Lögberg - 14.12.1939, Síða 3

Lögberg - 14.12.1939, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER, 1939 3 Skógrarhðggsmaður Segir að Buckley’s Mixturc Sé Gott Meðal við Þrálátum Sárinda Hósta Það krefst átaks, að koma skðgar- höggsmanni á kné, en það þurfti til þess Buckley’s Mixture, að reisa hann við! Lesið það, sem W. G. McClure, Cowichin Lake, B.C., segir: “Eg fékk svo ilikjnjað kvef, að eg varð að fara i rúmið. For- maðurinn útvegaði mér flösku ai' Bucklej’s Mixture, og Þ' í á eg að þakka live fljótt eg koinst á fsetur. Þér megið prenta þetta bréf til þess að aðrir fál vitneskju um þetta góða meðal.” Buckley’s Mixture hefir einn ákveðinn tilgang, sem sé þann, að lækna fðlk á skömmum tíma af kvefi, hósta,, brjðstþyngsl- um, o. s. frv. Sannfærist um hvað þaö hjálpar yður fljótt, er þér fáið hðsta eða kvef. Eigið ekkert á hættu. Kaup- ið Buckley’s. 25 YFIU 10 MILJÓN FLÖSKUR SELDAR ! stórgjafir. — Þá hefir félagið varið stórfé til útgáfu ís- lenzkra bóka — einnig til út- gáfu íslendssögu á enskri tungu — og árlega kemur út timarit félagsins hið vandað- asta og fróðlegasta rit, sem allir hókhneigðir fslendingar hér a'ttu :ið kaupa. Ennfrem- ur gefur það út sérstakt barnablað á islenzku, er það hið þarfasta rit fyrir viðhald tungunnar. Þjóðra'knisfélag- ið beitti sér fyrir, að V.-ís. lendingar gáfu okkur Leifs- styttu þá, sem stendur við sýningarskála okkar í New York. Loks er þess að geta, að félagið hefir komið fram fyrir hönd íslendinga við fjölda mörg opinber tækifæri. Þjóðræknisfélagið getur með góðri samvizku litið yfir far- inn veg og það horfir von- glöðum auguin mót framtíð- inni, því að það er vaxandi félag. Þetta var nú um Þjóð- ræknisfélagið. En eg var annars staddur í heimsókn hjá Dr. Rögnvaldi. Við ræðumst við drjúga stund, og eg þigg þar margar leið- beiningar og holl ráð um ferðalög mín. Nokkru seinna legg eg leið mína til íslenzku blaðanna. þ^g hitti að máli ritstjóra Lög- bergs, Einar Pál Jónsson. Einar er skáld gott og hinn ritfærasti maður. Hann vili fræðast um fjöl-marga hluti að heiman og ná betra sam. bandi við blöðin og blaða- inennina heima. Samskonar óskir ber fram ritstjóri Heims- kringu, Stefán Einarsson, sem einnig er hinn færasti og dug- legasti blaðamaður. Bæði blöðin eru fjölbreytt að efni og prýðilega rituð á kjarn- góðu rainmislenzku ináli. Verður hlutverk blaðanna í verndun og viðgangi íslenzk- unnar í Veiturheimi ei nægi- lega metið né þakkað. Sum- um kynni að virðast nóg að gefa út eitt íslenzkt vikublað. En deilurnar verða að eiga sér vettvang og jafnvel ])ótt þa'r féllu niður þurfa menn að geta skrifast á. Og blöðin hafa eiginlega lifað hvort á öðrii og séð hvort^öðru fyrir yrkisefni. Ef annað þeirra gæfi upp öndina, er hætt við að hitt mundi sakna nöldurs sins og jafnvel veslast upp af einstæ£ingsskap og söknuði.— Trúar- og kirkjudeilurnar í’éðu stefnum og flokkum blaðanna. Lögberg er blað lúterska safnaðarins, þar eru aðalráðendur ýmsir þjóðkunn- ir menn, svo sem Dr. B. J. Brandson, Hjálinar A. Berg- man, lögmaður og þrír kunn- ustu V.-fslendingar af afskift- um sínum af stofnun Eim- skipafélags fslands, þeir Árni Eggertsson, Ásm. P. Jóhanns- son og Jón BíldTell. — Heims- kringla er blað sambandssafn- aðarins. Þar halda um stjórn- völ: Dr. Rögnvaldur Péturs- son, bræður hans, séra Guðm. Árnason og ýmsir aðrir mætir áhrifamenn. Þeir fslending- ar, sem fylgast vilja með í málefnum landa okkar vestra verða að lesa hæði þessi blöð. Bæði blöðin hafa skrifstofur sínar og prentsmiðjur víð aðalgötu hins íslenzka bæjar- lífs i Winnipeg, Sargent Ave. Þar skamt frá er samkomu- staður margra gamalla fslend- inga. Þeir komu þangað til að spjalla saman, spila eða tefla og e. t. v. fá sér glas af öli. Þetta er mest gamlir menn, margir lúnir og slitnir eftir erfiða lifsbaráttu. En það er hressandi og einkar fróðlegt að ræða við þá, þeir kunna l'rá mörgu að segja.