Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 2
o LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRIL, 1940 flMHERST 40 oz. «n ao - 25 oz. $2.bU 40 oz. $4-4° nn Einar Benediktsson ENDL’RMINNINGAR OG HUGLEIÐINGAR Eftir sr. Kristinn Danielsson (Framh.) En ekki sízt er mér minnis- stætt, er talið barst að trúmál- unum og jafnvel guðfræðikenn- ingum.' Eg hafði þá fengið opin augu fyrir sannleiksgildi þeirra skoðana, sem kallað hefir verið nýguðfræði og sprottið höfðu á þeim tímum upp af biblíurann- sóknum ágætra guðfra>ðinga, einkum í Þýzkalandi, og Jón Helgason, síðar hiskup, hafði á næst undanförnum árum í “Verði Ijós” verið að l'ræða landa sína um af mikilli og þó hóglegri einurð og hreinskilni. Barst talið að þessum efnum, og eg hélt fram því, sem eg hafði til brunns að bera, ef til vill nokkuð einbeittlega, svo að hon- um þætti eg vilja hagga um of við gömlum viðteknum skoðun- um, og tókst því á hendur, að hera hönd fvrir höfuð þeirra og vörn fvrir höfuð þeirra og vörn fvrir íhaldsstfenuna. Varð um þetta efni helzti ágreiningurinn i viðræðum okkar, og lauk þvi umræðuatriði með því, að hann sagði við mig: “Eg hevri, að þú trúir ekki, en eg trúi,” en bætti þó jafnharðan við hrósi um góða greind mína, með oflofsorðum, sem ekki verða eftir höfð. Eg hafði ekki annað gjört, en að halda fram því, sem eg hafði af öðrum lært, en var einnig sjálfur samþykkur og sannfærð- ur um. Mér þótti þó vænt um lofsorðin, því að eg þóttist af þeim mega ráða, að í rauninni hefði hann verið samþykkur ein- hverju að minsta kosti af þvi, sem eg hafði verið að segja, þótt honum þætti skylt að sýna trún- að gamalkærum skoðunum. Enda þótti mér sennilegast, að svo hlyti að vera um hann. Því að eins og hann, líkt og margir aðrir stórgáfaðir andans menn, var hafinn yfir guðsafneitun meðalmenskunnar, eins hlaut hann að vera glöggur á rétt rök og hugsanir. Eg hefi engan heyrt bera brigður á, að hann hafi verið trúinaður og hafi af huga mælt í aldamótaljóðum sinum, að í “hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð einn og land sitt skal trúa.” En eins er erfitt að ætla honunj annað en frjálslyndi og viðsýni á þessu sviði sem öðrum, þvi að vel má trúin lifa, þótt ekki sé henni þrýst í of þröngan stakk. Það láta fæstir vitsmunamenn bjóða sér, og hættir þá fremur við að hafna henni eða missa. Eitt af því, sem bar á góma milli okkar Einars Benediktsson- ar var það, að eg þakkaði honum fyrir aldamótaljóð hans, því að mér, sem flestum, þótti þau bera af öðrum að andagift og orð- snilli, þó að fleiri snildarkvæði væri þá kveðin. Þar var ekkert torskilið, sem Ijóð hans annars eru talin vera, svo að umhugsun og vandlega athugun þarf til að lesa þau og skilja, og mai*gir líklega að leita sér skýringar hjá öðrum sér fróðari. Hann hafði þau orð um, að enginn mundi geta ort álíka kvæði á minna en hálfum mánuði. Eg tók það svo, að þeim tíma mundi hann hafa var- ið til þess. Sjálfsagt ekki þann- ig, að hann hafi þann tíma setið yfir því við skrifborð sitt, held- ur verið að velta því fyrir sér og í huganum að safna til þess drögum og hugmyndum og þá líklega skrifað kafla og kafla. Eg man ekki, hvort