Lögberg - 05.10.1939, Side 3

Lögberg - 05.10.1939, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OETÓBER, 1939 3 Klauálrið á Sínaí G. E. Eyford þýddi (Framh.) Það var með erfiðismunum að eg gat slitið mig frá að horfa á þessa stórkostlegu hrikamynd, sem er miklu meir töfrandi en nokkur önnur fjallasýn, sem eg hefi séð. Til suðurs blasti við, þó í fjarska, hinn blái, skygði vatnsflötur Akaba-flóans, en til vesturs blámaði i hyllingum íyrir Súez-flóanum, Munkurinn var orðinn órór að bíða eftir að eg sneri athygli minni að ein- hverju öðru en útsýninu, sér- staklega langaði hann til að sýna mér kirkjuna, sem stend- ur þar, eins og munnmælin herma, á þeim stað, sem Móses átti að hafa veitt lög- málstöflunum móttöku. Kirkja hefir staðið á þessum stað síðan á fjórðu öld, en sú sem þar er nú, er endurbygging úr hinuin miklu.forngrýtis blokk- um, sem verið höfðu í hinni fyrstu kirkju er þar var bygð. Veggir kirkjunnar að utan, eru skreyttir með fremur til- komulitlum kalkmyndum. Að innan er kirkjan lítið skreytt, og fátt þar sem vekur eftir- tekl eða aðdáun, þó eru þar munir sem þykir mjög mikjð til koma. Þar er geymdur partur eða moli hins lifnndi steins, og er hann reistur upp öðru megin við altarið; þar er og geymd hellan, sem sagt er að Móses hafi haldið fyrir andliti sér, er Drottinn talaði við hann, til þess að ljóminn af dýrð Drottins blindaði ekki augu hans. Fáeinar stikur frá kirkjunni er lítið Múhameðs-bænahús, aðskilið með hvítum múrvegg og gaddavírs girðingu, sem einnig var bygð úr forngrýti úr hinni fyrstu kirkju, sem þar hafði staðið. Svo kristin- dómurinn og Islam standa þarna hlið við hlið á hæsta tindi Sinaí. Arabar fara á hverju ári upp á fjallið og færa Móses hrút að brenni- fórn. Undir Mosque-inni er svolítill hellir, orðinn svartur af fórnareyk, og dyratréð er litað blóði margra fórnar- hrúta. Þegar við höfðum skoðað okkur vel um þarna uppi, sett- umst við niður til að éta nest- isbita sem við höfðum með okkur; tók eg eftir því að stór mús með uppmjó eyru og kaf- loðinn skrokk, sat hnakkakert fá fet frá mér og horfði mjög skarpt á mig. Músar-tötrið var spök, hún koin rétt til mín og tíndi upp brauðmola, sem eg fleygði til hennar. Alt i einu hljóp hún inn í holu undir Mosque-inni, því hún var Moslem mús, og kom aft- ur með hyski sitt, konu og krakka, sem alt fór að leita að brauðmolum,, sem við fleygðum til þess. Á sama tima komu tvær kristnar mýs undan kirkjunni, og þær fóru ásamt hinum að tina upp molana sem við dreifðum út meðal þeirra. Ef þeirra mús- arlegu einkenni hðfðu ekki verið eins glögg og þau voru, hefði vel mátt taka þær fyrir litlar rottur. k)g hygg að gild- leiki þeirra sé aðallega hinn þykki og grófi hárvöxtur, sem er á þeim, sem hefir þroskast við að ala aldur sinn á há- fjallatindum. En spursmálið er, hvaðan hafa þær komið? Eru þær bara vanalegar mýs, sem hafa rjátlað neðan af jafnsléttu upp á 8,000 feta háan fjallstind, eða eru þær sérstakt háfjalla músakyn? Ef til vill svarar einhver náttúru- fræðingurinn því spursmáli. Það mál undarlegt heita, að ekki einn einasti af þeim, sem skrifað hafa um Sínaí-fjall, í síðastliðin hundrað og fimm- tíu ár, hefir minst á mýsnar á Sínaí-fjallinu. Eg spurði gríska munkinn og Arabann um hvað þeir vissu um þessar mýs. Þeir sögðu að mýsnar hefðu altaf verið þar, og að þær* lifðu á því að naga smá- rætur, sem yxu í klettasprung- um. Seinna