Lögberg - 05.10.1939, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1939
R
Leyndarmálið í turninum
Eftir ANTHONY HOPE
En hún hélt fast við ásetning sinn og sagði:
“Þér eruð fremur vingjarnlegur maður, þér hjóð-
ið og þiggið eftirtekt og velvild, eruð ekki ein-
ræningslegur eða drambsamur; þér eignist auð-
veldlega vini, einkum ef til vill, meðal kvenna;
þeim geðjast að yður, þær vilja sýna yðiír glað-
legt og hlýlegt viðmót. Það eru til menn —
sjúklingar, meina eg — sem mjög erfitt er að
komast af við; menn, er styggjast við að vera
veikir; taka því illa, ef eitthvað þarf að hagræða
þeiin eða gera fyrir þá, og hafa sérstaklega ýmu-
gust á þjónustu kvenfólksins, jafnvel hjúkrunar-
kvenna — að því er margskonar óskyld atriði
snertir, ekki aðeins í því er karlmaður af eðlileg-
um ástæðum skirrist við að nota sér þjónustu
þeirra. En þér virðist ekki hið minsta líkur slík-
um mönnum.” Hún Jeit til hans, þegar hún lauk
við þessa skilgrein sína á honum, eins og hún
byggist við svari eða athugasemd. En Beaumaroy
kom með hvorugt, og hélt áfram göngunni án þess
jafnvel að líta við henni.
“Og þér hafið vissulega ekki getað þjáðst
lengi af þessu sári. Það gréri auðsjáanlega fljótt
og vel.” t
Beaumaroy leit snöggvast með vanþóknunar-
svip á særðu höndina, en sagði ekkert.
“Mér þykir því undarlegt, að þér skylduð
ekki fara að eins og flestir sjúklingar — láta
hjúkrunarkonuna, eða, ef þér voruð enn lamaður
eftir að út af spítalanum kom, einhvern vin eða
annan viðstaddan, skera sundur matinn fyrir yður
í stað þess að hafa þetta verkfæri.” Hann leit
snögglega til hennar. “Og ef þér spyrjið mig, við
hvaða verkfæri eg eigi, þá mun eg svara — það,
sem þér reynduð að grípa af skáphyllunni í Turn-
húsinu, áður en eg gæti séð það.”
Þetta var bein áskorun; hún sakaði hann um
að hafa farið með ósannindi. f andliti Beauma-
roys lýsti sér verulegur áhyggjusvipur. Þar var
þó engin sneypa, eða vandræðablær, aðeins viður-
kenning þess að leiður vandi hefði steðjað að
honum. Hann hægði ganginn og pjakkaði með
staf sinum fastar niður á veginn. Mary notaði
sér þetta og sagði enn fremur: “Skýringin — hin
vanhugsaða skýring yðar var mér þá alls ónægj-
andi, og því meira sem eg hefi hugleitt hana, þess
minna sannfærandi er hún mér.”
Hann stanzaði nú aftur og sneri sér að henni.
Svo skelti hann lófa vinstri handar á fótlegg sér
og sagði um leið: “Jæja, Doktor Mary, þarna er
það! Og þér verðið að skilja þetta eins og yður
þóknast.”
Þetta var algerð eftirgjöf að því er hnífa-
pars samstæðuna snerti. Hann hafði lotið í lægra
haldi, í þessu efni að minsta kosti, og gekst við
því. ósannindi hans höfðu opinberast. “Það er
undur erfitt að hafa það altaf í huga að þér séuð
læknir,” brauzt á næstu mínútunni fram úr hon-
um.
Mary gat ekki varist því að hlæja; en augu
hennar voru enn hvöss og ögrandi, er hún sagði:
“Ef til vill væri betra fyrin yður, Mr. Beaumaroy,
að breyta aftur um læknir. Þér hafið ekki enn
fundið þann, sem er nógu einfaldur!”
Beaumaroy hafði nú aftur enga afsökun fram
að færa, eins og hinn vandræðalegi svipur hans
bar líka ljósást merki um. Mary slepti nú ertnis-
röddinni og sagði mjög alvarlega: “Nema mér sé
sýnd tiltrú og einlægni, get eg ekki haldið áfram
að stunda Mr. Saffron.”