eg spurði hann að þessu, sem eg hefði átt að gjöra, til þess að kynnast að- ferðum hans, en það munu aðrir þekkja, sem voru honum ná- kunnugri. Mér þótti þetta senni- legt, en brestur þó skilyrði og skynbragð til að dæma um það. Liklega er þetta misjafnt hjá skáldunum, að stundum komi J Ijóðin hjá þeim alsköpuð með eldingarhraða, eins og Aþena úr höfði Zeus, en stunduin þurfi meira fyrir, að hafa. Steingrím- ur var talinn hefla meira kvæði sín en Matthías, og hefir þá þurft lengri tíma. • Þegar eg kom inn í kirkjuna á útfarardag Einars Benedikts- sonar, snart það mig þægilega, að sjá breiddan yfir kistu hans fslandsfánann bláhvíta, að ekki hafði þótt hæfa að hafa þar annan fána en þann, sem hann sjálfur orti um fánaljóð sitt, er eg hefi heyrt talið fegursta fánaljóð, sein nokkur þjóð eigi. Þegar hann orti það, hafði rauði krossinn ekki komist inn í fána- merki vort og eg hefi ekki fengið mér næga skýring á, hvers vegna það varð og skal ékki ympra á því. En nú virðist hentugt tækifæri, þegar endurskoðun sambandssáttmálans er fyrir •dyrum, að taka upp hinn upp- haflega íslandsfána, sem orðinn var þjóðinni kær og meðal ann- ars vígður með ódauðlegu Ijóði Einars Benediktssonar um hið “unga íslands merki.” • Þá ráðstöfun, að jarðsetja lik Einars Benediktssonar á Þing- völlum, hefi eg heyrt marga telja orka tvímælis, og ef til vill ekki að ástæðulausu. Annars vegar virðist þó ekki illa til fallið, að stofna á þessum þjóðhelgasta stað landsins nokk- urskonai: “panþeon” (stórmenna grafreit eða höll), þar sem greftraðir séu einstaka úrvals- menn, sem þjóðin hefir einhuga tignað sem fágæta velgjörða- menn hennar, og andans stór- menni, sem enginn ágreiningur er um, að hafa borið á sínu sviði höfuð yfir aðra og látið eftir sig verk, sem þjóðinni er mikilli sómi að, ekki síður en þeim sjálfum. Gæti vitundin um að þeiin er staður búinn á þeim þjóðhelga stað, haldið minningu þeirra ennþá hærra á lofti, til að vera þjóðinni varanleg hvöt og hughreysting í allri baráttu hennar og viðleitni til að skipa með sæmd sæti sitt við hlið ann- ara þjóða, sem oft kann að reyn- ast erfitt, svo “fáir, fátækir, sniáir,” sem vér erum. Ekki er ágreiningur um, að Einar Benediktsson var sem skáld slíkt stórmenni, sem aldrei þreytist að kveða í þjóðina kjark og trú á sjálfa sig, og brennandi ást á Iandinu, rétt- indum þess, tungu og sögu. Það má því vel lika, að hann sé fyrst- ur til að vígja þennan reit. Um fyrri tíma stórmenni er nú ekki að tala í þessu sambandi, þótt hugsa mætti sér með tíð og tíma að setja þar sæmileg minnismerki t. d. fyrir Þorgeir goða, Snorra, Hallgrím Pétursson og Jón Sig- urðsson. — En hinsvegar er sú hætta fyrir dyrum, að þetta verði misnotað, og á þennan stað yrðu færðir menn, sem aðeins myndi rýra gildi hinna eiginlegu stór- menna, með þvi að hafa þá í þeim hóp, svo að þeir sæjust síð- ur standa þar upp úr. T. d. má hugsa sér flokksgæðinga, sem flokksáfergja hefir hafið til vegs og virðinga, þótt fullkominn skoðanamunur sé hjá þjóðinni um ávöxt af starfsemi þeirra. Orðið “panþeon,” sem þessi hugmynd mun sprottin frá, tákn- ar eiginlega musteri fyrir alla eða helztu guðina. Hér væri