrir
vestan haf. Það var eins og
þjóðin léti sér á sama standa
um oss, teldi oss sér óviðkom-
andi, glataða ineð húð og hári.
Þetta kæruleysi heimaþjóðar-
innar hefir sært marga, og
egnt aðra til andstöðu gegn
allri þjóðernislegri viðleitni.
En er litið er á þetta mál frá
sjónarmiði heimaþjóðarinnar
verður afstaða þessi naumast
talin vítaverð. Vér flýðum
land, þegar þjóðin þurfti þeirra
krafta með sem vér bjuggum
yfir. Burtförin olli sársauka.
Vér komum aftur heim, sumir,
í örstuttg heimsókn. Vér vor-
um alt í einu orðnir svo stór-
EATOIM’S For School
Books and Supplies
OutSlanding Values For School Opening!
In Our Donald Street Annex
ín the special large space in the Annex, you’ll find
school shopping a pleasure. A wide assortment of
stock; a complete range of authorized Text-Books l'or
Manitoba. Conveniently arranged for speedy service
- plenty of salespeople to help you choose correctly.
This is the time — and the place — to shop for ALL
the school books and supplies needed in your home.
^T. EATON C?,M™