“Á þetta að skoðast sem skilyrði frá yðar
hálfu,” Doktor Mary?”
Hún hneigði höfuðið með ákefð og áherzlu,
til svars við spurningunni, en Beaumaroy hugsaði
sig um örstutta stund; svo hristi hann höfuðið
raunalega. “Það væri til einskis. Eg þori ekki
að treysta yður.”
Mary hló aftur, en í þetta sinn með undrandi
gremju yfir ósvífni hans. “Þér getið ekki treyst
mér! Eg held að þetla snúi öfugt við. Mér virð-
ist svo sem skórinn þrengi að á öðrum fæti.”
“Ekki frá mínu sjónarmiði,” mælti hann, svo
brosti hann dauflega, eins og til reynslu. “Eða
vilduð þér — mér þætti gott að vita, hvort þér
gætuð — á einhvern hátt — staðið með mér?”
“Eruð þér að bjóða mér hlutdeild í — í fé-
lagi með yður?” spurði hún reiðilega.
Hann rétti upp hönd sína, að því er virtist
þessu til mótmæla, og var sem honum vefðist
tunga um tönn er hann flýtti sér að svara: “Nei,
ekki samkvæmt yðar skilningi. Eg á við, ekki
eftir þeim skilningi, er þér liklega leggið í þetta,
vegna þess sem eg sagði við yður um kvöldið í
stofunni heima hjá mér. Það eru hliðar á þessu
— eða ýmislegt þessu viðkomandi, sem eg játa að
hafi — hafi hugkvæmst mér, án þess þó að hafa
náð, eins og segja mætti, fastri fyrirætlan. Ójá,
án þess að eg hafi afráðið hið minsta þar um.
Og — fyrir hjálp yðar — eða samstarf — mætti
kasta burt þeim bollaleggingum minum. Og þá,
ef til vill - ef aðeins yðar — reglur yðar og sið-
venjur—”
Hún greip i fyrirlitningartón fram í þessa
vandræðalegu málsvörn hans. “Það er margt
fleira en reglur og hegðunarvenja, sem í þessu
felst. Mér virðist að hér sé um að ræða algenga
ráðvendni fremur en reglur og venjur—”
“Já, en þér skiljið ekki—”
Hún greip aftur fram í fyrir honum. “Mr.
Béaumaroy, eftir þetta, eftir tillögur yðar, bend-
ingar og getgátur, verður alt sambánd milli okkar
— embættislega og svo sem framast má verða,
samkvæmislega einnig, að hætta, eins. og þér
hljótið að skilja. Eg vil ekki sýnast sjálfgóð, en
mér f'inst eg verði að segja, að þér hafið mis-
skilið skaplyndi mitt.”
Rödd hennar titraði að lokum eins og henni
lægi við gráti, svo þrungin var hún af sorgkendri
gremju.
Þau • voru nú komin gegnt Turnhúsinu.
Beaumaroy stanzaði og stóð kyr andspænis henni.
Þó rökkrið væri fallið yfir, var samt heiðskírt
kveld; hún sá andlit hans greinilega og að honum
leið beinlínis mjög illa. “Eg vjldi ekki fyrir
neinn mun móðga yður. Mér — mér fellur vel við
yður, Doktor Mary,” sagði hann.
“Þér dróttuðuð að mér yðar eigin mæli-
kvarða eða fyrirmynd. Það var víst alt og sumt,”
sagði hún fyrirlitlega og döpur í bragði. Svipur
hans bar þess vott, að honuin leið báglega. Með-
aumkun, og hið einkennilega, gamla aðdráttarafl,
sem hann hafði fyrir hana, hreyfðu sér í huga
hennar. Hún rétti fram hönd sína »g sagði þýð-
lega: “Mér þykir líka leitt, mjög leitt, að þetta
varð að vera skilnaðarkveðja milli pkkar.”