þá ekki að ræða um aðra en veru- lega afburðamenn, eitthvað í átt- ina til þess, sem grísk og róm- versk skáld mundu kalla goðum- líka, þ. e. a. s. ávöxturinn af starfi þeirra eitthvað yfirvenju- legur eða svo, sem aðeins mætti fáum við jafna. Til greina kæmu þá aðeins fáir menn, segjum einn á öld, eða svo. Ef til þess ætti að velja hvern venjulegan ágætismann, er þjóð- in svq vel ment, að það yrðu of margir, og hverfa myndi kjarna- atriðið úr hugsjóninni “pan- þeon.” Það færi þá eins og með Fálkaorðuna. Hún var samþykt á fyrsta sjálfstæðisþinginu á lokuðum þingfundi. Þvi var að vísu móti mælt, því að fullveldis- starfið ætti að byrja á því, sem væri heillavænlegt fyrir þjóðina en ekki áhégómatildri. Hitt varð þó ofan á, því að frumkvöðullinn var vinsæll og mikils metinn, og talið vera aðallega til þess, að geta sýnt viðurkenningu útlend- um mönnum, sem þjóðin ætti gott upp að inna, en gæti ekki launað á annan hátt. — Mátti ætla að i þvi fælist loforð um, að nota það hóflega handa landsmönnum. En þá hafa efnd- irnar orðið þær, að á hverjum fullveldisdegi er leitað uppi 10— 12 manns til að sauna þannig. Með því verður sæmdin skiljan- )ega fljótt vatnsborin, eða er orðin það. En það má “pan- þeon” okkar ekki verða. Eg veit ekki, hvort Einar Benediktsson hafði nokkra orðu. En það gerir ekkert til. Eg enda þessar endurminningar og hug- leiðingar í sambandi við hann með því að sæma hann þá þann- ig í huganum, nema hann sjálfur vilji vera laus við það. Eg veit það ekki og reyndar heldur ekki, hvort hann sjálfur hefði viljað vera grafinn á Þingvöllum, eða þetta sé ef til vill alt “mislukk- að.” (Ritað að mestu næstu daga eftir útför E. B„ 20. janúar). Kristinn Danielsson. —Morgunbl. 5. marz. Að vera skuldlaus um nýárið Þetta voru nokkurs konar kjörorð margra heiðvirðra bænda í ungdæmi mínu heima á íslandi. Þessi orð hefði lika mátt skoða sem heitstrenging eða dreng- skapar áheit á fæðingardag hvers* komandi árs, eða með öðrum orðum mætti nefna það svo að þessir heiðvirðu menn hefðu svarið það við sína eigin dreng- lund, að vera skuldlausir um ný- árið. Það var alment regla verzlunarstjóranna, að senda viðskiftamönnum sínum árs- reikninga sína yfir úttekt og innlegg einu sinni á ári. Þessir reikningar komu vanalega til við- takenda snemma á jólaföstu. Upp frá þessu mátti jafnvel dag- lega sjá menn á ferð í kaup- staðinn með bagga-skjatta á bak- inu og broddstaf í höndum. í þessum böggum, sem ferðamenn- irnir báru, var kaupstaðarvara, sem nefnd var prjónles. Það voru sokkar og vetlingar og í daglegu tali nefnd duggara-plögg. Þau voru fremur grófgerð, og mestu Golíatar á allan vöxt. Sokkarnir náðu hverjum hálegg í mitt lær eða lengra og vetling- arnir náðu upp á miðjan fram- handlegg. Verðlag á þessari vöru var þá vanalegast 65 aura sokkaparið og 25 aura vetlinga- parið. Einnig var haustull og tólg töluvert á ferðinni í kaup- staðinn á jólaföstunni. Þetta voru gjaldgengar vörur, sem veðjuðu þunga sjálfs sín og verðlagi þar á kaupatorginu um það að viðskifta-metaskálar kaupmannsins skyldu hrósa jafnvigt sinni um nýárið. “Einn af átján” sem voru á ferð í kaupstaðinn um það leyti, sem