— Að kvöldi þessa fyrsta dags okkar í Winnipeg gafst okkur kostur á, að kynnast fjölda íslendinga. Gestgjafar okkar, Ásm. P. Jóhannsson og frú höfðu boðið fslendingum í heimsókn. Það varð gest- kvæmt, því að það komu um 150 manns. Voru veitingar fram bornar, en gestir og heimilisfólk dreifðust um húsakynni. Var hinn mesti rausnar. og hþfðiingsbragur ylir móttöku þessari af hendi húsráðenda, en við fögnuðum því innilega, að fá ta'kifæri til þesfe að dveljast með þess- um prúða og fyrirmannlega hópi landa okkar. — Þegar á þessari stundu mætti okkur slíkt straumflóð gestrisni og vinarhugs að nær allar stund- ir, er frjálsar voru frá fundar- höldum, urðu lofaðar til þess að ganga á milli góðbúanna og njóta gestrisni þeirra. ís- lendingar hér heima hafa löngum verið lofaðir fyrir gestrisni og það með réttu, en eftir dvöl mína í Vesturheimi finst mér, að landar okkar þar verðskuldi slíkt lof í enn ríkari mæli. Og alúð þeirra og hugulsemi verður hverjum sem reynir ógleymanleg. — Þessi fyrsti dagur í Winnipeg hafði verið viðburðarikur. Það var svo einkennilegt eftir hið langa ferðalag að heiman, að vera nú kominn í íslenzkt umhverfi, við hljómfall ís- lenzkrar gestrisni, innan um eintóma fslendinga. Aldrei fyr hafði eg vitað, hversu við- lent ríkj Fjallkonunnar er.— Nú kom dagur eftir dag við nýjar heimsóknir og nýja við- kynning. — Fyrsti opinberi mannfundurinn, sem við kom- um á var ársþing hins sam- einaða kirkjufélags fslendinga. Forseti þingsins, séra Guðm. Árnason, hafði góðfúslega beðið mig að mæta á þinginu og segja þar nokkur orð. Það var ánægjulegt að sækja þessa virðulegu samkomu. Þar voru mættir fulltrúar úr öllum bygðum fslendinga og var fjölment á þingi. Kveðjuorð- um mínum var einkar hlýlega tekið og forseti flutti fagra ræðu til íslands og islenzku þjóðarinnar. Siðan var gjört fundarhlé og gafst þá kostur á að heilsa fólki pg ræða lítil- lega við það. Eg sótti oftar kirkjuþing þetta, hlýddi þar á merkilegan fyrirlestur gamals skólabróður míns, séra Jakobs Jónssonar, sem nú er prestur í Wynyard, er áður þjónaði Neskaupstað hér heima — og í þingslit bauð kvenfélag safn- aðarins til kaffisamsætis við ræðuhöld og ánægjulegan fé- lagsskap. Fyrsta erindi mitt skyldi haldast í Selkirk. Það er um hálftíma akstur frá Win- nipeg. Grettir ræðismaður ekur okkur og við hlið hans situr hin glæsilega kona hans, sem enn ekki talar islenzku, en nýtur þess að segja: “Húnavatnssýsla,” en Ás- mundur situr hjá okkur. Leið- in er greið eftir góðum vegi. Hann er fjölfarinn og mér er forvitni að vita uin hvern mann, sem við mætum, hvort hann sé íslendingur. — Nú er staðnæmst við fundarhúsið í Selkirk. Það er frekar stórt timburhús. íslenzki söfnuð- urinn á það og þar koma menn sarnan á gleðistundum og við hátíðleg tækifæri. Inni verður fyrir rúmgóður salur með bekkjum og stóru leik- sviði. Þetta er nákvæmlega eins og samkomuhúsin heima — þetta gæti verið í einhverju hinna stærri kauptúna lands. ins. Hér er þá mættur vara- forseti Þjóðræknisfélagsins, Dr. Richard Beck. Að öllum ólöstuðum held eg inegi segja, að enginn sé eins vakinn og sofinn í því að útbreiða þekk- ingu Ameríkumanna á ís- landi og íslenzku þjóðinni, að auka hróður landans og efla samheldni landanna vestra og próf. Richard Beck. Hann er sískrifandi og sitalandi um ísland, ýmist á ensku eða ís- lenzku. Hann skrifar jafnt í hæði blöðin Lögberg og Heimskringlu, og í ýms ensk blöð og tímarit og hefir haldið fjölmarga fyrirlestra við enska háskóla um ísland. Richard Beck er nú prófessor í norrænum fræðum við há- skólann