Beaumaroy tók ekki hina framboðnu hönd
hennar, virtist jafnvel ekki taka eftir henni. Hann
stóð alveg hreyfingarlaust. “Svei mér ef eg veit
nú hvað eg á að gjöra!” stundi hann.
Rétt eftir að hann hafði borið fram þessa
örvæntingarfullu úrræðaleysis-viðurkenning — því
slíkt virtist mér það vafalaust vera — heyrðust
húsdyrnar opnast, ljósglampa sást bregða þar
fyrir, og einhver tipla með hröðum skrefum niður
eftir steinlagða stígnum fram að hliðinu. Á næsta
augnabliki sá Mary Saffron gamla, sveiptan sjal-
inu, standa við hliðið. Hann veifaði hægri hend-
inni með ákafa og hélt í henni á stóru blaði.
“Hector! Hector, kæri drengurinn minn!
Fréttin er loksins komin. Þú getur lagt af stað á
morgun!” kallaði hann.
Beaumaroy kiptist snögglega við, leit til hins
einkennilega, aldna vinar sins, og svo einu sinni
einnig á Mary; hinn algerði vandræða svipur, sem
verið hafði á andliti hans, virtist nú snúast í glað-
legan undrunarsvip.
“Já, já, góði drengur, þú getur á morgun
farið á stað áleiðis til Morocco!” kallaði gamli
maðurinn.
Beaumaroy lyfti hatti sínum fyrir Mary, og
svaraði: “Eg er að koma, herra!” sneri sér á
hæl og gekk til Mr. Saffrons. Hún sá hann opna
hliðið, og taka utan um handlegg gamla manns-
ins; heyrði óm af mjúkri rödd hans, er þeir
gengu saman upp eftir stígnum, þar til þeir fóru
inn í húsið og lokuðu dyrunum á eftir sér.
Mary stóð þarna í sömu sporum nokkur
augnablik, fór svo áleiðis hægt og gætilega, eins
og undir leiðslu, sem hún gæti ekki spornað á
móti. Rétt utan við hliðið glampaði í húminu á
eitthvað ljóst. Það var blaðið, sem Mr. Saffron
hafði í æsingnum inist úr hendinni, en Beauma-
roy ekki orðið var við.
Mary Jæddist þangað sem hvíta blaðið lá og
greip það upp hálf-lymskulega. Hún hélt því upp
gegn hinni daufu skímu og reyndi að yfirvega
það er á því stóð ritað. Eftir því sem henni
helzt sýndist, var blaðið þakið punktum, strikum,
línum, einkennilega löguðum mælingafræði-tölum,
sem fyrir henni var eins og meiningarlaust rúna-
letur. Hún kastaði blaðinu á blettinn, þar sem
það hefði legið, og hraðaði sér á stað heimleiðis
eins og hún hefði gert sig seka í einhverju ódæði.
Jú, í þetta sinn hafði greinilega borið á málm-
hljóði í rödd Mr. Saffrons.
X. KAPÍTULI
Töfra-orðið Morocco.
Þegar Mary kom heim höfðu þau Cynthia og
Alec kafteinn enn öll umráð í stofunni. Viðmót
þeirra bar með sér að Mary væri þeim ekkert vel-
komin, þeim fyndist innkoma hennar í jafnvel
eigin heimili ofbeldisleg truflun. Mary lét sem
hún tæki ekkert eftir þessu, og veitti þeim jafn-
vel sjálfum litla athygli. Þótt satt væri, var hún
treg til að vinurkenna jafnvel fyrir sjálfri sér, að
henni geðjaðist ekki návist þeirra þetta kveldið;
málefni þeirra og athafnir voru allra lofsyrða
verð af hennar hálfu nema þess að vera sér nú
áhugamál; þannig hugsaði hún ömurlega þegar
hún reyndi að taka þátt í samræðum þeirra, og
hún fann að sér væri það ekki hægt. Þau héldu
þó uppi samtalinu, en þeim Cynthiu og Alec kaf-
teini lil málsbóta mætti segja, að þeim var hlut-
taka hennar í samræðunni engu siður ógeðfeld
en Mary sjálfri, en höfðu þau fátt við hana um
að tala. En um margt höfðu þau að ræða sín á
milli, og lögðu þá við og við eins og af skyldu-
rækni spurning fyrir Mary, til umsagnar eða úr-
lausnar. Mary settist út af fyrir sig í öðrum enda
hinnar löngu stofu — sem náði þvert yfir þetta
gamaldags hús — og hlustaði varla á tal þeirra
eða svaraði þeim. En þau brostu bara hvort við
öðru og voru hin ánægðustu.