nefnt er hér að framan, var eg með bagga á bakinu eins og hinir; þessar ferðir fór eg i þágu húsbónda mins, því þá var eg ekki farinn að verzla sjálfur og því síður skulda neinum neitt. Þá minnist eg þess viðvikjandi því, sem eg hefi sagt um þessi vetrarferðalög að eitt sinn í vik- unni fyrir jólin var eg sendur í kaupstaðinn með duggara-plögg, sem, áttu að borga dálitla skuld, sem húsbóndi minn var i við verzlunina. Frá heimili mínu til kaupstaðarins var um 36 kíló- metra vegalengd, eða röskar 22 enskar milur. Eg fór að heiman um miðdegi, nógu snemma til að ná háttum að bæ þeim, sem stóð undir heiði þeirri, sem ligg- ur milli heimilissveitar minnar og hinnar, sem kaupstaðurinn lá í. Gangfæri var ágætt, vatns- föll lögð undir ís og skarpa-hjarn yfir alt. Eg kom að þessum bæ snemma á kvöldvöku og gisti þar um nóttina. Þetta heimili var þar í sveit tæplega talið bjarg- álna efnalega, en annálað fyrir gestrisni og öll heiðarlegheit til orða og verka. Um kveldið var mér vísað til rekkju hjá syni hjónanna, ungum manni, tæp- Iega tvitugum. Við vorum sem næst jafngamlir; rúmið okkar stóð gagnvart hjónarúminu í af- þiljuðu i öðrum baðstofuendan- um. Þegar heimilisfólkið virtist komið í-svefnværð, hóf bónd- inn svohljóðandi tal við konu sína: “Núna með siðustu póst- ferð fékk eg verzlunarreikning- inn minn, og birtir hann mér, að eg sé í 10 króna skuld. Haustinnleggið mitt horgaði að- eins fyrir sumar-úttektina mína, en svo fékk eg svolítið smávegis til láns, sem orkar nú þessum reikningshalla. Eins og þú veist, góða min, höfum við undanfarin ár reynt okkar ítrasta að vera skuldlaus við menn um hver ára- mót. Þetta er nú síðasta skuld- in, sem eg þarf að borga, þetta útliðna ár. Eg borgaði kirkjunni ljóstollinn, seinast þegar eg var við messu. Og með póstinum sendi eg Birni minum Jónssyni borgun fyrir fréttablaðið “Norð- anfara,” því fyrir það vil eg sízt skulda lengur en árlangt. Án matar get eg verið dag og dag, ef þess gerðist þörf, en án bóka eða fréttablaða get eg ekki verið, meðan Guð ljær mér sjónina. Eg spyr þig nú að því góða mín, eins og svo oft áður, höfum við nokkuð handbært í búhokrinu okkar, af gjaldgengri vöru, sem getur mætt þessari skuld núna fyrir nýárið. Já, svaraði konan, eins og þú veizt, höfum við unn- ið nokkur pör af sokkum og vetlingum núna á jólaföstunni, eins og við höfum gert undan- farin ár, og svo eigum við 20 punda tólgarskjöld. Þetta tvent er gjaldgeng vara, sem að verð- lagi geta fullkomlega mætt þess- ari tiu króna skuld, sem þú tal- ar um.“ “Þetta eru góðar frétt- ir, heillin míh,” sagði bóndinn. “Þvi eins og okkur var áriðandi að fá úttekt hjá verzluninni, eins er okkur nauðsynlegt að standa i skilum, svo gamla árið við út- för sína, þurfi ekki að afhenda því nýja ógoldna skuld, til inn- heimtu í búhokrið okkar. Fyrst gangfærið er gott núna, þá ætla eg að senda hann Nonna okkar í kaupstaðinn á morgun; hann fær góða samfylgd með nætur- gestinum, sem hér er staddur núna. Við getum farjð snemma á fætur og talið það sem við sendum í poka, svo það verði alt tilbúið um vanalegan fótaferðar- tíma. Um nóttina varð eg þess var að hjónin fóru á fætur, kveiktu