um daginn er sól fór að lækka á lofti, lokuðum við kirkjunni og gengum vandlega frá öllu, sem þar var; að því búnu bjuggum við okkur til að leggja á stað ofan fjallið. Hið óyfirsjáanlega haf gulra sanda og strýtumyndaðra fjalla- toppa, bar við sjónhringinn eins og frosið úthaf. Það var í senn bæði stórkostleg og ömurleg sjón. Morguninn eftir var eg snemina á fótum, enda hafði minn duglegi leiðsögu- og fylgdarmaður alt tilbúið til heimferðarinnar. Sólin var að byrja að senda geisla sína á hæstu tindana á Sínaí, þegar eg var tilbúinn að kveðja St. Catherine klaustrið. Sex munkar komu ofan til að fylgja mér að bílnum og óska mér góðrar ferðar, á hinni löngu leið, sem eg átti fyrir hendi til Suez. Báðir bílarnir stóðu ferðbúnir undir Justini- ans múrnum. Faðir Gabríel, ungi munkur- inn frá Sohag, sem var orðinn góður kunningi minn, færði mér að gjöf körfu fulla af hinum sérstöku hörðu perum, sem þeir rækta í klaustur- garðinum, og munkunum þyk- ir hið mesta sælgæti. Eg spurði hann hvort hann hefði ekki gaman af að eg sendi honum eitthvað til minja frá Elnglandi. Jú, hann kvað sér þætti vænt um ef eg vildi senda sér myndir af Lundúnaborg, og nokkur Georg 6. frímerki. Eg var alveg hissa að hann skyldi, hafa nokkra löngun til að vita um neitt út um heim- inn, því eg hafði ekki orðið þess var að neinn munkanna á Sínaí tæki hina minstu hlut- deild í neinu fyrir utan fjalla- tindana, sem umgirða klaustr- ið. Maður gæti þó auðveld- lega ímyndað sér að þegar ferðamenn frá fjarlægum lönd- um heimsækja þennan fjalla- kastala, að á þá dyndi flóð af spurningum um það sem væri að gerast í þessum vitstola heimi, en það var ekkert því- líkt, ekki einu sinni spurt um athafnir Mussolinis eða Hit- lers Eg heyrði ekki einu sinni þeirra nöfn nefnd á nafn, eg sá þar ekki heldur neitt dag- blað, eða neitt sem bar merki um fréttasamband við um- heiminn. Eg var orðinn leið- ur að hafa ekki neinar fréttir af þvi, sem var daglega að ske í heiminum, og hefði orð- ið mjög feginn ef eg hefði getað náð í eitthvert fréttablað frá Cairo; en mér voru sögð þau stórtíðindi að einn Bedú- íninn hefði skotið örn daginn áður! f svona kyrlátri og áhyggju- lausri einveru, er alls engin furða þó sumir munkarnir verði hundrað ára, og þar yfir Þar sem eg nú stóð fyrir utan hinn mikla varnargarð og var að kveðja munkana, sem höfðu fylgt mér ofan úr klaustrinu, kom alt í einu flóttamaður utan úr heimin- um fram á sjónarsviðið. Það var Abyssiníu-munkur, hann hélt í hendi sér á óuppvafðri regnhlíf, eins og allir Abyss- iníu-munkar gera, sem vernd, eklci fyrir regni, heldur fyrir sólskini. Þessi ungi inunkur, sem jirátt fyrir tötralegan búnað og óhirtan skegg-híung, leit þó ekki út fyrir að vera meira en í mesta lagi 25 ára. Hann kom til mín og spurði mig, mjög auðmjúklega, hvort eg vildi lofa sér að sitja í öðrum hvorum bílnum. “Hvert ætlar þú að fara,” spurði eg. “Mig langar til að komast til Suez,” svaraði hann, “og eg vona að mér leggist eitt- hvað til að komast þaðan til Jerúsalem.” “Ert þú pílagrímur?” spurði eg- “Nei,” sagði hann. “Eg kom frá Addis Abbaba. Eg flýði þaðan meðan á stríðinu stóð, eftir að útlendu her- mennirnir höfðu myrt fór- eldra mína.” Hann leit til mín sínum mildu brúnu augum, fullum vonar og ótta. Þegar eg sagði honum að hann gæti holað sér niður í vara-bílnum, opn- uðust varir hans, eins og til þakklætis, svo skein