í Norður Dakota. — Við erum nú kynt stjórn þjóð- ræknisfélagsins á staðnum, Brúin heitir deildin, og ýms- um fleiri. Það munu hafa verið um 150 manns i saln- um. Formaður þjóðræknis- deildarinnar, Bjarni Dalman, setur nú samkomuna, býður gesti velkomna og skýrir dag- skrá kvöldsins. Fyrst koma tvær islenzkar konur fram á sjónarsviðið, önnur syngur einsöng, eintóm íslenzk lög, full af viðkvæmni og aðdáun um gamla landið, hin leikur undir á píanó, og báðar leysa hlutverk sín mæta vel af hendi. Þá tekur Richard Beck til máls, kynnir aðkomu- fólkið, lýsir tilgangi farar minnar og óska Þjóðræknis- félagsins í því sambandi. Nú er röðin komin að mér að flytja mál mitt. Eg leitast við að skýra líf íslenzku þjóð- arinnar nú í dag, vandamál hennar, strit og störf, óskir hennar, getu, aðstæður og framtíðardrauma. Mál mitt tekur nokkuð á aðra klukku- stund. Fólkið er dásamlega þolinmótt, því þyrstir að heyra sein mest að heiman. Með óskiftri athygli fylgir það hverju máli, sem ymprað er á og það er auðfundið, hvort það gleðst eða hrvggist vfir því, sem frá er skýrt. Alt, sem ber vott um styrkleika islenzku þjóðarinnar, vel- gengni hennar og samheldni, gleður fólkið innilega og það lætur ánægju sína í ljósi með lófataki, en skuggahliðarnar valda auðsjáanlegum áhyggj- um. — Að ræðu minni lokinni hefst nýr þáttur dagskrárinn. ar. Tvær litlar elskulegar ís- lenzkar stúlkur, 10 ára gaml- ar koma upp á leiksviðið. Þær tilheyra þriðju kynslóð fs- lendinga í Vesturheimi. Á hljómfögru íslenzku máli seg- ir önnur þeirra okkur sögu um litlu kisu sína, en hin les upp kvæði um að afi og amma séu ekki ánægð með íslenzku litlu stúlkunnar. — En mér finst þau geti verið ánægð. — Stúlkunum litlu er launuð framkoman með öflugu lófa- taki. — Nú tekur til máls sóknarpresturinn, séra Jóhann Bjarnason, höfðinglegur mað- ur á áttræðisaldri. Með fögr- um og hlýlegum orðum þakk- ar hann aðkomufólkinu og víkur að málefnum íslands. Hann gleðst yfir aukinni sam. heldni þjóðarinnar. Hann kveðst lesa blöðin að heiman og sér hafi oft blöskrað orð- bragðið í stjórnmálunum. Aldrei sagðist hann geta séð af alveg andstæðum frásögn- um blaðanna af einum og sama stjórnmálafundinum, hvernig fundurinn raunveru- lega hefði farið fram, og hann nefndi glögg dæmi þessa. Þá talaði prestur á víð og dreif og mjög fanst mér sannast skyldleiki okkar íslendinga, er hann notaði tækifærið til að skora á þingmann kjördæmis- ins, Joseph Thorson, er stadd- var á samkomunni, að beita (Framh. á bls. 7) i3iuiincsð anb \ rl . DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 flfckS ÍA\ vj Consultation by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba n DRS. H. R. & H. W. i TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS | BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St.j PHONE 26 545 WINNIPEG | DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilissími 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson Dentist 806 BROADWAY • Talsimi 30 877 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 • Vlðtalstimi 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdóma. ViCtalstími 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissimi 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœöingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenxkur lögfrœðingur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 86 607 Heimills talslmi 601 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG„ WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgö af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • pægilegur og rólegur bústaður i miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Quests

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.