Ijós og hurfu eitthvert fram í bæinn. Um morguninn vakti konan okkur með kaffi. Hún spáði góðu veðri yfir heið- ina, sem var 4 kl.tima ganga, ef gott var gangfæri. “Hérna eru sparifötin þín, Nonni minn; hann pabbi þinn ætlar að senda þig í kaupstaðinn með gestin- um, sem svaf hjá þér í nótt. Ykkur er bezt að taka daginn snemma, svo þið getið komist til baka undir heiðina í kveld.” Þessi hvatningsorð konunnar voru nóg til þess að við létum ekki draga okkur úr rekkju þann morgun; við borðuðum morgunverð, kvöddum hjónin og vorum komnir upp á heiðarbrún um dagrenning. Æskilegra ferða- veðurs gátum við ekki óskað okkur. Það var heiðrikt loft og stafalogn; við höldum nú sem stefnan vísaði okkur á leið til kauptúnsins og vorum komnir þangað um miðdegi. Við fund- um kaupmanninn, sem tók okk- ur mjög vingjarnlega, eins og við værum gamlir viðskiftavinir hans. Nonni sagði honum að faðir sinn hefði sent sig til hans með nokkur pör af sokkum og vetlingum, sem hann vonaði að j ö f n u ð u verzlunarreikninga þeirra núna um áramótin. “Fað- ir minn sagðist ekki vilja skulda verzluninni neitt um nýárið.” Þegar Nonni hafði raðað þessum plöggum á húðarhorðið, lét kaup- maðurinn ánægju sína í Ijósi um það, hvað varan væri vönduð að efni og vel unnin. “Þú hefir hér, piltur minn, miklu meira inn- legg en nemur skuldinni hans föður þins; hvað var þér sagt að kaupa fyrir afganginn?” sagði kaupmaður. “Mamma sagði að ef eitthvað væri afgangs skuld- inni, þá skyldi eg kaupa eitt pund af kaffi, tvö pund af kandíssykri og tvær spólur af tvinna, hvitum og svörtum.” “Og svo eitthvað fleira?” spurði kaupmaður. “Nei, ekkert fleira,” svaraði Nonni. “Bað ekki faðir þinn um eitthvað sérstaklega fyrir sig,” spurði kaupmaður. “Nei,” svaraðii Nonni, “hann vill ekki skulda neinum neitt um ný- árið.” “Þetta mun satt vera, því faðir þinn er hæði skuldvar og áreiðanlegur í viðskiftum. Ef Öllum viðskiftamönnum mínum væri eins sýnt um að standa í skiluin og honum, þá gæti eg með sanni sagt, að verzlunin mín stæði ekki á þeim vanskilahörg sem útlit er fyrir að hún hými á núna um áramótin. Nú skulum við sjá hvernig reikningar okkar föður þíns standa. Prjónlesið, sem faðir þinn sendi mér gerir peningalega 15 krónur; skuld frá siðasta hausti 10 krónur, úttekt núna króna tuttugu og fimm aurar; alt svo á þá faðir þinn hjá mér þrjár krónur sjötíu og fimm aura, sem eg ætla að senda honum núna með þér, svo reikn- ingar okkar verði jafnir og hvor- ugur skuldi öðrum um nýárið. Eg bið svo kærlega að heilsa föð- ur þínum og þakka honum fyr- ir góð og gömul viðskifti. Eg hafði lokið verzlun minni við vinnumann kaupmannsins og borgað skuld húsbónda míns, svo nú var lokið erindum okkar Nonna þar í kaupstaðnum. Við kvöddum þá verzlunarmennina og héldum af stað í áttina heim. Nú höfðum við sama sem ekkert meðferðar, sem gat tafið okkur. Það varð að samkomulagi með okkur, að leggja á heiðina, þvi veður var einsýnt og gott, enda var tunglsljós. Við komum að heimili Nonna kl. 12 um nóttina. Það er ekki ferðasagan sú arna i kaupstaðinn, sem hefir loðað í minni minu nú yfir 60 ár, heldur eru það orð bóndans undir heiðinni, sem hafa svo oft mint