i hinar mjallhvítu tennur hans. (Framh.) enn að atvinnu sinni um hríð. mun hún oft hafa nærri sér tekið; spítalavist hafði hún um all-langan tíma, en komst svo til bróður síns og móður, og dvaldi hjá þeim síðustu tvo mánuðina sem hún lifði, og naut þar umhyggju elskandi móður og Stefaniu systur sinnar er stundaði hana deyj- andi. Fimm systkini Kristín- ar eru gengin grafarveg á undan henni. Þessi eru á lífi: Magdalena, gift J. T. Need- ham, Parshall, N. Dakota. Stefanía, Winnipeg. Jóhannes Ágúst, kvæntur Ragnheiði Bergþóru Sigurd- son, Oak View, Man. Matthildur, gift Th. Thor- steinsson, Riverton. Guðrún, gift Jóni Eyjólfs- syni, Riverton. ólafu-r, fiskiútvegsmaður í Riverton. Stefán, kvænlur Thorbjörgu Johnson, Winnipeg. Jóhanna, Mrs. M. Smith, Winnipeg. Hin látna var kona stilt og þróttmikil, sjúkdóm sinn bar DANARFREGN Þann 7. sept. árdegis, and- iðist að heimili ólafs John- son í Riverton, Man., systir hans Thorvinna Kristín John- son, eftir stutta legu, en langt sjúkdómsstríð af innvortis ineinsemd. Hún var fædd 4. febr. 1890, foreldrar hennar voru Magnús Jónsson og Jór unn Þorvarðardóttir frá Hofs- nesi í öræfum í Austur-Skafta- fellssýslu. Ásamt þeim kom hún vestur um haf árið 1903, þau settust að í Winnipeg. Magnús faðir hennar dó í Winnipeg árið 1913, frá mörg- um börnum sínum ungum; flutti þá Jórunn ekkja hans ásamt sumum yngri barna sinna til Riverton, Man., og hefir átt þar heimili síðan hjá Ólafi syni sínum. Kristín heitin dvaldist áfram í Win- nipeg og stundaði þar “dress- making,” stundum á eigin spýtur, en síðar hjá ýmsum stórfélögum, og síðast um langa hríð hjá T. Eaton félag inu. Hún hafði náð mikilli leikni í starfi sínu, og lifði jafnan sjálfstæðu lífi. Naut hún trausts og virðingar þeirr er kyntust henni. Uin siðast liðin tvö ár átti hún í stríði við súkdóm þann, er leiddi hana til dauða; hún vann þó BLAKDAST VEI. hún fumlausri; festu og ró, og með brosi á vörum. útförin fór fram frá heimilinu og kirkju Bræðrasafnaðar þann 9. sept. að mörgu fólki við- stöddu. S. ólafsson. í Englandi hefir verið gerð tilraun til þess að vita hvað kjósendur fylgdust vel með í stjórnmálum. Það kom þá upp úr.kafinu, að fimti hver kjós- andi hafði ekki hugmynd um hver var flokksforingi hans i þinginu. $uðin£0ð DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 tíonsultation by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Oiaibð Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—-Office timar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Wihnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViCtalstimi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilissimi 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 • ViCtalstími 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdóma. ViCtalstími 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusimi 80 887 Heimilissimi 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur iögfrœðingur 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. j Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talsimi 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUF, BLÐG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 26 821 *——;------------------r~' ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaöur i miObiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouests

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.