Mary var mjög þreytt, tilfinningar hennar
sárar og taugarnar mjög óstyrkar, og hún gat
ekki fengið sig til að hugsa með ró eða röksemd
um neitt. Niðurstaðan af samræðunni við
Beumaroy fylti huga hennar fremur en innihald
hennar; og ekki aðeins það, heldur var eins og
hann stæði enn fyrir framan hana með hinar ein-
kennilegu svipbreytingar á andlitinu, ýmist lýs-
andi örvinglan eða ofsageði ögrunar, eða bænar-
hug, athlægis eða óttasvip. Annað augnablikið
var hún mjög gröm við hann, en hið næsta fyrir-
gaf hún þessari raunalegu mynd, sem hugarsjón
hennar leiddi fram.
Augu hennar luktust — hún var svo þreytt,
því baráttan hafði tekið úr henni allan þrótt! Að
hafa neyðst til að koma svona fram, hafði verið
henni ógeðfeld nauðsyn, sem aldrei áður hafði
hent hana. Þessi maður hafði gjört — nú, Alec
kafteinn hafði haft rétt fyrir sér um hann! En
þrátt fyrir þá ásökun, hvarf henni ekki þessi
skuggamynd; hún brosti að henni með sínum
gamla hæðnissvip — kaldhæðninni, sem á andliti
hans var, áður en þeim varð sundurorða og áður
en ljósið í augunum rýmdi fyrir hinu vonleysis-
lega og undrandi tilliti hans. Og henni sýndist
sem skuggamyndin væri að segja eitthvað við
hana, í sundurlausum orðum, er ekki mynduðu
samfasta setning, en eigi að síður fyrir hugar-
myndinni fullkomna þýðing og til hennar stefnt—
þótt óákveðna og mjög óljósa — og væri lykill að
því er hún yrði sjálf að gera sér grein fyrir og
skilja. Hún væri heimsk, fanst henni, að skilja
ekki svo alvöruþrungin orð —alveg eins einföld
og Beaumaroy hafði hugsað.
Svo féll Doktor Mary í væran blund, og
hafði enda síðustu tíu mínúturnar verið mjög
nærri því að sofna.
Alec kafteinn og Cynthia sátu hlið við hlið á
tveimur stólum framan við eldinn. Cynthia leit
einu sinni snöggvast um öxl sér, og kafteinninn
hafði einnig allareiðu gægst um öxl i sömu átt.
Hann hélt annari hendi sinni um hönd Cynthiu.
Það var betra, fanst þeim, að vera viss um að
Mary svæfi, að hún væri áreiðanlega sofandi.
Hún hafði sofnað með nafn Beaumaroys í
huga, og nú vagnaði hún við að heyra það nefnt.
Það hljómaði fram af vörum Alecs kafteins.
Hann stóð á arinmottunni, með annan handlegg-
inn utan um fitti Cynthiu en lyfti með hinni
hendinni hönd hennar að vörum sér. Hann var
aðdáanlega mannvænlegur á að líta — hraust-
legur, vænlegur til verndar og voldugs vinarþels.
Og Cynthia, veikluleg og yndislega snotur, var
sem skínandi gimsteinn til fuííkomnunar þessari
mynd. En Alec hafði nú, undir áhrifum sterkrar
hrifningar — er lítt var láandi manni, sem var
að bindast eilífum trygðaböndum — eins og áður
undir áhrifum mikillar gremju, hvest röddina,
er hann sagði: “Já, gagnvart öllum heimsins
þorpurum, hvort sem þeir heita Cranster eða
Beaumaroy!”