mig á sig. Með póstinum sendi eg Birni minum Jónssyni borgun fyrir fréttablaðið “Norð- anfara, því fyrir það vil eg sizt skulda lengur en árlangt.” Ef við allir, sem að nafninu til höfum keypt íslenzku viku- lilöðin Lögberg og Heimskringlu hefðu neglt það eins rækilega í huga okkar eins og þessi bóndi, að skulda aldrei lengur fyrir þau en árlangt, þá byggju þau ekki á öðrum eins óskila Kaldbak eins og þau hafa búið á nú um 50 ár. F. Hjálmarsson. Baruch Spinoza Þegar litið er yfir þróunarsögu mannanna og skygnst eftir braut- ryðjendum á sviði menningar og hárra hugsjóna, er ekki hægt að ganga fram hjá hinni hröktu og hrjáðu Gyðingaþjóð, sem mörg- um öðrum þjöðum fremur hefir lagt drjúgan skerf til andlegrar uppbyggingar og hárra hugsjóna, sem hin vestræna menning hefir að miklu leyti verið grundvölluð á. Með þessar stuttu ritgjörð vil eg minnast fáeinna æfiatriða eins slíks brautryðjanda manns- andans. Gyðingar hafa orðið flestum öðrum þjóðum fremur fyrir uppihaldslausum hrakningum og ofsóknum, um na>r tvö þúsund ára skeið, eða frá því að þeir voru hraktir úr átthögum sínum og föðurlandi, eftir að Títus vann hina helgu borg þeirra, Jerúsalem, 70 árum e. Kr. Það mundi fátt líklegra þykja, en að þessi litla þjóð hefði með öllu glatast úr tölu þjóðanna, eftir að verða að flýja land sitt, þeir sem þaíf gátu, en aðrir að vera seldir mansali út um rómverska ríkið; en sú varð ekki raunin á. Þeir hafa varðveitt í gegnum aldirnar, í dreifingunni og undir allslags þrengingum, ofsóknum og hrakningum og fyrirlitningu, sín fornu þjóðareinkenni, tungu, menningu og tVúarbrögð, og er það meir en nokkurri annari þjóð er líkum forlögum hefir verið háð, hefir hepnast að gera. Meðal þessarar hröktu og dreifðu þjóðar hefir hvað eftir annað, bæði að fornu og nýju, komið fram hinir mætustu menningar og siðferðis frömuð- ir, sem Vesturlanda þjóðirnar hafa nokkru sinni þekt; enda hafa þær aðhylst og tileinkað sér kenningar þeirra og bygt á þeim trúarbrögð sin og siðferði- legt mat, og þannig að ekki litlu leyti reist menningu sína og þjóðfélagslegt fyrirkomulag á gyðinglegum fyrirmyndum. Það er þvi æði erfitt að gera sér glögga grein fyrir því, að þessar sömu þjóðir, sem hvað mest hafa bygt lífsskoðun sína og trúar- brögð á gyðinglegum ritningum og helgisögnum, hafa gengið flestum öðrum framar í því, að hjrjá og hrekja þennan land- flótta Gyðingalýð. útflutningur Gyðinga frá föð- urlandi sínu hófst löngu áður en Titus vann Jerúsalem. Það voru mest kaupsýslu- og æfin- týramenn, er ferðuðust frá hafn- arborgunum Tyrus og Sidon vestur með ströndum Miðjarðar-. hafsins, og tóku sér bólfestu í ýmsum borgum hins forna heims, svo sem Athenu, Anti- ochiu, Alexandriu, Kartago, Róm og Marseilles, og sumir komust alla leið vestur á Spán. Þessir útflutningar höfðu átt sér stað um langt skeið, og er ekki ann- að að sjá en að Gyðingar hafi verið látnir að mestu óáreittir i löndum Grikkja, Rómverja og Kartagoborgar-manna. En eftir fall Jerúsalemsborgar hefst hinn fjölmenni útflutningur flótta- fólks og þræla, sem var alt ann- ars eðlis, þvi þá flúði fólkið Iand

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.